Lögberg - 04.11.1915, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. NÓVEMBER 1915.
Jdgberq
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd., Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: CARRY 2156
SIG. JÚL. JÓIIANNESSON, Editor
J. J. VOPNI, Business Manauer
Otanáskrift til blaðsins:
THE COLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Mlai).
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, IVlan.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
Vetur.
Enn þá einu sinni erum vér stödd á tímamótum.
Enn þá einu sinni erum vér yfirgefin af gyðju sum-
arsins, sem nú flýtir ferðum sínum frá oss og til
annara staða, þar sem hennar er einnig þörf.
Þessi græðandi gyðja er eins og hjálpfús hjúkr-
unarkona á stríösvelli, sem líður frá einum stað til
annars, frá einum særðum til annars og dregur svið-
ann úr sárunum.
Gyðja sumarins líður um stríðsvöll lífsins og
hellir smyrslum ljóss og sólar í hvert einasta sár,
þótt sum þeirra séu dýpri en svo að nokkurri hönd
sé unt að græða.
Með innilegri gleði er henni fagnað í hvert skifti
sem hún kemur, og með djúpum söknuði er horft á
eftir henni þegar hún hefir kvatt. I sælli minningu
geymir sál vor ylinn er streymir til vor frá augliti
hennar. Og með kviða horfum vér í ísköld og hlut-
tekningarlaus augu þess er á eftir henm kemur.
Með öllu því afli sem vér eigum til höldum vér í
hönd hennar þegar hún kveður oss — en hljótum að
sleppa.
Með hálfum huga réttum vér fram höndina þeg-
ar veturinn heilsar. En hann sest að ófeiminn og
óboðinn. Vér verðum að gera oss gott að návist
hans. —
Nú stöndum vér á einum þess konar tímamótum.
Veturinn blæs köldum anda á laufgaða skógana;
laufið fölnar og fellur til jarðar bleikt að lit eins og
dauðinn sjálfur, en hríslurnar standa eftir berar og
eyðilegar með sýnilegum saknaðarblæ. Fyrst um
sinn geyma þær harm sinn í hljóði, en eftir stutta
stund sjást þær gráta hrynjandi hrímtarum a leiðt
laufbarna sinna, og það er eins og skógurinn al!ur
syngi liksöngslag, eftir heyranlegum en ósjáanleg-
um nótum, ýmist hækkandi eða lækkandi. —
Já, veturinn leggur kalda hönd á alt það sem lifir.
Hann er ávalt óvelkominn gestur, en aldrei fremur
en nú. Það er eins og hann gangi nú að hverjum
dyrum og setji á þær innsigli áhyggju og kvíða.
Sjaldan hefir hann átt eins þungar brúnir og hörku-
leg augu og einmitt nú.
Þúsundir manna — nei, ekki þúsundir, heldur
tugir þúsunda, mæta honum þannig í þetta skifti
að iítil tök hafa verið til viðbúnaðar. Tugir þúsunda
starffúsra manna hafa orðið að sitja auðum hönd-
um og horfast í augu við skort og knappan kost.
Tugir þúsunda leggja á klakabraut vetrarins með
brotinn staf og veikar vonir. En til hvers er að tala
um þetta? Bætir það nokkuð úr skák? Er ekki bezt
að þegja og láta sem minst á öllu bera? Enginn
rekur veturinn í burtu. Hann kemur og sest að
óboðinn. Hanrt fer smu fram eins og einvaldur
harðstjóri.
Hefir það nokkra þýðingu að tala um þetta?
Séu ekki hugsanir rnanna þannig að öll orð falli
i grý'tta jörð, þá er einmitt þetta það umræðuefni, sem
ætti að vera á margra vörum nú. Það er undir
sjálfum oss komið að miklu leyti hvaða tökum þessi
vetur tekur oss hér i Winnipeg.
Því er ekki að leyna að meðal Islendinga eru hér
margir þeir sem engin ráð vita, enga vegi sjá færa
til þess að komast heilu og höldnu með skyldulið sitt
i gegn um eyðimörk vetrarins.
En Islendingar eru hér svo margir og ráðagóðir
að ef þeir taka saman höndum til þess að velta úr
vegi steinum erfiðleikanna þá getur þeim mikið
unnist.
Það er álitið að bœjarstjórnin muni hafa fult í
fangi á komandi vetri að veita þeim ásjá sem alls-
lausir eru og atvinnulausir. Og það er mál manna
að sérstaklega verði það fólk af vissum þjóðflokk-
um, sem hjálpar leiti.
Skýrslur verða haldnar yfir alla veitta hjálp og
þess má vænta að nákvæmlega verði því athygli veitt
hverrar þjóðar þeir séu flestir sem hennar hafi notið.
Það er lofsvert og sjálfsagt af stjórnendum bæj-
arins að búast til Hðveizlu þeirra, er þess þurfa. Og
það er þakklætisvert að geta fengið hjálp; en óneit-
anlega er það sælla að þurfa þess ekki.
íslendingar eru 40 ára gamlir í þessu landi og
hafa þegar lagt undirstöðu framtiðar sinnar. Þegar
alt leikur í lyndi og flest gengur að óskum er lítill
vandi að lifa, en þegar móti blæs og öldur rísa, þá
reynir á hve hugrakkir þeir eru og snarráðir sem
um hafið fara.
Að verða islenzku þjóðinni til sóma, halda á lofti
óflekkuðu manndómsmerki hennar, er og á að vera
stefna hvers einasta Islendings í þessum bæ, að sjá
svo um að hvað sem á gengur á komanda vetri;
hversu margir sem leita verða liðs og styrks hins op-
inbera, þá sjáist aldrei íslenzkt nafn á þeim lista.
Ekki svo að skilja að nokkur vanvirða sé því
samfara fyrir þá sem vinnuviljugir eru, þótt þeir
ekki geti fengið starf og hljóti því að leita líknar.
Nei, langt frá. En það er annað. Islenzka þjóðin
sem stór eining í þessu þjóðfélagi, sem einn limur á
sameiginlegum líkama, á yfir svo miklum andægum
og líkamlegum kröftum að ráða að henm er það
vanvirða að Iáta nokkurn einstakling af sínu eigin
bergi brotinn neyðast til þess að flýja á náðir annara.
íslendingar í þessum bæ eiga að taka höndum
saman — og gera það tafarlaust — til þess að búast
sem bezt gegn árásum vetrarins. Þjóðarstolt vort
væri sært og þvi misboðið, ef sú hneisa væri nú látin
koma fyrir eftir fjörutíu ára búskap að nokkur Is-
lendingur yrði látinn fara hér á sveitina. Og ef það
skyldi vilja til þá er það framtaksleysi og samtaka-
leysi að kenna.
Islendingar 1 winnipeg þurfa að mynda verndar-
félag til bráðabirgðar; félag sem skipað sé beztu
mönnum þjóðarinnar af öllum flokkum, án tillits til
pólitískra eða trúfræðislegra skoðana. Skorturinn
spyr hvorki um skoðun né flokksfylgi.
Þetta félag á að taka manntal Islendinga í bæn-
um með efnalegum og atvinnulegum upplýsingum.
Það á að gangast fyrir því að allir vinnufærir menn
og konur geti fengið einhverja atvinnu ef hægt er.
Það á að gangast fyrir því að íslenzkir atvinnuveit-
endur láti Islendinga algerlega sitja í fyrirrúmi fyrir
öðrum. Það á að gangast fyrir því að fé sé safnað
með samkomum og öðrum fyrirtækjum, því fólki til
styrktar, sem engan veg hefir sér til lífs annaðhvort
sökum vinnuskorts eða veikinda.
Já, eg segi með samkomum. Og eg endurtek
það. Hundruð dollara streyma stöðugt úr vasa Is-
lendinga á hérlend hreyfimyndahús. ‘Wonderland,
sem er mitt á meðal Islendinga þar sem þeir búa
þéttast, sýgur út hús ekkna og munaðarleysingja með-
al þjóðar vorrar; venur þá á slæpingshátt og óstöð-
uglyndi; rænir þá heilsunni með taugabrjótandi æs-
ingum, og leiðir unglingana á glapstigu.
Ef Islendingar vildu gæta þess að láta hvert cent
sem þeir verja til skemtana næstkomandi vetur á ís-
lenzkar hjálparsamkomur í stað þéss að fleygja þeim
þangað sem engum Islendingi getur orðið til nota,
þá væri stórt spor stigið og þá væri eitt ráð fundið
til þess að draga úr hættunum komandi vetur.
Ef þetta bráðabyrgðar hjálparfélag yrði myndað
mundu þar koma saman úrræði svo margra góðra
manna að ráð yrðu fundin sem dygðu þjóðinni til
varnar frá þeirri hneisu að senda böm sin á sveitina.
Ef einhver efast um að um nokkra yfirvofandi
hættu sé að ræða í þessu efni, þá eru honum opnar
dyr að nægilegum upplýsingum til þess að sannfær-
ast um það.
Með þessum er engum skugga kastað á landið.
Alls engum. Þótt það sé játað að Canada sé “bezta
landið sem sólin skín uppá”, eins og einu sinni var
komist að orði með Island, þá verða allir að játa að
ekki hefir að sama skapi farizt vel íra mannanna
hálfu að haga svo seglum að öllum rnætti hlotnast
nægilegur skerfur þess er náttrúan hefir á borð borið.
Ýmis konar misfellur í stjórnarfari landsins hafa
leitt til vinnuskorts og báginda, og yfirstandandi tím-
ar eru þess utan með því marki brendir bæði af völd-
um stríðsins og annars að góð samtök og heillavæn-
Ieg ráð eru nauðsynleg til þess að afstýra vandræð-
um.
Þetta er alvörumál og verðskuldar athygli. Fé-
lagsstofnun sú, sem bent er á, gæti orðið til þess að
íslendingar hér í bæ gætu mætt vetrinum með fullum
kjarki — ekki aðeins sumir, heldur allir.
Eimskipafélagið íslenzka.
Þegar um það er að ræða að halda við íslenzkri
tungu og íslenzku þjóðerni hér í álfu þá er það
eitt atriöi öllum öórum fremur, sem nauðsynlegt er
að vernda eins og sjáaldur auga síns. Það er samúð
og samvinna vor við heimaþjóðina, og meiri áfram-
haldandi þekking á öllum högum Islands.
Það eru áhnfin að heiman, sem ætíð verða giftu-
mesti varðengillinn tungu vorri og þjóðernistilfinn-
ingu. Engan málshátt á íslenzk tunga sannari en
þann að svo firnast ástir sem fundir.
L'ppspretta allra vorra dýpstu og sönnustu þjóð-
emis tilfinninga hljóta að koma að heiman — geta
ekki komið annarsstaðar að.
Ef öllum samgöngum, öllum flutningum, öllum
viðskiftum og bóka- og blaðasendingum og ollum
hugaráhrifum væri hætt alt í einu milli vor og heima,
þá væri ekkert íslenzkt mál og engin veruleg íslenzk
þjóðernis tilfinning lengur til hér hjá oss.
A meðan vér lesum bækur og blöð að heiman,
fáum daglega bréf að heiman, tökum á móti nýjum
gestum og innflytjendum að heiman og förum öðru-
hvoru heirn sjálf til þess að ryfja upp fyrir oss mynd
ættjarðar vorrar og svip hennar og heyra með eigin
eyrum mál hennar talað af vörum hennar eigin barna.
— A meðan alt þetta helzt getum vér vænst þess
að varðveita mál og þjóðerni hér. — Já, á meðan það
helzt, en lengur ekki.
Af þessu er það ljóst að öllum þeim sem það er
áhugamál að halda við einkennum vorum hér ætti
einnig að liggja það á hjarta að styrkja sem mest og
öruggast sambandið við móður þjóðina.
Ef Vestur-Islendingar gætu komið því við að
bjóða hingað einutn merkum áhrifamanni að heiman
á hverju ári, sem færi bygð úr bygð og héldi fyrir-
lestra, þá væri stigið stórt spor í verndar- og við-
haldsátt íslenzkrar tungu.
Þetta hafa menn séð fyrir löngu. Það eru mörg
ár síðan öllum var það ljóst að áhrifin að heiman
voru nauðsynleg andlegum framförum hér hjá oss.
;EIn það er fleira en bókmentir og andlegar sam-
göngur, sem verða má þjóðemisbaráttunni hér til
styrks og stuðnings. Hinn líkamlegi partur tilveru
ý ' !
vorrar hafði ekki vaxið heima á Fróni að sama skapi
og sá andlegi. Hér hefir það orðið öfugt. Þegar
maður hverfur frá þvi sem aðeins var í ökla, er
manni hætt við að gefa sig hinu á vald sem er í
eyra.
Hagmunastefnan var lengi vel lítt þekt heima, en
hún er svo að segja alráðandi hér. Fyrsta spumingin
er hér æfinlega þessi: “Hefi eg nokkuo upp ur pvi i
borgar það sig?”
Sé hægt að sýna Vesturheimsmanninum fram á
það að hann fái sæmilega vexti peninga sinna og að
þeir séu honum örugglega tryggir, þá stendur venju-
lega ekki á honum að leggja út í fyrirtækin.
Þegar Eimskipafélagið var stofnað og leitað var
til Vestur-íslendinga að taka þátt í þvi, þá varð sú
spurning efst í huga flestra hvort fyrirtækið mundi
borga sig; hvort því mundi svo vel stjórnað að það
gæti orðið gróðafyrirtæki; hvort öllu hagaði svo til
að fyrirtækið væri á tryggum grundvelli bygt.
Ýmislegt hafði sést mishepnast áður, jafnvel mil-
jónafélög höfðu orðið gjaldþrota og einstakir menn
höfðu beðið stórtjón þegar eitthvert glæsilegt fyrir-
tæki valt um koll, fyrir handvömm eða þekkingarleysi.
Það var.því ekki nema eðlilegt að menn færu var-
Iega fyrst í stað, og veigruðu sér við því að leggja
fram stórfé.
Margir Iögðu fram hluti með þeirri föstu og óbif-
anlegu sannfæringu að þeir sæu aldrei cents virði af
því aftur.
Þetta félag var stofnað með alveg nýju fyrir-
komulagi; vestur-íslenzkum mönnum var gefinn
kostur á að taka þátt i því með þvi að kaupa hluti og
gerast þannig verzlunarfélagar bræðra sinna heima.
Undirtektir voru ekki nærri eins almennar og bú-
ast hefði mátt við, og mun það, eins og áður er sagt,
hafa átt rót sína að rekja til vantrausts eða vantrúar
á því að fyrirtækið yrði arðberandi.
Nú er fengin allglögg hunmynd um það hvernig
framtíðin og reynslan muni svara þeirri spurningu.
Tvö skip hafa þegar verið smíðuð og verið í förum
um nokkurn tíma. Hafa þau haft svo mikiö að starfa
að þau hafa hvergi nærri fullnægt kröfum lands-
manna. Þriðja skipið, stærra en hin, verour Dyrjað
að smíða innan skamms, og er erfitt að segja hversu
mörg skip þurfa að verða alls eða geta orðið til þess
að þau geti ein fullnægt öllum flutningum úr landi
og að því og umhverfis það.
I skýrslu félagsstjórans herra Nielsen segir svo:
“Skipin bæði hafa verið fullfermd allar ferðimar,
bæði til útlanra og þaðan aftur. Að meðaltali mun
flutningsgjald nema rúmlega 40,000 kr. hverja ferð
fram og aftur,- en reksturskostnaður Gullfoss, sem er
dýrara skipið niun nema 21,000 kr. á mánuði. I
þessu er þó ekki reiknaður skrifstofu kostnaður fé-
lagsins, en hann verður að skiftast jafnt niður á bæði
skipin.
Þess ber að gæta að útgjöldin eru miklu hærri nú
á þessum ófriðartímum en endranær. Útgjald stríðs-
vátryggingar nemur 3000 kr. á mánuði fyrir hvort
skip og þar ofan á bætast aukin kolaútgjöld, tafir
við að fara til Kirkwall eða annara brezkra hafna
o. s. frv.
Þegar Gullfoss kemur næst til Kaupmannahafnar
er útrunninn reynslutími skipsins. Verður það þá af-
hent féiaginu og maðurinn sem skipasmíða stöðin
hefir látið vera á skipinu siðan það fyrst fór frá
Kaupmannahöfn hættir að sigla á því. Þá er i ráði
að Gullfoss verði látinn í þurkví (þurdokk), til þess
að nákvæm rannsókn geti farið fram; en eg er í eng-
um vafa um að frágangur allur á skipinu er í bezta
lagi.
Það er ráðgert að loftskeyta vélum verði komið
fyrir næst þegar Gullfoss kemur til Hafnar; en
stöðvarnar á skipinu verða ekki opnaðar til almennra
afnota fyrst um sinn. 'Þegar það verður gert verða
ráðnir sérstakir loftskeytamenn á skipin, samkvæmt
lögum, sem nýlega hafa öðlast gildi í Danmörku.
Félagið hlýtur að hafa góða framtíð fyrir hönd-
um — einkanlega ef það nú eignast þriðja skipð,
svo hægt sé að fullnægja kröfunum. Menn verða að
muna það að það er tiltölulega miklu ódýrara að gera
út þrjú skip en tvö, því að tekjurnar verða svo miklu
meiri. Eg álít að það sé nauðsynlegt að bæta þriðja
skipinu við og það sem allra fyrst.”
Af þessu sést það að 20,000 kr. ágóði er af hverri
ferð skipanna, það er að segja af hvoru þeirra fyrir
sig, eða 40,000 kr. ágóði á mánuði af báðum til sam-
ans með því að þau fari eina ferð á mánuði. Ágóð-
inn af Gullfoss ferðinni til New York var um 22,000
kr. Ef skipin færu hvort um sig eina ferð á mán-
uði árið um kring yrði ágóðinn með þessu lagi 480,-
000 kr. eða hátt upp i hálfa miljón.
Auðvitað má að sjálfsögðu gera ráð fyrir að ein-
hver timi gangi úr að vetrinum, en 10 ferðir ættu
skipin að geta farið á ári, og gæfi það 400,000 kr. í
ágóða.
Þetta er miklu meira en mönnum hafði nokkru
sinni komið til hugar og þegar svona glæsileg
reynsla hefir fengist fyrir því að fyrirtækið ætli að
hepnast, er mjög líklegt að það fái byr undir báða
vængi.
Þegar er farið að safna hlutum heima til bygg-
ingar þriðja skipsins og er svo að sjá af blöðunum
að menn séu þar allríflegir í framlögum.
Þetta ætti að verða Vestur-íslendingum hvöt eigi
síður en þeim heima, og er vonandi að þeir láti ekki
sinn hlut eftir liggja.
Þótt harðæri sé hér í bæjum í Canada, eins og
tekið hefir verið fram á öðrum stað í þessu blaði,
þá er þess að gæta að bændur hafa sjal lan átt öðru
eins hagsældarári að fagna og einmitt nu.
Samhljóða fréttir berast úr öllum bygðum Islend-
inga um það að aldrei í mannaminnum hafi hönd
náttúrunnar veitt eins rikulega og í ár.
Islenzku bændurnir ættu því að láta hendur
standa fram úr ermum við hlutakaup í Eimskipafé-
laginu i ár.
Eimskipafélagið er fyrsta sameiginlegt fóstur-
bam Austur- og Vestur-Isleninga, sem þannig er
vaxið að það bæði tengir þá saman og auðgar í senn.
Reynslan hefir þegar sýnt að fjárhagslegur ágóði
af félaginu hlýtur að vera afarmikill. Það er vafa-
samt hvort hægt er að verja fé til arðvænlegra fyrir-
tækis, og fátt er það sem líklegra er til þess að
tehgja betur saman hugi vora og bræðra vorra og
þannig að styrkja þjóðemisbaráttuna hér.
Á því er enginn efi að viðskifti Ishndinga við
Vesturheim hefst með þessu Eimskipafélagi, og það
eitt út af fyrir sig færir oss austur og hina vestur —
flytur þjóðbrotin nær hvort öðru — byggir brúna
yfir hafið, sem svo oft hefir verið minst á en aldrei
hefir fyr verið til nema á pappímum.
NORTHERN CROWN BANK
AÐALSKRIFSTOFA I WINNIPKG
Höfuðstóll (löggiltur) - - - $6,000,000
Höfuðstóll (greiddur) ... $2,850.000
STJÓRNKNDCR :
Formaður........... - - Slr D. H. McMILIjAN, K.O.M.G.
Vara-formaður...........- - Capt. WM. ROBINSON
Sir D. C. CAMKRON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPION
W. J. CHRISTIK, A. McTAVISH CAMPBKI.Ij, JOIIN STOVKIj
Allskonar bankastörf afsrrcidd. — Vér byrjum reikninsa við ein-
staklinsa eða félög 0(5 sannstjamir skilmálar velttlr. — Avísanlr seldar
til hvaða staðar sein er á islandi. — Sérntakur gaumur geflnn spari-
sjóðs innlögum, sem byrja má með elnum dollar. Rentur lagðar vlð
á liverjum sex mánuðum.
T E. THORSTEÍNSSON, Ráðsmaður
S Cor. William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man.
9
THE DOMINION BANK
HUr MUWXO B. IWI.XX. m r„ I ra W O. MATTHKW* J;
C. A. BOGKRT. General Manager.
SKIFTI5) BRÉFLKGA VID BANKANN.
ef þér dveljið langt frá útibúi Dominion bankans. pað er
eins hægt að láta póstinn flytja peninga til bankans eða úr
honum eins og að gera sér aukaferð til borgar i þeim eriindum
Sparisjéðs innlög má hafa undir tveimur nöfnum — nafni
konunnar og mannsins, eða annara tveggja —svo að hvort um
sig getur lagt peninga inn og tekið þá út eftir vild.
Notre Dame Branch—W. M. HAMILTON, Manager.
Selkirk Branch—M. S. BURGKR, Manager.
SLLouis Fur&HideCo.
736 Banning St., Winnipeg
I
Sendið oss húðir yðar
kálfskinn og kindarskinn,
ull og alskonar loðskinn.
Vér getum borgað yður
allra hæsta verð og borg-
um út í hönd við mórtöku.
Vér kaupum lifandi hæns
endur, gæsir, tyrkja, smjör
og eg? .einnig slátruðsvín
Um allar upplýsingar sem þér ósk-
ið eftir má skrifa oss um á ísl. og
vér svö um á yðar eigin máli. Nefn-
ið Lögberg þegar þér skrifið.
Fiokksþing frjálslyndra
manna.
Wilfrid Laurier hef ir verið
veikur Um alllangan tíma að und-
anförnu, en er nú orðinn heill
heilsu. Til þess að fogna honum
og jafnframt til þess að ræða mál
sin, mættu fulltrúar frá öllum
kjördæmum Canada tyrra mánu-
dag i Ottawa. Var auðsæ og ein-
læg gleði allra yfir bata þeim, er
foringinn hafði fengið á heilsu
sinni. Aðalumræðuefnið var það
hvað gera ætti í sambandi við
þingtímann. Kjörtímabilið er úti
að sumri, en þetta þing, sem nú
kemur saman næst, er hið síðasta
samkvæmt áðurgildandi reglum.
Verður því eitthvað úr að ráða og
einhvr niðurstaða að finnast.
Voru allir á það sáttir að veita
conservativum framhaldsvöld um
sanngjamlega langan tíma til þess
að ekkert yrði því til fyrirstöðu
að hægt væri að gefa sig óskifta
við hermálunum, meðan stríðið
stæði yfir.
Hins vegar var mönnum það
ekki Ijóst hvers hinir mundu krefj-
ast. Conservativu blöðin hafa
heimtað það fyrir stjórnarinnar
hönd að kjörtímabilið sé framlengt
þangað til tveimur árum eítir að
stríðið er úti. Telegram t. d. hef-
ir haldið þvi fram að skemmri
tima verði ekki tekið af hálfu
stjórnarinnar. Samt sem áður var
það að heyra á fulltrúunumj að,
samkomulag mundi fást á þessu
atriði.
Það er einkennilegt að Telegram
og sum önur afturhaldsblöðin
sem hafa talið það fjarstæðu að
hlusta á styttri framlengingartíma
en tveimur árum eftir að stríðinu
sé lokið, hafa nú slegið af svo
miklu að þau stinga upp á 6 mán-
uðum. Er það býsna mikill mun-
ur og óskljanlegt hver ástæðan er
fyrir breytingunni.
Sir Charles Tupper
Iátinn.
Þar á Canada á bak að sjá ein-
um sinna mikilhæfustu sona.
#Charles Tupper hafði tekið lengri
og áhrifameiri þátt í opinberum
málum þessa lands, en flestum
mönnum auðnast að gera, enda var
hann 94 ára þegar liann lézt.
Hann var fæddur í júli 1821 i
Amhurst í Nýja Skotlandi. Faðir
Prívat veðurathuganir
á hverju heimili
Áreiðanlegur veðurmæl
ir, nákvæmur hitamæltr.
Rétt stærðer l3Jjml.á hæð
Óhjákvæmilegt hjá öllum
bændum, verzlunarmönn-
um, embættismönnum.bif
reiðarmönnum, í »tuttu
máli öllum sem ættu að
vita fyrirfram hvernig
veðrið verði. Sparar bæði
peninga og tím»
Veðurmælir
sem spáir v»*ðri mörgum
klukkustundam fyrirfram
Aðeins $2 var áður $3
Sama verð í allri Canada og Bandaríkj-
um. Fyrirfram borgun.
Sendið $2,00 í póstávísun eða "Ex-
press ávisun eða í trygðu bréfi og
verður þá hitamælir sendur tafarlaust.
Alvin Sales Co.
Dept. 24 - P.o. Box 56
WINNIPEO, CANAÖAj
hans var prestur í baðskímar
kirkjunni ?Baptista). Var hann
fátækur og varð að brjótast átram
af eiginn rammleik og hæfileikum,
en ásetti sér að veita syni sínum
betra tækifæri en hann hafði haft
sjálfur. Hann veitti lionum því
alla þa mentun, sem honum var
unt af fátækt sinni.
Tupper lærði upphaflega skó-
smíði. Svo vildi það til að auð-
maður nokkur, sem var vinur föð-
ur hans gaf honum allmikið fé, og
varði hann því til þess að fara til
Edinborgar’ og lærði þar Iæknis-
fræði. Eftir þriggja ára nám kom
hann heim aftur og var þá út-
lærður læknir. Gekk hann þegar
að eiga heitmey sína ungfrú
hrances Morse í bænum þar sem
hann var borinn og barnfæddur;
var það árið 1843; byrjaði hann
að stunda lækningar og hélt því
áfram þangað til 1855. Þá fór
hugur hans að hneigjast meira að
stjórnmálum. Var hann einkar
vinsæll, sem læknir og svo víðþekt-
ur að enginn var sá er ekki kann-
aðist við Dr. Tupper. Hann var
einnig glæsimaður mikill og naut
sérstaks álits bæði sökum framúr-
skarandi hæfileika og dugnaðar.
Yar honum því víst fylgi þegar
hann snéri sér að stjómmálunum.
Hann fylgdi íhaldsstefnunni, en
var þó lengi vel ekki þrælbundinn
flokksmaður; hann fór sínu fram
stundum, jafnvel á ‘móti vilja
flokksmanna sinna og kunningja.
Árið 1855 s®tti hann um kosn-
ingu á móti “Joe” Howe, sem þá
var leiðtogi endurbótaflokksins
(Reform Partyj í Nýja Skotlandi,
og vann sigur. Tupper var ágæt-
ur ræðumaður og fylginn sér.
Næsta ár varð hann fylkisskrif-
ari í ráðaneyti James W. John-
stons. 1858 fór hann til Englands
sem fulltrúi í sambandi við
“International” járnbrautina. 1864
Iagði Johnston niður forsætisráð-
herra störfin og tók þá Tupper við
af honum og var forsætisráðherra
þangað til 1. juli 1867 þegar sam-
bandslögin öðluðust gildi.
Ilann var foringj sendinefndar
frá Nýja Skotlandi til þingsins í
Charlottetown 1864 til þess aö
ræða um sambandsmyndun allra
fylkjanna. Og sama ár á þing
sem haldið var 1 Quebec í sama
augnamiði; og loksins var hann
fulltrúi á þingið í Lundúnaborg
1866—67. þar sem ákveðin vorti
skilyrði og lög sambandsins.
Hann bar fram tillöguna 1869
um það að halda þing í Prince