Lögberg


Lögberg - 02.03.1916, Qupperneq 2

Lögberg - 02.03.1916, Qupperneq 2
2 IjOGBUKií, *1MTUDAG1NN 2. MARZ 1916. Hugleiðingar fyrir manninn sem h?fir atkvæðis- rétt. “Vínsöluhúsiö er slátrunarhús djöfulsins’’, segir doktor Louis Al- bert Banks. “Eg þekti og elskaði eina fjölskyldu, þar sem faöirinn eyddi tómstundum sínum á drykkjukrá, í sm'ibæ einum. Hann dó sem drykkjumaður. Sonur hans er haföi leiðst út í vondan félags- skap gtgn um drykkjuskap föður síns, for í betrunarhúsið. Konan og móðirin varð brjáluð af að hugsa um þá miklu sorg og skömm, er hún haföi oröið fyrir, og dóttirin var svikin og eyðilögð af þorpara, er faðir hennar hafði komið heim með af knæpunni. Sjáið hvernig ein knæpa fór að slátra þessari fjölskyldu! Hún sendi e nn meðlim þessarar, fjöl- skyldu á vitfirringa-stofnun, ann- an í betrunarhús, þriðja t samlifn- að við ólifnaðar konur, og þann fjóröa beint í drykkjumanns gröf. Og samt æpir þjóöin og kallar “Of- stækismaður”, þegar einhver reyn- ir að loka knæpunni, sem hefir gert þessa ”slátrun” mögulega.” Einn meðlimur í verzlunarfé- lagi Chicago gefur eftirfarandi lýsingu af s nni eigin viðureign við vinsöluna. Hann segir: “Árið 1890, þegar eg var þrettán ára gamall, byrjaöt eg að vinna sem vikadrengur fyrir félagið j Logan & Bryan, í Chicago. Eg | elskaði alt viðskiftalif og vann því trúlega. og óx fljótt í metum hjá húsbændum mínum. Þegar eg var 23 ára gamall var eg kjörinn meðlimur verzlunarfélagsins, og gjörðist aðal hveitikaupmaður fyr- ir félag það. er eg vann fyrir. Mér græddust fljótt peningar og varði eg þeim ve log lét þá í skynsam- leg fyrirtæki. En á þessum tíma, þegar alt lék í lyndi, lærði eg að drekka. C A NADISK SKANOiAVA HERDEILD (Overseas Battallion) Undir stjórn Lt.-CoI. Albrechtson ' “Eg hafði kvænst. Eg átti elsku- verða kot.u og dóttur. Eg hafði alt er gat gert mig anægðan, en eg hélt áfram að drekka, meir og meir. Eg gerði þetta samt ekki af ásettu ráði. Allir kunningjar mtnir drukku, og mér líkaði að vera með svo góðum vinum. Hver sem stóð með mér upp við borð vínsalans var vinur minn. “Loksins—fyrir tíu árum síðan —fanst mér eg vera búinn að græða nóg af fé, svo eg sagði skil- ið við verzlunina. Eitt var það, sem eg sagði ekki skilið við—það var drykkjuskapurinn. Peningar minir runnu úr greipum mér eins Lt.-Col. ALBRECHTSON, Aðal-skrifstofa: 1004 Union Trust Building, Winnipeg: Stjórnað eingörgu af Skandinövum og lið- safnaður allur undir þeirra umsjón. og vatn, og eitt á fætur öðru fóru öll mín fyrirtæki um koll. Svo, einn dag, tók konan min bamið og fór. Eg var orðinn að þvi dýri að henni var ómögulegt að lifa saman við mig lengur. Og svo, loksins, voru all r mínir peningar þrotnir. Eg var kominn á neðstu tröppu niðurlægingarinnar. Eg forðaðist alla mína fornu kunningja, og, þið megið reiða ykkur á, þeir forðuð- ust mig. Eg misti alla sómatil- finnngu. “Einn dag stóð eg á hominu á State og Van Bureu strætum, skjálfandi og titrandi af áhrifum áfengis, en þó með nóg vit eftir að hafa skyn á því hversu hræðilegt það var atl saman, þegar eg sá hvar maður kemur á móti mér, er eg hafði ekki séð í fimm ár. “Hann var víst maður er mig langaði sízt af öllu til að sjá. Eg læigði höfuðið í von um að hann mundi ekkí þekkja mig. Þessi maður var Stuart Logan, maður- inn er hafði verið yfirmaður minn og vinur m'nn. I staðinn fyrir að ganga fram hjá, kom hann til mín, tók i hönd mér og spurði hvernig mér liði. “ ‘Komdu og findu mig á morg- un, Billy, og þá getum við talað <aman', sagði hann. “Eg fór. Eg hafði gefið honum loforð mitt. Þegar samtali okkar lauk háfði hann aftur gefið inér atvinnu, og eg hafði lofað að drekka aldrei framar. “Upp frá þessu fór alt að fara i hina áttina. Konan mín kom aft- ur til min, þegar hún sá að mér var alvara í að hætta við vínið. Eg byrjaði afttir að kaupa mér lít- ið heimili, rétt eins og eg hafði gert þegar eg var ungur, og eg fór | að draga safnan ögn af peningum. Og nú er eg aftur orðinn meðlimur verzlunarfélagsins. Áfengið stal tíu árum af bezta tíma æfi minn- ar. Eg er m'ina þrjátíu og átta ára.” Mrs. Luella Denisön Baldwin gefur okkur annað sýnishorn af hinu skaðlega verki vínsöluhússins: “Ungur dómari andaðist nýlega í smábæ einum í Ohio ríki. Hann og fjölksylda hans voru virt af öllufn sem þektu til þeirra. Hann var ungur, vel mentaður, stór gáf- aður, gerfilegur á velli og hvers manns hugljúfi, og hann var í miklu áliti sem ræðumaður við op- inber tækifæri. í nærfelt öllum góðgerðum og opinljerunt fyrir- tækjum tók hann þátt. Þótt hann væri aðeins ungur maður, voru hans lögmans hæfielikar viður- SKANDINAVAR ERU BEÐNIR AÐ GANGAI ÞESSA DEILD INNRITIST STRAX! kendir með því aö hann var gerður að dómara. “En hann varð. drykkjumaður. Hann spyrnti á móti ílönguninni, eins lengi og hann gat, en þegar hún varð honum yfirsterkari, var hann vanur að setja upp spjald á skrifstofu hurðina sína með þess- ari áritun: “Farinn burt úr bæn- um”. Og svo flúði hann til ein- hvers nælriggjandi bæjar og, var þar þangað til hann var orðinn af- drukkinn aftur. Einn dag sem oftar hætti hann starfa sínum og fór burt úr bænum. En næsta morgun birtu dagblöðin þessa yfir- lýsingu með stóru letri: “Dómari N. N. fasnt dauður í herbergi sínu á gistihúsinu. — Orsök áfengiseitr- un”. “Dauði orsakaður af drykkju- skap. Já, þessi ungi maður var komimt af góðu fólki, hafði öll lífs jiægindi, var gáfaður og vel mentaður og hafði sterka líkams byggingu, en þó yfirbugaði vín- hann. Ef að nokkru sinni hefir lifað maður sem reynt hefir að yf- irhuga óvin þennan með viljakrafti sínum, þá var j>að þessi ungi mað- ur. vSumir segja^ð aðeins þeir er erft hafa ílöngunina, eða sem hafa veikan vilja, láti yfirbugast af drykkjuskap. En þetta er ekki svo. Vínið fer ekki i manngreinar álit. “ ‘Vínið yfirbugar ekki alla’, segir einhver. En munið eftir jæssu, að vera yfirbugaður af Bakkusi þýðir ekki einungis Jtað, að skjögra heirn fullur, berja kon- una, eyðileggja bömin, eða láta sjálfur lífið í slagi inni á einhverri knæpunni. Nei. Afengi eyðilegg- ur, og, eyðielgging þess sem er gott og göfugt orsakar yfirbugun ein- hverntíma—einhversstaðar. “Maðurinn getur verið drykkju- maður, en samt tekist að ganga oeinum, mentað börnin sín, og lát- ið fjölskyldu sinni liða vel. Hon- um gengur vel í viðskiftalífi þjóð- arinnar. Eftir öllu ytra útliti að dæma sýnist honum liða eins vel og þeim manni, sem ekki drekkur. En samt sem áður er þessi maður að yfirbugast. Einn góðan veður- dag veikist }>essi maður af tauga- veiki, lungnabólgu, eða einhverju öðru, og læknirinn gefur ‘litla von um bata’. ‘Alkohol njarta’. Skyldi samt svo fara að drykkjumaðurinn sjálfur lðii engar beinar afeliðing- ar, gæti vel verið að syni hans yrði aftrað frá að verða að manni, vegna þess að hann hafði erft ó- slökkvandi löngun í áfengi. “Aftur á móti eru margir ungir piltar, sem taka sér þennan mann til fyrirmyndar hvað hófdrykkju snertir, og afdrif þeirra verða oft- ast nær ólifnaður, synd og eyðilegg- ing.” Atkvæði þitt hjálpar 11 annað- hvort að efla eða eyðileggja mann- dóm. Hvort heldur á það að vera — með eða móti áfengissölunni ? G. J.. Þýtt úr “1916 Temperance Annual”. Ur bygðum Islendinga. Gr Nýja íslandi norðanverðu. Mikill hugur hér í mönnum að koma Bakkusi fyrir kattarnef. Hefir ktmningi sá átt hér erfitt uppdráttar mörg undanfarin ár. Má heita að hann hafi aldrei feng- ið að sýna sig síðan Bifrösst sveit myndaðist. Reyndi hvað eftir annað að fá hér inni, en jafnan rekinn á dyr og það með þeim um- merkjum síðast, að margir sögðu að liann mundi aldrei reynda það framar. Síðan er nú aðeins lítið á annað ár. En viti menn, undir }>eim vísdómsreglum sem gilt hafa var aldrei hægt að reka hann burt af höndum sér fyirr lengri /ima en þrjú ár í senn. Hafa menn því verið sí-smeykir að Jxirpari þessi ef til vill næði landvist, }>ó í bili væri/hann rekinn á brott. Eru sveita-bannlögin þannig (þó þau vitanlega séu mikið betri en ekki), að þessi eltingaleikur á hverjum þrem árum — og stundum oftar — var svo að segja sjálfsagður. Hafa baradgar þeir verið ærið fyrirhafn- armikilr, kostnaðarsamir og oft og tíðum árangurslitlir sökum ráng- inda og lagakróka sem brennivíns- valdið fékk að ósekju beitt sér í hag. Enda fjölda mörg dæmi þess að sveitir hér í fylkinu yrðu að sitja uppi með óþokkann Bakkus, j>ó, ef réttvisi og sanngirni hefði ráðið, að þær í raun og veru hefðtt rekið hann burt. Hér gátu rang- indi þessi aldrei fengið framgang. Ekki af þvi að það væri ekki reynt að beita þeim, heldur af því að fólk hér var vakandi og lét ekki svo auð- veldlega fara i kring um sig. Þess vegna hyggja nú margir gott til hinna fyrirhuguðu bann- laga fylkisins, bæði að fylkið í heild sinni losist undan fargi brennivínsvaldsins, og svo, að um leið kemst maður hjá þessum sí- felda eltingarleik við Bakkus á hverjum þremur árum eða oftar. Væri það meira en lítið happ að fá bannlögin samþykt af kjósend- um þann 13. marz n.k., því þó þau gangi ekki eins langt og margir mundu óska, þá ganga þau samt eins langt og vald fylkisins nær, og eru stórum betri — eg vil segja ó- endanlega miklu betri — en nokk- uð annað í þessu efni sem vér höf- um vanist að undanförnu. Fundahöld eru að fara hér fram á ýmsum stöðum í því skyni, að bannlögin fái hér algengt og gott fylgi. Hefir stúkan “Árborg” kos- ið níu manna nefnd, sem sérstak- lega hafi mál þetta með höndum. í nefnd þeirri sitja Sigurjón kaupm. Sigurðsson, Valdimar Jó- hannesson, Mrs. Vilborg Johnson, Tryggvi Ingjaldsson, Þorsteinn Sveinsson, Ásgeir kaupm. Fjeld- sted, Friðrik Nílsson, Gísli Jóns- son og séra Jóhann Bjarnason; taldir í þeirri röð sem nöfn nefnd- armanna koma í hug minn. Mun nefnd þessi leggja nokkra áherzlu á fundahöld og samtal við kjósend- ur, en aðal áherzluna á að fá alla kjósendur á kjörstaði kosningadag- inn. Er það löndum vorum hór mikið til sóma, að menn mega heita algerlega á eitt sáttir í þessu máli — allir samhuga um að Bakkus verði rækur úr fylkinu. Aðal efn- ið er því að kjósendur komi og greiði atkvæði, því ekki verður Bakkus burtu rekinn með þeim at- [ kvæðum, sem aldrei eru greidd. Það ættu allir kjóscndur að muna 1 og eins hitt, að um hvert eitt at- kvæði getur munað svo m'kið að málið tapist eða vinnist þar með. Meirihluti, hversu lítill sem hann verður, ræður úrslitum. Víðimenn höfðu fund með sér þar í funclarsal bygðarinnar þann 17. þessa mánaðar. Voru tveir úr Árborgarnefndinni á þeim fundi, þeir Ásgeir Fjeldsted kaupmaður og séra Jóahnn Bjarnason. Var sjö manna nefnd kosin til að ann- ast málið þar í bygðinni/ í þeirri nefnd eru Jón Sigurðsson (oddviti sveitar'nnar), Magnús Jónasson, Kristjón Finnsson, Ármann Magn- ússon, Snorri Pétursson, Franklin Pétursson og Björn Ólafsson. Kom það fram á fundi þeim, að aðalat- riðið jxitti að menn næðust á kjör- stað að greiða atkvæði. Var talið víst að hver einasti íslendingur þar í bygð'nni væri með banninu. Væri það drengilega af sér vikið ef svo reyndist þann 13 marz næstkom- andi. Ekki laust við að sumir hér séu hræddir við Póllendingafia hvað bannið snertir. Social Service Council lét sem það mundi senda menn út á meðal þeirra að undir- búa atkvæðagreiðsluna. Enginn sem eg hefi spurt veit til að nokk- uð hafi enn verið gert. Vildi eg mælast til að hinn ötuli bindmdis- frömuður og landi vor A. S. Bar- dal, vildi ýta við þeim starfsbræðr- um sínum þar í jjví ráðaneyti, svo að Póllendingunum hér verði sint. Sé nokkur hætta hér á ferðum, þá stafar hún af þeim en ekki af löndum vorum. Til Póllénding- anna þarf því að senda, og það duglega starfsmenn, menn af þe'rra eigin f!okki. Vona bróðir vor Bardal sjái um að það verði gert og það án tafar. Tveir aðkomandi bindindis merk ismenn hafa heimsótt oss nýlega, þeir A. S. Bardal og Jóhannes kaupm. Sigurðsosn. Þeir hafa báðir verið með oss í undanförnum orustum. Er oss ánægja að sjá framan í þá og vera með þeim á fundum. Munu þeir báðir vera í röð h'nna áhugamestu og bezt dug- andi bindindismanna hér vestan hafs. Berens River, Man. 15. febr. 1916. Háttvitri ritstjóri. Um leið og eg sendi vini mínum gamla, Hermanni nokkra dali sem borgun fyrir blaðið, vil eg ekki láta hjá líða að þakka þér fyrir Lög- berg, sem ætíð er velkominn og kær gestur i mínar hendur,; eigi síður en annara. Þótt póstgöng- urnar séu hingað miklum erfiðleik- um bundnar, því héðan til járn- brautar eru 150 mílur og ófarandi suma tíma árs, vor og haust. Þá Iyftist brúnin upp þegar Norway- hous pósturinn færði mér Lögberg, þótt gamalt væri (13. og 20. f.m.), og því meira gladdi það mig að sjá hve einarðelga jx> þakkar hverjum þeim, sem reynir að hnekkja afli Armstrong-félagsins. — Geirf. Pétursson á miklar þakkir skyldar fyrir að gera tilraun að bæta fiski- verzlunina, og óskar víst hver einn Islendingur að honum takist að standa sem lengst í þeirri baráttu. Því Geirf. er hraustur og þibbinn á velli íslendingar hafa nógu lengi, að virðist, verið kúgaðir af einokun- unni — ætli ekki væri kominn tími til að hrinda henni af sér? verða frjálsir menn í frjálsu landi? Fréttir héðan get eg því miður engar talið. Lífið gengur rólega og hægt áfram án viðburða. Nógur snjór, en allstaðar er minna af pen- ingum. Frostin hafa verið hér upp í 48 stig fyirr neðan zero og þar yfir. Hudsons Bay maðuirnn seg- ir að hann muni ekki eftir öðrum eins kulda og hefir verið í janúar. Mælirinn sýndi ekki kuldann. — Nú eru fiskimenn allir að hætta og fara heim til sín, og mun afli hafa verið í meðallagi. — ‘Þeir ná fyr í sumarið og blíðuna heldur en þeir sem verða að hjara hér norður frá þar til ísa leysir í maí eða júní. — Svo enda eg línur þessar með beztil óskum til þín og þinna. Óska ykkur allra þeirra beztu vellíðun- ar sem eg fæ kosið. Þinn með vinsemd. /. S. Thorarcnsen. Minnesota. Þess va rnýlega getið i Lögbergi að Jóhanna Högnason kennari frá Anoka hefði komið heim til að eyða skólafríinu sínu hjá foreldr- um sínum. Mörgum Islendingum mun Jiykja skemtilegt að vita það að hún hefir verið þar kennari síð- an haustið 1911. (Principal of Anoka High School) Þessi há- skóli hefir um 260 nemendur og er því einn af stærstu háskólum rík- isins utan >stórborganna. Mun Jóhanna vera eina stúlkan af ís- lenzku bergi brotin, sem þeirri stöðu hefir náð, að verða yfirkenn- ari á háskóla í Minnesota. Hún útskrifaðist af Gustafus Adolpus skólanum í St. Peter 1907 með bezta vitnisburði sem B. Sc., og var hún hæst í námi sínu allra þeirra sem útskrifuðust með henni. HEIMSINS BEZTA MUNNT.ÓBAK Kaupmannahafnar Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölnm Var hún aðeins 3 ár og 5 mánuði að ljúka því námi, sem flestir þurfa til 4 ár. Hefir hún sjöðugt stundað kenslu síðan hún útskrif- aðist og áunnið sér mikið álit í þeirri stöðu. Narrows. Veturinn gekk hér snemma i garð, en þó var tíðin væg fram að jólum, síðan stöðugar hörkur og snjófall. Fiksiveiði i góðu meðal- lagi yfirleitt, en markaður fremur daufur fyrir fisk, og vertíð bráð- um lokið. Heilsufar yfirleitt gott, sem enda kemur sér vei, því hér í bygð er enginn læknir. Einn bóndi dó hér í vetur við Reykjavíkur P.O., að nafni Guðmundur Sigurðsson ættaöur úr Árnessýslu. Hann læt- ur eftir sig konu og nokkur börn uppkomin. Einn sonur hans, Al- bert er póstur hér úti. Guðm. sál. var mjöög vel látinn maður, en hniginn að aldri; bilað- ur til heilsu hin siðustu ár. Hvað stjórnmál snertir, þá una menn allvel við að sjá atkvæði greitt um vínbannsmálið; en aftur þykir mörgum skrítið ef jafnrétt- ismál kvenna skal ekki borið undir atkvæði kjósenda þessa fylkis, þar sem núverandi stjórn hefir beina Iöggjöf á stefnuskra sinni. Því þó stjórnin geti flest mál keyrt í gegn um þingið með atkvæða- magni, væri mikið frjálslegra að sjá til hvernig þjóðin litur á það stórmál eitt útaf fyrir sig. En máske Jxtta verði gjört bráð- um. Við sjáum til. Sigurður Baldvinsson. Quill Lake, Sask. 20. jan. 1916. Heiðraði ritstjóri! Fátt að frétta héðan. En þess vil eg geta fyrst og fremst, að hér eru fáir, sem v.'lja rétta Bakkusi hjálparhönd, JxStt engum dyljist að hann standi tæpt á heljarþröm. Eg má víst fullyrða að þeir eru fleiri sem i hann vilja sparka Daglega fjölgar þeim mönnum, sem klæðast í herskrúðan; flestir ungir og ógiftir, þó nokkrir séu þeir sem fara frá konum og börnum sínum. Hér hafa verið furðu mildir þessir síðustu dagar, síðan hörðu frostin minkuðu. Þau voru hér svo nístandi að við munum ekki eftir að þau hafi nokkurntima — síðan við komum í þessa bygð — verið jafn hörð. Þann 13. þessa mánaðar kom eldur úr pípum frá hitunarvél í viðstöðuhúsi járnbrautarinnar hér, en fyrir dugnað þeirra sem unnu að því að slökkva hann, má heita að húsið standi tiltölulega óhagg- að, þótt það brynni nokkuð innan. Eg hefi heyrt að skaðinn hafi ver- ið metinn 500 dalir. Agúst Frímannsson. » Macdonald lagafrum- varpið. Lögberg skýrði greinilega Mac- donald lögin í haust. allar greinar J>ess; tók J>að fram hvað þau gerðu og hvað ekki. En sökum þess að nú er að því komið að um þau verði greidd atkvæði, þykir vissara að endurtaka helztu atrið- in: 1. Tilgangur laganna er sá að af- nema sölu áfengis til drykkjar í Manitoba. 2. betta er það sem lögin gera ef þau verða samþykt. (Lesið 48. grein). a) Þau afnema allar vínsölukrár (barrooms), vínsöluklúbba og stórsölu áfengis. Þau afnema þannig alla veitingu áfengis (treating system). b) Þau leyfa áfengissölu til lækninga, eftir forskrift við- urkendra lækna; til iðnaðar og vísinda rannsókna og til altarisgöngu. Slíkt áfengi verður aðeins selt í meðala- búlum. (Lesið 37., 40. og 41. grein laganna). c) Þau leyfa hospítölum að Lafa áfengi til meðala og sjúkling- um á heimiil sínu til lækninga eftir læknis vottorði. (I.esið 49. greinarbrot 2. og 3. grein- ] ar). d) Þau leyfa læknum og lyfsöl- um o.s.frv. að fá áfengi að- eins til lækninga, iðnaðar eöa rannsókna. (Les 49. brot 1. greinar). ej Þau elyfa húsráðanda að hafa áfengi á heimili sínu til prívat notkunar. (Les 49. grein). Þó því aðeins að það sé ekki keypt i fylkinu (Sjá 119 grein). Þau banna að hafa nokkurt áfengi í gistihúsum, hótelum, klúbb- um, skrifstofum, ver^lunar- eða starfrækslu-stöðum, greiða söluhúsum o.s.frv. f) Þau hafa ákvæði sem koma í veg fyrir að hægt sé að van- brúka það sem leyft er. (Sjá 61. grein). Heimili er lætur það viðgangast að lögin séu þar brotin er ekki lengur pri- vathús og missir þvi J>ann rétt er he!mili annars hafa. (Sjá 63 greinj. g) Þau banna að selja áfengi unglingum eða gefa þeim það (Sjá 58 grein). h) Þau ákveða þungar sektir og fangelsi fyrir brot á lögunum. 3. l’að sem lögin gera ekki. a) Þau hindra ekki tilbúning á- fengis í fvlkinu, því sá réttur heyrir aðeins til sambands>- stjóminni; fylkið getur ek'ki bannað það (sjá 51. grein lag- anna). b) Þau banna ekki innflutning áfengis inn í fylkið. Þa8 er einung s í höndum sambands- stjórnarinnar; fylkið hefir engan rétt til þess. En þau banna að það sð selt í fylkinu (Sjá i'i9 grein). Þetta eru aðal atriði Iaganna. Eins og öllum er ljóst eru vínsölu- krárnar aðal uppspretta drykkju- bölsins, þar læra ungir meiin fvrst að drekka; þær eru reghdegir drykkjuskólar. Þangað koma menn inn með þeim ásetningi að fá sér eitt staup og fara svo heim, en þeir mæta þar einum kunningja sínum °g þiggja annað staup hjá honnm; svo kemur sá þriðji og fjórði o.s. frv. og þannig er haldið áfram þangað til þeir ertt orðnir dauða- druknir. Heraflanefndin. i Winnipeg, sem hefir það með höndum að fá menn í herinn, hélt fund á fimtudaginn var til þess að ræða um það hvemig fleiri menn yrðu fengnir til þess að fara i stríðið. Var þar ákveðið að skrá- setja alla í bænum 18 ára og til 45, og skifta þeim í þrjá flokka. í fyrsta flokki (A) séu ókvæntir og ekkjumenn bamlausir milli 18 og 30 ára; í öðrum flokki (B) séu ó- kvæntir og ekkjumenn bamlausir milli 30—45 og í þriðja flokki (C) kvæntir menn með börn, milli 18 og 45 ára gamlir. Á að leggja sér- staka áherzlu á að koma Jteim öll- um í herinn sem tilheyra fyrsta flokki og öðrum, en ekki eins J>eim er tilheyra hinum þriðja. Þetta er ekki herskylda, en nefndin álít- ur að þessi aðferð verði til þess að menn í fyrstu tveim flokkunum sjái sér tæplega annað fært en fara; er það einnig ákveðið að fá t lið nteð sér prestana og alla verkveit- endur, til þess að hafa áhrif á menn. Eiga verkveitendur að gefa allar upplýsingar um alla sem hjá þeim vinna; bænum á að skifta niður i smá svæði með nefnd á hverju svæði, sem allar geri sitt ítrasta til að ná mönnurn í herinn og gefi skýrslu til sameiginlegrar aðalnefndar. Þetta er svipað hinu svokallaða “Derby” fyrirkomulagi á Englandi. Nýjustu tæki GERA OSS MÖGU- LEGT AÐ FRAM- LEIÐA PRENTUN SEM GERIR VIÐ- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The ColtMnbia Press, JLltnilecJ Book. and Commercial Printers Phona Garry2156 P.O.Box3l72 WIN NiPRG

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.