Lögberg - 02.03.1916, Page 3

Lögberg - 02.03.1916, Page 3
T>ö(iBpjít6v FIMTUDAGINN 2. MARZ 1916. RICHARD HATTERAS Eftir Guy Boothby “Þér eruö svikari. Eg neita að borga ökumanm. þvi þetta er yöar vagn-’. Eg gekk nær honum og sagöi eins rólega og eg gai, til þess a5 aörir heyröu þaö ekki: “Hr. Dorunda Dodson, látið þetta gera yöur hygn- ari. Máske þér hugsið yöur tvisvar um áöur en ])ér reyniö aö beita hrekkjum yðar viö mig i annaö skifti. Hann hopaði á hæli eins og hann hefði verið skot- inn, stóð augnablik efandi og hoppaði upp í vagninn og ók í gagnstæöa átt. Þegar hann var farinn, le.t eg á fylgdarmann minn. “Hamingjan góða”, sagði hann loks, “hvernig fór- uö þér aö þessu ?” “í>að var mjög auövelt”, svaraöi eg. Mér kom til hugar aö eg haföi séð þennan pi'.t fyr, þar sem eg átti heima, og þá var hann i mjög bágum kringum- stæðum. Eftir því aö dæma, sem hann geröi nú, býst eg viö að hann hafi ekki gleymt þessum kringum- stæðum fremur en eg”. “Nei, þaö hefir hann áreiðanlega ekki gert. En eg verö nú aö kveöja yður”. Við tókum höndum saman og skildum. Hann gekk ofan götuna, en eg til hótels mins. Þetta var nú fyrra æfintýriö af þeim tveimur, sem fyrir mig.komu í Nýja Suöur-Wales. Og það er held- ur ekki mjög merki’.egt, heyr.st mér lesandinn segja. Nú, jæja, þaö getur nú verið, en þaö varö samt sem áöur orsök þess, aö eg kyntist þeim manneskjum, sem sagan snýst um, og það var einmitt þessi viöburöur, og hann einn, sem kom mér í samband viö hina und- arlegu sögu, er eg ætla aö segja, og það gekk fyrir sig á þenna hátt. Þremur dögum áöur en gufuskipiö ætlaöi aö fara, á aö g zka kl. 4 e.h., gekk eg ofan Castlereag stræti, og var að hugsa um upp á hverju eg ætti aö finna til þess að eyða tímanum. Þá sá eg aftur þenna mann, sem eg gat nýlega um, koma a moti mér. Hann hefir likiega verið að hugsa um hvemig hann ætti aö ræna einn eöa annan nýkominn mann, þvi hann tók ekki eftir mér. Og þar eð eg haföi enga löngun til aö finna hann eftir þaö, sem okkur hafði á mlli fariö, gekk eg yfir götuna og stefndi í aöra átt en hann, og litlu síðar sat ^g á bekk i skemtigarðinum, kveikti i smávindli og horfði á breiöu höfnina. Eg sat þarna í þungum hugsunum þangap til dimt va rorð ö, og hreyfði mig alls ekki fyr en eg heyrði gengiö eftir ganginum skamt frá mér. Ung og skraut- búin stúlka stefndi beint á mig, tilgangur hennar var auðsjáanlega að fara út um sömu dymar og eg ikom inn um. En til allrar ógæfu fyrir hana, einmitt þar sem tveir gangar mættust til liægri handar við m g, stóöu þrir af Sydneyborgar þaulæföustu stigamönn- um í samræöu. 'Þeir höfðu séö ungu stúlkuna koma i áttina til sín, og voru sjálfsagt aö ráögera hvemig þeir ættu að ræna hana. Þegar hún var svo sem 100 fet frá þeirn, gengu tveir þeirra burtu, en sá þriðji og stærsti af þessum þorpurum beið henar. Tlún gekk hrööum fetum fram hjá honum. Hann elti hana, og þegar hann hélt að enginn sæi til sín, stöðvaði hann hana. Og það, sem verra var, hinir tveir félagar hans gengu nú lika i veg fyirr hana. Hún leit í kringum sig, og vissi sjáanlega ekki hvað hún átti að gera. Þegar hún sá aö hún gat ekki losn- að frá þeim, nam hún staðar, tók upp pyngjuna sína og rétti þeim sem fyrstur ávarpaði hana. Þegar mér fanst þetta keyra fram úr hófi, stóð eg upp og gekk til þeirra. Þeir heyrðu ekki fótatak mitt í grasinu, og af því þeir voru að rannsaka það, sem hún haföi gefið þeim, uröu þeir ekki varir við komu mína. “Þorparar”, hrópaöi eg þegar eg kom til þeirrá, “hvað meinið þið meö því að stööva þessa stulku ? Leyfiö þiö henni undir e:ns að halda áfrani, og þú, vinur minn, fáöu henni pyngjuna aftur’. Maðurinn, sem eg ávarpaöi, leit á mig, eins og hann væri aö meta hvort sér væri árennilegt aö berj- ast við mig. En eg býst viö aö vöxtur minn hafi gert hann hræddan, því hann fór strax að vola. “Eg hefi ekki fengiö peningapyngju stúlkunnar, eg spurði hana aðeins hvað klukkan væri, þaö get eg svarið”. “Fáöu henni pyngjuna aftur”, sagöi eg hörkulega og gekk nær honum. Annar hinna gekk á m lli okkar. “Viö skulum hengja hann, drengir. Þaö er eng- inn ö’gregluþjónn sjáanlegur í nánd”. Svo réðust þeir á mig, en eg var við því búinn, og hafði í þessi 15 ár, sem eg var á meðal alls konar fólks, lært aö verja mig þegar eg var í kröggum. Eftir að eg haföi greitt fyrir þeim, sem sýndist vera nokkuð me'ra en þeir bjuggust viö, tók eg pyngjuna og gekk þangað sem stúlkan stóð. Hún var föl og hrædd, en þakkaði mér þó innilega fyrir hjálpina. Ó, eg sé hana enn þi þar sem hún stóö og horfði framan í mig með stór tár í fallegu bláu augunum sínum. Hún var á áð gizka 21 eða 22 ára gömul — há, en nokkuö grönn, með fallegt, sporöskjulagað andlit, ljósbjart hár og þau fegurstu augu, sem eg hefi séð á æfi minni. Kjóllinn hennar var dökkgrænn, yfirhöfnin ljósjörp, og af því nokkur kuldi var, hafði hún loðskinnskraga um hálsinn. Eg get munað þaö mjög greinilega að á hattinum hennar voru kniplingar, og eitthvað sem liktist stjörnum í þeim. “Hvemig get eg þakkað yður”, sagði^ hún, þegar eg kom til hennar. “Ef þér hefðuð ekki komið, veit eg ekki hvað þessir menn hefðu gert mér”. “Mér þykir vænt um að eg var þarna, Svo eg gat hjálpað yður”, svaraði eg og horfði á andlit hennar nipð meiri aðdáun, en eg að likindum hefði átt að láta í ljós. “Hér er pyngjan yðar. Eg vona að alt sé í henni sem áður var. En um leið vil eg gefa yður dá- litla bendingu. Eft r því sem eg licfi séð hér í kvöld, þá er þetta ekki hentugur staður til skemtigöngu fyrir ungar stúlkur þegar dimt -er orðið. Eg mundi ekki eiga það á hættu aftur í yðar sporum”. Hún leit á mig og sagði: “Þér segið satt. Þetta er sjálfri mér að kenna. Eg hitti vinstúlku mina og gekk hér um skemtigarðinn með henni—eg var nú á leiðinni aftur til vagnsins mins, sem biður min hérna úti—þegar eg mætti þessum mönnum. Eg skal lofa yður þvi, að þetta skal ekki koma fyrir aftur, og því síöur, sem eg fer frá Sidney eftir fáa daga’. Af einhverjum ástæðum varð eg l.ka glaður yf.r þvi ad5 geta farið úr borgintii, þegar eg heyrði þetta. En eg sagði henni það auðvitað ekki. “A eg ekki að annast um að þér náið vagninum yðar óhult? Þessir menn geta verið hér á sveimi í þeirri von, að ná í yður einu sinni ehn þá”. Hún virtist nú orðin óhrædd, því hún leit framan i mig brosandi. “Eg held þeir ráðist ekki á mig aftur eftir þá rminningu sem þér gáfuð þeim. En ef þer viljið fylgja mér, er eg yður þakklát”. , H1 ð við hlið gengum við eftir ganginum og út um garðsdyrnar. Fallegur skygnisvagn stóð við gagn- stéttina og að honum gekk hún. Eg opnaði dyrnar og hélt í hurðina svo hún gæti stigið upp í vagninn En áður en hún fór inn, snéri hún sér að mér og rétti mér litlu hendina sína. “Viljið þér segja mé'r nafn yðar, svo eg viti hverj- um eg er skuldug?” “Nafn mitt er Hatteras, Richard Hatteras frá Thursday eyjunni. Eg er sem stendur til heimilis i hótel Quebec”. “Eg þakka yður, herra Hatteras, aftur og aftur. Eg skal ávalt vera yður þakklát fyrir yðar göfugu framkomu”. Þetta var að gera of mikið úr jafn litlu, og eg ætl- aði að fara að segja henni það, þegar hún tók aftur til máls. “Eg ætti lika að ’láta yður vita hver eg er. Nafn mitt er Wetherell, og faðir minn er ritari fyrir ný- lendurnar hérna. Er er viss um að hann vill vera yður jafn þakklátur og eg er. Verið þér sæll”. Hún virtist að hafa gleymt því að við höfðum tekið höndum saman, þvi hún rétti mér hendi sína aft- ur. Eg greip hana og reyndi að segja eitthvað lag- legt og kurteist, en hún sté upp í vagninn og lokaði dyrunum á eftir sér áður en eg gat hugsað nokkuð, og á næsta augnabliki ók vagninn upp götuná. Gamilr piparsveinar og vonlausar meykerlingar geta sagt hvað þau vilja um kviknaða ást við fyrstu samfundi. Eg er ekki rómantískur að upplagi, fjarri því, það líf sem eg hafði lifað varækki af því tagi, að eg gæti orðið það. En hafi eg ekki verið ástfanginn þetta kvöld, þegar eg byrjaði göngu mina aleinn, þá hefi eg aldrei vitað hvað sú tilf nning er. Áhrifameiri, fegurri, bliðari engil hefi eg aldrei séð hér á jörðunni heldur en þessa ungu stúlku, sem eg hafði fengið tækifæri til að frelsa frá stigamönnun- um. Frá því augnabliki breyttist lifsskoðun mín al- gerlega. Meðan eg hélt áfram að ganga, fanst mér timum saman að eg finna þrýsting mjúku fingranna hennar, og sem sönnun þess, hve óvanaleg hreyfing var á tilfinningum mínum, skal eg bæta því við, að eg gladdist innilega yfir því atviki, að þennan dag var eg klæddur nýtízkufatnaði, sem saumaður hafði verið í Sydney, i stað þess fatnaðar sem eg var klæddur í á leiðinni frá Torres Straits, og sem eg áður hafði álitið nógu góðan fyrir hátiðafatnað. Að hún mundi muna eftir mér lengur en sem svaraði e'nni stundu, gat eg ekki búist við. Svo menn skijla að þessi til- finning var fremur einhliða, að svo miklu leyti eg vissi. Morguninn eftir fór eg aftur í beztu fötin min, burstaði þau nákvæmlega vel og gekk svo út á götuna til að vita hvort eg ekki mætti henni af tilviljun. Hvaða ástæðu eg hafði til að vona slíks, er mér ó- kunnugt um, en ekki brást mér von min samt. Þegar eg geklc eftir George stræti ók vagn fram hjá mér, og i honum sat þessi fallega stúlka, sem hafði haft svo mik.l áhrif á mig. Að húmsá og þekti mig var aug- ljóst af því, að hún hneigði sig og brosti til min svo undur ánægjulega. Svo hvarf hún sýn minni, og það var mesta furða að líf mitt endaði ekki þarna, því það var ekki fyr en tveir eineykisvagnar og stór ölflutn- ingsvagn voru nærri búnir að aka yfir mig, að eg varð þess var að mér var hentugra að halda áfram hugsunum minum á gangstéttinni. Eg gekk til hótels míns til þess að borða hádegis- matinn, og meðan eg var að þvi kom mér gott ráð i hug. Setjum svo að eg herti upp hugann og heimsækti hana. Já, hvers vegna ekki ? Það væri aðeins kurteisi af mér að heimsækja hana og spyrja mig fyrir hvern- ig henni liði eftir hræðsluna, sem hún varð fyrir. Undir eins og mér datt þetta í hug, hraðaði eg mér af stað, en þegar eg kom fram í dyragang hótelsins, ákvað eg samt að bíða enn eina stund, þar eð enn var naumast kominn timi fyrir reglulegar he'msóknir. En svo fékk eg mér vagn, og þar eð eg var búinnNið kom- ast eftir hvar Wetherell bjó, sagði eg ökumanni að halda til Potts Point. Húsið var við götuendann, stórt og fallegt, umkringt skrautlegum garði. Þjónn opnaði dyrnar þegar eg hringdi, en þegar eg spurði eftir ungfrú Wetherell, sagði hann mér að hún væri ekki heima. “Hún hefir all-annrikt um þessar stundir, herra minn. Hún og faðir liennar fara nefnilega til Eng- lands á föstudaginn með gufuskipinu Orizoba”. “Hvað þá?” hrópaði eg', sem gleymdi næstum sjálf- um mér af undrun. “Er það alvara yðar að segja, að ungfrú Wetherell fari til Engalnds með Orizoba?” Já, herra minn. Mér er líka sagt að hún fari til gamla landsins, til að láta kynna sig við hirðina”. Eg er yður þakklátur. Viljið þér gefa henni nafn- spjaldið mitt og segja henni, að eg voni að hún sé jafn góð orðin eftir hræðsluna sem hún varð fyrir í gærkvöldi”. Hann tók á móti nafnspjalidnu og ríflegum vasa- skildingum lika, og eg var í sjöunda himni þegar eg gekk aftur til vagnsins míns. Eg átti þá að verða þessari elskulegu stúlku samferða. í sex vikur eða lengur, gat eg fengiö að sjá hana á hverjum degi. Það virtist of gott til að vera satt. Alveg ósjálfrátt fór eg að hugsa um ýmiskonar áform. Hyer gat vitað nema —en nú er nóg sagt, hér verð eg að hætta, annars grip eg fram i rás viðburðanna. Svo að eg noti sem fæst orð—menn verða nefni- lega að muna, að það sem eg segi hér, á að vera inn- gangur til allra þeirra óvanalegu viðbprða, sem síðar verður sagt frá. — Dagurinn rann upp, þeggr gufu- sk'pið átti að fara frá Sydney. Eg fór út á skipið um morguninn, og fékk farangri mínum komið vel fyrir í klefanum sem eg mátti nota, áður en mannþröngin varð og alt óðagotið byrjaði. Sá sem átti að vera i sama klefa og eg, kom ekki fyr en i Adelaide, svo eg varð einn þar fyrstu dagana. Um kl. 3 lögðum við af stað og fórum hægt út fjörðinn. Dagúrinn var ynd!slega fagur, og höfnin með þúsundir skipa af allri stærð frá ýmsum þjóðum, blálitaði sjóinn með myndarlegu hæðarnar bak við, var svo fögur sýn að hún hlaut að vekja aðdáun hins mest hversdagslega manns. Eg var niðri í skipinu þegar Wetherell og dóttir hans komu út á það, svo unga stúlkan v'ssi ekkert um nærveru mína. Hvort hún mundi láta nokkura undrun i ljós, þegar hún sæi mig, gat eg ekki vitað; en það veit eg með vissu, ati eg var gæfuríkasti maður á skipinu þennan dag. En eg þurfti ekki lengi að vera ó óvissu. Áður en við komum til “Heads”, var þetta mér svo áríðandi mál- efni til lykta leitt á vel viðunandi hátt. Eg stóð á þilfarinu, rétt fyrir aftan dyrnar inn i salinn, þegar eg heyrði rödd, sem eg þekti svo vel, segja bak við mig: “Nú verðum við að skilja, gamla, góða Sydney. Markverðir viðburðir munu hafa átt sér stað, áður en eg sé þig aftur”. Ekki vissi hún hve sönn þessi orð hennar mundu reynast. Meðan hún talaði snéri eg mér að henni. Eitt augnablik snéri hún andlitinu burt, svo hissa varð hún, en rétti mér svo hendi sína og sagði: “En hr. Hatteras, þetta er þó stórkostlegt. Þér eruð sá síðasti sem eg bjóst við að sjá hér”. “Eg get máske sagt það sama um yður”, sváraði eg. “Það lítur þá út fyrir að við verðum ferðafé- lagar”. Hún snéri sér að háum, hvítskeggjuðum manni, sem stóð við hlið hennar. “Pabbi, eg verð að kynna þig hr. Hatteras. Þú manst eftir að eg sagði þér frá því, hve góöur og hjálpsamur hann var við mig, þegar mennimir þrír réðust á mig í skemtigarðinum”. “Eg er yður sannarlega skuldbundinn, hr. Hatter- as”, sagði hann og þrýsti hendi mína innilega. “Dóttir mín sagði mér frá þessu, og í gær heimsótti eg hótel yðar til að þakka yður fyrir hjálpina, en þér voruð ekki heima. Ætlið þér að ferðast til Evrópu ?” “Já, eg fer heim til að selja nokkuð af perlum, og til að sjá þann stað sem faðir minn fæddist á”. “Eruð þér þá eins og eg, innfæddur í Ástralíu? Eg meina auðvitað, eins og þér skiljið, fæddur af enskum foreldmm?” spurði ungfrú Wetherell og hló. “Eg er fæddur á hafinu, eitt og háft breiddarstig fyrir sunnan Mauritius, svo eg veit ekki vel hvað eg á að kalla m’g. Eg vona að þið hafið fengið þægileg herbergi.” “Já, við höfum oft ferðast með þessu skipi áður, og tökum ávalt sömu herbergin. Og nú, pabbi, verð- um við að fara og sjá hvar veslings ungfrú Thomson er. Við erum nú þegar farin að verða vör við bárum- ar, og þá vill hún helzt vera niðri í skipinu. Verið þér sæll á meðan, hr. Hatteras”. Eg tók ofan húfuna og sá hana ganga eftir þilfar- inu og halda jafnvæginu, eins og hún hefði alla sína æfi verið á þessum rólufjölum. Svo snéri eg mér við til að hocfa á hina hverfandi strönd, og til að hugsa út fyrir mig hugsanir sem alls ekki voru sorglegar. Því eg varð að viðurkenna það, að eg var ástfanginn. En útitið, sem eg hafði til að eignast eina af hinum auðugustu og fegurstu stúlkum suðurhafseyjanna, var ekki sem allra glæsilegast, en um það viidi eg helzt ekki hugsa. Áður en vikan var liðin vorum við farin fram hjá Adelaide, og fjórum dögum síðar vorum við komnir fram hjá Albany. Um það leyti sem við fórum fram hjá Eewin, voru allir orðnir vanir verunni á skipinu og sjóveikin bötnuð, Það sást glögt að ungfrá Weth- erell var í mestu afhaldi af þeim, sem á skipinu voru. Af þessum ástæðum forðaðist eg hana, eg vildi ekki að hún liti svo á, að eg gerði of mikið úr hiinum fyrri kunningsskap okkar.. Hvort hún hefir tekið eftir þessu, veit eg ekki, en þá sjaldan sem við töluðum sam- an, var hun alúðlegri við mig heldur en eg hafði nokkra heimild eða ástæðu til aö vænta. Það skorti ekki fólk á skipinu til að skopast að því, að dóttir ný- lenduritarans skyldi veita mér alúðlegt athygli. Tveim eða þrem dögum eftir að við fórum fram hjá Colomba, stóð eg eitt kvöld við borðstokkinn á skipinu, þegar ungfrú Wetheerll kom upp og nam staðar við hliðina á mér. Hún var mjög aðlaðandi i kvöldbúningnum sínum, og ef eg hefði þekt hana bet- ur en eg gerði, þá hefði eg sagt henni það. “Hr. Platteras”, sagði hún, þegar við vorum búin að tala um veðrið og sólsetrið, “eg hefi hugsað um það núna síðustu dagana, að þér eruð farinn að forð- ast mig”. “E& get ekki skilið hvað hefir komið yður til að hugsa þannig”, svaraði eg strax. “En eg held nú samt að þér gerið það. Segið |x'r mér nú hvers vegna?” “Eg hefi ekki viðurkent að eg geri það. En ef mér hugsast að neita. sjálfum mér þeirrar ánægju að vera eins oft i nánd Við yður og sumir aðrir, sem eg gæti nefnt, þá er-það máske af þvi, að eg skil ekki’ hverja ánægju þér get:ð haft af minni nærveru”. “Fallega sagt”, svaraði hún og brosti, “en það veit- ir mér enga upplýsingu um það, sem mig langar til að vita”. “Og hvað er það, sem yður langar ti lað vita, kæra, unga stúlkan mín?” “Mjg langar til að vita hversvegna ]>ér eruð svo breyttur gagnvart mér. í byrjun nni kom okkur.ágæt- lega saman —- þér sögiSuð mér frá lífsháttum yðar við 1 arres Straits, um verzlunarferðir yðar í suðurhafinu, já, jafnvel um framtíðarvoriir yðar — nú er alt þetta orðið breytt. Nú er það: “Góðan morgun, ungfrú Wetherell”, “Gott kvöld, ungfrú Wetherell”, þetta er alt. Eg verð að viðurkenna að mér geðjast ekki að slíkri viðkynningu”. “Eg bið afsökunar, en—” “Nei, við skulum ekki nota neitt ‘en’. Ef þér viljið fá fyrirgefningu mina, verðið þér að koma og tala meira við mig. Yður mun líka hitt fólkið þegar þér k}mnist því, það er eg viss1 um. Það er mjög vin- gjarnlegt við nrg”. “Og þér haldið að mér geðjist að því af þeirri ástæðu?” “Nei, nei. En hvað þér eruð einfaldur. En eg vil að þér séuð vingjarnlegur”. Eftir þetta var eg neyddup til að troða mér inn t þann hóp, sem eg vissi að ekki helmingurinn vildi hafa, neitt með mig að gera. En þetta hafði sína kosti. Eg sá nú ungfrú Wetherell svö oft, og tók eftir því að föð- ur hennar líkaði ver að við værum svo oft sarnan, enda þótt hann segði ekkert. Fjórtán dögum síðar vorum við hjá Aden, og kl. 4 siðdegis yfirgáfum við þann ófrjósama klett og komurn sama kvöldið inn í Rauðahafið. Þegar við vorum komnir gegnum Suez skurðinn og fram hjá Port Said, komum við inn i Miðjarðarhafið. Það var í fyrsta sinn er eg kom til Evrópu. Aformið var að Wetherell og dóttir hans færu af skipinu og færu yfir meginhaf.ð. Þegar skilnaðar- stundin nalgaðist, kveið eg meir og meir fyrir henni. og mér virtist hún ekki heldur eins glöð og áður. V:ð áttum að koma í höín næsta morgun. Kvöldið var mjög kyrlátt, enginn vindblær. Af einhverri til- viljun skeði það, að ungfrú Wetherell og eg vorum stödd á sama stað og þar sem hún talaði fyrst við mig. I austri fölnuðu stjörnurnar rétt áður en tunglið kom upp. Eg leit á ungu stúlkuna og sá að hún var hnugg- in. Þá lifnaði hjá mér löngun til að segja henni frá ást minni, og flutti mig nær henni í því skyni. “Snemma á morgun, ungfrú Wetherell, verðum við að skilja, og sjást ef til vill aldrei aftur”. “Nei, hr. Hatteras, við skuum ekki segja neitt slíkt. Viö finnumst aftur einhversstaðar. Heimurinn er í rauninni ekki mjög stór”. “Fyrir þá sem vilja foðrast alla samfundi, er hann máske ekki stór, en fyrir h'na, sem vilja finnast, er hann enn þá of stór”. “Nú verðum við í öllu falli að gera okkur góðar vonir. Hver veit nema við finnumst í London. Mér finst það mjög líklegt”. “Væri slíkur samfundur yður óþægilegur?" spurði eg og bjóst við að hún svaraði með sinni vanalegu hreinskilni. En hún sagði ekkert og snéri sér aðeins að hálfu leyti frá mér. Hafði eg móðgað hana? “Ungfrú Wetherell, eg bið yður að afsaka djörfung mina. Eg veit að eg hafði enga heim'.ld til aö spyrja slíks”. “Og hvers vegna ekki ?” svaraði hún og snéri sér að mér. “Nei, hr. Hatteras, eg skal segja yður hreinskiln- islega, að mér mundi þykja mjög vænt um að finna yður aftur”. Drcymdi mig? Eða sagði hún að sér þætti mjög vænt um að sjá mig aftur? hugsaði eg, og ásetti mér að reyna gæfu mína, hvað sem af því leiddi. “JÞér getið ekki ímyndað yður hve þægileg samvera okkar hefir verið fyrir mig”, sagði eg. “Og nú verð eg að snúa mér að einveru minni aftur”. “Þannig ættuð þér ekki að tala. Þér hafið starr yðar”. “Já, en hvað er það fyrir mig, þegar eg hefi engan til að vinna fyrir? Getið þér hugsað yður nokkuð hræðilegra en einmanahátt minn? Minnist þess að eg er alveg frændalaus, að svo miklu leyti mér er kunnugt. Það er engin manneskja til í öllum heim- inum, sem skeytir um mig—enginn, sem harmaði dauða minn”. “Ó, segið—segið þér ekki þetta”. Rödd hennar lýsti svo mikilli geðshræringu, að eg leit af hafinu á hana. “Þetta er satt, ungfrú Wetherell, hreinn sann- leikur”. v “Það er ekki satt! Það getur ekki verið satt’1. “Ef eg að eins mætti halda að það gæti haft nokkra þýðingu fyrir yður, mundi eg snúa mér að starfi mínu aftur miklu gæfuríkari”. Aftur snéri hún sér frá mér. Handleggur minn lá við hliðina á hennar á skjólborðinu, og eg fann að hún skalf. Þó það sé ef til vill hrottalegt að segja það, þá óx kjarkur minn við þetta. Eg sagði hægt um leið og eg laut að henni: Mundi það hafa nokkra þýðingu fyrir þig, Phyllis?” Litil hönd datt niður af skjólborðiuu við hlið hennar, og meðan eg talaði greip eg hana. Hún virt- ist ekki hafa heyrt spuminguna, og þess vegna cnuur- tók eg hana. Svo laut hún áfram, en ekki fyr en eg heyrði hana hvísla “já”. Á sama augnabliki hvíldi hún í faðmi minum og eg kysti hana. Hún gerði enga mótspyrnu. Nú skildi eg alt. Hún var mín, hún elskaði mig. Um leið og hún sagði mér að hún elskaði mig, kom tunglið upp. Getur nokkur ímyndað sér mina miklu ánægju. Hún var min. Ivy (Bam í fóstri hjá höfundinumj. Dáin 9. febrúar 1916. Hvi hlaustu’ að deyja — falla svona fljótt. mitt fagra blóm, með engilsvipinn skæra? og ganga inn í dauðans dimmu nótt með dýeðar-hreina brosið munarkæra. Hvert varstu’ of fögur fyrir þenna heim, að fara um þig niðings höndum sínum? °g of því hafin engla- i bjartan -geim, ti! yndis þeim með blástjörnunum þinum? En nauðsyn mín er meiri á þér en þeim, — því þú mér veittir huggun öllum betur — er hreinY, glaðir svífa’ tun sælugeim; þá særir ekki jarðarlífsins vetur. En vel ég ann þér sælu, blessað barn! þín braut var stutt í jarðar-lifsins sölum, og bágt að vita, hvernig heimsins hjam þér hefði reynst — því gnægð er þar af kvölum. En ilt er að skilja stjórnarstefnu þá, er standa lætur fauska gamla, fúna, en heggur niður skrautblóm skær, en smá, er skyldu lifa — eins og gert var núna. En fyrir þessu finnum vér ei rök, það flestum verður ofþung, dulin gáta; vér finnum engan sannan þar að sök, vér sjáum ekkert ráðið — nema’ að gráta. En vertu sæl; já sæl um alla tíð, en sjálfur vildi’ eg gjarna fá að vita, hvort siðar skal mér birtast mynd þín blíð, er brá min fölnar, nutndin hætt að rita. Nú finst mér hús mitt ömurlega autt, þvi ilmblómið var hrifið burt í skyndi; það kólnar, svrtir; alt svo undursnautt — 0g eg sem fokstrá, hrakið fyrir vindi. • S. G. Thorarensen. Fáið það nú! Það er eitthvað við þennan bjór sem gerir hann næring- argóðan. Hjá öllum vínsölum eöa hjá E. L. DREWRY, Ltd. WINNIPEC jflARKET J|OTEL vi0 sölutorgið og C.ity Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Fumiture Overland FUtXJtOMIN KF.NSl.A VEITT linjEFASK líII'riJM —og öiSi-imi— VERZLUNAUF]t.i:f)|(iHEINUM $7.50 Á heimili yCar ge n v'5r Uent yfiur og börnum ytíar- «8 pSsti: — AtS skrifa gót susiness” oréf. Almenn lög. -igiysingar. Stafsetning c 'éttritun. Otlend ortSati -i. Um ábyrgöir og reiog. Innheimtu meö pósti. Analytical Study. Skrift. Ymsar reglnr. Card Indexing. Copying. Filing. Invoicing. Pr-ftfarkalestur. Pessar og fleiri nftmsgrelnHr kend- ar. Fylliö inn nafn yöar 1 eyðurnar ati neöan og f&iö meiri upplýsingar KL.IPPIÐ 1 SUNDUR HJER Metropolitan Business Instituta, 604-7 Avenue Blk., Wlonlpeg. Herrar, — Sendlö mér upplýslngar um fullkomna kenslu meö pftstl nefndum námsgrelnum. paö er á- skiliö aö eg sé ekki skyldur til aö gera neina samninga. Nafn ......................... Heimili .................... Staöa ..................... Stökur. SjTAKA. Þurkuin af oss alla Frónsku, erfðagulli í sorpið fleygjum. Drekkum t oss Engla flónsku, útum sleikjum, guðlaun segjum. Páll Guömundsson. Hugleiðing. Eg er bóndi og því á undir dáins faldi timann þann sem fékk eg frá framkvæmdanna valdi. J. J. Húnberg. Afmœlisvísa 22. jan. 1916. Eg veit að þú ert sjötíu og sjö og silfur hvítt er orðið hárið, mér ár þín finnast tuttugu og tvö og töfrandi ertu sem um árið. Ó. STAKA. Sóliu gyllir grund og sæ gleymist villa, er skeði, þegar hylli hennar næ, hjartað fyllist gleði. G. Söngvísa. Bönd lífsins binda blessuð hjálpin tefst — samt læt mér Iynda lánið eins og gefst — illa fyrir ólán vefst, * æfi góðrar hugur krefst, * — burt skal hrinda böli synda bjargast — komast efst. V elþektur. Örin og ljóðið. Eftir Longfellow. (Lausl. þýtt). Upp í loftið ör eg skaut eins og fjandinn burt hún þaut og hrafn sem sat á hárri grein hélt það væri ‘öróplein’. Á eftir henni lírið ljóð um loftið sendi eg beina slóð og hrafn sem uppi á húsi sat með hörkubrögðum ejgt það gat. En ör og ljóð eg aftur fann aldrei því eg gleyma kann, ? húswangs rölti hitti eg ljóð i hjarta vinar örin stóð. Kn.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.