Lögberg


Lögberg - 02.03.1916, Qupperneq 4

Lögberg - 02.03.1916, Qupperneq 4
4 .JGBEKG, FIMTTJDAGINN 2. MARZ 1916. i Jögbeiq Gefið út Kvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., Cor. William Ave. & SKerbrook S:r., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JÚL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Mansmer Uunás'idilt ti' blaðsins: TIJE CDlUpli\ PJ{ES5, Ltd , Box 3172, Winnipeg, Wlan- U anáskrift ritstjórans: EOITOR L0S3ERC, Box 3172 Winnipeg, Man. - VERÐ BLAÐ51NS: $2 00 um érið. Vestur-Islendingar og áfengissala Niðurlag. V. Skoðun ritstjórans og Stórtemplars. Frá sjónarmiði ritstjórans er það um þetta að segja, að hann heldur því fram, að sá sem á blað eða hluti í því, hafi ekki rétt til að birta í því á- fengisauglýsingar, ef hann er Goodtemplar, en sé hann það ekki, þá binda hann þar auðvitað engin bönd, hver sem hann er. Aftur á móti er það skoðun ritstjóra Lög- bergs—sem er nú sem stendur stórtemplar Good- templara reglunnar—að því meira sem birt sé í blöðum og annars staðar af því sem brennivíns- menn.hafa fram að færa, því meira græði bind- indismálið. Hann hefir ávalt haft þá skoðun, að hvað sem menn vildu færa máli sínu til styrktar, eigi þeir að hafa heimild til að segja það; hann hefir hvað eftir annað skorað á þá að koma fram í dagsljósið annað hvort á ræðupalli eða í blöðum, og færa fram ástæður sínar með brenni- víni, og hann endurtekur það enn. Meira að segja lýsir hann því yfir hér sem stórtemplar, að hver sá brennivínsmaður, sem senda vill blaðinu ritgerð máli sírtu til stuðnings, þá skuli hún tekin og birt, ef rúm leyfir og hún er sæmilega rit- uð — en hann áskilur sér það einnig að leggja sinn eigin dóm á hana á eftir. Hann trúir svo fastlega á réttlæti málstaðar síns, að hann telur víst, að í hvert skifti sem reynt sé að verja vín- söluna, þá komi betur í ljós veikleiki hennar og það hrindi manni frá henni, og hann trúir því einnig, að hvenær sem bindindismálið eigi í glímu við andstæðinga sína, þá græði það styrk og fari af hólminum með aukna krafta. pað er — eða ætti að vera — bindindismönn- um áhugamál að fá það alt fram í dagsljósið, sem brennivínsliðið hefir hingað til leikið að tjalda- baki. petta er í fyrsta skifti sem teljandi sé í sögu Manitoba, sem þeir hafa orðið neyddir til að koma fram opinberlega að nokkru leyti. Nú er um að gera að veita mannlega mótstöðu, og hika ekki, hræðast ekki. Taka á móti ekki með neinum þrælatökum — þeirra er engin þörf og þau eru oss ósamboðin — heldur taka á móti þannig að óvininum sé veitt fult frelsi til þess að flytja mál sitt, prælatök eru það þegar opinber blöð í almennri baráttu neita öðrum málsparti um rúm eða ritfrelsi, eða þegar annar parturinn er þeim réttindum sviftur að mega koma fram á ræðupalli. Ritfrelsi og málfrelsi í þessu sem öðru hlýtur að verða þeirri hliðinni til ávinnings sem fyrir réttu máli berst, en hinni að falli. pað skal því endurtekið hér að ef nokkur ís- lendingur telur brennivínið þá blessun landi og lýð að hann viíji ljá því penna sinn að vopni, þá er honum til þess heimilt rúm í Lögbergi; en við- tökur skal hann þar fá eftir verðleikum. VI. ilia farið. í upphafi þessarar greinar var því haldið fram, að íslendingar væru öðrum þjóðum hreinni í af- stöðu sinni og afskiftum af vínsölumálinu, og var það rétthermt. Síðan er aðeins liðin ein uika og hefir á þeim stutta tíma sá atburður orðið, sem kastað hefir dá- litlum skugga á þjóð vora hér í þessu efni. Á öðrum stað í blaðinu birtist þýðing úr Tribune, sem út kom á föstudaginn. Var sú grein áhrærandi oss íslendinga, og það svo mjög að þótt hún væri víðtæk, þá fjallaði hún einungis um íslenzka menn og afskifti þeirra af þessu máli. Lögbergi er það óljúft að birta greinina, fyrir þá sök að annar maðurinn, sem í hlut á — Sigurð- ur Baldvinsson — er persónulegur góðkunningi ritstjórans og pólitískur flokksbróðir hans þar að auki. En almenn heilla- og þjóðvirðingar-mál verða að sitja I fyrirrúmi. Blaðið getur ekki og má ekki láta persónulega vináttu né neitt annað aftra sér frá að taka þar í streng sem skyldan býður, nú á þessum síðustu og alvörumestu tímum. pað er þess vegna að sagan er birt; þótt það óhjá- kvæmilega kosti sársauka. Ritstjórinn hefir sannarlega ekkert að erfa við Baldvinsson, hafa þeir ávalt átt gott eitt saman að sælda og verður því ekki hægt að segja að hér ráði persónuleg hlutdrægni. En þótt það hefði yerið bróðir ritstjóra Lögbergs, sem þetta gerði, þá hefði hann samkvæmt tvöfaldri skyldu sinni orðið að birta það. Hér er um ekkert smávægisatriði að ræða; það er hvorki meira né minna en það að íslenzkur bóndi fer með íslenzkum brennivínssala í þeim erindum að geta selt íslenzka sveit fyrir fjóra kassa af brennivínsflöskum og $30—þrjátíu silf- urpeninga. Kjörstaðirnir voru þrír, og tíu pen- inga var farið fram á fyrir hvern. pótt komið yrði í veg fyrir þetta óheyrilega at- hæfi og hlutaðeigendur kæmu því ekki fram, þá var gerðin söm þeirra. Auðvitað dettur ekki ritstjóra Lögbergs í hug að trúa öðru en að brennivínssalinn hafi verið sá er verkfærinu stýrði, en hinn maðurinn aðeins verkfærið. pað var illa farið að þessi blettur skyldi falla á þjóð vora nú, einmitt í þessu máli á þessum tíma. En það er þeim mun meiri skylda vor að mótmæla því með fullum orðum og fordæma það óhikað, til þess að ekki sé neinum gefið undir fót- inn að leika það eftir. VII. Nú þarf að duga. pað eru íslendingar hér og áfengissala, sem þessi orð hafa til meðferðar. Vér höfum —eins og fyr er tekið fram—staðið, ef ekki fremstir, þá að minsta kosti jafnir þeim fremstu í baráttunni til undirbúnings þessarar hríðar; væri oss það því til mikillar vanvirðu ef vér nú ekki legðum fram alla þá krafta, sem vér eigum yifr að ráða, á meðan á sjálfri hríðinni stendur. Afstaða vor hér er sú að skýrslur sýna hvoru megin vér greiðum atkvæði í málinu. Vér eigum heima að miklu leyti út af fyrir oss í bygðum og bæjapörtum, og talning atkvæðanna gefur það greinilega til kynna, hvort vér höfum gætt skyldu vorrar eða gleymt henni. Manitoba þarf á öllum sínum sönnu borgur- um að halda í þessari skorpu, og hingað til hefir það verið talið svo að íslendingar væru ekki lak- astir borgarar hér. peim er því til þess treyst- andi að Iáta þann blett ekki á sig falla 13. marz, að þeir hafi stutt versta óvin ríkisins til fram- haldsveru hér. VIII. Lognar skýrslur. pað er margt sem brennivínsliðið notar til þess að villa með sjónir. Eitt er það að spyrja Manitobabúa hvort þeir vilji að hér verði annað Kansas. Ríkið Kansas hefir haft bannlög í 35 ár, og fræða þeir oss á því að þar gangi alt á tréfótum. pjóðin skjögri uppgefin undir ofurþunga ríkis- skuldabyrðar og sé svo að segja gjaldþrota. “Vilj- ið þið gera Manitoba að Kansas?” spyrja brenni- vínsmennimir í Telegram. Vér segjum já; vér viljum koma Manitoba í samskonar ástand sið- ferðislega og fjárhagslega og Kansas er nú, eftir 35 ára vínbann. Og hvers vegna viljum vér það? Hvemig vit- um vér að Kansas hefir grætt á vínsölubanni ? Trúum vér ekki vitnisburði óvinanna? Vér segj- um óvinanna og undirstrykum það. Brennivíns- salamir eru óvinir vorir; óvinir landsins, óvinir þjóðarinnar, óvinir siðferðis og menningar, óvinir alls þess sem landi og þjóð má að liði koma og ná- tengdir bandamenn hvers konar eyðilegging- ar. Og þetta er ekki sagt út í bláinn. Látum þá sýna það gagnstæða; Lögberg býður þeim rúm til þess ef þeir þora. Nei, vér tókum ekki skýrslur þeirra trúanlegar; vér ætlumst ckki til þess að þeir er kærðir eru um það að gera glötun lands og þjóðar sér að atvinnu, viðurkenni kærumar. peir verða að grípa í þau stráin sem hendi eru næst, og það eru lognar skýrslur. pað voru íslendingar, sem fyrstir manna hér í fylki tóku sig til og öfluðu sér upplýsinga þessu atriði viðvíkjandi. Stórtemplar skrifaði ríkis- stjóranum í Kansas og heilbrigðisstjóranum þar svohljóðandi bréf 5. febrúar: “Winnipeg 5. febr. 1916. Kæri herra. Viljið þér gera svo vel og svara eftirfarandi spumingum og endursenda mér þær við fyrstu hentugleika. Hvaða áhrif hefir vínsölubann haft á ríki yðar: 1. Siðferðislega 2. Fjárhagslega 3. Verzlunarlega 4. Mentunarlega 5. f iðnaði 6. f heilbrigði og hreinlæti 7. Yfir höfuð á Iíðan manna. Með fyrirfram þakklæti fyrir svör yðar er eg yðar með djúpri virðingu” o.s.frv. Svar frá ríkisstjóranum Capper í Kansas kom eftir nokkra daga, og var öllum spumingunum þannig svarað, að stórkostlegar framfarir hefðu átt sér stað í öllum þeim atriðum, sem um var spurt. ' Og sem aukasvar sendi ríkisstjórinn eintak af stuttri ræðu, sem hann flutti á 55 ára afmæli Kansas ríkis, fyrir nokkrum vikum síðan. pár er þessi setning: “í dag borgar ríkið Kansas síð- asta cent af ríkisskuld sinni. Sem afmælisgjöf kasta eg hér með í bréfakörfuna skuldabréfi því, sem, táknar síðasta dalinn er ríkið Kansas skuld- ar. Hér er engin þjóðskuld og verður aldrei fram- ar. Skattar eru hér svo að segja komnir niður í ekki neitt, þeir eru nú aðeins 1 af 1000. Fram- farir þær sem hér eru og ekkert ríki jafnast við, eru að mínum dómi því að þakka að hér hefir verið vínbann í 35 ár. Vér bjóðum öllum heim- inum að koma og rannsaka með eigin reynd áhrif- in af vínbanni í Kansas. Vér blessum fæðingar- stjörnu vora fyrir þá hamingju, sem oss hefir fallið í skaut, sem afleiðing af vínsölubanninu, og vér óskum þess af heilum hug að önnur ríki sem flest megi þekkja sinn vitjunartíma og fylgja sömu stefnu. Reynsla 35 ára vínbanns segir oss að vér værum svikarar við þjóð og land, ef vér nokkru sinni liðum aftur vínsölu í Kansas. Capper ríkissijórl.” Stórtemjlar skrifaði samskonar bréf öllum vínbannsríkjum, eða ríkisstjórum þar; hafa flest- ir svarað og alstaðar eru svörin samhljóða. Hvorum skyldi nú vera fremur að trúa, brenni- vínsmönnum, sem vilja hafa hagnað af þjóðar- eyðileggingunni og skapa svo hér norður frá stór- ar grílur, sem þeir segja oss að séu fæddar i Kansas, eða óháðum æðsta embættismanni rík- isins ? Um það eru menn látnir dæma sjálfir. Og allar staðhæfingar brennivínsmannanna eru á borð við þær, sem þeir gera í sambandi við Kansas. pað er hægt að búa til tölur og falsa skýrslur og láta prenta hvað sem er, en þegar grenslast er eftir sönnunum fyrir staðhæfingum þeirra, þá eru þær svona. Vestur-íslendingar, munið þetta 13. marz! Hvert stefnir? Með þessari fyrirsögn birtist nýlega grein í Lögbergi eftir séra B. B. Jónsson; var greinin tekin upp úr Sameiningunni sökum þess að Lög- bergi fanst hún flytja kenningu, sem ekki bólar oft á meðal vor. Og þótt aðal-undirstöðuatriði þeirrar kenning- ar sé ekki nýtt, þá er þar bent á framkvæmanleg meðul og ráð því til styrktar og framkvæmda. Atriðið sem Lögbergi þótti mikils virði var sú uppástunga að íslendingar austan hafs og vestan tengdust fastari syfjaböndum hér eftir en þeir hafa gert hingað til. Og sýnir greinin svo djúpa alvöru í því máli að óhjákvæmilegt er að gefa henni gaum; hún hlýtur að vekja hugsun og umtal. pað hefir alt af verið eitt af helztu áhugamál- um ritstjóra Lögbergs að vér hér vestra gætum færst nær bræðrum yorum austanhafs og haft meira saman við þá að sælda en verið hefir. pað var því ekki nema eðlilegt að honum geðjaðist vel að þessari grein og vildi taka í sama strenginn; sérstaklega þegar hér var að ræða um nýja hlið málsins, sem benti á framkvæmanleik þess. peir eru til hér sem neita að nokkur kuldi eða andleg fjarlægð eigi sér stað á milli þessara tveggja þjóðbrota; en sá sem því neitar í alvöru —ef nokkur er—hann hlýtur að hafa daufa sjón og sljóa heym. Vér göngum því alveg fram hjá staðhæfingum þeirra manna, sem ekki þykjast vita af neinu ö- bróðurlegu í fari voru í þessu efni, og skrifum frá þeim sannleika að sundrung hafi átt sér stað eða að minsta kosti minni hlýja en vera bar. En það er ekki nóg að sjá og vita að eitthvaó þarf að laga, ef mönnum kemur ekkert í hug sem að ráðum megi verða. pað er einkenni praktiskra manna að grípa viss, fátíð tækifæri, þegar þau gefast, til þess að hafa þau að lyftistöng, þegar hefja þarf upp þunga kletta erfiðrar mótstöðu eða aðgerðarleysis —því aðgerðarleysið er altaf miklu hættulegri mótstaða, en sú sem í verki kemur fram, ef um gott mál er að ræða. Mótstaða skapar hugsun— umhugsun, og við það skýrist hvert mál. pað er því undir gildi þess komið hvort umhugsun verð- ur því til tjóns eða þrifa. pví betra sem málið er, því meira græðir það við ljós og hita umtals og umhugsana. Já, það eru aðeins praktisku mennimir, sem hafa augun opin fyrir nýjum tækifærum og færa sér þau í nyt serti vakninga meðal. Séra Bjöm er einn þeirra. Hann hefir fyrstur manna vor á meðal komið auga á það að einmitt nú eru tímamót í nánd, sem til þess eru einkar hentug að nota sem þjóðvakningameðal, og hann hefir bent á það í þessari ritgerð. Fjögur hundruð ár eru liðin 1917, síðan siða- bótin hófst. Verður þá haldin stórkostleg hátíð í öllum mótmælenda löndum og þar á meðal að sjálfsögðu bæði hér og á íslandi. Uppástunga séra Björns er sú að þetta tækifæri sé notað sem nokk- urs konar tengihlekkur í sambandskeðjunni milli vor og bræðra vorra heima, og virðist það vel hugsað í alla staði. prátt fyrir það þótt kirkjan heima og kirkjan hér séu ekki að öllu leyti fylgjandi sömu siðum, og þrátt fyrir það þótt mikill hluti íslendinga hér séu ekki fylgjandi mótmælenda kirkjunni, þá eru kirkjulegu áhVifin bæði hér og heima svo mikil á þjóðina að hún er ef til vill sterkust út af fyrir sig allra þeirra afla sem þjóðlíf vort á, og ef því afli er beitt til þess að sameina oss og “brúa haf- ið”, þá er málinu vel á veg komið. pað er í sameiginlegu tilfinningamáli sem hug- ir manna laðast bezt hvorir að öðrum og hægast er að láta ágreining falla niður. pað er eins og hitaáhrif þeirra mála, sem snerta dýpstu tilfinn- ingar manna, bræði eða brenni af þeim allar þær ójöfnur og þá agnúa, sem þeir áður beittu hvorlr öðrum til meiðsla. pað má ganga út frá því sem sjálfsögðu að margar heitar og áhrifamiklar ræð- ur og mörg áhrifamikil Ijóð komi fram á þessari 400 ára hátíð eins hins áhrifamesta viðburðar sem mannkynssagan þekkir, ef inn 1 það verður vafið einlægum áhrifaorðum 'til samvinnu og sam- einingar, þá hljóta margir steinar og stórir að verða lagðir í undirstöðu þeirrar stefnu. (Frh.) W THE DOMINION BAN K fcir MUMIIMO & OXI KK. H P., Pnt W D M ATTHEWS C. A. BOGEKT. General Mana«er. Stnfnsjriflnr..................... Vurasjóður og riskiftur grriðl.. si*.\i:is.n'>f)si)Eiii> so.onn.noo . $7,300,000 er eln deilrlln t öllum útlbdum bankans. J>ar má ávaxta $1.00 eða melra. Vanalegir vextir gieldrllr pað er rihultur og þægilegur geymslustaður fyrlr spari- skildinga yðar. Notre Dame Branel)—W. M. IIAMTT.TON. Mnnager. ♦ Selkirk Bruncli—M. S. BUUOER, Mnnnger. Sveinn Bergmann Thor- birgsson CANADPa flNEST THEATE8 Nokkur minningarorð. Eg hefi ekki séð neina æfimlnn- ingu í sambandi við lát S. B. Thor- bergssonar, sem andaðist að heimili sínu, 513 Beverley stræti, Winnipeg,! 23. Marz 1915. og leyfi eg mér því að skrifa fáein minningarorð. Sveinn Bergmann Thorbergsson var fæddur að Hofi í Vatnsdal, Húna- vatnssýslu, þann 8. Agúst 1863, og voru íoreldrar hans Thorbergur Björneson og Siguilaug Magnús- dðttlr. Sveinn Bergmann lærði trfsmiSi & fslandi hj& Einari Jðnssyni I Reykja- vlk, og útskrifaSist meS bezta vitnis- bur’ði, þegar hann var 21 árs aS aldri; stundaSi hann svo smlSar I þrjú ár á íslandi. ÁriS 1887 kvaddi hann ísland, eft- ir aS hafa mist föSur sinn og mðSur, og fluttist ásamt nálægt 300 íslend- ingum vestur um haf til Canada. Eg. sem þesrar llnur skrifa, var I þeim sama hópi, og réSum viS okkur báSir á leiSinni yfir AtlanzhafiS sem vinnumenn til T. C. Rae, rem var verzlunarmaSur fyrir Hudons Bay fé- lagiS og hafSi aSal aSsetur sitt í Ma- tawagamnegue, í ðbygSum norSur af Ontario. ViS vorum þar saman eitt ár og reyndum og þoldum marga erviSleika I samvinnu meS hálfvlltum Indlánum og kynblendingum. AriS eftir fðr S. B. Thorbergsson til Winnipeg og byrjaSi þá aftur aS stunda smíðavinnu, og hélt þeim staifa undantekningarlítiS meSan heilsa og aldur entist; var hann á- gætur trésmiSur og hafSi oft um- sjðn á smlSum viS ýmsar byggingar. ÁriS 18 91 kvæntist hann Helgu Hinriksdðttur Gunnlaugssonar; hún kom til þessa lands frá MiSfirSi I Húnavatnssýslu áriS 1887. þau eign- uSust tlu börn, öll mjög mannvæn- leg og vel gefin. Nöfn þeirra. sem á lífi eru, eru þessi: Hinrik Gunnlaugur, fæddur 19. Júlí 1892 ; Norma, fædd 13. Október 1896; Clara Asdfs, fædd 22. Mal 1898; Inga Jakoblna, fædd 23. Marz 1902; Helga Salóme, fædd 30. Október 1905 og Jónína MagSalena, fædd 30. Oktð- bor 1905. Nöfn þeirra, sem dáin eru:— Halldðr Ragnar, fæddur 5. Nóvem- ber 1894, dáinn 4. Maí 1915; Helga Salðme, fædd 24. Sept. 1893,- dflin 15. Júli 1894; Jakob Bergmann, fæddur 20. Nðv. 1899, dáinn 11. JÚII 1900; og Björn Ágúst, fæddur 6. Ág. 1909, dáinn 6. Marz 1914. S. B. Thorbergsson veiktist af lungnabðlgu 16. Desember 1914 og var 27. s.m. fluttur á Winnipeg Hos- pital, og þar var hann til 17. Marz 1915, þá fluttur heim og andaSist eftir fimm daga, Ekkjan og börnin, sem eftir lifa, hafa þar mlst ástríkan eiginmann og föSur, sem hafSi af fremsta megni I samfélagi meS konu sinni unniS aS þvl aS gjöra, heimiiislIfiS farsælt og ánægjulegt, véitt börnunum gott upp- eldi, látiS þau hafa sem hezt not af allri fáanlegri gðSri mentun og beint þeim á þær brautir, sem þekking og lífsreynsla hafSi kent foreldrunum aS heppilegastar væru tii þess aS börn- in gætu orSIS sjálfum sér og þjðSfé- laginu til uppbyggingar. Islendingar I Winnipeg mistu þar mjög nýtan og gðSan félagsmanti, sem oft hafSi tekiS gðSan þátt í almenn- am velferSarmálum þeirra, og þeir munu minnast hans meS söknuSi. En mest er þð mist og sárastur er söknuðurinn hjá ekkjunni og böm- unum og slSast munu þau sárin grða. Ofan á þann sársauka bættist svo þaS, aS rúmum mánuSi siðar andaS- ist Halldór Ragnar Thorbergsson, rúmlega 20 ára aS aldri, mjög efni- legur unglingur; var hann búinn aS vera veikur á annað ár og gátu lækn- ar ekki hjálpaS honum. BáSir fengu þeir feSgar aS deyja heima, 4 sínu eigin heimili, og var þaS nokkur sorgarléttir fyrir ekkj- una og börnin aS fá aS veita þeim aShlynningu og kveSja þá þeirra sIS-1 ustu kveSju I þessum heimi, og á sama tima fullvissu um samfundi slSar. S. B. Thorbergsson var gæddur þvt UPBIHAIjDSIjAUS I.EIKUK frá 1 til 5 og frá 7 til 11 daglcga Full tveggja tíma .skcmtun I.AGIK PRSAIt Eftirmiðd.. lOc og 15C. Kveld: lOc., 15c. og 25c. SEINNI PART VIKUNNAR lcikur Williiun Favershanv í flmm þátta sorgarleik —ONE MI I.LION DOLUARS— FVURI IIEBMING VIKUNNAR næstu vcrður lcikinn —THE JLOVE TKAAIIj— úr hinni frxgu sögu Geo. Dchans úr Búa-stríðinu, “Tíie Dop Doctor” SEINNI PART VIKUNNAR NŒSTTJ kcinur Gail Kans með fimm- þátta sorgarlcikinn —IIER GREAT CATCII— Yfirlit—Ferðasögur—Gamanlcikir Ageitr söngmenn og konur THE LITTLE HOLINEsS TWINS Og MISS CARRIE HENDERSON WALKER CONGERT ORCHESTRA. þreki og þolgæSi, sem einkennir marga sanna Islendinga; hann ruddi sér braut af eigin hvötum og áhuga, frá fátækt og fáfræSi, sem veriS hef- ir arfur meirl hluta allrar alþýSu, er alist hefir upp 4 íslandi; hann komst í félag velmetinna starfsmanna I Winnipegbæ, bygSi sér þar snoturt heimili fyrir sig og fjölskyldu sína, þar sem friSur, elning og ástriki áttu sér fastan bústaS; hann safnaSi ekki auðæfum, þvf hann var jafnréttis- maffUr i orSsins fylstu merkingu, reiSubúinn til aS styrkja öll góS mál- efni og hjálpa nauSlíSandi bræSrum og systrum. GlaSlyndi og rðsemi voru honum eiginleg, jafnvel I þess- ari stSustu löngu legu gat hann rð- legur kvatt ástvini sína þeirri kveSju, sem hlaut aS styrkja þá I trúnni og gefa þeim þrek og löngun aö stríSa og biSi sælli samverustunda, þar sem ástvinirnir þyrftu aldrei frámar aö skilja. pó aS söknuSur sár, svISi’ um iífs- tíSar 4r, vaka vonir, sem verSa’ aldrel tál. Ef talsími er til yfir eySunnar bil, vil eg senda þér vináttu mái. VINUR. DOMINION. "A Pair of Sixes” er gleðileik- ’ir sem þar verður sýndur þessa viku; er þaS eftir Edward Peple höfundinn 'að “The Prince Chap”, sém leikið var fyrir 8 árum. ílann hefir leikið margt vandasamt í New York. * ■ Jones er þar aðalper- sónan, sem mikið kemur við með- alafelag. Tveir menn eru í félagi °g TÍfast. kasta hlutkesti um hvor skuli vera þjónn hins og verSur I loggs það. Leikur'nn er afar hlægilegur. I’ rank Camp er ekki síður hlægi- legur en Boggs. PANTAGES. Hyman Adler, gyðingur, Ieikur í “Solomon’s Bargain” á Pantages næstu viku. Par kemur gram á hlægilegan liátt það einkenni GySinga að sæta kjörkaupum og er svo leikið á þá í jiessum leik að allir sem á horfa, veltast um af hlátri. Ástaasga blandast j leikinn og gerir hann enn þá meir aðlaðandi. WALKER. Lciki 5 á hverju kveldi í Walker, tvisvar og þrisvar á hverjum degi. hyrjar kl. 1 og kl. 7 á kveldin. Heldur stöðugt áfrain—menn geta |ivi komiS og farið hvenær sem þeim sýiust. ASgangseyrir er viSursett- ur. bæði dag og kvöld. William Faversham, hinn frægi leikari, tekur þátt í leiknum “One Million Dollars.” Hann hefir oft áöur verið í Walker. Hann lék í ’ I lie Faun", "Marc Anthony” og fleiri leikjum. Síðast lék hann í “The Right of Way” fyrir fáum vikum. “Thc Love Trail” úr bók George Dohans, sem heitir “The Dop Doc- tor.” — Gail Kane verður í Walker síðari part vikunnar og leikur í “Her Great Match.” ORPHEUM Miss Brice verður ]>ar jæssa viku: luin cr ein mesta gleðileikkona í Vesturheitni. Gertrude Vanderbilt og George Moorc, sem á'ður eru hér kunn, eru bæði komin aftur í fullu fjöri; eru }>að mörgum gleðifréttir. Miss Van- derbilt er útskrifuS af George M. Cohan skólanum. NORTHERN CROWN BANK I Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðatóll greiddur $2 850,000 STJ IKNKNDUK : Formaður..........- - - Sir D. H. McMIIjLAN, K.O.M.G. Vura-formaðm- Capt. WM. ROBTNSON Str I). C. CAMERON. K.C.M.G.. J. H. ASHDOWN. H. T. CHáMPION E. F. HUTCIIINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, JOIIN STOVEL Allsk-’nar bankastörf afgreidd. Vérbyijum rerkninga við einstaklirga efa félög og sanngjarnir skilmálar veittir Avlranir seldar til bvaða rtaðar ecm er á Islandi. Sértakur gaumur geúnn sparisjóðsinr lögum, sem byrja má með einum dullar. Rentur lagðar viðá bverjum sex mánuðum. T. E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.