Lögberg - 02.03.1916, Síða 6

Lögberg - 02.03.1916, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. MARZ 1916. 1 kkert ereinsgott einsog nýlt heimabakað brauð úr— PURiry fcour “More Bread and Better Bread ’1 U Forsetinn og sendi- herrann Sendiherrann: Herra forseti! Eg er sendur á yöar fund af þjóðbræðr- um mínum, til þess aS biðja yður-um landsvistar réttindi handa þeim, hér í yðar landi. Samt með ákveðnum skilyrðum fyrir þá, sem sérstakan þjóðflokk. Þeir æskja eftir full- komnum þegnréttindum og persónu- legri vernd frá ríkinu, hvað líf þeirra og eignir snertir. Þeir v'ilja verða sérstakur hluti þjóðarinnar, nota sitt eigið mál og viðhalda sínu eigin þjóðerni. Samt kannast þeir við að þjóðmál landsins sé notað við laga- smíði, stjórnarstörf og dómstólana. Þeir krefjast að hafa full ráð yfir sinum eigin skólum og að kenslan fari fram á þeirra eigin máli, en skól- arnir séu þó kostaðir af ríkisfé. Þeir eru fúsir til að borga sinn hlut af tollum og sköttum til að viðhalda stjórn landsins, lögreglu og menta- málum. Forsetinn: Herra sendiherra. Þú segir að landsmenn þinir æski eftir landsvist hér og þegnréttindum, en áskilji sér þó um leið sérstök rétt- indi fyrir þjóðflokk sinn. Eins og þú hlýtur að vita, herra, þá er grund- vallarregla ríkisins, að allir meðlim- ir þjóðarinnar njóti sama réttar og hafi sameiginlegar skyldur við rík- ið, og sameiginlegar skyldur að vemda hver annan. Það er tilgang- ur ríkisheildarinnar að allir meðlim- ir þess geti náð eðlilegum manndóms þroska, og að öllum geti liðið vel. Ríkið gefur því engum sérréttindi, hvorki e;nstakling eða flokk. Það er styrkur ríkisins og verndunarábyrgð einstaklinganna að sömu lög gildi fyrir alla. Sendiherrann: Herra forseti! Það er ekki krafa v'or, að okkur séu veitt sérréttindi. Við gjörum sömu kröfur fyrir alla aðra þjóðflokka, sem hingað flytja. Við hugsum að sérhver þjóð hafi sína þjóðernistil- finning. Við getum ekki hugsað til þess að þjóðflokkur okkar glatist, glati sinu ganda og fagra máli, og hverfi inn í aðra þjóð. Við viljum halda okkar máli, okkar nafni okk- ar sérkennum. Forsetinn: Þú vilt, herra sendi- herra, að allilr þjóðflokkar í lend- inu hafi sama rétt. Atkvæði þjóðar- innar er úrskurðarvaldið hér í land- inu. Setjum svo að málefni þitt væri lagt undir atkvæði og að úrslitin yrðu þér í vil, þá yrði með því rikisein- ingunni lokið. Ef að allir þjóðflokk- ar í landinu lifðu í deilum, aðskildir hver frá öðrum, þá væri máski hugs- anllegt að þeir gætu allir haft eina sambandsstjórn, ,en nú eru þeir allir dreifðir, hver innan um annan. Af- leiðingin af þessum þjóðflokka sér- réttindum yrði þvi þjóðflokka hatur. — úlfúð, flokkadráttar upphlaup, og stjórnleysi, og-eg tel það alveg óhugs- andi að þú kysir það mannfélags- ásigkomulag fyrir þjóðina þina» Sendiherrann: Við viljum ómögu- lega sleppa þjóðar nafninu okkar gg málinu, herra forseti. Forsetinn: Viltu gjöra svo vel herra sendiherra, að segja mér hvaöa knýjandi ástæðu þjóð þin hefir til að sækja um inngöngu í þetta land? Sendiherrann: Aðalástæðan er: að heima hjá okkur er svo mikil þraungbýli, að það er orðið mjög erfitt fyrir fólkið að afla sér þeirra hluta, sem lífið krefst, til viðhalds og þroskunar. En hér liggja auðn- irnar opnar fyrir mennina að ryðja og rækta. Við viljum fara hingað til að bæta hin andllegu og líkamlegu lífskjör okkar. Við viljum verða fjárhagslega ríkir og andlega stórir. Forsetinn: Eg skil það svo, herra sendiherra, að þið séuð búin að vinna svo upp öll efnisleg og andleg efni i heimalandinp að þroskunar tækifæri ykkar séu útrunnin og þar af leiðandi viljið þið létta á h.eimalandinu með því að einhver hluti þjóðarinnar flytji hingað til þess að færa sér nyt hin þrotlausu náttúru auðæfi og menningar tækifæri, sem hér eru. En þið verðið að gæta þess að til þess að geta fært ykkur þetta til nota: verðið þið að læra að nota áhöldin sem til þess þéna. Þið verðið að læra að nota tungumál þjóðarinnar og þið verðið að læra að nota öll önnur áhöld, sem þéna til að ná til- gangi ykkar, annars batna ekki lífs- kjör ykkar við að flytja hingað, og annars getið þið <ekki fullnægt þeim skyldum, sem þegnréttindin krefjast, Krafan um að bæta lífskjör ykkar er vissulega rétt. Það er skylda hvers manns að reyna að verða fjárhags- lega og andlega sjálfstæður. En ef að fastheldni við tungumálið ykkar verður hindran frá því að ná tak markinu, þá leggið þið ofmikið í söl- urnar fyrir viðhald þess. Þú hlýtur nú annars að vita, herra sendiherra að tungumál þjóðanna eru ekki ann- að en verkfæri eða ákveðin áhrif, sem mennirnir nota til að flytja hug- myndir sínar og tilfinningar til þeirra sem skilja áhrifin. Það má nota ó- teljandi mismunandi áhrif eða tungu- mál til að tákna eina og sömu hug- mynd; hugmyndin breytist ekki, þój hún sé sögð á mismunandi málum Það eru hugtökin, hugmyndimar or tilfinningarnar, sem tungumáli? táknar, sem notin eru fólgin í. Það er hugmyndin sjálf sem gildið hefir. Af þvi sem þegar er sagt, er það auðsætt að þegar það er í mannsins valdi að kjósa sér tungumál til eigin nota, þá er sjálfsagt að taka jjað sem veitir bezt framtíðar tækifæri fyrir manninn sjálfan og niðja hans til breyttra lífskjara. Og í flestum til- felllum mun tungumál þeirrar þjóð- ar, sem maðurinn tilheyrir, verða á- kj'ósanlegast. Og þvi fyr sem lands- menn þínir læra tungumálið, eftir að hafa flutt hingað, því betra fyrir þá sjálfa og ]:>jóðina í hcild sinni. Sendiherrann: Getur vel verið að ályktan yðar sé rétt, herra forseti, þegar málefnið er skoðað frá al- mennu velmegnis-sjónarmiði þjóðar- innar, og jafnvel frá persónutegu velmegunarsjónarmiði einstaklingsins. En það meinar að við sem þjóð hverf- um úr sögunni. Hún minnist okkar ekki framar með okkar rétta nafni. Það meinar einnig að við missum þjóðar sérkenni okkar og bókmentir. Og með því er mikið lagt í sölurnar fyrir fjárhagsleg lífsþægindi. Forsetinn: Þú lýtur helzt til ein- hliða á þessi málefni, herra sendi- herra. Þú tekur ekki til samanburð- ar það, sem þið ávinnið með skift- unum og hvað mikill fjársjóður ykk- ur opnast með því að læra okkar tungumál. Breytingin á nafni breyt- ir ekki manninum sjálfum. Það er þekkingin sem þroskar manninn og er aflið til að bæta lífskjörin. Það er ekki alveg rétt.hjá þér að þið hverfið úr sögunni og ykkar sem þjóð verði ekki framar getið í þessu landi. ins. Eg vona að þjóðin þín taki nú um líklega brugðið í brún, því tækifærið til þess að útbreiða og stækka sjálfa sig, og að hún skilji hvað mikilll heiður það verður fyr- ir móðurþjóðina að vera hluti a-f myndunarstofni hinnar nýju jjjóðar, sem’ eflaust verður ein af stórþjóð- um heimsins. Sendiherrann: Eg mun reyna að sýna þjóðinni minni málefnið í þessu ljósi, en eg er hræddur um að það þurfi langan tíma til að stækka svo sjúndeildarhring hennar, að hann nái út fyrir hennar eigin takmörk. M. J. Brennivíns- starfsmaður biður bindindisf oringja um áfengi. Vínsali og starfsmaður brenni- vínsmanna lenda á röngum stað; halda að leiðtogi bindindis- manna sé foringi brennivíns- manna. fÞýtt úr “Tribune”). Séra J. N. McLean hinn viður- kendi . leiðtogi bindindismanna í Manitoba hefir sama sem lofað að senda fjóra kassa af brennivíni út í St. George kjördæmi í því skyni að nota það fyrir brennivínsmenn 13. marz. Hugmyndin er eins og hér segir: “Á meðan kvenfólkið er á bind- Þú veizt að héf er að skap-1 indisfundum, ætlar umboðsmaður ast ný þjóð. Frumstofnar hennar | brennivínsmanna að ferðast um og koma á heimilin, gefa karlmönn- unum í staupinu og fá atkvæði þeirra í staðinn.” Séra McLean ætlar nú samt ekki að senda brennivínið; hann lofaði því aðeins til þess að losna við brennivins.starfsmann, sem hafði vilst inn á skrifstofu hans af mis- skilningi. Þessi, umboðsmaður brennivíns- liðsins var Sigprður Baldvinsson frá Narrows í St. George kjör- •dæmi. Hvemig hr. Baldvinsson komst inn á skrifstofu siðbótafé- lagsins, það er dálítið kýmileg saga. Sannleikurinn er sá að hann kom þangað og var þar inni hjá séra McLean í hálftíma. - Hr. Baldvinsson hélt að hann væri að tala við leiðtoga brennivíns- manna og séra McLean veitti hon- um fult tækifæri til þess að bera upp erindið. “Eg ætla að sjá um þrjá at- kvæðastaði”, sagði hr. Badlvins- son, og sagði séra McLean kenni- tölur atkvæðastaðanna. “Gott og vel; farðu bara þangað norður” sagði McLean. _ “En maður verður að hafa eitt1- hvað til þess að vinna með” sagði Baldvinsson. “Hvað er það sem þú þarft?” “Fjórir kassar af brennivini.” eru allir þeir mörgu þjóðflokkar, sem hingað flytja. Sagan mun geta þeirra allra, og hún mun leggja sér- staka áherzlu á minningu þeirrar stofnþjóðar, sem flestir af framtíðar stórmennum landsins rekja til ættir sínar. Það er heldur ekki nauðsyn- legt að sérkenni ykkar og bókmentir þurfi að glatast. Ef sérkenni ykkar miða til hærri menningar en annara sérkenni í þessu landi, þá munu þau fá útbreiðslu. Og ef að bókmentir ykkar innihalda eitthvað fagurt og nothæft fyrir þjóðina framyfir það, sem hún hefir sjálf, þá mun það fá greiða útbreiðslu; þjóðin mun taka það upp í bókmlntir sínar. Afkom- endur ykkar njóta því alls þess af sérkennum ykkar og bpkmentum, sem er einhv'ers virði fyrir menning þeirra. Það sem þið tapið við það að flytja hingað, er því ekki annað en þessi sérstaka aðferð, sem þið notið til þess að birta öðrum hug- myndir ykkar og tilfinningar, sem kallað er móðurmál, en þið takið upp þjóðarmálið aftur og græðið stór- kostlega á skiftunttm. Ef þið gætið þess að þið eruð einn liður af frum- stofni þessarar þjóðar, þá hlj'ótið þið að finna föður og móðurhvöt hjá ykkur til að leggja Jiannig lag- aðan grundvöll, að afkomendur ykk- ar geti bvgt á honum gott og heil-! brigt þjóðfélag, og eitt af aðalskil- “Það er vínsölubann þar norður yrðunum fyrir því er sameiginlegt frá” svaraði McLean. “Það er tungumál. Eg vona að þú hafir nú ekki löglegt; við gerum ekkert þess þegar skilið, herra sendiherra að konar.” krafa ykkar um sérréttindi hefirj flr. Baldvinsson sat samt fast erið vanhugsuð, og eg vona að þú viíþsinn keip. >etir látið þjóðbræður þina skilja Séra McLean gerði alt sem hann j okkur heldur? óg' það fer ekki bað. Þeir eru velkomnir hingað, gat til þess að láta Baldvinsson j kjörstaðinu. Ef eg fer urn-hérað- Þeir kulu hafa sama rétt og sömu horfa framan í sig. Ef hann hefði ig fyrir atkvæðagreiðsluna o°- gef skyldur og allir aðrir borgarar lands- horft í kringum sig, þá hefði hon- j þeim í staupinu, þá v ta þeir að e^ vegg'mir voru aljraktir gleiðletruð- um bindindis' auglýsingum. En Badlvinsson var of djúpt sokkinn niður í hugsanir um erindi sitt til þess að veita Jiess konar smámun- um athygli. “Eg má til með að hafa brenni- vínið!” endurtók hann. I þessum svifum opnuðust dym- ar á ytri skrifstofunni og tveir menn gengu inn og ætluðu inn í að- alskrifstofuna, sem er aðskilin frá þeirri, sem séra McLean og Bald- vinsson voru í. Annar þessara manna var A. S. Bardal, heljarmikill b ndindis ber- serkur. Hr. Bardal tók eftir Bald- vinsson og Jjekti hann strax: “Heilagur Páll og María!” sagði Bardal og hvarf inn í hina skrif- stofuna. Hinn maðurinn var ekki eins fljótur, og Baldvinsson kom auga á hann. “Allir heilagir komi til!” sagði Baldvinsson, “þarna fór prestur inn í skrifstofuna!” ^ Séra McLean deplaði augunum kunnuglega framan í Baldvinsson og sagði: “Já, hingað koma marg- ir prestar.” En þessi náungi er á móti okk- ur", sagði Baldvinsson, “það. er séra Leo frá Lundar.” Nei, nei; hann er eindregið með okkur”, svaraði séra McLean. Þrumur og eldingar! Þetta tekur nú öllu fram!” sagði Bald- vinsson. “Þegar eg talaði við hann síðast, þá var hann. eindregið á móti okkur. En eg verð að fá brennivínið!” bætti hann við. “Þú verður að fara eitthvað ann- að” svaraði séra McLean. “Hvert á eg þá að fara?” “Eg veit ekki. Það er vínsölu- bann þarna norður frá.” “Það gerir ekkert til” svaraði Baldvinsson; og sagði séra Mc- Lean nafn á manni í Ashern, sem hann skyldi senda brennivínið. Svo skýrði hann frá því hvernig hann ætlaði að vinna þetta hérað fyrir brennivínsmennina: “Eg fer ekki upp á ræðupall” sagði hann, “þeir fara alveg með okkur í hundana á ræðupallinum. hlustaðu á hvemig eg ætla að fara að. Bindindisfólkið heldur heil- marga bindindisfundi, og konum- ar verða þar. Svo laumast eg heim á heimilin á meðan kvenfólkið er á þessum fundum; eg gef mönnum í staupinu, og fæ atkvæði þeirra í staðinn. Þú skilur." Séra McLean sagðist skilja. “En svo verð eg að fá brennivín atkvæðadaginn líka” sagði Bald- vinsson. “Þú getur ekki notað það. Það er ólöglegt.” “Nei, það er ekki ólöglegt.” “'Þú verður sektaður ef það finst í sleðanum hjá þér.” “Mér dettur víst ekki í hug að hafa það i sleðanum. Eg hefi það í vasanum; þú skilur það. Það er nefnilega svona að fólkinu stendur öllu rétt á sama. Það er ekki á móti okkur og það er ekki með verð á kjörstaðnum kosningadag- inn, og ])á koma þeir til þess að greiða atkvæði og til þess að fá 1 staupinu. Skilurðu það?” Séra McLean sagðist lika skilja það. “Þú skalt bara fara til verks og sjá um þessa atkvæðastaði” sagði séra McLean. En Baldvinsson var ekki búinn enn: “Það eru Jrrir piltar sem sjá um þessa atkvæðastaði” sagði hann. “Eg verð að sjá það eitthvað við þá að þeir útbýta brennivíninu.” “Það er svo; upp á hverju sting- urðu?” sagði séra McLean. “Ó, svo sem $10.00 handa hverj- um. Það er ekki of mikið” svar- aði Baldvansson. “Eg er hræddur um að við get- um ekkert gert” sagði séra Mc- Lean. “Ekki einu sinni lagt til brenni- vínið ?” “Nei”. “Gerir félagið virkilega ekkert til þess að útvega brennivín;” “Nei”. Baldvinsson stóð upp og bjóst til farar. “Eg verð að fá brentii- vínið!” sagði hann. “Jæja, þá það”, sagði séra Mc- Lean. “Það sem verður að vera verð- ur, líklega.” 'Það var eins og nýtt ljós rynni upp í huga Baldvinssons og hann deplaði augunum: “Eg skil þig”, sagði hann: “Eg skal vera viss um að verða þar. Eg fer í fyrra- málið; það væri gott ef brennivínið kæmi út. Það stendur svoleiðis á þarna út frá að þeir drekka þar ekki mikið, en eg kem því fyrir svona; eg segi þeim að skattarnir hækki, ef vínbannið verði samþykt. Það yerður hægt að vinna þá með því.” Baldvinsson sagði séra McLean hvar hann héldi til í bænum, og svo fór hann. Það er sanngjarnt gagnvart Baldv'nsson að geta þess að séra McLean fann það út seinna að þó ekki sé selt vín á því svæði sem um er að ræða, Jiá er Jiar ekki vinbann, heldur hefir aldrei verið veitt þar leyfi. Eigandi Dominion hótelsins J'Björn Halldórsson) kom með Baldvinsson til séra McLean og séra McLean losnaði v:ð hóteleig- andann með þvi að mæla sér mót við Badlvinsson klukkutima siðar. Hótelhalrlarinn sagði frá því siðar livernig á þvi hefði staöið að þeir fóru á annan stað en þeir ætl- uðu; en hann vissi þá ekki að hann var að tala við fréttaritara Tribunes. Hóteleigand'nn sagðist hafa ætlað að hjálpa Baldvinsson og spurði þvi um talþr'ðatölu á miðstöð brennivins skrifstofanna. Sá sem á talþráða stöðinni svaraði gaf töluna á siðbótafélags skrif- stofunni. “Eg kallaði þá tölu” sagði hótel- eigandinn, “og spurði hver hefði umsjón yfir sveitahéruðunum. Mér var sagt að það væri Mr. Spence, En þar sem hann var ekki heima þá spurðu þeir mig hvort Jiað væri ekki sama ef við töluðum við Mc- Lean. Eg athugaði þetta ekki neitt og mælti okkur svo mót við Mc- Lean.” Nýfundnaland í hœttu. Skipaferðir og verzlunarsam- band við Nýfundnaland hafa hindrast svo vegna striðsins að til vandræða horfir. Er stjórnin hrædd um hungurdauða i vor, ef ekki sé tekið í taumana. Hefir verzlunarsamkundan í St. Johns sent skeyti til brezku stjómarinn- ar og beðið hana ásjár í þessu efni. Samskonar vandræði vofðu J>ar yf- ir í haust sem leið að því er kol snerti og urðu þeir þá að fá hjálp frá Englandi. Stjórnin hefir aðallega beöið um að Englendingar útvegi gufuskip og býðst hún til að leggja fram fé í þessu skyni. S ó b 8 K I N. Áður en kaupmaður dó, gaf hann Páli mikið fé, og varð hann auðugur og vel metinn. Soffia Anderson. Úr bréfum. Kæri ritstjóri Sólskins. Eg þakka }>ér kærlega fyrir fallega Sólskinið ökkar, sem okkur bömunum þykir mjög gaman að lesa. Það er svo að heyra að við séum öll lesandi. Þegar við emm orðin stór, þá þykir okkur gaman að lesa það aftur. Eg er eins og hin bomin og er að safna því sam- an og ætla svo að láta búa til bók úr þvi, ef mér endist aldur til Jæss. Með vinsemd og virðingu. M. G. R. S. Kandahar, 26. jan. 19x6. Dr. Sig. Túl. Jóhannesson. Kæri ritstjóri. Eg vay einu sinni barn, eips og Iitlu blessuð börnin, sem skrifa í “Sólskin” og eg elskaði sólskinið sem guð sendi yfir alla, eg elskaði Iíka sólskinið sem einn eður annar sendi í sál mina, því barnsleiðin mín var ekki einn sólskinsblettur; en eg elskaði allan þann yl sem streymdi til mín. Og þegar eg svo er að lesa smábréfin frá blessuð- um saklausu börnunum, sem skrifa í Sólskinið sitt, þá cakna hjá mér endurminningar frá bamsárunum og mér finst eg vera orðinn bam, sem eg og er í anda, og eg óska þá að eg sé eins og börnin, hugsi tali, og skrifi eins og þau. Eins óska eg að eg hefði haft tækifæri á því að skrifa í Sólskin á ykkar aldri, litlu, kæm vinimir. En það er þó bót í böli öllu, að bessuð sólin skin nú hér. — Svo heitt elskaði eg sól- skinið að eg fór að reyna að syngja/ því lof og þá dýrð er eg átti mesta til, þá sat eg uppi á háu fjalli yfir kindum og var þá aðeins tólf ára. Þessi dýrðarsöngur minn—ef við getum kallað hann svo—var inni- falinn í einu versi, og er það heldur fátæklegt, sem eðlilegt er. En eg Iæt það birtast hér með sömu orð- um og það var búið til, eg hefi geymt það sem helgan menjagrip. Versið er á þessa leið: Sólskin inn á sérhvern bæ, sjálfsagt er að fari, eg það kýs hvar í það næ, eins á landi og víðum sæ, lif á meðan hjari. Ef eg sólskin safnað fæ, Syngur engla skari. Þetta var og er hugsun min, eins er eg viss að hún er hjá vin- unum litlu, sem senda bréfin í Sólskinið i Lögbergi. Vér skulum vera ritstjóranum þakklát og glæða sólskinið vor á meðal. Þá höfum vér glatt sólskín á elliárun- um og nægan yl, og um leið höld- um vér ástkæra og dýrmæta móð- urmálinu okkar óskertu, sem er vort háleitasta og göfugasta leið- arljos a lífsleiðinni, þá getum vér lesið í vorum dýrmætu gullkorn- um — íslendinga sögunum — og sungiö fögru kvæðin íslenzku, sem eru perlur. Svo óska eg öllum blessuðu bömunum góðra fram- fara að skrifa í blaðið sitt á þessu nýja ári. Guð styrki þau í öllu. — Jón H. Árnason. s ó Ij s k 1 N. ar og kvæðin. Eg ætla að Iáta eina skrítlu í blaðið okkar. Eg óska öllum bömunum Iesa Sólskin farsæls árs 'Margrét Sölvason, 11 ára. sem Kýrin. Wynyard, Sask., 12. febr. 1916. Kæri ritstjóri Sólskins: Mi? hefir langað til að skrifa í litla Sólskinsblaðið okkar. Eg ætla að láta b nda það í stóra bók. Eg hefi svo gaman af lesa Iitlu sögurn- fÚr stílabók Péturs litla). “Stofan sein kýrin býr í, heitir fjós, og rúmið hennar heitir bás, og í því er engin sæng eða koddi. Úr kúnni fáum við mjólk og kálfs- kjöt, en eggjum verpir hún ekki. Maðurinn hennar heitir boli, af því hann er svo heimskur. Hann hefir ákaflega mikil hljóð, en beit- ir þeim illa.. Úr honum fáum við enga mjólk og ekkert smjör, held- ur bara kjöt, en þá verður hann fyrst að deyja. — Börnin þeirra heita kálfar, þeir þvo sér aldrei og ganga ekki á skóla. Og öfunda eg þá af því. Margrét Sölvason, 11 ára. Sólskin. Börnum öllum er eiginlegt að elska Sólskin. Göfgar hugsjónir guðdómlegt glaða sólskin. Kennir móðurmálið skýrt á menta veg þeim getur stýrt sagna Sólskin. Lof sé þeim er lejðir börn liúft í Sólskin á lífsins braut æ villu vöm. verður Sólskin. Góðir menn og guðlegt mál gleðja hverja unga sál eins og Sólskin. Gegnum lífsins grátþung ský glansar Sólskin, vaki dygðir verki í verm.r Sólskin. — Veitir lifi þol og þrótt þankinn elur kærleiksgnótt og sálar Sólskin. Af himni lífs ef hrakið brott er heilla Sólskin þá er dygð að gjöra gott og glæða Sólskin. Systra og bræðra mýkja mein: er mentin dýrust kærleiks greín með sæmdar Sólskin. f Góð börn vita guð vors lands gefur sólskin, alt vort lif og eignir manns og andlegt Sólskin, dygða og trúar tvinnar bönd, tryggir von um dýrðar lönd með sælu Sólskin. 19. febr. 1916. Sv. Símonsson. (Tlugsað fyrir börnin). Kæri herra. Beztu þakkir fyrir Sólskin blaðinu þínu. Eg og bróðir minn hjálpum hvort öðru að lesa J>að. Við skrifum bæði illa islenzku. Við göngum bæði á sunnudaga- skóla og höfum ágætan kennara, svo eg vona að við verðum bæði búin að læra vel íselnzku eftir e!tt ár. Eg var 10 ára gömul 28. jan. Mamma sendi mig í burtu svolitla stund og þegar eg kom heim aftur var eg alveg hissa; það varu komn- ar 17 stúlkur og drengir sem sátu í framherberginu og voru að skoða myndablöð. Þó eg væri hissa, þótti mér vænt um að sjá þau. Einn af drengjunum hafði með sér mynda- vél og sýndi um 100 myndir. Við sátum öll þegjandi í myrkrinu á meðan. Svo fórufn við að leika okkur. Það voru sjö fullorðnir hjá okkur líka. Gestirnir höfðu komið með all skonar sælgæti með Vínsalinn hlœr. Hún s:tur inni, konan sem skortir björg og brauð af bágindum og sorgum og hungri nærri dauð, af manni sinum þjökuð, sem þó er henni kær. — En þingmaðurinn drekkur og vínsalinn hlær.- Hún situf inni, dóttirin, og syngur dapurt lag og sýnist vera miðnótt um hábjartan dag; þvi faðir hennár drukkinn i dómsalnum i gær var dæmdur fyrir húsbrot. — En vínsalinn hlær. Hún situr inni móðirin og fellir tregatár og tímans sérhvert augnablik er henni lengra’ en ár, því drenginn hennar börðu þeir til dauðs með flösku’ í gær, og drukkinn er hann faðir hans. — En vínsalinn hlær. Hún situr inni mærin, svo elskurík og ung, hver andardráttur hennar er stuna djúp og þung, því hjartað sem hún unni, það aldrei framar slær, því eiturdropi snart það. — En vínsalinn hlær. Hún situr inni, mærin, og andlit hylur hönd, og hvergi fær hún litið nokkra vonarströnd, í örvæntingar-stunur er breyttur vorsins blær, þvi bróðir hennar drekkur. — En vínsalinn hlær. Það staulast áfram, gamalmennið, gárhært og þreytt, Við gröf hins látna sonar það stöðvast lítið eitt. \ Þeir drápu’ hann inni á knæpu. Á gröf hans aldrei grær neitt gleðiblóm. — En löggjafinn og vínsalinn hlær. í litlum bæ var friður og hjörtun unnust heitt, þar höndin sífelt starfaði — varð samf aldrei þreytt; af löggjöfum með fólksins leyfi’ er breyttur þessi bær í blótstall handa djöfilnum. — En vínsalinn hlær. Þeir “hreinu” standa drembnir á hrokaf jallatind; þeir horfa nið’r i “dalinn” og líta sorgarmynd af bróður sínum föllnunj, er freisting haldi nær í friði rangra laga. — Og vínsalinn hlær. Hann gengur lotinn, öldungurinn, studdur veikum staf. Hann stynur þungt og minnist þess alls, er drott.nn gaf, með lögum von hans rifu’ í sundur ræningjaklær, en ritstjóimn og löggjafinn og vínsalinn hlær. Hann veit það fullvel, dómarinn, sem dæmdi löngum rangt áð drykkjumannastríðið er stundum hart og langt. hann lýgur fyrir peninga, með lögum hendur þvær, og lýðurinn, hann trúir. — Og vínsaknn hlær. Ef gengir þú við daghvörf um dauðra manna reit og dánargyðjan sýndi þér bönd, er vínið sleit og leiðin gætu talað og sagt þér sögur þær, þá sál þín hlyti að gráta. — En vínsalinn hlær. Sig. Júl. Jóhannesson. Margt smátt gerir eitt stórt jaýnvel þegar um elds'pítur er að ræÖa, þá ættu menn að Kafa augun á smámunum. Viðai tegundin, gæði brennisteinsins, Kversu Kægt er sð kveikja á þeim EDDY’S ELDSPlTUR eru búnar til úr sterkum Kreinum furuviði og svo vel gerðar að í þf im kviknar fróbærlega vel. Eddys eld- spítur hafa verið til sölu í sextíu og fimm ár það er því ekki að undra þó þetta félag kunni að búa til eldspít- ur. Það er altaf óhætt að reiða sig á vörur sem Eddy félagið býr til.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.