Lögberg - 02.03.1916, Síða 7

Lögberg - 02.03.1916, Síða 7
LOGBERG. FIMTUDAGINN 2. MARZ 1916. f Brot. Eftir t>orstein Björnsson. Það er ekki svo óhreint horn til í haugstæöi mannlífsins, að ekki geti ástarsólin gylt þaö meö geisl- um sinum. Það er dýrölegasta hlutverk mannlegs anda, aö hugsæisperlur hans veröi leiftrandi geisladjásn í sálum annara manna, — jafnvel þótt nafn hans glatist i gleymsk- unnar djúp. En einskis vert er þaö minum sjónum að eiga mynd sína, í hvað fagurri umgerð sem er, festa upp á vegg mannlífshofsins, og það með gyltu tangamarki fyr- ir neðan, — og þótt hver maöur hneiggi sig djúpt fyrir henni um út- og inn-göngu, ef ekki ljómaði til þeirra logandi bjarmi af augum hénnar i hvert sinn. hald af Æskuminningum eftir Önnu Thorlacius; Tvö kvœöi eftir Jakob Thorarensen. Athugaverð tslandslýsing eftir Stefán Stefáns- son, l’úsund og ein nótt, Finnur Jónsson; Viðbætir við búsund og eina nótt eftir Valtý Guömunds- son, Scra Matthías áttræður' (meö mynd) eftir Valtý Guðmundsson. Afmæliskveðjur til Matthíasar frá Gunnari Gunnarssyni, Jónasi Guð- laugssyni og Jóhanni Sigurjóns- syni. R'itdómar og fleira. — Af þessu sést það að heftið er fjöl- breytt og af færum .ritað. Um vísu Stephans G. Stephans- J sonar “Heimhugi”, segir ritstjóri Eimreiðarinnar þetta: “Þarna hafa menn þjóðsönginn. Hver vill yrkja lagið?” Sá einn getur sannur maður heitið, sem ófeiminn játar (sjálf- um sér og öðrum) allar sínar instu hvatir. Trúarbrögðin eru töfradrykkir, sem gera mannsandann að grimm- asta ljóni, ljúfasta lambi, eða mjúk- fátri móður. * *--------------- , Sá eini er illur talinn, sem 1 skugganum stendur. Ógæfan er ægidjúp, heldimm og hryllileg náma, þangað sem m .lm- urinn er sóttur í flestar fegurstu og dýrustu smiðar mannsandans. Óskir hvers manns eru æðstu lög hans. Hvatir hans og langanir eru yfirdómarar allra hans at- hafna. Hjónabandið er engu likara en gljáandi gullhring. Reynslan sýn- tr, hvort hringurinn er egta, eða óegta skitti, sem setur spanzgrænu á hönd eigandans, og getur valdið blóðeitrun, og jafnvel bana. ^ Þegar sameinuð ást legst á alls- nægta-beð undir svæfandi ánægju- sæng, minnir hún á jórtandi mjólk- urkú á mjúkum og hlýjum moðbás. — En þegar hún leggur tvennum skrefum samt út á langstigna þrautaleið, minnir hún helzt á far- fuglinn, sem hvorki lætur vega- lengd né höf í augum vaxa til að ná ströndum fyrirheitna landsins. Ríki skáldsins er sannarlega ekki af þessum heimi. Hann deyr þessa heims tilveru meðan hann þjónar sinni. — Hann er eins og lindin, sem blundar undir bakkanum, með- an víðgeimur sólskinsins blasir við öllum augum. En sé farið á fund hennar, svalar hún sólarbrunanum á vörum þínum, og málar fyrir sjón þinni mynd af himnum, dimmblárri og dularfyllri en þú hlytir, ef þú iitir upp. Eimreiðin. Fyrsta hefti af 22. árgangi Eim- reiðarinnar er nýkomið vestur, kennir þar margra góðra grasa, eins og vant er. El.mreiðin er vafa- laust að öllu samanlögðu eitt allra merkasta tímaritið sem út hefir komið á íslenzku, enda hlotið al- mennings hylli. Um það er ekki að deila, þótt þar komi stundum ýmislegt, sem ekki falli i allra geð og jafnvel sumt sem mæta hlýtur eindreg!nni mótstöðu. Ritiö verð- ur að teljast eitt af hðal menning- armeðulum þjóðar vorrar að öllu saman lögðu. 1 þessu hefti er: Hin nýja stjörnulist eftir professor Þorvaíd Thoroddsen, Fjögur smá kvæði eftir Stephan G. Stephans- son, Fóstudagurinn langi 1914» smásaga eftir Guðmund Friðjóns- son, kSógareldur; smásaga, eftir Axel Thorsteinsson, áfram- Gerið líka með því að kaupa þær vörur sem búnar eru til í | Glaðar stundir | + ♦ Kveldið þann 19. des. síðastlið- inn má segja með sanni að fólk hafi fengið að njóta glaðra stunda á Víðivöllum i Árnes bygðinni. Þá voru liðin rétt tuttugu og fimm ár síðan hjónin þar, Stefán Siguðrs- son og Guðrún Magnúsdóttir, bundust æf.löngum trygða bönd- um, og fimtíu til sextu manns komu saman á Jieimili þeirra til að samfagna þeim á þessum þeirra mikla degi. Brúðkaupið hófst með stuttri guðræknis athöfn er séra Carl J. Olson stýrði. Fyrst voru sungin þrjú vers af sálminum nr. 589, sið- an lesinn biblíukafli og flutt bæn. Svo var sungið það sem eftir var af sálminum. Eftir þessa athöfn fóru fram ræðuhöld. Fyrstur talaði séra Carl J. Olson og las upp kvæði eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson. Af- henti hann svo brúðhjónunum fyr- ir hönd skáldsins, bæði kvæðið á- minsta og mynd .af Jóni Sigurðs- syni, sem hann hafði málað. Næst hélt Nikulás Ottenson ræðu, og las upp kvæði eftir Kr. Ásg. Bene- diktsson og afhenti brúðhjónunum skrautlegt minningar spjald í um- gjörð, frá sjálfum sér, og einkar vandað tesett úr silfri frá börnun- um. Seinast talaði Mrs. Kristin Sigurðsson, fyrst og fremst fyrir sína eigin hönd, en líka fyrir hönd tveggja nágranna kvenna, sem ekki voru vanar að tala á mannfundum, en sem óskuðu að láta í ljós hlý- leik sinn og þakklæti til brúðhjón- anna á einhvem hátt. Svo var sungið: “Hvað er svo glatt” o. s. frv. Að þessu afloknu settust menn til borðs, þa'r sem allskonar góm- sætt brauð var borið fram, með súkkulaði og góðu islenzku kaffi. Undir borðum talaði Mrs. N. Ott- enson og aðrir. Eftir borðhaldið skemti eldra fólkið sér nærri því alla nóttina með samræðum og íslenzkum þjóð- söngvum, en yngra fólkið hélt uppi glaðværðinni sín á milli með alls konar gamanleikjum. Fóru menn heim glaðir og ánægðir, og með margar blessunar óskir, bæði i hjarta og á vörum og með innileg ásta þakklæti til brúðhjónanna fyr- ir gamla og nýja viðkynningu. Þessir utanbygðar menn voru viðstaddir: Benoni Stefánsson frá Gardar N.D., sonur brúðgum- ans, Nikulás Ottenson og kona hans frá Winnipeg og séra Carl J. Olson frá Gimli. Bróðir brúðgumans, 'Þorsteinn Sigurðsson, búsettur í Geysirbygð, hafði ætlað sér að vera viöstaddur, en fyrir óumflýjanleg forföll gat það ekki orðið. Sendi hann afsök- un og kveðju í ljóöum. Auk gjafa þeirra er minst var á að ofan fengu brúðhjónhi mikið af mjög fallegum og höfðinglegum gjöfum. Stefán og Guðrún eru mestu sæmdarhjón og eru vel liðin og vin- sæl í sinni sveit. Kom þetta ber- sýnilega í ljós' í samsæti þessu. Sá sem þetta skrifar man ekki eftir því að hafa séð fólk skemta sér eðlilegar og óþvingaðra en þetta kveld. Vinir og vandamenn Viðivalla hjónanna óska þess af heilum hug og af öllu hjarta að allir þeirra ó- lifuðu dagar verði bjartir og ham- ingjuríkir, og að æfjkveldið þeirra verði eins og sólsetrið á íslandi, þegar það er sem allra fegurst. Vinur. Canada einsog til dæmis Windsor Borð Salt Afturgöngur. * Leikur með því nafni var leikinn i Goodtemplarahúsinu 16. þ. m., undir umsjón Unglingafélags Úní- tara. Þetta leikrit er heimsfrægt og hefir stórmikið efni meðferðis, enda eftir eitt frægasta skáld ald- arinnar, Hinrik Ibsen. Leikurinn er fremur grófur og lýsir mörgu því, sem ekki er sem siðsamleg- ast; var lengi vel bannað að sýna það á leiksviðúm í Evrópulöndun- um og mun vera bananð enn á Englandi. Aðal innihaldið er þetta: Auð- ugur maður er nýlega látinn; ekkja hans er að láta reisa fátækra- hæli til minningar um nafn hans; presturinn er kominn og er að undirbúa vígslu hælisins. Konan er gróf, ófeimin og ófín, en bráð- ^áfuð; hún gerir gys að öllum trúarbrögðum, en presturinn er auðvitað sterktrúaður. Hann er alvörugefinn, einlægur og hrein- skilnn, en barnalegur i aðra rönd- ina og framúrskarandi orðsjúkur; getur ekki þolað að blöðin minnist á neitt i sambandi við nafn hans, er að nokkru leyti sé niðrandi. Hann heldur að það sé óvarlegt að tryggja hælið fyrir eldi, því með því móti verði svo litið á, af gár- ungum, að hann íreysti ekki for- sjóninni til þess að halda yfir þvi hlífðarhendi, hann kemur þvi ekkj- unni til að gefa það eftir að hælið sé ekki trygt. Ekkjan á einn son barna; hann hefir verið alinn upp í fjarlægð og Iagt fyrir sig málningalist. Hann kemur heim og mætir prest- inum. Þegar tali þeirra ber sam- an kemur það í ljós að hinn ungi 1 maður hefir ekki lifað sem siðsöm- ! ustu lífi og lýsir hann yt'ir höfuð lauslæti listafólks svo að fram af prcstinum gengur. Presturinn aumkvar hann fyrir það að hann skuli ekki hafa haft verulegt heimili; kveður flesta listamenn svo fjárhagslega stadda að þeir geti ekki átt heimili. En heimili kveðst hann einungis kalla það þegar menn lifi út af fyrir sig með konum sínum og börnum. Ungi maðurinn aftur á móti kveð- ur þetta listafólk eiga alveg eins góð heimili; þar Ifi menn með bömum sínum og stúlkum. Þetta er auðvitað sú kenning, sem prest- urinn hefir viðbjóð á. Ungi mað- urinn fer síðan út, en presturinn he’.dur langa ræðu og snjalla yfir konunni. Kveður hana hafa drýgt tvær höfuðsyndir; aðra þá að svíkjast um að vera eiginkona, hma þá að svíkjast um að vera móðir. Sem eiginkona hafi hún verið þannig að hún hafi strokið að heiman frá manni sínum og gert heimilinu vanvirðu. Þetta kveðst hann þó hafa lagað með því að sætta hana aftur við he.milið, svo hún hafi farið heim og verið þar síðan. Sem móðir kveður hann hana hafa svikist um skyldu sína, þvi hún hafi sent son sinn burt til vandalausra 7 ára gamlan; hann hafi þvi adlrei notið móðurum- hyggju né heimilisáhrifa. Þess vegna sé komið eins og komið sé; hann sé siðferðislega eyðilagður. Nú verði hún að byrja á því sem hún hafi átt að gera þegar hann var barn — að ala hann upp — hún verði nú að snúa honum frá glötun. Þegar hann hefir lokið ræðu sinni, svarar konan með annari ræðu, álíka langri. Kemur það þá í ljós að maður h'ennar hefir verið útlifaður óreglumaður þegar hún átti hann og haldið áfram óreglu sinni alla æfi. Konan kveðst strax hafa fengið viðbjóð á honum. reynt að bera harm sinn í hljóði, en loksins ekki getað afborið það Iengur og því yfirgefið hið svo kal'.aða heimli. Hafði hún þá flú- ið til prestsins, og kemur það fram í ræðunum að þau höfðu unnast á unga aldri, og ætlaðist hún til að liann tæki við sér á þann hátt, þeg- ar hún yfirgaf heimilið; en prest- urinn kom henni til þess að hverfa heim aftur. Eftir það kveðst hún hafa tekið það i sig að láta ekki á neinu bera; heimilið var henni sannnefnt helvíti, en hún setti sér það að láta alla úti í frá halda að það væri henni himinsælu staður. Alt það sem framkvæmt var varð hún að gera, því hann hafði ekki sinnu á neinu nema reykja og derkka; en honum var þakkað alt engu siður. Hún varð að hanga yfir honum fram á nætur, þar sem hann var viti sínu fjær af ölæði og loksins varð hún oft að koma hon- um í rúmið með áflogum. Heimilið var hið ytra fagutr og dýrðlegt, en hið innra sem drep- andi pestarbæli. í þessari pest átti baniið hennar að alast upp. Það gat hún ekki þolað. Hún hélt það yrði drengnum glötun, og til þess að bjarga honum, lætur hún hann frá sér, þrátt fyrir það hversu hún tók það nærri sér. Svo dó faðir hans — til allrar hamingju — og til þess að halda áfram til hins síð- j asta blekkingaleiknum fyrir augum 1 heimsins, ætlar hún aö reisa hon- um þennan minnisvarða, svo að al- drei falli grunur á hvernig alt hafi verið, og til þess að reyna að halda virðingu á nafni hans, aðeins til þess að nafn sonar hennar líði ekki við ófrægð föður hans, ef alt kynni aö komast upp. Svo þegar hælið sé komið upp, þá hugsar hún ésr að hann sé afmáður með öllu af heimilintt — engin minning ttm hann lifi lengur þar. Nú brennur hælið. Þannig að gaall maður, sem presturinn hafði útvegað atvinnu við það, segist hafa séð prestinn henda skari af kerti í tréspónahrúgu. Presturinn verður alveg utan við sig, vegna þess að hann heldur að þetta muni komast i blöðin, en gamli maðurinn gefur í skyn að liann skuli taka úpp á sig skömmina, og þykjast hafa brent hælið; presturinn fagn- ar því og lofar að styrkja gamla manninn í staðinn til þess að setja upp sjómannahæli. Nú kemur það upp úr kafinu að sonur kon- unnar er veikttr. Hann segir henni frá þvi að hann sé eyð lagður maður. Hann kveðst hafa farið til læknis í Paris og hafi hann sagt sér, eftir alls konar spurningar, að þessi veiki sem að honum gangi væri erfð frá föður hans; af ólifn- aði. Sjálfur kveðst hann hafa vit- að að það var ósatt, en þá hafi lækmrinn sagt sér að hann hlyti þá að hafa lifað óreglulífi sjálfur. Það segist hann hafa vitað að var satt, og er hann nú utan við sig af örvæntingu. Konan segir hon- um þá sannleikann viðvíkjandi föð- ur hans, og verður honum mikiö um það. Loksins kemur svo að pilturinn er trúlofaður vinnukonu sem þar er; en það veldur móður hans mik- illar áhyggju, því hún veit að þessi stúlka er dóttir mannsins hennar og systir piltsins. Hafði maður hennar átt hana með vinukonu er þar var, en gamli maðurinn sem fyr er getið, hafði verið fenginn til þess að eiga hana, áður en hún ól barnið, til þess að leyna þessu, en hún var alin upp hjá þeim hjónum, föður sínum og konu hans. Þegar pilturinn veit þetta, verður hann utan við sig; kveður þessa stúlku aðeins megnuga þess að bjarga sér, en um það er nú ekki að tala. Leikurinn endar þannig að pi’.tur- inn er að deyja af eitri í faðmi móð ur sinnar. Þetta eru auðvitað aðeins helztu atriðin. Nafnið Aftur- göngur hefir leikurinn af því að þar er verið að sýna hvernig yfir- sjónú foreldranna koma fram í eðli barnanna og lífi — ganga þar aftur. Leikurinn hefir heilmikið efni og stórar kenningar, sumar fagrar en sumar ljótar. Óskírlífi er þar þannig lýst að fremur er hætt við að hafi ill áhrif en góð. Aftur á móti er erfikenningin þar sýnd svo átakanlega að tæplega gleym- ist þeim er á horfa og hlusta. Að því er þýðinguna snertir, þá er það að segja; að eg hefi satt að segja ekki Iesið frumritið, veit því ekki um þa, hversu nákvæm hún kann að vera, en hitt er vist að mál- ið er víðast ágætt, rammíslenzkt og ófalskt. Séra R. Pétursson hefir þýtt leikinn og er honum það stór- heiður að hafa eins gott vald á is- lenzku máli og þar kemur í ljós, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að hann er mentaður hér í landi. En fremur hefði eg viljað sjá hann þýða eitthvert fegurra rit en þetta, eitthvað þíðara, eitthvað hlýrra; því er alls ekki að neita að þessi leikur hefir stórmikið bók- mentalegt gildi. Aðalkenning hans er sú, að yfirsjónir vorar og glapp- arskot koma fram síðar í lífi barna vorra og ætti það að verða hvöt þeim, er hugsun hafa, í þá átt að vernda líf sitt og athafnir. Ekki er það sízt drykkjuskapur og óregla, sem vel er dregið fram í leiknum og tæplega getur nokkur faðir horft á unga manninn, án þess að hugsa sér að skapa ekki sömu framtíð bömum sínum. Að þessu leyti er leikurinn bindindis- prédikun. Þeir sem þátt tóku i leiknum, gerðu það fram yfir allar vonir. Að æfa eins umfangsmikinn leik í hjáverkum kostar mikla fyrirhöfn og vinnu. Bezt allra lék Árai Sig- urðsson, enda er hann óefað fær- asti leikari vor á meðal hér í bæ fÓlafur Eggertsson á hér ekki heima). Árni lék prestinn og verður ekki annað sagt en að hon- um færist það mjög vel úr hendi, eins vandasamt og það er. Elín Hall lék frúna miður; hún var að sönnu blátt áfram á ófeilin, en þær djúpu tilfinningar, sem skáldið auðsjáanlega hefir í huga, komu fram í ofgrófum stíl — of iniklum ofsa. Nema þegar hún lýsir heim- ilislífi sínu fyrir prestinum; það fórst henni vel. Vér álítum að Jó- dísi Sigurðsson.hefði tekist læzt að leysa þetta hlutverk af hendi, þeirra sem hér er völ á; því ekki mun hafa verið að tala um Mrs. Lambourne, sem fremst er allra leikkvenna hér í bæ meðal Landa. A. Jónasson lék gamla manninn mjög laglega; hann á að vera sýnd- ur sem erkihræsnari og varmenni og það tekst óaðfinnanlega. Stein- unn Hallson lék vel fyrri partinn af hlutverki sinu, stúlkuna, en síðari partinn miður; sýndi ekki nærri nógu miklar geðshræringar þegar vonbrigðin duttu á. Jabob Kristjánssyni tókst allvel með unga piltinn. Það er vand- leikið hlutverk og hefði að líkind- tim ekki öðrum farist betttr; eink- um seinast. Þótt þessi leikur sé stórkostleg- ur og kenningaríkur, þá er hætt við að hann nái ekki almennri hylli — verði énginn “Skuggasveinnn” að því leyti. Samsöngur. var haldin i Fyrstu lút kirkjunni 17. febr., undir umsjón söngflokks- ins. Var þar margbreytt skemti- skrá, eins og auglýst hafði verið og aðsókn mikil. Söngflokkurinn allur söng þrent, það var: Hirðingjamir eft’.r Schu- man, Jólavisur til íslands eftir Jón Friðfinnsson, sem prentaðar voru i Jólablaði Lögbergs og samsöngur sá er Þorsteinn Gislason orti við konungskomuna og Sveinbjörn Sveinbjörnsson samdi lag við. Er það mik'ð verk og fagurt, enda tókst flokknum vel með það, sem vænta mátti, því það er á allra vit- und aö hann er betur æfður og hefir meiri kröftum á að skipa, en aðrir íslenzkir kirkjuflokkar hér 1 bæ; liggja þar til margar ástæður. Um 10 ára gömul stúlka, Violet Johnson, dóttir Þorsteins fíolin- kennara lék á fiolin og þótti öllum unun á að hlýða. Hún hefir þeg- ar náð svo föstu valdi á taumum tónanna, þótt ung sé, að furðu gegnir. Fjórsöng sungu þau Mrs. Hall, Miss Hermann, Mr. Albert og Mr. Bardal, var það kvæðið “Er blá- stjarnan skin” og enskt vöggu- kvæði; friðsæl áhrif færðust yfir áheyrendurna við þann söng og gerði þá að betri mönnum. Paul Bardal W. A. Albert og Mrs. S. K. Hall sungu sinn einsönginn hvert á ensku. Bardal er tiltölu- lega ungur söngmaður, en hef’r bæði sterk hljóð og fögur og syng- ur prýðilega vel. Albert hefir þiða rödd og mjúka og beitir henni vel. Þá var sunginn áttþættur söng- •ur af þeim Thom. H. Johnson, W. A. Albert, H. Metusalemsson, B. Metusaelmsson, Þorkeli Clemens, Paul Bardal, H. Þórólfssyni og D. Jónassyni. Var það hermanna- söngur þar sem fléttað var saman sú staðfesta og það þrek sem her- rhenskan verður að hafa og sú við- kvæmni og tilf nningadýpt sem henni hlýtur að fylgja hins vegar. Mrs. S. K. Hall sðng kvæðið “Sof þú nú, barn mitt” og er lagið eftir S. K. Hall, sérlega þitt og fagurt, enda vel með farið, eins og nærri má geta, því enn þá hefir engin söngkona náð eins föstum tökum á hugum fólksins hér hjá oss og Mrs. Hall. Að síðustu skal tal’nn sá er mesta eftirtekt vakti á samkom- unni; var það Pétur Magnús frá Glenboro. Hann söng tvö kvæði, annað á íslenzku (Sunnu- dagur selstúlkunnar) og hitt á ensku (Even bravest heart mav swellj. Pétur er tígulegur maður með afbrigðum, talsvert yfir sex fet á hæð og þrekinn að þvi skapi, en jafnframt friður sýnum. Rödd- in er nálega óskiljanlegt samband af tröllslegum sterkleika og hrif- andi viðkvæmni. Æfiminning. Þann 20. jan. síðastliðinn and- aðist að heimili Gunnars Krist- jánssonar í íslendinga bygðinni fyr!r norðan bæinn Milton í Norð- ur Dakota, öldungurinn Gísli Benjamínsson, þvínær áttatiu og átta ára gama'l. Gisli heit. var fæddur 10. marz 1828 að Amórsstöðum á Jökuldal. Tuttugu og þriggja ára gamall kvæntist hann Guðbjörgu Daniels- dóttur frá Aðalbóli, sem nú lifir mann sinn. Bjuggu þau saman í hjónabandi i 65 ár. Varð þeim tólf bama auðið, en aðeins' einn sonur, Sigurbjörn, korost til full- orðins ára. Dó hann fyrir nokkr- um árum frá konu og mörgum böfnum. Gísli heit. fór til Ame- ríku 1876 frá Mel í Vopnafirði. Dvaldi hann fyrst þrjú ár í Nýja íslandi, svo þrjú ár í Winnipeg. Þaðan flutti hann til Norður Da- kota og tók heimilisréttar land sex mílur fyrir norðan þar sem nú er Mitlon bær. Þ.ar var hann til heim- ilis þar til fyrir 7 árum, er hann flutti ásamt konu sinni til Gunn- ars Kristjánssonar, sem er móður- bróðir ekkju Sigbjörns heit. son- ar Gisla. Fór þar eins vel um þau og frekast mátti verða, því Gunn- ar er drengur hinn bezti, sem ekki bregst þegar á reynir. Gisli heit. var skamma stund veikur áður en hann dó. Dugnaðar og atorku maður hafði Gísli heit. verið með afbrigðum. Fékk hann bezta orð af öllum, er hann þektu. Mótlætiskrossinn bar Iiann eins og hetja, þó margt yrði að reyna. Minning hans lifir i hlýjum reit í hugum margra. Hann var jarðsunginn frá kirkju Fjalla safnaðar 24. janúar. K. K. Ó. Ólöf Kernesteð Þann 24. janúar síðastliðinn lézt á Gamalmenna heimilinu “Betel” Ólöf Kernested, ekkja Eliasar heitins Kernesteds, sem lengi var búsettur i Víðines bygðinni í Nýja íslandi. Ólöf sáluga var fædd i mai árið 1830, á Kjalveg í Snæfellsnes- sýslu á íslandi. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Helgason og Dag- björt Sveinsdóttir. Hjá þeim ólst hún upp. Árið 1852 giftist hún Eliasi Kemested. Bjuggu þau fyrst á ýmsum stöðum i Snæfellsnessýslu, en fluttu síðan að Borg í Mikla- holts hreppi í Hnappadalssýslu og Business and Proíessional Cards Dr. R. L. HUR5T, VTember of Royal Coll. of Surgreonz, Eng., ötskrlfaSur af Royal Collexe of Physlclana. London. Sérfræ6lnxur i orjöst- taugra- og kven-sjöitdðmum —Skrifst SOB Kennedy Bldg., Portage Vve. (& n-iöti Katon s). Tals. 11. >14 4eimUi M 26»6. Tlmi til vl6UUs <1. 2—6 o? 7—g e.h. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir LigfræOÍDear, Skrifstofai— Room 811 McArthur Buildinsj, Portage Avenue Áritun: P. O. Box 1050. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg Dr. B. J BRANDSON Office: Cor. ^herbrooke & William TKI.KPHONK GARRY ílílO Opvick-Tímar: 2—3 Heimili: 776 V’Ctor St. Tklkriionk garry asil Winnipeií, Man, —:—: 2= Joseph T, Thorson íslenzkur lögfræðingur Árltnn: WMPBELL, PITBJÍI! & COMPWT Farmer Building. • Winnipeg Man. Phone Maln 7640 Dr. O. BJ0RN80N Office: Cor. Sherbrooke & V\ illiam rKLKFHONKl GARRY 1 Office tímar: 2—3 HEIMIUl 764 Victor Street Tkkkpmo.nki garry rna Winnipeg, Man. Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Korni Toronto og Notre Dame Garry°'2988 Helmili. y Qarry 899 ■~J ' J. J. BILDFELL FASTEICNA8ALI Room 520 Union Banx . TEL. 2685 f Selur hús og lóðir og annast alt þar aOlútandi. Peoingalán J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Porta^e Ave. og Donald Street Suite 313. lais. main 53112. J. J. Swanson & Co. Verzla með faateignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lftn og eldsábyrgðir o. fl. 504 TI»e Kensinííton.Port.&Smith Phone Main 2597 Dr- J. Stefánsson 401 BOYIt RI.IKl. Cor. Portaire anil Kilmonton Stundar eingOngu augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma. — Er a8 nltta frð kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. — Talsíml: Maln 4742. Heimill: 103 OUvla St. Talsiml: | Gurry 2315. I A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. setnr líkkistur og annast om úwarir. Allur útbún- aður sá bezti. Enufrem- ur selur bann allskonar minnisvarða og legsteina fs s He mili Qarry 2151 •• OtTice „ 300 og 378 Mrs. E. Coates-Coleman, Sérfraeðingur Eyöir hári á andliti, vörtum og fæðingarblettum. styrkir veikar taugar meö rafmagni o s. frv. N uddar andlit og hársvörð. Biðjið um bækling Phone M. 996. 224 Smith St. Tals. G. 2292 McFarlane & Cairns æfðustu skraddarar í Winnipeg 335 flotre Oams Avs. * dyr fyrir v.stan Winnip*s leikhií. Thorsteins^on Bros. & Company Syggja hús, selja lóðir, útvega lán og eldsábyrgð FV»n: M. 2R92. SIS Boinerwt Bld*. Hetmaf.: O. 7SS. Wlnlprc, Mnn. bjuggu þar í tíu ár. Árið 1881 fluttu þau til Ameríku Voru fyrst tvö ár i Ontario fylk- inu, en fluttu þaðan til Manitoba og settust að í Víðines bygðinni og voru þar i 14 ár (1893—1907) eða þangað til að Elías he.'tinn dó. Eftir það var Ólöf sál. hjá uppeld- is dóttur sinni Dagbjörtu Vopn- fjörð, nema þann tíma sem hún dvaldi í “Betel”, sem voru tæpir ' níu mánuðir. Þau hjón eignuðust engin böm, en ólu upp fjölda af börnum. Þau eru þessi: Sveinn Sveinsson i Winnipeg, Ólöf Davíðsdóttir Peny í Winnipeg, ekkja George Penys, Páll Sæmundsson á íslandi, Guð- rún Daviðsdóttir, vestur við haf. Dagbjört Vopnfjörð i Winnipeg, Margrét Breiðfjörð, kona Ágústs Breiðfjörðs i Shoal Ijake; Elias Jóhannsson á Gimli, Ólöf Péturs- dóttir, gift kona á íslandi. Það var fernt sem helzt ein- kendi Ólöfu sálugu, og það var: guðhræðsla, góðgjörðarsemi, gest- risni og glaðlyndi, og er þetta mik- ið hrós, því með sanni má segja að þetta séu lang helztu dygðirnar sem prýða mannlegt líf á jörðinni. Óvanalega mikið átti hún af þvi sem seinast var nefnt, og er það góð guðs gjöf að eiga mikið af glaðlyndi. Þeir eru of margir sem hryggja oss, en of fáir sem gleðja oss. Sannarlega er það ánægjulegt að geta bent á einhverjar persónur, sem alla sína daga hafa glatt þá, sem þær hafa umgengist. Glað- lyndi hinnar látnu var ekki að neinu leyti sprottið af léttúð eða einfeldni, heldur var það komið af sannri trúar reynslu og kristnum kærleika. Hún var jarðsungin af séra Carl J. Olson á föstudaginn 28. janúar. Þetta er þriðja gamalmennið á “Betel”, sem hefir verið kallað heim, síðan þessi góða liknarstöð var stofnuð. Guð blessi minningu hennar. Hún skilur eftir í hjörtum allra sem þektu hana hlýjar tilfinningar og unaðsrikar endurminningar. Vinur. V«r l+sxJum aérsUku éheralu « al selja meööl eftir forskrtftum lækna. Hln beztu meiöl, eem hægt er »8 fft, •ru notuS eingöngu. Pegar þ«r kom- 16 me6 forskrlftina UI vor, meglC Hv vera vtss um a8 fft rétt þa8 sem lœknlrina tekur tfti. COLCLECGH * CO. Notre Dame Ave. og Sherörooke M, Phone Oarry ISsO og tftoi. Olftingaieyflsbréf seid. BEZTA VITTIÐ Tveir hlutir geta Iilið al- veg eins út hið ytra, þó að mikill sé munur á þeim, Takið t. d. tvenn meðul. Bæði ciga að lækna hægcí- aleysi, og bæði máske gera það, annað vinnur vinnur seint og hægt og veldur þrautum og skaða þar sem hitt vinnur tafar- laust með engum verkjum né óþægindum. Annað veiklar líkamann, hitt aft- ur á móti styrkir, þetta er munurinn á öðrum meðöl- um og Triners American Elixir of Bitter Wine, þetta meðal hreinsar ekki ein- ungis líkamann eðlilega og vel, heldur styrkir hann jafnframt og linar alskon- ar maga- og innýfla-þraut- ir, taugaveiklan og upp- dráttarsýki. Verð $1.30. Fæst í lyfjabúðum. Jos. T r in e r 8 Manufacturer, 1333-1339 S. Ashland Ave Chicago, Það er þýðingarlaust að líða þegar Triners Lini- ment linar tafarlaust ailar þrautir. Reynið það við gigt, taugaþrautum, hólgu stirðleika sem orsakast af kulda eða kvefi. Verð 70 cts. Póstgjald borgað. Me&öl þau sem aö ofan eru auglýst —Joseph Trieners Remedies—fást hjá The Gordon Mitchell Drug Co., Winnipeg.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.