Lögberg


Lögberg - 22.06.1916, Qupperneq 1

Lögberg - 22.06.1916, Qupperneq 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari Iþeirri ðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. _ C. HJALMARSON, Eigandi, 1156-8 Ingersoll 8t. - Tals. G. 4140 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 22. JÚNÍ 1916 NÚMER 25 STRIÐ MILU MEXICO OG BANDA- RÍKJANNA SVO AÐ SEGJA HAFIÐ Eins og um hefir veriS getiö, haföi Villa ræningjaforingi frá Mexico ráöist á smábæ á landamær- Uppreist og hungur í Austurríki. Chreighton herforingi látinn. um Mexico og Bandaríkjanna og valdiö þar nokkru eignatjóni og mannskaöa. Bandaríkin sendu her- liö þangaö suöur til þess aö leita hans, en þaö hefir orðiö árangurs- laust. Nú kemur sá hlykkur á sög- una aö Carranza forseti Mexico krafðist þess aö Bandaríkin kölluöu heim liö sitt frá Mexico og landa- mærunum og kvaö landi sínu sýnd óviröing meö því að hafa þar her. Bandaríkin svöruöu að herinn væri þar aöeins til þess aö verjast ef árásir kæmu fyrir aftur, en alls ekki í neinum stríös tilgangi aö öðru leyti. Carranza lét sér ekki segj- ast og sendi síðustu skeyti til Wil- sons og lýsti því yfir aö ef Banda- rikjaherinn ekki yrði kallaður til baka, segði Mexico Bandaríkjun- um strið á hendur, og gaf hann þaö i skyn með miklum drýgindum aö Japanar mundu veröa i bandalagi viö þá ef tii kæmi. Lansing utan- ríkisritari skrifaði Carranza aftur og kvað það stefnu og ákvöröun Bandaríkjanna, sem ekki yröi vik- ið frá, aö herinn yröi hafður þarna til þess aö vera við þvi búinn að taka á móti ef óspektir komi upp. Er búist við að Carranza láti sér ekki segjast og telja menn það jafnvel liklegt að stríð verði komið upp milli landanna i dag eöa á morgun. Stríðsfréttir 'Þýzka skipiö “Herzmann’’ var sprengt í loft upp af IJússum ná- lægt ströndum Svíþjóðar. Varð þar orusta milli allmargra rúss- neskra og þýzkra skipa xi. júní, en fréttir af þeim slag eru svo ógreini- legar aö enginn sannleikur veröur um hann sagður aö svo stöddu. Sum skeytin segja aö milli 30 og 40 skip hafi tekið þátt í þeim bardaga alls, en aftur segja aörir aö einung- is fáein smáskip hafi verið þar um aö ræða. Ein fréttin fullyrðir að 12 þýzkum skipum hafi veriö sökt í þessari orustu. Hver fundurinn á fætur öðrum hefir veriö haldinn nýlega í Aþenu- borg og viðar á Grikklandi, þar sem afarharðorðar yfirlýsingar hafa verið samþyktar í garö bandamanna Er þaö talin óhæfa aö flutningar séu bannaðir að hlutlausu landi, eins og Grikkland telur sig, og var fullu trausti lýst á konunginn og Soulkhomis forseta. Samþyktirnar fordæmdu framkomu bandamanna gegn hlutlausum þjóöum alment og sérstaklega gegn forseta Banda- ríkjanna. Aö undanförnu hefir mikiö geng- ið á í Vínarborg, höfuðbæ Austur- ríkis. Vistaskortur er þar orðinn svo tilfinnanlegur að fólkið hefir gert uppreist. Hafa ófarir hersins fyrir Rússum bætt á óhug alþýð- unnar og helt olíu í eldinn. Mörg bréf hafa náðst sem þaðan eru rituð og lýsa þau voðalegu ásig- komulagi. Stjórnin átti fult í fangi með aö stöðva uppreistina með að- stoð hersins, en þó varö ekki mikið manntjón. Þjóðverjar tapa 780,000 manns. Svo er fullyrt aö Þjóðverjar hafi mist 780,000 manns aðeins í orust- unni viö Verdun. Er það á liðug- um mánaðartíma. Þrjátíu og niu herdeildir þeirra er sagt að séu ým- ist gjöreyddar eða sundraðar. Bandamanna fundnr. Fulltrúar bandamanna héldu fund með sér í París á Frakklandi fyrra miðvikudag. Var þar aðal- lega talað um enn þá betri og nán- ari samvinnu milli allra banda- manna en verið heföi, ekki einungis í hernaðarmálum og stríðsfram- kvæmdum, heldúr einnig í verzlun og viðskiftum. Briand forsætis- ráðberra Frakklands kvað það lífs- spursmál fyrir allar bandaþjóðirn- ar að standa saman sem ein þjóð væri í öllum skilningi. Gnnnar Björnsson landi vor í Minnesota, hefir aft- ur verið útnefndur fyrir þing- mannsefni Republika. Vínbann í Duluth. Atkvæði voru nýlega greidd um vínsölubann í EXduth, Minnesota og var það samþykt með miklum meiri hluta atkvæða. Bakkus er að verða landrækur alstaðar. Fallinn á vígvelli. Skeyti kom á þriðjudagskv. með þeim fréttum aðV.Preece hermaður í 43. deild, Cameron Highlanders, hafi fallið, Hann er íslenzkur í aðra ætt. Lög- berg vottar foreldrum hans og vandamönnum innilega hlut- tekning. Jóhann Magnússon. Einar Magnússon. Síðastliðinn sunnudag fengu þau hjónin Mr. og Mrs. M. E. Magn- ússon að 688 Home St., skeyti um það að sonur þeirra Jóhann Magn- ússon væri særður á hermanna- spítala í Bristol. — Jóhann tilheyrði 43. herdeildinni, Cameron High- landers, sem staðið hefir fremst á vígvelli síðastliðnar vikur og orðið fyrir voðalegu manntjóni, eins og menn hafa séð í blöðunum. Hann fór héðan síðastliðið haust í október mán., og var á Englandi þangað til i febrúar að hann var sendur yfir til Frakklands og hefir verið í skot- grötum siðan. Skeytið lofaði ná- kvæmari fréttum síðar. Einar bróðir Jóhanns’ fór héðan í maí eða júní ári síðar og hefir ýmist verið á Frakklandi eða Eng- Iandi siðan. Nú er hann nýkominn til Frakklands og er að öllum lik- indum í skotgröfunum. Sú frétt kom hingað á mánudag- inn að Frank Alfro Chreighton aðalhershöfðingi fyrstu canadisku deildarinnar hafi látist af sárum í hospitali á Frakklandi á laugardag- inn. Winnipegmenn falla. Vikuna sem leið féllu fleiri í stríðinu en nokkra viku áður. Falln- ir, særðir og týndir héðan þá einu viku voru 149. Þar af voru 35 dánir í orustunni, 8 dánir af sár- um, 18 týndir, 84 særðir og 4 hálf- meðvitundarlausir af áhrifum sprengikúlna, en ósærður. Moltke hershöfðingi dáinn. Á saknaðarsamkomu sem haldin var í Berlín á sunnudaginn til minningar um Von Goltz hershöfð- ingja, fékk Moltke hershöfðingi hjartaslag og dó af. Hann var bróðursonur Moltke greifa sem vann sigurinn í stríðinu við Frakka 1870. Grikkir þráir. Skéyti voru send frá Aþenuborg á Grikklandi til Lundúnaborgar á mánudaginn og því lýst yfir að sú verzlunar- og f jármálahindrun sem bandamenn legðu á Grikkland væri ranglát og yrði tekin sem óvináttu- merki, en Grikkland léti samt ekki kúgast. Kelly-málið. Þegar mál Kellys kom fyrir á piánudagsmorguninn, mætti hann lögmannslaust; krafðist hann þess að fá sex vikna framlengingu á máli sínu og lausn gegn veði, en ,því var hvorutveggja neitað og haldið áfram með málið. Kelly hélt því fram að stjómin og lög- menn hennar legðu sig í einelti og sér væri hér ekki hægt að ná rétti sínum; kvaðst hann því sjá varnir árangurslausar og láta fara eins og verkast vildi. Hann sagði að stjórn- in hefði brotist inn í hús sitt, sprengt upp peningaskáp sinn og Btolið skjölum sem áríðandi væri fyrir sig til máls undirbúnings. Dómarinn lét sem hann heyrði ekki ræðu Kellys og hélt áfram mál- inu. Lögmannaþing. Lögmenn frá ýmsum pörtum Canada hafa setið á ársþingi sinu í Toronto að undanförnu. Sir James Aikins hefir látið þar mikið til sín taka. Hann flutti ræöu eöa fyrirlestur um nauðsyn þess að sömu lög í ýmsum málum væru leidd í gildi í öllum fylkjum, en ekki væri hvert fylkið að bauka út af fyrir sig í sínu horni með mis- munandi löggjöf. Þessi tillaga fékk góðar undirtektir, enda er hún þess virði. Sir James Aikins var kosinn formaður lögmanna félagsins. S. H. Reynolds látinn Einn af merkari borgunur þessa bæjar varð bráðkvadduf i Chicago 15. þ.m. Hann hét S. H. Reyolds og var einn af þeim er umsjón höfðu yfir vatnsveitingaverkinu hér. Hann hafði verið á stórum fundi í New York til þess að afla sér frekari upplýsinga í sambandi við starf sitt og kom við í Chicago að finna frænda sinn þar á Ieiðinni heim til Winnipeg. Hann var staddur í lyftibrautarvagni og ætl- aði af stað norður um kveldið; hafði keypt farseðil og var altilbú- inn þegar hann fékk hjartaslag og varð svo að segja bráðkvaddur. Reyuolds var 57 ára að aldri og lætur eftir sig ekkju. Hann hafði verið í stjórnarþjónustu svo að segja alla æfi. Lloyd George í stað Kitcheners. Svo er sagt að Lloyd George muni eiga að verða eftirmaður Kitcheners jarls, sem hermálaritari. Blöðin segja að minsta kosti að honum hafi verið boðin staðan og telja það víst að hann taki henni. Sameining kirkjudeilda. Fjölment þing stóð yfir í Winni- peg nýlega, sem endaði á fimtudag- inn var. Það var kirkjuþing öld- ungakirkjunnar (presbytera). Voru þar mættir 500 manns. Að- almálið sem fyrir þessu þingi lá, var sameining þessa trúarflokks við Skipulags ("MeþódistaJ kirkjuna og Safnaða ("Congregation) kirkjuna. Nefndir voru settar í málið og hver tillagan og breytingartillagan kom fram á fætur annari og var svo mik- ill hiti í umræðum að við spreng- ingu lá. Loksins var gengið til fullnaðar- úrslita atkvæða fyrra miðvikudags- kveld og var þá sameiningin sam- þykt með 406 atkvæðum gegn 88. Að afstaðinni atkvæðagreiðslu risu þeir upp sem á móti voru, und- ir forustu Dr. Roberts Campbells, mótmæltu réttmæti samþyktarinnar, töldu sig eina vera hina réttu öld- ungakirkju í Car ida, en hina sem sameining vildu kváöu þeir hafa gengið úr kirkjunni og ekki vera meðlimi hennar lengur. Væru þvi allar gerðir meiri hlutans á þinginu ógildar og marklaúsar. Sést það á þessu að víöar getur hitnað á kirkjuþingum en meðal Islendinga. Skipulagskirkjan var einmitt að halda þing sitt i Portage la Prairie um sama leyti; hafði hún áður sam- þykt sameiningar tillögu og voru því þessi úrslit gleðifréttir þegar þær komu þangað. Minni hlutinn hefir ákveðið að láta lögin skera úr hvort þeim beri ekki eignir kirkj- unnar. Nýr forseti í Kína. Um það var getið síðast að for- set i Kínaveldis væri látinn. Kom sá kvittur upp síöar að hann muni hafa fyrirfarið sér, og fám dögum ?íðar framdi sonur hans einnig sjálfsmorð. Sá heitir Li Yuan Hung sem var varaforseti og hefir hann tekið við stjórn. Hann er 52 ára að aldri og er mikilhæfur maður, friðsamur, en harður í horn að taka ef á þarf að halda. Fyrsti forsætisráðherra Irlands. Það þykir nú svo að segja áreið- anlegt að írar fái heimastjórn. Og eins og fyr var getið um í Lögbergi er talið víst að þeir verði þingmenn sem nú sitja í brezka þinginu frá írlands hálfu, en John Redmond rnuni verða fyrsti forsætisráðherra. Liðsafnaður til umrœðu. Sameiginlegur fundur var hald- inn í Ottawa 15. þ. m. með fulltrú- um Sambandsstjómarinnar og On- tariostjórnarinnar. Var umræðu- efnið að koma á jafnari og sann- gjamari liðsöfnunar aðferðum. Fundurinn var haldinn í skrifstofu Bordens forsætisráðherra Canada og vom þar mættir: Robert Borden, A. E. Kemp forseti nefndar þeirr- ar sem fyrir hervörukaupum stendur, T. A. Acland aðstoðarráð- herra atvinnumála, C. C. James umboðsmaður akuryrkjumála, Mar- tin Burrell ráðherra búnaðarmála og Hodgins aðstoðar hermálastjóri. A. H. Abbott skrifari nefndar þeirrar sem fyrir hermálum stendur í Ontario o. fl. Fundarmenn lýstu þeim vandræðum sem af því stöf- uðu í iðnaði og búnaði hversu ó- jafnt hefði verið safnað liði; sum- staðar væri orðin svo mikil mann- fæð að ekki yrðu unnin nauðsynleg störf. Benti Abbott á að ýmislegt væri það sem vinna þyrfti heima fyrir sem óbeinlínis styddi að sigri i srtíðinu, en hlyti að fara í handa- skolum ef þessu færi fram. Var ákveðið að reyna að finna upp ráð til þess að liðsafnaður yrði fram- kvæmdur með meiri sanngirni og jöfnuði hér eftir en hingaö til. RUSSAR HERTAKA CZERNOWITZ HÖFUÐBORGINA I BUKOVINA ------------------ Kosningarnar í Nýja Scotlandi Liberalar vinna stórsig- ur. Leiðtogi Con- servatíva fellur. Kosningar fóru fram í Nýja Skotlandi 20. þ. m. Murray- stjórnin, sem þar hefir setið við völd í 20 ár var enn kosin, og það með meiri yfirburðum en áður. Liberalar unnu 31 sæti, en Con- servativar aðeins 12. C. E. Tanner leiötogi Conserva- tiva féll við kosningarnar. Þétta þykir órækur vottur þess hversu föstum og djúpum rótum Liberalflokkurinn er að ná hér i Canada og hvers vænta megi við næstu sambandskosningar. Allar .fylkiskosningar í Canada upp á síð- kastið hafa sýnt stórkostlegan sigur fyrir Liberala. og svo mikinn ósig- ur fyrir hina'að jafnvel leiðtogar Conservativa flokksins hafa fallið. Sérstáklega þóttu þessar kosningar mikilsverðar og á þeim byggjandi, nar sem Nýja Skotland er heim- kynni Bordens forsætisráðherra í Canada. Þetta eru fyrstu kosning- ar þar síðan hann komst til valda og þykir þetta órækur spádómur )ess að þjóðin sé yfir höfuð orðin óreytt á stjóm hans og vilji ekki hafa hann lengur. Hinir sáiarlamu. Bftir scra Magnús J. Skaptason. “-----Eg hefi nokkrum sinnum reynt að taka nákvæmlega eftir reiðum mönnum; horft í augu þeiira, tekið eftir krampadráttum í vöðvum þeirra, hlutsað á hrópyrði þau, sem brjótast fram af vörum þeirra, sundurslitin, grimm og heiftug. Augun verða rauð öll og blóðhlaupin, og það er sem skíni úr þeim einhver ægilegur heiftar- eldur, sjónin sjálf daprast. Vitið hverfur eða er sett á hinn óæðra bekk. Það er ekkert nema hefnd og grimd sem skín úr auganu því; það er sem hver einasti vöðvi hafi óviðráðanlegar sinateygjur; andlits- drættimir afskræmast allir og fár er þá maðurinn fríður sýnum. Maðurinn er þá æfinlega dýr þegar hann er í þessum ham. Þetta er þegar reiðin er á hæsta stigi. En meðan á þessu stendur eru menn vitstola. Dýrið brýtur af sér fjötr- ana, sem vitið, mannúð og menning hefir lagt á það.---------Og það er fyrir mínum sjónum svo ljóst að mannssálin í þeim er aö eyðast, en dýrssálin er að þros'kast. Og hún magnast svo mjög að það verða að- eins eftir jxikufullar endurminn- ingar frá því að þessi persóna var einu sinni sannur maöur, en nú er hann hættur að geta hnýtt eina hug- myndina við aðra eða felt saman afleiðing og orsök. Eins er um suma gamla menn og konur á háum aldri. Allur þeirra skilningur, skynsemi, þekking og vit sljófgast svo og dofnar að þeir verða að sönnum hérvillingum. Dómgreind þeirra hverfur, minnið tapast, þeir veröa að sönnum vand- ræðamönnum og geta ekki bjargað sjálfum sér. Þeir þekkja ekki menn sem eru þeim nákunnugir og höfðu verið um 30—40 ár. Vér sjáum líkamann, en hvar er sálin? Plún virðist vera horfin frá þeim með öllu —---------” ”-----Það eitt sem menn geta vitað er að hún er horfin. Vér getum hvergi fund- ið hana eða nein merki hennar.” (Úr “Fróða” 1914). BITAR ( 1 Ivögbergi var enginn heilbrigð- isbálkur siðast og það er eins og Heimsk. hafi grunað það og viljað bæta úr því; hún flytur nú í fyrsta skifti heilbrigðisbálk og byrjar á þvi að lýsa blóðrásinni og efna- breytingtinni. — Hvað ætli hún taki eftir Lögbergi næst? Heimsk. spyr ritstjóra Ivögbergs að því næstsíðast, hvort honum sýnist ekki rétt að hún éti ofan í ,sig alt það iHa sem hún hefir sagt um Lögberg að undanförnu og lýsi því yfir að það hafi verið breiðaból beztu manna og málefna. — Vér höfum ekkert á móti því Heimskringlu presturinn er fjöl- orður um það hversu mikið þeir sem hingað hafa flutt eigi Canada að þalcka. En hann gleymir að minnast á það hvað Canada eigi innflutta fólkinu að þakka. Hvað væri Canada án þess? Sigurður Júlíus er skapaður úr canadisku hveiti og höfrum, segir Heimsk. og hann er lygari, heimsk- ingi og flón, einskisverður og fyrir- litlegur, segir hún líka. — Það er heilnæmt canadiska hveitið eða hitt þó heldur, eftir þessu aö dæma. Líkamsefnin breytast á hverjum sjö árum, segir Heimsk. En hvað er með sálina, þar sem um hana er að ræða? — Hvað segir presturinn um það? “En það ætti enginn nýtur maður að halda því fram að vér ættum sem fyrst að kasta öllum endur- minningum um gamla landið, hina gömlu MÓÐUR vora í úthafinu. Það væri sama sem að sparka í hana og sýna henni fyrirlitningu. Hún bar oss og fæddi við brjóst sín.” Magnús Skaptason. ‘Fróði’ 1912. Hvernig stendur á því að ísland var MÓÐIR okkar 1912, en ekki 1916? “Og sögurnar, eigum vér ásamt fræðum á íslandi og eg vil fullyrða ,að mikið af því sem vér lesum hér, er rusl eitt á móti því sem vér meira og minna vorum kunnugir í æsku.” Magnús Skaptason. ‘Fróði’ 19x2. — Hvernig kemur þetta heim við Heimsk. nú? “Eg endurtek þaö: “enginn verð- ur meiri fyrir það þótt hann sparki í MÓÐUR sína”. Magnús' Skapta- son. ‘Fróði’ 1912. — ísland var móðir Magnúsar 1912, en nú eru landráð að kalla hana það. — Þetta minnir mann á skrítluna hans Mark Twains þegar lambiö varð svo upp með sér að þaö hélt að pabbi sinn hlvti að hafa verið stór boli. “Og heiður ætti það að þykja hverjum manni, þó að hátt komist seinna, að geta sagt að hann sé af íslenzku bergi brotinn.” Magnús' J. Skaptason. ‘Fróði’ 1912. — Nú á hver sá heiður skilið sem neitar því að hann sé íslendingur. “Vér getum bent á hina yngri kynslóð í hundraðatali, hafa þeir sér hér heiður getið með framkomu sinni sem bændur, iðnaðarmenn, læknar, lögfræðingar, vísindamenn, og þó hefir varla nokkur þeirra kastaö móðurmálinu eða endur- minningunum. Þeir kunna náttúr- lega allir enskuna, en þeim verður enginn óþarfa böggull að ís- lenzkunni.” Magnús J. Skaptason. ‘Fróði’ 1912. — Svona leit hann á það eftir 40' ára veru hér. Og þetta er sami Magnúsinn sem skrif- ar i Heirnsk. síðast. “En vér ættum að reyna að halda í sem flest af því bezta sem vér eigum og skifta því ekki fyrir eitt- hvað sem er verra og óheillavæn- legra, og GEYMIÐ MÁLIÐ sem lengst, því annars verður alt liitt ónýtt.” Magnús J. Skaptason. ‘Fróði’ 1912. — Komið annað hljóð í strokkinn núna. Það gæti verið skemtilegt ef séra Magnús J. Skaptason safnaði sög- um og vitnisburðum um Sigurð Júlíus Jóhannesson viðvíkjandi þekkingu hans og störfum í lækn- ingum þar sem hann stundáði þær i sjö ár, og S'ig. Júl. Jóhannesson safnaði svo vitnisburðum um þekk- ingu og prúðmensku s'éra Magnús- ar i prestverkum og guðfræði, þar sem hann prédikaði lengst. Lesið vel lýsingu séra Magnúsar Skaptasonar á gamla manninum sem hefir tapað vitinu og sálinni, berið hana saman við ritstjórnar- greinina í síðustu Heimsk. og svar- ið til Hjálmars Gislasonar og vitið hvort þið þekkið ekki myndina. Dysert lögmaður sagði að Kelly hefði tapað 25 pundum af holdum. — Það er ekki litill skaði, eins dýrt og kjötið er núna. Enn þá halda Rússar áfram sig- urvinningum sínum gegn Austurrík- ismönnum. Þeir liafa nú tekið höf- uðborgina í Bukovina, sem Czerno- vitz nefnist. Var það allstór borg og merkileg. Svo hafði skothriðin verið liörð og vægðarlaus um nokkra daga áður, að í borginni stóð tæplega steinn yfir steini þeg- ar hún féll í hendur Rússum. Aust- urrikismenn flýðu loks og voru all- margir teknir til fanga; auk þess tóku Rússar margar byssur og tals- verðar vistir. Eftir að borg þes'si var tekin hélt lið Rússa áfram og komst yfir Sereth ána suðaustur af Czemo- witz. Hafa þeir tekið á sitt vald þrjár borgir í viðbót. Þær heita Zedova, Stroginets og Gliboka. Austurríkismenn hafa margir flúið til Carpatafjallanna, en Rúss- ar veita þeim eftirför; hafa þeir nú klofið lið Austurríkismanna i tvent og eru hinir síöarnefndu því jlla staddir. Sagt er að Þjóðverjar hafi tekið talsvert af liði sínu frá vest- urjaðri herstöðvanna og sent Aust- urríkismönnum til liðs gegn Rúss- um. Einar Hjörleifsson er ekki ti! lengur og samt er hann ekki dáinn. — Hver vill nú efast lengur um dularfull fyrirbrigði ? Sagt er að séra Þórhallur biskup á íslandi hafi klipt aftan af nafni sínu og kalli sig nú Bjarnar. — Það er óþokkalegur bjarnargreiði íslenzkri tungu og þjóðrækni. f útlegð er okkur að dreyma um íslenzka þjóðrækni og tungu, en falsnöfnum flagga }>eir heima sem fegurst um viðhaldið sungu. Hjúkrunarkonur senda mótmæli. Á þingi hjúkrunarkvenna sem haldið var á Royal Alexandra hótel- inu hér í bænum í vikunni sem leið, voru samþykt sterkorð mótmæli og vanþóknunaryfirlýsing til hermála- stjórnarinnar í Canada fyrir það að ólærðar og hálflærðar hjúkrunar- konur hefðu verið sendar i stríðið og ekkert tillit tekiö til þess hvort þær væru hæfar eða óhæfar. Var frá því sagt að í byrjun striðsins hefði hjúkrunarkvenna félagið í Canada boðið hermálastjórninni að sjá henni fyrir eins mörgum lærð- um og æfðum hjúkrunarkonum og á þyrfti að halda og ábyrgjast að þær væru verki sinu vaxnar; hefðu í þessu skyni verið fengin nöfn 260 lærðra hjúkrunarkvenna, sem fram hefðu boðið sig. En þessu kváðu þær hermálastjórnina ekki hafa sint, heldur tekið óhæfar konur og lítt lærðar. Taldi þingið þetta víta- vert í tvennum skilningi; í fyrsta lagi væri með því sú skylda vanrækt að veita særðum mönnum beztu hjúkrun sem vera mætti þegar þeir hefðu lagt líf sitt og heilsu í hættu fyrir þjóðina, og í öðru lagi væri með því kastað skugga á hjúkrun- arkvenna stéttina í Canada í heild sinni, þar sem þær verða alment dæmdar eftir frammistöðu og lær- dómi þeirra sem í stríðið fara. Forsætiskona þingsins húsfrú Bryce Brown frá Westminster lýsti þvi yfir að yfirlækni hersins frá Canada hefði verið skrifað þessu viðvíkjandi, en hann hefði engu svarað. Þegar svo hefði komið í ljós að ólærðar konur voru sendar hefði Robert Bordén sjálf- um verið skrifað, en það hefði far- ið á sömu leið. Annað mikilsvert mál sem hjúkr- unarkonumar höfðu með höndum var það að strangara eftirlit þyrfti með því að ólærðar eða litt æfðar stúlkur tækjust ekki á hendtir ábyrgðarmikil hjúkrunarstörf. — Kváðu þær það skyldu bæði sam- bands- og fylkisstjómanna að veita því máli athygli.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.