Lögberg


Lögberg - 22.06.1916, Qupperneq 4

Lögberg - 22.06.1916, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JUNI 1916 Gefið út hvem Fimtudag af The C«l- umbia Preis, Ltd.,fCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 LSIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manager LltanAskrift til blaðsins: THE OOLUMBIA PRESt, Ltd., Box 3172. Winnipog. Utsnáokrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winniptg, l|an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um ári8. Ábyrgð kvenna. Framhald frá 30. marz. Á það var bent að konur þyrftu að vera glað- vakandi þann stutta tíma sem eftir er þangað til þær eiga að neyta hins nýja réttar síns með at- kvæðum. Mótbárur þær sem fram komu gegn atkvæðum kvenna voru margar, en ein hinna háværustu var sú að þær mundu vanrækja heimilis- og móður- skylduna. pær mundu kasta sér stjómlaust eða stjóm- lítið út í hringiðu pólitískra æsinga og láta alt vaða á súðum heima fyrir. Stórorðar ræður og svartir spádómar hafa komið fram í öllum löndum um ásigkomulagið í heiminum, þegar konur hefðu fengið atkvæðisrétt og kjörgengi. pessir hrakspámenn hafa lokað eyrum og aug- um fyrir því sem verið hefir að gerast, þar sem konur hafa þegar fengið jafnrétti. par sem rétt- lætið hefir orðið þannig ofan á hefir öllu farið svo vel fram að aðdáunarvert er. Áhrif kvenna á op- inber mál þar sem þeirra hefir þegar gætt eru slík að ekki þarf að horfa með neinn kvíða fram á veginn. En hitt er satt eigi að síður að konur þurfa margs að gæta. J?að er ekki nóg að þær haldi sér frá því að gera pólitísk glappaskot þegar til kemur. pær þurfa að búa sig þannig undir að hluttaka þeirra í opinberum málum verði bæði mikil og blessunarrík. pær þurfa að láta þá drauma rætast sem þær sjálfar og styrktarmenn þeirra hefir dreymt. pær þurfa að skilja þann sannleika að þegar einhver kynslóð eða partur hennar hefir sætt ævarandi undirokun frá alda öðli, þá er hún auðvitað ekki eins æfð í því í fyrstu að beita vopni frjálsræðisins nema því aðeins að hún búi sig undir það; læri það sérstaklega. Á því er enginn efi að við næstu kosningar koma fram konur í þúsundatali og leggja hönd á pólitíska plóginn; sumar aðeins með atkvæði, aðrar bæði með því og áhrifamikilli vinnu, bæði innan heimila sinna og utan þeirra. pess má jafnvel vænta að einhverjar konur sjáist sitja á þingi eftir næstu kosningar og altaf eftir það framvegis. Að berjast og sigra er hugsjón og þrá alls og allra, þegar um það er að ræða að ná í eitthvað sem eftirsóknarvert þykir. En hversu mikið sem í það er varið að það sé gott sem fyrir er barist og hversu þakklætisvert sem það er að vinna sigur, þá er það þó ávalt og verður enn meira vert að fara vel og hyggilega að ráði sínu eftir sigurvinning- araar; láta sigurinn verða sér að sem fylstum notum; láta allar hrakspár sér til skammar verða; sýna það að ekki var stríðið einungis um það að vinna með kappi og koma því á kné sem á móti var barist, heldur hitt að á bak við stríðið hafi verið fagrar og göfugar hugsanir og hugsjónir sem í framkvæmd sé komið að fengnum sigri. Aðalköllun konunnar hér eftir sem hingað til verður hin sama. Eðli hennar breytist ekki við það að hún fær atkvæðisrétt og kjörgengi. Hún heldur áfram að verða eiginkona og móðir; hún heldur áfram að elska heimili og böm; hún heldur áfram að verða fyrsti kennari þjóðarinnar; hún heldur áfram að leggja grundvöllinn undir fram- tíð manna og kvenna—allra barna þjóðanna, bæði í siðferði og öðru er fagurt má kallast. En hún víkkar út sjóndeildarhringinn. Áður stóð hún niðri í lægð, þar sem henni var með hnefarétti haldið af bróður hennar; sjálfur stóð hann uppi á hólnum; hann leyfði henni ekki útsýn 1 fjarlægð. Nú hefir hann rétt henni hönd sína og leitt hana upp á hólinn; þar stendur hún nú við hlið hans og lítur í allar áttir—með honum, og talar um útsýnið við hann. Áður hafði hann einn lagt allar götur, sem þau áttu að ganga í pólitískum skilningi, nú bera þau ráð sín saman um vegagerð framtíðarinnar. Áður var hann herra og hún þeraa; nú er þau systkini. Já, konan heldur áfram að hafa eina aðalköll- un—það eru störf hennar á heimilinu; en hún hef- ir fengið betri tæki til þess að vernda heimili sitt en hún áður hafði. Áður varð hún nauðug viljug að leggja velferð heimilis síns undir hættulegar reglur, sem henni voru settar og hún réði ekkert við; nú tekur hún sjálf þátt í tilbúningi þessara regla. Áður voru alls konar freistingar lögheim- ilaðar á vegum bama hennar, þegar þau komu út fyrir fjóra veggi heimilisins; nú hefir henni hlotnast vald til þess að segja í þeim skilningi “hingað og ekki lenra”. En hér eftir eins og hingað til er það áríðandi að búa sig vel undir að verða eiginkona og móðir. pað er list sem ekki er alment meðal vor íslendinga viðurkent að þurfi að læra. Flest- um mun finnast að það sé ekki meiri vandi en að borða eka drekka, en sú fræði er einmitt marg- brotin og mikilsverð og á hana er farið að leggja mikla áherzlu raeðal annara þjóða. Frá 20 til 25 ára er hæfilegur aldur stúlkna til hjúskapar, en árunum á undan eiga þær að verja í þeim skóla er heimilisundirbúning kennir. Og hver er sá skóli? Hver skyldi hann vera nema heimilin sjálf? pað er á sjónum sem þeir verða að læra sem sjómensku ætla að stunda. pað er á skrifstofu lögmanna sem þeir verða að læra er þá fræði ætla að gera sér að lífsstarfi. pað er við verzlun og bókfærslu sem þeir verða að vinna, sem verzlun ætla að stunda, og það er um fram alt á heimilinu, sem þær stúlkur þurfa að búa sig undir framtíðina, sem húsmæður ætla að verða, eiginkonur og mæður. Og það ætla sér allar stúlk- ur að verða; allar án undantekningar. petta efni datt oss í hug að minnast á, í sam- bandi við bréf sem vér fengum nýlega frá ungri konu og gáfaðri vestur í Argylebygð. Hún getur þess að hvað sem í boði sé, þá fáist varla stúlka í vist úti á landi; bæjarlífið virðist vera svo aðlað- andi fyrir þær að þar vilji þær vera og annars- staðar ekki. Og hvað er það svo sem ungu stúlkumar leggja flestar fyrir sig í bæjunum? Hveraig standa þær að vígi í því að búa sig undir húsmóður- og móðurstöðuna ? Ef safnað væri skýrslum yfir það hvaða atvinnu þær stunduðu flestar, hvaða atvinnugrein mundi þá verða sú er flestar til- heyrðu? pað eru ekki heimilisstörf; nei, það eru verk á alls konar vinnustofum. öll almenn vinna er heiðarleg og frá því sjón- armiði er ekkert við það að athuga þótt stúlkur vinni við verzlun eða á verkstæðum. En þegar um tvent er að ræða, þá er það sjálfsagt að velja það sem heillavænlegra er en hitt sem að einhverju leyti er hættulegt. Og hver er þá munurinn á því að vinna í vist eða á verkstæði? Hann er í mörgu fólginn. Hvaða stúlkur eru það sem hraustastar og heilsu- legastar eru útlits? pað eru ekki þær sem vinna við það að sauma tjöld eða skyrtur eða buxur eða önnur föt í 8—12 klukkutíma á dag. pað eru ekki þær sem standa á búðargólfinu frá morgni til kvelds viku eftir viku. Nei, það eru vinnukonurnar sem eru í góðri og rólegri vist, annaðhvort í bæjum eða þá allra helzt úti á landi. pær eru fallegustu stúlkurnar; þær eru bezt undir það búnar að takast á hendur hús- móður- og móðurstörf. pær læra á hverjum degi við sín daglegu störf eitthvað sér til uppbygging- ar. pær safna í forðabúr þekkingar sinnar öllu því sem þær þurfa síðar á að halda þegar þær skapa sér heimili sjálfar. pær halda heilsu sinni í góðu lagi; líkama sínum hraustum og andanum björtum, sálinni heitri og hugsununum hreinum. (Framh.). Lög og lögmenn. Hér í þessu landi er mikið talað um fullkomleik og réttlæti löggjafar og stjómarfyrirkomulags. Og einn aðalþátturinn í stjómarfari hvers lands eru lögin. “Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða” segir í sögum vorum, og er það spaklega mælt eins og fleira úr þeirri átt. pað er eitt erfiðasta viðfangsefni allra þjóða að búa til lög svo sanngjöm að ekki sé ábótavant og framfylgja þeim svo vel að ekki komi hlut- drægni í ljós. “pá eru lög góð og réttlát þegar þau eru ein- föld og auðskilin” segir gamalt og gott íslenzkt orðtæki og mun það vera sanni næst. Lögin hér í landi eru hvorugt; þau eru hvorki einföld né auðskilin. pað er ekki hægt að sjá annað en að það sé gert'af ásettu ráði að búa til sérstakt mál fyrir lögfræðisbækur, löggjafir og lögrekstur í allri mynd, til þess að alþýðu manna sé ofvaxið að skilja. Svo eru lögin fjarri því að vera réttlát eða svo eru þau langt frá því að vera auðskilin, að lærð- ustu lögfræðinga greinir alvarlega á um daglega viðburði; telja það rétt í dag sem þeir töldu rangt í gær, undir nákvæmlega sömu kringumstæðum og byggja hvorttveggja á sömu lögum. Tveir menn jafnlærðir þýða sömu setninguna í sömu lög- um við sama tækifæri á mismunandi vegu. Með öðrum orðum lögin eru höfð þannig að hægt sé að teygja þau og toga til þess að ná út yfir alt ef á því þurfi að halda og aftur á móti sé hægt að hnoða þau saman í svo að segja ekki neitt ef það sé hagkvæmar í það og það skiftið. f augum vor alþýðumanna virðist það svo að hægt sé að búa til lög, sem svo séu skiljanleg, að um ekkert sé að villast. pegar athugað er mál Thomasar Kellys hér í bænnm, hlýtur manni að dptta þetta atriði í hug. Hefði einhver fátæklingur gert sig sekan í því eða verið kærður um það sem honum var til saka fundið, þá væri mál hans löngu útkljáð. Hann væri dæmdur annaðhvort sýkn eða sekur og allur sá óheyrilegi kostnaður sem bætt hefir verið á þjóðina hefði sparast. Að hugsa sér að slíkt skuli geta átt sér stað í svokölluðu siðaðra manna landi að einn maður skuli geta virt lögin að vettugi og boðið allri lög- gjöf og réttvísi byrginn og það á kostnað þjóðar- innar, að því er virðist, í þeim eina tilgangi að koma sannleikanum í skuggann, — að slíkt skuli geta átt sér stað er ótvíræður vottur um óheilbrigt stjómarfyrirkomulag. Lögin í því landi eru gallagripur sem þurfa endurbóta við. Slík lög sem það leyfa eru ekki til þess að “byggja” land, heldur til þess að “eyða”. Og þegar tillit er tekið til þess að stjórn fylkis- ins hefir gert alt sem í hennar valdi stóð til þess að framfylgja lögum og láta málið hafa fljótan og sanngjaman framgang og samt hefir það geng- ið svona, þá er sannarlega eitthvað ekki með feldu. Lög þjóðanna eiga að vera þeim nokkurs konar innra vígi, þar sem alt réttlæti getur varist og öllu ranglæti verði hrundið. pannig er sagt , upphafi laga í landi hverju að þau hafi tvöfalda þýðingu, aðra að vemda einstaklinginn fyrir rangindum annara einstaklinga, og hitt að vernda heildina eða fjöldann fyrir þeim hættum sem ein- staklingurinn getur valdið. Og efalaust hafa þeir haft eitthvað slíkt í huga sem lög gerðu fyrst hjá hverri þjóð. En óhlut- vandir menn hafa hlaðið illa ofan á góðar undir- stöður; lögunum hefir verið breytt, í þau bætt og af þeim tekið, þangað til þau voru að ýmsu leyti orðin eins og þægilegt teygjuband, sem þenja mætti og þrýsta saman eftir vild, ef nægir voru peningar til þess að “leigja” menn í það göfuga starf. Löggjafarstéttin og lögmannastéttin eru í raun rétti mikilsverðustu stéttir sem mannfélagið á til. Undir þeim á þjóðin í heild sinni og einstak- lingurinn sérstaklega eignir og æru—jafnvel líf og limi. Réttlátur lögmaður er nytsamari þjóðfélaginu en með tölum verði talið. En eru þeir margir vor á meðal? Eru margir lögmenn sem ekki séu reiðubúnir til þess að teygja lögin vísvitandi eins langt út frá brennidepli sannleikans og þeir frek- ast geta ef eitthvað er í aðra hönd? pað er ekki einungis að lögin hér í landi séu ósanngjöm, sumum flokkum mannfélagsins í vil og öðrum til óhags, heldur er það aðallega með- ferð þeirra í höndum lögmannanna og fyrir dóm- stólunum sem alt réttarfar gerir eins og það er —og allir vita hvemig það er. Lögin eru auðsjáanlega fyrst og fremst þann- ig úr garði gerð að vægja hinum ríku en ofþyngja hinum fátæku. Má vel vera að þetta sé ekki til- gangur þeirra sem þau hafa samið, en þannig vinna þau. Um það hefir t. d. áður verið rætt hér í blaðinu að tveimur mönnum sem kærðir séu um sama glæp á sama tíma og sama stað, undir nákvæm- lega sömu kringumstæðum, sé ekki gert jafnt undir höfði. Ríki maðurinn þarf ekki annað en leggja fram fé til þess að vera frjáls og frí á með- an hann bíður eftir rannsókn í máli sínu, nema rétt í einstöku tilfellum — fátæki maðurinn hefir ekkert fé fram að leggja; honum er því varpað í fangelsi áður en mál hans er rannsakað og látinn ef til vill vera þar svo vikum og mánuðum skiftir. pað má vel vera að vaninn hafi svo blindað mönnum hina andlegu sýn að þeim virðist þetta yfir höfuð réttlátt; en sé vel athugað hljóta þeir að komast að annari niðurstöðu. Hinum auðuga gerir það hvorki til né frá þótt hann leggi fram 200—500 dali; það er honum ekki meira en hinum 2—5 cent—ef til vill miklu minna. í þessu tilliti er því öðrum J manninum slept sama sem skilmálalaust og óþægindilaust og hann getur kvatt lögin og réttvísina á þægilegan hátt fyrir fult og alt, þar sem hann munar ekkert um þótt hann tapi veðfénu. Hinum er settur stóllinn fyrir dyrnar þannig að honum eru gerðir ómögu- leikar að skilyrði. Allir sjá hvílíkt ranglæti hér er framið af réttvísinni! f öðru lagi er þess að gæta að þótt auðugi maðurinn noti sér ekki þetta tækifæri til þess að flýja lögin, þá er það ranglátt samt. Fátæki mað- urinn þarf á öllum sínum tíma að halda til þess að afla viðurværis sér og fjölskyldu sinni; hann er kserður um eitthvað—með réttu eða röngu—mál hans bíður svo vikum eða mánuðum skiftir; hann getur ekki greitt veðféð; honum er því varpað í fangelsi og hann sviftur því frelsi að mega sjá fyrir heimili sínu; konan og bömin svelta heima. Með öðrum orðum réttvísin segir við manninn þegar hann er tekinn fastur: “Ef þú ert fjáður maður og þarft ekki á tíma þínum að halda til þess að vinna fyrir heimili þínu, ef fjölskyldu þinni er borgið þótt þú sért í varðhaldi, þá leyfum vér þér heim. En sértu aftur á móti fátækur maður; ef þú þarft á því að halda að vinna og skyldulið þitt líður við fjarveru þína, þá ætlum við að geyma þig í fangelsi og synja þér heim- farar.” pótt ekki sé þannig að orði kveðið, þá er ná- kvæmlega þessi andi framkvæmdanna, og sé þörf á að breyta nokkuru atriði laga vorra hér í landi, þá er það þetta. Bylting í loftinu. pað hefir verið á allra vitund að járnbrauta- félög þessa lands hafi verið óseðjandi hít, sem kastað hafi verið í fé þjóðarinnar, ekki í þúsunda eða tugaþúsunda tali; ekki miljóna eða tuga mil- jóna tali, heldur í hundruðum miljóna. peir sem jámbrautirnar bygðu hafa haft þær að fötum til þess að mjólka í þjóðarkúna og drukkið mjólkina sjálfir og látið svo fólkið borga sér fyrir að drekka þá mjólk sem fólkið átti. Svo að segja hvert þing sem saman hefir komið að undanfömu í Ottawa hefir veitt frá $15.000.000 upp í $45,000,000 úr fjárhirzlunni í þessa hít. pví hefir oft verið haldið fram af þjóðinni að fólkið ætti sjálft að eiga jámbrautimar í stað þess að stjórnin láti byggja þær fyrir peninga fólksins og gefa þær svo einstökum mönnum til einokunar. Nú er svo komið að alvarlega er farið að tala um að þjóðin kaupi brautimar. C.N.R. félagið hefir lýst því yfir að það sé svo að segja gjaldþrota og geti ekki haldið áfram, nema stjóm- in hlaupi undir bagga, og er sagt að nú sé ákveðið að skipa nefnd til þess að rannsaka jámbrautar- félögin og kaupa brautimar af þeim. pað er alt gott og blessað, ef — stórt ef — stjórnin borgar þær ekki of háu verði. Alt það fé sem þegar hefir verið lagt fram úr ríkissjóði og fylkissjóðum og öll lönd sem félögin hafa fengið í hendur eiga að koma til reiknings, þegar þau kaup eru gerð og afsláttur að verða gerður á brautunum fyrir slíkt. Hér er ekki um það að ræða, eftir því sem félögin segja sjálf, að fyrirtækið borgi sig, heldur eru félögin í vandræðum með brautirnar og stjóm- in ætlar að hlaupa undir bagga með þeim. Réttast væri auðvitað að láta skuldheimtumenn selja brautirnar og að stjómin keypti þær þannig. Allir vita hvort sem er að þær eru í fjárþröng og ólagi. W THE DOMINION BANK Hr MDMVMD B. WLII, M. r„ Tnm W. D. C. A. BOGKKT. General Manager. NOTIÐ PÓSTINN THi BANKASTARFA. pér þurflB ekkl aS gera ySur fer’5 tll borgar tU að fð. pen- Inga ðt & ávlBun. leggja inn penlnga eSa taka út. NotlB pðat> inn i þees staS. TSur mun þykja aSferS vor aS sinna bankastðrfum bréf- lega, bœSi AreiSanleg og hentug. Leggja má inn penlnga og taka út bréflega An tafar og Aa vansklla. KomiS eSa skrifiS r&Ssmanntnum eftlr n&kveemum upplýa- ingum viSvtkJandi bréflegum banka vlSsklftum. Notze Dune Branch—W. M. IIAMILTON, Manager. Selkirk Branch—M. 8. BDRGER, Manager. Sam Hughes. Eins og skýrt hefir veriö frá, heldur Sam Hughes hermálaráö- herra Canada því fram, aö óráSlegt hafi veriS af bandamönnum aS fórna lífi allra þeirra sem falliS hafa viS Ýpress. KveSur hann þaS litla þýSingu hafa hvort þaS svæSi tapist eSa ekki og segir aS því hafi meira veriS haldiS frá tilfinninga- legu sjónarmiSi en af hemaSarleg- um ástæSum. Hann kveSst hafa talaS um þetta viS æSstu menn Breta; en svo er aö sjá sem þeir hafi ekki gefiS því gaum nægilega, fyr en nú. Á mánudaginn birtist frétt í blöS- unum, þar sem frá því er sagt, aS maSur sem J. L. Garvin heitir og er ritstjóri blaSsins “Observer”, telji þaS heimsku eina aS halda þessum staS; hann hafi enga hern- aSarlega þýSingu og sé haldiS af þráa. Þessi maSur hefir fengiS á sig orS sem sanngjarn og vitur aS- finningamaSur aS því er stríðiS snertir. Hann ber lof mikiS á Canadamenn, en lýsir óánægju sinni yfir mannfallinu við Ypres. Þaö er sanngjamt aS gefa hverj- um manni þaS sem hann á, hvort sem hann er andstæöingur manns eða ekki, og Sam Hughes eru til- einkaðar nógu margar syndir samt, þótt hann fái hér aS njóta sannmæl- is. Það virðist vera sannleikurinn í þessu máli aS honum hafi blöskr- aS mannfallið frá Canada og kom- ist aS þeirri niSurstöðu aS einhverja breytingu mætti gera. til þess aS koma í veg fyrir aS slíkt héldi áfram. Fyrir þetta ber honum óskift þakklæti þjóðarinnar, hversu mik- ið sem henni finst að honum hafi yfirséot í öðrum efnum. 223. Canadíska-Skandi- nava herdeildin. (Frá fréttaritara deildarinnar). Oft hefir hér í blaöinu veriS tal- aS um liösafnaö, en vér þurfum aS halda því máli sívakandi. Borgara- nefndin sem hefir gert svo mikiö fyrir þetta mál hér í Winnipeg, er enn þá aS undirbúa fundi sem haldnir verða í alþýðuskólum bæj- arins. Svo að segja eru engir menn eftir x bænum sem í herinn geti gengiö. AS minsta kosti er óhætt aS fullyrða aS þar sé vel aö veriS, og er þaS því sérstaklega til ís- lendinga í sveitunum, sem þessum orðum er beint. Islendingar hafa ávalt veriö tald- ir með beztu innflytjendum í Can- ada. Þeir hafa komið fram sem góðir borgarar, sem skyldu hvað þeim bar að gera og hvaöa ábyrgð þeir höföu. Það hversu fúslega og vel þeir hafa tekiS þátt í þessu heimsstríöi hefir gert þjóS vora stolta og aukið álit hennar. Frá sumum bygðum hafa svo margir komið aS dáSst má að; í öðrum sveitum hefir þaS gagnstæSa átt sér stað. Vér álítum ekki að þetta sé af þvi aS nokkur munur sé á karlmensku eða skyldurækni manna í þessum héruðum, heldur vegna þess aS sumir gera sér ekki ljósa grein fyrir þörfinni á því aö gera sitt bezta. Greiöar stríSsfréttir, skýrar hugmyndir um stríSið i heild sinni og frjálst umtal um þaS, er orsök í þvi hversu vel gengur i Winnipeg. Þetta er einnig í vor- um augum ástæSan fyrir því að miður hefir gengið annarsstaSar. Oss skilst það vel að sumstaðar úti á landi er erfitt að yfirgefa bú og störf. FramleiSsla er nauSsyn- leg og stuðlar mikiö til þess að sig- ur hlotnist um síSir. Það eru þvi ekki þeir menn sem endilega þurfa að vera heima sem vér óskum eftir. Þeir hafa góðar og gildar afsakan- ir. En ekkert annaö getur veriS gild afsókun. Frá bæjum og borg- um hafa svo aS segja allir farið sem fariS geta. ÞáS sem eftir er aS ná af þeirri tölu sem Caada befir lofað aS safna verður aS koma úr sveit- unum. Og þeir verða að koma tafarlaust. England sem hefir lagt til 500,- 000 manns, hefir orðiS að lögleiöa hjá sér herskyldu. Ef striSið á að enda bráðlega veröur að leggja fram alt sem hægt er. Dráttur stríðsins er aö dns til þess að eySa fé og mannslífum. ÞáS aö erfitt sé fyrir menn aS komast aS heiman; að þaS valdi feörum þeirra meiri áhyggj um og störfum eru engar af- sakanir. Allir verSa að leggja eitt- hvaS í sölurnar, kringumstæöurnar krefjast þess. ,Sá hefir aðeins af- sakanir sem heima veri5ur aS vera til framleiöslu. Látum hvern ein- stakling vera einlægan viS sjálfan sig þegar hann ákveður hvort hans sé þörf heima fyrir. ÞaS þarf enga áherzlu til þess að fá alla þá sem Canada þarf ef svariS er einlægt. Þ jóð vor ásamt öllum öðrum hér í landi hefir hag af því að stríBið vinnist og vinnist sem fyrst. Pen- ingar sem hér er eytt fyrir nauS- synjar og munaS fást fyrir þaS sem hér er framleitt af landinu. Bandamenn í Evrópu eru viðskifta- vinir vorir, sem leggja fram pen- ingana. Væri þaS ekki brezka flot- anum að þakka þá ’gæti verið ráðist á strendur vorar hér í Canada. Bandaríkin sjá hættuna og eru að taka upp verndarstefnu sem kostar þau biljónir dala og verður aS fást með aukasköttum. Af Bandaríkin þurfa viðbúnaö, hvað ætli megi þá segja um Canadá? Ef Þýzkaland vinst ekki, hvað ætli yrSi þá um Canada? þátttak- anda í stríðinu, lítiS land, en samt hafandi í eigu sinni auðugasta blett veraldarinnar ? Viö gætum búist við sömu forlögum óg Pólland, Belgía og Servia, nema því að eins að þetta striS sem háS er 4000 míl- ur frá oss endi með sigri. Stórkostlegt árstillag um aldur og æfi yrSum vér aS borga ef nú væri ekki alt mögulegt aðhafst. Annars yrðum vér ekki einungis að þola álögur, heldur einnig her- skyldu. Því lengur sem stríðiS var- ir, því erfiðari verða allir flutning- ar á sjó. Þeir eru nú eitt alvarleg- asta málefni þessa lands. Áfram- hald striSsins er skaðlegt, og því verður haldiS áfram þangaS til sig- ur fæst. Þess vegna ríöur á að eng- inn dragi sig í hlé í öllu ríkinu. Oss hefir verið sagt að margir ungir menn vor á meðal mundu ganga í herinn ef þaS væri ekki fyrir þá sök að foreldrar þeirra og sérstaklega mæður þeirra öftruðu þeim frá því. ÞaS er mjög eölilegt aS móðirin sem hefir fætt og aliö upp drenginn sinn, sem er von hennar og augasteinn, það er eðli- legt að henni blöskri aS sjá hann fara í eins hættulegt starf; en synir einhverra mæSra verSa aS fara. það er þörf á mönnum. Allar mæður hafa sömu tilfinningu og engin móðir hefir rétt til aS ætla annari það sem hún vill ekki leggja á sig sjálf. Sameiginlegt skipbrot er sætt, og sjálfsagt ætti konum aS vera ant um þaS mál sem bandamenn berj- ast fyrir. Bandamenn eru að berj- fst til þess aS eyBileggja hernað; enda þá glæpsamlegu heimsku aS hrúga saman vopnum og halda viS hernaSarandanum og skapa stríS. Bandamenn eru aS berjast fyrir réttlátri stjóm meðal þjóðanna, bindandi samningum, vemd smærri þjóða og rétti þeirra. Þéir berjast til þess aS enda dýrsæðiS, til þess að gera það ómögulegt aö aftur verði aShafst annað eins og aS pökkva Lúsitaniu eSa myrða Cavell hjúkrunarkonu. Konum vesturlandsins hefir ver- iS gefiS frelsi og full borgara rétt- indi og í baráttunni fyrir þeim rétti tóku islenzkar konur stóran þátt. MeS fylsta rétti tóku þær sér á herðar fylstu ábyrgS. Vér hvött- um til aS stofna skandinaviska NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 HöfuSstólI gr.iddur $ 1.431,200 Varasjóðu.......$ 715,600 Formaður............- - - Str D. H. McMILLAN, K.O.M.G. Vara-formaður.................. Capt< WM. ROBENSON Slr D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. A8IIDOWN, H. T. CHAMPION E. F. IIUTCIIINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN STOVEL Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög Og sanngjarnir skilmálar veittir. Avisanir seldar til Kvaða staðar scm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum doilar. Rentur lagðar við á hverjum sex mánuðum. *T. E. THORSTEIN3SON, Ráðsmaður Cor. WiIIiam Ave. og SherbrookelSt., »< 8 1" 8 Winnipeg, Man. m

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.