Lögberg - 22.06.1916, Síða 6

Lögberg - 22.06.1916, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JUNI 1916 Lt.-Col. Albrechtsen. SKANDINAVA ° hIrDEJLD (Overseas Battalion) UNDIR STJÓRN Lt.-Col. ALBRECHTSEN Aðal-skrifstofa: 1004 Union Trust Bldg. Stjórnað eingöngu af Skandinövum ogliðsafnaður allur undir þeirra umsjón Skandinavar beðnir að ganga í þessa deild. INNRITIST STIlll)( Bókmentir. Nokkur Ijóömœli eftir Guömund ólafsson; meö mynd höfundar. Þessi litla ljóðabók kom út hér í Winnipeg fyrir skömmu; hún er 104 blaðsíður á stærð, auk kápu, í svipuðu broti og Ijóð H. Hafsteins. /Efiágrip höfundar er framan við bókina og stuttur formáli á eftir, skrifaður af séra Rögnvaldi Péturs- syni, sem hefir búið bókina undir prentun, en hún er gefin út á kostn- að ættingja hins' látna. Það sést ekki hvar bókin er prentuö, en ytri frágangur hennar er fremur góður; pappír í betra lagi og prentun eins; prentvillur nokkrar eins og gerist. Höfundurinn var fátækur al- þýðumaður, sem engrar skólagöngu hafði notið. Hann hefir verið vel hagorður, en ekkert skáld. Eru alls í bókinni 80 kvæöi, öll stutt og ekk- ert þeirra líklegt til þess að ná föstu sæti í íslenzkum bókmentum; en til og frá eru góð erindi—sum ágæt. Kvæðin lýsa sumstaðar fyndni og meinlausu spaugi, en öðrum þræöi þungri alvöru. Höfundurinn hef- ir auðsjáanlega verið einlægur ís- lendingur, og kemur það víða fram. Ríminu er allmikið ábótavant, en aftur eru margar vísur ágætlega rímaðar. Aðalgallarnir eru þeir að áherzlur eru á öðru atkvæði orðs í stað hins fyrsta t. d.: “Um ódáöa hrjóstrugt hraun hefir æfin legið”. Þama er áherzlan á dáöa en ekki á ó, sem þó væri rétt.; og þetta: “Vorblíðan vekur það, sem var þó útkidnaö”; áherzlan á aö i staðinn fyrir út. Og svona er víða.. En þetta er sameiginlegur galli flestra hinna eldri manna, jafnvel þeirra sem stórskáld kallast; þeir hafa ekki haft næmi fyrir áherzlum í málinu. Höfundurinn er alveg yfirlætis- laus, og kemur það fram í fyrsta kvæðinu. Þar er þetta: “Kennir sérhver kaunin sín; — kvað ei mér til frama, hljóðalága harpan mín Lefir stytt mér ama.” Nokkur kvæði og vísur eru í bókinni, sem því lýsa að höf. hefir verið sterkur trúmaður og ferst honum fremur vel að yrkja um það efni. Meðal annars sést það á vísu sem hann botnar; hafði einhver Hrútfirðingur kastað fram fyrra parti að vísu á þessa leið: “Lífs mér yndi fallvalt finst, fljótar vindi er að snúast” Þá botnar höf. þannig: Guð við binda huggan hinst hygg eg myndi verða trúast.” Þetta er ágætur botn frá hvaða sjóiarmiöi sem hann er skoðaöur. Þessi ferskeytla er vel gerð: “Orð ef farast illa mér, öðrum skyldi víti; sjáðu til með sjálfum þér, svo þig ekkert lýti.” Vel og hnyttilega er að oröi komist í vísn sem höf. gerði um bolla og skál, þar sem sultur var i víst: “Hungur er diskur Helju nefndur, skal bolla og skál skíra sama; virðist sanngjarnt að sérhver hlutur beri það heiti er honum bezt hæfir.” Þegar höf. er að kveðja ættjörð- ina er honum þungt í skapi og segir: “Margs í dag fær minning spurt, mannleg svör ei duga; rekur önnur eina burt umbylting í huga.” Og í kvæðinu “Island að hverfa” segir hann á þessa leið: “En hvað sem skeður helzt um æfi mína, mér hjartans gleði ætið verður það, þú, fósturjörð, ef framför heyrði þina og frelsissólin öllu hlúði að. smár; eg kveð þig, bóndi, knái, ungi halur, þig, kona, mey, og barn, sem fellir tár. ,Eg kveð hér alt sem ann og unnað hefi, en aldrei þó mér gleyma verður hægt.” Þetta er fallega sagt og hlýlega. Þótt þetta kver flytji engar stór- feldar kenningar né háfleygan skáldskap, þá er það ný sönnun þess hversu mikið vér eigum af ís- lenzkum hagyrðingum og hversu Ijóðelsk þjóðin er. í stöku stað hefði fariö betur að vinda við orð- úm eða setningum og hefði sá átt að gera það er undir prentun bjó. Meiri shrípaleikur.' Þess var getið í Lögbergi að reynt hefði verið að taka fram fyrir hendur á dómaranum sem neitaði Kelly um lausn og fá stjómina til þess að ónýta úrskurðinn. Var i því skyni rituö bænarskrá. Stjórnin neitaöi að verða við þeirri beiðni; sá enga ástæðu til þess að leyfa Kelly lausn fremur en öörum mönn- um undir sömu kringumstæðtim þótt hann væri auðmaöur. En á föstudaginn kemur fram Iögmaður sem Dysart heitir og tekur málið fyrir annan dómara; krefst þess að hann ónýti dóm stéttarbróöur síns og dæmi Kelly lausn. Sá dómari var Haggart. Eg kveð þig, fjall, eg kveð þig, fagri dalur, eg kveð þig foss, þig á og lækur En árangurinn varð þar sami og á hinum staðnum; Haggart gætti skyldu sinnar og heiðurs og neitaði að heyra málið. Œfiminning. Þann 10. janúar síöastliðinn and- aðist að heimili sínu í Mordenbygð, Brown pósthúsi, Manitoba, sóma- konan Rannveig Árnadóttir nær 84 ára, fædd 1833. Foreldrar hennar voru Ámi bóndi á Bakka í Vallhólmi í Skaga- firöi, sonur Gísla hreppstjóra í Hofstaðaseli í Blönduhlíð Árnason- ar. Móðir Árna á Bakka hét Hólm- fríður Skúladóttir. Kona Áma á Bakka móðir Rannveigar var Guð- björg Gísladóttir, Jónssonar, prests að Hólum í Hjaltadal. Foreldrar Gisla prests voru: Jón biskup Teitsson og Margrét Finnsdóttir biskups í Skálholti. Móðir Guðbjargar (amma Rann- veigar) var Ingigerður Halldórs- dóttir Hjáftnssonar “conrectors” við Hólaskóla. Þannig lifnar grein af grein guös í sterku höndum. Síðar kemur einnig ein uppi’ á dýrðarlöndum. Árið 1852 giftist Rannveig heit- in Sigfúsi Gíslasyni Ólafssonar frá Húsey í Hólmi; dáinn 20. maí 1913. Þau eignuðust 10 börn; fjögur dóu í æsku og tvö uppkom- in—annað í Dakota Guðbjörg að nafni og Ámi fyrir rúmum fimm árum; ellistoö foreldra sinna er stóð fyrir búi þeirra með ráðdeild og framsýni. “Ungur má en gamall skal”. Fjögur börn þeirra sem eftir lifa em: Jón S, Gillis, mikilhæfur maður og góður bóndi í Morden- bygð í grend viö Brown pósthús. Rannveig bústýra Áma Pálssonar bónda að Markerville, Alta. Ingi- björg kona J. M. Jónssonar, einnig að Markerville, Alta, og Sigurbjörg kona Sveins Árnasonar í Ballard, Washington. Rannveig heitin dvaldi lengst æfi sinnar í Vallhólmi áður en hún flutti vestur yfir haf. Árið 1876 flutti hún til þessa lands, með manni sínum og böm- um. Sigfús heitinn, maður Rann- veigar, fór með aöalhópnum, sem að heiman kom, ofan til Nýja ís- lands og var þar án fjölskyldu sinnar hinn eftirminnilega bólu vetur þar til “vörðurinn” var tek- inn af, og var það hið mesta happ að Rannveig varð eftir í Winnipeg meö 5 bömin. Tvær eldri systum- ar Guðbjörg og Sigurbjörg fóru í vist, en þrjú yngri börnin vom hðíma hjá móður sinni er varð að taka hverja þá vinnu er til félst til að hafa ofan af fyrir sér og börn- unum sínum. Hún kom þessum þremur börnum sínum Ingibjörgu, Áma og Jóni á alþýðuskólann strax um haustið og gengu þau á hann þar til haustið eftir að þau fóm of- an til Nýja íslands, og hygg eg að þau hafi verið hin fyrstu íslenzku böm er gengu á hérlendan skóla í Manitoba, og sýnir þetta dæmi glögt, hvað Rannveig var ötul og kjarkgóð að geta þannig haft sig áfram* mállaus með öllum þeim efriðleikum sem því voru samfara, og mikið varð hún oft að leggja á sig. En það hjálpaði henni að hún að eðlisfari, stóð óefað í allra fremstu röð þeirra mörgu góðu mæðra, er alt vilja leggja á sig fyr- ir börnin sín, og gera það með svo ljúfu geði að hvorki þær eður aðrir virðast taka eftir því. Þaö er sem móðirástin vinni bug á öllum erfið- leikum. Þánnig var það fyrir Rannveigu heitinni, að afl móður- ástarinnar var og veröur, bömum hennar sá blessunar ríkasti arfur, sem nokkurt barn á völ á að eign- ast. “Fáir sem faðir, enginn sem móðir”. Að þessum tíma liðnum, sem nefndur er hér að framan, flutti Rannveig heitin með bömum sín- um til Nýja íslands, á land við ís- lendingafljót er Sigfús heit. mað- ur hennar hafði tekið sér að bóls- stað og nefnt að Reynivöllum. >- Árið 1879 fluttu svo þessi látnu hjón frá Nýja íslandi með öörum fleirum til Norður Dakota, eftir að hafa gefið lönd sín inn til stjóm- arinnar, og námu land við Akra pústhús. Árið 1899 fluttu þau meö fleir- um íslendingum hingað til Mord- en bygðarinnar og tóku heimilis- réttarland ásamt sonum sínum tveimur, hvar Rannveig heitin dvaldi fram á hinsta dag, hjá dótt- urbörnum sínum, Ragnari og Freyju, sem eru, svo gæfurík, að þeim gafst tækifæri að greiöa ömmu sinni fósturlaunin í hlýrri sambúð, sem göfugum foreldrum og góðum bömum er sameiginleg. Rannveig heitin var þrekmikil kona, skynsöm og tók öllu með mestu stillingu, hvort heldur örlög- in eða tilfellin blésu með eöur móti; síglöð og ræðin. Vonin og trúin var hennar sterka stoð gegnum alt lifið. Trúin sú—óefablandna trú, sem henni var innrætt fyrir 80 ár- um við móðurkné, var aldrei reyk- ul. íslenzka gestrisnin og vinafestan einkendu heimiíi hennar. — Það eru nokkurskonar menjagripir sem hver kynslóöin tekur við eftir aðra, pg þegar talað er um landnám Is- lendinga hér í álfu, má ekki gleyma konunum. Hún, þessi látna kona, og allar aðrar konur, sem fylgdu mönnum sínum á þymibraut land- námsáranna, eiga ekki minni heið- ur en þeir, af þeim afreksverkum er þá voru unnin, og yngri kynslóð- in tekur nú að erfðum. — Séra Bjöm B. Jónssorr jarðsöng Rannveigu sál. í grafreit bygðar- innar, þar vinir og vandamenn kvöddu hana með þakklátri minn- ingu við hennar hinsta beð. — Vertu sæl með sælum öndum Rann- veig! Lifið er hreifing. — Dauðinn er líf. Vinur hinnar látnu. Brown P.O., Man, 4. júní 1916. Bryan að hann sé sá er hugi manna og hjörtu hafi á valdi sínu fremur öllum öðrum, enda er það tvímæla- laust að hann er einn hinna mestu og beztu manna sem nútíöin á. Svo var mikill ákafinn og áfergjan að hlusta á hann að tæplega hafði þing- setningar bæninni verið lokið þeg- ar þingheimur hrópaði svo að segja í einu hljóði og krafðist þess að fá ræðu frá Bryan. Er frá því sagt í blööunum að enginn annar mundi hafa fengið mínútu hljóð fyr en hann hafði talað. Þetta sýnir hald hans og vald á hinum innra manni fólksins. Samkvæmt þingreglum var það brot að leyfa slíka ræðu í byrjun, áður en ýms mál væru tek- in fyrir. En Thompson efrideild- arþingmaður gerði tillögu um það að allar reglur væru brotnar til þess að leyfa Bryan að tala, þar sem fólkið virtist bíða eftir því eins og dauðþyrst manneskja eftir svala- drykk. Var tillagan samþykt taf- arlaust með svo miklum fögnuði aö slíks eru engin dæmi. James efrideildar þingmaður fylgdi Bryan upp á ræðupallinn og sagði að hér stæði- frammi fyrir fólkinu átrúnaðargoð þess, mesti mælskumaöur Bandaríkjanna, leið- andi alheimsborgari og allra freinsti þjóðstjórnarmaður sem Bandaríkin ættu til. Bryan fór yfir allar stjórnarat- hafnir Wilsons; hrósaði honum á hvert reipi og kvað stefnu þeirra vera þá sömu, þótt þá greindi eða hefði greint á um viss atriöi. Hann kvað alla sérveldismenn í öllum ríkjum vera á einu máli og sam- virtnandi. Bryan mintist á Mexico deil- urnar.. Hann kvað Wilson lofs- verðan fyrir það að hann hefði ekki þotið út í stríð við Mexicomenn, hefði ekki beitt eða öllu heldur misbeitt valdi sínu til þess að reka þá sem hann átti að vernda út í manndráp og blóösúthellingar. Hann kvað málinu víkja þannig við að í Bandaríkjunum væru nokkrir auðmenn sem eignir ættu i Mexico, og nokkra sem ættu þar námur. Þessa menn kvað hann vilja nota blóð Bandaríkjaþjóðarinnar til þess að verja þessar eignir, eins vel og þær væru líka fengnar, sumar hverj ar; en hugur borgaranna í Banda- ríkjunum væri ekki slíkur, og þeir leiðtogar sem þeim bjöllum hringdu ættu ekki skilið traust né fylgi ame- •rísku þjóðarinnar. “Bandaríkja- þjóðin stendur að baki Woodrow Wilsons í því að sletta sér ekki fram í óviðkomandi mál suður í Mexico” sagði Bryan. Þá mintist hann á Evrópustríöið og sagði meðal annars: “Forsetinn hefir ekki einungis orðið að koma með ákveðna stefnu viövíkjandi Mexioo, heldur hefir hann einnig orðið að skifta sér af stríöinu eystra. Eg hefi verið honum ósam- mála um sum atriði í því efni, en eins og hann er eg einn þeirra sem óska þess af öllu hjarta að þjóð mín dragist ekki inn á þann voða sláturvöll.” Sem váraforseti var útnefndur Thomas Riley Marshall í einu hljóði. Hversu oft? ruggan hallaðist á aðra hvora hliö- ina var kisa óðara komin út í hina, svo ruggan reisti sig altaf jafnóð- um við. Þannig barst ruggan lang- an veg niður eftir ánni, þangað til hún kom á móts við þorp eitt, sem stóð á bakkanum. Menn sáu þá þetta ferðalag, og þótti undarlegt, reru þegar út á ána og sáu hvers kyns var. Lá barniö vakandi í ruggunni þegar þeir komu að, en kisa lék innan um hana eins og liö- ugasti sjómaður. Þeir fóru nú með rugguna i land, og þyrptist utan um hana múgur og margmenni, sem allir undruöust varðveizlu guðs. Siðan var bamiö tekið þar í fóstur, er menn fréttu að foreldrar þess hefðu týnst í flóðinu, og var kisa látin fylgja meö; hélt hún jafnan trygð við bamiö upp frá því. Guöný F. Backman, 11 ára. Wynyard, Sask., 27. maí 1916. Jón og Pétur komu hlaupandi fram í dyrnar að taka á móti föður sínum, sem kom frá störfum sín- um heim til miðdagsverðar. Og þegar þeir voru komnir sitt á hvort kné, þá þurfti hann endilega að segja þeim sögu. Ánœfði drengnrinn. “Jæja þá, eg sá í dag dreng sem var svo ósköp ánægður. Reyniö þið nú að geta upp á hvernig hann var í hátt.” Jón, sem var minni, var fyrri til svars: “Það hefir verið ósköp finn drengur, með fulla vasana af brjóstsykri og kökum.” “Ónei”, sagði pabbi þeirra, “ hann var ekki fínn og hafði hvorki brjóst sykur né kökur.” “Eg held að það hafi verið stór og sterkur drengur,” sagði Pétur, því að hann langaði sjálfan til að verða stór og sterkur drengur, “og svo hefir hann verið í nýjum hnakk og riðiö á hestinum hans pabba síns.” “Langt i frá”, sagöi pabbi drengjanna. “Hann var ekki stór og hann á víst engan hnakk, og hann var ekki á hestbaki. Þiö get- ið víst aldrei upp á því, og eg verð víst að segja ykkur hvemig hann Ieit út þessi ánægði drengur. Þegar eg gekk um torgið, þá var rekinn stór fjárhópur gegn um bæ- inn, og það var auðséö að féð var langt að, það var svo þreytt og ryk- uíF> og svo voru kindurnar að deyja úr þorsta. Rekstrarmennimir ráku þær að vatnsbólinu, til þess ag brynna þeim, og allar kindumar hlupu að jarmandi, nema ein gömul ær, hún var svo uppgefin aö hún lagðist á steinstéttina með tunguna lafandi út úr munninum. Þá kom þar að drengurinn sem eg var að segja ykkur frá, og hann var allur saman rifinn og tættur og óhreinn; hann var þar í stómm götudrengja hóp, sem voru að góna á reksturinn. Þessi drengur hljóp með hattinn sinn að póstinum og fylti hann með vatni og bar ánni að drekka. Þetta gerði hann sex sinn- um og þá var hún orðin svo hress að hún stóð upp og gekk inn i hóp- inn. En hatturinn var nú ekki meira en svo vatnsheldur; hann var svo ljótur og gamaldags að eg gæti bezt trúað að hann hefði verið eftir afa drengsins.” “Sagði ærin ekki þökk fyrir?” spurði Nonni mjög alvörugefinn. “Ekki heyrði eg það”, sagði pabbi hans. £n andlitiö á drengn- um varð svo dæmalaust hýrt að eg hefi aldrei séð aðra eins gleði skína iðiiixii. • út úr mannsandliti. Honum þótti svona vænt um að geta hjálpaö skepnunni sem átti bágt.” Framanskrifaða sögu hefi eg lesiö og sendi þér, ef þú vilt setja hana í Sólskin. Guöbjörg Pétursson, 10 ára. Lesli •, Sask., 24. apríl 1916. Kæri ritstjóri Sólskins. Eg þakka þér fyrir litla Sólskins- blaðið, sem mér þykir svo vænt um. Mér þykir gaman að vísunum um Sólskinsbörnin og er oft að -syngja þær við tvær litlar systur sem eg á; önnur er tveggja ára hin fjögra. — Eg ætla að ganga á skólann í sum- ar og er byrjuö á honum. Það eru þrjú ár í sumar síðan eg kom heiman frá íslandi, og eg man eftir mörgu þar. Eg ætla að senda þér fallega vísu, hún er úr “Unga ís- landi: Meðan hjartað óspilt er Edm skartar fagur. Indi margt þú augum ber æsku bjarti dagur. Eg óska þér og öllum Sólskins- bömunum gleðilegs sumars. Með vinsemd. Ragnheiöur Arnason, 7 ára... Mozart, Sask., 27. maí 1916. Kæri ritstjóri Sólskins. Kæru þökk fyrir litla Sólskins- blaðið. Eg hefi gaman af að lesa það sem börnin skrifa í Sólskin. Mig langar til að skrifa eitthvað lika handa þeim að lesa, ef þau hafa gaman af, því eg ætla að senda blaðinu okkar barnanna svolitla sögu, ef þú vilt gera svo vel að taka hana í það. Haföu ekki hönd á því sem þcr kemur ekki viö. Einu sinni var verið að byggja kirkju og höfðu smiðirnir rekið fleygi í digurt tré, sem þeir voru hálfbúnir að saga í sundur, og höfðu svo skilið þannig við um kveldið. Litlu síðar kemur þar hóp- ur af apaköttum, sem fara að leika sér uppi i trénu. Þá dettur einum þeirra í hug að reyna að ná úr fleignum. Hann streytist við fleig- inn af öllum kröftum og treður sér hálfum ofan í sagarfarið. Þegar hann svo loksins gat kipt fleignum úr trénu, hljóp sagarfariö saman svo apinn varð á milli og marðist til dauðs. Þess vegna segi eg: Sá maður sem hefir oft hönd á því, sem hon- um kemur ekki við, hefir á endan- um slys af því, eins og apaköttur- inn sem dró fleiginn út úr trénu. Með vinsemd............ Bjarni Backman, 8 ára. Vestfold P.O., Man. Kæri ritstjóri Sólskins:— Beztu þákkir fyrir Sólskiniö. Mér þykir svo gaman að lesa það. Eg ætla að binda það í stóra bók. Eg hlakka altaf til þegar Lögberg kemur til að lesa það. Af því að eg sé svo mörg böm skrifa í Sól- skiniö, þá langar mig aö skrifa í blaöið okkar. Afmælið mitt er 28. janúar, og yngstu systur minnar líka; hún er 4 ára. Eg geng á skóla. Með vinsemd. Thorgils V. Thorgilsson, 10 ára. Vestfold P.O., Man. Kæri ritstjóri Sólskins:— Beztu þakkir fyrir Sólskinið. Mér þykir ósköp gaman að lesa það. Eg Woodrow | Wilson útnefndur Sérveldismenn Cdemocrats) í Bandaríkjunum útnefndu Wood- row Wilson i einu hljóði til forseta- efnis 15. þ. m. Áður en útnefningin fór fram flutti William Jennings Bryan ein- hverja áhrifamestu ræðu sem hann nokkru sinni hefir haldið, og þó hefir hann verið lifið og sálin í flokknum í síðastliðin 20 ár. BIöö- in segja að svo hafi áhrif ræðunnar verið mikil að ýmist hafi glumið í öllum hvelfingum af lófaklappi, hlátri og fagnaðarópum eða kyrðin hafi verið svo djúp að saumnál hefði heyrst detta og tár hafi streymt eftir kinnum jafnvel hinna harðgerðustu manna. Er álitið að þetta hafi verið einhver mesta ræða sem heyrst hafi í Bandaríkjunum. Bryan studdi eindregið Wilson við útnefninguna og er það talið aSal- Iega fyrir áhrif hans að enginn ann- ar var nefndur á nafn. Viröist svo enn þrátt fyrir alla mótstöSu gegn 1 sérstöku simskeyti í gær koma þessar fréttir frá Englandi: “Hermenn vorir segja að árás svipaðri þessari hafi þeir búist við. (Það var orustan við (Ilooge). Sigurvinningar Þjóðverja stafa ó- efað að yfirburðum stórskotaliðs- ins, þar sem vér höfum ekki getað að undanförnu tekið á móti með nálega eins öflugri skothríð. Úr þessum skotfæra skorti skilst oss að verði bætt.” Eitthvað svipaö þessu hefir birst á eftir hverri einustu mannskæSri árás á Canadaherinn. ÞaS er i raun réttri gömul saga. Hversu oft hér eftir verðum vér aS taka þessu sem afsökun fyrir gjöreyðingu her- deilda vorra fyrir stórskota eldi sem engar verulegar vamir eru gerðar á móti ? Á meöan hlé er á milli þessara slátrunarhríða erum vér troðnir upp með gorti um yfirburði stór- skotaliðs vors yfir Þjóðverja á vest- urjaSri hervallarins. Ritstjómargrein úr “Free Press” 14. júní 1916. SEXTÍU og FIMM ÁRA LJÓSIN Sextíu og fimm ára ljósin vinna enn þar sem er að ræða um ---EDDY’S ELDSPÝTUR-------- Fyrir sextíu og fimm árum voru fyrstu eldspýt- ur í Canada búnar til í Hull af Eddy og síðan hafa þær verið viðurkendar þær beztu sem kveikiefni Þegar þér kaupið eldspýtur þá biðjið um EDDY’S

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.