Lögberg


Lögberg - 22.06.1916, Qupperneq 7

Lögberg - 22.06.1916, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTbCAGINN 22. JUNI 1916 ÁBYRGÐ FYLGIR HVERRI KÖNNU ENAMEL Ij ,1 Nokkur orð um ritstjóra Heimskringlu. I ritstjórnardálkum Heimskr. 8. júni 1916 birtist grein með yfir- skriftinni: “ÞjóSernisbarátta Jón- asar”. Tilefni til þeirrar greinar er “OpiS bréf” mitt til isl. lestrar- félaga vestan hafs. Brét þetta virtist mér meinleysis- lget og ekki líklegt, til að valda mik- illi byltingu í íslenzku þjóSlifi. Samt virSist ritstjóranum, aS eg ætli meS þvi aS hefja íslenzka þjóS- ernisbaráttu hér vestan hafs. Mér dettur í hug þetta, sem Þorsteinn Erlingsson kvaS: “Því var þó al- drei um Álftanes spáS, aS ættjörS- in frelsaSist þar.” Eg hafSi aldrei þoraS aS vona þaS, aS eg bæri gæfu jil þess aS leggja mikib fram til viShalds íslenzks þjóSernis. BréfiS var skrifaS til þess aS komast fyrir þaS, hvaS gert hefSi veriS í þessari einu grein þjóSlegrar starfsemi okkar. Enda ekki hægt um vik aS hefja þá baráttu, sem þegar var hafin, er Islendingar tóku sér hér fyrst bólfestu. ÞaS er því tómur misskilningur eða heilaspuni ritstjórans, aS eg sé með þessu aS hefja nýja baráttu. En þaS er hann, sem hefir hafiS hér baráttu, sem ekki hefir VeriS háS hér fyrri — baráttu á móti ís- lenzku þjóSerni. VíSa hefi eg orSiS þess var i ræSum og ritum merkra manna, hérlendra, aS þeir hafa alls ekki talið íslendingum né öSrum þjóS- um af norrænum stofni til ámælis fastheldni þeirra viS þjóSemi sitt, heldur til hróss. Þéir hafa álitið þá stefnu óheillavænlega, að varpa frá sér þjóðernismeSvitund sinni, áður en menn hafa fest rætur i hinu nýja þjóðlifi, sem þeir hægt og hægt renna saman við, og verSa þannig á milli vita; — þjóðernis- lausir vindhanar, sem eiga sér hvergi rót. Slik sannsýni og nær- gætni hlýtur aS auka virSingu og bróSurþel til þeirra manna, er svo mæla. Er þaS þá ekki ömurlegt aS sjá tylt upp i ritstjómarstól Heims- kringlu þessari hræðu í manns mynd, sem meS ofsalegum árásum misþyrmir þvi, sem okkur mörgum tekur næsta sárt til, og reynir aS hrœða okkur til þess aS kasta frá okkur þvi, sem viS getum enn ekki án veriS? ÞjóSernisummyndun Islendinga fer hægum skrefum, — því hægari, því farsælli fyrir þá sjálfa og þjóS- ina, sem þeir renna hér saman viS. ÞaS er lögmál, sem Heimskringlu- ritstjórinn raskar ekki, hversu sem hann hamast í stólnum. Þessar hamfarir á móti sínu eig- in þjóðemi eru ósamboSnar hverj- um sönnum manni, og i ósamræmi viS stefnu Breta i slikum málum, en eru miklu fremur þýzks eðlis. Vil eg minna ritstjórann á þaS nú þegar, að rísi hér upp deila um þetta mál, sem dreifi kröftum manna nú, þegar sízt skyldi, þá er þaS hann sjálfur, sem er upphafs- maður hennar. Eg hirði ekki um aS fara ítarlega út i grein þá sem hér ræSir um, því hún virðist vera skrifuS mestmegn- is, til þess aS reka homin i Dr. GuSmund Finnbogason, en eg vil að endingu benda lesendum á sjötta hefti, fyrsta árgangs FróSa. Þar er erindi eftir séra Rögnvald Pét- ursson, sem hann nefnir “Sam- kvæmissalinn, (SalúnJ”, flutt á fundi “Menningarfélagsins” 28. des. 1911. í erindi þessu getur hann um ný-útkomna skýrslu, er samin hafi verið af háskólaráði Minnesbta ríkis um þá hliS þjóS- ernisins meSal Skandinava, er lýt- ur aS hjúskaparmálum: “Yfir 40,000 neimni eru talin og verSur hin næsta eftirtektaverSa niðurstaSa þessi: MeSal allra út- Saltið er mjög áríðandi ^HINDSOR THt CAK^OI^fÍ SALT CO., Ltd. SMJÖR Búiö til í CATT Canada lendinga (frá Evrópu) í Minne- apolis borg, giftast sjö af hverjum átta innan sinnar eigin þjóðar. MeSal næstu kynslóSar þar á eftir er talan naumast einn af hverjum átta. En þegar komiS er fram til þriSju kynslóðar frá upphaflega innflytjandanum, er þaS orj5in und- antekning er samþjóSafólk giftist saman. MeSal allra þessara þjóða eru Skandinavar fyrstir aS samlag- ast hinum þjóSunum og giftast út fyrir þjóðflokkinn.” — — — — ------“ÞaS sem sagt er um Skandinava í þessum efnum mætti einnig segja um oss. Félagslega er líkt ástatt hjá oss og þeim, og þessi sömu einkenni að koma í ljós, þó tæplega í eins ríkum mæli. Vöntun alls félagslífs, og svo er sótt þang- að, sem fögnuSurinn er fyrir. “ ‘BeriS þið mig í sollinn’, er haft eftir gömlum NorSlendingi í brúð- kaupsveizlu á íslandi, er hann heyrði aS byrjað var að glíma. 1 sollinn berst vor yngri kynslóS, og í glötun gengur þjóSlíf vort, ef vér ekki gefum því 'gaum, að veita samkvæmislífinu nokkra umhugs- un á meSal vor.” Þetta er aSeins lítið sýnishorn, en erindiS er í alla staSi ágætt. í sama hefti ritar svo ritstjórinn, séra M. J. Skaptason stutta grein um þetta erindi, og leyfi eg mér að taka hana hér upp mönnum til fróð- leiks: “Eg vil benda mönnum á fyrir- lestur séra Rögnvaldar Pétursson- ar hér að framan. EfniS er sér- kennilegt og ber vott um skarpleika og fjölhæfa þekkingu, en undir niSri felst brennheit ást á íslenzku þjóSemi og öllu sem íslenzkt er. Enda er höfundurinn kunnur aS því hvaS hann er ramm íslenzkur í anda. En alstaðar gægist sorgin í gegn — að allur vor bezti íslenzki arfur sé að tapast — því að hann sér lengra en almenningur, og þar sem hann kemur meS skýrsluna frá Skandinövum, seint í fyrirlestrin- um, þá dregur hann upp mynd framtíSarinnar. A8 þremur til fjórum ættliðum gengnum, er land- inn horfinn. “Þó að ekkert væri annað en þetta einasta við fyrirlesturinn, þá væri hann merkari og ihugunarverð- ari, en flest sem ritað hefir verið í blöSum Vestmanna um fleiri ára tíma. En ef til vill verSur þetta sem margt annað árangurslitið likt og “rödd hrópandans í eySimörk- inni”. “HugsiS þið til þess: Fjörutíu- fimtíu þúsund íslendingúm fleygt í sjóinn og ekki bóla ein, til aS sjá hvar þeir hafa sokkiS.” Þegar eg ber þessi ummæli þessa manns saman viS þaS, sem stendur í ritstjórnardálkum Heimskr. um þjóSernismáliS, fæ eg ekki betur séð, en aS hann “beri kápuna á báðum öxlum”; og veit naumast, hvað af fleipri hans er aS marka. Jónas porbergsson. Frá Islandi. Mislingar hafa gengiS víSsvegar um land. Vestmannaeyjar hafa verið settar i sóttvörS til þess að vama veikinni að komast þar í land. “Vísir” segir frá því að ungfrú Þóra FriSrikson hafi átt fimtugs- afmæli 22. maí, og telur blaSiS hana eina merkustu konu landsins; mun þaS ekki ofsagt. Hún er dóttir Halldórs Kr. FriSrikssonar, fram- úrskarandi vel aS sér í frönskum fræðum og hefir dvalið langvistum á Frakklandi; hefir hún þegar ver- iS sæmd nafnbótinni “Officer d’ Aceadémie” af stjórn Frakklands. BlaSiS “Vísir” virðist fylgjast ó- trúlega vel meS málum hér vestra; ekki einungis íslenzkum málum heldur yfirleitt; þannig fræðir hann fólk um ráðherramálin, KellymáliS og fleira. V erkamannafélögin á íslandi hafa útnefnt 5 menn til þingkosn- inga við landskosningar þær sem fram eiga að fara í sumar. Þeir eru þessir: Erlingur FriSjónsson trésmiður og bæjarfulltrúi á Akur- eyri. Ottó N. Þorláksson verka- maSur i Reykjavík; ÞorvarSur ÞorvarSsson prentsmiðjustjóri í Reykjavík; Eggert Brandsson sjó- maður úr Hafnarfirði og GuSmund- ur DavíSsson kennari í Reykjavik. Sveinbjörn Egilsson ritstjóri blaSsins “Ægir” hefir skrifað grein í “Lögréttu” þess efnis aS timi sé til ‘kominn að landið eignist björg- unarskip. Hann vill láta það fylgja skipaflotanum og vera jafn- framt spítalaskip og hafa lækni innanborðs. KveSur hann marga sjómenn hafa mist lifiS fyrir þá sök aS ekki hafa orðið komist til læknis í tíma og sömuleiSis hafi stór fjártjón leitt af því fyrir há- seta og útgerðarmenn þegar þurft hafi aS fara meS veika menn til lands frá ágætum afla. Þetta er mjög merkilegt mál og ætti að fá góðar undirtektir. I Stykkishólmi segir “Dansbrún” að sé verkamannafélag meS 106 manns; er formaður þess Baldvin BárSdal, ritari GuSmundur Jóns- son frá Narfeyri, og féh. Magnús Jónsson. VerkamannafélagiS í Reykjavík hefir samþykt aS enginn félags- maður megi vinna fyrir lægra kaup en 45 aura um klukkutímann frá kl. 6 f.h. til kl. 6. e.h., en frá þeim tíma til kl. 10 e.h. 60 aura og krónu um klukkutímann þegar vinna verður á sunnudögum og eins fyrir næturvinnu. 1 verkamannafélaginu á Akur- eyri segir “Dagsbrún” að séu 63 meSlimir; formaður þess er Magn- ús GuSmundsson, ritari Pétur Hannesson, og gjaldkeri Ólafur GuSmundsson. ÁgætistíS um alt land; harSindin segir “Vísir” að hafi veriS mjög orSum aukin. Snjóþyngsli voru að vísu mikil og voru menn farnir að verða hræddir um heyleysi á NorSurlandi; en batinn kom bráð- ur og góSur og var jörðin græn þeg- ar hún kom undan snjónum; víða var gefið kom til fóSurbætis; en fellir varS svo aS segja enginn eSa tjón svo teljandi sé. FróSleg skýrsla er birt í “Dags- brún” 9. apríl og hagskýrslur landsins hafSar að heimildum. Þar sést það hversu margir hafa boSið sig fram og hversu margir veriS kosuir til þings af hverri stétt lands- manna viS þrjár síðustu kosningar. Skýrslan er þannig: Frambjóðendur Kosnir. 23 bændur...................14 2 Sjávarútvegsmenn..........1 6 Verzlunar- og bankamenn .. 2 1 iSnaSarmaður...............o 7 Blaðamenn og embættislausir mentamenn..................4 4 Háskólakennarar............2 3 ASrir kennarar............1 7 Prestar....................4 5 Sýslum. og bæjarfógetar .. 4 3 læknar....................1 3 ASrir embættismenn........1 63 34 Af bændum voru á ’þingi einn af hverjum 433; af sjávarútvegs- mönnum einn af hverjum 555; af verzlunar- og bankamönnum einn af hverjum 51. Af embættis- og mentamönnum voru 17 þjóðkjörn- ir og 6 konungkjörnir eða 23 þing- menn, er þaS einn af hverjum 80. En verkamenn áttu engan og iðn- aSarmenn engan. StofnuS hafa verið þrjú embætti i Reykjavík. Þeir sem þau skipa nefnast brunakallarar sinn í hverri deild aðalslökkviliSsins. Bæjarstjórnin í Reyikjavík hefir látið girða stórt svæði í skólavörSu- holtinu og leigir þar út kálgarðs- svæSi. MaSur sá er átt hefir gasstöSina í Reykjavík hefir boðið hana bæj- arstjórninni til kaups. Á hún að kosta 107,198 kr. 39 au. MeS venjulegu verSi þýzkrar myntar eru þaS 120,598.19 mörk. MaSurinn er þýzkur og heitir Froncki, hann gefur kost á stöSinni fyrir þetta verð; en meS því verði sem nú er á þýzkri mynt verða þaS aðeins 73,564,90 kr. (100 mörk 61 kr.), og þannig átti bærinn aB græða yf- ir 33,000 kr. ef hún er keypt nú. Nýlega er komiS út ársrit heilsu- hælisins á íslandi, fyrir áriS 1915. Fyrsta janúar 1915 voru sjúkling- ar þar 67, en meðaltal þeirra áriS 1914 var á dag 73,6. ÞaS ár voru deildir félagsins 32 og námu tillög þeirra 2,502.53 kr. 1 árstíðaskrá heilsuhælisins komu áriS 1914 2,984 kr., en 2,873 áriS 1915; alls eru komnir i hana 1,700 í ár. Þetta er mestmegnis fé sem gefið er í minningu látins fólks í stað blóm- sveiga. iNýlega var haldiS uppboS á fé á bæ í Sæmundarhlíð í Skagafirði. HafSi eigandinn dáið í vetur. Ærn- ar seldust lægst á 50 kr. og geml- ' ingar á 34—36 kr. Nýgift eru í Hull á Englandi ' J. G. Whittle símaverkfræSingur og ungfrú Lára Blöndal dóttir Magnúsar Blöndals verzlunarfull- trúa í Reykjavík. Hornsteinninn aS nýju bygging- unni sem HjálpræSisherinn er að reisa í Reykjavík var lagður 11. mai. Þar á að verða bæSi aðalbú- staður hersins og alment gistihús miklu stærra en áður; áætlað er að nýja húsið kosti 44,000 kr. Um 14,000 kr. hafa fengist með sam- skotum og 1000 kr. hefir Alþingi veitt. Eggert Stefánsson söngmaSur hefir ferðast víða um NorSurlönd í vetur og vor og sungið opinberlega í Stokkhólmi, Gautaborg, Kristjaníu og Bergen; er látiS mifcið af list hans í svenskum blöSum. Á ársþingi BúnaSarfélags íslands sem haldiS var í síðastliSnum mán- uði báru skýrslurnar þaS með sér að eignir félagsins um árslok 1915 voru 78,268.91 kr., en höfðu verið 76,613.75 viS árslok 1914; höfSu því vaxiS á árinu um 2,128.16 kr. Eftirfarandi fyrirtæki hafði fé- lagið styrkt. Mælingar og áveitur um 4000 kr. Vamir gegn vatnaágangi og land- broti 1500 kr. Til girSinga 3000 kr. Til jarðyrkjukenslu 800 kr. Til gróSrarstöðvarinnar 3300 kr. Til nautgriparæktar um 10,000 kr. Til eftirlitsmanns viS búnaðarkenslu um 800 kr. Til girðinga fyrir kyn- bótanaut 573 kr. Til girðinga fyrir kynbótahross 269 kr. Til héraSa- sýninga hrossa 300 kr. Til sauS- fjárkynbótabúa 1100 kr. Til hrúta- sýninga 240 kr. Til fóðurtilrauna sauSfjár 200 kr. Styrkur til verk- legs sauSfjárræktunamáms 50 kr. Tii vefnaSarnáms 200 kr. Til ut- anferSar handa mönnum er verk- fræði stunda 1600 kr. Til korn- forSabúrs 150 kr. Auk þessa hefir félagið gengist fyrir því aS menn öfluðu sér þekk- ingar á ostagerð, mjórkurmeSferð, slátrun sauðfjár, húsagerS og betri ljáum, og enn fremur styrkt Gísla GuSmundsson gerlafræSing til efna- rannsókna, er bráðum von á riti frá hounm um þau fræði. í félaginu eru um 1400 manns. “Lögbergi” hefir veriS s’endur dálítill ritlingur eftir Indriða Ein- arsson, sem heitir “Athugasemdir um fjármál, meS hliSsjón af reikn- ingi íslandsbanka 1915”. Kver þetta er einkar fróðlegt, en það er margbrotiS og þarf nákvæms lest- urs til þess aS skilja þaS og skýra. Þó sést þaS greinilega og tafarlaust hvílíkum risaskrefum landinu eða þjóðinni miðar áfram heima fjár- hagslega, ekki síður en í aðrar átt- ir. Segir IndriSi aS landsmenn hafi aldrei grætt eins mikið fé á nökkru ári síðan land bygðist, eins og áriS 1915; menn hafi lagt inn í bankana báða, öll þeirra útibú og söfnunarsjóS íslands á árinu fram yfir það sem út hafi verið tekið. ÞáS sem hér segir: Landsbank- ann og útibú hans 2,309,000 kr.; í íslandsbanka og útibú hans 1,879- 000 kr„ og í söfnunarsjóð íslands 51,000 kr, eða alls 4,239,000 (fjór- ar miljónir og tvö hundruð þrjátíu og níu þúsundir króna), sem inn hefir verið lagt fram yfir þaS sem út var tekiS. Og auk þess’ var lagt í aðra sparisjóði á landinu 1,761,- 000 krónur. Hafa því innlög í alla sparisjóði landsins á árinu verið sex miljónir króna. Auk þessa hafa menn borgað miljónir af skuldum. Verzlunarskuldimar voru 1913 taldar sex miljónir króna; mikiS af þeim er nú greitt. SíSar verður minst frekar á þessa litlu en merki- legu bók. Seinasti kaflinn í henni hefir fyrirsögnina: “tslendingar geta alt sem þeir aúija.” Þetta eru spakmæli eins og margt fleira af vörum IndriSa Einarssonar. Kansasog vínsölubann. Thompson efrideildar þingmað- ur í Bandaríkjunum flutti ræðu í þinginu nýlega, þar sem hann skýr- ir frá þeim hagsmunum sem ríkiS Kansas njóti og hann telur aðallega að þakka vínbannslögunum. Hann viðurkendi þaS aS í mörg ár hefSi lögunum í Kansas ekki veriS vel framfylgt; þau eru nú 35 ára göm- ul. En hann lýsti því jafnframt yfir aS síðustu 10—12 árin hefði þeim verið stranglega hlýtt; og þótt undarlegt megi virðast þá þakkar hann þetta aS mestu leyti konu einni sem margir kannast viS og Carrie Nation hét. Hún ferSaSist bæ frá bæ og riki úr ríki meS hand- öxi sína og braut eignir vinsalanna hvar sem hún kom því viS. Þess- ari konu hepnaSist að framkvæma eitt; þaS var þaS aS vekja eftirtekt i því aS lögunum væri ekki fylgt í Kansas, og upp frá því var þaS al- ment á vitund fólksins að hér væri bráð nauðsyn á breytingu. Þá var það sem Kansas vaknaSi og sá skyldu sína og nú kvað Thompson svo komiS að tæplega væri til vín- söluhús né leyniknæpa í öllu Kansas ríki. Hann sýnir einnig fram á þaS aS vínbann sé þar orSiS svo gróður- sett aS þaS haldist þar um aldur og æfi. ViS síSustu ríkiskosningar voru greidd atkvæði um aS leyfa þar vínsölu aftur og greiddu 90 af hundrað atkvæði á móti því. Mætti svo ætla aS Kansasbúar vissu hvaS hér væri um aS ræSa eftir 35 ára reynslu og þaS aS eftir þann tíma eru 90 af hverju 100 meS áfengis- banni er örugg sönnun þess aS lög- in reynast vel og hafa fest rætur. Fáeinar aðrar staðhæfingar þing- mannsins eru þess verðar að á þær sé hlustaS. DauSsföll eru færri í Kansas en í nokkru öðru ríki allra Bandaríkjanna. Þár er aSeins einn þurfalingur af hverjum 3000 ibúa og þar eru 38 fátækrastofnanir í héruSum, sem eru alveg tómar, en í mörgum héruSum eru slíkar stofnanir nú ekki til. Auðæfi Kans- as ríkis eru $1,630 á hvert manns- barh og er þaS tvöfalt á við maSal- lag í öllum rikjunum. Auk þessa er Kansas eitt af sex ríkjum sem ekki skuldar eitt einasta cent og 65 af hverjum 100 heimil- um í Kansas eru með öllu óveðsett; er þaS miklu meira en hægt sé aS segja um öll ríkin í heild sinni aS meðaltali. NiSurlagsorS þing- mannsins eru á þessa leið: “Upp- rætiS áfengisverzlunina og hafið þér þá rutt úr vegi versta böli sem þekkist x landinu og hafiS göngu sem meira stefnir aS því en nokkuS annaS aS leiða yfir þjóSina þægindi og velmegun, þjóSrækni og ham- ingju í öllum skilningi.” H. W. E. Aths.: — Þessa góSu grein sendi séra FriSrik Hallgrímsson Lögb. Hún stendur Lblaöinu “The Luth- eran” 9. marz 1916. Carrie Nation, sem þar er getiS um, er fræg fyrir axarferðir sínar. Ritstjóri Lög- bergs kyntist henni í Chicago 1901 og gleymir því aldrei hversu vel og sannfærandi hún flutti mál sitt. — Ritstj. Bréf Ritstjóri Lögbergs hefir fengiS langt og rækilegt bréf frá Thordi Johnson í Minnetonas. Þar er drepiS á helztu áhugamál Vestur- íslendinga; er þar ýmislega litiS á og sýnir bréfiS þaS glögt aS ÞórS- ur fylgist meS því sem fram fer og hugsar um það. Ekki getum vér verið samþykkir öllum skoðunum hans t. d. um þjóSernismálið, en hver hefir rétt til sinna skoSana. Honum finst aS máliS hljóti að hverfa og er tæpast hægt að efast um þaS, en þaS er eins og Dr. GuSmundur Finnbogason sagði að þótt vér vitum þaS fyrir víst að vér eigum það öll fyrir höndum aS deyja, þá fremjum vér ekki sjálfs- morS í dag af þeim ástæðum, nema því aðeins aS vér séum geSveik. Ritstjóri Lögbergs þakkar Þórði fyrir bréfiS; það er skemtilegt og fult af áhuga þótt þar kenni margra andstæðra grasa. Stjórnarskifti á Italíu. Þau tíðindi gerSust á ítalíu fyrra sunnudag aS stjómin sagði af sér völdum. Fyrst var því haldiS fram að þetta stafaði af því að stjómin vildi hætta stríSinu og semja friS, en þaS var boriS til baka siðar og er nú sagt aS óeirðirnar hafi aðeins stafað af pólitískri skoSanaskift- ingu. AS vísu hafa 37 jafnaðar- Vor-þrá. Lyft af þér þínum kalda klaka dróma nú kæra jörð mín, dauða sveipuð klæðum og sendu geisla sól, úr háum hæðum og hlýju vori gefðu þeirra ljóma. Eg þrái að heyra söngfuglana syngja og sólhýr blómin fram úr hnöppum brjótast og glaðan læk um ilautu græna skjótast og ljúfan heyra vorsins raddir klingja. ó, kom þú vor, brjót kuldans harða hlekki og hrek burt storma þá, sem andann særa og fjötrum binda, veikja von og líf. Svo þrey nú, sál mín, æðrast tjáir ekki þér ást og von mun sumrið bráðum færa, því oftast sæla kemur eftir kíf. Af hjarta þrái eg þig, mitt sanna frelsi, ó, þíða vor, er sorgir mínar bætir þú, sem að lífið lága og háa kætir og leysir bandingjanna þungu helsi. ó, vor! eg bið, gef vængi þreyttum anda sem vetrarkuldans reyrist hörðum dróma þeim anda, sem vill heimsins hleypidóma og heimsku flýja, brott til sælli landa. Lýs veginn mínum anda úr harma heim í hærri veröld, þar sem ástin drotnar og þar sem vizkan leiðir alt í Ijós, í sannleiksveldið, bjartan goða geim hvar gjörvalt þróast, fullkomnast en þrotnar þó ferst ei neitt og fölnar engin rós. S. B. Business and Proíessional Cards Member of Royal Coll. of Surcoone, Eng., fltakrlfaCur af Royal Cellege of Phyaiclana, London. 8«rfrae81nrur 1 brjðat- tauga- og kyen-ajflkdflaum. —fikrlbt S*5 Kennedy Bldg., Pertage Ave. (A roötl Baton'a). Tala. M. 114. Helmlll M ><>«. Tlml tll TiVtala: kl. ]—6 og 7—8 e.h. oo »’-|-l^*l%%V*ITiA*U*UViriAAJVV' Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Tklephonk gurv 320 Orpicn-TfMAR: 2—3 Haimili: 77SVictor8t. Tki.kphone siirt 381 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORNSON Office . Cor, Sherbrooke & William rKLKPHONH, GUIY 32* Office-tímar: 2—3 HKIMII.ll 7S4 Victor Street rBI.EPHONKi QAKRY T63 Winnipeg, Man, HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir lógfracCÍBgar, Skripstopa:— Room 811 McArthur Building, Portage Avenue Abitun: P. O. Box 1058. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipe* Gísli Goodman tinsmiður VERKSTŒÐI: Komi Toronto og Notre Dame I 1 Phone Oarry 298« UelKUllla Omrry J. J. BILDFELL rA«TBIONASALI Room 520 Unian Bank - TEL. 2691 Seiur hós og lótJir og annaat alt þar aOlútaadi. Peningalán ..* “ - - ■ I -I „„„PHJ. a Dr. J. Stefánsson 401 Boyd BuildinK COR. PORT^CE AVE. & EDMOfiTOft ST. Stuadar eingöngu augna, eyrna. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 f. h. og 2-5 e.h,— Tal.imi: Main 3088. Heimili 105 OliviaSt. Talsími: Garry 2315. J. J. Swanson & G). Verzla með fasteignir. Sjá um ,'PU14 húsum- Annast lán o. eld.ábyrgðir o. fl. 604 7110] FLUTTIR 151 Bannatyne Horni Rörie Str. í stærri og betri verksto Tals. Main 3Z KanalyElectri Motor Repair Special H1 Ave fur 180 cCo íst menn krafist þess aS striSinu sé hætt, en ekki er taliS líklegt aS þeir hafi nægileg áhrif til neinna fram- kvæmda. Paolo Baselli heitir sá er forsæt- isráSherrastöðuna tókst á hendur. Hann er 79 ára aS aldri og hefir veriS ráSherra í síðastliSin 40 ár, en þingmaSur síðan 1870. Heiður þeim sem heiður ber. A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST, 8elur lfkkistur eg annast Bjn útfarir. Allur útbón- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskooar minnisvaröa og legsteina rals. Heimlll Qmrry 21B1 n Offlc. „ 300 og 8TB J. G. SNÆDAL, •TANNLŒKNIR 614 Someraet Block Cor. Portage Ave. og Donald Streot Tals. main 5302. Tér lOBCJum aéntaku Ahoraiu á aalja meSBl afttr farakytftum Hln bastu miML sam hait ar »■ eru notuð nnfflnn. >a«ac p4r k» M mo» forskrlfUna U1 vor, meaiB | vara vtsa um a« ffl rétt þaB m Ueknlrlau takur tlL COIXLÍHJOB Jt CO. NotM Dmn Ava. rng Phana Oarry IIM i »4*1. Steam-No-More GLERAUGNA - HREINSARI Þess hafði verið fariS á lei’t viS hermálastjórnina í Canada aS kvæntir yfirmenn i hernum i Sew- ell fengju aS hafa konur sínar þar hjá sér; var það ætlun þeirra aS hafa í því skyni sérstakar herbúS- ir. FullnaSarsvar kom frá Ottawa 14. þ. m. í þvi máli og var þvi þver- neitaS. Hermálastjómin á stórar þakkir fyrir þennan sanngjarna úr- skurS. ÞaS hefSi gengiS hneyksli næst, ef fariS hefði veriS aS gera upp á milli manna í hernum þannig að yfirmennirnir hefSu fengið að hafa þar heimili sín, en óbreyttir liSsmenn ekki. Munurinn á æfi og launum yfirmanna og undirgefinna er nægilegur samt, þótt ekki séu veitt fleiri aukahlunnindi og meira gert til þess aS ala upp flokka- skiftingu og ójönfuS í hernum. Þegar menn eru aS leggja af staS í félagi þar sem líf þeirra er lagt í veS, þá virðist þaS vera sjálfsagt að jafnt sé látiS yfir alla ganga. CanadaþjóSin ætti aS vera þakklát hermálastjóminm fyrir þann jafn- aðaranda og þá sanngirnt, er hún hefir sýnt í þessu tilliti. Undir skemdum. Fundur var haldinn 14. þ. m. af sameiginlegri fulltrúanefnd C.N.R. járnbrautarfélagsins og kom- geymslufélaganna í Goose Lake héraðinu í Saskatchewan. KröfS- ust korngeymslufélögin þess að ráðin yrði bót á þeim vandræðum sem af þvi stöfuSu að korni yrði ekki komiS til markaðar þaðan. SögSu fulltrúar þeirra aS 329,000 mælar af hveiti og 1,000,000 mælar af öðru korni væru þar geymt, sem alt lægi undir skemdum ef þaS væri ekki flutt til markaSar tafarlaust. Járnbrautarfélagið lofaSi að sjá svo um aS það yrSi flutt í burtu fyrir lok júlímánaðar; kvaðst það skyldu láta flytja 700 vagna á dag, og ef ekki væri nóg af vögnum hjá þvi sjálfu, lofaði þaS aS fá vagna hjá C.P.R. til þess aS geta staSiB við þennan samning. er samsetningur sem hver maður er gler- augu brúkar œtti ekki að vera án. Ef ein- staka sinnum sett á gleraugun, heldur það þeim hreinum 6g ver ryki að setjastá þau, Breyting loftslags frá kulda til hita, setur ekki móðu á þau. Þér getið ekki fmyndað yður hvaða ágætis efni þetta ertilað halda gleiaugum hreinum. Vér ábyrgjumst það, annars fæst psningunum skilað aftur. VERD 25 c«*. WINNIPEG INTRODUCE CO., P-0• Box 56, - Winnipeg;, Man Hættulegasta veikin. Hættulegasta veikin sem þjáir mannkynið er ekki barna- veiki, bóla, lungnabólga, tauga- veiki eða jafnvel berklaveiki sem ræðst á tíu af hverjum bundrað manns hinna siðuðu þjóða. Hættulegasta veikin er blátt áfram hægðaleysi, sem er ekki eiginlega veiki í sjálfu sér Keldur orsök eða byrjun sjúk. dóma. Þetta sýnir hversu á- ríðandi það er að halda innýfl- unum í fullkominni reglu með Triners American Elixir of Bitter Wine. Þetta áreiðan- lega meðal hrein«ar flótt og vel úr líkamanum öll óhrein efni sem fyrir hafa safnast og er hættulaust. Það styrkir melt- ingarfærin og bætir meltinguna sjálfa; það linarhægðaleysi.gef- ur aftur matarlyst hjálpar meltingu, læknar taugasleppu, verndar heilsuna með eðlileg- um og hressandí svefni og skapar nýja krafta. Verð $1.30 fæ8t í lyfjabúðum. Jos. Triner, Manufacturing Chemist 1333- 1339 S. Ashland Ave., Chicago 111. Triners áburður linar þraut- ir, læknar gigt og tognanir taf- arlaust. Nudda hann vel inn í hörundið. Verð 70 c«nt6> Póstgjald borgað.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.