Lögberg - 29.06.1916, Page 2

Lögberg - 29.06.1916, Page 2
2 LOGBERG, FIMTUDAGINN 29. JÚNÍ 1916. Kafli úr fyrirlestrinum “Hvert stefnir”, sem Sig. Júl. Jóhannesson flutti. . 11. Apríl 1916. "Enginn fœr tnig ofan í jörð áður en ég er dauður.”—Þ.E. Margar íslendingasögurnar eru áhrifamiklar og stórkostlegar; en fáar þeirra taka þó fram Laxdæki. f>ar skiftast á ástaæfintýri og hryöjuverk; viökvæmustu tilfinn- ingar og mesta karlmenska. Allir þeir sem þá sögu hafa lesið, muna eftir Höskuldi á Höskuldar- stöðum. Hann átti konu er Þórunn hét, stórvitra og stórlynda. Hösk- uldur var höföingi mikill og nokk- urs konar fulltrúi Hákonar Noregs- konungs. Dvaldi hann til skiftis á íslandi og í Noregi. Það var einhverju sinni aö til þingsWar stefnt í Noregi, þar sem saman komu fulltrúar frá mörgum löndum, sérstaklega Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Höskuldur var þar staddur. Hann sá tjald eitt fagurt og mann tígulegan og skraut- búinn sitja í öndvegi. Höskuldur gekk að tjaldinu og spuröi hver ætti. Tjaldráðandi kvaöst heita Gilli og vera kallaður Gilli hinn rússneski: “Má vera aö þú hafir heyrt nafns mins getið”, sagöi hann. Höskuldur kvaö svo vera; sagðist hafa sannar sögur um þaö aö Gilli væri vellauðugur kaupmaöur og spurði hvort hann væri hér i verzl- unarerindum. Gilli játti því og spurði hvort Höskuldur vildi nokk- uð kaupa. 1 þá daga var talsvert um þræla- hald á Norðurlöndum eins og ann- arsstaðar, og kvaöst Hösikuldur gjarna vildu kaupa þernu eða vinnukonu. Gilli sagöist hafa tólf konur til sölu, og gæti Höskuldur valið úr, hann leit yfir hópinn, og veitti sérstaklega einni eftirtekt; sat hún úti í tjaldhorni og var töt- urlega klædd. Höskuldur kvaðst vildu kaupa þessa konu og spurði um verð; átti hún aö kosta þrjú pund silfurs og var það þrefalt verö á við hverja hinna. “En ekki vil eg svíkja þig á am- báttinni”, sagði gilli. “Hún er mál- laus, og má vera að þú teljir það galla svo stóran að þú gangir frá kaupunum. Hefi eg reynt allar hugsanlegar aðferðir til þess að láta hana mæla, en þess er ek*ki kostur.” Höskuldur kvaðst ekki ganga frá kaupunum að heldur, greiddi hon- um silfrið og tók ambáttina. Lét hanni hana tafarlaust afklæðast tötrunum og fékk henni góð klæði Var mönnum starsýnt á hana eftir hamskiftin og þóttust flestir aldrei fegri konu séð hafa. “Þetta er ekki venjuleg kona. heldur drotning”, sögðu menn. Höskuldur hafði hana heim með sér og varð hún þjónustustúlka eða öllu heldur ambátt Jórunnar. En eins og fyr er frá sagt var Jórunn skapstór og ekki altaf sem sann- gjörnust; reiddist hún ambáttinni eitt sinn er hún var að hjálpa henni til hvílu, tók sokka og barði hana af alefli í andlitið. Höskuldur sá að ekki mátti svo búið vera, keypti hann jörð handa ambáttinni uppi í Laxárdal og flutti hún þangað. Svo liðu fram timar þar til am- báttin fæddi son, var Höskuldur faðir hans og kallaði hann Ólaf. Pilturinn var/ efnilegur rneð af brigðum, hljóp hann og talaði tveggja vetra betur en önnur böm fjögra. Það var morgun einn að Hösk- uldur heyrði mannamál; gekík hann á hljóðið og heyrði að kona og barn töluðust við og sá hvar þau sátu á lækjarbakka. Var það Ólaf- ur og móðir hans og talaði hún nú fullum fetum; en hún veitti Hösk- uldi ekki eftirtekt. Varð henni bylt við þegar hann ávarpaði hana og sagði henni að nú þýddi ekki Iengur undan að færast né móti mæla; hann hefði heyrt hana tala og nú skyldi hún segja æfisögu sina. Hún var treg til, en lét þó undan. Kvaðst hún heita Melkorka og vera dóttir Mýrkjartans írakon- ungs; hafði hún verið hertekin af víkingum þegar hún var 15 ára gömul. Höskuldi varð mikið um söguna, en Jórunn lagði hatur á Melkorku. Móðir Ólafs ól hann upp frábærlega vel; kendi hún honum írsku jafnframt móðurijiáli hans og kvað það mega koma hon- um í góðar þarfir síðar. Þegar Ólafur var tólf ára var hann svo þrosikaður að hann reið til alþing- is, og var hann syo tígulegur maður i hvívetna og svo skrautgjarn þess utan að hann fékk auknefnið Pá. Einhverju sinni kemur Melkorka að máli við Ólaf og segir: “Þú ert hér ambáttar sonur; það ^r þér ósamboðið; far þú til írlands og finn föður minn Mýrkjartan kon- ung.” Ólafur félst á það og verður það úr að Melkorka fer til manns, sem lengi hafði viljað ná ástum hennar, og lofaðist til að giftast honum, var það einkum til þess að geta veitt Ólafi farareyri. Býst hann síðan úr landi og fær móður hans honum fingurgull er faðir hennar hafði gefið henni í tannfé: “Þetta skalt þú sýna föður minum” sagði hún, “og mun hann þá brátt kannast við þig.’’ Einnig fékk hún honum hnif og belti og bað hann sýna það fóstru sinni; það væri gjöf frá henni og mundi hún þekkja gripina. “Og seg henni að eg muni hana jafnan, sem hefði hún verið móðir min”, sagði hún. Ólafur lét í haf og lenti við fr- land eftir langa útivist og harða. Fann hann afa sinn og fókk hinar beztu viðtökur, eftir að hann hafði sýnt honum fingurgull móður s'inn- ar. En fóstra Melkorku var kar- læg fyrir sakir elli og sjúkleika, en þegar hún fékk þá fregn að sonur Melkorku væri kominn, stökk hún ofan úr hvílu sinni og gekk staf- laust á móti Ólafi; var hún hraust allan veturinn og þóttu það jarteikn mikil. Ólafur tók gömlu konuna á kné sér eins og barn og sagði henm alls konar sögur um móður sína; hann sýndi henni hnífinn og beltið og flutti henni kveðjuorð móður sinnar. Gamla konan horfði fram- an í Ólaf þar sem hún sat á kné hans og grét eins og barn. Um vorið bjóst Ólafur heim aft- ur. vildi hann þá hafa gömlu kon- una með sér, en afi hans aftók það; taldi hana ekki ferðafæra, en mörg voru glessunarorðin og heit sem hún sendi Melkorku og lofaði hún guð fyrir að hafa unnað sér þess að sjá drenginn hennar áður en hún legðist til hinstu hvildar. Þegar Ólafur kom heim, var eins og móð- ir hans drykki með áfergju hvert orð er hann sagði frá átthögum hennar; en dýpst áhrif hafði það á hana þegar Ólafur bar kveðjuorð- in frá fóstru hennar; þótti henni mjög fyrir að hún skyldi ekki koma með honum. Ólafur Pá átti Þorgerði dóttur Egils Skallagrimssonar og var son- ur þeirra Kjartan Ólafsson. Þegar mikið gengur á dettur manni margt í hug. Að undanförnu hefir tæpast verið um annað talað en “hvert stefnir”. Svo hefir þessi tveggja atkvæða setning orðið föst og rótgróin í hugum manna að hún hefir svo að segja orðið að orðtaki um hvað sém talað hefir verið. Það er undarlegt hvernig einstök orð og einstakar setningar bíta sig fast inn í meðvitund manna og minni, alveg eins og einstakar per- sónur. William Steacf, hinn frægi enski rithöfundur og blaðamaður, sagði einhverju sinni á fjölmennum fundi i Lundúnaborg að aðalhæfi- leikar blaðamannsins væru í því fólgnir að finna fyrirsagnir greinum sinum. Og Benedikt Gröndal sagði á Stúdentafélagsfundi í Reykjavík fyrir mörgum árum að kvæði sumra skálda og rit sumra maijna væru eins og höfuðlaus skepna vegna þess að þeir kynnu ekki að skapa fyrirsagnir; enda var Grönd- al manna hitnastur þar sem annars- staðar. “Tólf álna langt og tírætt kvæði” er víst einkennilegasta fyr- irsögn sem nokkrum manni hefir dottið í hug. Hvort það er af því að séra Björn sé Benedikt Gröndal annar í því að finna fyrirsagnir eða efni þeirrar greinar, sem þetta nafn hlaut, hefir haft svona mikil áhrif á fólk, um það skal ekki dæmt þótt það að líkindum sé fremur hið siðartalda. En hvað sem um það er, þá er það víst að viðkvæma strengi hefir greinin snortið víða. Sumir hafa orðið himinlifandi af gleði. Þeim hefir fundist þarna koma fram talsmaður þeirrar stefnu að kveða niður eða kirkja íslenzkt þjóðerni og íslenzka tungu og það hafa þeir viljað; þótt þeir, ef til vill séu ekki margir, þá eru þannig hugsandi menn til vor á meðal Aðr- ir hafa fylst heilagri vandlætingu og reiði og talið hér vera ráðist á helgidóm feðra vorra og mæðra; þeir hafa séð upprisinn óvin vor á meðal, sem niður þyrfti að kveða með einhverjum ráðum. Þeir hafa jafnvel þrifið Saltarann og fleygt í höfuð honum. Aftur hafa veriö enn aðrir sem sjá aðeins stefnu- mun að sama takmarki og þeir sjálfir vilja komast, og þótt þeir ekki fallist á þessa nýju aðferð, þá skoða þeir málið í ró og næði. En hvernig stendur á öllum þess- um ósköpum ? hvernig stendur á því að tæpast mætast svo tveir menn að ekki beri orð þeirra fyr eða sið- ar að setningunni “hvert stefnir?” Hefir aldrei verið rituð grein um þjóðmál vor fyr, sem eins djÁpt snerti strengi vors innra manns? Jú, vissulega; en vér lifum á ein- kennilegum tímum. Orð sem eng- P&cket of WILSON S FLY PADS WILLKILLMORE FLIESTHAN v$8°-°W0RTH OF ANY STICKY FLY CATCHER Hretn í meðferð. Seld í liverrl lyfjabúð og í matvörubúðum. inn tekur eftir venjulega, berast eins og eldur i sinu á vissum tím- um og við viss tækifæri. Hugur einstaiklingsins og þjóðarinnar er nú sem stendur svo næmur fyrir öllu að ekkert má út af bera til þess að í kvikni. Það er eins og menn sjái landráð í hverri hreyfingu og heyri landráð í hverri setningu sem töluð er, lesi landráð á bak við hverja línu sem rituð er; það eru jafnvel kölluð landráð að þegja og menn dæmd- ir hegningarverðir fyrir það sem þeir segja ekki. Þégar hugur manna er svona næmur eða hvað það á að kallast, þá veit maður al- drei hversu lítið þarf til þess að kveikja í. Eg sagði að þegar mikið gengi á, þá dytti manni margt í hug. Eg hefi satt að segja verið einn af van- trúarmönnum að því er íslenzkt þjóðemi snerti. Mér hefir fundist tungu vorri svo misboðið og mis- þyrmt hér að eg hefi ekki getað séð að henni væri lífsvon til lengdar, sem lifandi töluðu máli. Eg get sagt það með góðri samvizku að eg hefi altaf viljað sjá veg henni til lífs og líknar, en mín augu hafa annaðhvort verið svo blind eða svo vel sjáandi að eg hefi ekki séð þann veg; mér hefir fundist tunga vor svo að segja dauðadæmd innan tveggja eða þriggja kynslóða. Og þetta hefir hrygt mig stórlega, því eg er einn -þeirra sem trúi því að íslenzkar bókmentir séu fegurri, auðugri, sterkari og heilbrigðari, en flestra annara þjóða. Eg trúi því ekki að allar þjóðir hafi öll ein- k«nni, ill og góð, í jafn ríkulegum mæli, fremur en eg trúi því, að allir einstaklingar séu jafn gáfaðir eða jafn góðir. Það er víst að hver einstaklingur hefir sin einkenni og þvi er öldungis eins varið með þjóð irnar, sem einstaklingarnir mynda. í hinni lægri náttúru sést það glögt að loftslag, landslag og fleira hefir áhrif á jurtir og jarðar gróða. Fuglar taka lit af skógum og mörk- um og sama er að segja um ýms skorkvikindi og skriðdýr; þau verða að Iit eins og jarðargróður þess lands sem þau lifa í og að sama skapi má sjá og finna skyldleika- svip þjóðanna við landiö sem þær byggja. Sérstaklega er það hið andlega sem land og loft hefir áhrif á. Tökum til dæmis' skáldfn. Þau yrkja eftir því í hvaða landi þau eru fædd og upp alin. Maður sem fæðst hefði á sléttunum í Manitoba og aldrei hefði annarsstaðar komið, þann mundi yrkja fögur ljóð ef hann væri skáld — um hina gul- bleiku sólkystu akra og hina frjó- þungu mold. Hann mundi yrkja um blásandi og másandi gufuljón, sem þyti hjólfætt eftir lífæðum landsins, eins og óviðjafnandi sendiboðar. Hann mundi yrkja um heiðskiran himininn og heita sól- stafi, sem færu eins og heilagir guðs fingur um frjómold akranna, til þess að leggja blessun sína yfir störf mannanna. Þannig mundi það skáld yrkja, sem hér væri getið og fætt. Og framtíðin á eftir að syngja slíka söngva. Þótt hér séu enn ekki slík skáld til hérlend, fremur en ull í geitarhúsi. — En íslenzku skáldin kveða við annan tón. ' iÞau sjá himinblá fjöllin teygja tindana í ómælisgeyminn og benda sálum sínum til æðra heims; þau sjá miðnætursólina eins og vak- andi auga yfir þeim sem þreyttir hvíla; þau sjá öldur hafsins hefjast með heljarafli, sem ímynd ómælis styrkleíka; þau sitja við fossinn hátt drynjandi og stynjandi með froðufalli, stökkvandi tröllaskref- um stall af stalli og sillu af sillu, og þau sitja við hjalandi lindina og líðandi lækinn og undirraddir sálna þeirra syngja með þeim í sam- hljóðan. íslenzku skáldin tala í heilagri leiðslu við góðvætti og vemdarengla landsins, heilladísir þjóðarinnar og varðsvipi. Þau rekja sig í anda eftir ljósþráðum sögunnar inn í grafir hinna dánu, tala þar við hina framliðnu og fá véfréttir frá þeim. Þau sækja þangað ótal myndir sorga og hörm- unga, ótal myndir reynslu og rauna, ótal myndir gæfu og gleði; ótal myndir hugarsælu og himneskrar ánægju; íslenzku skáldin fara bók- staflega á vængjum hugsana sinna niður til helvítis þess, er þjóðin kvaldist í um langan aldur og upp til himins' þess er hún á að hljóta þegar tímar liða fram. Islenzka þjóðin er öðruvísi en allar aðrar þjóðir; hún er alvöru meiri, veigameiri, trúrri, og það er landinu að þakka; hún hefir sín dýpstu sálar einkenni frá því. Og þegar maður hugsar um það hvilíka fegurð og styrkleika og helgi íslenzka tungan á heima á vörum móðurþjóðarinnar, og ber það saman við vort daglega, svo- kallaða islenzka mál hér vestra, t. d. í Winnipeg, þá getur maður tæp- lega varist því að verða snortinn af eins konar meðaumkvun, rétt eins og tungan væri lifandi og til- finnandi móðir vor, sem oss tæki sárt að sjá illa farið með. Þegar vér heyrum t. d. sagt að einhver hafi “skar” á nefinu, í staðinn fyrir að segja ör; eða einhver muni “starfa” af því hann hafi ekkert að gera, í sfað þess að segja að hann muni svelta; þegar vér heyrum einhvem segja að hann hafi tekið stóran “kropp” úr jörðinni, í stað- inn fyrir að segja uppskeru; þegar maður heyrir einhvern segja að það sé “krakki” í diskinum, i stað- inn fyrir að segja brestur; þegar maður heyrir einhvern tala um að “borða” sjálfan sig, í staðinn fyrir að fæða sig; þegar maður heyrir talað um að einhver komi “renn- andi” í staðinn fyrir hlaupandi; þegar maður heyrir talað um að “passa” brauðið á borðinu í staðinn fyrir að rétta það; þegar maður heyrir talað um að “klina” diskinn i staðinn fyrir að hreinsa hann; þegar maður heyrir talað um að “fíla” vel í staðinn fyrir að líða vel; þegar maður heyrir talað um að “taka trein” i staðinn fyrir að ferð- ast með járnbrautarlest; þegar tal- að er um “trippið” í staðinn fyrir ferðina; þegar talað er um að fara á “sjó” í staðinn fyrir leikhús; þegar talað er um að “fitta” föt á mann' i staðinn fyrir að mæla; þegar tal^ð er um “harness meiker- inn” í staðinn fyrir aktýgjasmið- inn; þegar talað er um “sjoppið” fyrir vinnustofuna; þegar talað er um að “homstedda” í staðinn fvrir að nema sér heimilisréttarland; þegar talað er um að “pleia” í stað- inn fyrir að leika; þegar talað er um að “bíta” í staðinn fyrir að vinna; þegar talað er um að “klósa dílinu” í staðinn fyrir að fullgera kaupin og ótal margt fleira, þá rennur manni til ryfja og sér stak- lega þegar vér gætum þess að svona er málið hjá okkur, fyrstu kynslóð inni; hvernig ætli það verði þá hjá þeirri þriðju eða fjórðu eftir sama áframhaldi? Og allar þessar setn- ingar sem eg taldi eru algengar og daglegar; hver sem hefir opin eyru hlýtur að heyra þær oft og mörgum sinnum. Þegar eg var að hugsa um þetta, hugsa um það hvílíka niðurlægingu málið væri komið í, datt mér í hug sagan um hana Melkorku. Húii var tiginborin kona, hún var kon- ungsdóttur; hún var frábærlega fögur og hún var vitur. En forlög (hennar voru þau að hún varð fyrir- litin ambátt — hún var seld fyrir peninga og varð að lifa eftir skipun °g geðþótta annara manna. Hver getur gert sér i hugarlund alla þá djúpu sorg, sem leyndist í sál þeirr ar formóður vorrar? Mér finst sem Melkorka konungsdóttir, móð- ir Ólafs Pá og amma Kjartans Ólafssonar og formóðir vor, koma lifandi fram fyrir sjónir vorar hér í kveld og segja sögu sina; lýsa til- finningum sínum. Mér finst eða heyrist hún mæla og lýsa þeirri bar áttu, þegar hún — sjálf konungs- dóttirin—varTráð vera seld eins' og skepna. Var það ekki eðlilegt að hún hlífðist við að eyða orðum sín um, þegar hún var tekin svona og seld eins og önnur vara? Var það ekki eðlilegt að henni fyndist hún þá fremur heyra til mállausum skepnum en mælandi mönnum? Og var það ekki eðlilegt að hún legði árar í bát? Jú, mér finst sem vér Öll hljótum að skilja það. * Oboðinn gestur. 1. "Vesall maður, sem ekki hefir Saga eftir Jón Trausta. siðferðislegt þrek til að vinna landi sínu gagn og sóma, á að skríða í felur og skammast sín.” Það er von, að þú segir það, og víst er hann áhyggjuefni, þessi undarlegi faraldur, sem er að stinga ur sér niður meðal vitrustu og beztu manna þjóðarinnar. — Þú hlærð .. ? Nú jæja. Vitlausustu og verstu mennirnir eru það þó að minsta ‘kosti ekki. En nú skulum við ekki fara að þrátta um þetta. Eg átti auðvitað við þennan ískyggi- lega og einkennilega faraldur með- al háttvirtra þingmanna — fulltrúa 1 háttvirtra kjósenda — þetta, þú skilur, að þeir eru altaf að smá- týna tölunni. Að hverju ertu að hlæja? — Altaf að smá-týna töl- unni. Eg sagði það. — Einn fór í fyrra, og annar fór í hitt-eð-fyrra — varð snögt um báða. Einum var “laumað inn eftir” í fyrra og öðrum í sumar. Það er ekki látið bera mikið á því. En full ástæða >ótti til að láta þá vera um stundar sakir undir höndum sérfræðings.— Og ef þetta er ekki ískvggilegt, þá veit eg ekki, hvað iskyggilegt er fyrir þetta fátæka og fámenna land, og sama segja háttvirtir kjósendur mínir, þeir sem á þetta hafa minst. Og þó vita menn um fæst tilfellin; það getur þú reitt þig á. Það eru ekki allir háttvirtir alþingismenn gefnir fyrir að kvarta fyr en í fulla hnefana. Og eg get fullvissað þig um, að fleiri dragast með kvillann, en almenningur hefir veður af, þó að þeir afberi hann fyrir karl- mensku sakir, eða eitthvað óvænt komi þeim til bjargar. — En verst af þessu öllu saman er, að háttvirt- ir kjósendur ganga þess gersamlega duldir, hvað þetta eiginlega er, sem að mönnunum gengur. Þegar til- fellin verða alvarleg—þegar þau kosta mannslíf, — eg á við, þegar snögt verður um einhvern-------þá hrökkva menn upp og spyrja og spyrja, en enginn svarar. Allir vita, hve dánarskýrslur blaðanna eru ábyggilegar. — Og læknarnir? — Þeir annaðhvort halda kjafti eða tala tóma latínu, sem fæstir hátt- virtir kjósendur skilja, — kalla þessi alvarlegu tilfelli strangulatio eða einhvern þremilinn, og orsökina conslientia vitiorum, eða eitthvað þaðan af vitlausara. — Þeir eru ekki að hugsa um háttvirta kjós- endur, þessir lærðu fuglar. — Con- scicntia vitiorum o& strangulatio— eintómir steinar fyrir hrauð, þegar háttvirtir kjósendur spyrja í ein- lægni. Þeim væri skammar nær að “óperera” háttvirta þingmenn — skera úr þeim þetta, sem þeir kalla conscientia vitiorum” svo að það yrði þeim ekki að rneini og bærist lekki til annara, — hugsaðu þér, ef það t. d'. færi að breiðast út meðal háttvirtra kjósenda! — Eg segi nú ekki mikið. Fæst orð hafa minsta ábyrgð. En hugsaðu þér annað eins! — Það er annars skaði, að ekki skuli tíðkast almenn líkskoðun, þegar háttvirtir þingmenn deyja, einkum þegar verður snögt um þá. — Almenn likskoðun, — eg á við þetta, sem kallað er castrum doloris, þegar konungar og önnur stórmenni eiga i hlut. — 'Þú fyrirgefur, vinur, þó að eg bregði fyrir mig latínunni minni. Eg geri það líka stundum á kjörfundum. Það er ómissandi salt í matinn, og háttvirtir kjósend- ur kunna vel að méta það. — Já, eg átti við castrum doloris — sorg- arsýningu á líkinu í konunglegum stíl, svo að háttvirtum kjósendum gæfist kostur á að sjá fulltrúa sinn j síðasta skiftið og sýna honum síðustu lotningu. Og víst ættu háttvirtir þingmenn það skilið, ekki síður en konungamir. Þeir, vitr- ustu og be....... Nú, þú mátt nú ekki heyra það.------En þá gætu háttvirtir kjósendur ef til vill — svona í kyrþey, auðvitað — athug- að líkið, t. d. hálsinn, og komist að því rétta um það, hvað orðið hefir háttvirtum þingmanni að bana, og nefnt það svo á s'ínu eigin máli, án þess að sækja vitið í læknana. En hvað sem þessu líður nú öllu saman, þá veit eg, að þú ert mér sammála um það, að þetta er áhyggjuefni — og meira en það. JÞað er beinlinis hryggilegt. Hugsaðu þér annað eins. Ekki komið nema fram í mitt kjörtíma- bilið, og þessi dularfullu fyrirbrigði orðin svona tíð. Ekki fer þeim fækkandi undir nýju kosningarnar. — Eg fer nú að spyrja í huganum, hvað margir muni lifa kjörtímabil- ið af. Þú hlærð, eins og vant er. En mér er þetta, svei mér, blá- alvara! En nú ætla eg að segja þér ofur- litla sögu, sem ef til vill lyftir huldunni af þessum leyndardómi fyrir þér. — Eg hefi engum lifandi manni sagt hana, og segi hana ehg- um lifandi manni, nema þér einum. Þú veizt, að eg er ekki kjöftugur — þó að eg sé málugur, það er alt annað. Mælgi og lausmælgi eru sitt hvað. — Eg veit líka, að þú ert ekki lausmáll. — En mundu það, að eg hefi ekki sagt hana neinum lifandi manni öðrum en þér, og eg trúi þér einum fyrir henni. Eg geri það af því, að þú ert nú gamall vinur minn og skólabróðir og þar að auki háttvirtur kjósandi, sem hefir stutt mig með ráði og dáð til að hljóta það þingsæti, sem eg nú hefi, með þeim beinum, — þó mög- ur séu — sem þangað kann að verða hent. — Beinum, segi eg. Hamingjan hjálpi mér! Hvað er að tala um bein! — Bankaráðsmað- endurskoðunarmaður Lands- bankans — gæzlustjóri — endur- skoðunarmaður landsreikninga — milliþingaforseti, einn ráðunautur í viðbót — milliþinganefnd — — alt saman tóm peningaumslög, sem flokkurinn er búinn að taka inni- haldið úr til flokksþarfa — handa rægitólunum, sem skrifa nafnlaust blöðin, og hinum rægitólunum, sem læra blaðaróginn og hlaupa með hann milli háttvirtra kjósenda undir kosningar. — Beinin — Kroppaðar hnútur, sem mönnum þykir virðing í að verða fyrir. — En sleppum þvi nú. Eg ætlaði að segja þé'r söguna — í trúnaði, auð- vitað. — Eg hefi nefnilega einu sinni fengið snert af þessu — þess- um kvilla, þú skilur, — þessu, sem þeir lærðu kalla conscientia vitior- um. — Viltu ekki koma ofan í Kringlu og þiggja kaffi —? II. O-o, við hofum nægan tíma. Jón Jónsson i Sjálfstæðinu er nýbyrjað- ur að halda ræðu um sjálfstæði þjóðarinnar, og hann er svei mér ekki bráðum búinn. — Nei, á dag- skrá er frv. til laga um útflutning hrossa, en sjálfstæði þjóðarinnar má alstaðar koma að. — Hvort nokkur hlustar á hann. — Já, eg held nú það. Forsetinn og annar skrifarinn, einn þingmaður að vast- anverðu og einn að austanverðu í salnum — og svo auðvitað ræðu- skrifaramir. Hinir voru á smá- þingmálafundum úti í hornum og frammi í lestrarsalnum. Það gerir ekkert til. Þessi ræða er ætluð hátt- virtum kjósendum, en ekki þing- mönnum. Á morgun kemur hún út í blöðunum. En nú byrja eg á sögunni. KAUPMANNAHAFNAR Vér ábyrgj- umst það ac vera algjörlegf hreint, og það bezta tóbak i heimi. Ljúffengt og sndingar gott af því það er búið.til úr safa- miklu enmildu tóbakslaufi. MUNNTÓBAK Við vorum að slíta fundi — iöngum, löngum fundi. Og sólin skein inn í háttvirta neðrideild — á bakið á hæstvirtum forseta og framan í vesalings ræðuskrifarana, svo að þeir urðu “blindir”, — sem ekki voru það áður. — Á bakið á hæstvirtum ráðherra, og framan í alla andstæðinga hans — hina auð- vitað líka — að ógleymdu öllu öðru, sem sólin skín á í háttvirtri neðri- deild .......... Þvættingur. Sól- in skín aldrei inn í háttvirta Neðri- deild, aldrei að eilífu, því að glugg- arnir snúa beint í norður. Þar að auki hefir mig líklega verið farið að dreyma, því að þetta var löngu eftir miðnætti í septembermánuði, kl. eitt eða tvö um nóttina. Að minsta kosti er það aldrei almenni- lega ljóst fyrir mér, hvernig það var. — Það 'gerir heldur ekkert til. — En við vorum sem sé að slíta fundi í háttvirtri Neðrideild. Deildin hafði gengið með fullum krafti í marga daga og margar næt- ur samfleytt—hamast, eins og vind- mylla i roki,—nei, eins og gufuvél í koladalli, svo að eg taki aðra sam- Iíkingu hinni skáldlegri—bullan upp og bullan niður, upp og niður, upp og niður i sífellu, sjóðandi olían ýrist í allar áttir, gufan spýtist hvæsandi upp um öll op, utanborðs löðrar allur sjórinn í froðu, en bullan gengur upp og niður, stynj- andi, stappandi, með kremjandi þunga — þarna heyrirðu, hvort mér getur ekki tekist upp.----Þannig hafði deilan hamast. Og það hafði gengið undan henni. Það var ekk- ert smáræði, sem eftir hana lá. 14 til 16 mál á dagskrá á hverjum degi alla vikuna, og öll afgreidd. Og það voru engin smá-mál. Það var t. d. frumv. til laga um breyting á Iögum nr. 23. 14. nóv. 1908 og lög- um nr. 16, 21. jan. 1862, sbr. tilsk. frá 19. júní 1860, og opið bréf 15. febr. 1872. — Og sömuleiðis frumv. til laga um viðauka við lög nr. 35, 12. des. 1913 og kgl. tilskipun 10. marz 1755. — Og enn fremur frumv. til laga um breyting á við- auka við lög nr. 28, 29. okt. 1912. — Og enn fremur 2030 breytingar og bætur frá ýmsum lögum frá þrem síðustu þingum. — Og svo eru þessi stón-merkilegu lög um veinkaleyfi á andrúmsloftinu, og önn ur um emkaleyfi til að vinna—eitt- hvað—úr íslenzkum hverum,—þeim var nú vísað til nefndarinnar aftur, og þar sofnuðu þau. — Og svo var þetta dæmalausa frumvarp, sem einhver gárungi hafði narrað Jón Jónsson í Sannfæringu-sinni til að flytja. Það var um fyrningu veð- réttar, og var orðið að lögum fyrir langa-löngu, alveg orðrétt. — Þú hristir höfuðið. — Hvernig á nokk- ur maður að vita, hvað kann að vera orðið að lögum og hvað ekki ? — Veizt þú, t.d. hverjar hafnir er búið að löggilda og hverjar ekki? — 60—70 ný lög eftir hvert þing — það er álitleg viðkoma! Menn geta verið vitrustu og beztu menn þjóðarinnar, þótt þeir ikynnu að villast í öðru eins moldviðri. En — hvað var eg nú eiginlega kominn langt í sögunni? Já, nú man eg það. Við vorum að slíta fundi í háttvirtri Neðrideild — ein- um af þessum óendanlegu fjárlaga-. fundum, sem heilbrigð skynsemi fæstra háttvirtra þingmanna lifir af. Eg hafði haldið eina ræðu — eina dómadags-ræðu um eyðslusemi stjórnarinnar — undirbúningsræðu undir næstu kosningar, eins og þú skilur. — Eg var vel undir búínn og lét mé'r takast upp — var bæði napur og harðorður og lagði ekki fingurna á milli. — Það var öllu óhætt, því að hæstvirtur ráðherra var þá stundina inni í hinni deild- inni. Þegar ræðan var búin, naut eg hennar í anda á eftir, og lét hina segja, hvað sem þeim þóknaðist. Eg las hana upp í huganum, orð fyrir orð, og gerði á henni þær um- bætur, sem eg ætlaði síðar að skrifa nið.ur, þegar mér gæfist tækifæri til að leiðrétta það, sem skrifaramir — dauð-þreyttir og hálf-sofandi — hefðu haft eftir mér, svo að hátt- virtir kjósendur fengju vöruna sem vandaðasta. Að þessu var eg það gem eftir var fundarins, á meðan 30—40 ræður annara beljuðu um hlustirnar á mér. Hvern fjandann varðaði mig um þvaðrið úr þeim. Eg naut minnar eigin ræðu og naut hennar x bezta tómi innan um alt skvaldrið; eg var ekki kominn þang- að til að láta þá sannfæra mig með orðastraumi. — Svo hrölck eg upp við það frá mínum sælu draumum, að atkvæðagreiðslan var skollin á. (Framh.) Kallað eftir tilboðum. Öllum störfum var hætt við þinghúBið á laugardaginn. Ástæð- an var sú að verið er að undirbúa auglýsingu eftir tilboðum í vinnuna. Er búist við að tilboðin verði gefin út í þessari viku og verður því ekk- ert gert við byggingarnar fyr en til- boð hefir fengist, ef það fæst nokk- uð. r Til Sig. Júl. Jóhannessonar Eg heilsa þé'r vinur í meiningu máls því, mig hefir dreymt það að andinn sé frjáls þó reirður sé verkamanns viðjum, að hvar sem við göngum þá greiði það spor, hún gugni ekki trúin á sannlei'k og þor, í ljósi því óhræddir iðjum. Þar sestur með pennann þinn aftur þú ert í ábyrgðar sæti, þar velkominn sért því fáment er lið vort með ljósið, þar sólina byrgja hin svörtustu ský og svo veldur ónýtur mannfjö'ldinn því að hreinlyndið fær ekki hrósið. Að æða um götur og athuga ei neitt því íslenzka bezta í flag getunbreytt þar vaninn hann völdunum heídur, og tilbiðja gullkálf sem guð þessa lands og grátandi krjúpa við fótstallinn hans það andlegri ómensku veldur. Þú þekkir svo margt sem að lýginni laut og lifandi rotnar á þjóðlífsins braut þar sannleikann sagt hafa fáir. En hinum sem langaði ljósið að sjá i lífinu hvervetna stjakað var frá þeir voru svo veikir og smáir. Þú skilur það alt saman vinur, svo vel að von minni ljóselskri sigur það tel í sætið þú sezt hefir aftur, Því frá þinum penna mun s'annleikinn sjást og sigur hins góða á endanum fást, þig leiði hinn ljóshelgi kraftur. Sigurður Jóhannsson. Keewatin, Ont. /

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.