Lögberg


Lögberg - 29.06.1916, Qupperneq 3

Lögberg - 29.06.1916, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUBAGINN 29. JÚNl 1916. 3 EKKI ER ALT SEM SÝNIST Eftir Charles Garvice “Eg skil ekki hvers vegna þessi heimska stúlka lætur gólfdúkinn liggja samanvafinn, nema það sé til þess að eg fótbrjóti mig”, var hin alúðlega kveðja hans. “Eg vildi að einhver ykkar dytti um hann, þá yrði ef- laust tekið eftir honum, en hvað gengur hér á? Hvað þýðir alt þetta stáss?” bætti hann við. “Það er dansinn, pabbi”, svaraði Júlía lágt. “Ó, þessi bansetti dans. Eg veit ekki hvers vegna þið viljið afla mér þeirra útgjalda? Til hvers gagns er það ? Nú hafið þið veriö þar síðustu fimm árin, án annars árangurs en þess, að minna fólk á að þið eruð fimm árum eldri. Eg verð veikur af því að heyra orðið dans, og eg fæ naumast annað að heyra alla næstu viku”. “Það er þá líklega Dezt að við förum ekki”, sagði Júlía, en gaf föður sínum nánar gætur. “Já, það er aðferðin”, sagði hann ákafur. “Hættið þið því, auðvitað verðið þið að fara. Þið þekkið stöðu mína nógu vel til að vita, að eg verð að eyða dálitlu til að halda henni við. Auk þess —” hann þagnaði og leit niður á tyrkneska gólfteppið. “Hvað þá, pabbi?” spurði Emmelina. “Hefir nokkur ykkar verið úti i kveld?” spurði hann. “Nei—að eins Jóan”. “Ó, Jóan”, sagði hann. “Hefir hún þá sagt ykkur nýjungina ?” “Nýjungina? Hvaða nýjung? Jóan segja nýjung- ar?” sagði Júlía fyrirlitlega. “Hún hvorki sér eða heyrir neitt, nema máfarnir öskri það inn í eyrað á henni. Hún fer aldrei annað en ofan í fjöru og á klettana, og þar hefir hún líka verið í kveld”. “Hún dettur líklega einhverntíma ofan fyrir og drepur sig”, sagði ofurstinn alúðlega. “Nú, hún hefir þá ekkert sagt ykkur? Hum”. Hann þagnaði og horfði litlu augunum á ungu stúlkurnar. Brosti svo og sagði fljótlega: “Stuart Williars er kominn til “The Wold”. Ungu stúlkurnar störðu augnablik á föður sinn með opinn munn, og sögðu svo báðar: “Lávarður Williars?” “Já, Carnford sagði mér það í klúbbnum. Það er enn ekki opinbert, Carnford hafði heyrt það af tilvilj- un. Hann kemur á morgun”. “Á morgun”, hvíslaði Emmelina með lotningu. “Já, hann kemur alveg óvænt heim”, sagði ofurst- inn og kinkaði kolli. “Þið vitið að hinn gamli lávarður Arrowfield dó, og að Williars er erfingi hans. Gamli maðurinn átti nokkrar miljónir”. Systurnar depluðu augunum. “Williars lávarður fær bæði nafntignina og peningana, en tekur það síðara og lætur hið fyrra eigá sig, því hans nafntign er miklu eldri. Nú kemur hann heim til að gifta sig—að því er Carnford sagði. Til að gifta sig og reisa bú”. Ofurstinn brosti. Nú varð augnabliks þögn, svo sagði Júlía án þess að líta upp: , “Er—er alt sem sagt er um hann satt, pabbi ?” “Satt?” endurtók ofurstinn. “Hver getur vitað það með vissu—og hver skeytir um það nú? Það var annað mál meðan hann var fátækur maður, sem ekki háfði efni á að lifa á sinni eigin jörð, en var neyddur til að flækjast um meginlandiö; en nú á hann fleiri miljónir, svo það er naumast sú persóna til, sem ekki álítur hann að vera engil. Og hvað þýðir það annars ? Eg hefi sagt ykkur, að hann er kominn heim til að gifta sig”. “Þekkir þú hann, pabbi ?” spurði Emmelina. Augu hennar geisluðu og föla andlitið hennar roðnaði ofur- lítið, sem gerði hana næstum fallega. “Já, við höfum verið í sömu herdeild, og við verð- um eflaust góðir vinir.” Hann leit í kringum sig í herberginu. “Júlíana, það er bezt að við fáum okkur nýtt gólfteppi, en þú verður um fram alt að velja eitthvað sem er fallegra en þetta. Þessi gerð er sú ljótasta af öllum, manni verður ilt af að horfa á þessa fölu, skitnu liti—og sko—” hann tók pyngju upp úr vasa sínum og rétti henni fáeina seðla — “eg hefi verið heppinn í kveld. Og kauptu svo eitt- hvað handa ykkur sjálfum”. “Ó, kæra þökk. Þessir peningar koma í góðar þarfir. Loadbys heimtaði borgunina um leið og hann sendi dúkinn hingað. Það var þó gott áð þú varst heppinn”, hrópuðu báðar stúlkumar og gripu pening- ana. “Já—á” sagði ofurstinn. “Já—á—eg var mjög heppinn. En—það er bezt að þið kaupið nýjan kjól eða eitthvað því líkt handa Jóan”. “Ó—Jóan”, sagði Júlía kæruleysislega. “Þess er engin þörf, hún getur beðið. Merínóskjóllinn hennar er snotur enn þá. Merínó er það hentugasta fyrir hana”. “Já, Jóan ætti að skrifa meðmæli til klæðasalans”, sagði Emmelina og hló háðslega. “Hún hefir notað þenna kjól í tvö ár”. “Og svo getur hún hæglega notað hann i nokkra mánuði enn þá”, sagði Júlía. “Ef hún væri ekki svo hlægilega drambsöm, þá gæti hún fengið einn af min- um úreltu kjólum”. “Verið þér ekki að ama henni”, sagði ofurstinn. “Jóan skeytir ekki um skraut eða stáss og—hum”. Hann þagnaði, því dyrnar voru opnaðar og Jóan kom inn með hægð. “Nú, Jóan”, sagði hann með sínu æfða brosi. “Hefir þú verið á klettunum?” Jóan beygði höfuðið og gekk að glugganum, en sneri sé'r strax við og kom til hans. “Oliver ofursti, get eg fengið peningana sem eru min eign? Eg—” hún brosti afsakandi— “eg hefi fengið lörigun til að eignast nýjan kjól, síðan eg sá allar þessar myndir og kjólaefni”. “Hum—peningana þína”, sagði ofurstinn. “Já, já —auðvitað, Jóan. Þú skalt fá þá eftir einn eða tvo daga”. — iHann hafði fengið þá þenna sama morgun— það voru seðlamir sem hann var svo eðallyndur að gefa dætrum sínum. Jóan hneigði sig í þakklætis skyni, og um leið og hún tók sér bók, gekk hún yfir í hinn enda herbergis- ins, en systumar töluðu svo ákaft, að það var ómögu- legt að lesa, svo hún lagði bókina frá sér og gekk fram í anddyrið. Það var hætt að rigna og vindurinn hafði minkað. Tunglsljósið féll í breiðum, björtum röndum á gólfið. Jóan varð glöð yfir þessu, tók regnkápu sína, vafði henni vandlega um sig og fór út og lokáði dyrun- um með hægð. II. KAPÍTULI. Heimili frá fjórtándu öld. Eins og ungfrú Oliver hafði sagt, skeytti Jóan ekkert um veðrið; þó að kalt væri og rigning, kaus hún heldur fjöruna og klettana, en dagstofuna í Almely. Jóan rölti oftast alein um Deercombe, stundum með bók í hendi sinni, en alloftast hugsandi. Að þær voru sjaldnast fjörgandi eða gleðjandi, getur maður ráðið af því sem búið er að segja um heimilislífið hjá of- urstanum. Lifið var fyrir Jóan einkennilegt leyndarmál, hún vissi að faðir hennar hafði verið við sömu herdeild og Oliver ofursti, og hafði falið honum á hendur að sjá um hana. Ofurstinn mintist aldrei á móður hennar, og það eina sem Jóan vissi um hana var, að hún dó eftir fæðingu hennar, sem var hennar fyrsta barn. Það var efasamt hvort ofurstinn vissi nokkuð um móður hennar, því Ormsby kafteinn hafði leynt gift- ingu sinni, og ekki fyr en á banabeði sínum sagt ofurst- anum, að hann ætti merkilegt barn. Jóan gekk ofan þjóðbrautina, sneri svo til hægri handar og gekk eftir þeim vegi unz sjórinn hvarf sýn. Hún stóð fyrir framan dyravarðarhúsið og tvær öflug- ar garðdyr úr járnstöngum, í gegnum girðingahurðina sá hún breiðan akveg, sem var gulur að útliti í tungls- ljósinu. Það var vegurinn heim að The Wold. Eins og hún væri nákunnug þarna, opnaði hún grindarhliðið og gekk eftir trjágöngunum. Alt í einu enduðu trjá- göngin, og með því að gera bugðu á leið sína fram hjá einhverri hindran, stóð hún fram hjá fagurri sýn, er henni virtist sem hillingar. Það var gamalt hús, sem í tunglsijósinu virtist silfurhvítt. Hver gluggi, hver steinn, næstum því hver þumlungur í gamla húsinu sýndist vera höggvhm í marmara, og bak við það blasti við sjóninni hið rólega, silfurhvíta yfirborð vatnsins. Eitt augnablik stóð Jóan utan við sig af aðdáun, hún fölnaði og roðnaði á víxl og varirnar opnuðust. Hún þekti þessa sýn ofur vel, en henni fanst hún aldrei hafa verið jafn falleg og nú. Húsið var mannlaust, gluggamir lokaðir. Jóan þekti ekki sögu þess, og með- an hún rölti áfram með hægð í áttina til þess, horfði hún á það í fjarverandi dagdraumum. Hún gekk upp á hjallann, settist í litla holu sem ljónin mynduðu, er lágu við neðri enda tröppunnar, og gleymdi sér alveg við að horfa á húsið. Sían á 14. öld hafði The Wold verið eign ættarinn- ar Williars, þangað til það varð eign hliðarleggs, lá- varðar Arrowfield, sem var af Williars ættinni, en Arrowfield að nafntign. Deercombe þekti lávarð þenna lítið. Eins og foreldrar hans, Williars, hafði lávarður Arrowfield lifað léttúðugu og hugsunarlausu lífi, svo giftist hann og komur hans til the Wold, sem verið höfðu sjaldgæfar, hættu nú algerlega. Deercombe fékk áð heyra að kona hans var dáin, að hún hefði alið eina dóttur, og síðar kom fregnin um það, að hún væri líka dáin. En gamli lávarðurinn kom aldrei að The Wold, nema fáeina daga sem hann dvaldi þar, nokkrum mánuðum áður en hann dó. Hann átti engan son, og erfinginn að hinum afarmiklu eign- um Arrowfieldanna var systursonur hans—Stuart, lá- varður Williars. Deercombe þekti og ofurlítið til hans. Hann kom þangað til að heimsækja lávarð Arrowfield, og fyrsta kveldið urðu þeir tveir menn óvinir, og skyldu með því samkomulagi að sjást sem sjaldnast. Með því skilyrði að ungi lávarðurinn skyldi ekki olla honum neins ama eða ónota, samþykti gamli lávarður- inn að hann skyldi fá peningana, en nafnbótina erfði Stuart Williars, hvort sem hinum var það ljúft eða leitt. Eftir tveggja daga dvöl í The Wold, fór lá- varður Arrowfield til skemtistaðar sins í Pyrenea- fjöllunum, og þar dó hann. Lögmaður hans sendi nú Stuart Williars tilkynningu um, að The Wola og pen- ingarnir væru nú eign hans. Deercombe hafði heyrt mikið um Stuart Williars, enda þótt hann þekti hann ekki persónulega, og það var sagt að hann væri mjög útsláttarsamur maður Fólk talaði um hann sem þann mann, er engum lögum hlýddi nema sínum eigin vilja og fýsnum. Það var sagt að hann væri spilafífl og eyðsluseggur, og hættu- legur maður í orðsins sönnu þýðingu, að eins þeir, sem þektu hann nákvæmelga, sögðu að hann væri miklu betri maður en orðrómurinn segði, hann mundi eyða sinum siðasta skilding til að hjálpa vin sínum, og hann væri miklu betri en forfeður hans. Oliver ofursti og Carnfords, sem bjó í húsi neðan við bakkann, þreyttust aldrei á að tala um hann, og það var áreiðanlegt, að væri nokkur maður til í heim- inum, sem tæki honum fram í biliíardspili og gáfum, þá væri það Stuart Williars. Auðvitað hafði Jóan heyrt lítið um hann talað og karakter hans, en hún vissi að hann var mjög lúttúðugur maður, og þar eð hún vissi ekki að gamli lávarðurinn var dáinn og að Williars var erfingi hans, kom henni til hugar hvar hann mundi nú vera, og hvort hann mundi nokkuru sinni hugsa um þenna fagra stað, sem hefði verið heimili allra forfeðra hans. “Ef eg ætti þenna stað”, tautaði hún í hálfum hljóð- um, “mundi eg elska og tilbiðja hvern einasta stein i húsi þessu. Eg elska það nú þegar—eg sem er aWeg ókunn án þess að eiga saumnáls'virði í þvi”. Hún sneri sér við og horfði á framhlið byggingarinnar, sem náði niður að sjónum. Á sama augnabliki varð henni hálf- bilt við, hún skygði með höndinni fyrir augun, því hún sá ljósi bregða fyrir bak við einn gluggann, það var svo flutt frá einum glugga til annars, þangað til það kom i útskotsgluggann í stóra salnum. Hún þaut að tröppunni og ætlaði að hlaupa burt, en þá heyrði hún stóra dyralásnum vera lyft frá hurðinni og lykli stungið í skrána. Eins og elding þaut hún í hið fyrra fylgsni sitt, og um leiö og hún hnipraði sig saman í skuggan- um, horfði hún á dyrnar. Og nú kom i ljós—ekki risavaxnir innbrotsþjófar með grímur, og vopnaðir með þjófalyklum og járnkörl- um—litill, gamall maður. Hann hélt á ljósbera í ann- ari hendi og lyklakippu í hinni, og um leið og hann byrgði ljósið með hendinni, sneri hann sér við og lokaði dyrunum. Svo kom hann með skrítnu, hoppandi göngulagi i nánd við Jóan, og um leið og hann tók nef- tóbaksdós upp úr vasanum, leit hann upp og ofan eftir húsinu. “Hum—undarlegt, mjög undarlegt”, tautaði hann. “Skyldi eg hafa gleymt að rannsaka nokkum krók? Skyldi gamla flónið hafa skift um skoðun á síðasta augnabliki ? Sé svo—hvers vegna kom hann þá hingað —hvers vegna skrifaði hann mé'r? Bannsett gigtin. Hefði eg ekki þjáðst af henni, þá hefði eg verið hjá honum, eins og eg var vanur að gera, og—hamingjan góða”, sagði hann skyndilega. “Hvað er þetta?” Jóan sá hann snúast í hring, eins og hann hefði verið skotinn. Hún leit við til að gá að hvað nú væri á seiði, og það fór hrollur um hana. Án þess þau hefðu séð, kom maður gangandi frá fjarlægasta horni hjallans, og hallaði sér nú að brjóstriðinu og horfði á húsið. Hann var hár maður og klæddur ferðakápu. Þar sem hann stóð og horfði á húsið, var eitthvað skipandi í framkomu hans, og Jóan var einmitt að hugsa um hvemig andlitsfall hans væri, þegar hann alt í einu sneri sér við og tunglsljósið féll á andlit hans, svo hún sá glögt alla andlitsdrætti hans. Það var mjög fallegt andlit—það fegursta sem Jóan hafði nokkuru sinni séð, það var fölt með þykt efri varar skegg og stór, alvarleg augu. Það var andlit göfugmennis og jafnframt andlit höfðingja. Augna- bliki siðar heyrði hún rödd hans. Hann hafði komiö auga á gamla manninn í tunglsljósinu. “Hver er þama?” spurði hann skipandi. “Hamingjan góða!” sagði gamli maðurinn. “Það er lávarðurinn”. Jóan leit í kringum sig í þeirri von að geta flúi'5, en það var ómögulegt án þess að hún sæist—og af einni eða annari óskiljanlegri ástæðu, fann hún, að hún vildi heldur þola hvað sem væri, en að koma fram í tunglsljósið þar sem þessi augu gætu séð hana. Hún varð að bíða. III. KAPÍTULI. Atvik í tunglsljósinu. Eitt augnablik stóð litli, gamli maðurinn óákveðinn, með ljósberann í skjálfandi hendinni, svo gekk hann nokkur skref áfram og tók hattinn ofan með mikilli lotningu. “Lávarður Williars? Já, það eruð sannarlega þér, lávarður”, sagði hann, um leið og hann hneigði sig við hvert orð og hélt á hattinum i hendinni. “Já, eg er lávarður Williars”, sagði hái maðurinn og horfði rólega á hann. “Og þér?” “Munið þér ekki eftir mér, lávarður?” sagði gamli maðurinn brosandi, svo alt andlitið varð að hrukkum eins og hálfelt kindarskinn. “En það er engin furða, síðan við mættumst eru mörg ár. Það var í síðasta skifti sem þér komuð hingað”, hann benti með ljós- beraqum á húsið—“kvöldið sem gamli lávarðurinn og þér—hum—” fl| “Urðum óvinir”,®3etti Williars við, “já, eg man það. Þér eruð eftJPtsmaðurinn—málaflutningsmað- urinn—en eg hefi gleymt hvað þér heitið”. “Craddock, lávarður, Craddock”, sagði gamli mað- urinn. “Elías Crad'dock, málaflutningsmaður og lög- fræðislegur ráðanautur lávarðar Arrowfiélds”. “Já, nú man eg eftir yður, hr. Craddock”, sagði Williars. Nú varð augnabliks þögn, og á meðan athugaði gamli maðurinn með skörpu, svörtu augunum sínum fallega andlitið. “Þetta er óvæntur samfundur”, sagði hann auð- mjúklega. “Það er það”, svaraði Williars og horfði á hann kuldalega. “Eg bjóst alls ekki við að sjá yður hér”. “Það skil eg vel”, svaraði Craddock, “en eg fékk simritið yðar í morgun, og svo fór eg hingað til að líta —líta. eftir hvort húsið væri í góðu ásigkomulagi”. “Og þér funduð alt eins og það átti að vera, býst eg við—þó mér sýnist flest vera eins og það ætti ekki að vera. Þétta hús hefir líklega staðið tómt og lokað um langan tíma ?” “Já, lávarður, árum saman. Lávarður Arrowfield kom hingað nokkrum dögum áður en hann dó, en þá voru að eins tvö eða þrjú herbergi gerð ibúðar hæf handa honum”. “Voruð það þér sem senduð mér tilkynninguna um arfinn?” spurði hann. “Já, lávarður, mér veittist sú ánægja. Það er býsna mikill arfur. Eftir fljótgerðri virðingu er fasteignin hér um bil tveggja miljóna virði”. “Nær samdi lávarðurinn erfðaskrána, þar sem hann gerði mig að erfingja sínum?” “Fyrir hér um bil átján mánuðum siðan, lávarður”, svaraði Craddock eftir litla umhugsun. “Átján mánuðum ? Það er undarlegt”. “Hvers vegna undarlegt, lávarður?” spurði gamli maðurinn með niðurbældum ákafa. “Jú”, svaraði lávarðurinn kæruleysislega, “þvi um það leyti fékk eg bréf frá Arrowfield lávarði, þar sem hann gat þess að hann ætlaði að gera mig arflausan”. Gamli maðurinn sneri sér undan, og Jóan sá glampa bregða fyrir í svörtu augunum. “Ómögulegt lávarður. Því hefði hann átt að gera yður arflausan?” “Af tveimur ástæðum”, svarði lávarðurinn. “1 fyrsta lagi af því við þrættum, og i öðru lagi af því hann gaf mér ástæðu, hvers vegna hann gerði mig arflausan”. “Gaf hann yður ástæðu?” endurtók gamli maður- inn. “Og hvers konar ástæða var það?” Williars opnaði kápuna sína, og tók fáein bréf upp úr innri vasa sínum. “Má eg lýsa yður, lávarður? spurði Craddock og hélt ljósberanum hærra. Lávarðurinn tók eitt bréf, lauk því upp og las: “Kæri Stuart minn. Læknarnir hafa skrifað undir dauðadóm minn, og þar eð ekkert útlit er fyrir að við finnumst oftar, skrifa eg þér til þess, að búa þig undir mikil vonbrigði. Eg hefi lofað að gera þig að erfingja mínum—en það var loforð sem gefið var undir augnabliks áhrifum, og án nákvæmari yfirvegunar. Eg er gamall maður, og máltækið segir: Gamall maður var og verður barn. Samvizka mín er nú orðin jafn viðkvæm og barns. Rétt er rétt, látum svo flækjuspekingana segja hvað þeir vilja, en eg verö að breyta eins og réttlætis til- finningin segir mér, enda þótt það séu vonbrigði fyrir þig. Taktu það ekki of nærri þér, þegar þú vaknar af draumum þímun um mögulegan auð, til að verða þess var, að eg hefi skilið eigur mínar eftir handa þeim, sem á réttmæta kröfu til þeirra. Þinn einlægur, Arrowfield.. Nú varð dálítil þögn. Gamli maðurinn kreisti hendurnar að aftanverðu, og ágirndin leiftraði í aug- um hans. “Hum—lávarður—”, sagði hann loksins, “þetta er merkilegt bré'f—mjög merkilegt. Það virðist benda á áð önnur erfðaskrá hafi verið samin”. “Vitið þér nokkuð um það ?” spurði lávarðurinn. “Nei, nei, alls ekkert”, svaraði Craddock. “Hreint ekki neitt. Og þar eð eg var ráðastoð Arrowfields, hefði eg átt að vita það. Við verðum því að ímynda oss, að bré'fið sé skrifað til að ergja eða hræða yður, lávarður”. “Það gerði hvorugt”. “Hum—nei, auðvitað ekki. En—afsakið lávarður —mér virtist eg sjá þetta bréf liggja laust á meðal annara bréfa—það gæti auðveldlega týnst”. “Já, það er mjög sennilegt”, sagði lávarðurinn kæruleysislega. “Og—huny—þess vegna viljið þér máske fá mér það til varðveizlu?” Lávarðurinn rétti það að Crad- dock, sem rétti báðar hendur sínar eftir því, en lá- varðurinn tók það aftur til sín. “Nei”, sagði hann brosandi og smokkaði bréfinu í vasann. “Eg hefi fengið svo fá bréf frá gamla lá- varðinum, að eg ætla að geyma þetta sem fágæti”. Gamli maðurinn dró hendur sínar til sín nauðugur, og klemdi varirnar saman, sem af vonbrigðum. “Sem þér viljið lávarður”, sagði hann. “Og hvaða skipanir hafið þér handa mér?” “Eg held engar”, svaraði lávarðurinn seinlega. “En ef þér ætlið að setjast að í The Wold, viljið þér þó liklega að húsið sé undirbúið til þess”. “Setjast að?” sagði lávarðurinn rólega. “Eg er nú ekki viss um það. Þetta er fallegur staður. Út- sjónin ágæt. Eg held sannarlega ekki áð eg þurfi yðar með, hr. Craddock” “Og—og hvað ætlið þér þá að gera, lávarður?” “Eg væri yður mjög þakklátur, hr. Craddock, ef þér vilduð svara þessari spumingu fyrir mig”, sagði lávarðurinn rólega og með þreyttu brosi, um leið og hann dustaði öskuna af vindlinum sínum, “því eg get ekki svarað því sjálfur. Viljið þér gefa mér áritun yðar í London. Þegar eg hefi tekið ákveðin áform fyrir ókomna tímann, skal eg skrifa yöur”. Gamli maðurinn tók nafnspjald út úr stórri vasa- bók og rétti lávarðinum það, sem stakk því í vasann án þess að líta á það. “Og • hvað á að gera við þenna stað?” spurði Craddock. “Láta hann vera eins og hann er”, svaraði lávarð- urinn. “Húsið lítur út fyrir að vera vel og áreiðanlega bygt, svo það hrynur naumast. Það hefir svo lengi verið sjálfrátt, að það er bezt að lofa því aö vera það enn um tíma. Vitið þér hvort nokkur kveldlest fer til London ?” “Já, lávarður”, sagði Craddock, “að einni stundu liðinm. Eg fer með henni”. “Þá hafið þér engan tíma að missa”, sagði lávarð- urinn og hneigði sig, sem þýddi “farðu þá”, eins greini- lega og mörg orð. “Góða nótt”. Craddock varð hálfringlaður yfir kulda lávarðar- ins, hneigði sig og tautaði “góða nótt”, og gekk svo hratt niður tröppumar og fram hjá Jóan. Nú beið Jóan þess hvað lávaröurinn mundi gera. Hún vonaði að hann mundi líka fara að hugsa um, að engan tíma væri að missa, og hraða sér á eftir gamla manninum, í stað þess fór hann að ganga fram og aft- ur og nam seinast staðar fáeina þumlunga frá fylgsni hennar. Þar studdist hann við eitt af steinljónunum og tók upp nýjan vindil. Henni til mikils léttis hnefti hann að sér kápunni og gekk burt. Jóan beið þangað til hann var kominn fyrir hornið, þá stökk hún úr fylgsni sinu og þaut ofan tröppuna. En hún var ekki komin alla leið ofan þegar hún heyrði kallað alvarlega bak við sig: “Ó, biðið augnablik”. Og um leið og hún sneri sér við, sá hún lávarðinn standa á miðjum hjallanum, einkinnilega brosandi. Hún leit í kring- um sig, til þess að sjá hvert hægast væri að flýja, en alt í einu rétti hún úr sér með kvenlegum metnaði og stóð kyr. “Ó, afsakið”, sagði lávarðurinn um leið og hann gekk til hennar og lyfti hattinum sinum, “eg hefi ef- laust hrætt yður”. “Nei, alls ekki”, svaraði Jóan lágt, sneri sér undan tunglsljósinu og var í þan nveginn að fara, en lávarð- urinn hneigði sig svo hún varð að standa kyr. “Viljið þér gera svo vel að segfta mér, hvar eg get fundið dyravöröinn ?” spurði hann. “Þarna”, svaraði Jóan, og benti á lítið hús við end- ann á stóru byggingunni. “Þökk fyrir”, sagði hann. “Þér eruð líklega dóttir hennar?” “Nei, það er eg ekki", sagði Jóan. Hann gekk nær henni til þess að sjá andlit hennar, og svipurinn lýsti undran og aðdáun þegar augu þeirra mættust. “Eg verð aftur að biðja yður afsökunar”, sagði hann kyrlátlega. “Eg ímyndaði mér það af þvi, að þér voruð hér um þetta leyti dags. Eg verð að biðja yður að fyrirgefa mér”. “Það er ekkert að fyrirgefa”, sagði Jóan. “í her- bergjunum þarna býr dyravarðar konan, sem hirðir um húsið”. Um leiö og hún hneigði sig ætlaði hún að fara, en stóð aftur kyr til að segja: “Eg—eg kem hér oft. Þetta pláss er annars vanalega mannlaust, svo eg bjóst ekki við að sjá hér neinn mann í kveld”. “Það er eg sem verð að skýra fyrir yður hvers vegna eg er hér”, sagði hann kurteislega. “Nafn mitt er Williars, og eg hefi erft þessa eign. Þar eð eg hefi ekki séð það í mörg ár, kom eg hingað til að skoða það og afráða hvort eg eigi að setjast hér að í framtíðinni”. jyjARKET JJOTEL Vi6 sölutorgiC og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandt: P. O’CONNEIL. Fumiture Overland FUI.I.KOMIN KENSLA VE3TT BKJEFASKREFTUM — —og öCram— VKRZL/UN ARFRÆÐI GRKINtJM $7.50 A helmlll yCar ge*~'m rér kent yCur og bOrnum yCar- iieB pðstl:— AC akrlfa rót Btudneu” bríf. Almenn löe. <-uglýainear. Stafsetnlng Of>' 5'éttrltun. Otlend orCatU' Um ábyrgClr og félög. Innhelmtu meC pö«tl. Analytlcal Study. Skrlft. Tmsar reglur. Card Indexlng. Copylng. Flllng. Invoiclng. Prðfarkalestnr. Pessar og flelrl námsgrelnar kend- ar. FylliO lnn nafn yCar f eyCurnar aC neCan og fáiC melrl upplýslngar KLIPPIÐ I SUNDUR HJBR Metropolltan Buslneee Instltnte, «04-7 Avenue Blk., Winalpeg. Herrar, — SendlO mér upplýslngar um fullkomna kenslu meC pösti nefndum n&msgrelnum. PaO er 1- eklUC aC eg eé ekki skyldur til aC gera nelna samninga. Nafn __________________________ Heimlll _____________________ StaCa___________________ Bannlögin Misjafnlega var spáð fyrir þvi hvernig bannlögin mundu reynast hér í Manitoba. Bannvínsliðið reyndi að telja trú um að í stað löglegra vínsölustaöa, sem væru und ir stjómar eftirliti, risu hér upp alls konar leynistofnanir og auk þess yrði annað hvert heimili að drykkjustofu. Svo öfluglega var unnið að því að útbreiða þessa kenningu að jafnvel sumir bindindisvinir létu hneygjast í þá áttina að trúa henni. Auk þess var því spáð, að eftirlitið mundi verða með hangandi hendi og hálfum huga og því verra en ekki neitt. Nú er liðinn einn mánuður síð- an bannið komst á, og þótt það sé ekki langur reynslutími, þá eru á'hrifin svo mikil og auðsæ að þær raddir sem hæsta og versta spádóm- ana fluttu hafa þagnað og þær ból- ur sem upp var þyrlað til blekk- ingar hafa sprungið. Séra McLean umsjónarmaður laganna hefir verið eins og Argos altsjáandi þenna stutta tima. Hann hefir haft aðstoðarmenn til og frá og fyrir hvert brot hefir verið hegnt eftir ástæðum tafarlaust og hlifðarlaust. Séra McLean hefir hvað eftir annað farið upp úr rúmi sínu um miðjar nætur til þess að framfylgja eftirliti laganna og gæta þeirra. Hér og þar hafa komið fram menn sem reynt hafa að brjóta lög- in með alls konar undanbrögðum, en hvar sem það hefir vitnast, hef- ir vöndur laganna verið látinn koma þar niður sem hann átti heima. Sum verzlunarhúsin, sem senda vörur út um land, hafa hajdið áfram að senda áfengi eftir sem áður, en nú stendur yfir mál út úr því, og er annaðhvort að þau verða að hætta tafa-rlaust samkvæmt dómi ,eða ef lagakrókar falla á annan veg þá verður lögunum þannig breytt á næsta þingi að sú verzlun geti ekki haldist. Um Hudsonflóafélagið er talað annarsstaðar. Til þess að sýna og sanna þau áhrif, sem lögin þegar hafa, má geta þess að aldrei rann svo dagur yfir Winnipeglxe að ekki biðu margir— oft margir tugir—drukkinna manna eftir dómi á lögreglustöðvum, en síðan fyrsta júní hefir þar stund- um verið einn, en oftast enginn. Og það mun vera einróma dómur allra þeirra sem satt vilja segja að ekki hafi óregla aukist á heimilunum síðan og að ekki hafi þær spár ræzt sem héldu því fram að annaðhvort heimili yrði drykkjustofa og áfloga- bæli eftir i. júní. Það hefir þegar sannast þótt stuttur sé tíminn að þessi lög—þrátt fyrir ýmsa ófullkomleika — eru mesta blessun sem yfir þessa þjóð hefir komið. Ríkisstjórinn í Canada. Sannfrétt þykir það að ríkis- stjórinn i Canada leggi niður em- bætti sitt I. október i haust, þegar timi hans er útrunninn, og fari aft- ur heim til Englands. Ekki er þaö frétt enn þá (eí til vill ekki ákveð- iö) hver eftirmaður hans muni verði.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.