Lögberg - 29.06.1916, Side 6

Lögberg - 29.06.1916, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JÚNÍ 1916. SKANDINAVA^HERDULD (Overseas Battalion) UNDIR STJÓRN Lt.-Col. ALBRECHTSEN Aðal-skrifstofa: 1004 Union Trust Bldg. Stjórnað eingöngu af Skandinövnm cg liðsafnaður allur undir þeirra umsjón Skandinavar beðnir að ganga í þessa deild. INNRITIST f STRAX Bandaríkin og Mexico. Ekki er annaö fyrirsjáanlegt en að stríö verði byrjað milli Mexico og Bandaríkjanna innan fárra daga. Þegar stríS hefst er það venju- legt að hvert blaö um sig fylgir eindregið öðrum hvorum málsaðala af afli og fegrar hlið hans á alla vegu en svertir hina. Þannig er hætt við aS það verði í þessu stríði með Canada blöðin. Mjög er það sennilegt að flest blöðin hér verði eindregið Bandaríkja megin og kasti allri sökinni á Mexico. Það er á allra vitund aö þar hef- ir ýmist ríkt harðstjórn eða óstjórn — oft hvorttveggja. Dias forseti stjórnaði ríkinu um langan aldur með harðri hendi og réöi svo að segja öllu—jafnvel lifi manna og dauða. Aftur á móti hafa þar upp á síð- kastið vaðið upp ófriðarsegg- ir og uppreistarmenn, tekið lögin í eigin hendur og eyðilagt líf og eign- ir. Einn þeirra manna hefir verið hinn svokallaði ræningjaforingi Villa, sem allir kannast við. Þessir ræningjar höfðu ekki einungis valdið spjöllum í Mexico, heldur einnig farið inn í Bandaríkin og eyðilagt þar eignir og líf. Stjórn Bandaríkjanrta krafðist þess af Mexico stjórninni að hún hefði svo hemil á borgurum sínum að þeir væðu ekki upp sem óaldar- seggir innan Bandaríkjanna. Mexido stjómin svaraði því þannig að hún mundi gera sitt bezta í þeim efnum. En þegar þessar smáárásir óeirðarmannanna ráku hver aðra fóru Bandaríkin að ókyrrast. Loksins sendir hún herlið inn í Mexico í því skyni að taka fasta stigamennina. Höfðu báðar stjómimar komið sér saman um að skilmálar skyldu gerðir milli þeirra þessu viðvíkjandi. Svo líður' og bíður þangað til 22. maí; þá sendir Aquitar hershöfðingi Mexico skjal til Bandaríkjanna í nafni stjómar- innar og krefst þess að þau kalli heim aftur herlið sitt. Skjal þetta er harðort og skýrir sögu málsins frá sjónarmiði Mexicomanna. Segir hann að stjórnir beggja landanna hafi komið sér saman um að gera samning viðvikjandi för Bandaríkjahersins inn í Mexico, en sá her hafi verið sendur áður en samningarnir hafi verið gerðir og því ekki með fullu samþykki Mexi- co manna. Nú kveður hann langan tíma hafa liðið frá því að nokkrar óspektir hafi verið sýndar, enda sé Villa dauður eftir því sem hann viti bezt pg öllum flokki hans sundrað og dreift. Ástæðunni fyrir því að hafa herlið Bandaríkjanna í Mexico sé því úr vegi rutt og krefjist hann þess að það sé kallað heim. Mexico menn halda því fram að þar sem herliðið sé enn látið vera þar syðra og neitað sé að kalla það heim, þá hljóti ástæðan að hafa verið önnur en sú að elta Villa, og telja þeir þjóð sinni stórlega mis- boðið. Þégar ein þjóð sendi her- lið inn í land annarar þjóðar að henni fornspurðri og halda því þar, þá sé troðið á rétti hinnar síðar- nefndu og hún lítilsvirt. Þetta kveðast þeir ekki þola og segjast heldur fara í stríð en líða það. Þéir halda þvi fram enn- fremur að Mexico þjóðin vilji ekki fara i stríð við Bandaríkin og Bandaríkin ekki við Mexico, en fá- einir auðmenn frá Mexico í Banda- ríkjunum og fáeinir auðmenn frá Bandarikjunum í Mexico rói að því öllum árum af fjárhagslegri gróða- von og sé útlit fyrir að þeir ætli að verða þjóðum og stjórnum yfir- sterkari. Svona líta Mexicomenn á málið, eða svona þykjast þeir skoða það. Og merkilegt er það að þetta ber alveg saman við það sem W. J. Bryan merkasti og bezti maður Bandaríkjanna sagði á útnefningar- þingi sérveldismanna 17. júní. ■Hann sagði að fáeinir auðkýf- ingar í Bandaríkjunum sem ættu námur og eignir í Mexico vildu þrengja kosti Mexicomanna til þess að vemda ímynduð réttindi sín, og að Iþeir væru reiðubúnir að fórna blóði og holdi Bandaríkjaþjóðarinn- ar til þess að koma fram þessari eigingirni. Aftur á móti segja Bandaríkja- menn margir og þar á meðal stjóm- in, að herliðið hafi aðeins verið sent suður til þess að bæla niður upp- reistarmennina og ná þeim í því skyni að vemda eignir og líf Bandaríkjaborgara. Og eftir að uppreistin var hætt og þess var krafist að Bandaríkjaherinn væri kallaður heim, er því haldið fram að því verði ekki við komið í hasti; herinn sé kominn langt inn í land og afturhvarf sé svo að segja ómögulegt nema því aðeins að Mexico stjórnin ábyrgist að ekki verði ráðist á liðið á leiðinni af óaldar flokkum. Mexicomenn neita því að þetta sé góð og gild ástæða og halda þvi fram með þjósti að þetta sé aðeins haft að yfirskyni, en ástæðan hljóti að vera önnur fyrir því að herinn er hafður þar i landi á móti vilja þeirra. Ef í stríð fer milli þessara þjóða, þá er það sjálfsagt að kynna sér af- stöðu beggja hliða og dæma um þær báðar eins sanngjarnlega og þekking leyfir. Hér er það oss ósæmilegt að fella dóm án rann- sóknar. Bandaríkjaþjóðin er syst- urþjóð vor og vinaþjóð. Vér lítum upp til hennar fyrir margra hluta sakir, sem stærri og þroskaðri systur; vér unnum henni alls góðs og allrar hamingju. Og sú mesta hamingja sem vér þekkjum nú á dögum í veraldlegum efnum er sú að þjóð geti forðað sér og öðrum frá stríði, verði því við komið á sanngjaman hátt. Ef í stríð fer, þá er það einlæg ósk vor að sagan sýni það í fram- tíðinni að það hafi verið óhjá- kvæmilegt. Og áður en til vopna er tekið vonum vélr það um fram alt að allar mögulegar leiðir verði reyndar til málamiðlunar til þess að varna stríði. Og það skal hér tekið fram að vér álítum betra að miðla þannig málum að nokkur halli biðist við, ef þess er ekki kostur á annan hátt, en að fórna blóði þjóð- arinnar á altari herguðsins. Vér hér erum komnir í strið og við það verður ekki hætt fyr en það er á enda kljáð; vér verðum að gera oss gott af því og gera það bezta sem vér getum, en sömu ráö- legginguna viljum vér gefa nxi sem maðurinn gaf í heimkynnum van- sælunnar; vér viljum biðja anda friðarins að vara bræður vora fyrir sunnan linuna við ógæfunni og af- stýra því ef mögulegt er að þeir komi einnig í þennan kvalastað. Þrátt fyrir það þótt óstjórn og upphlaup eigi sér stað í Mexico og þrátt fyrir það þótt ofbeldi hafi verið beitt af einstakra manna hálfu þaðan við einstaka menn í Banda- ríkjunum, þá samt er það fyrir- ,myndarskylda grannþjóðar vorrar að miðla málum, án hnefaréttar, ef tök eru á. Hnefaréttur cr enginn réttur; hann er stundum óhjákvæmilegt neyðarúrræði. Stríð sannar aldrei réttmæti málstaðar. Það að einhver þjóð vinni svokallaðan sigur í stríði sannar það ekki að hún hafi haft rétt mál að verja. Þótt svo færi, sem oss finst með öllu óhugs- andi að Þjóðverjar ynnu þetta mikla stríð sem yfir stendur, þá dytti oss ekki í hug að viðurkenna það sönnun fyrir réttum málstað á þeirra hlið. Og svo er með öll önnur stríð. Vér höfum ávalt litið svo á að Bandaríkin—friðsamasta og mesta þjóð veraldarinnar nú á dögum—væri sjálfkjörin í sátta- nefnd þegar þessu stríði lýkur; ef hún þá yrði sjálf í öðru stríði mætti svo fara að það kæmi ekki til nokk- urra mála, og væri það illa farið. HEILBRIGÐI. Flugur hœttt legar. Nú er sí. tími sen. hættulegastur er að því er flugur snertir. Því er of lítill gaumur gefinn víða að verjast þeini c£*~eyðileggja þær. Húsflugan er eitt aðal útbreiðslu- meðal sjúkdóma auk þess hversu . viðbjóðsleg hún er þegar hún sezt á mat og ílát, og þekur svo að segja alt innan húss og utan. Húsflugan var lengi vel álitin hættulaus að öllu leyti, en visinda- legar sannanir hafa fengist fyrir því að hún er það ekki. Það er fullkomlega sannað að hún ber á fnilli og útbreiðir sóttkveikjur af ýmsri tegund; t. d. taugaveiki, tær,- ing, barnakólera og fleiri sjxikdóm- ar sem af gerlum orsakast útbreið- ast af fáu eins mikið og flugum. Þar sem óhreinindi og rusl, skólp og ruður eru úti eða inni, þar safn- ast flugurnar og bera með sér næma sjúkdóma frá einum stað til annars. Rotin epli, brauðmylsna, uggar og úrgangur, bein, kartöfluhýði, jafn- vel grautur og hlaupin mjólk sést stundum í kringum hús, bæði í bæjum og sveitum og þar er æfin- lega krökt af flugum. Svo setjast þær á matinn sem vét borðum ef þær komast inn í húsin og flytja þannig gerlana eða sóttkveikjuna. Bezta ráðið til að forðast hættu þá sem af flugum stafar, er það að hindra vöxt hennar og viðgang. Húsflugan timgast og fjölgar þar bezt sem eitthvað er að rotna, ann- aðhvort matur, haugur eða eitthvað annað. 1 bæjum ætti að geyma haug þar sem dimt er og útbúa þannig að flugur komist ekki að; flugnanet er það eina sem til þess dugar. Hauginn ætti að flytja í burtu einu sinni í viku ef hægt er. í sveitum ætti einnig að flytja hauginn í burtu einu sinni í viku og annaðhvort dreifa honum á ak- urinn eða engið, eða flytja hann að minsta kosti fjórðung mílu frá íbúðarhúsum heimilisins. Þar sem haugar eru ætti að verja þá með borax, þannig að þrír fimtu úr pundi séu hafðir í hver tíu ten- ingsfet af haug. Boraxduftinu þarf að dreifa helzt í randirnar á haugn- um og svo til og frá og hella svo vatni yfir, svo duftið bráðni og fari yfir hauginn. Alls konar úrgangur og rusl sem úr eldhúsum kemur dregur að sér flugur og þp.r fjölgar þeim mjög. Þarf því að gæta þess vandlega að hafa allar fötur eða ílát sem þess háttar rusl er geymt í með góðum lokum eða hlemmum. Helzt ætti altaf annaðhvort að brenna þess konar rusl eða grafa það tafarlaust. Aldrei ætti það að vera stundu leng- ur óvarið. Ef ekki er hægt að koma því fyrir strax, þá ætti að strá yfir það borax og fara að eins og að of- an er talað um eða stökkva á það klórvatni. Þess ætti að gæta að hafa flugna- vír fyrir öllum dyrum og gluggum, til þess að verja flugum frá því að komast inn í húsin. Mjólk og önn- ur matvæli ætti að verja með osta- klæði eða einhverju þunnu, þar sem flugur ekki komast að því. Um fram alt er það áríðandi að halda flugum úti frá herbergjum þar sem veikt fólk er og 'koma í veg fyrir útbreiðslu veikinnar á þann hátt. Til þess að drepa flugur í húsum pr ýmislegt reynt, en það sem hér segir er betra en flest annað. Blanda einni únsu ftveimur mat- skeiðum) af formalin sem er 40% að sfyrkleika saman við hálfa mörk (8 únsurl af vatni og jafn mikið af mjólk. Lát þessa blöndu á grunna diska og lát brauðsneið á miðja diskana; flugumar safnast að brauðinu til þess að éta það og stein- drepast af. Ef snemma er byrjað á því að verjast flugunum og ekkert látið ógert til þess að eyðileggja þær sem hægt er, þá má mikið gera. Það er e'kki með tölum hægt að telja hversu mörgum flugur verða að bana ár- lega með sóttkveikjaburði og því pr þetta atriði afarþýðingarmikið. Cr „Þingrímu“ 1915 Bftir Hall í Hrauni. Ýmislegt er uppá mót, og ei til þrifa, margt um það eg skyldi skrifa skárra þá ef yrði að lifa. Nú er á þingi nafnfræg sveit, og Norris fyrstur, ei þó sé í svari byrstur • sýnist hann í rimmu þyrstur Mikið slyngur margan tekur mælsku sprettinn, situr við að kljúfa klettinn þó komi högg á snögga blettinn. Annar flokkur er á þingi illa liðinn, þó sjálfur hafi samið griðinn hann situr um að rjúfa friðinn. Einn kvaðst Roblin allan þingheim eiga að teyma og málin sagðist mundu geyma, mætti enginn þessu gleyma. Ef hann skipar, allir verða upp að standa, hugsa hvorki um veg né vanda vafðir gömlum þrældómsanda. Vera má að vinni um stund sá vondi sollur, en vart mun reynast heimi hollur hálfvelgjunnar forarpollur. Auðnan sýnist allareiðu útaf dottin, óánægja er af því sprottin öllu er fleygt í skuld'a pollinn. Við soðkatlana sitja þeir og sjálfir naga, aðrir mega kveina og klaga þeir kalla þetta saéludaga. Aura þrælar æpa 'hátt með ýlgdu sinni: “Enn er borð á buddu minni og blóðið til í alþýðunni.” “Meiri skatta, meiri tolla og meira að sjúga, að alþýðunni er létt að ljúga, læzt hún öllum fjanda trúa. “Ekkert frelsi og engan rétt fá eikur-tvinna en brennivín og brautar vinna blessast hefir stundum minna. “Klúbbar gera kraftaverk í kosningunum, en eyðilegging okkar sonum atkvæði að veita konum. “Bátt er að sætta búalið og brennivínið”, auðmenn fitja upp á trínið, allir trúa þeir á svínið. “Kornhlöður og katólskan oss kom að haldi þá var alt á voru valdi, vafið dýrstu otursgjaldi.” “Við munum lengi værðar njóta í vorum bólum, takast mun með tvennum skólum að temja flón er búa í hólum.” “Á talsímunum töluvert oss tókst að græða”, en menn það ekki máttu ræða meðan þeim var til dauðs að blæða. Einn var þar sem engum hlífði og aldrei þagði: Tómas djarft til synda sagði, svikarana að velli lagði. Johnson marga hildi háði í háum sölum, lömuð stjórn þar lá með kvölum, er leitaði hann í fölskum skjölum. Af hans' vÖrum orðin djörf var oft að heyra, lýður við þeim lagði eyra langaði til hann segði meira. Hudson virtist harður karl í horn aö taka, Kelly ekki kvað það saka þó kæmi hann ekki strax til baka. Howden kvaðst ei haggast til í hreinni trúnni, ef stela ætti stjórnar kúnni þá stæðu sínir menn á brúnni. Hann vill ekki hölda sveit með hnefum berja, en bara ef mætti bíta og merja brúna mtmdi ’ann aleinn verja. Montagues var förin fræg í flestum greinum, heiðri krenktur, kreftur meinum, komst til baka þó á einum. I 4 L 11 ! I. að hafa eignast blað—barnablað.— Æskan hefir ekki enn minst á þetta blað og ætla eg þvi að segja henni ögn frá því, svo æskan á íslandi kynnist ofurlítið sínum litlu löndum —íslenzku æskunni i Vesturheimi. Blaðið er ekki stórt, enn sem komið er, en börnin eru mjög á- nægð með það. Það heitir “Sólskm”. Svo er mál með vexti, að ritstjóri Lögbergs—annars aðalblaðsins, sem út kemur meðal Islendinga vestra —hfefir verið islenzku bömunum svo góður, að gefa þeim vissan hluta af blaðinu,—4 blaðsíður neðst í því. — “Sólskin er i nærri eins stóru broti og “Æskan” og kemur út í hverri viku, nfl. eins og Lögh. Bömin klippa svo úr “blaðið sitt” og safna þvi, en pabbi þeirra borg- ar bara stóra blaðið, eins og “Sól- skin” væri ekki neitt. Islenzku börnin vestra eru mikið með enskumælandi fólki, lesa ensk blöð og ibækur, en þykir þó svo fjarska vænt um lsland og íslenzk- una. Það er því von að þeim þyki vænt um litla, íslenzka Sólskins- blaðið sitt, eins og þau kalla það. Börnin skrifa mest í það sjálf. Er gaman að sjá barnslega, sakleys- i-slega ritháttinn á greinum þeirra. Eftir þeim að dæma eru börnin vel að sér; þau skrifa fremur skipu- lega, iþó ung séu. Eg ætla að taka hér upp greinarkorn eftir átta ára gamla telpu, til þess að sýna böm- unum hér heima, hve vel börnin vestra rita. “Kæri ritstjóri Sólskins! Eg þakka þér fyrir Sólskinið. — Eg á litinn bróður, sem þykir mest gam- an að sögunni af “Nonna og fisk- inum”, sem var í Sólskini; kann- ske það sé líka af því að hann heitir Nonni. Eg ætla að segja þér sögu um leiksystur mína. Hún var þriggja ára gömul, þegar frænka hennar kom og heimsótti mömmu hennar. Telpan heitir Fem. Frænku hennar þótti hún vera nokkuð óhrein í framan og sagði við hana: ‘Ósköp er að sjá and- litið á þér!’ Þá svaraði Fem: ‘Eg get ekki gert að því, — þetta er eina andlitið, sem eg á’. Ingibjörg Bjarnason (8 ára)”. Þykir ykkur þetta ólaglega skrif- að af svo ungri stúlku ? Ekki þykir mér það. Og eg er vis's um að hér heima eru ekki á hverju strái átta ára gömul börn, sem skrifa eins og hún Ingibjörg litla Bjarnason í Ameríku. Góð kvæði eru og i Sólskini, flest eftir rittsjórann, sem er hið bezta skáld. Þið hafið máske séð eða heyrt getið um kvæðabókina Kvisti eftir Sig. Júl. Jóhannesson? Göfgandi greinar eru og í blaðinu og má af þeim læra fagra lifspeki. Myndir koma og i blaðinu og fylgja þeim vísur. í einu blaðinu í vetur var kent að búa til stundaglas; þar var og lag- legt kvæði, þýtt úr ensku, um dreng, sem sagði alt af, þegar hann var beðinn einhvers: “Já, bráðum; nógur er tíminn”. — Einu sinni var hann ibúinn að hugsa sér að fara með skipi; á þeirri stundu, sem skipið ætlaði að leggja á stað, var þessi drengur eitthvað að móka og fór sér hægt. “Nógur er tíminn”, sagði hann. En þegar hann Ioks komst niður á bryggjun*, var skipið farið. — “Munda þótti þetta slæmt . Þögull burtu lagði’ hann. ‘Nógur tíminn enn þá er’, I 6 L I K I I, .----- | Hundrað þúsund Taylor tók og tróð í Landann, sterk Var drukkin stjórnar blandan og stellaö var um allan f jandann. aldrei framar sagði’ hann”. Einhver G. J. Hjaltalin hefir þýtt þetta 'kvæði. Nýlega sendi eg Sólskins-börn- unum í Ameríku nokkrar linur. Eg sagði þeim frá vorinu hér og sumar- dýrðinni, sem íslenzku börnin ættu nú fyrir höndum. Einnig sagði eg þeim frá æskulýðsblöðimum ís- ltenzku, “Æskunni” og “Unga Is- landi”. Og eg leyfði mér svo mik- ið að eg sagðist vera fullivss um, að öll “Æsku-bömin” á Islandi bæðu að heilsa “Sólskins-bömun- um” i Ameríku, og eg veit að Æsk- an sjálf ítrekar það. Að endingu kem eg með þá til- Iögu. að Æskan sendi Sólskini kveðju sína og óski vestur-íslenzku bömunum farsællar framtiðar. Utanáskrift ritstjóra Sólskins er: Editor Lögberg, Box 3172. .. Winnipeg, Man. Can. Amreica. Samvinna og þíðleiki milli syst- kinanna austan og vestan hafs ætti að þrífast með þeim smærri eins og hefir sýnt sig að þrífst með þeim stærri. Með vinsemd. H. Guðjónsson frá Laxnesi. Aths. ,Til skýringar skal þess getið, að ritstjóri Sólskins, Sig Júl. Jóhannesson, var fyrsti ritstjóri Æskunnar ^1897—1899). Hann er því góðkunnugur þeim, sem þá voru Ícaupendur hennar. Æskan samþykkir tillögu höf- undarins. — Otgef. —Æskan. Œttjörðin okkar. Sólskins börn: Nú er verið að yinna að því hér í Vesturheimi að útbreiða þekkingu á Islandi og reyna að halda við íslenzku máli. Það er alveg víst að þegar þið stækkið og hafið vit á þá þykir ykkur gaman að vita sem mest urn ísland og skylja hvernig á því stendur að pabba ykkar og mömmu, afa ykkar og ömmu þótti og þykir vænt um Island. I kvæðum sem búin eru til um landið hteyrið þið og sjáið hvað það er sem lætur okkur þykja vænt um ísland. Hérna fara á eftir vísur þar sem talað er um islenzku foss- ana, dalina, sjóinn og himininn. Þið haldið kannske að þetta sé alt eins á íslandi og það er annarsstað- ar, en það er ekki. Meira að segja himininn á íslandi er öðruvísi en annarsstaðar. Lesið þið þessar vís- ur og látið þið mömmu ykkar eða pabba ykkar skýra þær og” segja ykkur frá iþvi heima sem þar er talað um. , :|: Horfum austur :|: yfir fomar æskustöðvar, engin fjarlægð hugann stöðvar, skoðum hjartans helgistöðvar, hver á stærri vonarstöðvar; hvar á lífið hærri rétt? hvar á jörðin fegri blett? :|: Böm þín, móðir :|: lærðu fjör af fossum þínum, fundu ró i dölum þínum, sóttu þrek að sævi þínum, sáu guð í 'himni þínum. Hjá þér geymist öll þín ár okkar fyrsta bros og tár. :|: Signi drottinn :|: Þinghús-tóftin þykir vera þjóðar sómi, og allir mæla einum rómi að af henni stafi dýrðar-Ijómi. Stendur hún auð og stórum eykur stjómar heiður, sagt er að Roblin gangi gleiður og geti naumast orðið reiður. Gott er aö hafa gullið nóg og geta svallað, í þinghúsinu er þrætt og brallað þar má ekkert finnast gallað. Senn er orðið “sements” laust og “Saltið” búið, nokkrir hafa fylkið flúið en flestir sjá það verði rúgið. Allir halda að illum sé að aukast kraftur, nú er Kelly kominn aftur, konung-legur svika-raftur. Cameron þá keyrir inn í kvala bálið og segir ekki sopið kálið, súrt á bragð er þinghúsmálið. þingið 'búið, þreyttir hvílast þeir á beði, aldrei fyr það áður skeði að einveldinu frelsið réði. SEXTÍU og FIMM ÁRA LJÓSIN Sextíu og fimm ára ljósin vinna enn þar sem er aÖ ræða um ---EDDY’S ELDSPÝTUH— Fyrir sextíu og fimm árum voru fyrstu eldspýt- ur í Canada búnar til í Hull af Eddy ogsíðan hafa þær verið viðurkendar þær beztu sem kveikiefni Þegar þér kaupið eldspýtur þá biðjið um EDDY’S

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.