Lögberg - 12.10.1916, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.10.1916, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER 1916. 3 EKKI ER ALT SEM SÝNIST Eftir Charles Garvice Ungfrú Mazurka heyrði gamla manninn segja góöa nótt, 'heyröi svo dymar opnaöar og lokaöar aftur, og strax á eftir heyrSi hún Royce fara að ganga fram og aftur um gólfiS. Litlu síSar hætti fljóti og taugaveili gangurinn hans, og hana sárlangaöi til að vita ihvaö hann tæki sér fyrir hendur. Hún tók því nafar og boraöi gat á gólfiS, sem var nógu stórt til þess aS hún sæi í gegn um þaS, en of íltiö til þess, aö eftir henni yrSi tökiS í herberginu niSri. Hún leit í kring um þaö og sá Royce standa hugsandi hjá eldstæöinu. Svo tók hann samanbrotiö skjal upp úr vasa sínum, opnaöi þaS og las meS nákvæmri eftirtekt. Miss Mazurka gat naumast dregiS andann, svo æst var hún eftir aö vita hvaSa skjal þetta var, en hún var of langt í burtu til aö geta lesiö e'itt orö. Alt í einu braut Royre skjal- iö saman og smokkaSi því í brjóstvasann aftur. “VesalingSygamli Craddock”, tautaöi hann. “Sleppa Idu Trevelyan. Hann gæti alveg eins vel ráölagt mér aS sleppa þessum tveim miljónum hans Arrowfields”. Þó hann talaSi þessi orö lágt, heyrSi ungfrú Mazurka þau samt. Ungfrú Mazurka var ekki framúrskarandi gáfuS stúlka, og var þvi í vandræSum meö aö átta sig á öllu því, er hún (hafSi heyrt. Hún var viss um aö Craddock og Royce höföu fcomiS sér saman um eitthvert illverk, og aS þetta illverk fórst fyrir sökum hins ímyndaöa dauöa Jóönu Qrmsby. Hún vissi aö Jóan Ormsby og Ida Trevelyan voru ein og sama persónan — en vissi Mordaunt Roycé þaö? Hún sat og hugsaöi um þetta hálfa klukkustund, og þá skyldi hún þetta alt í einu. Ida |Trevelyan var Jóan Ormsby, og Jóan Ormsby var erfingi aö eignum lávaröar Arrowfields, samkvæmt erföaskránni sem Royce sagöi aö ekki gæti fundist, en ungfrú Mazurka var sannfærS um aö hún væri þaö skjal, sem Royce var aö lesa eftir aö Craddock var farinn. Jóan Ormsby var í algeröri óvissu um skyld- leika sinn og laváröar Arrowfields, og sömuleiöis um tilveru erföaskrárinnar, og Mordaunt Royce ætlaöi ekki aö láta hana vita neitt um hana, fyr en hún væri oröin kona hans og hann réSi yfir peningum hennar. Þessi uppgötvan var svo undarleg, aö ungfrú Mazurku fanst sem andardrátturinn hætti. Engin furöa aö Mordaunt Royce haföi svikiö hana til þess aö ná í þessa auðugu stúlku — engin furSa aö hann vildi ekki sleppa henni. “Ó, þú ert slægur, Mordaunt Royce”, tautaSi hún og skók knýttu hendumar sínar aö herberginu niSri. “Þú ert slægur, en hinkraðu viS. Þú hefir líklega haldiö aö eg væri svo einföld og heimsk, aS þú gætir snúiS viö mér bakinu án þess aÖ eg mundi kvarta eða kveina — er þaS ekki? En hve slægur sem þú ert, endar þaö máske þannig aö eg, heimskinginn, eyðileggi áform þín”. Brosandi og skjálfandi af geðshræringu lét hún planikabútinn á sinn staö, og skrifaöi fáeinar línur til Stuart Williars: “Gerið svo vel að láta mig vita um verustaS yðar, ef þér fariS frá Monaco. Eg vona að ySur sé aö batna og að þér verSið brátt heilbrigður aftur”. XXXVI. KAPÍTULI. öhaggandi vinátta. “Ef eg mætti ráöa”, sagSi Emily, “þá skyldi þetta vera þaS stærsta brúökaup sem átt hefir sér staS. Mér lika ekki kyrlát brúökaup. Ef menn hálda ekki hátíö- legan brúðkaupsdaginn sinn, nær eiga menn þá aö halda hátíö?” Jóan og Emily unnu í félagi í dagstofunni i Vernon Crescent, og kring um.þær lá ýmiskonar kvenklæSn- aður. Það var viku áSur en Jóan átti aö giftast, og hún og Emily áttu annríkt næS undirbúninginn. J'óan haföi afráðiö aS hún vildi giftast meS kyrð, og |)ó aö Royce mótmælti því í fyrstu, samþykti hann |)að með leyndri ánægju að síðustu. “AÖ eins ein vika þangaS til”,. sagöi Emily og horfði nákvæmlega á andlit Jóönu. “Aö eins' ein vika, en hvaö þú tekur þetta rólega, Ida. Ef það æri eg sem ætti að giftast, mundi eg vera í mikilli geSshrær- ingu. En þið, heldri stúlkumar, eruö víst ööruvísi en almennar stúlkur. 'Þið missiö aldrei jafnvægi—ekki einu sinni þegar um brúökaup er aö ræöa. Þetta hefði bara átt aö vera mitt brúökaup í staSinn fyrir þitt”. “Guö gæfi að það væri”, hvislaði Jóan. “HvaS—hvað ertu aö segja?” “Eg segi, aö eg vildi aö þetta væri þitt brúökaup en ekki mitt”, sagöi Jóan og brosti. “Þú yröir töfrandi brúöur”. “ÍÞákka þér fyrir”, sagöi Emily. “Þetta skjall skal eg minna þig á, þegar aS því kemur að eg gifti mig. Eg vil hafa vagn meS sex hvitum hestum fyrir, og ak- týgin prýdd meö gulli og silfri”. “Eins og prinsinn af Wales”, sagði Jóan brosandi. “Ó, miklu stórkostlegra en prinsinn. Og svo vil eg hafa að minsta kosti tólf brúSkaupsmeyjar i hvítum kniplingskjólum meö perlum, hr. Giffard veröur aö lána mér allar þær herblæjur og fána sem notaðir eru í leikhúsinu, sem menn í herklæðum eiga aö bera, allar ungu stúlkurnar úr söngflokknum mynda röð og halda á blómkörfum, og á hljóðfærin skulu leikin hið fegurstu lög sem þekkjast —” “Og sýna so loddara bendingaleik að vígslunni af- staÖinni”, bætti Jóan viS. “Þaö yröi réglulegt leikhúss- brúökaup”. “Og eg ætla ekki aö ferðast til afvikinna staða í landinu um sæludagana — nei, maÖurinn minn og eg skulum iekki drepa okkur af leiöindum í einhverju út- lendu plássi þar sem alt af rignir. Eg vil hafa stúku í öllum leikhúsunum fyrir hálfan mánuö, og á hverju kveldi fara í eitthvert af þeim og fleygja blómvendi, sem kostar þrjár krónur til uppáhalds leikmeyjar minnar”. “En ihvaö þú ert trygg við stöSu þína”, sagSi Jóan og stundi. “Trygg, já, auövitað. Eg er alin upp bak við lei'k- tjöldin, og (hefi lifað megniö af æfi minni í leikhúst. En aö því er þig snertir, þá hugsa eg oft um þaö, aö þú munir aldrei taka þátt í leikhúsa störfum aftur”. “Eg veit þaS ekki”, sagði Ida dreymandi. “Nei— eg held nú líka aö eg geri þaS ekki. Eg er ekki þess verö aS vera leikmær, er þaö ekki, Emily?” “Þú ert þess verö aö vera keisarainna, góöa vina”, sagöi Emily hlýlega. “Stundum held eg, Ida, að þú sért heldri stúlka, en aö þú vitir þaS ekki”. “Og aS um mig hafi verið skift i vöggunni eins og ungu greifainnuna í æfintýririu. Þú minnir mig á manninn sem sagði, aö Iiann væri í rauninni erfingi greifanafnbótarinnar, en hinn rétti eigandi hindraöi hann i aö taka hana aö sér”. Emily hló. “Hana, nú er það búiS”, sagöi hún og lyfti upp hvítum netludúk. “Ó, aö eins sjö dagar til brúðkaups- ins. Guö veit ihvaö eg get gert án þín, þaö verður afar einmanalegt hér þegar þú ert farin, og eg ætla aS telja dagana þangað til þú kemur aftur”. “Aö eins hálfur mánuöur”, sagði Jóan, “hann líöur fljótt”. “Já, fyrir þig sem hefir manninn þinn”, sagði Emily “En ekki fyrir mig. Veitzu hvar þú átt að búa?” “Nei”, svaraöi Jóan, “hann hefir ekki sagt mér þaö — ekki neitt ákveöiS. ÞaS er nógur tími enn þá”. “Hann er svo undarlegur stundum”, sagöi Emily “Nærri þvi leyndardómsfullur -*• finst þér það ekki, góða? ÞaS er þó undarlegt aö hann skuli ekki hafa leigt hús”. i “Þess er engin þörf strax”, sagöi Jóan róleg. “Þaö er nægur tíminn þegar við komum aftur”. Nú varS dálítil þögn, svo sagSi Emily um leiö og hún leit upp: “Guö veit nær ungfrú Mazurka á aö giftast lávarði Williars?” Jóan hrökk við og misti flýkina sem hún var aö sauma. Hún laut niöur til að taka hana upp og sneri sér frá Emily, því andlit hennar var náfölt. “Þaö er enn ekki búið aö auglýsa það í blööunum: Hún hefir verið heppin, er það efcki ?” “Jú”, svaraöi Jóan meS þurrum vörum. “Hún getur naumast veriö léleg stúlka”, sagöi Emily. Hún stundaöi hann svo vel meðan hann var veikur. Mér þykir leitt aö eg var svo önug viö hana. Eg held eg hafi veriö afbrýðissöm gegn henni. Þaö getur þú auðvitað ekki skiliö, góöa Ida. Þú hefir aö líkindum aldrei veriS afbrýöissöm gegn neinni stúlku, hefir þú?” “Þáö—það veit eg ekki”, stamaöi Jóan. “Nei, eg held ekki. Ertu ekki þreytt af aö sauma, góöa Emily. Viltu ekki hvíla þig ofur lítið ?” “Eg þreytist aldrei á því að vinna fyrir þig”, sagði Emily. “Og eg er alls ekki þreytt. En hver er þaS sem kemur upp tröppuna? ÞaS er sannnrlega lávarð- ur Dewsbury, Ida. Hvemig líöur vöur, lávaröur?” spurði hún, þegar Bertie kom inn. “Hér er stóll". Hún tók fatnaðinn af honum, “við erum nú með út- búnaðinn, eins og þér sjáið. Erum við ekki iönar og duglegar? Þér hafið auövitaö ímyndaS yöur að við gætum ekkert annaö en leikið sýningar”. “Eg hefi álitið að þér gætuð alt sem þér vilduð, ungfrú Montressor”, svaraði Bertie hlæjandi. “En eg held eg komi til að trufla. Nei, þökk fyrir, eg ætla ekki aÖ setjast, eg er aö eins kominn til að vita hvernig ungfrú Trevelvan líöur — og til aö kveöja”. “Kveðja?” spurði Jóan. “Já”, sagöi hann með uppgerðar kæruleysi, “eg ætla til meginlandsins. Eg ætla að fara hringferð — mér til heilsubótar”. Hann roönaSi og hló. “Já, þér eruð sannarlega mjög fölur”, sagöi Emily blátt áfram. “Já, eg þarfnast annars loftslags”. “Eg hefi alla mína æfi lifaö í London-þokunni án þess hún hafi skemt mig”, sagöi Emily hlæjandi. “Nú, eg ætla aö vona að yður líða vel —og þaö vill Ida líka, er þaö ekki?” Jóan stóö þögul og niöurlút. Hún vissi hvers vegna Bertie fór. Henni sámaöi aö sjá hann brosa svo kjarklega og horfa á þenna brúðkaups undirbúning með sorgarsvip í augum sínum. “Lávaröur Dewsbury veit aö eg geri þaö”, sagði hún. “Já, sannarlega. Þökk fyrir vinsemd yðar”, sagöi hann. “Eg hefi heyrt — Mordaunt Royce hefir sagt mér frá væntanlegri gæfu sinni, ungfrú Trevelyan. Eg — eg óska ySur allrar mögulegrar lukku”. “Þökk fyrir”, sagöi Jóan lágt. “Eg er viss um aS yöur muni líöa Vel”, sagöi hann lágt. “Royce er góður drengur, ihygginn og skynsam- ur. Eg ‘hefi þekt hann lengi, og eg—eg—” hann þagn- aöi snöggvast — “eg er gamall vinur hans, og vona meö tímanum að geta orðið gamall vinur yöar—og— másfce þú viljir veita mér þá miklu ánægju að þiggja þenna hégóma, sem tókn minna góöu óska, ungfrú Trevelyan ?” Meöan hann talaöi tók hann litla öskju upp úr vasa sínum og rétti henni hana. Jóan tók viö henni og opnaði hana. Þaö var eklci mjög kostbær gjöf. í öskjunni lá minnispeningur úr ildu silfri, og á hann var grafið þetta eina orð “vinátta”. Jóönu vöknaöi um augu og rétti honum hendi sína. “Eg skil vSur og þakka yöur”, sagði hún. “Eg veit þaS”, sagSi Bertie skjálfraddaöur. “Eg iná líka kalla mig vin yðar. Eg óska yður allra mögu legra gæða, og—ef eg nokkru sinni get hjálpað yöur meö eitthvað, þá vil eg vera yöur þakklátur ef þér leyfiö mér aö gera það”. “Þökk, innilega þökk. Eg veit hve góöur þér eruö. Ef aö óskir geta veitt lán, þá verö eg lánsöm. Og eg verö það eflaust”. “Já, áreiðanlega”, sagði hann. “Þér verSið eflaust lánsamar. Þaö er að eins vika til brúökaupsins yöar — mér, þykir leitt aö eg verö hér ekki— en — eg verS aS fara. Og eg skal hugsa um yður”, sagði hann meö angurværu brosi. Jóan rétti honum ihendi sína aftur, og hann lyfti henni hálfa leið aö vörum sínum, en lét hana svo síga niður aftur og stundi, og án þess aö segja meira, fór hann út. Þegar hann var kominn út, dró hann andann lengi og þvmglega. Honum haföi veitt erfitt að vera rólegur. En nú var þaö búiö, nú hafði hann kvatt hana og nú geröi hann réttast í að fara, áöur en hann heyrði brúðkaupsklukkumar hringja, og reyna aö gleyma henni, ef hann gæti. Hann gekk aftur heim til sín og sagöi þjóninum aö búa um farangurinn, og þegar búiö var næstum því aö fylla síöasta koffortið, lagöi hann myndina, sem líktist Idu Trevelyan svo mikiö, niöur í það. Fáum stundum síðar sat hann í lestinni sem stefndi til meginlandsins. Hann var óráðinn í því hvert hann skyldi fara. Þaö var gagnslaust fyrir hann aö setjast aö í einhverj- um afkima, þar sem hann hafði ekki annaö aÖ gera en hugsa um hana, sem hann átti aö gleyma. Þegar hann var búinn að dvelja í Paris nokkra daga um leiðinleg- asta tima ársins,- og nærri dauður úr leiðindum sjálfur, fékk hann sér farseöil til Monaco. Gæti hann ekkert gert þar, þá gæti hann þó spilað, og þaö var skárra en ekkert. Á hótelinu var honum veitt sama móttakan og öörum enskum aðálsmönnum, og þegar Bertie haföi neytt dagveröar fór hann til Kasínó. En viö græna borðiö þar, stóð andlit Idu ávalt fyrir hugskotssjónum hans. Efandi og kvíðandi svipurinn í augunum henn- ar, þegar hún sagði: “Eg verö eflaust gæfurík —” elti hann stöðugt— og þegar hann haföi spilaS litla stund, stóö hann upp og gekk út í garðinn. Þar settist hann á bekk og hugsaði um stúlkuna sem hann elskaSi. Fólk gekk út og inn í spilasölunum. Bertie athug- aði þaö urn stund utan viö sig, en svo varð honum litiö á mann, sem kom gangandi. ÞaS var hár, kraftalegur en magur maöur. Snotra og sjálfstæöa framkoman, fögru og göfugu andlitsdrættirnir hefðu vakiö eftirtekt hvers athuganda hans, en þaö sem mest áhrif haföi á Bertie var, aö hann líktist Stuart Williars. Hann laut áfram og horfði á hann. Horfandi til jaröar kom hinn hávaxni maður gangandi með rólegum skrefum nær honum. Þeir sem mættu honum viku úr vegi og hvísl uöu einhverju hvor aö öörum. Tunglsljósið féll nú á andlit hans og Bertie sá nú aö það var Stuart Willars. BlóöiS streymdi fram í andlit Berties. ÞaS var þessi maSur sem haföi numiö burt stúlkuna sem Bertie elskaði. Þáö var frá þessum manni að hann hefSi frelsaS Idu Trevelyan. Taugar hans titruSu af reiði og gremju, og næstum óafvitandi gefck hann í veginn fvrir Stuart Williars. Williars, sem gekk hægt, vék ögn til hliöar, en um leiö leit hann upp og augu þeirra mættust. Eitt augnablik starði lávarSur Williars á Bertie án þess að sjáanlegt væri aö hann þekti hann, svo lyfti hann hendinni að hattinum i kveöjuskyni. Lávarður Bertie horfði framan í hann án þess aö endurgjalda kveðjuna. XXXVII. KAPÍTULI. Einvígið. Snöggvast nam Stuart Willars staðar og horföi fást á liann, svo hélt hann áfram rólegur, og Bertie, sem skalf af reiði, settist á bekkinn. Hann langaSi til að grípa í hálsmál þessa manns og krefjast rétting mála fyrir svikin, er hann hafði framkvæmt gagnvart stúlk- unni sem bann—Bertie—elskaði svo innilega. Hann sat kyr á bekknum þangaS til eftirlitsmaðurinn sagði honurn aö garöinum yröi lokaö. Daginn eftir hugsaSi hann ekkert um annaS en hefnd, og Ijægar kveldiö kom fór hann til Kasinó, skimaöi og beið. Rétt fvrir miö- nætti kom Stuart Williars og settist við spilal)orSiS gagnvart Bertie. Um leið og hann settist leit hann yfir iboröið, við því búinn aö svara kveöju Berties, en Bertie starði á hann og hélt áfram að spila, án þess aS sýna þess nokkur merki að hann þekti hann. Engin merki sorgar eöa undrunar sáust á endliti Williars'. Hann spilaöi og tapaSi stórri upphæS, svo stóð hann upp frá boröinu og gekk út í garðinn. Bertie stóö einnig upp, gekk út og settist á sama bekkinn og kveldið áöur. Að fáum mínútum liðnum kom lávarð- ur Williars. Þegar hann kom aS bekknum stóð liann kyr. Bertie stóS upp og þeir horföust í augu. “LávarSur DewSbury — að því leyti sem eg bezt veit?” sagöi Williars. “Eg er lávarður Dewsbury”, svaraði Bertie. I “Eg gladdist yfir því einu sinni, aö eg var svo heppinn að kynnast lávaröi Dewsbury”, sagöi Stuart Williars. “En þegar eg sé nú aö ihann vill ekki endur- gjalda kveöju mína, gizka eg á aö mér hafi misskilist”. Köld og skýrt ómuöu þessi orö, og viö aS heyra þau sauð blóöið í æðum Berties. Gæti hann nú aö eins vakiö þrætur við þenna mann, og undir yfirskini af aS hann kreföist réttlætingar, hegnt honum fyrir rang- indin sem hann hafði sýnt ungfrú iTrevelyan. “Yöur skjátlar ekki, lávarður Williars”, sagði hann með reiðiþrungnum augum. “Viö höfum einu sinni þekst, en þér býst eg viö að viSurkenniS heimild mína til þess, að velja mér að eins heiðarlega menn fvrir vini”. Stuart M’illiars' roönaði snögg\-ast en fölnaöi svo aftur. “Já, auSvitaö”, sagöi hann, “en á eg að skilja þetta svo, að lávarður Dewsbury neiti að endurgjalda kveöju mina af þvi, aS eg sé ekki heiðarlegur maöur?” “SkiljiS þaö eins og þér viljið”, sagði Bertie, sem ekki var jafn orðfimur og Stuart Williars. “Hum”, sagði Williars. “Viljiö þér vera svo góð- ur að skýra þetta nákvæmar. Eins og stendur er eg ekki fær um að skilja hvers' vegna eg verðskulda óvin- áttu lávaröar Dewsburys”. “Þaö skal eg skýra fyrir yöur”, sagði Bertie. “Sá maður sem tælir saklausa, vongóöa, unga stúlku, er eftir minum skilningi bófi og þorpari”. “Sömu skoöun hefi eg, lávarður Detvsbur\-, en eg skil ekki hvernig þaö getur átt viö mig”. “HugsiÖ ofurlítiö aftur i timann”, sagöi Bertie. “Þaö er ekki langt síðan að þér fenguö unga, saklausa stúlku til aö treysta yöur. H&fið þér gleymt Tdu Trevelyan, lávarður Williars?” “Eg hefi aldrei þekt neina stúlku meö því nafni”, svaraöi Williars rólegur. Þeir störðu og horfÖu hvor á annan þessir tveir menn, Stuat Williars kaldur og rólegur, Bertie meS háðsleg, brosandi augu. “NeitiS þér því, aö þér þekkið Idu Trevelyan?” spurSi Bertie. “Aö svo mi'klu leyti eg veit, þá er þessi stúlka nafnkunn leikmey”, svaraöi Williars kuldalega. “Eg þekki hana ekki”. “Neitun yöar er í samræmi viö aðra framkomu ySar, lávaröur Wilhars”, sagöi Bertie rólegur. “Nær hefir lávaröur Dewsbury álitiö þaö viöeig- andi aö dæma framkomu mina?” “Það er skylda hvers manns að varðveita og vernda heiöur vinalausrar stúlku”, sagöi Bertie. Veiklulegt bros— fremur angurvært en háöslegt lék um varir Stuart Williars. “Mjög snotur hugsun”, sagSi hann hægt, “og yður er sómi að henni, lávaröur. Ein eg er enn ekki fær um að skilja hvernig alt þetta á viö mig”. “Þér viljiö ekki skilja það, og þó er þaö svo opið og auövelt”, sagði Bertie, sem reyndi að stilla reiSi sína og tala meS uppgerðar ró. “Málefnið snertir mig, af því eg er vinur ungfrú Trevelyans”. “Eg óska ungfrú Trevelyan hamingju meö aö eiga jafn tryggan riddara”. Augu Berties skutu eldingum. “Gott”, sagöi hann fljótlega. “Þér hafið sjálfur gefið mér Jætta nafn, og eg tek þaö gilt. Eg er riddari ungfrú Trevelyans, og af því eg er hennar vinur og riddari, vil eg ekki kannast viö aö þekkja lávarS Williars”. “Mér virðast þessar samræSur alveg meiningarlaus- ar, lávarður Dewsbury”, sagöi Williars og strauk hendinni um ennið. “Þér eigið viö aö eg hafi móðgaS stúlku, sem eg hefi aldrei séö. Nú, jæja, ef neitun mín er ekki nægileg —” “Hún er jafn fölsk og ósönn eins og maöurinn sem talar hana”, greip Bertie fram í fyrir honum án allrar sjálfsstjórnar. Stuart Williars stokkroðnaði og horfSi hörkulega á unga manninn. “Er lávaröur Dewsbury fús til aS bera ábyrgö Jæss- ara oröa?” spurði hann afar kuldalega. “Eg tek að mér ábyrgöina”, svaraöi Bertie hugsun- arlaust. “Ef eg 'þekti orö, sem til fulls gæti sýnt fyrir- litningu mina á framkomu yðar, myndi eg nota þaö. En hvaöa orð geta snert tilfinningar þess löðurmennis, sem í staö þess aö kannast viö afbrot sitt, reynir aS hylja þaS með lygum?” Stuart Williars lyfti hendi sinni eins og hann ætl- aSi aö berja hann, en lét hana svo síga niður aftur. “Nú er nóg komið”, sagöi hann. “Annaöhvort hljótiö þér aS vera brjálaður eða þér vaðiS í villu. En hvort heldur sem er, þá krefst eg Jæirrar rétting mála, sem þér hafiö lofaö mér”. “Nær og hvar sem þér viljið. Þér eruö hermaöur, lávarður Williars, viö erum gestkomandi í útlendu landi og getum mæzt hér, eins og Jæir sem slíka mis- klíö Jrurfa aö jafna og okkar, eru vanir aö mætast”. “Sendiboöi yöar getur fundiö mig á hótelinu”, sagöi er Williars lávarSur. “Hann þarf ekki aö vita neitt um ástæðuna til ósamlyndis okkar”, sagöi Bertie. “Hann mun eflaust vita meira um hana en eg”, sagöi Williars meö einkennilegu brosi. “Viö höfum orðiö ósáttir viö spilaborðið — á þaö aö vera þannig, lávarSur Dewsbury?” “Já, mín vegna”, svaraöi Bertie. Stuart Williars gekk til herbergis síns á hótelinu og beiö þar. Orsök ósamkomulagsins var honum al- gerlega hulin. ÞaS gat verið að hann heföi án sinnar vitundar gefiö Bertie ástæöu til að ásaka sig í tilliti til Jressarar ungu stúlku, sem hann hafði lesið um í blöö- unum. Hann hafði eitt sinn verið mjög léttúðugur og hugsunarlaus, og það gat veriö einhver andi umliö- ins tima, sem nú réðist á hann. Þaö haföi nú í raun réttri litla þýöingu hver orsökin var til ósamlyndisins. Bertie tæki hann máske fyrir annan meS tilliti' til ásakananna, en orðin sem hann notaöi uröu ekki mis skilin. Á þessum afturfaratímum mættu jafnvel ekki slík orð sem lööurmenni og lygari vera óhegnd. Hann brosti meS blendingi af sjálfsháöi og beiskju, Jægar hann endurkallaöi í huga sinn blóörjóða andlitiö hans Bertie og ástríöuríku oröin hans. “Einvígi tíökast nú ekki lengur”, tautaöi hann, en þaö gerir eitur ekki heldur, og })ó drepa menn sig á eitri. Að liggja á sandbakka með kúluna í hjarta sínu, þaö er viðeigandi endi á mínu lífi”. Hann stundi þungan, dró stól aö ofninum og kveikti í vindli. Hann vissi aö einvígisvottur Berties mundi koma inn- an fárra minútna. Aö hér um bil hálfri stundu liö- inni sagði J)jónninn lávarö Fairfax vera kominn. Stuart Williars kom upp, hneigSi sig og bauð honum stól, og ungi inaSurinn dró hann að ofninum. “Þér vitið liklega hvers vegna eg kem, lávarður M’illiars ?” spurði hann feiminn. “Já”, svaraöi lávaröur Williars. Þér komiS frá lávarSi Dewsbury”. “Já”, svaraði ungi maðurinn og stóð upp og sneri sér að ofninum. “Þetta er ])aö einkennilegasta ósam- komulag, sem eg hefi heyrt getiö um. Eg hélt í fyrst- unni að lávarður Dewsbury væri að spauga”. Hann hló. “LávarSur , Dewsbury hefir aö líkum bráölega sannfært yöur um aÖ honum væri Jætta alvara”, sagði Stuart Williars rólegur. “Já — honum er það full alvara. Hann er svo æstur eftir Jæssu einvígi. Eg leitaðist viS aö koma í veg fyrir J)aS meö því aö hlæja að honum — já, Jtér veröið aö afsaka, en —” “AuSvitaö”, sagði Stuart Williars brosandi. “Þér höföuö alveg rétt fyrir yöur”. “Já, er þaö ekki. Eg sagöi honum að þaö væri hlægilegríað tala um einvígi nú á dögurn. Menn léti heldur lögregluna jafna sakir, og að hann ætti heldur að leita ráöa lögmanns síns um Jætta missætti”. “Sjálfsagt”, sagði Williars. “Á þann hátt jafna menn sakir sínar i Englandi —en nú erum við ekki í Englandi, lávarður Fairfax”. “ÞaS sama sagði lávarður Dewsbury”, sagöi ungi maðurinn. “En eg minti hann á að þið væruö báöir Englendingar”. “En hann var ófáanlegur til aö fara að yöar ráö- um og leita lögreglunnar, í staö þess aö gripa skam- byssurnar — því skambyssur eiga þaö líklega aö vera?” “Sannast sagt — eg veit ekki hvað eg á að segja — Jætta er alt svo —” “Hjlægilegt”, bætti Stuart Williars viS. “ÞaS er líklega hlægilegt að maÖur á okkar dögum álítur sig móögaöan af því, að vera kallaöur löðurmenni og lygari”. “Hefir hann kallaö yður þaö?” spuröi lávarður Fairfax og leit upp skelkaður. “Já, sökum skorts á svíviröiiegri 'smánarvröum, sem hann kvaöst mundi hafa notað heföi hann getaö fundið þau”. “Máske hann vilji afsaka sig. Hann er mjög bráðlyndur —v og iðrast máske ákafa síns”. “Ekki held eg þaö”, svaraði Stuart Williars bros- andi. “Ósamlyndiö byrjaði viö spilaborðiö, var þaö ekki?” Stuart Williams kinkaði kolli. “Er nokkuö annaö — sem er alvarlegra?” spuröi ungi maðurinn og gaf honum homauga um leið. “Þaö kemur ekki þessu viö, lávarður Fairfax. Ef lávaröur Dewsbury tekur ekki aftur orð sín —” jyjAUKKT J-JOTEL Yiö sölutorgiö og City Hall $ 1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Fumiture Overland FRIMAXN BJARNASON prentari. Fiwlilnr 18. Agúst 1883 Dúinn 21. Júni 1916 KVEÐJA (Lag: ‘‘ó blessuC stund” G6Ö er þér hvlld a6 loknu löngu stríSl, í ljósi guCs fékst meina þinna bót, nú leikur um þig friSarblærinn blíCi, þú breiCir faCminn s61 og himni m6t. Sem lltiC barn, er biCur guC I hlj6Ci, þú beygCir þig und krossinn frels- arans, og heyrCir mjúkan hreim af fögru lj6Ci á hörpustrengjum titra kærleikans. pinn mildi hugur leiC á dánardegi I djúpri ástarþökk á vina fund, er byrCi þna léttu’ í Vesturvegi og voru góC'ir þér aC dauCastund. Og heim til kærrar Konu og elsku- barna þln kveCja UCur hljóC I austanblæ, er leiCiC sveipar ljóma dagsins stjarna og ljósum vonar gyllir djúpan sæ. pú blessar alla’, er götu þlna greiddu, gæfa jarðllfs þér sem mörgum brást, og biCur guC aC launa þeim sem leiddu á llfsins harmbraut þig af trygC og ást. t *— r? —Vér kveCjum þig I drottins dýrCar nafni, er dagur skín á hlmnesk vonarblóm. pér brosir ljósa ströndin fyrir stafn'i, þar stjarnan skln 1 guCs þlns helgi- dóm. Guðm. Guðmundsson. • petta ágætis-kvæCi er nýkomiC hingaC vestur; þaC var sérprentaC I 4 blaCsíCu bókarformi af prentsmiðj- unni Gutenberg I Reykjavlk.—og lag- lega úr garði gert. Frlmann Bjarna- son átti heima hér I bænum um nokk- urra ára tlma; en heilsan bilaCi og fór hann til lslands fyrir eitthvað 4 árum, og andaðist I sumar, eins og sagt er frá aC ofan.—Hann vann viC prentverk I prentsmiðju ólafs Thor- geirssonar og einnig aC “Lögbergi.” —S. A. J. Stúlka líflátin. Herrétturinn í Marseille á Frakklandi hefir nýlega dæmt unga þýzka sttilku til dauöa. Hún hét Louise Pfaadt. Var henni gefið þaö aö sök aö hún væri njósnari fyrir Þjóöverja; fundust hjá henni ýms skjöl, er hún ætlaði aö koma til Þýzkalands, en náöist áður. Er mikiö ritaö um þetta í þýzk- um blööum. Segja þau aö hér sé nákyæmlega um sama atriöi aB neöaog þegar Edith Caveíl var lif- látin. Banki rændur. 29. september var rændur Haniil- ton bankinn i Caron í Saskatcliew- an. Fjórir menn réSust alt í einu á næturvörðinn, stungu upp í hann, bundu hann og köstuSu honum út í horn. Siöan sprengdu jæir upp peningaskápinn og stálu $9,000. Illræöismennirnir höföu alt und- irbuiö og útreiknaö. Þannig höfðu Jæir höggvið alla víra bæöi talsíma og ritsíma. Svo var skuggsýnt í bankanum og svo nákvæmlega gættu þjófarnir j)ess aö láta ekki sjá framan í sig að varömaöurinn gat ekki lýst Jæim. KVENRAKARINN. Brjóst eg lá við baugsólar, blíðlynd J>á hún ekki var. kjálkann á mér allan skar — ilt er aö sjá út stúlkumar. /. /. D. 100 itiaiins geta fenglC að nema smlCar og aCgerCir á bifreiCum og flutningsvögnum I beztá gasvjela- skólanum 1 Canada. Kent bæði að degi og kveldí. Vér kennum full- komlega aC gera við bifreiSar og vagna og að stjórna þeim, sömuleiCis allskonar vélar á sjó og landi. Vér búum yCur undir stöðu og hjálpum yCur tll aC ná I hana, annað hvort sem bifreiðarstjórar, aSgerCamenn eCa vélstjórar. KomiC eCa skrifiC eftir vorri fallegu upplýsingabók.— Hemphill’s Motor Schools, 643 Main St., Winnlpeg; 1715 Broad St., Re- gina; 10262 First St., Edmonton. Vér þurfum menn að læra rakara- 'iðn. Rakaraskortur er nú allsstaðar meiri en nokkru sinni áður. Vér kennum ySur iCnina á 8 vikum, borg- um gott kaup meCan þér eruð að læra og ábyrgjumst yður stöCu aC þvl loknu fyrir $15 til $25 á vlku eSa vér hjálpum yður til þess aS byrja fyrir sjálfan ySur gegn lágri mánaCarborg- un. Sérstök hlunnindi fyrir þá 50, sem fyrstir koma, SkrifiC eCa komlð eftir ókeypis upplýsingabók. Hemp- hill’s Moler Barber Colieges, Pacific Ave.. Winnipeg. Útibú. 1715 Broad Str., Regina og 10262 First St., Ed- monton.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.