Lögberg - 25.01.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.01.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JANÚAR 1917 Polly anna Eftir Eleanor H. Porter. Ungfrú Polly stefndi á stigann þegar hún fór af staö. Pollyanna fylgdi henni þegjandi. VitS stigagatit? sneri ungfrú Polly sér viö og sagði: “Það sem eftir er nætur verður þú að koma ofan og sofa hjá mér í mínu rúmi, Pollyanna. Ljóshlífam- ar koma á morgun; en þangað til álít eg skyldu mína að hafa þig þar, sem eg get séð þig.” Pollyanna stóð kyr og lyfti gleðigeislandi andliti móti frænku sinni. “Fæ eg að sofa hjá þér? — í þinu rúmi? Ó, Polly frænka, það er yndislegt,” hrópaði hún himinglöð. “Hivað það er vel gert af þér — yfirburða vel gert. Og eg, sem svo oft hefi óskað mér að eg mætti skríða upp í rúmið til einhvers — einhvers, sem eg væri skyld og mér væri hlynt, eins og þú skilur; ekki til konanna í kvenmanna styrktarfélaginu, á eg við. Ó, þú, ó, þú, hve mér þykir vænt um að ljóshlífamar em ekki komn- ar. Mundir þú ekki vera það lika, ef þú værir í mín- um sporum ?” Eikkert svar kom. Ungfrú Polly gekk þegjandi á undan með ljósberan í hendinni. Satt að segja var hún í vandræðum. í þriðja skifti, síðan Pollyanna kom til Lindarbakka, hafði ungfrú Pollv ætlað að hegna henni — og í þriðja skifti stóð hún augliti til auglitis við þá staðreynd — svo einkenni- leg sem hún var — að hegning hennar var litið á sem sanna ánægju, já, sem reglulegt endurgjald. Það var því engin furða iþótt ungfrú Polly væri í vandræðum og vissi ekki hvað hún ætti að gera, né hvemig hún ætti að hegða sér. VIII. KAPÍTULI. Heimsókn Pollyönnu. Það leið ekki á löngu þangað til lífið á Lindar bakka var orðið reglubundið — þó ekki eins og ungfrú Polly hafði fyrst hugsað sér að það skyldi vera. Polly anna saumaði, æfði sig við að leika á Píanó, lærði lexí ur, las hátt og nam matreiðslu í eldhúsinu; hún gerði alt þetta að sönnu, en hún varði ekki eins löngum tíma til þess eins og ungfrú Polly hafði ætlast til í fyrst- unni. H|ún fékk þvi lengri tíma til að “lifa”, eins og hún var vön að segja, því hún gat næstum því á hverj um degi síðdegis, frá kl. tvö til sex, gert það sem henni þóknaðist bezt — það er að segja, ef hún kaus ekki heldúr að gera það, s'em Polly frænka hennar stakk upp á, af þvi henni geðjaðist það vel. Það var nú samt sem áður spursmál, hvort allir þessir frítímar væru veittir Pollyönnu af því, að þeir gætu orðið henni hvíld frá vinnunni — eða af því, að þeir voru Polly frænku hvíld frá tilsögn Pollyönnu Áreiðanlegt er það, að þessa fyrstu júlídaga fékk ung frú Polly oft tækifæri til að hrista höfuðið og tauta “Þetta er þó undaríegt bam, þetta er þó mjög undar- legt bam”. Og jafn áreiðanlegt er það, að á hverjum degi, þegar kenslutímamir vora liðnir, fann hún til sárrar þreytu og var að sumu leyti hálf ringluð og óákveðin. I eldhúsinu gekk Nancy miklu betur, hún var hvorki þreytt né ringluð; þvert á móti, miðviikudagar an' og laugardagar vora henni reglulegir hátíðadagar. Það voru engin böm í nánd við Lindarbakka, sem Pollyanna gat leikið sér við, því heimilið stóð afskekt og einslega, og á næstu bæjunum voru engin börn á hennar aldri. En þetta virtist dkki vera kátínu Pollyönnu til fyrirstöðu á neinn hátt. “Nei-nei, eg sikeyti ekkert um það,” svaraði hún Nancy einn daginn, þegar þessi góða stúlka kvartaði um það hennar Vegna. “Mér finst það svo skemtilegt að ganga hér um allar brautirnar og horfa á húsin, fólkið og skepnumar. Mér þykir svo vænt Lun fólk; þylkir þér það ekki líka, Nancy?” “Ó, eg veit ekki — efcki um alt fóllk,” svaraði Nancy alvarlega. Nærri því á hverjum degi spurði Pollyanna, hvort hún gæti ekki “hlaupið með erindi í einhverja átt”, sér þætti svo gaman að hlaupa um úthagann, fram hjá bæjimum, gegnum runna og litlar s'kógarhæðir, eða eftir hinum skuggaríku trjágöngum þjóðbrautarinnar. og það var á þessti ferðalagi sem 'hún mætti “mann- inum” svo oft. Með sjálfri sér kallaði Pollyanna hann aldrei annað, hvað mörgum öðrum mönnum sem hún mætti þann dag. “Maðurinn” var vanalega í síðum, svörtum frakka, með háan og gljáandi silkihatt á höfðinu, sem engir aðrir notuðu. Andlit hans var skegglaust, vel rakað og nokkuð fölt. Hárið, sem sást fyrir neðan hattinn, var farið að grána. Hann geikík beinn, liðlega og hratt; og hann var alt af einn, svo þess vegna kendi Polly- anna i ibrjósti um hann. Máske það hafi verið af þeirri ástæðu að hún ávarpaði hann einn daginn. Oóðan daginn maður,’” sagði htin. “Er þetta ekki indælt veður?” Maðurinn sneri sér snögglega við; stóð svo kyr dá- lítið ÓVÍS'S. 1 alaðir þú til mín ? spurði hann istyttingslega. “Jᔄ sagði Pollyanna. “Eg sagði að það væri svo indiólt veður í dag. Finst þér það ekki lika?” “Hvað þá ? indælt veður ? Ó, jú. Hum!”’svaraði liann og hélt svo áfram. Pollyanna hló. Henni fanst hann vera undarlegur maður. Daginn eftir fann hún hann aftur. “Það er ekki einis gott veður í dag og í gær,” sagði hún, “en það er íþó éklci veralega slæmt í dag heldur,” 1«etti hún við ánægjulega. “Hvað? Nú. Hum!” tautaði maðurinn aftur, og aftur hló Pollyanna. En þegar hún ávarpaði hann í þriðja sinn á sama hátt, nam hann staðar snögglega. “Segðu mér hver þú ert, bam, og hvers' vegna þú ávarpar mig þannig á hverjum degi?” spurði hann hörkulega. Fg er Pöllyanna Whittier. Mér sýnist þú alt af Því nú, þegar við þekkjum hvort annað — en það er satt, eg veit ekki hvað þú heitir." “Nei, hefir maður heyrt >—Ókunni maðurinn lauik ekki við setninguna, hann hristi að eins höfuðið og hélt áfram. Pollyönnu voru þetta vonbrigði. Litla andlitið hennar, sem vanalega var brosandi, horfði nú á eftir honum alvarlegt og ígrundandi. “Máske hann hafi ekki skilið mig rétt. En nú gáthm við ekki þekt hvort annað reglulega — fyrst eg fékk elck að vita hvað hann heitir,” sagði hún við sjálfa sig meðan hún hélt áfram. Po lyanna hélt á skál með magnsúpu í af kálfskjöti, sem hún átti að færa veikri konu, frú Snow. Ungfrú Polly Harrington sendi henni hana einu sinni í viku; hún sagðist álíta það skyldu sína, þar eð frú Snow væri fátæk og veik og ein af nágrönnum sínum — því það væri skyldá nágranna að hjálpa hvor öðram. Ungfrú Polly var vön að rækja þessa skyldu sína á fimtudögum síðdegis, ekki sjálf, heldur gegnum Nancy. í dag hafði Pollyanna beðið um að mega fara, og Nancy hafði með ánægju falið henni að reka erindið, þó ekki fyr en að fengnu samþykki ungfrú Pol y. “Af þvi eg er meira en ánægð að losna við að fara þangað,” sagði Nancy við Pollyönnu; “Það er að eins það, að mér þykir minkun að því að fela yður á hendur þetta icrindi, ungfrú Pollyanna, já, það finst mér raunar. “Já, en mig langar svo mikið til þess, Nancy,” sagði Pollyanna. “Já, það er nú að eins áður æn þér hafið komið þangað. Á eftir að þér kynnist þessari konu, munuð þér segja eitthvað annað,” sagði Nancy. “Hvers vegna þá?” “Af þvi engum líkar að koma þangað,” svaraði Nancy hiklaust. “Ef menn vorkendu henni ekki, þá kæmi þangað enginn lifandi maður til að h ynna að henni, hún er alt af svo óánægð og önug. Eg kenni í brjósti um dóttur hennar, sem verður að stunda hana og Vera hjá henni sí og æ.” “Já, en hvers vegna þarf ihún Iþess, Nancy?” Nancy hristi höfuðið. “Ó—já—það veit eg eklki. Þáð er nú þannig, að alt sem skeður og á sér stað, finst frú Snow vera öfugt við það, sem það á að vera. Hún er held eg óánægð yfir því, að fimtudagur kemur á eftir mið- vikudegi. Og ef þú færir henni magnsúpu, þá máttu reiða þig á, að hún vill heldur steikta hænuunga, en ef þú færir henni steikta unga, þá vill hún heldur magnsúpu. “Það hlýtur þá að vera undarleg kona,” sagði Polly- anna og hló. “Það hlýtur að vera gaman að sjá hana, því hún hlýtur að vera svo undarleg og öðruvísi en aðrir. Og slíkt fólk líikar mér svo vel.” “Hum! Já, frú Snow er sannartlega nógu undarleg og öðravísi en aðrir — það vona eg að minsta kosti vegna annara,” sagði Nancy háðslega. Pollyanna fór og hugsaði um þes'si orð Nancy, þegar hún gekk inn um girðingarhliðið til litla hrörlega kofans. Augu hennar gljáðu allskært af eftirvænt- ingu um að sjá þessa frú Snow, sem var öðruvísi en aðrir. Pollyanna barði að dyrum, og föl og ung stúlka lauk upp fyrir henni. “Góðan daginn,” sagði Pollyanna og heilsaði kurteislega. “Eg á að afhenda þér þetta frá móður- systur minni, ungfrú Harrington, og svo þætti mér vænt um að mega heilsa frú Snow um leið.” “Já, gerðu svo vel að ganga inn,” sagði unga stúlk- ‘Það eru ekki margir, sem þykir vænt um það,” tautaði hún við sjálfa sig, en það heyrði Pollyanna e*kki. Stúlkan hafði snúið sér við og gekk á undan að dyrum við endann á ganginum. Hún opnaði dymar, lét Pollyönnu ganga inn og lokaði svo á eftir henni. Pollyanna stóð kyr og deplaði augunLim, svo hún gæti séð eitthvað þar inni, því þar var svo dimt. En smámsaman, þegar augun höfðu vanist hálfrökkrinu í herberginu, sá hún móta fyrir manneskju, sem sat upprétt í rúminu í Ihinum enda stofunnar. Pollyanna gekk strax þangað. “Góðan daginn frú Snow,” sagði hún. “Eg átti að færa þér tkveðju Polly frænku og segja þér, að hún voni að þér líði vel í dag, og svo sendi hún’þér dálítið af kálfskjöts magnsúpu.” Nu, hVer ræfillinn magnsúpu!” sagði óánægð rödd, “Já, auðvitað berið þér henni kveðju mína og bakklæti; en eg hafði nú vonað að það væri hænsa finst þér það ekki líka ” “Missir svo mikið af tíma?” spurði hin veika undr- andi. “Já, og einmitt þann tíma þegar maður gæti lifað svo yndislega. Mér finst það jafnvel synd að maður skuli ekki geta lifað á nóttunni lika.” “Aftur settist veika konan upp í rúminu. “Nei, þetta er það undarlegasta bam sem eg hefi nokkru sinni kynst,” sagði hún eins og hún væri að tala við sjálfa sig. “Heyrðu, gaktu að glugganum og lyftu upp blæjunni, þá ert þú sannarlega góð,” svo sagði hún við Pollyönnu: “Mig langar til að sjá hvemig >þér lítið út.” Pollyanna stóð strax upp, en hló svo dálítið hikandi. “Já, velkomið; en þá sjáið þér allar freknumar mínar,” sagði hún; “og, eg, sem var svo glöð yfir því að hér var dimt, svo þér sæjuð þær ekki. Hana nú, nú færð þú — ó nei!” hrópaði hún með ákafa, um leið og hún sneri sér að rúminu aftur, “nei, hvað mér þykir vænt um að þú vildir sjá mig, því nú fæ leg að sjá þig líka! og enginn hefir sagt mér að þú værir svo lagleg.” “Eg—lagleg,” sagði hin veika fyrirlitlega. “Jú, það ertu! þú ert yndisleg! vissir þú það ekki?” sagði Pollyanna ákveðin. “Nei, það hefi eg aldrei vitað,” sagði veika konan þurlega. Œfisaga Benjamíns Fraaklins Rituð af honum sjálfum. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. ganga svo einmiana, og þess vegna talaði eg til þín. Og nii finst mér svo viðfeldið að þii namst staðar. súpa í dag.” Pollyanna var dálitið hikandi. “Ó, — eg hélt að Iþú vildir helzt kjúkling, þegar Lér er boðin magnsúpa,” sagði hún. “Hvað iþá?” Veika konan sneri sér snögglega að henni. () nei það það var ekki neitt,” svaraði Pollyanna fljótlega. “Það gerir ekkert -heldur. Það var að eins Nancy sem sagði, að þú mundir heldur vilja kjúkling, þegar maður kæmi með magnsúpu handa þér; en nú var það hænsasúpa, sem þú vildir fá. En máske Nancy hafi meint það gagnstæða — ó nei, eg veit ekkj.” Veika konan settist upp í rúminu — sem him var eikki vön að gera, en það vissi Pollyanna ekki. “Seg þú mér, ungfrú íramhleypin, hver þú ert?” spurði hún hvatskeytlega. Pollyanna hló glöð og undrandi. “Ungfrú framhleypin ? ha, ha. Nei, það heiti eg nú ekki, frú Snow. Þáð væri enn þá verra en Hipatia, er það ekki? Nei, eg heiti Pollyanna Whittier; eg er systurdóttir ungfrú Pollys, og eg er komin til áð vera hjá henni. Það er af þeirri ástæðu að það er eg, sem kem tneö súpuna í dag.” Meðan Pollyanna talaði fyrri hluta þessarar fregn- ar, sat hin vei'ka upprétt og hlustaði á hana með at- hygli; en þegar hún mintist á súpuna aftur, lagði hún sig niður á koddann gremjulega. “Já, eg er yður mjög þakklát,” sagði hún. “Og berið frænku yðar kveðju mina og segið henni, að það sé auðvitað vel gert af henni að hugsa um mig. En eg hafi litla mátarlyst í dag, og þar af leiðandi hefði helzt viljað hænsasúpu.” Nú þagnaði hún skyudilega og bætti svo við: “Eg hefi ekki sofið eina mínútu í nott — ekki eina mínútu.” “Ó, það hlýtur að vera indælt,” hrópaði Pollyanna mjög glöð, setti skálina á lítið borð, sem stóð við rúmið, og settist svo sjálf hjá rúminu. “Maður missir svo nukið af tima þegar maður sefur. Er það ekki ? (’Framh.). Hjá Palmer var það starf mitt að setja stílinn í aðra útgáfuna áf bók sem hét “Religion of Nature” eftir Wallaston. Fanst mér sem sumar af ályktunum hans væru ekki á traustum rökum bygðar, og skrif- aði eg því stutta grein með athuga- semdumávið þær. Þ’essa grein kall- aði eg: “Athugasemdir um frelsi og nauðsyn, þægindi og þrautir.” Eg séiprentaði greinina og tileink- aði hana Ralph vini mínum. Eg gaf aðeins út fá eintök. Eftir þetta fékk Palmier talsvert meira álit á mér scm skynsömum manni, þótt ungur væri. En illa féll honum rit- gerð mín í geð og atyrti hann mig fyrir hana oft og harðlega; kvað hana ósæmilega í alla staði. 'Það að eg prentaði eða gaf út þessa ritgerð, var enn ein yfirsjóna minna. Á meðan eg hélt til á “Litla Bretílandi” kyntist eg manni, sem Wilcox hét; var hann bóksali í næsta hiúsi. Hafði hann afarstórt safn af gömlum bókurn. Á þeim tímum vorit ekki komin umferða- bókasöfn; en við komum okkur s'aman um, að með ákveðnum, sanngjömum skilmálum, sem eg hefi nú gleymt, mætti eg fara með, lesa, og skila svo aftur, hvaða bók sem mér sýndist. Þétta þótti mér sérlega mikils yirði, og færði eg mér þau þægindi i nvt eftir föngum Svo vildi til að ritgerð mín komst í hendur á manni s'em Lyons hét; var hann skurðlæknir og höfundur bókar sem hann nefndi “Óskeikul- leiki mannlegrar dómgreindar”. Þetta varð til þess að við kynt umst. Hann veitti mér sérstaka eftirtekt; kom oft til mín til þeiss að tala um þessi máltefi og fór með mig út á drykkjustofu, sem kölluð var “Hornið”, svo kvnti hann mig manni sem hét Dr. Mandeville, höf- undi bókarinnar “Dæmisaga bíflugn- anna”, hafði hann stofnað þar félag og var Iífið og sálin í því sjálfur, með því að hann var sérlega álirifa- mikill maður. Einnig kynti hánn mig manni s'em Dr. Pemberton hét, Þiað var í Balsons kaffiihúsinu. Þlessi Dr. Pemberton lofaði að fara einhvemtima með mig til Sir Isaac Newhons, sem mig fýsti mjög að kynnast. En það loforð efndi hann aldrei. Eg hafði komið með fáeina muni, °?. var :l me®al peningapyngja búin til úr “abestor , sem er þess eðlis að ])að brennur lekki, heldur hreimsast í eldi. Sir Hans Sloane frétti um þessa pyngj u og ikom því að finna mig. Hann bauð mér heim til sín í “Blooms'berg Square”. Sýndi hann mér þar alla sina muni. Átti hann allmikið safn af einkennilegum hlutum. Hann hætti ekki fyr en eg seldi honum pyngjuna og t>orgaði hann mér hana vel. Þ'ar stean eg hélt til var ungur kvenmaður, sem hafði hattagerð að iðn, og held eg að hún hafi haft hattasölubúð þar sem kallað var “Sloisters”. Hún hafði fengið gott uppeldi, var skynsöm og fjörag og sérlega skemtileg í viðræðum. Ralph lais oft fyrir hana leiki á kveldih og urðu þau all-handgengin hvort öðru. Hún skifti um veru- válina drakk altaf mörk aTöli"" stað og for hann á eftir henni. Þau hverjum morgni með brauöi og o#\ bjuggu saman nokkum tírna; en með því að hann var enn atvinnu- laus og verzlun hennar var ekki nógu arðsöm til þess að standa straum af þeim báðum og barni hennar, þá ákvað hann að fara frá London og reyna að fá kenslu í sveitaskóla; því ihann hélt að hann væri vel fær til þess; hann skrifaði ágæta hönd og var mjög vel að sér í stærðfræði og bókhaldi. En hann áleit'að þessi staða væri í raun bg veru sér ósamboðin og treystandi þyí að framtíðin faérði honum bjartari daga, breytti hann nafni sínu, til þess að enginn skyldi síðar vita ])að, þegar hann væri orðinn sjálfstæður maður, að hann. hefði nokkru sinni verið undir aðra gef- inn. Veitti hann mér þann heiður að taka upp mitt nafn, þegar hann var kominn út á landið í fjarlægð. Fékk eg frá honum bréf skömmu síðar, ]>ar sem hann sagði mér frá þ' i að hann hefði sezt að í litlum bæ Jminnir mig það væri í Birk- shirte), þar sem hann kendi io—12 drengjum fyrir sex peninga hverj- um um vikuna. 1 þessu bréfi bað hann mig fyrir Mrs. T— og óskaði eftir að eg skrifaði sér og skrifaði utan á það til Mr. Franklins skóla- meistara. Hann skrifaði mér hvert bréfið á fætur öðru og sendi mér löng ástakvæði, sem hann hafði ort sjálfur og bað mig að segja álit mitt um þau og leiðrétta. Gerði eg þetta öðra hvoru, ien reyndi held- ur að letja hann þess að halda áfram. Pá var nýkomin út ein af kýmnis- bókum Youngs. Eg skrifaði upp meginpartinn af henni og sendi honum. Var þar miskunnarlaust gert gys að þeim sem eltu ljóða- gyðjuna og hugsuðu sér að vinna frægð með því. - Þetta var alt árangurslaust, og fékk eg kvæði frá honum með hverri einustu ferð sem féll. Á meðan þessu fór fram var það að Mrs. T— hafði hans vegna tapað bæði vinnu og viðskiftum og átti hún oft afarerfitt. Sendi hún þá oft til mín og bað mig að lána sér það sem eg gæti til þess að bjarga henni frá mestu vandræð- unum. Mér geðjaðist vel að henni. Var eg þá frjáls og frí og setti ekki fyrir mig neinar trúarbragða regl- ur né boð, og varð þess utan að veita henni aðstoð. Fór eg því fram á nánari kunningsskap við hana ('sem var enn þá ein yfirsjón mín), en hún tók því ekki, svaraði mér með hæfilegri ofanigjöf og skýrði Ralph frá athæfi mínu. Þétta varð til þess að enda vin áttu okkar; og þegar hann kom aft ur til London, lét hann mig vita að hann liti svo á, sem eg hefði fyrir- gert öllum kröfum sem eg kynni að hafa haft gegn sér. Þetta var auð- vitað ekki mikils virði, þar sem hann var allslaus með öllu. Eg hafði því enga von um að fá það endurborg að, stem eg hafði látið hann hafa. Það er að vísu altaf leitt að tapa vinum, en satt að segja var þessi vin ar missir mér stóríéttir. Nú fór eg að hugsa um að safna dálitláu af peningum, og fór eg þvi frá Palm er og fékk mér vinnu hjá manni sem Watt hét, nálægt plássi sem heitir “Lmcolns Inn Fields”. Var þetta miklu stærri prentsmiðja og vænti eg ]æss að gteta ikomist þar betur áfram. Þiarna var eg allan þann tíma sem eg dvaldi í London. Þegar eg fyrst kom á þessa prentsmiðju fór eg að vinna við vélarnar. þvi mér þötti sem eg þyrfti á líkam?æfingu að halda eins og eg var vanur í Vestur houni'. þar sem sami maðurinn vann bæði við vélarndr og stílsetn- ingu. Eg draklc ekkert annað en vatn Um fimtíu manns unnu alls við þessa prentsmiðju, og sulluðu þeir allir í sig heilmiklu af öli. • Stundum bar eg fulla ramma af settuni stíl upp og niður stigann, sinn 1 hvorri herdi, ]>egar hinir Imru aðeins einn ramma í báðum hondum. Þótti þeim það undar legt, bæði í sambandi við ]>etta og ýmislegt annað að amcríski vatns- belgurnn. eins og þeir kölluðu mig, - J, í.’ vera sterkari en ]>eir voru sjalfir, sem drukku sterkt öl. A prentsmiðjunni var ölsóknar piltur sem ávalt yar til staðar i því skvni’ að sækja öl, þegar einlhver æskti ]>e.ss. Sá sem með mér vann við V Vj'. J “yj S’/ i \ ). !•: «> Vi' EDDY’S ELDSPITUR Jafnvel þó þær hafi hækkað í verði, sem stafar af því að ýmislegt sem til þeirra þarf hefir stigið upp, eru þær þó eins góðar og áreiðanlegar og að undanfömu — eins og þær hafa fengið orð fyrir. Biðjið ætíð um EDDY’S ELDSPÝTUR. ema mork á milli morgunverðar og mrðdagsverðar; mörk með miðdags- ver®': mörk um klukkan s'ex að kveldinu og mörk þegar hann hafði Jokið starfi. sínu. Eg taldi þetta viðbjoðslegan ósið; ien hann liélt að |>að væri nauðsynlegt að drekka krgftgott öl til þess að hann vrði sterkur og hraustur við vinnu sína. Eg reyndi að telja hommi trú um að kraftarnir i ölinu væru aðeins í hlutfalh við það Ikorn sein upp- leystist 1 vatninu sem i því væri, og að meira korn væri í einu pen- ingsvirði af brauði en peningsvirði af öli. og ef hann því æti það brauð og drykki með þvi rnörk af vatni, þá hlyti hann meiri kraft en af því að drekka mörk af öli.r Hann hélt samt áfram 'að drekka ölið og varð að borga fjóra til fimm skildinga af kaupi sinu á hverjum laugardegi fyrir þennan óheilnæma drykk. Þennan kostnað hafði eg ekki. Af þessari öldrykkju var það að hinir verkamennimir voru altaf í skuld-1 um. Eftir nokkrar vikur vildi Watts hafa mig í setningastofunni. Stíl- stetjaramir heimtuðu af mér fimm skildinga fyrir drykkjupeninga.. Þótti mér þetta vera ósvífið, með því að eg hafði borgað i vélastof- unni. Verícstjórinn var á sama máli og bannaði mér að borga það. Svo liðu 2—3 vikur og var eg á þeim tíma skoðaður af samverka- ■ mönnum minum sem afhrak og ó--1 drengur. Gerðu þeir mér alt til skapraunar er þeim gat hugsast. Þeir ragluðu fyrir mér stílnum þeg- ar verst gegndi; skiftu um blaðsíðu á bókum sem eg var að undirbúa undir prentun; losuðu letrið i römmum, svo það hrundi niður og margt fleira. Alt þetta kendu þeir nokkurs konar draugi, sem þeir sögðu að væri á hælum þeirra, sem við prent- iðn ftengjust, en væru ekki reglu- legir prentarar. Þrátt fyrir allar mögulegar varnir prentsmiðju eig- andans, varð mér vistin ómöguleg. nema því að eins að eg borgaði þetta gjald, og það gerði eg því um síðir. Sannfærðist eg um að mikið er leggjandi í sölumar til þess að forðast úlfiið við þá, 'sem maður vterður stöðugt að búa við, hvort sem það er við vinnu eða annars'- staðar. 1 It’s a Bear GALLOWAVS MIKLA MEISTARASTYKKI ’SEX' Kauplr þú aflvél, gæt þess at5 hún sé AreitS- anleg. Hin aflmikla “8ex” Galloway gaso- lín aflvél er óvitSjafn- anleg. ReynitS hana 1 30 daga frltt. Kaupiti ekki léttar vélar skrá- settar metS ofmðrgum hestöflum og seldar á lágu verði. Galloways vél hælt af öllum. Sérstök atritSi—Hercules áshöfutS, langur sívalningur, sterkur drátt- ur, gótSur kveikir, sparsamur afl- vaki, ofhitnar ekki, beztu olíuilát, endurbætt eldsneytisgjafi og spar- söm vél. Allar stærtSir frá 1% til 5 H.P., allar seldar metS 30 daga ókeypis reynslu og 5 ára ábyrgð. , OKKYPIS VERDSKR p The Wm. Galloway Co. OF CANADA, l.td. Dept. 34 Winnipeg. Eimskipafélagið Stjórn félagsins ákveður að Yevna að útvega nú þegar skip í stað “Goðafoss”. Nýtt hlutaútboð. Eins og auglýsing hér í blaðinu í dag ber með sér, hefir stjórn Eim- skipafélagsins ákveðið að revna að útvega nú þegar annað skip 'i stað inn fyrir “Goðafoss”, Fer fram- kyæmdarstjóri félagsins, herra Emil Nielsen, til útlanda eftir nokkra daga í þeim erinduin að reyna að ná kaupufn á hentugu skipi í stað- inn fyrir “Goðafoss”. Um annað tæplega að ræða en kaupa skip, sem ekki er alveg nýtt; ný skip varla á boðstólum og engin skip fást smið- uð fyr en eftir mörg ár sökum anna á öllum skipasmiðastöðvum heims- ins. I'il þess að félaginu verði kleift að fá sér svo stórt sikip sem áform- að mun Vera, kringum 1500 smá- lestir, ]>arf á meira fé að halda vegna þess háa verðs, sem nú er á ollum skipum í heiminum. llefir þvi stjórnin boðið út hluti í félag- 'nu, .t’á' er aðalfundurinn síðasti heimilaði að auka við áður ákveðið hlutafe. Samkvæmt hlutaútboöinu eru .öoðnar út 59o þúsund krónur. \rér þorum að fullyrða, að þessar akvarðanir stjórnar Éimskipafélags- tns fá góðar undirteiktir um land alt. I r >yí þetta hörmulega slys varð að yviljiL til, að missa þetta ágæta nyja skip, þá fullvrðum vér, að þetta er það eina rétta og sjálfsagða, að reyna nu þegar að útves^a annað skip í skarðið. Félagið hefir auðvitað liðið mik- nm fjárhagslegan hnekki við missi Goðafoss”. Það getur orðið langt þangað til það bíður ]>ess bætur. En félaginu hefir gengið svo vel þaö er svo einfalt, að livert barn getur reiknað það. Og sá hluti landsins sem “Goðafoss” aðallega annaðist flutninga fyrir, Norður- og Austur- landið yrði svo hömiulega sett ef efkki kæmi skip i staðinn einmitt nú, að stórvandræði gætu af hlotist. Frá fyrstu byrjun sinni herir Eimskipafélagið verið óskabam þjóðarinnar. Sá íslendingur mun ekki vera til, sem iðrast þess að hafa stutt það mál. Mikið reið á og mikið var í húfi, þegar farið var fyrst af stað, um það hvort tækist að koma félaginu á fót. — það tókst fyrir eindæma samtök þjóðarinnar. Nú riður engu minna á að stvðja félagið. Yér hyggjum að hagur nijög margra sé nú það betri en hann var þegar fyrst var safnaö hlutum til félagsin-s, að þeir eigi hægt með að leggja nú drjúgan slkerf til félags- ins, þótt þeim hafi veitt ]xið örðugt áöur. Þeir, sem efnast hafa vel hér i Reykjavík og annarsstaðar þessi síðii'stu árin munu sér að mein- fangalausu geta styrkt félagið svo að um muni með því að setja dá- lítinn hluta af gróða sínum á vöxtu í Eim ski pa f élagi n u. Stjórn Eimskipafélagsins hefir gert ákvörðun sína fljótt og rétt. að vora áliti. Vér vonum að lands- menn verði nú líka sikjótráðir og hollráðir, enginn láti standa á sin- um skerf. —ísafold. . . 100 nmnns geta fengiö aö nema & bifreiöum og sem af er, þangað til ohapp þetta smICar og aðfrerðir biu- að hondum, að það mun Usa1 flutningsvögnum 1 bezta gasvlela- undir þvi að kaupa skip'hinu afar- . skólanum t Canada. Kent bæöi aö háa yerði sem nú er, ef land'smenn degl °s kveldl- Vér kennum fuii- styðja það nú drengilega með fjár-i omlesa aS gera viö bifreiöar og framlöngum. Syo verður félagið aö aiiskonaf reyna að fyrna a sem fæstum arum búum yöur undir stööu og hjáipum >að, sem SKlpið, sem nú á að kaupa, ' y8ur tfI aS ná f hana, annaö hvort er 'keypt of háu Verði — þ. e. um- S*m bifreiöarstjórar, aögeröamenn fram venjulegt verð á slikum skin- véIst:16rar- Komiö eöa skrifiö um. Á meðan á því stendur verður Hemphiuí’s Moíor^School's^1 félagið að reyna að afla sér meiri tekna t. d. með einhverri hækkun á flutningsgjöldum eða hluthafar að láta sér nægja minni ársarð af hluta- fénu — eða hvorttveggja. Þannig mun mega lækna sárið, sem orðið hefir, og á þann hátt hlýtur það að æknast. Hinsvegar yrði það óbærilegt að fá ekkert skip i staðinn fyrir “Goða- foss” einmitt nú þegar.' Skipastóll- mn okkar var ált of litill áður en við mistum “Goðafoss”. Nú er hann helmingi minni en hann var meðan hann var altof lítill. Dætnið St. Winnipeg; 1827 S. Railway St„ Re- gina; 10262 Kirst St„ Edmonton. Vér þurfuin menn aö iæra rakara- iön. Rakaraskortur er nú allsstaöar meiri en nokkru sinni áöur. Vér kennum yöur iönina á 8 vikum, borg- um gott kaup meöan þér eruÖ aö læra og ábyrgjumst yöur stöðu að þvi loknu fyrir $15 til $25 á viku eða vér hjálpum yöur til þess aö byrja fyrir sjálfan yður gegn lágri mánaðarborg- un. Sérstök hlunnlndi fyrir þá 60 sem fyrstlr koma. Skrifið eða komlð eftir ókeypis upplýsingabök. Hemp- hill s Moler Barber Colleges, Pacific Ave„ Winnipeg. útibö 1827 South Railway St„ Regina og 10262 Pirst St., Edmonton. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.