Lögberg - 03.05.1917, Síða 2

Lögberg - 03.05.1917, Síða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAí 1917 2 GOODYEAR’S REGNVFIRHAFNA-SALA 1200 sýnishorn Fyrir Karlmenn, Kvenmenn og Börn I> 1 aföllum tegundum, stærðum og gæðum úr ensku Tweed, Crava- IVegnKapUr nettes, Cashmeres Skotgrafayfirhafnir, Silki Poplin, Oil Slickers -------- og Veiðimanna yfirhafnir og hattar’ Meðan þær endast þá verða þœr seldar á þessn afarlága verði. PÓSTPÖNTUNUM NAKVÆMUR GAUMUR GEFINN. SendiS póstávísanir ásamt stærö yfir brjóstiö. Ábyrgst aö gera alla ánægða. Kvenmanna ábyrgstar Regnyfirhafnir Kvenmanna lérefts kápur, leirlitar. Voru seldar á $5. Ábyrgstar vatnsheldar. Good- year verö gnynrnatnir $2.95 Karlmanna ábyrgstar Regnyfirhafnir Karlmanna “Bombazine”, “olive” og leirlitar; allar stærðir. ÁtSur seldar á $8. Goodyear verö ................. $4.75 Kvenmanna ábyrgstar Regnyfirhafnir úr silki “poplin”, leirlitar, gráar, bláar og svartar, belti á baki; herfatnaöar gerö. Voru seldar á $8. Goodyear sérstök sala $4.75 Karlmanna ábyrgstar Regnyfirhafnir Karlm. kápur inndregnar í bakiö, leirlitar og “olive” litar; allar stæröir. Áöur seldar á $10.50. Goodyear vertS .................... 'nyurnarnir $6.75 Kvenmanna ábyrgstar Regnyfirhafnir úr ensku “tweed”, “mohairs ’ og “cashmeres”. Allar stærð- ir, allir litir; belti á baki. — ÁSur seldar á $10.50 Good- year sérstakt verö ........ nymuainir $6.75 Karlmanna ábyrgstar Regnyfirhafnir Karlm. kápur úr ensku “tweed” fyrir regn og sól. Allar stærðir. Áður seldar á $15.00. Goodyear verð..... $8.75 Fínar Barna Regnyfirhafnir Barna regnkápur, leirlit- aðar, belti á baki; stærðir fyrir börn á aldrinum 4—14 ára. Ábyrgstar vatnsheldar. Goodyear útsala $2.95 Fínleg Barna Regnyfirslög Barna yfirslög með hettu, bláar á lit. Stærðir fyrir 6 til 16 ára. Einmitt fyrir skólaböm. Goodyear verð $2.15 REGNHATTAR FYRIR KARLMENN, KVENFÓLK, DRENGI OG STÚLKUR. — J\ Q ^ Áður seldir fyrir $1.00 og $1.50. Goodyear verð ... GODDYEAR RAINCDAT COMPANY, ,tt hja ciobe íeíkhúsí 287 Portage Ave ■ Næst við Sterling Bank Kaupmannahafnar Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsins bezta munntóbak. Munntöbak Búið tilúr hin- um beztu, elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum Ferðaminningar frá 13. janúar til 6. apríl 1917. Ferð vestur á Kyrrahafsströnd. Frá Winnipeg til Vancouver. 1 Blaine og í grendinni 3. til 8. febr. F.g dvaldi í Birch Bay hjá systur vninni þar til á laugardag 3. febrúar. t>á fór eg burtu og heimsótti þrjá gamla kunningja, setn búa skamt frá Bkiine. Eg ætlaði að fara fyrri, en snjór féll sunnitdaginn 28. janúar og svo næsta dag um það 6 þumlungar að jáfnfelli, og fylgdi með hráslaga kuldi, þó ekki væri frostið, svo mér var ráðlagt að bíða þar til hlýnaði og snjórinn var ltorfinn þegar eg fór. Tók upp á einni nóttu með rigningu. Sá fvrsti kunningi minn, sem eg kom til. var Jón Jónsson frá Munkaþverá. Hann og kona hans ásamt Jóni syni þeirra, sem kvæntur er dóttiivjóns frá Mýri í Bárðardal. Rúa |)au við læk, sem heitir Dakota Creek. Frá húsinu liggur brekka of- an aö læknum, eru hús beggja megin við hann og er þar rnjög sveitarlegt að sjá. Við Jón höfðum gaman af að sjást. Okkur er í minni að við snemma í marzmánuði 1879 gengum frá Selkirk austur á Kyrrahafsstrandar járnbraui að fá okkur vinnu við klettaspreng- ingu. Við stigum á bráðabyrgðar lest i Austur Selkirk snemma að morgni, ætluðum að fá flutning út á brautarendann, en varð lítið úr því. Iæstin var að reyna að hafa sig áfram í gegn um snjóinn allan daginn, komst aðeins nokkrar mtlur og fór síðan til baka aftur um dagsetur. Lestarstjórinn var með daufu yfir- bragði þegar hann borgaði okkur ti! baka fargjaldið. Hinir tveir menn er eg heimsótti voru Bjami Péturs frá Rangárlón: í Norðurmúlasýslu, fyrrum vel þekt- ttr bóndi frá Hensel í Norður Dakota og Þórarinn Sigurðsson frá Ga!ta- stöðum vtri í Hróarstungu, fyrrum bóndi að Kristnesi í Saskatchewan. Eg heyrði á honum að hann langað: austur aftur. Þriðjudaginn 6. febr. fór eg frá Blaine norður til Crescent, Canada megin til að sjá gamlan kunningja minn, sem þar býr, Sigurð Kristó fersson frá Neslöndum við Mývatn. Sigurður býr skamt frá sjónum upp: á hæð og er þar fagurt útsýni. Sig- tirður er enn eldfjörugur á fæti og hefði verið til með að gefa Vilhjálmi T>ýzkalandskeisara ráðningu ef hanr. hefði náð til hans. Kona Sigurðar er Karolína, dóttir Vilhjálms heitins Tayktrs, bróðurs Jóns heitins Taylors tunboðsmanns. Hún talar og les Is- lenzfeu og veit líka um mörg bæja og sveitanöfn heima á Islandi. Vit- anlega hefir hún verið í þjóðfélags- lífi Islendinga síðan 1875, nema ef undantekin eru árin, sem þau hjónin eru búin að vera á ströndinni. Er. svo hefir enskan verið heimilismá! þeirra. Af tali hennar um vandvirkni á landnámssögu íslendinga i Vestur- heimi réð eg, að henni er umhugað um áframhald íslenzks þjóðernis í Ameríku. Sigurður og Karolína giftust mánu- daginn 22. janúar 1877, fyrstu hjór. sem giftust í Nýja Islandi. En langt sitður fyrir Nýja ísland urðu þau að fara til þess að fá hjónavígsluna framkvæmda, og það úti undir beru lofti. Á þetta hefir áður verið minst í Almanaki Ólafs Thorgeirssonar. Sigurð langaði til að eg gæti mér til ánægju virt fyrir mér fagra út- sýnið hjá honum, en loft var þoku- fult svo það var ekki hægt, svo gerí var ráð fyrir að eg kæmi aftur á heimleið minni og vonað að þá yrð: bjartara. - Eg fór aftur suður til Blaine á miðvikudaginn og þá er eg enr. spurður af innflutninga umsjónar- manni um ferð mína. Eg segi hon- um að eg ætli til Blaine og dvelj: hjá systur minni við Birch Bay og að eg hafi farið þarna í gegn þann 23. ianúar. Hann lét sér það nægja, en þó sýndist mér að honum þætti grun- samt um mig, og þegar eg er kom- inn út úr v'agninum í Blaine, var hanr. kominn út á undan mér og stóð hjá öðrum manni klæddum einkennisbún- ingi. Hann spurði mig: ' “Hvað langt sagðir þú að væri héðan ti! hans bróður þíns? til systur minn- ar sagði eg. Já til systur þinnar. Eg sagði honum það sama og áður um vegalengdina. I>ú fórst hér í gegn áður, þann 21 janúar. Þanr. 23. segi eg. Já þann 23. Hvað sagð: innflutninga umsjónarmaðurinn sem þá talaði við þig um ferð þtna? Hann spurði mig að ýmsu um hag: mína, sem eg leysti úr, og sumt af )ví hef eg sagt þér. Svo sagði eg æim að eg væri maður sem ekkert væri hættulegt við i sambandi við ferð mína og gekk veg minn. Eg skildi að jjeir voru að vita hvort mér bæri saman v'ið sjálfan mig um það sem eg hafði áður sagt. Þegar eg þurfti að tefja í Blaine var eg hjá hr. Andrési Dantelssyni. / Ferndale, Bellingham og Mariette, 8. til 12. febrúar. Fimtudaginn 8. febrúar fór eg frá Blaine austur til bæjar, sem Ferndalt heitir, þar tók á móti mér á vagna- stöðinni Hildigerður frændkona mín, dóttir hjónanna Benedikts sál. Jóns- sonar Austmanns og Rannveigar systur minnar, sem lengi bjuggu í Selkirk; þau dóu í Bellingham, hún 1902, hann 1910. Hildigerður er kona Magnúsar Þorlákssonar frá Hrælekslæk í Hróarstungu. Þau fluttu vestur á ströndina 1906, frá Selkirk. Magnús var lengi sögunar- vélstjóri á Robinsons milnunni 1 Selkirk. Nú er hann vélstjóri á stærstu sögunarmylnunni í Belling- ham. / Magnús og Hildigerður búa skamt frá Femdale á landspildu, sem þau eiga; voru áður t Bellingham. Bifreiðar renna milli bæjanna á ströndinni til þess að flytja ferða- fólk til og frá, á einni þeirra fórum við Hildigerður til Bellingham á föstudaginn þann 9. fabr. Belling- ham er fallegur bær með vel útlögð- um og breiðttm strætum. Þar og í 'Seattle eru utan við gangstéttirnar jarðmanir jafn háar stéttunum og' víðast hvar eins breiðar, og má hafa þær líka fyrir gangveg ef á þarf að halda. Hiídigerður sýndi mér grafreit Bellingham bæjar, þar hvtla foreldr- ar hennar. Gramhvelfingar er búið að byggja hjá reitnum svo þeir sem óska geta geymt þar Iík sinna óskemd um aldur og æfi. Mariette heitir smá þorp skamt frá Bellingham, bændabygð er þar nær- liggjandi og fagurt útsýni. Þangað fór eg til að sjá Gunnar Jóhannesson Hólm frá Króksstöðum í Hjaltastaða- jtinghá, bróður Vilhjálms Hólms, sem eg hefi áður getið. Gunnar var á barnsaldri }>egar eg fór af íslandi, ckki fullra 9 ára, mundi þó Vel eftir mér. Hann geymir margar æsku- eldurminningar frá gamla landinu, kom til Amertku 1885. Kona hans er úr Eyjafirði, var mörg ár í Noregi aður en hún fór til Ameríku. Hún á mikið af norskum bókum, sem eg hafði skemtun af að líta í. Eg var t það sinn hjá þeim hjónum eina nótt, fór frá þeim laugardaginn þanr. 10. febr. og lofaði að koma aftur. Frá Mariette fór eg til Hildigerðat frænku minnar og frá henni aftur mánudaginn 12. til systur minnar við Birch Bay. Til Seattle 16. febrúar. Á föstudaginn fór eg á bifreið til Bellingham og svo þaðan með járn- brautarlest til Seattle. Kristján frændi minn fór með mér, sér og mét til skemtunar. Á þeirri leið sá eg fallegasta bændabygð á ströndinni; húsin bygð í afhallandi fögrum brekk- um; þar runnu kristals skærir smá- lækir, og fagrir akrar voru framund- an húsunum, sem sagt er að framleiði 100 mæla og þar yfir af ekrunni. Kálfahjarðir voru þar á beit og sýndust una sér vel. 1 Tacoma 17. til 19. febr. 1 þetta sinn var eg ekki nema eina nótt í Seattle, gisti hjá hjónunum hr. Bjarna Jóhannssyni og Aliph Sigríði Stígsdóttur frá Akra, N. D. Næsta dag fórum við Kristján frændi minn sjókiðis suður til Tácoma að sjá Guðmund Sveinsson frænda minn bróður Kristjáns. Guðmundur er fæddur á Hrollaugsstöðum í Hjalta- staðaþinghá 1846. Hann fór til Noregs um það 28 ára gamall og lærði stýrimannafræði, v'ar mörg ár í siglingum með Norðmönnum en á milli siglingar var hann í Noregi; kom til Ameríku 1885. Kona hans er norsk, er tvígift og á þrjá syni af fyrra hjónabandi. Þau Guðmundur eru barnlaus. Tacoma er fallegur bær, mikið af honum á hæð, og sá eg þar fallegar. skemtigarð með tveimur fögrum stöðupollum, sem álftir voru að synda í, líka sá eg þar tvö ljón, {x> ekki lif- andi, voru víst úr kopar. Við Kristján komum síðla dags til heimilis Guðmundar. Hann var ekki kominn heim úr vinnu sinni; hann vinnur á sögunarmylnu. Kona hans tók glaðlega á móti okkur, Kristján sagði henni hver eg var. Hún skildi ekki ensku og nú-varð að reyna að tala norsku. Kristjáni gekk betur að skilja hana en mér; nágrannar hans cru norskir, eins og áður er sagt. Konan er furðu ern, þó hún sé 85 ára gömul og gerir sjálf húsverkin. Hefir hún verið fríð kona og ber andlit hennar v'ott um bjartsýna sál; hún er trúuð kona og á mikið af norskum guðsorðabókum. Guðmundur kom seinna heim um kveldið en búist var við, hafði unnið yfirvinnu. Eg hafði ekki séð hann síðan 1873 og þekti hann ekki þegar hann kom inn. Hann var orðinn elli- Iegri og rýrari en eg hafði búist við, enda er mylnuvinnan, sem hann verð- ur að sæta, óhentug fyrir hann á þeitr. aldri sem hann er. Eg spurði hanti hvort hann myndi eftir að við hefð- um leikið okkur saman þegar við vorum drengir. “Já” segir hann, “við lékum stiklastaðaorustu”. Það var líka, við lékum hana í Kóreksstaða- gerði í Hjaltastaðaþinghá sumarið 1850; leikendur v'oru. fimm, eg Iék Ólaf konung hinn helga og var lagð- ur að velli af Þóri hund. Á þessu og öðru, j>egar eg fór að tala við hann, heyrði eg að æskuminningar margar geymdi hann frá íslandi, þó alveg sé hann kominn út úr tslenzku þjóðlífi; hann veit ekkert eða kærir sig ekkert um að vita hvað gerist meðal íslendingá. Einhverjir Is- lendingar auk hans kváðu vera í Tacoma, en hann vissi ekkert um þá. F.n hann fylgdist með öllu norsku og líkar betur að tala norsku en tslenzku. —■ Sennilegt er að margra ára sjó- ferða volk hafi haft mikil áhrif á hanh í því að fjarlægja hann íslenzku þióðlífi. Eftir kveldverð sýndi hann mér bækur sýnar, helztar þeirra v’oru veraldarsagan á norsku í þrem bind- um og kirkjusagan, og græddi eg á því að sjá hana. Eg las í henni un. kirkjuþingið i Nicea 325 og vissi eg ekki áður hvers vegna þingið vat' haldið og hver árslit þess urðu; eg hafði ekki átt kost á að lesa starf- skrána. Mig langaði til að sjá gamla Berte! Gunnlaugsson, sem enn er á lífi í Tacoma, en tókst ekki að hafa upp á honum. En svo varð eg seinna svo írægur að sjá bréf skrifað af hon- ttm til Sveins lögmanns Björnssonar í Seattle; skrift karlsins er fögur. Sveinn hefir stundum komið til hans, seinast í vetur fyrir jólin, þá var hann farinn að tapa minni og hættur að vinna, }>ó málhress. / Seattle 19. til 21. febrúar. Mánudaginn þann 19. febr. fórum v'ið Kristján aftur til Seattle. Þá heimsótti eg vin minn, séra Jónas A. Sigurðsson og var hjá honum nótt. Við höfðum ekki sést í 15 og hálft ár og gleymist mér aldrei hvað ve! hann stóð í prestsstöðu sinni t Norð- ur Dakota. Eg man jólanæturnar : Vídalínssafnaðarkirkju, }>egar hann talaði um jólafögnuðinn, eg mar. stinnudagsskóla samkomurnar, sem hann stýrði, og víst má segja að með- an hann var í þjónustu kirkjufélags- ins var hann einn af ötulustu starfs- mönnum þess. / Bremerton og Charleston frá 21. febrúar til 3. mars. Miðvikudaginn 21. febrúar fór eg til Bremerton með gufuferju. Þar er herskipastöð, en eg kom of seint til að geta fengið að koma þar inn, af j>ví viðskiftasambandinu var slitið milli Þjóðverja og Bandaríkjanna laugardaginn 3. febrúar; eftir það var engum ókunnugum leyft að koma þar inn. Eftir að fréttin un. að rofið væri viðskiftasamband milli landanna stóðu hermenn v'ið inn- gangshliðið og veitti ekki af að hafa þá varasemi því það sama kveld byrjuðu einhverjir skuggavaldar að bora göt á skip, sem lá þar norður með ströndinni, en náðust þó áður er. þeir gætu framkvæmt spellvirkið. Einn íslendingur er í Bremerton, Sveinn Árnason, sonur Árna Sigurðs sonar í Mozart, Sask. Kona Sveins er Sigurbjörg Sigfúsdóttir, dóttir hjónanna Sigfúsar Gíslasonar og Rannveigar Ámadóttur, sem dóu í Mordenbygðinni ekki fyrir löngu. Þau voru t 17 ár næstu nágrannar mínir í Norður Dakota. Sveinr. vinnur á skrifstofu á herskipastöð • inni og fékk hann sig Iausan frá vinnu hálfan dag til þess að geta skemt mér með því að ganga t kring með mér. Útsýni er hið fegursta í Bremerton og Charleston; bæirnir ná svo að segja saman. Eg hafði þekt Svein Árnason : Dakota og haft ánægju af að tala við hann og svo var enn. Hann er gáfu- maður, vel að sér í sögu íslands og bókmentum og á mikið og gott ís- Jenzkt bókasafn. Eg kom til Kristínar Sveinsdóttur frændkonu minnar föstudaginn 23. febrúar, hún býr fjórar mílur út frá Charleston. Eg gekk meiri partinr. af leiðinni, um það helminginn með fram sjónum, og var eins og í leiðslu, fanst mér eg vera kominn heim á Seyðisfjörð og fanst eg vera að ganga frá Fjarðaröldu út á Vestdalseyrt. Það var blíða logn og sjórinn renni- sléttur, eg gekk á malargrjóti, fór fram hjá fiskimannakofum og smá- lækjum og sýndist mér þetta vera Iíkt og var heima á hinni áminstu leið. Kristtn frændkona mín er systir þeirra bræðranna, sem eg hefi áður getið, Guðmundar í Tacoma og Kristjáns við Birch Bay. Maður hennar Þórður Þórðarson frá Sig- ríðarstöðum í Vesturhópi lézt að heimili þeirra fyrir ári síðan. Við frændkona mín fundum ti! tómleikans, sem fráfall manns henn- ar hafði leitt yfir heimili hennar, samt gjörðum við tímann eins á- nægjulegan og unt v'ar meðan eg dvaldi hjá henni. Úr bréfi Innisfail, y9. apríl 1917. Herra ritstjóri Lögbergs. Aldanna faðir gefi þér gott og gleðilegt sumar, og öllum þínum ástvinum. Háðan úr íslenzku bygðinni í Al- berta mætti tína margt saman í eitt fróðlegt prívat fréttabréf, en fyrir fréttablað yrði það ekki annað en ómerkilegur samttningur úr öllitm áttum. Stóran heiður tel eg það bygðinni að fjallaskáldið okkar St. G. St. hlaut j>ann heiður að vera fyrsti Canada Islendingur, sem boðið er heirn; heiðursgesti til íslands, af há- skóla prófessorum og öðru stórmenni Reykjavíkur borgar, með jafnrétti kvenþjóðarinnar við karlmenn, eins og boðsbréfið ber með sér. Vér ósk- um gamla manninum- allra farar- heilla og heillar afturkomu heim á búgarðinn sinn “Hóla”. — Hitt ann- að, að einn af okkar yngri sveinum er nú á þessu herrans ófriðarári 1917 sestur í ritstjórasæti Heimskringlu. Eg óska honum til heilla og hamingju og að hann ávinni sér hylli, ást og virðing kaupendanna. Herra O. T. Johnosn er af þvt bergi brotinn í báðar ættir að geta tekið glensyrðum, ertni, og öðrum hnifilyrðum og hnútum, hent það alt á Iofti og sent þær til baka ekki síður en Böðvar karlinn Bjarki forðum : höll hrólfs konungs Kraka. En um leið leyfi eg mér að þakka fornís- lenzka karlinum honum Magnúsi mín- ttm Skaptasyni ritstjórastörf Heims- kringlu. Þar stóð hann eins og Skúli gamli landfógeti við stýrið á kneri forðum, með eggjunar orð þó nútíð- arhættan sé stór, að standa drengilega með Canada og Bretaveldinu, og sagði okkur landafræðislegri hersögtt en nokkttrt annað fréttablað í vestur Canada. Glaðar stundir. Samkomur hafa haldnar verið vikulega hvert laugardagskveld þenn- an liðna vetur á Markerville og þar að auki nokkrar hlutaveltu- og dans- samkomur. Alls hafa komið inn um átta hundruð dollarar fvrir þjóð- ræknissjóðinn. Kvenþjóðin hefir heldur ekki legið á liði sínu. Á einni samkomu þeirra hafa þær grætt og gefið $150.00. Hér er sýnishorn af samvinnufélagsskap allra þjóðarpart- anna, sem byggja þetta land á litlu svæði kringum Markerville bæinn, og svona gætum við unnið í einingtt andans ef við hefðum öll eina sam- eiginlega kirkju og góðan kennimann. En tölum ekki meira um það, þar ræður flokkadráttur kirkjudeildanna og fólksins öllum úrslitum. Fjórðungs aldar afmælishátíð sína hélt Lestrarfélagið “Iðunn” 30. marz s. I. á Markerville. Voru flestir Is- lendingar þar satnan komnir og nokkrir annara þjóðar nágrananr, vinir og verlslafólk. Samkomuna setti forseti félagsins og bauð gest- ina velkomna með vel völdum orðum. Næstur honum talaði J. Björnson nokkur orð til herra Jónasar Hún- fords. Þakkaði honum fyrir hönd Lestrarfélagsmanna, forsetastörf hans í 23 ár, af 25 ára tilveru félagsins og aðal störf anda þess. Afhenti hann honum fyrir hönj! félagsins einn vandaðan skrifstofustól, en sem rit- ara landnámssögu Alberta Islendinga forláta pennastöng með gullpenna /fottntain pen), og bað hann }>iggja sem virðingarvott gefendanna fyrir vel unnið starf. Þakkaði Mr. Húnford gjafirnar og þann hlýleik er bygðarmenn auðsýndu sér. Næstur talaði séra Pétur Hjálm- son, fyrir minni fél. “Iðunn”. Rakti hann æfisögu Iðunnar úr Eddu all- rækilega, í fyrri partinum; þar næst Lestrarfélagsins okkar “Iðunn” og gagnsemi þess fyrir íslenzka tungtt og bókmentir; síðast nokkur orð ti! forsetans. Ræðan öll hefði átt að koma á prent, þar var svo' sterk ætt- jarðarást til feðra tungu, fomra og nýrra bokmenta. Næstur talaði Skáldið Stephan G. Stephansson um “Þjóðerni Islendinga” bókmentalegs efnis. Eg vona að ræðan komi seinna á prent, enda mér ofvaxið að rekja söguþráð hennar svo í nokkru lagi fari. Næst talaði herra Sigurður Jónsson fyrir “Minni Islands”; brenn- heit ættjarðar minning. Eitt af er- indunum sem hann hafði yfir er svona: “Við munum þeir eldri hve ununar- ríkt og indælt var stundum í vorblíðu heima, i og eg sé hér ekkert, sem jafnast við slíkt og eg fyrir mitt leyti skal aldrei gleyma á meðan eg lifi þeim létthenta blæ, sem lék sér á hörpu með gullstrengd- um nótum, — og líf-anda fjörgjafa um bygðir og bæ, sem burt þíddi klakann frá hjartn- anna rótum.’ Fjórði tölumaður var herra Krist- ján Jónsson “Mtnni frumbyggjanna”, sögu þeirra rakti hann ágætlega; að fornu, og nú ttð yngri kynslóðarinn- ar. Fóru allar ræðurnar fram á ís- lenzku, hver annari betri. Að sið- ustu þakkaði forsetinn Mr. Húnford ræðumönnum og öllum viðstöddum ánægjulegt samsæti. Hornleikara flokkur bygðarinnar spilaði milli ræðanna, flest íslenzk lög. Síðan var sezt að snæðing, sem var rtkmann- lega rfam borinn, og kom að úr öl! um áttum gefins frá konum bygðar- innar, en sumt keypt fyrir samskota fé félagsmanna. Forstöðukona veizl- unnar var Mrs. Sigríður Jóhannson, aðstoðarkonur Mrs. J. Björnson og Mrs. H. Bardal; til aðstoðar í borð- salnum: Miss Christi Christjánson, Miss Gróa Goodman, Miss Fjóla Jóhannson, Mrs. Halldóra Eymund- son. Al-íslenzkir réttir voru fram bornir í brauðgerð og kaffibrauði, misuostur og hangið sauðakjöt, nýtt nautakjöt. Langsólgnastir voru inn- lendu Skotamir, Danirnir og Norð- mennirnir í hangikjötið, laufabrauðið, misuostinn og “terturnar”. Voru þessir réttir gamlir kunningjar þeirra heiman að. Var gleði og glaumur um allan salinn, þar til borð voru rudd kl. 2 um nóttina og dansfólkið fékk umráð yfir salnum til morguns. En eldra fólkið skemti sér við sam ræður í reykingasalnum, við kaffí drykkju og neyslu sætabrauðs. En yngra fólkið kom af danspallinum að fá sér morgunkaffið eins og hinir. Síðan fóru allir glaðir og ánægðir heim. Fjárhagslega bar samkoman sig þótt enginn væri inngangseyrir né samskot tekin þessa nótt. Alt var vel undir búið löngu áður. Vetrarhátíð ættum v'ið að halda á hverjum vetri hér eftir. Starfsmál. Herra Sigurður Einarsson og Sig- ríður kona hans brugðu búi sínu þetta vor. Leigðu þau hálfa “section” af landi er þau eiga til lengri tíma. ÆÚa. þau að skemta sér sumarlangt meðal vina og kunningja. Óráðið cnn hvar þau setjast að. Þau hjón eiga einn fósturson, sem J>aú vona að útskrifist af Edmonton háskólanum innan skamms. Um 14 ára skeið hafa þau búið rausnar búi hér í bygðinni, vel látin af öllum er þau kyntust. Hefir Mr. Einarson verið vegagerð- arstjóri til margra ára, ötull og dug- legur, enda farnast vel. Mjólkurkýr hans seldust til jafnaðar á $78. vetrar kálfar á $30, geldneyti öll seld fyrr: part vetrar, hæns 90 cent stykkið. Af þessu sérðu lesari góður að gangandi fénaður er hér í háu verði. Pólitík. Nú er fylkisþingi nýlega slitið hér í Alberta. Gerðist þar fátt er stór- tíðindum sæti. Þingttðindin utan blaðagreinir ókomin enn. Fylkis- kosningar fara líklega fram áður en næsta þing kemur saman. Báðir flokkarnir eru við þvt búnir. Kosn- ingaréttur var kvenþjóðinni veittur í fyrra eins og öllum mun kunnugt, eft- ir fyrsta júlt 1916, í fylkismálum. Eg minnist aðeins á þetta, svo íslenzka kvenfólkið okkar hérna í bvgðinn: sjái um að komast á kjörskrá þegar skrásetjarinn fer að ferðast bæ frá bæ að skrásetja þá er atkvæði eiga með réttu. Svo höfum vér bygðar- búar af báðum flokkunum tilnefnt herra Dan Norkeberg fyrir þing- mannsefni framfaraflokksins (Liber- al flokksinsj. Nú er brotið boðorð Páls af Liberal stjórninni /“þér kon- ur verið mönnum yðar undirgefnar’J vegna bið eg yður að greiða at- kvæði með Liberal þingmanninum. Gleðifregn má það frekar lieita er. sorgar, þegar öldruð gamalmenni, ör- kumluð 66 ára og heilsulítil fá hvtld. Hvíld hins eilífa friðar. Þann 12. þ. m. burtkallaðist ekkj- an Jóhanna Oddson. Fyrri maður hennar hét Jón, prúðmenni og bezti smiður að iðn. Kom hann á heimili mitt að eins einu sinni samsumars og þau komu frá íslandi 1890. Jóhanna sál. v'ar Þórarinsdóttir skipasmiðs Eymundssonar, en móðir hennar hét Helga Jónsdóttir prests /Stefánssonar frá Helgastöðum í Aðalreykjadal. Foreldrar Jóhönnu sál. bjuggu utn eitt skeið á Ásmundarstöðum á Sléttu. Jóhanna heitin var myndar kona til munns og handa, guðhrædd og góðkvendi og vildi öllum vel. Hún átti engin börn, utan einn fósturson, sem er búsettur hér í bygðinni. Lá hún stórlegur og misti annan fótinn fyrir ofan hné fyrir 14 árum síðan. Hún sat vikum og mánuðum sem hjúkrunarkona bæði hjá mér og öðr- um, eða við hannyrðir, hjá vinum og venslafólki sínu. Hún eignaðist lar.d eftir að hún varð ekkja í annað sinn og bjó góðu búi með fóstursyni sínum, þartil heilsan bilaði; átti hún samt enn fyrir útför sinni. Var altaf veitandi en aldrei þurfandi gegnum allar andstæður ltfsins. Hún var jarðsungin 15. þ. m. af séra P. Hjálmson í grafreit bygðar- innar að viðstöddu fjölmenni. Tíðarfar er enn kalt, }>ó alautt sé að mestu leyti, og sárfáir farnir að vinna akurlönd sín vegna frosts í jörðu og bleytu. Fjárhöld í allgóðu lagi, j>ó sumstaðar sé fóður af skom- um skamti; er samt nóg hey til í sveitinnj. Pressað hey, “Timothy” nr. 1 komst í $14 tonnið (2000 pd.J, en v'ar á markaðinum í marz og aprí! sett ofan í $12 tonnið af nr. 2 og úr $12 ofan í $10. Heilsufar fólks er rétt eins og vana- legt er um þetta leyti; kvefið og hóstinn “sem kemur af leti og því er nú ver”, er haft eftir Danielsen heitn- um á Skipalóni. Man eg nú ekki fleira að sinni, utan Lögberg segir sumardaginn fyrsta 19. apríl, en Almanak O. S. Thorgeirssonar 26. apríl. Hvort er réttara ? Með ást og virðing, Jóh. Björnson. Vigfus Sigfússon Við jarðarför hans 16. október 1916. Nú þyngja heldur þrautaský, en þú ert kominn Ijósið í, vor ástvin elskulegi I Nú herjar vetur húsin þín, en hærri veröld mót þér skín með sælum sumardegi. En bágt hjá oss og breytt er alt, hið bezta haust varð nístingskalt er augun létstú aftttr. Þótt brjóstin vildu byrgja kvein, oss borgar enginn þetta mein af jörðu kominn kraftur. Þú varst oss alt, þín barnabörn eins blíða fundu hjálp og vöm í kærleiksörmum afa. En guð’ sé lof, sem sér vor sár, að sálin verður aldrei nár, því andann engir grafa. — Því minnumst einnig allir vér, sem óskildari köllumst j>ér, með sama ræktar-rómi. Sem bróðir eins við sæld og sár j>ú sazt meö oss nær tuttugu ár sem sannur bæjarsómi.—i Nú á hann gott; og glaðværð hans, hins göfga,dygga sæmdarmanns, er eflaust nú sem áður. Hin svarta Hel er sjónhverfing og sanna lífsins mótsetning, sem andinn hér er háður. Hvar finnum vér nú félagsmann eins fúsan eins og reyndist hann alt gott að styrkja og styðja ? Sinn grýtta veg hann gekk með dáð, og gaf ei neinum Lokaráð, og vildi alt gott iðja. Sem hetja stóðst hann hverja raun, setn handviss ætti sigurlaun ef stríðið yrði unnið. Hann trúði eins’ og blessað bar'n, og brosti þá hans lífs við hjarn var hús og bú hans brunnið. Og Drottins hjálp og dugur þinn þér dugði líka, vinur minn, til efstu æfistundar. — Upp fljóð og menn, og fléttnm ktans og festum yfir leiði hans þar hold í blessan blundar. Matth. J. ALVEG NÝ og UNDRAVERÐ UPPFUNDING Ef^ir 10 ára erfiBi og tilraun'Ir hefir Próf. D. Motturas fundiB upp meSal búiB til sem áburS, sem hann ábyrgist að lækni allra verstu tlifelli af hinni ægilegu. G I G T og svo ðdýrt a'S allir geta keypt. Hvers vegna skyldu menn vera aS borga læknishjálp og ferSlr t sérstakt loftslag, þegar þelr geta fengiS lækn- ingu heima hjá sér. þaS bregst al- drei og iæknar tafarlaust. Verð $1.00 glasið. Póstgjald og tierskattur 15 cent þess utan. Aðalskrifstofa og cinkaútsölumenn að 614 BUILDERS EXCHANGE BLDG. Dept 9, Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.