Lögberg - 03.05.1917, Page 4
4
LÖGBEEG, FIMTUDAGINN 3. MAf 1917
Xoiibei u
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
umbia Pren, Ltd.,Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: CARIIY 2156
SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor
|. J. VOPNI, Business Manauer
Utanáskrift til blaðsins:
THE 00LUM8»\ PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipog. M»H-
Utanáxkrift riutjórans:
EDITOR LOGBERC, Box 3172 Winnipag, Man-
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
Farðu Keim og lœrðu betur,
f síðasta blaði Heimsk. birtist löng ritgerð um
það, hversu mjög núverandi stjórn Canada hafi
æfinlega látið sér ant um hag fólksins og sérstak-
lega bændanna.
Svo hittist á að í Lögbergi, sem út kom sama
daginn, voru talin upp nokkur þeirra spora, sem
sú stjórn hefir stigið, síðan hún tók við völdum.
pað voru þó að eins örfá atriði; sú braut verður
rakin lengra og nákvæmar áður en langt um líður.
En það er í sambandi við eitt mál, sem sú
kringlótta hefir algerlega vilst út á eyðimörk og
þar þarf hún á því að halda að ritstjóri hennar
snúi við, fari heim og læri betur.
pað er í gagnskiftamálinu eða tollmálinu í sam-
bandi við hveitið.
Blaðið segir að hingað til hafi það verið þjóð-
inni fyrir beztu að banna henni frjálsa verzlun
með aðalframleiðslu landsins við næstu nágranna
þjóð. Nú segir hann að alt sé svo breytt að hag-
kvæmast sé að skifta um stefnu og taka tollinn
af hveitinu.
Er það mögulegt að maður, sem alinn er upp
og mentaður í þessu landi, fylgist ekki betur með
stjómmálum þjóðarinnar en svo, að hann viti ekki
aðalatriðin í sögu þessa mikilvæga máls?
Veit hann það ekki að afnám hveititollsins
hafði verið kappsmál þjóðar og stjómar í Canada
altaf frá því 1866 og fram til ársins 1911? Og
veit hann það ekki að það var aðeins ein pólitísk
klíka, sem þá tók höndum saman við auðvald og
kúgunarfélög þessa lands, til þess að bera út sitt
eigið afkvæmi, í því skyni að komast sjálf í valda-
sessinn og fómfæra til þess hag þjóðarinnar?
Veit hann það ekki að gagnskifti samskonar
voru á milli Bandaríkjanna og Canada frá 1854
til 1866, og að það voru Bandaríkjamenn, sem af-
tóku þann samning þá, sökum þess að þeim fanst
hann veita Canadamönnum of mikinn hagnað á
kostnað hinna?
Veit hann það ekki að Canadastjómin var á
móti afnámi samningsins þá og leitaði liðs til
Englands í.-því skyni að fá stjómina þar til að
skerast í leikinn og koma í veg fyrir það tjón,
sem Canada biði við það, að tollurinn yrði settur
á aftur? pað var foringi conservativa, sem taldi
þetta mesta tjónið og leitaði til Englands.
Veit ritstjórinn það ekki að dugmestu tals-
menn frjálsrar hveitiverzlunar vom einmitt for-
ingjar conservativa flokksins, á meðan hann átti
því láni að fagna að eiga dugandi og framsýna
menn?
Veit hann það ekki að afnám hveititolls hafði
verið sameiginleg stefna beggja flokkanna um
'angan tíma?
Veit hann það ekki að Sir John Macdonald,,
sem sumir hafa kallað föður conservativa flokks-
ins, byrjaði á óþreytandi baráttu 1878 fyrir af-
námi þessa tolls?
Veit hann það ekki að það ár voru conservativ-
ar kosnir aðallega til þess, að reyna að fá því fram-
gengt ? og veit hann það ekki ennfremur að næsta
ár samþykti Sir John Macdonald og stjóm hans
þau lög, að hvenær sem Bandaríkin fengjust til
þess að afnema toll af hveiti og öðrum anuðsynj-
um, þá skyldi Canada gjöra það sama?
Veit hann það ekki að upp frá því sendi Sir
John Macdonald fimm sinnum til Washington í
því skyni að fá þessu framgengt á meðan hann
var við völd ?
Hann sendi Sir A. T. Galt 1866, Sir John Ross
1869; fór sjálfur 1871; sendi Sir Charles Tupper
1888 og George E. Foster 1891. '
Veit ritstjóri Heimsk. það ekki að Sir John
Macdonald ákvað 1868 að stöðugt boð skyldi vera
samþykt til Bandaríkjanna um það að hvenær sem
þau (Bandaríkin) vildu samþykkja þessi gagn-
skifti, skyldi Canada reiðubúin til þess?
Veit hann það ekki að Sir John endumýjaði
þetta tilboð 1870; endumýjaði það aftur 1879, og
að það boð stóð frá hans hálfu þegar hann andað-
ist árið 1891 ?
Veit hann það ekki að í marz mánuði 1891
fékk conservativa stjómin játandi atkvæði þjóð-
arinnar í Canada fyrir þessari stefnu ?
Veit hann það ekki að þegar conservativar
fengu ekki kröfum sínum framgengt við Banda-
ríkin í þessu máli 1891, þá lýstu þeir því yfir að
ekki þýddi að berjast lengur fyrir þetta “30 ára
stríð”; þeir hefðu gert alt, sem í þeirra valdi stæði
og sæju að ómögulegt væri að fá þessu til vegar
komið?
Samt sem áður reyndi Sir John Thompson að
fá gagnskiftin 1894 og sendi bæði skrif og skeyti
og nefnd því viðvíkjandi.
Veit ekki ritstjóri Heimsk. að árið 1896, þegar
liberalar komust að, var þetta enn stefna con-
servativa? Með öðrum orðum þeir höfðu setið að
völdum lengur en dæmi séu til um einn flokk að
heita má, stöðugt barist fyrir þessu máli — barist
fyrir gagnskiftum og þar á meðal afnámi hveiti-
tolls — en engu komið til Ieiðar.
Svo koma liberalar til valda 1896 og fylgdu
sömu stefnu í þessu máli; með öðrum orðum, það
var einhuga vilji bæði fólksins og flokkanna.
Eitt fyrsta verk sem liberalar gerðu var að
reyna að koma því í framkvæmd, sem hinum hafði
ekki tekist. peir fóru þess á leit við Bandaríkja-
stjórnina að fá gagnskiftin aftur, og afnema toll-
inn á hveiti og ýmsum öðrum nauðsynjum. En
það fór eins og áður. Bandaríkjamenn voru ótil-
leiðanlegir.
Pá sagði Sir Wilfrid Laurier að sá tími mundi
koma að Bandaríkin byðu Canada það, sem þau
synjuðu henni um nú, því frjáls verzlun milli þess-
ara tveggja ríkja væri eins eðlileg og það að bróð-
ir heimsækti bróður hindrunarlaust.
Svo líður og bíður; öll þjóðin og báðir flokk-
amir eru sammála um þetta atriði og við því er
búist að Bandaríkin muni einhvem tíma láta til-
leiðast; þykir þá auðvitað öllum sjálfsagt að taka
því með fögnuði, því hér var um engan ágreining
að ræða.
Svo kemur árið 1911; þá loksins koma Banda-
ríkin og bjóðast til að endurvekja samningana um
gagnskiftin, afnám tolls á hveiti og mörgu fleiru.
Sir Wilfrid Laurier og stjóm hans tók þessu
auðvitað feginshendi og taldi víst að það mundi
verða gleðiefni öllum landslýð.
pegar frá því var skýrt í þinghúsinu í Ottawa,
að nú loksins fengjust Bandaríkjamenn til þess
að gera samning, sem conservativar hefðu svo
lengi og vel barist fyrir og liberalar reynt þegar
þeir komust að. pegar þessu var lýst yfir í þing-
salnum, glumdi við óp og lófaklapp jafnt frá báð-
um flokkum, því þér þótti sem canadamenn hefðu
unnið stóran sigur í máli, sem þeir hefðu verið ein-
huga um svo lengi.
pegar fréttirnar bárust vestur stóð yfir þing
í Saskatchewan; var Fr. Haultain leiðtogl con-
servativa þar og flutti einhverja fegurstu og
mestu ræðu, sem til er eftir hann. Lýsti hann því
yfir að hér væri stórsigur unninn; þetta hefði ver-
ið áhugamál sitt síðan hann var drengur og allra
trúrra borgara vesturlandsins.
Bráðlega áttu kosningar fram að fara til sam-
bandsþings og bjóst enginn við að ein einasta
canadisk rödd heyrðist gegn þessu máli. Var alls
ekki búist við að það yrði gert að kappsmáli við
kosningar, heldur samþykt af öllum.
En hvað skeður? Canservativar halda leyni-
fund í Ottawa og ákveða að verða á móti samn-
ingnum. Voru send skeyti út um land alt og þar
á meðal til Fr. Haultains í Saskatchewan, og þeim
boðið að berjast á móti gagnskiftunum. pessu
hlýddu þeir sem þægir þjónar. Afturhalds flokk-
urinn gekk í samband við auðvald og kúgunarfé-
lög landsins til þess að verða á móti því máli, sem
hann sjálfur—flokkurinn—hafði baríst fyrir um
meira en hálfa öld. pama var velferð lands og
þjóðar fómað fyrir flokkinn.
petta mæltist illa fyrir; en þar sem jafn mörg
og sterk öfl unnu saman, þá var réttur fólksins
og alþýðunanr fyrir borð borinn; þeir voru kallað-
ir landráðamenn, sem með afnámi tolls mæltu og
alls konar hótanir og hnefaréttur voru vopnin,
sem beitt var við þær kosningar.
Síðan hefir verið unnið að því af alefli að fá
tollinn afnuminn; bændur hafa sent hverja sendi-
nefndina á fætur annari og liberalar hafa gert alt
sem mögulegt var; en afturhaldsstjómin hefir
daufheyrst við öllu.
Loksins. er gremjan orðin svo sterk gegn þess-
ari óstjórn að afturhaldstólin sjá sér ekki annað
fært, en láta undan síga. pjónar stjómarinnar
eru sendir vestur um alt land til njósna, og þegar
þeir koma aftur rétt fyrir kosningar í Saskat-
chewan og rétt fyrir sambandskosningar, er það
talið óhugsanlegt/ að vinna nema því aðeins að
undan sé látið kröfum bændanna. Finst þeim er
fremstir standa og mestu r£ða að ekki sé með öllu
óhugsandi að enn megi kasta sandi í augu fólks-
ins rétt fyrir kosningamar og fá það til að gleyma
öllum afglöpum, bæði í sambandi við stríðið og
annað. Og svo er það samþykt; ekki með lögum
á þingi, sem gildi hafi um langan tíma, heldur
með bráðabyrgða samþykt á fundi, sem altaf er
hægt að breyta, að tollur skuli numinn af hveiti
og kröfum bænda sint.
Með þessu á að sæta fólki í munni rétt fyrir
kosningamar. — pað á að vera nokkurs konar
svefnmeðal á meðan sú hríð standi yfir. Og svo'
þegar kosningamar væru um garð gengnar, ef
svo skyldi takast til að þetta bragð ynni, þá má
tafarlaust setja tollinn á aftur; þess vegna var
hann afnuminn á nefndarfundi, en ekki á þingi.
Lögberg heldur því fram að ritstjóri Heimsk.
geti fræðst talsvert af fyrri parti þessarar grein-
ar, ef hann hefir ekki vitað áður það, sem þar jr''
sagt; seinni partinn hlýtur hann að vita.
Hann hefði gott af því að taka þessa gmin.
fara heim og lesa betur, áður en hann skrifar
næstu lokleysu um afturhaldið og auðvaldið.
Hér er ekki hægt að segja að ritað sé út í blá-
inn, aðeins af flokksfylgi; það sem sagt er um
baráttu fyrir afnámi hveititollisns er blátt áfram
partur úr stjómmálasögu Canada.
Er borgararéttur vor einskis
virði?
pegar vér komum til þessa lands var það með
því fyrirheiti að vér yrðum borgarar með fullum
réttindum innan ákveðins tíma og að böm vor
yrðu að sjálfsögðu allra réttinda aðnjótandi.
Vér tókum oss hér bústað og unnum trúlega
hver í sínum verkahring til þess að efla heill
lands og þjóðar yfirleitt og vora eigin sérstaklega.
Vér tókum borgarabréf eftir ákveðinn tíma, að
vissuní skilyrðum uppfyltum og töldum það þar
með trygt og ömgt að framtíð bama vorra hér í
landi yrði engum ójöfnuði háð, né heldur vér
sjálfir. Vér lásum þetta borgarabréf með athygli
og ánægju og þóttumst hafa hlotið mikilsverð
réttindi. par er það tekið fram og innsiglað af
löggildum rétti ríkisins að vér höfum fullnægt
öllum kröfum og skilyrðuip til þess að hljóta jafn-
rétti við aðra borgara landsins, sem brezkir eru.
par er það tiltekið og innsiglað af embættis-
manni krúnunnar og rétti landsins að með borg-
arabréfinu sé oss veittur allur pólitískur og annar
réttur, vald og sérréttindi, sem brezkir borgarar
værum, jafnframt því að vér tökum á oss sams-
konar skyldur og aðrir.
Vér skoðuðum þetta sem órjúfanlegan, heil-
agan samning við ríkið, sem ekki yrði riftað nema
því að eins að vér sjálfir persónulega brytum af
oss þau réttindi og værum sviftir borgararétti
með dómi eftir samvizkusamlega rannsakað mál.
Já, borgarabréfið höfum vér skoðað löggiltan
samning, sem ekki yrði vettugi virtur eftir geð-
þótta einhverrar pólitískrar klíku eða óhlutvandr-
ar stjórnar.
En hvað tákna þær raddir, sem nú láta til sín
heyra?
Blöðin hafa flutt þær fregnir að stjómin í
Ottawa hafi í hyggju að skifta niður í flokka
borgurum landsins og brjóta þannig lög á sumum
þeirra að svifta þá borgararétti. Og félajj manna
er til hér í bænum. sem telur þetta fagnaðarboð-
skap og gleðitíðindi og sendir áskorun til stjóm-
arinnar um það að láta slíkt tiltæki ekki hjá líða.
Ef trúa má blöðunum, þá hefir það komið til
orða að taka alla borgara landsins, sem ætt sína
eiga að rekja til vissra þjóða og svifta þá atkvæð-
isrétti, sem er einn aðalþáttur borgararéttarins.
Oss er sagt—og vér trúum því—að þetta voða-
stríð sé af þeim ástæðum orðið að vissir harð-
stjórar hafi drýgt þann glæp að virða einskis lög-
gilda samninga. En hér er verið að tala um að
fara sömu leiðina. Ef nokkrir samningar ættu
að vera órjúfanlegir og friðhelgir, þá eru það þeir
samningar, sem borgara bréf kallast.
Pað er gefið í skyn að rétt sé að svifta atkvæði
alla pjóðverja, alla Austurríkismenn, alla Búlgara
og Tyrki, alla Grikki og hver veit hverja fleiri?
Og fyrir hvaða sakir á að brjóta lög á þessum
borgurum landsins og rjúfa samninga, sem við
þá hafa verið gerðir í nafni rikisins? Látum
stjómina taka atkvæði af öllum þeim, sem landráð
hafa sýnt í orði eða verki, af hvaða þjóð, sem þeir
eru, þar á meðal þeim, sem sviku hervörur og
okruðu á þeim. pað gæti verið réttlátt.
Hér hefir oss verið kent að lífsspursmál væri
að vekja ekki upp neinn þjóðarríg; lífsspursmál
að gleyma því sem fyrst og sem fullkomnast að
hér væri til nema ein þjóð—Canadamenn. —
Samvinna og samræmi er það, sem oss hefir verið
prédikað. Oss er sagt að heill ríkisins heimti það
að vér sitjum á bekk, sem alsáttir bræður og
gleymum því að vér séum sinn frá hverju landi.
petta er heilbrigð kenning og vér höfum allir
reynt að læra hana og fylgja henni eftir fremsta
megni, hvort sem vér erum íslendingar, Svíar,
Norðmenn, Grikkar, Rússar, pjóðverjar eða eitt-
hvað annað.
En svo þegar mest ríður á að halda sem lengst
í burtu þjóðaríg, þá koma þær fréttir frá stjórn-
inni sjálfri að hún hafi í hyggju að byria þá hættu-
legustu dreifingu og þann ósvífnasta ójöfnuð, sem
þekst hefir í sögunni — þann að svifta sanna, frið-
sama borgara rétti sínum og taka af þeim atkvæði
— brjóta þann órjúfanlega samning, sem ríkið
hefir gert við þá.
Má vera að sumum þyki vera ástæða til þess
nú að því er pjóðverja snertir.
En hvað þýðir það? Geta þeir pjóðverjar,
sem gerst hafa canadiskir borgarar gert að því,
þótt keisarinn á pýzkalandi hafi rekið þjóðina þar
út í stríð? Eru þeir orsök í stríðinu þótt feður
þeirra eða forfeður hafi átt heima á pýzkalandi?
Hvaða dóm mundi veraldarsagan leggja á slíkt
gjörræði?
Og athugum hversu miklu víðtækara þetta
gséti orðið. Segjum t. d. að svo færi að pjóðverj-
ar gætu þröngvað Dönum út í stríðið með sér. pá
yrði fsland að sjálfsögðu talið með.
Færi svo værum vér, sem í Canada værum
borgarar komnir í tölu hinna svokölluðu óvina og
eftir sömu reglu sviftir borgara réttindum. Og
því trúum vér laust, að þá vaknaði ekki hið fom-
íslenzka afl, sem aldrei þoldi kúgun né ójöfnuð.
En svo er dýpra og yfirgripsmeira málefni hér
til grundvallar. Hér er um það að ræða hvort það
sé mögulegt að borgarabréf í Canada séu einskis
virði; hvort það sé mögulegt að þau sé eins og
hver önnur ómerkileg blaðdrusla (scrap of paper),
senj hver flokkur, sem svo hittist á að við völd sé,
í það og það skiftið geti tekið og ónýtt; tekið
vissa flokka manna og svift þá atkvæðum á viss-
um tímum eftir geðþótta.
Annaðhvort eru borgarabréf vor gild eða ógild;
annaðhvort eru þau bindandi eða þau eru það ekki;
annaðhvort má reiða sig á það sem þau segja eða
ekkert er að fara eftir þeim.
Er það mögulegt að lög þessa lands séu slík
að ekki megi trúa þeim, sem innsiglaður samn-
ingur eða stjóríi landsins tekur fram?
Getur nokkur flokkur eða nokkur stjórn, svift
vissan fjölda borgara í landinu réttindum þeim,
sem ríkið hefir veitt þeim? Hafi nokkru sinni
riðið á því að viðhafa sanngirni og réttlæti við alla
borgara landsins, þá er það nú.
pað er ein af hinum helgustu skyldum stjóm-
arinnar á þessum varasömu tímum að beita þá
menn engu ofbeldi eða rangindum, sem reynst
hafa trúir borgarar, en eru þó af sama bergi brotn-
ir og þær stríðsþjóðir, sem eru á móti oss.
Pað er engin dygð af Englendingum, Frökkum,
ítölum né Rússum þótt þeir uppfylli allar sínar
borgaraskyldur nú. pað er sjálfsagt. pað er lítil
dygð af íslendingum og öðrum skandinövum; en
það er stórkostleg dygð af pjóðverjum og Austur-
ríkismönnum að vera trúir canadiskir borgarar nú
í öllum skilningi; og þeir eru það í þúsundatali.
pað hefir reynslan sýnt.
Ef þeir eiga að hljóta það að launum að vera
sviftir þeim rétti, sem ríkið hefir svarið þeim, þá
er við búið að í óefni sé komið þegar mints varir.
Stjómin væri með því móti að vinna ódæðis-
verk*í mörgum skilningi.
1. Hún væri að beita gjörræði við saklausa
menn.
2. Hún væri að gera upp á milli borgara lands-
ins.
3. Hún væri að lýsa því yfir í verki að cana-
disku borgarabréfin væru einskis virði.
4. Hún væri að gera sitt bezta til þess að koma
á innbyrðis sundrung og óánægju—ef ekki
uppreist.
5. Hún væri að framkvæma það harðstióm-
arverk, sem tæplega væri hægt að trúa um
einvalda keisarastjóm.
Ef liberalar hefðu hag flokks síns fyrir aug-
um, þá er það ekkert vafamál að þetta væri það
bezta, sem fyrír gæti komið; það yrði til þess að
vekja slíkt óslökkvandi hatur allra útlendinga til
conservativa, sem engin dæmi væru til áður; það
væri blátt áfram dauðadómur fyrir þá um aldur
og æfi.
En enginn sanntrúr né rétthugsandi maður
getur óskað þeirrar vanvirðu yfir land sitt, sem
af því hlyti að leiða né þeirra hörmunga, sem af
því gætu orsakast.
Af þeim ástæðum er sjálfsagt að hver ærleg-
ur borgari veiti þessari stefnu alla þá mótstöðu,
sem hann frekast orkar, í orði og verki.
Vér endurtökum að síðustu spuminguna: Er
borgararéttur vor einskis virði? Hann er það ef
stjómin getur löglega gert þetta.
1 HE DOMINION BANK
STOFN SETTUR 1871
Höfuðstóll borgaður og varasjoour .. $13.000,000
AJlar eigoir................. $87.000,000
Beiðni bœnda um lán
til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn.
Spyrjist fyrir.
Sntn Dame Braneb—W. M. HAMH/TON, Manacer.
Seikirk Brancb—M. g, BURGER, m—ngTM.
t
NORTHERN CROWN BANK
Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1 431 200
Varasjóðu...... $ 715,600
Foruiaður..........- - - Slr D. H. McMELCAN, K.O.M.Q.
Vara-furmaður..............- - Capt. WM. ROBINSON
Sir l>. C. CAMERON, K.C.M.G. J. H. ASHDOWN, W. R. BAWI.F
F„ F. HUTCHINGS, A. McTAVTSH CAMPBELL, JOHN STnvm,
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relknlnga við elnstakllnga
eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avlsanir seldar til hvaða
staðar sem er & fslandi. Sérstakur gaumur geflnn sparlsjóðsinnlögum,
sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagSar viS á hverjum 6 mánuSumi
T" E. THORSTEIN3SON, Ráðsmaður
Cor. William Ave. og Sherbrooke St., . Winnipeg, Man.
iÝ!í?ilft^?fcST7éV^éVVéV7é\b7éViÝéV VéVo •
Það er góður keimur
að brauðinu sem búið er
til úr heimsins bezta
hveiti, en það er
PURITV FCOUR
More Bread and Better Bread
» ■■III. l 1 ("i'T i
Hannes Sigurðsson
íslenskur fyrirmyndar bóndii lótinn.
íslenzir bændur í Vesturheimi eiga
stæöstan þátt í því, hve miklu áliti
þjóð flokkur vor hefir náö í augum
hérlendu þjóöarinnar. Islendingar
komu hingað fátækir og fákunnandi
á öröugu tímabili, en á þeim rúmum
40 árum sem liðin eru síöan landnám
hófst hefir miklu veriö afkastað, og
íslendingar eru mí taldir með beztu
og ákjósanlegustu innbyggjum þessa
góða lands. Argyle-bygöin í Manitoba
hefir um langt.skeiö verið ein mesta
fyrirmyndar bygö, og frá henni hefir
slegiö miklum ljóma yfir sögu Vest-
ur-lslendinga. hvergi getur að líta
fegurri sveit. Hvergi getur að líta
myndarlegri hóp bænda en einmitt
þar; meö þreki, dugnaöi og hagsýni
samfara feguröarsmekk hafa bænd-
urnir í Argyle öðlast þá viðurkenn-
ingu aö standa jafnfætis ef ekki fram
ar helztu hérlendum bændum. Og í
hérlendum blöðum hefir veriö bent á
Argyle-bygðina sem fyrirmynd ann-
ara byggöa í Manitoba, og þaö af
mönnum sem eru vel færir um að
dæma. Argyl bændurnir eru höfö
ingjar í lund frjálslyndir og víösýnir
yfirleytt. Þeir eru konungar í hópi
islenzkrar bændastéttar.
Nú er landnámsöldin liðin, fyrsti
þátturinn í sögu Vestur-Islendinga
er á enda, og landnemarnir, hinir
harösnúnu og hraustu frumbyggjar
eru nú sem óöast hver á fætur öörum
að hverfa á bak viö tjöldin.
Hanncs Sigurðsson.
Einn af þeim Argyle bændum, sem
bar sinn skjöld meö prýöi var Hann-
es Sigurdson. Hann er nú gengin til
grafar; hann andaöist að heimili
sínu í Argyle á föstudagsmorguninn
20. okt. s. 1. Banamein hans var lang
varandi hjartabilun, hann var samt á
íótum dag hvern til hins síðasta, en
var mjög farinn aö kröftum, hann
íékk hægt andlát, leiö út af sem ljós
snemma morguns. Jaröarförin sem
var mjög fjölmenn fór fram þann
23. s. m. frá heimilinu og v’ar hann
iarðaður í grafreit Brúarkirkju. Séra
Fr. Hallgrímsson flutti húskvcðju og
líkræöu og jós hinn látna moldu.
Hannes sál var fæddur 17. marz
1855 á Steini á Reykjaströnd í Skaga-
fjaröarsýslu á íslandi. Foreldrar
hans voru Sigurður Símonarson og
Margrét Jónsdóttir ólafssonar bónda
frá Kálfárdal i fremri Laxárdal í
Húnavatnssýslu. Bjuggu þau hjón
lengi á Steini. Faðir Hannesar sál.
var bróöir Símonar Símonarsonar i
Winnipeg, sem lengi bjó í Argyle,
föður þeirra Guömundar Símonar-
sonar stórbónda í sömu bygö og frú
Guðrúnar Skaptason sem nú er á
Englandi. Móöir Hannesar sál. Mar-
grét var tvígift. Var fyrri maður
hennar Árni Þorkelsson frá fjalli i
Sæmundarhlíö albróðir Jóns Þorkels-
sonar rektors eldra. Eignuðust þau
tvö börn: Margréti er giftist Skúla
Anderson eins af frumbyggjum Ar-
gyle-bygðar ("hún er nú dáin fyrir
mörgum árumj og Jón J. Anderson
er lengi bjó í Cypress-bygðinni, stofn-
andi Skálholts pósthúss og póstaf-
greiðslumaður þar um fjölda mörg ár
hann býr nú í bænum Glenboro,
mesti greindar maöur. Alsystkin
rlannesar sál. voru fimm dóu tvö i
æsku, en þau er til fullorðins ára
komust voru: Magnús Smith er lengi
átti heima í Winnipeg og alment var
kallaöur Magnús mállausi og var al-
þektur sem frægur taflmaður. ('Magn
ús fluttist frá Winnipeg vestur að
hafi og dó þar fyrir nokkrum árumj
Sigurbjörg í Selkirk, Man. og Ingi-
kjörg gift hérlendum manni til heim-
iils í San. Jos. i Californía.
Hannes Sigurdson ólst upp á Steini
hjá foreldrum sínum til fulloröins ára
I'rá Steini fór hann í vinnumensku
til Benedikts Sölvasonar sveitarodd-
vita 1 Sauðánhrepp og var hjá honum
nokkur ár; þaðan fluttist hann ti!
Vesturheims ásamt . systrum sínum
áriö 1884, var hann um stund í
\\ innipeg og vann algenga vinnu
Islenzka bygöin í Argyle var þá aö
myndast og Hannes þráöi aö veröa
sjálfstæður, hann flutti sig þvi þang-
aö og nam heimilisréttarland um 2
mílur suöur- frá þorpinu Cypress
River í austurenda bygðarinnar og
byrjaöi búskap. Hannes sál. var tví-
kvæntur var fyrri kona hans Þorbjörg
Nikúlásdóttir ættuö af suöurlandi,
misti hann hana eftir stutta sambúö;
eignuðust þau eina dóttir Vilborgu aö
nafni, sem nú er 24 ára myndarleg
stúlka og vel gefin. Seinni kona
hans er lifir rnann sinn heitir Guð-
rún Valgerður Björnsdóttir, Björns-
sonar, Húnvetnings og og konu hans
Gu.nýjar Einarsdóttur ættuö úr Þing-
evjarsýslu hinn bezti kvennkostur,
þau giftust 15 apríl 1894. Varö þeim
hjónum 9 barna auðið, og eru 7 á
11 fi og eru hin mannvænlegustu, þau
heita: Guðný, Björn, Siguröur, Jón,
Arni,/Margrét Jónína og Ingibjörg.
Tvær stúlkur mistu þau í æsku Þor
björgu Jóninu og Hansínu Sigur-
laugu.
Hannes var maður vel greindur og
fór vel með sitt hyggjuvit, hann var
hægur og stiltur ávalt, en fyndinn og
gamansamur og hinn mesti geö-
prýöismaöur. Sívinnandi og Vakandi
yfir velferö heimilisins og var þar
ávalt sem ljós. Dugnaöar og atorku-
maöur var hann og hagsýnn meö af-
brigöum, græddist honum því fljótt
fé, bar strax á þessu heima á íslandi,
þótt ungur væri og vegir til fjárafla
fáir og torsóttir, komst hann þó öör-
nm fremur yfir efni þótt í smáum
stíl væri. Hér í landi fékk hann sinn
skerf af örðugleikum frumbyggja-
haráttunnar, en hann sótti öruggur
fram og lét ekki bugast; en yfirsteig
bverja torfæruna, sem á veginum var,
komst hann því brátt í beztu bænda
röö. Áriö 1908 bygöi hann sér af-
arvandað íbúðarhús og peningshús,
er kostutfu mörg þúsund dali, en hann
borgaði út í hönd í peningum.
Að því verki loknu 8. marz 1909 var
þeim hjónum haldiö mjög veglegt
samsæti í hinu nýja húsi, fjölmenti
bangaö fólk úr bygöinni og næstu
bæjunt, voru veitingar binar rausn-
arlegustu; samsöngvar voru sungnir
og ræöur fluttar, en heiðursgesttm-
um gjafir gefnar. Mátti þetta heita
eins dæmi í sögu bygöarinnar, og
lýsti mörgti öörtt fremur hve vinsæl
I þau hjón voru í sínu nágrenni.
1 Hannes sál. var einn af gildttstu
bændum Argyle-bygöar, er þar þó
margur gildur bóndi. Hann átti 1200
ekrur af iöilbezta landi alyrktu, hí-
býli hin prýðilegustu, eins og áöur er
sagt, og alt er útheimtist til búskap-
arins, auk annars. Þetta átti hann