Lögberg - 03.05.1917, Síða 7

Lögberg - 03.05.1917, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAf 1917 7 Hafið stór naut til undaneldis pessi mynd sýnir hversu mikils virði það er, að hafa naut til undaneldis af óblönduðu kyni. Búnaðarskólinn í Saskatchewan á þessar skepnur. Nautið er óblandað, af þeirri tegund, sem “Aberdeen” er kallað, og er 2,000 pund á þyngd. Kýrin er rétt í meðallagi og ekki af óblönduðu kyni; hún var 1,040 pund á þyngd, þegar myndin var tekin af henni. Tvævetrungurinn er kálfur hennar, en undan “Aber deen” nautinu. þó hann sé aðeins tveggja ára, þá er hann 300 pundum þyngir en móðir hans, og kjötið af honum væri miklu meira virði en af kúnni, þó báðum væri slátrað. petta er því að þakka, að nautið, sem hann er undan, var gott og óblandað. A. M. Shaw hásklakennari sagði um þessar skepnur, það sem hér fer á eftir: Aðalkosturinn við það að hafa undaneldisnaut af óblönd- uðu kyni er sá, að eigandinn veit að þegar það er, þá bætir það ávalt kynið, hvort sem kýrin er af óblönduðu kyni eða blátt áfram lélegu. Kálfarnir taka æfinlega mæðrum sínum fram, þegar faðirinn er fullkominn. Gæði góðra undaneldisnauta, sem vel hafa reynst, kynslóð eftir kynslóð og eru óblönduð, koma æfinlega fram í kálfunum, og verður það því miklu meira virði en ella. pessu er ekki þannig varið, þegar um lélegra eða blandað kyn er að ræða. Kálfamir undan slíkum naut- um verða blandaðir; pmögulegt er að rekja ættir þeirra til neins óblandaðs kyns, því þær eru svo flóknar, og forfeður þeirra hafa oftast verið af mismunandi kynjum; þeir hafa því ekki neina ákveðna eiginlegleika, sem þeir gefi að erfð- um, og kálfar þeirra verða venjulega mismunandi. pað er meira að segja ávalt hætt við að lélegri einkennin komi fremur fram en hin betri; sérstaklega minni vöxtur. Und- aneldisnautið hefir áhrif á aukning hjarðarinnar jrfir árið; en kýrin út af fyrir sig hefir aðeins áhrif á einn eða tvo kálfa á ári. pað er tæplega hægt að meta það eins og hægt er, hversu mikils virði góð, óblönduð undaneldisnaut eru. pað hversu gripimir fullkomnast að stærð, jafnleika, vexti, holdum, þroska og öðru er ómetanlegt. En það sýnir alt að áhrif undaneldisnautanna eru víðtæk. Sé altaf notað sama nautið til undaneldis fyrir sömu hjörðina — naut af óblönduðu kyni, þá er öll hjörðin svo að segja búin að ná fullkomnun nautsins eftir 2—3 ár. Hjörð- in er þá orðin eins og það kyn, hreint, sem undaneldisnautið er af. Naut sem reynt hefir verið og vel reynst til undaneldis, ætti að hafa eins lengi og hægt er eða mögulegt; slíkt naut er miklu meira virði þótt farið sé að eldast, en margt naut óreynt. petta er alveg eins, og ekki síður, þegar um hesta er að ræða til undaneldis. Margir þeirra eru seldir eða slegnir af áður en eigandinn hefir verulega komist að raun um hversu mikils þeir voru virði. Notið óblönduð naut til undaneldis. pað borgar sig margfaldlega frá hvaða sjónarmiði, sem á er litið. Með því að gera það, hegðar þú þér skynsamlega og hagkvæmlega og hlýtur að hafa hag af því. Sá sem ánægður er með það að nota léleg eða blönduð naut til undaneldis kemst aldrei mjög hátt í nautpeningsrækt.” Til þess að hjálpa þeim bændum, sem þurfa að kaupa naut til undaneldis, svo þeir geti fengið þau af óblönduðu kyni, selur Saskatchewan stjórnin bændum þau með þeim skilyrðum að bíða eftir borguninni, og tekur mjög lága vöxtu af fénu, sem til þess fer. Að minsta kosti einn fjórði hluti verðs verður þó að greiðast við móttöku. Allar upplýsingar ókeypis veitir Department of Agriculture, Regina, Saskatchewan. Heilbrigði. Andardrátturinn. Taugaveiklun og btóöþynna eru meöal allra algengustu sjúkdóma vorra daga. Og þaö sem sérstak- lega er einkennilegt viö þá sjúkdóma er þaö aö þeir eru orsök óteljandi annara. Nærri því má þanmg aö oröi kveöa aö þessir sjúkdómar séu foreldri helmings þess, sem aö fólki gengur yfirleitt. Sá sem hefir alheilbrigöar taugar og ésjúkt blóö aö öllu leyti, hann er vel viö þvi búinn að mæta hverju sem að höndum ber. Flest það sem legst þungt á fólk orsakast af því að lífs eöa líkamsafl- ið er að einhverju leyti lamaö — mótstööit aflið til þess aö berjast gegn sjúkdómum er ekki eins mikiö og þaö þarf aö vera eða er eðlilega. Líkaminn hefir í sér fólgin efni, sem sífelt eru til þess búin aö verj- ast árásum sóttkveikja ef alt er í lagi. Og þaö er mest undir heilbrigöu blóöi komiö að þessi efni njóti sín —og einnig undir því aö taugarnar séu ekki lamaöar. Lað er fátt sem ver blóöiö og veit- ir því meiri styrk en fullkominn and- ardráttur og hreint loft. I loftinu sem vér öndum að okkur er súrefnið lifgefandi afl, og er það þvi áríðandi að ná því í ríkulegum mæli inn i likamann meö andardrættinum. Það hefir áöur veriö greinilega skýrt í heilbrigöisbálki Lögbergs hv'ernig súrefniö með öllu sinu lífs- afli finur veg inn í blóðið með and- ardrættinum og kemst út um allan likamann til þess aö halda honum við, og hvernig kolsýran berst i burt úr líkamanum meö andardrættinum; en kolsýran er eitur sem skapast þegai næringarefnin brenna í blóöinu ti! þess að sameinast likamanum og byggja hann upp. Kolsýran er eigin- lega aska, sem þarf aö flytjast í burtu og það gerir andardrátturinn; það er partur af hans aöalhlutverki. Sé það verk ófullkomlega leyst af hendi verður blóöið óhreint og sjúkt. Andardrátturinn fer fram án þess að vér þurfum að gefa honum nokk- urn verulegan gaum. Btóðrásin i vissum hluta heilans stjórnar því hversu títt vér drögum andann. Þeg- ar vér þörfnumst mikils súrefnis, þá hefir blóðið þau áhrif á þennan vissa part heilans að gera andardráttinn tiðari. Þegar til dæmis einhver hleyuur hart, þá eyðist mikiö af þvi súrefni, sem hann hefir i blóðinu. Þá koma boö til þess hluta heilans, sem andar- drættinum ræöur um þaö að þörf sé á meira súrefni og verður þá andar- drátturinn tíöari. Þó vér öndum, án þess að veita því eftirtekt, þá er mikið undir þvi komiö aö vér ekki venjum oss á að gera þaö á annan hátt, en náttúran hefir ætlast til. Sumir hafa vaniö sig á aö anda með munninum, en ekki með nefinu. Það er hættulegur siö- ur. Þegar loftiö fer í gegn um nasirn- ar, hlýnar þaö, hreinsast og fær í sig raka, áður en þaö kemst ofan í lungun. Flestir munu hafa tekið eftir þvi, að ef þeir anda köldu vetr- arlofti aö sér í gegn um munninn urn langan tíma, þá fá þeir kverkasár- indi og hæsi. Þetta orsakast af þvi að loftið kemur kalt á öndunarfærin. Slímhimnan i öndunarfærunum er altaf rök; loftiö sem andað er í gegn um nefið tekur í sig þann raka og verður því ekki eins ertandi ^irritatingý þegar það kemur niður. í nefinu eru örfín hár, sem hreinsa úr loftinu, sem andað er að sér, alt ryk og óhrleinindi, svo það kemst ekki ofan í lungun. Fjöldi pilta og stúlkna andar altaf meö munninum. Stundum er þaö vegna þess að smásepar hafa vaxiö í hálsinum, á bak við nefiö; þetta þrengir andrúmiö, og því v'eröur þeim, sem hlut á að máli, að anda með munninum. Þetta þarf að at- huga og leiðrétta. Það að anda með munninum hefir ýmsar alvarlegar af- leiöingar; hálsinn verður þur, röddin óþýö og hás; nefið sjálft aflagast og gerir manneskjuna ófríðari. En al- varlegasta afleiðingin er sú, að það hefir áhrif á hugsunina og skynsem- ina. Það sljófgar og lamar alla and- lega hæfileika. Allir ættu að vita eitthvað um byggingu líkama síns — öndunarfær- in ekki siður en annað. Barkinn er pípa, sem gengur alla Ieið niður í lungun; barkakýlið er út- þensla á barkanum, og er það aðal- lega líffæri raddarinriar. í barka- kýlinu eru tvö stög, sem kallast radd- bönd, og liggja þau fram og aftur. Á meðan andað er hreyfast radd- böndin ekki og er þá vítt op á milli þeirra; en þegar maður gefur af sér hljóð,, færast raddböndin saman og loftið streymir á milli þeirra. Fyrir neðan barkakýlið er barkinr. sjálfur; hann er samsettur af brjósk- hringum, sem haldast saman af vöðvatægjum, en að innan er hann fóðraður með himnu. Rétt fyrir neðan óstina skiftist barkinn í tvent og fer sín álman til hvorrar hliðar ofan í lungun; þegar þangað kemur skiftast þessar álmur í ótal smærri, og endar hver þeirra með örlitlum loftbelg. Þessir loft- belgir eru afar þenjanlegir. Að ut- an eru þeir þaktir þéttum v'ef af ör- fínum blóðæðum og þar fer súrefnið úr loftinu inn í blóðið og þar berst kolsýran úr blóðinu í burtu. Þegar ðss finst sem vér ætlum að kafna, er það af því, að vér getum ekki losnað nógu fljótt við kolsýruna eða ekki náð í nógu mikið af súrefni. Af þessu er þaö auðsætt hversu áríðandi það er, að lungun séu heil- brigð og vel varin. Þess vegna er beinagrindin eins sterk og hún er um brjóstið, og þess vegna eru rifin þannig úr garði gerö, að rifjahylkið getur þanist út, til þess að gera and - ardráttinn fullkominm Því dýpra sem andað er, því meira súrefni kemst inn í lungun og inn í blóðið. Þess vegna ætti aldrei að hafa neitt þröngt um sig, þvi það er áríðandi, að bæði brjóstið og holið geti þanist út og dregist saman ó- hindraö. Vesti þau, sem kvenfólk almení notar flífstykkiý, eru glæpsamleg gegn heilsunni. Fjöldamargar konur eru hjartveikar, taugaVeiklaöar og blóðþunnar sökum þess að þær hafa þröngt utan um sig. Það er einnig mjög áriðandi að æfa sig á djúpum og fullkomnum andardrætti og teygja sig sem bezt óðru hvoru. Þegar ekki er andað djúpt, þá verður nokkuð af loftinu eftir í lungunum um langan tíma, og verður það stórspilt af kolsýru. Þaö er heilnæmt að venja sig á aö anda djúpt 10—12 sinnum fyrir opn- um glugga á hverjum morgni; eða helzt úti. Það er heilnæmt að anda altaf djúpt. Það er óheilnæmt aö anda meö munninum. Það er synd gegn heilsu sinni að hafa þröngt um sig. Tannlækning. VIÐ höfum rétt nýlega fengið tannlæknir sem er ættaður frá Norðurlöndum en nýkominn frá Chicago. Hann hefir útskrifast frá einum af stærstu skólum Bandaríkjanna. Hann hefir aðal umsjón yfir skandinavisku tannlækninga-deild vorri. Hann brúkar allar nýjustu uppfundingar við það starf. Sérstaklega er litið eftir þeim sem heimsœkja oss utan af landsbygðinni. Skrifið oss á yðar eigin tungumáli Alt verk leyst af hendi með sanngjörnu verði. REYNIÐ OSS! VERKSTOFA: TALSlMI: Steiman Block, 541 Selkirk Ave. St. John 2447 Dr. Basil 0’Grady, áður hjá Intemational Dental Parlors WINNIPEG Vorkoma. (Brot) Hngljúfa Vordis, kom heil og sæl! Lengi hefi eg þráð þig, með suðræna blæinn og sólskin á brá, þvi eg veit, að Vetur víkur sæti fyrir þér; svell- bönd hans klökkna fyrir mildi þinni. — Þú hefir birst mér í draumum um langar, næðingssamar vetrarnætur og um daga hafa endurminningarnar um þig, yljað huga minn og vísa vonum mínum veg, gegnum sorta-stundir skammdegisins. — Eg minnist þín frá æskuárunum, er þú lagðir mig að brjósti þínu, og vaktir athygli mma á undramætti þín- tim og lífsafli. — Við mættumst fyrst á fjarðarströndinni fögru, við fót- skör fósturlandsins ástkæra. Þar fyrst bentir þú auga minu til himins, á stjörnublikandi bláma djúpið, leynd- ardómsfult og dásamlegt. — Þú bentir mér til fjallanna, sem risu úr hafi, háleit og tignarþrungin, þar sem fossarnir fögru stigu dans niður hlíöarnar, ýmist alvörufullir og sterkróma, eða þeir stikluðu um stalla Tals. Garry 3462 A. Fred, Stjórnandi The British Fur Co. Flytur inn og framleiöir ágætar loðskinnavörur bæöi fyrir konur og menn, loðskinns- eða eltiskinnsfóðruð föt. Föt búin til eftir máli. LOÐSKINNA FÖT GBYMD ÓKEYPIS Allar viögerðir frá $10.00 og þar yfir hafa innifalda geymslu og ábyrgð. Allar breytingar gerðar sem óskaö er. Pantanir nýrra fata afgreiddar tafarlaust fyrir lægsta verð og aðeins lítil niðrborgun tekin fyrir verk gerö í vor. ÖLL NÝJASTA TÝZKA. 72 Princess St. McDermot - Winnipeg, Man. Dr. R. L HURST, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng., útakrifaCur af Royal College of Physiclans, London. SérfræCingur 1 brjðst- tauga- og kven-sjúkdómum. —Skrifst. 306 Rennedy Bldg, Portage Ave. (á mötl Eaton's). Tals. M. 814. Helmili M. 2696. Tlmi til viCtals: kl. 2—6 og 7—8 e.h. Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbroeke k WiUiam Thlbpbong garrv S«0 Orrica-TfMA*: 2—3 Haimili: 776 Victor St. Tblbphoni gaxby 8*1 Winnipeg, Man. THOS. H. JOHNSON oc HJÁLMAR A. BERGMAN, fslentkir IógfrabPiagar. Skmfstopa:— Room 811 McArtbnr Buiiding, Portage Avenue Áeitun: p. O. Box 1656, Telefónar: 4503 og 4304. Winnipeg Vér leggjum sérstaka Aherzlu ft að selja meCöl eftir forskriftum lækna. Hln beztu lyf, sem hægt er aC fá, eru notuC eingöngu. pegar þér komlC meC forskriftina til vor, megiS þér vera viss um aC fá rétt þaC sem læknirinn tekur til. COIiCIiETJGH & CO. Notre Dame Are. og Sherbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 Giftingaleyfisbréf seld. Dr. O. BJORN8ON Office: Cor, Sherbrooke & William nH KRH(mK,m„T 33* Offioe-timar: 2—3 HEIMILI: 764 Victor 6t.eet Tblbphonbi garry T68 Winnipeg, Man. Gísli Goodman TINSMIÐUR VBRKSTtBBI: Korni Toronto og Notre Dama J. J. BILDFELL rAaraioNAaALi Room SSO Union Bank ~ TEL. t00ð Sehir hús og ióSfr og annaat ait þar aOlútandi. Peningaláo J. J. Swanson & Co. Verzla meC faeteégnir. Sjá u<n leiau á húeum. Annaet lán og eldeábyTgðír o. fl. fram, með gáskabrag og gleði hjali, en svalandi berglindir liðu hljóðar fram um græna geira og grösuga bala, þar til þær féllust í faðma við báruhjalið sem lék sér við fjörusand inn. — Eg sá þig lina heltök frosta og norðannæðinga og leysa lífsöfl úr læðing vetrardvalans. — Eg sá þig' skrýða Fjallkonuna dásemdarmöttli sumarsins, blómum lagðan og blá- liljum blikandi. — Og tign var henni í svip, úthafs drotningunni, fóstrunni, söngauðgu og sagnaríku, með glitr- andi ljósbogageiminn yfir höfði, en hafbláa víddina við fætur. Úr loft: kvað við þúsund radda hljómur, þar voru gestir fóstru minnar, en fylgi- verpur þinar, vinhlýa Vordís, sem komnar voru til að syngja henni dýrð- arsöngva lífsins, og söngvar þeirra vögguðust hvern vordag, ómþýðir og unaðsblíðir á vængjum blævakans, frá sólarupprás þar til geislar kveld- roðans sygndu þá í svefn; en kvísl- ingar vorgróðtirsin sliðu um blóm- brekkur og fjólubala dag og nótt, því lifsþrótturinn var v'akinn og þroska- skeiðið lá framundan um stund. — Ár eru liðin og ókunnar strendur blasa við auguiyi, en enn liggja vegir saman, og söm ert þú sem fyr, Vordís. Mjúkhent ertu og mild í viðmóti, og blítt finn eg þig anda í blænum. L.ífitS og ljósið eru spor þín, friður og ró þinn andardráttur. Gleði fylgir komu þinni en brott- för hrygð. — En vonir hefurðu vakið, og við þær skal huggast, þegar haust- kyljan nöpur breiðir fölva yfir blóm- reiti þína og boðar vetur við dyr, — þá mun þó aftur vora, því vorið er óðal lífsins. —Skuggsjá. Vorvísur. Náföla vor! nær meðan fetarðu spor eftir spor; andvörp í eyrum mér láta. Ertu að gráta? Sorgbitna v'or! Svíða þér mannanna óheillaspor? Græturðu’ af sorg þeirra’ og syndum, og sjálfshroka blindum? Lít þú til vor, líknandi, kærleikans blessaða vor I Ltfgandi lífsanda blæinn leiddu í bæinn. Vonanna vorI Vekjandi, skapandi, kom þú til vor. Framleiddu fegurð og yndi, friðaðu lyndi. Vermdu það alt, vor mitt, er þráir þig, hnípið og kalt. Andaðu sorgbitnu sinni sælunni þinni. Kærleikans vor! Kom þú með friðarins merki til vor, Grafðu ’inar grátlegu myndir, guðleysi’ og syndir. Guðlega vor! Græddu hin blóðttgu þrautanna spor. f-æknaðu svíðandi sárin, sefaðu tárin. Líknsama vor! Léttu hvert einasta mæðunnar spor. Hjúkraðu særðum og sjúkum sólhöndum mjúkum. Hugljúfa vor! Himininn signi þín langþreyöu spor. Vinhlýtt og viökvæmt oss snertu. — Velkomiö ertu. 24. apríl 1917. Maria G. Arnason. Ormameðal \ Prof. SIITTON’S fet ,2 X) •* J"fr aem losa líkamann viö orma og eitur. Hundruð njálga og orma, sem geymdir eru í alkoholi eru til aýnis. Vitnisburð ir frá öllum þjóðflokkum og verðskrá. 229 Pacific Ave. Horni King St. VEIt IIKKINN Vigfús Hallsson —frá Mountain— F. 19. nóv. 1839. D. 8. apr. 1917. Þá stormurinn geysar um grundu gefur að heyra gný, sem að líður um loftiö líkt eins og þoka; þess meiri sem vindurinn veröur þess víöar berst hljóðið, þótt gola í laufinu leiki litið þess gætir. Ef konungur fellur á foldu fölur og kaldur, stórblööin fregnina flytja feitu meö letri; hann þó aö haröstjóri væri sem hlífði ei neinum, oflofi á ’hann er hlaöið engu að síöur. Þótt smábóndi ltfvana liggi líkblæju hulinn, sem dugnað og dáöríki sýndi og drenglyndi mikiö, af öllum fjöldanum fáir fréttina heyra, menn hvorki lofa né lasta ljúfmenniö góöa. Einn er af íslenzkum þjóömeiö affallinn kvistur, nú er þar skarö fyrir skildi er skýldi hann áöur. Höndin, sem vesælum veitti vökvun og saðning, helstirö á frostköldum fjölum fjörv'ana liggur. Vinir og vandamenn syrgja vininn sinn horfna, vin, sem t rauninni reyndist ráðsnjall og dyggur, vininn, sem vasklega ruddi vegina grýttu, vin, sem í vakandi minni verða mun lengi. hórólfur Jónasson. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Building; C0R. PORT^CE A»E. & EDMO^TOfl 8T. Stundar eingöngu augna, eyina. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frákl. I0 I2 f. h. og 2 5 e. h.— Talsimi: Main 3088. Heimili 105 I Olivia St. Talaimi: Garry 2315. jy^ARKET pjOTEL VH5 sölutorgiB og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Someraet Block Cor. Portage Ave. «g Donald Streat Tals. mam 5302. A. S. Bardal 84» Sherbrooke St. Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður aá bezti. Ennfrem- ur selur hann alskonar minnisvarða og legsteina. Hcimilis Tals. - Qarry 2101 8krif«tofu Tals. - Garry 300, 375 FLUTTIR til 151 Bannatyne Ave Horni Rórie Str. í staerri og betri verkstofur Tals. Main 3480 KanalyElectricCo Motor Repair Specialist Talsímið Garry 3324 J. W. MORLEY Hann málar, pappírar Of prýðir hús yðar Aætlanir gefnar VERKIÐ ABYRGST Finnið mig áður en þér látið gera þannig verk 624 Sherbrook St., Winnipeg HVAÐ sem þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hœgt að semja við okkur, hvort heldur fyrir PENINGA ÚT I HÖND eða að LÁNI. Vér höfum ALT sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoðið 0VER-LAND H0USE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., hoini Alexander Ave. 592 EUice Ave. Tals. Sh. 2096 Ellice Jitney og Bifreiða keyrsla Andrew E. Guillemin, Ráðsm. Electric French Cleaners Föt þur-hreinsuð fyrir Sl.25 því þá borga $2.00 ? Föt pressuð fyrir 35c. 484 Portage Ave. Tals. S. 2975 THE IDEAL Ladies & Gentlemens SH0E DRESSING PARL0R á móti Winnipeg leikhúsinu 332 Notre Dame. Tals. Garry 35 Von Bissing látinn. Moritz Ferdinand von Bissing, sem var baron og hershöfðingi, var af Þjóðverjum skipaöur landstjóri i Belgíu þegar þeir tóku landiö. Hann andaðist 18. apríl. Bissing þótti harður landstjóri og grimmur; þaö var eftir skipun hans aö Edith Cavell hjúkrunarkona var drepin og aö Belgíumenn voru fluttir i burtu þaðan. Dagtals. St.J. 474. Næturt. St.J.: 866. Kalli sint á nótt og degi. DR. B. GERZABEK. M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. Pyrverandi aðstoSarlæknir við hospítal S Vfnarborg, Prag, og Berlín og fleiri hospltöl. Skrtfstofa i eigin hospttali, 415—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutimi frá 9—12 f. h.J 3—6 og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks eigið hospítal 416—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- llnga, sem þjást af brjóstveiki, hjart- veiki, magasjúkdómum, innýflave'iki, kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um, taugaveiklun. Manitoba Hat Works Við hreinsum og lögum karla og kvenna hatta af öllum tegundum. 309 Notre Dame. Tals. G. 2426 JOSEPH TAYLOR, LÖGTAKSMAÐUR Heimilis-Tals.: St. John 1844 Skrifstofu-Tals.: Main 7978 Tekur lögtaki bæSi húsaleiguskuldir, veCskuldir, vlxlaskuldir. Afgreiðir alt sem að lögum lýtur. Room 1 Corbett Blk. — 615 Main St. Talsímið Main 5331 HOPPS & Co. __________B*ILIFra___;___ Tökum Iögtaki, innheimtum skuldir og tilkynnum stefnur. Room 10 Thomson BL, 499 Main Vér gerum við og fœgjum húsmuni, einnig tónum vér pítnö og pólerum þau ART FINISHING C0MPANY, Coca Cola byggingunni Talsími Garry 3208 Winnip Hver er versti óvinnrinn ? Það er mikilsvert fyrir alla að vita hver er versti óvinurinn sem hann á við að eiga til þess að hann geti rekið hanii af hönd- um sér tafarlaust og fyrir fult og alt. Nafn þessa ó- vinar er: Magasjúkdómur. Þegar maginn getur ekki melt fæðuna þá eitrast blóðið af úrgangi og mót- stöðuafl líffaeranna veikist Triners American Elixir of Bitter Wine kemuríveg fyrir alla óreglu, hreinsar innýflin og bætir melting- una. Við hægðaleysi, höfuðverk, taugaveiklun, slappleika, o. s. frv. er Triners American Elixir of Bitter Wine óbrigðult. Verð$1.50; fæst í lyfja- búðum. Triners Liniment lækn- ar fljótt Igigt, lúaverk, og tognun og fleira. Verð 70 cts. í Iyf jabúðum eða sent með pósti. Joseph Triner, Manufactnríng Chemist, 1333-39 S. Ashland Ave., Chicago, III.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.