Lögberg - 21.06.1917, Blaðsíða 7

Lögberg - 21.06.1917, Blaðsíða 7
LÖGBEEG, FIMTUDAGINN 21. JúNí 1917 i G 1 G TV E K I Professors D. Motturas Liniment er hið eina á- byggilega lyf við allskonar gigtveiki í baki, liðum Pog taugum, það er hið eina meðal sem aldrei bregst. Reynið t>að undireins og þér munuð sannfærast. Flaskan kostar $1.00 og 15 cent í burðargjald. Einkasalar fyrir alla Canada MOTTURAS LINIMENT Co. P.O. Box 1 424 Winnipeg Dept. 9 Maður og kona. Eftir prófessor Lárus H. Bjarnason. Þá vík eg aö afstööu foreldra til barna, og veröut' þar þegar í staö aö greina milli saitöa og hafra, skilget- inna og óskilgetinna barna. Yfirleitt er afstaða livors foreldris um sig til skilgetins barns söm. Móö- ir og faðir hafa yfirleitt sömu rétt- indi og sömu skyldur, gagnvart skil- getnu barni. Þó mundi atkv'æði fö§- ur skera úr flestum ágreiningi, sem yrði milli foreldra út af barni þeirra, t. d. út af því, hvað barnið ætti að læra. Þau yfirráð föður helgast af þvx, að hann hefir umráð félagsbúsins en peningarnir ekki síður afl þeirra hluta, er gjöra skal vegna barnanna, en annars. Fatlist faðir eða falli frá er nióðir sjálfgeng í hans stað. Afstaða skilgetins barns úf á við fer yfirleitt- eftir hag föðttr þess. Þannig kennir það sig við föður sinn, ber fornafn hans eða ættarnafn. Fæðingarréttur þess, sveitfesti, sókn- festi og lögtign fer eftir afstöðu föð- ur í þeim efnum. Þá er og faðir sjálfkjörinn forráðamaður barnsins. Og er þá komið að olbogabörnun- um — óskilgetnu börnunum. Óskilget- ið barn er að eins ættbundið mðður og móðurfrœndwn, en ekki föður eða föðurfrændum að öðru leyti en þvi, að það er kent við föður- sinn, verði það feðrað, ber því nafn hans, og annað hitt, að faðir þesss er skvldur að gefa með því að sínu leyti, til 16 ára aldurs þess. Annars hvíla allar foreldraskyldur á móðurinni. Hún er skyld að fratn- færa barnið að sínu leyti, eftir ein- um sínum og öðruni ástæðum, að fæða það og uppala og yfirleitt að Fúa það undir ltfið, enda ræður hún ein að öllu leyti yfir barninu. — Móð» irin erfir ein óskilgetið barn, liít hún það og láti það ekki eftir sig arfbor- inn maka eða nið eða arfleiðsluskrá. En andist hún á undan þvi, og eigi barnið hvorki maka né arfborið af- kvæmi né hafi ráðstafað eignum sín- um, þá erfa móðurfrændur einir barn- ið. Faðir og föðurfrændur erfa það aftur á móti ekki. Afstaða barnsins út á við fer al- gjörlega eftir högum móður þess. Þannig er fæðingaréttur þess, sveit- festi og sóknfesti eftir rétti móður i þeim efnum. Barnið erfir móður og móðurfrændur, sem skilgetið barn, nema þvl að eins, að móðir þess hafi verið gift og það sé svokallað hór- barn, þá erfir það hvorki móður né móðitrfrændur, og hafi faðir þess heldur ekki arfleitt það, og það er ekki algengt, að feður síni óskilgetn- um börnttm sínum þá rækt, þá erfir barnið hvorugt foreldrið, né heldur móður eða föðurfrændur, þótt það sé alsnautt, en foreldrar og frændur vellauðugir. Aftur á móti getur hór- konan og hennar ætt erft barnið, lifi hún það og hafi því “þrátt fyrir alt" lánast að komast áfram í heiminum. Konuþindin getur þannig beinlínis grætt á leiknum, en barnið verður að láta sér nægja skömmina og skaðann. Svona löguð er afstaða óskilgetins barns vepjulega, en foreldrarnir og jafnvel faðirinn einn getur bætt hlut barnsins. Þannig geta foreldrarnir, með því að giftast, gjört barnið að “skilgetnu” barni, og það jafnvel þó þau gangi ■ekki í hjónaband fyr en löngu eftir fæðingu barnsins. Barnið fær þá öll réttindi (upprunalega) skilgetins barns. Þá getur faðirinn og, með því einu að láta þinglýsa yfirlýsingu um, að hann eigi barnið, útvegað þvi erfða- rétt eftir sig og frændur ^stna, sé barnið ekki hórbarn hans, því að þá fær það engan erfðarétt, og hvernig sem á stendur ekki nema hálfan erfða- rétt móts við hjónabandsbarn, láti hann skilgetið barn eftir sig jafn- Bœtir að mun hvert smjörpund índsor Dalr-y Marbtn Crmada THE CANAPIANJSAkT CO. UMITEP Ið DOW M A L T EXTRACT HEILSUDRYKKURINN eykur líkamsþrótt, skapar matar- lyst og styrkir taugarnar. The RICHARD BELIVEAU CO., Limited WINNIPEG, MAN. The Richard Beliveau Co. of Ontario, Ltd. RAINY RIVER, Ont. Flutningsgjald frá Rainy River er hið sama og frá Kenora; fljótasta afgreiðsla; skilvísar sendingar. framt óskilgetnu. Aftur á móti erfir óskilfenginn faðir og föðurfrændur óskilgetið en þinglýst barn að öllu leyti, sem skilgetið hefði verið. Og kemur þar fram ekki ósv'ipað misrétti og milli hórkonu og svokallaðs hór- barns. Loks má fá konungsleyfi til skil- gerðar* annara óskilgetinna barna en hórbarna. Af þeim er skörntn for- eldranna cng óverðskuldaður eiginn skaði óafmáanlegur með öllu öðru móti en eftirfarandi hjónabandi for- eldranna og þau mega ekki giftast án sérstaks leyfis. 1 Danmörku, þar sem búið er við sömu lög og hér á landi i þessum efnum, er þó upp á síðkastið farið að veita konungsleyfi til skilgerðar hórbörnum, og ætti að tnega vænta sömtt líknar þeim til handa hér. Þess er þegar getið, að karlmaður sé skyldur að gefa með barni sínu ó- skilgetnu, en vitanlega þvi að eins, að telja megi hann föður barnsins. Líklega er barnsmóðirin ein bær um að stofna til feðrunar barnsins. Vilji hún það ekki, þá geta sennilega hvorki aðrir aðstandendur barnsins né sveit móðurinnar gjört það, en þetta verður þó sjaldan að baga, enda þarf venjulega ekki að ýta und- ir barnsmæður að lýsa einhvern föð- ur. Það mun enn þá þykja frentur vansi en hitt, að geta ekki feðrað, enda greiðir löggjöf vor mjög götu mæðra í þvt efni, gagnstætt því sem enn á sér stað sumstaðar. Á Frakk- landi hefir t. d. til skamms tíma verið beinlínis lögbannað að grenslast eftir faðerni óskilgetinna barna, og enn er það jafnvel þvt að eins leyft þar, að vafi þyki ekki leika á um faðernið. Áð v’orum lögum þarf óskilfengin móðir aftur á móti ekki annað en að snúa sér til yfirvalds síns, og er það þá skylt til að gangast fyrir máls- höfðun gegn karlmanni þeim, er hún hefir lýst barnsföður sinn. Gangist karlmaðurinn við faðerninu, fellur alt í ljúfa löð, en gjöri hann það ekki, á hann ekki undankomu vænt, nema hann treysti sér til að sverja sig “hreinan” af kvennmanninum. Gjöri hann það, Vfrður hann laus allra mála. Þó getur staðið svo á, að hann fái ekki eið, þótt vilji, og fær kvennmaðurinn þá að jafnaði að staðfesta faðernislýsinguna með eiði. Hafi karlmaðurinn annaðhvort ekki unnið eiðinn eða hafi kvennmaðurinn svarið barnið upp á hann, þá er karl- maðurinn talinn faðir barnsins, og getur barnsmóðirin þá fengið hann skyldaðan til að greiða sér hálfan svokallaðan barnsfararkostnað og hálft eða eftir atvikum alt að því fult meðlag með barninu frá fæðingu þess til fullra 16 ára. Til skamms ttma vorú eigi litlir ert- iðleikar á því fyrir barnsmóður', að ná meðlagi hjá barnsföður sínum. Hún hafði yfirleitt ekki önnur tök til þess, en að láta reyna lögtak hjá honum, og þúrfti þá stundum að elta hann frá einu landshorni á annað. Sveitar harnsföður var því að eins leitað, að hann hefði reynst félaus, og þá ekki altaf við lömb að leika sér, þar sem sumir oddvitar voru. En nú hefir löggjöf vor gjört tvent í einu, bæði fjölgað leiðum og tekið af alla króka, svo sem bezt mátti verða. Nú þarf barnsmóðir yfirleitt ekki annað, en að snúa sér til dz’alarsz'eitar sinnar, og getur hún þá, ef hún á framfærslusveit hér á landi — og það eiga nálega allar hérlendar konur — og sé barnið á lífi, heimtað, að dvalarsveit sín, eða sú sveit, sem hún er stödd í, greiði sér. samkvæmt áður- nefndum yfirvaldsútskurði, meðlags- uþphæð þá fyrir síðastliðið ár, sem greidd er með börnum þar í sveit, er barnið dvelur. Og meðlag þetta er ekki talinn fátæktarstýrkur til handa barnsmóður, heldur til handa barns- föður, nema því að eins, að barns- faðirinn hafi v’erið látinn eða alfar- inn af landi burt, þegar meðlagið féll í gjalddaga. Og sé barnsfaðirinn dáinn, getur barnsmóðirin ekki að eins heimtað úr dánarbúi hans þau nteðlög, er fallin voru í gjalddaga, þá er hann dó, heldur allar þær ársmeðgjafir, er hann átti ógreiddar til 16 ára aldurs barnsins. Hafi barnsfaðir látist frá barni á fyrsta ári og ársmeðlagið verið 60 kr., getur barnsmóðirin þannig heimtað 16X60 kr. eða 960 kr. (þó að frádregnum svokölluð “millivöxtum”ý úr búi barnsföður síns í einu. Þó eru þau takmörk sett, að barnsmeðlögin greiðist því aðeins úr búinu, að eignaafgangur hafi orð- ið umfram skuldir. Auk þess-sgetur meðlagsfúlgan ^ldrei orðið hærri en upphæð sú, er barnið mundi hafa erft; ef það hefði verið skilgetið. Og sitji ekkja barnsföður í óskiftu búi, ræður skiftaráðandi því, hve mikið hún ' á að greiða með óskilgetnum börnum manns síns, og getur jafnvel ákveðið, að ekkjan þurfi ekkert að greiða. Síðastnefndu ívilnanirnar eru gerðar vegna ekkju barnsföður, en eru tæpast allskostar réttlátar. Mildi við einn hefir hingað til ekki þótt eftirbreytnisverð, hafi hún þurft að vera samfara ómaklegri harðýðgi eða ójöfnuðu við annan. Að minsta kosti þótti hann ekki ýkja réttlátur dómarinn, sem dæmdi höfuðið af bak- aranum fyrir morð, sem járnsmiður- inn hafði framið. En meðferðin á óskilgetnu börnunum, sérstaklega á svokölluðttm hórbörnunt, er ekki öllu réttlátari. Hvorttveggja aðferðin er ómakleg. Hvor um sig lætur sýknan líða fyrir sekan. En dómarinn hafði þó sér það til málsbóta, að bakararnir voru tv’eir í þorpinu, en járnsmiðurinn ekki nema einn, og án járnsmiðs gátu “þorpararnir” ekki verið. En hvað mundi oss geta gengið til, að fara illa með óskilgetnu börnin óg mæður þeirra? Afraksturinn af þeirri með- ferð er alstaðar sjálfum sér líkur, meiri barnadauði og yfirleitt ónýtari og verri borgarar. Og þessi eftir- tekja er ekki bráðabirgða-uppskera. Hún tollir oft að meira eða minna leyti við eftirkomendurna. Gömlu mennirnir tiúðu því, að ilt væri jafn- an í ætt gjarnast. Meðferðin á óskilgetnu börnunum er jafnvel enn ranglátari. en á bakar- anutn, því að hlutskifti þeirra er þeim nærri því ennþá ósjálfráðara, en hlut- skifti hans var honum. Hann hefði haldið lífi og limum, ef hann hefði haft vit og kjark til þess að forða sér í lögsagnarumdæmi, sem öðruvísi var ástatt í, en óskilgetna barninu bjargar tæplega skemri flutningur en á annan hnött, því að hérna megin eru allir Jónar jafnir, allir dómarar jafn-réttdæmir í því efni. Meðferð á óskilgetnum börnurtt er jafnvel enn hættulegri þjóðfélaginu en rangur líflátsdómur. Jafnmiklar öfgar og bakaradómurinn munu bráð- lega drukna í eðlilegum afturkipp jafnóvenjulegrar óhæfu. En löng sambúð við daglegt ranglæti sljófgar réttlætistilfinningu einstaklingsins og almennings, og eyðir oft jafnframt öðrum góðum mannspörtum. Frá Islandi. “Lögrétta” frá 16. maí segir tið góða og jörð farna að grænka. Sextugsafmæli var haldið Sigurði Eiríkssyni regluboða 12. maí i Rvík; hefir hann verið 18 ár útbreiðsþi- stjóri Goodtemplara félagsins og unn- ið mikið verk og þarft. Guðmundur, skáld Guðmundsson stórtemplar orkti kvæði til hans við það tækifæri. — Sigurði var gefinn gull- og silfur- búinn ■góngustafur. Látinn er í Revkjavík Vigfús Guðnason faðir Magnúsar dyravarð- ar í stjórnarráðinu og Einars bakara í Stykkishólmi. Landsstjórnin hefir nýlega keypt skip í Danmörku sem “Willemoes” heitir 1,200 smálestir að stærð, smíð- að 1914 fvrir 1,100,000 kr. Það er aðeins vöruflutningaskip. Kolaleysi er orðið tilfinnanlegt á Islandi. Á nyrsta bænum í Strandasýslu hafa hross ekki verið tekin í hús í vetur, svo góð hefir tíðin verið, og hefir slíkt aldrei komið fyrir áður sv’o menn viti til. Harald Krabbe prófessor andaðist í Kaupmannahöfn 25. apríl. Hann var lengi kennari við landltúnaðar- háskólann og vel þektur Islendmgum. Dvaldi á yngri áruni í Reykjavík og kvæntist Kristínu Jónsdóttur Guð- mundssonar ritstjóra Þjóðólfs, en hún er látin fyrir nokkrum árunt. Þatt hjón áttu fjóra syni: Ólaf dómara, Jón skrifstofustjóra og Knud lækni í Danmörku og Thorvald verkfræð- ing í Revkjavík. Krabbe var fæddur 1831. Eggert Stefánsson söngvari ferð- ast um Svíþjóð og Noreg, syngur á opinberum samkvæmum og fær mik- ■ið hrós fyrir. “Þjóðólfur” gamli er risinn upp aftur; er hann nú gefinn út á Eyrar- bakka og ritstjóri hans séra Gisli Skúlason. Landshankinn hefir lofað Skeiðar- mönnttm 100,000 kr. veðdeildarláfti til Skeiðaáveitunnar. Heiðursgjöf hafa þeir hlotið Þor- steinn Þorsteinsson skipstjóri og Björn Ólafsson frá fiskiveiðahluta- félaginu “ísland”, gullúr með gull- festi og áletruð orðin: “með þökk fyrir aflann 1916”. Oddfellow stúka er nýlega stofn- uð á Akureyri af Klemens Jónssyni fyrverandi landritara; formaður stúkunnar er Stefán Stefánsson skólastjóri. Tannlækning. \ /IÐ höfum rétt nýlega fengið tannlæknir sem » er ættaður frá Norðurlöndum en nýkominn frá Chicago. Hann hefir útskrifast frá einum af stærstu skólum Bandaríkjanna. Hann hefir aðal umsjón yfir skandinavisku tannlækninga-deild vorri. Hann brúkar allar nýjustu uppfundingar við það starf. Sérstaklega er litið eftir þeim sem heimsœkja oss utan af landsbygðinni. Skrifið oss á yðar eigin tungumáli Alt verk leyst af hendi með sanngjörnu verði. REYNIÐ 0SS! VERKSTOFA: TALSÍMI: Steiman Block, 541 Selkirk Ave. St. John 2447 Dr. Basil 0’Grady, áður hjá Intemational Dental Parlors WINNIPEG VAÐ sem þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort heldur fyrir PENINGA ÚT I HÖND eða að LÁNI. Vér hðfum ALT sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoðið 0VER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., horni Alexander Ave. - lOc TOUCH-O 25o • ÁburSur til þess að fægja málm, er í könnum; ágætt á málmblending, kopar, nikkel; bæSi drýgra og árelÖ- anlegra en annaS. Winnipeg Silver Plate Co., I.td. 136 Rupert St., Winnipeg. NORWOOD’S Tá-nagla Me ð al Iæknar fljótt og vel NAGLIR SEM VAXA í HOLDIÐ Þegar meðalið er brúkað þá ver það bólgu og sárs- aukinn hverfur algerlega ÞAÐ MEÐAL BREGST ALDREI Tll sölu hjá lyfsölum eða sent með pósti fyrir $1.00 A. CAR0TtyE({S, 164 l{oseberr> 8t.f St.James Ðúið tíl í Winnipeg Tals. M. I738 Skrifstofutími: Heimasími Sh. 3037 9 f.h. tilóe.h CHARLE6 KREGER FÖTA-SÉRFRÆÐINQUR(Eftirm.Lennox) Tafarlaus lækning á hornum, keppum og innvaxandi nöglum. Hraðnudd og fleira. Suit* 2 Stobart Bl 290 Portage ^ve., Winqipeg GÓÐAR VÖRUR! SANNGJARNT VERÐ! Areiðanlegir verkamenn Petta er það sem hvern mann og konu varðar mestu á þessum tímum. Heim- sœkið verkstœði vort og þér sannfærist um alt þetta. Nýjustu snið, lægsta verð í bœnum. Velsniðin föt sem ætíð fara vel H. SCHWARTZ & CO. The Popular Tailors 563 Portage Ave. Phone Sh. 5574 Andbanningafélag er ■ stofnaö í Revkjavik; en Lögberg vlll’ ekki birta nöfn manna, sem gangast fvrir jaftt ljótum félagsskap. Jón Þorbergsson fjárræktarmaður hefir byrjað búskap á Bessastöðum; hann hefir nýlega keypt 9 kvr fyrir 350—400 krónur hverja. A þriðja í páskum hálffylti Siglu- fjörð af hafís; enptann hvarf bráðlega aftur og hefir hans hvergi orðið vart stðan nærri landi Einar Jónsson myndastniður kemur ekki vestur í sumar. Var honurn skrifað að fyrirtækinu með mynda- tiitpsetninguna verði frestað vegna stríðsins. Sjúkraskvli og læknisstofu á að bygg'ja á Hvammstanga í Húna- vatnssýslu, sem kosta á 20,000 kr. Sömuleiðis á að kaupa þar bát er gangi um flóann, sent sé 100 smá- lestir að stærð. Sjúkraskýli á einttig að hvggja á Siglufirði. Ólöf Sigurðardóttir skáldkona varð sextug 9. apríl; voru henni þá færð- ar 500 kr. í gulli frá nokkrum vinurn hennar á Akureyri. ísfirðingar eru að koma sér ttpp flutningsbáti til þess að annast flutn- ing utn Djúpið. Sex hreppar leggja til sínar 1,000 kr. hver og eintt 500 kr. Norðursýslan kaupir hluti fvrir 6,000 kr. og ísaf jarðarkaupstaður fvrir 4,000 kr. í páskabylnum fórst tóndinn á Borg í Arnarfirði, Jón Einarsson að 'nafni;'hann var við fjárleit og fanst líkið rekið af sjó. Um 50 fjár hrakti í sjóinn frá þessum sama bæ og yfir 30 fjár frá Næfraholti í Dýrafirði. Víðar urðu fjárskaðar. Afráðið er að leggja slma frrt' Akureyri til Svalbarðsevrar og þaðan úr í Grenivík. Torfi Magnússon andaðist að stokkseyri 29. april. Hann var faðir þeirra séra Ríkharðar Torfa- son;.r bankabókara, Magnúsar bæjar- fógeta á Isafirði, Péturs Magnússon- ar í Glenboro og Ragnhildar Barnes í Chicago. Torfi var 82 ára gantall, atkvæðamaður milinn. Hann lézt úr lungnabólgu. Nýstofnað er bannvinafélag, sem það starf hefir að framfylgja bann- lögununt eða vintta að því að þeim sé framfv’gt. í stjórn þess eru Halldór Jónasson kandidat, Jónas Jónsson kennari frá Hriflu, Jón Roz- enkranz læknir. Sigurður Gunnarsson prestur og Jón Asbjörnsson vfir- dómslögmaður. Látin er í Reykjavík Kristín Guð- inundsdóttir frá Hólakoti, 85 úra gömul. Kolaskip, sem var á ferð frá Englandi til íslands nýlega sökk á leiðinni. Það var 1.500 smálestir að stærð og hét “Langfond”. Með Gullfossi siðzi.st til New York komu þesv'.r: Friðrik Gunnarssot! Árni Benediktsson og Páll Stefáns- son umboðs'alar, Finar Hjaltested söngvari, Eggert E. Briem skrifari, Guðmundur Jensson trésmiður, Guð- mundur Vithjálms -n verzhmnrmaður. Þórarinn Guðmund'tot> fiðluleikari. Loftskevta maðurint, á skipinu var Garðar Gunnarsso.i af Norðurlandi. Séra jL vaióur N elsson hefir vjriö lasinn öðru hvoru að undaniörnu og ekki getuð prédika.í L. Brmn veitingamaður hefir selt hús sitt ''kaffihú ið Sk’tldbretð) i Kirkju’t:æ t. í Re.k’avík og flvtut alfarinn iil Kaupnvumaltafnar. Jón Björnsson <5- Co. í Borgamesi kevptu húsið fyrir 60,p00 kr. Business and Frolessional tards Dr. R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Surgeons, Bng., útskrifaSur af Royal College of Physicians, London. SérfræSingur I brjést- tauga- og kven-sjúkdömum. —Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (á möti Eaton’s). Tals. M. 814. Heimili M. 2696. Timi til viötals: kl. 2—6 og 7—8 e.h. Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Telbpbone oarrv 3*0 Officb-Tímar: 2—3 Heimiii: 776 Victor St. Tbleprone oarry sai Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu á ag selja me8öl eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá, eru notuS eingöngu. |>egar þér komlS meS forskriftina til vor, megiS þér vera viss um aS fá rétt þaS sem læknirinn tekur til. COLCLECGH & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 Giftingaleyfisbréf seld. Dr. O. BJORN&ON Office: Cor, Sherbrooke & WíUírib rHL.EPHONEROARRY 33« Offioe-tímar: 2—3 HVIMILI: 764 Victor St> eet tBLBPMONEi OARRY T63 Winnipeg, Man. M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá London. M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. Fyrverandi aSstoSarlæknir viS hospítal I Vfnarborg, Prag, og Berlín og fleiri hospltöl. Skrifstofa I eigin hospítali, 415—417 Fritchard Ave., Winnipeg, Alan. Skrifstofutimi frá 9—12 f h • 3__6 og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks eigið liospítal 415—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- linga, sem þjást af brjöstveiki, hjart- veiki, magasjúkdómum, innýflavelki, kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um, taugaveiklun. THOS. H. JOHNSQfí ou HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenrkir lógfræBiagar, Skrifstofa:— Room 811 McArthur Building, Portage Avenue ÁstTua: P. O. Box 1056, Telefónar: 4503 og 4504. Winnipn, Dr. J. SteíánssoD 401 Boyd Buildine C0R. PORT^CE AfE. & EDM0|»T0fl IT. Stuadar eingöngu augna, eyina, nef og kverka sjúkdóma. — Elr að hitta frákl. 10-12 f. h. eg 2-5 e.h,— Talalmi: Main 3088. Heimili 105 Olivia St. Talaimi: Carry 2315. jyjARKET JJOTEL Vie sölutorgiC og City Hall Sl.00 tll S1.50 á dag Eigandk P. O’CONNELL. J. G. SNÆDAL, iTANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. eg Donald Streot Tals. main 5302. Talsímið Garry 3324 J. W. MORLEY Hann málar, pappírar °f prýðir hús yðar Aætlanir gefnar VERKIÐ ABYRGST Finnið mig áður en þér látið gera þannig verk 624 Sherbrook St.,Winnipeg 592 EUice Ave. Tals. Sh. 2096 Ellice Jitney og Bifreiða keyrsla Andrew E. Guillemin, Ráðsm. Gísli Goodman tinsmiður VBRKSTCBBI: Horni Toronto og Notre Dame Phou Oarry 2SM J. J. BILDFELL r*«TBIONA8At.l Rttm S80 Unian Bant . TEL. 30&6 Seiur hús og lófXr og aaruul alt þar aOlútaodi. Peniofntta J- J. Swanson & Co. VurW œ.e fau^gnir. Sj* um MWU á Uwm. Annaat Ita o. •íiábyTBfSro.fL ' A. S. Bardal 84» Sherbrooke St. Selur llkkistur og annaat um útfarir. Allur útbúnaður aá bezti. Ennfrem- ur selur hann al.konar minnisvarða og legsteina. Heimilia Tale. . Ostrry 2181 8krifsteTu Tals. í Oarry 300, 378 FLUTTIR tíl 151 Bannatyne Ave Horni Rörie Str. í staerri og betri verkstofur Tals. Main 3480 KanalyElectricCo Motor Repair Specialist Electric French Cleaners Föt þur-hreirsuS fyrir SI.25 því þá borga$2.00? Föt pressuð fyrir 35c. 484 Portage Ave. Tals. S. 2975 Hin gullna regla á sumrin. THE íDEAL Ladies & Gentiemens SH0E DRESSING PARLOR á móti Winnipeg leikhúsinu 332 Notre Dame. Tals. Garry 35 Manitoba Hat Works Við hreinsum og lögum karla og kvenna hatta af öllum tegundum. 309 Notre Dame. Tals. G. 2426 JOSEPH TAYLOR, LÖGTAKSMAÐUR Heimilis-Tals.: St. John 1844 Skrifstofu-Tals.: Main 7978 Tekur lögtaki bætSi húsaleiguskuldir, veðskuldir, vixlaskuldir. Afgrelöir alt sem að lögum lýtur. Room 1 Corbett Blk. — 615 Maln St. Talsímið Main 5331 HOPPS & Co. BAILIFFS Tökum Iögtaki, innheimtum skuldir og tilkynnum stefnur. Room 10 Thomson Bl., 499 Main Fred Hilson Uppboðshaldari og virðinganiaður Húsbúnaður seldur, gripir, jarðir, fast- eignir og margt fleira. Hefir 100,000 feta gólf pláss. Uppboðssölur vorar á miðvikudögunt og laugardögum eru orðnar vinsælar. — Granite Galleries, milli Hargrave, Donald og Ellice Str. Talsímar: G. 455, 2434, 2889 Þegar sumarið kemur þjást menn æfinlega af magaveiki og innýflasjúkdómum vegna óhollrar fæðu, breytingar frá heitum dögum til kaldra nátta' breytingar á vatni o.s.frv Reg a sem með réttu má Inefna tíma- bæra gullna regiu á sumriri hljóðar þannigr'Gætið þess að hafa æfinlega reglulegar hægð- ir og innýflin heilbrigð. Með aðstoð Triners American Elixir of Bitter Wine er auðvelt að koma þessu til leiðar. Triners lyf hreinsa vel innýflin ogmag- ann, bœta meltinguna og melt- ingarfærin. Triners Ámerican Llixir er vissulega beztu lyf við meltingarleysi, hægðaleysi.gasi í maganum, höfuðverk og ann- an lasleika. Verð$1.50; fæst í lyfjabúðum. Triners áburð- ur er annað lyf sem altaf ætti að vera við hendina við bólgu, mari, taugaþrautum, o. s. frv. Þessi áburður er er einnig á- gætt við þreytu í fótum ef not- aður er á eftir fótabaði. Verð 70c, fæstí lyfjabúðum eða sent með pósti. Jos. Triner Mfg. Chemist, 1333-39 S. A^hland ! Ave. Chicago, 111. \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.