Lögberg - 13.12.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.12.1917, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞÁ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Tals. Garry 1280 Stoínsett 1887 Steele & Co., Ltd. MYNDASMIÐIR Hornl Main og Bannatyne, WINNIPEG Fyrstu dyr vestur af Main MAN. 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER 1917 NÚMER 49 Þúsundir manna týna lífi og bíða meiðsl í Halifax Eitt hið lang-hörmulegasta slys, sem sögur fara af, vildi til á fimtudaginn 6. þ. m. — Bandaríkjaskip hlaðið sprengiefni rekst á hjálparskip inni á höfn í Halifax og springur í loft upp. Helmingur borgarinnar brennur til kaldra kola. Fólk húsnæðislaust þúsundum saman. púsundir sæta örkuml- um og bíða bana. Á fimtudag'smorguin.iim 6. jt.' m. fyrir dagmál gerðust '|>eir sorgarat- burðir í Halifax, höfuðborginni í Nova Scotia, er lengi munu í minnum hiafðir. Bandaríkja skipið, er nefndist Mont Blac, var á innsiglingu, þegar áreksturinn varö. Og flýttu skip- verjar sér samstundis i bátana og koinust til lands lieilir á húfi. Eftir ]>að var skipið stjórnlaust og mjakaðist smátt og smátt í áttina til lands. Seytján minútum siðar stóð skipið í björtu báli og sprakk í loft upp,. með þvíliku ógnar-kyngi að áhrifanna varð vart í sjötíu og fimm milna fjarlægð. Veðurstaða var þannig að bálinu sló á land borgar- megin og bendust eld-skeytin að norð- urhluta Halifax-borgar nneð svo taumlausum yfirgangi að engum björgunartilraunum varð við komið, svo klukkusiunudm skifti. Þegar svo slökkvilrðinu. eftir langar og harðar atrennur, tókst að kæfa bálið, mátti svo að orði kveða að helmingur hinn- ar fornu borgar, væri tómar rústir. Fréttir frá Heljarslóð. Damafáar orustur á Frakklandi. Þjóðverjar bíða ósigur í Cambrai héraðinu. Bretar vinna til baka landsvœði, er þeir mistu í fyrri viku og miklu meira. Rjúfa fyrstu og aðra varnarlínu óvin- anna. Einn hinna blóðugustu bardaga, sem háður hefir verið á vcsturstöðv- unutn, síðan hin nafnfræga orusta varð við Ypres, stóð yfir annan og þriðja dag þessa mánaðar á Cambrai hernaðarsvæðinu. Unnu hinar bezku bersveiti stóran sigur á her Þjóð- v’erja. Atgöngunni stýrði Sir Julian Byng. Tók her hans Villeries- Guislain þorp- ið og hæðirnar allar, er *suðvestur af því Iiggja. Talið er að Þjóðverjar muni hafa haft þarna eigi færri en 20 fullmann- aðar herdeildir, og átti sýnilega til skarar að skríða. En Bretar og Canadamenn voru viðbúnir og tóku rrtannlega á móti. Þrjár atrennur, hverja' á fætur annari, gerðu Þjóðverjar á varnar- virki Breta og Frakka í kringum La Vacquerie, fyrir sunnan og vestan Cambrai, en unnu Iþó eigi á. — Urðu svo loks frá að hverfa, með hlut sinn óbættan og manntjón stórkost- iegt. Frá London bárust þær fréttir að morgni liins 5. þ. m., að kveldinu áð- ur hefði sökt verið hinu brezka fólks- flutningasikipi “Apapa”, og að minsta kosti 80 farþegar ásamt skipshöfn- inni hefði týnt lifi. Bjargað varð alls 120 farþegum. Mælt er að sjóræningjar þessir hafi skotið að konum og börnum í hinum opnu björgunarbátum. Eftir því er Lundúna blaðið “Daily Mail” skýrir frá, var skip ]>etta á heinileið úr tveggja inánaða siglingu. Engin að- vörun var því gefin, heldur skotið á það fyrirvaralaust. Björgunarbátun- um, var hleypt í sjó undir eins, og konúm og börnuni þjappað í þá fyrst. En svo reið annað skotið af, og'tok þá skipið mjög að söklcva og var innan fárra minútna á mararbotni. — Enn eru eigi fýrir hendi ljósar skýrsl- i sambandi við slysið, né heldur skrá yfir þá er lifi týndu, en sagt er að á rneðal þeirra muni hafa verið W. R. Totvnsend dóinismálastjóri, og F. H. Longhurst, forstjóri opinberra verka. báðir frá Gold Coast. Skipið “Apapa var tæpar 8000 smálestir að stærð; bygt í Glasgow árið 1914, og i eign Afríku-gufuskipafélagsins. Fréttir frá London 0. þ. m. segja að þann hinn sama dag, hafi 25 þýzk loftför' sveimað yfir Englandi. Aðeins G þeirra heimsóttu London; tvö voru skotin niður og áhöfn öll tekin til fanga. Eldur kom upp á nokkrum stöðum borgarinnar, sem þó varð fljótlega slöktur. Sjö mann- eskjur biðu bana, en tuttugu hlutu meiðsl nokkur. Árás Þjóðyerja á Londou, hin næsta á undan ]>cssari var aðfaranótt hins 31. okt. síðastl. tóku þá yfir þrjátiu bátar þátt í að- förinni. Taikmörkun vínsÖIunnar á Bret- landi hefir haft all-mikla hreyting í för með sér. þannig var á Skotlandi tala iþeirra sem dæmdir voru fyrir lagabrot í sambandi við vínnautn áður en breyting v'arð 1,544 á viku en nú eru það að eins 925, á Englandi Þar sem áður gnæfðu veglegir skól- ar, kirkjur og skrauthýsi, stóð eigi franiar isteimi yfir steini. Skipakví borgarinnar eyðilagðist að miklu leyti, og skrifstofubygging- ar erlendra ræðismanna og þjóðfull- trúa, urðu flestar jafnaðar við grunn. Eignatjónið veltur á mörgum mil- jónum. En út yfir alt tekur þó mann- tjóniö. Er mælt að hátt á f jórða þús- und manns murii hafa týnt lifi, fjöld- inn allur meiðst og þúsundir hús- viltar og klæðlausar. Atburður þessi hefir dregið upp svo nýja sorgarbliku á himin þinnar oanadisku þjóðar. Sorgin er. svo víðtæk, að hún 'nlýtur að snerta hverja taug, er 'liggur að hjarta þjóðarinnar. Ennþá eitiu sinni hefir opnast nýtt tækifæri til þesis að aug- sýna nýja mannúð, nýjan kærleika. Samskot hafa þegar verið hafin til hjálpar hinum hús og heimilislausu sorgar- fjölskyikiutu austur við haf. Og gleðilegt þótti oss, að á einum fyrsta samskotalista hér í bænum, stóðu íslenzk nöfn. Hjálpar-þörfin er óendanlega mikil Voru það 1,485 á viku, nú eru það 583, i Lundúnaborg voru það 1,008 á viku, nú eru það að eins 295, í Liver- pool hefir þetta breyst frá 207 til 57 Berningham fra 37 niður í 17, Man- chester úr 83 niður í 21, Hull úr 28 niður í G. í Edinborg liefir tala þeirra færzt niður um helming. vanalega voru þar 120 á viku, sem drukku sig svo fulla að 'þeir brutu bæði guð'S og manna lög, nú eru þeir að eins 60, Glasgow hefir ekki gjört alveg eins vel. þar er talan 522 og 178. Bandaríkin. Nefnd Bandarikja þingsins, sú er til meðferðar hefir utanríkismálin, lýsti nýlega yfir, að Bandaríkja stjórn muni innan skams, senda herafla Italíu til hjálpar. Hierskyldulög Bandaríkjanna komu í gildi 19. maí s. 1. Skrásetning fór fram 5. júnt. 2. júlí var ákveðið undir hvaða kringumstæðum að menn fengju undanþágu. En þegar ástæð- urnar fyrir undanþágum urðu lýðum ljósar, kom fram óánægja mikil hjá all-mörgum, þótti ósanngjarnlega að- farið, afleiðingin varð sú, að nú eru allir menn flokkaðir, hver maður lát- inn á þann stað er hann getur notið sin bezt, þannig er heild sú fullkomin frá þeim lægsta til hins æðsta og æf- ing og lífsreynsla hvers manns látin njóta «ín sem bezt. Leut. Táylor fomaður Naval Arche- tect and Naval Engineer, segir í skýrslu að a árinu 1917 hafi verið bygð skip til samans 3,300,000 smá- lestir, árið 1916 voru það 1,899,- 943, árið 1915 voru það um 1,640,000 smálestir, 1914 voru bygð skip all lítið yfir 3,000,000 smálestir, 1913 varð sikipaviðkoman í heiminum 3,3000,000 smálestir, og er því búið að ná takmarkinu í skipasmíði eins og það var hæst áður en stríðið skall á en svo er ekki uóg með það; heldur hefir Bandarikjn.stjórn ákveðið að vera búin að bvggja til notkunar í stíðunum fyrir lok 1918, skip sem til samans eru ekki minna en 6,000,000 smálestir, þar að auki er hver einasta skipasmíðastöð á Bretlandi, í Svíþjóð, Danmörku, Ncregi og í Japan vinn- ándi svo að segia nótt og dag að því 'sama. Skyldu ekki Þjóðvrjar bráð- um sjá sér til óvænna með alla þessa viðkomu. 7 þessa mánaðar sögðu Bandarík- in Austurrikismönnum og Ungverj- um stríð á hendur. Hvað Hon. Martin forsætisráð- herra í Saskatchewan segir um kosningalögin nýju. Hinn 29. nóv. síðasti. fórust Hon. Martin stjórnarformanni, ]>annig or’ó í þingræðu, um hin Jtýju kosminga- lög: “Lagasetning Dominionstjórnarinn- ar á síðasta þingi, í samibandi við at kvæðisréttinn, verður svartur blett- ur í lagasafni þjóðarinnar, eins lengi og vér lifun:. Það er ósæmileg laga- smíð frá upphafi til enda, og var ekki samin i þeim tilgangi að 'hjálpa til að vinna stríðið, heldur aðeins gerð til þess að revna að vinna kosn- tngarnar”. “Atkvæðasvifting veröur ekki til þess að samcina Canadankið”. fRegina Morning Leader, 30. nóv. 1917). ítalía. Grimmar og mannskæðar orustur hafa staðið á milli ítalíumanna og hinna þýzk- Austurísku hersveita upp á síðkastið. Þjóðverjar segjast hafa hrakið ítali úr fjallvirkjum þeirra og tekið yfir 11,000 fanga. í Asiago héraðinu hafa orusturn- ar verið hrikalegastar, höfðu Þjóð- verjar og Austurríkismenn safnað þar saman ógrynni stórskotaliðs og hersveita, áform þeirra var að brjót- ast í gegnum fylkingar Itala og með ofsafenginni grimd gerðu þeir á- lrlaup á fylkingararm ftala að norð- an. ítalir tóku hraustlega á móti, og varð mannfallið ægilegt á báðar hliðar, þó einkum í liði Austurríkis- manna. Alstaðar ráku ftalir þá af höndurn sér, nema í kringum Tond- aresar, þar hröktu Austurríki-smenn ítali og tóktt fremstu röð víggirðing- þeirra. Ekki verður sagt að þetta sé stór sigur fyrir Þjóðverja og Austur- ríkisntenn. nema hvað fanga töluna snertir, því á þessum stöðum var fylking ftala skeifumynduð og sóttu óvinirnir því að frá þrem hliðum, og mannskaði ítala varð aðallega þegar þeir létu undansíga, til þess að rétta fylkinguna. Slagur þessi stóð í 36 klukkustundir án uppihalds. Italía þverneitar vopnahlé. Treystir illa einhegni bjóðverja. Tvær hinar fremstu varnarlínur Austurrikismatma og bjóðverja rofnar á mörgum stöð- um. Maurice hersh'ófðingi telur hörð- ustu hríðina um garð gengna. bakk- ar Bretum og Frökkum liðveisluna. ítalir hafa svo rækilega hnekt fram- gangi Þjfeðv'erja á milli fljótanna Brenta og Piave, að eigi hefir óvin- unum auðnast að leggja undir sig þumiung lands. Austurríkismenn báðu um vopnahlé, til þess að geta jarðað hina föllnu, en fengu synjun, með því að ítalir treystu eigi dreng- skap þeirra. Maurice hershöfðingi segir að hinn ítalski her hafi sýnt frábæra hreysti og hugprýði, og Bretar og Frakkar hafi nú nægilegan liðsafla í Norður- ítalíu. Hershöfðinginr. kveður ósig- ur ítala hinn fyrsta hafa átt rót sína að rekja til þýzkra og þýzksinnaðra njósnarmanna. Telur hann alla at- burði benda ótvírætt í þá átt, að sam- heldni og siðferðisþróttur óvinanna, sé mjög í hnignun, en einbeitni og stefnufesta sambandsþjóðanna styrk- ist að sama skapi með’degi hverjum. Austurríki. Austurríki hefir Iátið lausa Rússa sem þeir héldu í gi'sling, en áður en þeir voru sendir heim, var lagt ríkt á við þá að beita sér fyrir friðar- hugsjónir Bolsheviki flokksins. Svo það má segja að hver og einn þess- ara rússnesku hermanna sé austurísk- ur agent. Rúmenia. Rúmenia hefir farið að dæmi Rússa óg samið um vopnahlé við Þjóðverja. Noregur. Roald Amundsen heimskautsfar- inn frægi afsalaði sér öllum þýzkum titlum og nafnbótum eins og hefir verið getið um hér í blaðinu. Eftirfylgjandi bréf skrifaði hann þýzka sendiherranum í Kristjaníu. “Til hans hágofgi, þýzka sendi- herrans í Krístjaníu: “Eins og norskum sjómanni sæmir, leyfi eg mér hér með að skila afur öllum þýzkum heiðursmerkjum, er mér hafa veitt verið. Hinni prúss- nesku krónuorðu, hinni bayersku Leopoldmedalíu, og heiðurspeningi þeim úr gulli, sem hans hátign Wil- hjálmur keisari, sæmdi mig fyrir listir og vísindi. “Afsal þessara heiðursmerkja eru persónuleg mótmæli frá sjálfum mér, gegn liinum andstyggilegu morðum, er Þjóðverjar hafa framið á saklaus- um, norskum siglingamönnum—núna síðast í Norðursjónum 17. okt 1917. “Virðingafylst, "Roald Amundsen”. Mariu kirkjan í Bergen var reist tim miðja 12. öld, og var lengi talin eitt hið veglegasta guðshús á Norð- urlöndum, bygð í 'rómönskum stíl. Nú á seinni árum var hún allmjög tekin að hrörna. Tóku þá nokkrir efna- menn sig saman um að safna fé til aðgeröar kirkjunni, og hefir norski ræðismaðurinn í Bandaríkjunum, Hugo Mowinckel gefið $50.000 til fyrirtækisins. Kirkja þessi er mjög fögur að innan, með fjöldfc málverka eftir hina helztu listamenri Evrópu. Ensk og norsk blöð frá 27. f. m., segja ástandið í Noregi í meira lagi alvarlegt. Megn gremja er stöðugt að aukast með þjóðinni yfir aðförum hins þýzka kafbátahernaðar. Er skipatjón Norðmanna fram úr öllu hófi tilfinn- anlegt. Jafnvel sumir hinná mest leiðandi manna, þykjast enga aðra úrlausn sjá en að ganga í lið með sambandsþjóð- unum, til þess að revna aö hnekkja yfirgangi og ofbeldi Þjóðverja. < Nú hafa samt nýlega haft með sér fund þjóðhöfðingjar og annað stór- rnenni Norðurlanda i Kaupmanna- höfn, og er sagt að á ráðstefnu þeirri hafi ákveðið verið, að láta einskis ó- freistað til þess að lialda ríkjunum frá ófriði. Gústaf Sv’íakonuii'gur heimsiótti höf- uðborg Noregs eftir fundinn. Og var það í fyrsta sinn eftir aðskilnaðinn. Minningarrit um Dr. Jóti Bjarnason. Nú er ritið komið frá bókbindaran- um og verður nú þegar sett á bóka- markaðinn. Ritið er sérlega vandað og með mörgum mvndum. Það ætti að vera vel valin jólagjöf. Allir Vestur-íslendingar heiðra minningu Dr. Jóns Bjarnasonar og æfisaga hans og Minningarrit ætti að vera á hverju einasta islenzku heimili: í káþu................$1.25 í bandi................2.00 I skrautbandi..........3.00 H. Jón J. Vopni er afgreiðslumaö- ur bókarinnar, og geri nienn svo vel og kaupi bókina hjá honum eða panti. Óskandi er, að einhverjir bjóði sig fram í hverju bvgðarlagi til þess að liafa útsölu bóktirinnar með hönduiit. _ B. B. J. Séra Björn B. Jónsson kirkjufélagsforseti kom heim á fimtu- daginn, úr för sinni suður um Banda- ríki. Forsetinn hélt guðsiþjónustu á ]>akk lætishátíð í kirkju St. Páls safnaðar í Minneota. Föstudaginn á eftir var hann á samkomu allveglegri, er kvenfélag Vesturheimssafnaðar stof'tTaði til — Á sunnudaginn 2. desember flutti hann guðsþjónustu í öllttm þrem kirkjum sóknarinnar. Þvínæst fór forsetinn tii Minnc- apolis og sat þar á fundi, er forsetar hinna lútersku kirkjufélaga LVestur- hluta Bandaríkjauna og Canada hjfðu verið boðaðir á, til þess að ræð>a og gera ráðstafanir um kirkju- lega starfsemi, meðal hermanna i hernúðum víðsvegar um land, og í hernitm austan við haf. Er bað víðtækt og föfugt við- íangsefni. Mr. Árn> E^gcrtsson umboðsmaður stjórnarinTiar á íslandi kom til bæjarins 6. þ. m. frá New York. Hatin kvað Lagarfoss hafa lagt út frá New York síðastl. laug- ardag 3. þ. m. með fullfermi af vö;- um, þar á meðal 75 tonn af sykri, sem nú er þó lítt fáanlegur í Banda- ríkjunum, og það var Islands forni fjandi, hafísinn, sem gerði honum mögulegt að ná þessum slatta. All- mikill hluti af farmi Lagarfoss átti að fara til Norðurlandsins, en þat sagði Árni að oft væri sv'o mi'kili hafís, að skipaferðir hafísis vegna væru oft bannaðar meiri hluta árs, svo þeir létn til leiðast og létu 75 tonn. Mega Norðiendingar þakka hafísnum og Árna Eggærtssyni fyrir það. — Árni sagði að Bandaríkin seldu ekkert meira af vörum til hJut- lausu landanna, þar til að útséð yrði um uppskeru í Argentínu. Einnig til- kynti vi-staistjóri Bandaíkjanna hon- trm, að áður en nokkrum vörum yrði miðlað til hlutlausra landa, yrðu Bandaríkin að sjá sambandsþjóðuni sínum í 'Stríðinu borgið. Á leiðinni að sunnan kom Árni við í Ottawa og átti tal við stjórnar.valdsmenn þar í sambandi við vörukaup, og fékk leyfi til þess að kaupa vörur handa ís'Iandi í Canada ef á þytfti að halda, en útflutningsleyfi frá Bandaríkjun- um þarf að fást, til þess að það geti komið að nokkru gagni. Einhver slatti af vörum, sem íslendingar eiga, kvað liggja enn í New York íslenzku skipin, sem heini hafa farið fermd frá Bandaríkjunum verða öll að koma til baka, samkvæmt samn- iugi er siglingaleyfi þeirra frá Bandaríkjitnum hyggist á, ef ekki til þess að flytja vörur heim til íslands. þá til þess að fara í þjónustu Banda- ríkja stjórnarinnar. Slí'kt hið satra verða öll skip að gera, sem undan- farandi hafa v’erið i siglingum anilli Randaríkjanna og hlutlausra landa. Árni verðttr heima fyrst um sinn. Takið eftir. Nokkrar ungar stúlkur í Fyrsta lút. söfnuðinum halda útsölu eða jóla- Bazar á föstudagskveldiö i þessari viku, eins og auglýst var í síðasta blaði. Þetta er í fyrsta sinni, sem ']>essar ungu stúlkur koma opin1>er- lega fram, og settu menn að styðja þær drengilega. Framsókn unga fólksins til nvtsamlegra starfa, er svo lofsverð, að fólk ætti, sérstaklega safnaðarfólk í Fyrsta lút. söfnuöi, að stvðja þessa viðleitni með því að koma og kaupa af ungu stúlkunum það sem þær hafa að selja. Ágóðinn af þessari útsölu gengvir til safnaðarins. Munið eftir að heim- sækja ungu stúlkurnar á föstudags- kveldið kemur í sunnudagsskóla sal Fyrstu lút. kirkjunnar á horninu á Sherbrooke og Banatyne Ave. Ljóðakveld Stephans G. Stephanssonar. Eins og auglýst hafði verið hér í blaðinu, las Klettaf jallaskáldið St. G. Stephansson, nokkuð af ferða- kvæðum smurn, á all-fjölmennri sam- komu að kveldi hins 1. þ.m. Og var þetta í fyrsta sinni, er Islendingum i borg þessari gafst kostur á að fagna skáldinu, nýkomnu úr sumarheimboði móðurþjóðarinnar. — Fögnuðurinn var óblandinn; kvæð- in mergjuð og skáldið yfirlætislausa ungt í annað sinn. Minnisstæö munu kvæðin mörgum; og mýkri streng munum vér eigi að skáldið hafi stilt en þann, er ómar frá hverri línu í kvæðinu “Afsökun”. Séra R. Pétursson stýrði sarnkom- unni. Skáldinu fögnuðu með ræðum: W. H. Bauilson þingmaður, séra F. J. Bergmann, J. J. Bíldfell, Sig. Júl. Jóhannesson og Jónas Jónsson frá Selkirk. Hr. Gísli Jónsson söng tvö lög við kvæði skáldsins. Lagarfoss óhultur. Símskeyti frá umboðsmanni Eimsikipafélags íslands í Hali- fax til herra Árna Eggertsson- ar, segir Lagarfoss óhultan. — Hann var á höfninni í IJalifax þegar slysið óskaplega vildi til. Bókmentir. 10 fvrírlestrar eftir Dr. Guðm. Finnbogason. Rvík 1917. Eg man eftir því þegiar eg var síð- a-st staddur í Reykjavík 1914 í byrj- On árs. Þá hitti eg Dr. Guðmund Finnbogason í fyrsta sinni, og mér þótti maðurinn skemtilegur og fjör- ugur í viðtali, reyndar v'oru margir fleiri það. En ]>að var séstaklega eitt sem hann sagði, er dró athvgli mitt að honum þá. og það var þetta: “Eg þrái að geta gjört verulegt gagn þjóð minni og ættjörð”. Eg lagði nú reyndar ekki mjög mikið upp úr þessu, því það er svo alvanalegt að heyra menn tala um þjóðrækni og afttjarðarást, en nieina ekkert með því. bera það bara utan á sér eins og aðra flík, en aflstöðin sjálf — hjart- að :— ósnortið. Og satt bezt að segja hélt eg að Dr. Finnbogason mundi vera eins og aðrir í því efni. Bn nú er eg búin að lesa síðustu bók hans, sem er ný komin hingað vestur og heitir “Vinnan”, og bið eg Prófessorinn velvirðingar á, að hafa hugsað svo ilt í hjarta mínu utn hann. Bóikin er afbragð, ekki einasta að >tra frágangi, pappír, prentun og bandi — hinum ytri umbúðum, því satt að segja þótt mér þyki fallegc að sjá góðan ytri frágang, ]>á er það innihaldið — sálin. sem er aðalatrið- ið fyrir mér. Hvort að bókin hafi nokkuð það að færa, sem eigi veru- legt erindi til manna, — nana að svo sé, er bók til mín einskisvirði, og þessi bók hefir það ekki einungis til mín persónulega, heldur til allra sem lesa hana. Þarfasta bókin, sem gefin hef- ir v’erið út á ættjörðu vorri lengi. Hvers vegna? Vegna þess að hún flytur ]>að mál, sem alla varðar. Vinnan, sem allar fratiikvæmdr mann- anna byggjast á, hefir verið látin ganga sjálfa'la í heiminum, ]>ótt öll önnur ölf, sem eru henni undirgefin hafi verið beizluð. Bókinni er skipt í 10 kafla. 1. kafl- inn er um Erviði, 2. um þveytu, 3. Vinnuhugur, 4. Eftirlíking, Kapp. 5. Vinnul-aun, 6. Tímabrigði, 7. Að- s'tæður, 8. Vinnugleði, 9. Vinnunám, 10. Um andlega vinnu. og síðast eru heimildir. Af þessari efnisskrá sjá menn hvert bókin stefnir, og lrka hvaða starfssvið Dr. Guðmundur Finnbogason hefir valið sér, og er ekki gott að sjá, kvaöa viðfangsefni eða lífsstarf hann'hefði átt að velja sér, sem þarfara er. Þessi grein vis- indanna, vinnuvísindin rná segja að séu í bernsku hjá öllitm þjóðum, og þá ekki sizt hjá þjóð vorri, því óhag- sýni og skortur á Verklegri ]>ekking var og er þar á háu stigi, og á engu hefir íslenzka þjóðin tapað eins miklu peningalega, og kanski engin þjóð, eins og á vanbrúkun tíinans, og verk- legri vankunnáttu. Úr þessu vill Dr. Finnbogason bæta, og ef hann heldur eins vel áfram, eins og hann hefir byrjað iná mikils vænta frá lians hendi í þessa átt. Sumurn kann að detta i hug að bókin sé leiðinleg af- lestrar, en því fer fjarri. Þessum höfundi er það lánað, mörgum frem- ur, að gjöra hvert það efni, sem hann skrifar um lifandi, hver einasta hugs- un er sparibúin og hugmvndirnar skýrar. Vestur-íslendingar ættu að kaupa bókina og lesa sér til fróðleiks og gjagns; hún er til sölu hjá ltóksala Finni Jónssyni, 668 McDermot Ave. og lcostar í góðu bandi $2.00. J. J. Btldfell Hér með kvittast fyrir $5.00 gjöf frá Mrs. Ingiríði Olafsson og 2 pör af sokkum, frá Mrs. Þ.orvarður Svein- son í Red Cross sjóð kv’enfélags fyrsta lút. safnaöiar, þakka eg innilega, og ]>eir sem kynnu að vilja láta eitt- hvað af höndum rakna í þennan sjóð geta sent |>að til 668 McDermot Ave. Guðrtin Johnson. forseti. R. S. Ward þingrnannsefni verkamanna í Mið-Winnipeg. Bæjarfréttir. Sina Renson frá Bellingham, Wash. hefir verið á ferð hér eystra, áður en hún fór vestttr fór hún til Pembina að heilsa upp á venslafólk sitt þar. Hún biðuir Lögberg að skila kveðju sinni til vina og kunningja, með þakk- læti fyrir viðtökurnar. Hr. Narfi Vigfússon frá Tantallon, Sask. kom til bæjarins á stinnudags- morguninn. Fólk ætti að festa í minni að “Syndir annara”, leikrit Einars Hjör- leifssonar, verður sýnt í Goodtempl- arahúsinu miðvikudags og fimtudags- kveld i þessari viku. Þangað borgar sig að köma. Hr. Stefán Danídsson frá Shoal Lake, Man. kom til bæjarins á mið- vikudaginn snöggva ferð. Miðv'ikudagskveldið 5. des. voru gefin saman í hjónaband, að við- stöddum nánustu skyldmennum, þau herra Skúli Magnússon Backman og ungfrii Grace Theodora Hannesson, aí séra N. S. Thorlákssyni að heimili brúöarinnar. Að afstaðinni hjóna- , vígslunni fóru ungit hjónin skemtiför til Regina og þaðan til Victoria, B. C. og ýmsra annara stórborga. Framtíðarheimili þeirra verður að Kandahar, Sask. , Séra Rögnvaldur Pétursson hefir sent Löghergi mánaðadagatal yfir ár- ið 1918, smekklegt og mjög vandað. sem vér þökkum. Mánaðadagatal þetta, er sérstakt í sinni röð, að því leyti, að það er alislenzkt, og frá þvi sjónarmiði hefir það þjóðernislegt gildi. Það flvtur nú í ár mvndir af Dr. HiaWgrimi Scheving, Bjarna Thorarinsen. Aííta Helgasyni biskup, Dr. Sveinbirni Egilssyni, séra Hann- esi Stephensen. Baldvin Einarssyni, séra Tomasi Sæmundssyni, Jónasi Hallgrímssyni, Jóni J. Hjaltalin land- lækni, Prófessor Konráð Gíslasyni, Pétri biskup Péturssyni og Tóni Sig- urðssyni. Dagatal þetta er gefið út af Unitara söfnuðinum hér í bænum og kostar 35 eent. Pantanir sendist til séra Pögnvaldar Péturssonar. 650 Marvland street, Winnipeg, Man. Þeir Þorkell J. Klemens og Guð- niundur Árnason, sem lengi hafa dval- ið hér í hænum og eni að góðu kunn- ir, eru nú fluttir til Ashern, Man., þar sem þeir hafa byrjað verzlun upp á eigin reikning, og vildum vér minna landa vora. sem þar verzla á þaö að fara ekki fram hjá búð þeirra, án þess að lítq inn, þeir hafa byrgðir af allri nauðsynjavöru. eru sjálfir beztu drengir, liprir, áreiðanlegir og greið- viknir, og er því stór hagur fyrir hina fjölmennu bygð landa vorra, sem aðsókn eiga til Ashern að þeir skyldu setja sig þar niður og ættu að trvggja framtíðarbú.stað þeirra þar, með því að skifta við þá. Munið vel eftir Skjaldborgarsam- komunni, sem auglýst er hér í blað- inu. Mr. Ólafur Eggertsson heldur Betel-samkomu að Wynyard 13. þ.m., að Kandahar 14., og að Kristnesi þann 18.; fólk á þessutn stöðum er beðið að muna eftir samkomudögun- um og sækja samkomurnar vel. Mrs. C. Thompson á tslandshréf á skrifstofu Löglærgs. Gleymið ekki gamla fólkinu. Eins og á undanfömum árum g'engst kvenfélag Fyrsta lút- erska safnaðarins fyrir því að taka á móti jólagjöfum handa gamla fólkinu á Betel, og eru þeir, sem vilja vera með í því að gleðja gamalmennin með gjöf- um núna á jólunum vinsamleg- ast beðnir að koma gjöfunum í Jóns Bjarnasonar skólann, 720 Beverley street, þriðjudagskveld- ið 18. þ. m. frá klukkan 7.30 til 10 að kveldinu, og verða þar nokkrar konur úr kvenfélaginu til staðar til þess að veita gjöf- unum viðtöku. peir, sem ein- hverra orsaka vegna ökki geta afhent gjafir sínar á nefndum stað og tíma, geta afhent þær einhverri konu úr nefndinni, sem kvenfélagið hefir falið að hafa starf þetta með höndum, og eru þær þessar: Hansína Olson, 866 Sherbum St. Guðný Paulson, 784 Bevertey St. Kristjana Albert, 719 William. Oddný Freeman, Ste 4 Elvire Gt. Jónína Julius, 668 Alverstone St. F réttabréf. Wild Oak, Man. 30. nóv. 1917. Héðan er að frétta: ágætis haust- tíð. Þreskingu lokið fyrir all-löngu. Megnið af þreskingu var lokið um 10. október. Svo mun mega telja, að uppskera hafi verið góð á þessu hausti norður hér. Tvær nýjar þreskivélar bættust bygðinni i haust, og eiga íslenzkir menn þær báðar. Aðra þessara véla keypti Böðvar Jónsson og hefir Jón sonur Böðvars stjórnaði henni. Hina vélina keyptu þeir Jóhannssynir Jó- hann og Árni í félagi með fleirum. Jóhann hefir stjórnað henni. Sem að undanföru hefir vetið þreskt með vél Jóns Þorðarsonar, og hafa synir Jóns Albert og Freemann stjórnað henni. Mikið hefir verið unnið að plæging- um í haust. Fyrir viku síðan var plægingum hætt, þá fór jörðin að frjósa. Um sama leyti byrjaði Mani- toba vatn að leggja, og er það í sein- asta lagi. Sigfús bóndi Björnsson er nú ný búinn að setja miðstöðvarhitun “Furnace” í íbúðarhús sitt, er hús hans þriðja húsið í Big Point bygð, sem hefir miðstöðvarhitun. Áður hafa þeir Bjarni Þorsteinsson East- man og Jón Þórðarson Tátið setja miðstöðvarhitun í hús sín. | Opinn Fundur ’ aðstandenda hermannanna í til styrktar Major Andrews þingmannsefnis Union-stjóm- í arinnar í Mið-Winnipeg, verður haldinn miðvikudagskveld- j ið þ. 12. þ. m. kl. 8, í Sargent Ave. nefndarstofu (neðri sal j Goodtemplara hússins). Ræður halda þær Mrs. Colin H. I Campbell, Miss. Jórunn Hinriksson og Senator Lendrum j McMeans. Mrs. J. B. Skaptason, fundarstjóri. Almennur Fundur R. S. Ward þingmannsefni verkamanna í Mið-Winnipeg, heldur fund í Goodtemplara húsinu á McGee street, föstu- daginn 14. þ. m. Ræðumenn: R. S. Ward. Rev. H, J. Leó, og ýmsir fleiri. Fyllið húsið og komið í tíma. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.