Lögberg - 13.12.1917, Síða 3

Lögberg - 13.12.1917, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER 1917 8 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. Þjónninn hneigði sig fvrir Jönu, þegar hún sté upp í vagninn, og fólkið Oakburns skjald- armerki hneigði sig við dyrnar; svo fór vagpinn af stað með Jönu til Chesney Oaks, sem nú var hið fagra og gamla heimili föður liennar. Gegnum yndislegan trjágang í miðjum listi- garðinum komu þau að húsinu; byggingin var úr rauðum múrsteini og við báða enda hennar voru armar, sem náðu langt fram. Armarnir voru frá seinni tímum og í þeim voru fallegustu herbergin; miðja lníssins var gamaldags og ekki eins falleg. 1 arminum til hægri handar við sjk- brautina liafði vesalings ungi jarlinn legið veik- ur og dáið; nú láu leyfar hans þar. Jana tók eftir því að vagninn ók ekki að aðalinngangin- um, en sneri snögglega við þegar liann kom þangað og hélt áfram að hinum arminum, þar sem hann nam staðar fyrir utan litlar dyr. Ðökk-klæddur herramaður — hann leit út sem slíkur —•, stóð við dyrnar til að taka á móti •Jönu, sem hann sjáanlega beið eftir. Það var herbergisþjónninn. Hann sagði ekkert hneigði sig að einsxjg opnaði dyrnar að lítilli starfs- stofu, þar sem nýi jarlinn stóð. “Lafði Jana, lóvarður”. Jana mundi þurfa talsverðan tíma til að venjast þessu. Lávarður Oakburn var að tala við gráhærðan mann með gleraugu, sem Jana varð seinna vör við að var ráðsmaðurinn, bæk- ur og blöð láu á borðinu, eins og þær liefðu verið rannsakaðar. “Nú, svo það ert þú, Jana?” sagði jarlinn um leið og hann sneri sér við. “Og nú, hvað liefir komið þér til að fara hingað, og hvað er að? Þessi asni segir að það séu ekki hendur Lucy, en meira vill hann ekki segja og starir og snöktir. Eg ætla að reka hann úr vistinni í kveld”. Jana vissi hve meiningarlausar slíkar hót- anir voru, og hve oft vesalings Pompey var hót- að slíku. Áður en liún gat sagt eitt orð, var faðir hennar byrjaður aftur. “Að þú sendir mér boð að koma til Pem- bury, það er þér líkt. Eins og þú gætir ekki komið til Chesney Oaks, fyrst þú varst komin svo langt. Það er nú mitt heimili — og þitt. Þú hagar þér aldrei eins og aðrar manneskjur”. “Eg vildi helzt ekki fara lengra pabbi”, svaraði liún lágt. “Eg hélt — eg hélt að lafði Oakburn væri liér, og eg vildi síður hitta hana einmitt núna; eg kem með mjög slæmar fregnir. Ogeg hugsáði líka um sýkina”. “Það stendur engin hætta af henni; vesa- lings ungi maðurinn liggur í liinum arminum. Og lafði Oakburn er hér ekki; en hvaða mismun ]>að gat gert þér þó hún væri hér, hefði eg gam- an af að vita. Og nú, hvað hefir þú svo að segja mér ? Það er líklega húsið, sem er brunnið ? ” • Jana leit til róðsmannsins, sem gengið hafði til hliðar. Hann skildi það á augnatillitinu, að hún vildi vera ein með föður sínum, og sneri sér því að hinum nýja liúsbónda sínum. “Á eg að koma inn aftur, að lítilli stundu liðinni, lávarður?” Lávarður Oakburn kinkaði kolli samþykkj- andi. Hann liafði liðið hægt og eðlilega inn í nýju stöðuna sína, eins og hann hefði verið upp- alinn til þess. Sem sonur hins tigna Frank Chesnej', hafði hann séð allmikið af þessum höfðingjasiðum í æsku sinni, en það hafði Jana aldrei séð. Þótt hún væri úppalin sem aðalbor- in stúlka, hafði hún þó alt af verið dóttir fátæks sjóliðsforingja. . •Tafnvel þó hefbergið sem þau voru í, væri fátæklegt í samanburði við sum hinna, bar það ]<ó vott um óliófsemi. Fallegi pappírinn á veggj- unum, gyltu listarnir, verðháu gólfdúkarnir, sem fæturnir sukku niður í, skrautlegi dúkurinn sem þakti borðið er stóð á miðju gólfi. Lávarði Oakburn liafði verið fylgt þangað inn þenna motgun til að neyta dagverðar, og hann hafði í huga að nota það fyrir starfslierbergi á meðan liann dveldi í húsinu að þessu sinni. En hvernig alt hafði breyzt fyrir honum, og að fráskildu strokinu kveldið áður, þ.á hafði þungri byrði og kvíða verið létt af liuga Jönu? Engin sparsemi. engar leiðinlegar skuldir, enginn ótti við að sjá hinn kæra föður hneptan í fangelsi. Plún leysti hattböndin sín, og hugsaði undr- andi um það, hverpig hún ætti að undirbúa hann hvernig hún ætti að byrja. Lávarður Oakburn ýtti skjölum ráðsmanns- ius, sem láu á dýra borðdúknum, saman í eina hrúgu, og beið eftir því að Jana tæki til máls. “Nú, nú, Jana, því talar þú ekki? Hvað er það?” “ Af því eg veit ekki livernig á að segja þér það, pabbi”, sagði hún loksins. “Eg kom sjálf til að tala við þig, af því eg hélt að enginn gæti sagt þér frá þessum viðburði jafn haganlega og eg, og nú, þegar eg er hjá þér, er eg jafn óhæí til þess eins og barn gæti verið. Pabbi, það er stór ógæfa sem okkur liefir heimsótt”. Gamli maðurinn elskaði börn síil innilega, hve ruddalegur sem hann var í framkomu og harðstjóri á heimilinu. Hann komst að þeirri niðurstöðu að pitthvað hefði skeð með Lucy, þrátt fyrir neitan Pompeys, að plástrarnir liefðu máske sprungið og henni biætt til ólífis. Hann liélt nú, þegar hann horfði á Jönu og sá geðshræringu hennar, að það væru engir smá- munir sem hefðu komið henni til að fara hingað. ‘‘ Þessi þverúðgi þrjótur, að vilja ekki segja mér þetta. Og þú, Jana, hvers vegna kemur þú með útúrdúra? Er barnið dáið?” “Nei, nei, pabbi, það er ekki Lucy; henni er mikið að batna í höndunum. Það — það er um Lauru”. Lávarður Oakburn, setti upp stór augu. “Hefir hún dottið í gegnum glugga?” “Það er enn verra en það”, sagði Jana lágt. “Yerra en það? Hvað á þetta að þýða, Jana, segðu eins og er, svo þessi óvissa taki enda”, hrópaði liann gramur og stappaði fætin- um gólfið. Fyrir mann með hans geðslagi er erfitt að bíða eftir fregnum. Laura er strokin”, sagði hún. “Strokin”, endurtók hann og starði á Jönu. ‘ ‘ Hún fór úr húsinu í gærkveldi. Hún hlýt- ur að hafa farið á undan þér. Manst þú, pabbi, að þú kullaðir á liana og að liún ansaði ekki? Eg vissi ekki strax — ekki fyr en það var orðið of seint að gera nokkuð — að hún var strokin ’ ’. “Engan grun um hinn sanna viðburð hafði jarlinn, og Jana hikaði við að tala greinilegar. 1 samanburði við það, sem hann hafði óttast — dauða Lucy — virtist þetta vera lítil ógæfa. “Eg skal hlaupa á eftir henni”, sagði hann. “Hvert er hún strokin? Iívers vegna strauk hún?” “Pabbi, hún hefir ekki flúið einsömul”, sagði Jana, og leit niður. “Carlton hefir farið með henni”. “Hvað þá?” öskraði jarlinn. ‘Þau eru flúin til að láta gifta sig, er eg hrædd um. Um það er lítill efi”. Jarlinn þagði augnarblik sem steingerving- ur, og svo kom orðarokið. Jana hafði aldrei lieyrt annað eins orða-ofsarok. Hann htífði hvorki Lauru né Carlton, og það var gott fyrir báða syndarana, að þeir voru ekki í nánd hans meðan vonzkunni rigndi niður. Jana fór að gráta. “Ó, pabbi, fyrirgefðu mér”, sagði hún. “Eg hefði ekki átt að segja þér þetta svona óviðbúnum, eg hefði átt að draga frásögnina meira á langinn, svo hún hefði ekki orsakað þér slíkar kvalir, en eg gat ekki hugsað skynsamlega”. Kvalir, já þetta var sannarleg kvöl fyrir hinn hreinskilna sjómann. Þessi fallega dóttir hans, sem liann var svo hreykinn yfir. Gremja hans rénaði ögn, hann hné niður á stól og fól andlitið í höndum sínum. Að lítilli stundu lið- inni leit liann upp, fölur en ákveðinn. “ Jana, þetta er sú önnur. Látum það sama gilda um hana og hina. Nefndu aldrei nafn hennar í minni áheyrn oftar, fremur en hinnar”. Jana varð enn hnuggnari, þegar hún heyrði þetta bann; bann, sem hún vogaði ekki að stríða á móti. Hún hafði vonað að hann, sem jarl, mundi leyfa að nefna Clarice, en þetta síðara bann staðfesti hið gagnstæða. Hún neytti dagverðar, sem búinn var til í skyndi handa henni, og að því búnu var henni ekið til stöðvarinnar í Pembury í sama fallega vagninum og hún var sótt þangað. En þegar Jana hraðaði sér aftur til South Wbmiock, fanst henni liún hafa farið erindis- leysu. Ef hún að eins hefði búið föður sinn betur undir þetta, hugsaði hún, þá hefði sorg hans orðið minni. Henni datt ekki í hug, að lá- varður Oakbum var einmitt einn af þeim mönn- um, sem. ómögulegt er að búa undir slíka við- burði. Endir fyrsta Jcafla. ANNAR KAFLI. I. KAPÍTULI. Heimkoman. Enn þá liélt veðrið áfram að vera slæmt; það skiftust á haglskúrir og regn. Flótti Carl- tons og Lauru átti sér stað á miðvikudagskveld, og næsta miðvikudag sneru þau hr. og frú Carl- ton aftur til South Wennock, í álíka óveðri og þegar þau fóru þaðan. Þau höfðu verið gift í Skotlandi, og að því búnu fengu þau sér fárra daga skemtiferð, sem endurgjald fyrir ógæfuna er fylgdi flótta þeirra; en veðrið hafði alt af verið fremur óheppilegt. Yinnufólk Carltons hafði átt heillar viku hátíð. Það liafði fengið skrifaðar skipanir frá húsbónda sínum, dagsettar daginn eftir giftingu hans, að alt yrði að vera í góðu ásigkomulagi á heimilinu til að taka á móti frú hans; en húsið var svo nýlega endurbætt, eftir að nýju hvismun- irnir voru fluttir inn, að það var harla lítið sem þurfti að gera. Til þess að þvo gólf, aðallega í eldhúsinu, fékk það sér þvottakonu, meðan það sjálft skemti sér eftir beztu getu. En þetta miðvikudagskveld, tók hvert eitt af því skyldur sínar að sér aftur, fór vel og lip- urlega að öllu og ldæddi sig í beztu fötin sín, til þess að taka á móti húsbónda sínum og hinni ungu konu lians. Það hafði verið beðið um j*óstvagn til að vera til staðar á Great Wennock #töðinni, og bíða eftir lestinni sem kom kl. sjö, og vinnufólkið beið þarna með óþolinmæði. Þegar ökumenn flvtja ný gift hjón lieim, álíta þeir það vanalega skyldu sína að aka sem liraðast. Á þenna liátt liugsaði vinnufólk Carl- tons; löngu áður en kl. var hálf átta, var eftir- væntingin í æsingi hjá því, það leit út og hlustaði eftir hjólaskröltinu, vonandi á hverri sekúndu að sjá og heyra nýju hjónin koma, en það brást. Mínúturnar liðu án þess að liúsbændurnir kæmu. KI. sló átta og enginn kom; liún sló hálf níu, og vinnufólkið leit hvort á annað hálf vand- ræðalegt og undrandi yfir því, hvaða orsök það gæti verið sem hindraði konm ný giftu hjón- anna. Ben., lyfsölu drengurinn, gekk út að hliðinu, stakk fótum sínum inn á milli lóðréttu járnstang- anna í hliðhurðinni, og fékk sér hressandi skemtiferð með því að sveifla hurðinni fram og aftur. Það var enginn ónotalegur heimilis vald- boði til staðar, hvorki Hanna eða Evan, til að verma á honum eyrun eða reka hann burt; hann skemti sér þess vegna við þessa ferð, blístraði fjörugt lag og liorfi stöðugt til bæjarins. “Hevrðu snöggvast”, kallaði hann til slátr- ara drengs sem var honum kunnugur og nú var á heimleið eftir að hafa lokið starfi sínu þenna dag, “veistu orsökina til þess, að lestin kemur svo seint í kveld?*’ “Hvaða lest?” spurði ungi slátrarinn, nam staðar og horfi á Ben. “Lestin, sem kemur til Great W'ennock kl. sjö. Hún ætti að vera komin fyrir stundu síðan” “Hiin er komin”, svaraði drengurinn. “Nei, það er hún ekki”, sagði Ben. “Hver segir það?” “Eg segi það. Eg hefi með mínum eigin augum séð almenningsvagninn koma akandi hingað til bæjarins. Hann er nú þegar farinn aftur með fólk til stöðvarinnar, sem ætlar með lestinni kl. níu. “Óhrekjandi sönnun”, hugsaði Ben. Hann stökk ofan af liurðinni og þaut inn í húsið, án þess að ómaka sig með að óska vini sínum góðrar nætur. “Heyrið þið, lestin er komin; það er langt síðan liún kom”, hrópaði hann til Hannah og hinna. “Nei”, sagði Hannah. “Jú, lnin er komin. Bill Jupp sagði það rétt nxina. Hann sá almenningsvagninn með eigin augum koma hingað til bæjarins frá stöðinni”. “Þá lilýtur eitthvað að liafa hindrað þau”, sagði Hanuah, “og þau koma þá ekki að öllum líkindum í kveíd. Mjög skemtileg fullvissa. Enn þá frí þetta kveld. “Láttu okkur þá fá kvöldmat”, sagði Sarah, stiilkan sem Hannah liafði ráðið í vist þessa viku, samkvæmt skipun húsbónda síns. “ Já, en”, kallaði Ben, “Það kemur lest enn þá. Bill Jupp sá almenningsvagninn fara aft- ur til Great Wennock”. “Hún kemur ekki frá sama stað og hin, heimskingi”, leiðrétti Hannah. “Ómakið sem eg nú hefi liaft með að bera á borð og búa til te í borðstofunni, er þá gagnslaust”, sagði hún óánægð. Þar eð liúsbændurnir komu ekki, hvorki til te né kveldverðar, var það einni ástæðu meira til þess, að vinnufólkið skyldi neyta síns matar. Og það gerði það líka með góðri lyst og beztu ánægju, þar sem það sat við þakið borð með dúk og dýrindisréttum, og skrafaði og hló og skemti sér með meiri hávaða en nauðsynlegt var fyrir meltinguna, þegar glögg hringing gerði því mjög bilt við, eins óhult og það áleit sig. “Hamingjan hjálpi okkur”, gaus upp úr Hönnuh. ‘ ‘ Ef það nú samt sem áður skyldi vera þau. Hver þremillinn — hengslastu af stað til að ljúka upp, Evan. Sittu ekki þarna gapandi eins og svín, stungið í hjarta”. Evan þaut á fætur, út úr eldhúsinu og fram í ganginn. Hann opnaði dyrnar svo vel að nægt hefði hertoga til að ganga inn um þær, og stóð nú beit á móti — stúlku Aneð böggul. Stóran og luralegan böggul, er sýndist hafa verið búinn til í snatri, og um hann vafið gömlu sjali til að vernda hann gegn regninu sem úti var. Sú sem kom með böggulinn, var Judith. Hún gekk hispurslaust fram hjá Evan og lagði böggulinn á stól í ganginum. “Hvað — hvað á þetta að þýða?” spurði Evan undrandi, sem ekki þekti Juditli aftur. “Get eg fengið að tala fáein orð við lafði Lauru Carlton”, var svarið. Evan starði á stúlkuna. Hannah, sem var komin fram í ganginn, starði einnig á hana; drengurinn Ben. kom líka fram og starði á hana. “Eg kem frá Cedar Lodge, frá lafði Jönu Chesney”, sagði Judith, þegar hún sá að fólkið þekti hana ekki. “Þetta er nokkuð af klæðnaði lafði Lauru; en koffortin hennar verða send hingað á morgun”. Hannah leit fyrirlitlega á böggulinn. Hún fann að þetta var blátt áfram léleg aðferð til að koma klæðnaði brúðurinnar þangað. Judith fann það líka satt að segja sjálf, en það var ekki mögulegt að bæa úr því. Á brúðkaupsdegi sínum, undir eins og hin hátíðlega athöfn var um garð gengin, liafði Laura skrifað að liálfu leyti iðrunarfult bréf tii Jönu vegna flóttans, sem hún hafði gert sig seka um, og sagði lienni í því, að giftingin væri af- staðin. Innan í þessu bréfi var iðrunarfult bréf til fö^ur hennar. Utanáskrifiirnar: “Konung- legur sjóliðsforingi Chesney” og “ungfní Chesney” sýíidu, að Lauru var ókunnugt um upphefðina sem þeim hefði hlotnast. Jana hafði liafði sent bréfið til föður síns að Chesncv Oak, og hann liafði flevgt því í eldinn án þess að lesa það; sínu eigin bréfi vogaði hún eigi að svara; þvi henni heföi verið stranglega bannað að hafa nokkur viðskifi við þessa afbrota syst- ur sína, af hverju tagi sem þau væru. Jarðar- för hins framliðna jarls fór fram á mánudaginn lávarður Oakburn kom faftur til Cedar Lodge á þriðjudagirin, og á miðvikudagsmorgunin kom annað bréf frá Lauru til Jönu, þar sem liún sagði henni, að lmn og Carlton ætluðu að vera í Soutli Wennock á miðvikudagskveldið, og bað Jönu að senda fötiri sín til hins nýja heimilis síns, svo að þau gætu verið þar þegar hún kænii, einkum bað lnin um “ljósa silkikjólinn”. Ekki einn þráð úr honum”, hrópaði jarlinn og barði í borðið, þegar Jana mintist á þetta við hann. “Henni á enginn fatnaður að vera send- ur héðan”. En, pabbi, hún hefir ekkert til að vera í”, sagði Jana. “Hún tók ekki einusinni sokka til að skifta um”. “Þess betra”, svaraði jarlinn æstur. “Lát- um hana ganga berfætta ’ ’. CsCo-' tyueZWou SALTFISKUR Vér höfum byrgðir af söltum fiski, sem hefir verið til- reiddur undir sérstakri umsjá vorri, í vorum eigin húsa- kynnum. — Verðið er ótrúlega lágt. Einnig höfum vér mikinn forða af PORT NELSON BRAND. FISKIBOLLUR. NORSK SPIKSfLD, K.K.K. REYKT SILD. NORSK ANCHOVIS. HELLUBAKAÐ BRAUÐ. FLATBRAUÐ. MYSUOSTUR. HLAUPOSTUR. KRYDD-OSTUR. BÚðjið um PORT NELSON BRAND hjá kaupmanni yðar. — pað borgar sig margfalt að 'kaupa vörur, sem bera innsigli vort. Ef kaupmaður yðar hefir ekki vörur vorar, þá gerið svo vel að skrifa oss nafn hans og áritun. PORT NELSON FISH CO. LTD. 936 Sherbrooke Street - - Winnipeg, Man. PHONE: Garry 967. IiOÐSKINN Bvendur, Veiðlniennn og Verslunarnienn I.ODSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mesta skinnakaupmenn í t’anaila) 213 PACIFIC AVENUE...........WINNIPEG, MAN. I læsta verð borgað fyrir Gærur Hóðir, Seneca raeíur. SENDIÐ OSS SKINNAV6RU YÐAIt. MA VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að það að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. J?að er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. Kviðslit loeknað. "~Fyrir™ nokkrum árum aíðan, var eg a?5 lyfta kistu og kvittslitnaTSi. L.œknirinn kvaS uppskurö hitS eina nautSsynlega. Um- bútSir komu atS engu haldi. AtS lokum fékk eg þö tangarhald & nokkru, aem lseknatSi mig algerlega a skömmum tíma. SítSan eru litSin mörg ar; eg hefl unnitS erfitSa vinnu, sem trésmitSur og aldrei ortSitS misdægurt. ÞatS var enginn uppskurtSur, enginn s&rsauki, ekkert tima- tap. Eg sel ekki neitt, en eg er reitSubúinn at5 gefa ytSur fullnægjandi upplýsingar atS pvi er til lækningar kvitSslits kemur. SkrifltS mér. Utan&skrift mln er Eugene M. Pullen, carpenter, 817 D Marcellus AVenue. Manasquan, N. J. _ . t Þér ættutS atS klippa úr blatSlnu þenna mitSa og sýna hann þeim, sem þjáöir eru af kvitSsliti — þú getur metS þvi bjargatS lífi þeirra, dregitS úr þrautum, sem kvitS- sliti eru samfara,. og komiö í veg fyrir hugarhrelllng I sambandi vitS uppskurtS. Gjafir til Betel. Gjafir til Gamalmennaheimilisinv “Betel”, safnað af Mrs. C. Hjálmar- son og Mrs. J. B. Jónsson að Kanda- har, Sask.: Mr. og Mrs. J. G. Stephanson $100.00 Bdward Stephanson.......... 1-00 Axel Thorgeirson............. 1-00 Eggert Bjarnason............ 10.00 Kristinn Eyjólfsson........... 10.00 Mrs. M. W. Paulson........... 1.00 S. B. Guönason.............. 10,00 Mrs. H. E. Tallman............ #00 Mr. og Mrs. S. Magnússon .. 10 00 E. J. Laxdal.................. 10.00 C. Th. Jonason.............. 10.00 Mr. og Mrs. E. Helgason .. 25.00 Mr. og Mrs. B. Josephson og familian................ 35.00 Mr. og Mrs. S. A. Guönason 5.00 Mr. og Mrs. S. Sölvason .... 20.00 S. E. Johnson................ 5.00 Carl F. Frederiikson......... 5.00 F. J. Sanders........ .. .. 10.00 *G. *J. Sanders.......... . • 5.00 Mr. og Mrs. Th. Indriðason 25.00 Sigmundur Stevenson .. .. 1.00 Mr. og Mrs. J. B. Jónsson .. 50.00 Mrs. G. S. Siguröson......... 5.00 Mr. og Mrs. T. Steinson . . .. 10.00 Mrs. C. Hjálmarson........... 5.00 Mrs. J. Hjálmarson........... 1-00 G. J. Svéinbjörnson......... 10.00 Árni Stefánsson .............. 10.00 J. A. Reykdal (\ minningu um föður hans, Johann Johanns- sonj..................... 200.00 Greiðið atkvæði og vinnið fyrir MAJOR ANOREWS D.S.O. UNION stjórnar þingmanns efni í MIÐ WINNIPEG Upplýsingar gefnnr ntS: Wc«ton—1567 Uogan Ave., Mest; (íarry 3IOO. ltrooklaixis — 1*08 I.ogan Wdt; Cíarry 1107. Snrgent Ave. — G3^» Sargent; (iarry 3088. St. James—Parkview and I*ortage; We»t 500. Uadies’ Committee — 470 Main 8t.j Garry 3220. Centre Winnipeg — 470 Main St.; Garry 2998, Garry 2999. Samtals .. .. $595.00 Brynjólfur Jónsson, Wynyard $ 5.00 Karl Goodman, Winnipeg .. 16.00 Sigurlaug G. Hjálmson, Augusta Montana................... 10.00 Kristján Johnson, Bredenbun-, Sask......*.......... .. 5.00 J. Jóhannesson, féhirðir. 675 McDermot Ave., Winnipeg. ANDLÁTSFREGN. Mrs. J. G. Gillies aö 658 Sherbrook stræti, Winnipeg lézt snögglega ari heimili sinu 2. þ. m., klukkan 5 síö- degis.. Hún eftirlætur mann sinn ásamt 7 börnum. Jaröarförin fór fram á miöviku- daginn 5. þ. m. i Mapleton graf- reitnum í Selkirk. Rev. Batty meþódista prestur jarösöng hina lítnu.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.