Lögberg - 13.12.1917, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER 1917
I
HEIMSINS BEZTA
MUNNTÓBAK
Kaupmannahafnar
Hefir góðan
keim
Munntóbak sem
endist vel
Hjá öllum tóbakssölum
geti ekki verið réttar, ef þær
eru í höndum þeirra, sem vel
fara með þær. Eg segi aftur að
drotnunarvaldinu verður að sýna
að það á hvorki rétt til lífs, né
valda í nútíðarlífi þjóðanna, að
það er með öllu ómögulegt að
réttlseti geti þróast og notið
sín, á meðan að sá andi ræð-
ur á pýzkaiaridi og leikur laus-
um hala. pangað til búið er að
því, er með öllu óhugsandi að
réttlæti og í'riður fái notið sín
hjá þjóðununi.
Drengiíegur friður.
En þegar það hefir verið gjört,
eins og guð gefi að verði, þá fá-
um við tækii'æri til þess að gjöra
óvanalegt verk, og nú er sá rétti
tími til þess að strengja þess
heit. — Við fáum tækifæri til
þess að grundvalla friðinn á
drengskap og réttlæti, sem úti-
lokar allar eigingjamar hvatir —
eins hjá þeim sem sigurinn vinna
Alt verður að Ieggja í sölurnar.
Engum misskilningi skal það
undirorpið að vort aðal-takmark
er, að sigra í þessu stríði, og ekk-
ert skal snúa huga vorum frá
því takmarki. Alt sem vér eig-
um, menn, peningar og peninga-
virði, er nú fram lagt, og verður
þangað til takmarkinu er náð.
þeim sem vilja fá frið áður en því
takmarki er náð, ráðlegg eg að
leita annað en til vor með ráð
sín, vér hlustum ekki á þau;
vér lítum svo á, að stríðið sé
unnið þegar þjóðin þýzka til-
kynnir oss í gegnum sína löglega
skipuðu embættismenn, að hún
sé reiðubúin að semja frið á
grundvelli mannúðar og réttlæt-
is og að bæta fyrir rangindi þau.
sem núverandi stjórnendur
þeirra hafa gjört Relgíu, sem
verður að fá skaða sinn bættan,
og líka að sleppa að öllu haldi
því, sem þeir nú hafa á Austur-
ríki, Ungverjalandi, ríkjunum á
Balkanskaganum og yfir Tyrkj-
um í Evrópu og Asíu.
Frjáls verzlun.
Framtakssemi pjóðverja í öll-
um iðnaði og verzlun var oss eigi
á móti skapi. Vér dáðumst frek-
ar að þekking og dugnaði þjóð-
arinnar í þeim greinum, hann
hafði bygt henni upp heimsvíða
verzlun og hún naut hennar í
friði. Vér vorum ásáttir með að
taka þeirri samkepni á öllum
svæðum verzlunarinnar og
standa eða falla eftir því, sem
vér höfðum vit og framtaks-
semi, til þess að verða henm
jafnir eða fremri. En þegar
þjóðin var búin að ná þessu
takmarki í verzlunar heim-
inum, þá fleygir hún því frá sér
og setur í staðinn það, sem
heimurinn leyfir ei lengur —
pólitískt hervald til þess að eyði-
leggja mótstöðumenn sína og
keppinauta, sem henni voru
snjallari.
Hvað þýzkaland vrerður að gjöra.
Friðurinn, þegar vér semjum
hann, verður að bæta úr því sem
ranglega hefir verið gjört. Hann
verður að frelsa Belgisku þjóð-
ina og Belgíu, ásamt norður
Frakklandi undan Prúsneskum
yfirráðum og áþján. Austur-
ríkismenn og land þeirra ásamt
Ungverjalandi, einnig ríkin á
Balkanskaganum og Tyrki bæði
í Evrópu og Asíu.
Til íslenzkra kjósenda!
fslenaingar hér í landi eru svo fjölmennir og þannig settir
að þeir hafa afarmikil áhrif á stjórnmálin. í þremur kjördæmum
ráða þeir kosningum, ef aðrar þjóðir eru nokkurn veginn skiftar;
það er í Mið-Winnipeg, Selkirk ogHumbolt. par að auki hafa þeir
mikil áhrif á kosningar í öðrum kjördæmum, t. d. McDonald
(Argyle), Salt Coats, McKenzie, Lost Mountain, Red Deer.
Af þessum ástæðum er það áríðandi að allir Landar séu vak-
andi og gæti skyldu sinnar. pegar kosningadagurinn er runninn
upp og undirbúningur um garð genginn, má vænta þess að allir
hafi skapað sér sannfæringu og séu ákveðnir í því hvemig þeir
ætli sér að greiða atkvæði.
pað sem á ríður þann dag, er um fram alt annað að menn
sitji ekki heima; að þeir fari á atkvæðastaðinn og láti það ekki
bregðast.
Menn verða oft að naga sig í handarbökin fyrir það að hafa
ekki farið á atkvæðastaðinn, og kosningar hafa ekki ósjaldan farið
illa vegna þess að menn hafa verið hugsunarlausir í þessu tilliti.
Nú er það áríðandi að berjast vel og drengilega. Hér er ekki um
það barist hvort Canada eigi að halda áfram í stríðinu eða ekki;
hitt er atriðið, hvort þjóðinni finnist Borden hafa reynst svo vel,
að honum sé trúandi fyrir stjóm á þessum alvarlegu tímum. Um
það verða greidd atkvæði 17. desember, hvort sá eigi nú að taka
við völdum, sem hér réði málum frá 1896 til 1911, eða hinn, sem
verið ihefir við vöild frá 1911 til þessa dags.
Hver er fortíðarsaga Bordenstjómarinnar? Bordenstjómin
hefir rofið hátíðlega samninga við tugi þúsunda af trúum borgur-
um landsins; samninga sem gerðir voru, undirritaðir, innsiglaðir
og afhentir í nafni krúnunnar og konungsins. Eg á við kosninga-
lögin nýju, sem lýsa því yfir að borgararéttur í Canada sé einskis-
virði ef stjóminni finnist það hagkvæmt að brjóta hann. Borden
stjómin hefir með þessu skapað þá sundrung í þjóðlífi voru. sem
næsta kynslóð gleymir ekki.
Bordenstjómin hefir sent hennenn vora í stríðið með sviknum
byssur og hafa þeir fallið vamarlausir í skotgröfum, samkvæmt
vitnisburði Capt. Roberts og fleiri heimkominna ihermanna. Blóð
þessara dánu hermanna heimtar dóm yfir Bordenstjóminni og
hann á að kveðast upp 17. desember; til þess vonast eg að íslend-
ingar leggi góðan skerf. Bordenstjómin hefir látið það viðgang-
ast að gæðingar hennar drægju sér fé &vo hundruðum miljóna
skifti og ekki hegnt þeim fyrir það, þegar þeir reyndust sannir
að sök. Og þetta fé hefir verið dregið undir sig á þann hátt
rneðal annars að setja okurverð á sviknar vömr, vopn og búning
þeirra manna, sem em að leggja lífið í sölumar fyrir land sitt og
þjóð.
Borden er enn formaður þessarar stjómar; það er sama aft-
urhaldsstjómin, sem áður var; að eins með fáeinum mönnum við-
bættum, sem gengið hafa úr frjálslyndaflokknum og tekið sér sæti
á bekk með Borden á bak við þjóðina og án þess að ráðgast um
það við hana.
Afturhalds filokkurinn í Manitoba lýsti því yfir 1915 að hann
hann væri endurfæddur og ekki lengur gamli afturhalds flokkur-
inn, heldur væri hann nú skipaður nýjum mönnum, ráðvöndum og
frjálslyndum og þeir skýrðu hann upp og kölluðu hann “afturhald-
frjálslynda flokkinn”.
Sama bragðið er tekið nú; flokkurinn er sá sami, en breytt
er um nafn og flokkurinn kallaður “Samsteypu-aftui’halds-frjáls-
lyndi flokkur”.
Er það mögulegt að trúa manni fyrir stjórn landsins, sem
hefir aðra eins sögu sér að baki og Sir Robert Borden ?
Ef nokkum tíma ríður á því að velja ráðvanda menn og sam-
vizkusama til þjóðarforustu þá er það nú.
Vér eruim í frjálsu landi með þjóðstjóm; vér álítum að fólkið
eigi sjálft að ráða málum sínum, en ekki að fáeinir menn taki völd-
in í sínar hendur og neiti þjóðinni uim atkvæði. Borden vill láta
fáa ráða öllu og öllum; Laurier vill láta þjóðina ráða sjálfa; það
sem vel þarf að athuga er þetta: stjómin vill neita þjóðinni unr
atkvæði í því máli, sem hana snertir dýpra en nokkuð annað mál;
máli sem snertir hennar eigið hold og blóð; hennar eigin líf og
dauða. Laurier aftur á móti telur þjóðina vera yfir stjóminni og
álítur að stjómin eigi að framkvæma vilja fólksins. par í liggur
hinn mikli stefnumunur.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Dr. Jón heit. Bjarnason.
Fyrir nokkrum vikum barst
oss í hendur eintak af norska
blaðinu “Normanden”, sem gef-
ið er út í Grand Forks. — Birtist
þar löng ritgerð um Dr. Jón
heit. Bjamason, samin af séra
Hans B. Thorgrimsen. Ritgerð-
in er falleg og fræðandi; er nið-
urlagið á þessa leið:
“pað er áreiðanlegt og víst að
Dr. Jón Bjamason verður lang-
lífur í hugum og hjörtum ís-
lendinga, sem göfug, viljasterk
hetja og sannkristinn maður.
Og þegar skrifuð verður íslenzk
kirkjusaga, mun nafn hans lýsa
einna lengst.
Hann var vinur minn — og
mikið á eg honum að þakka. Og
af djúpi hjarta míns get eg beð-
ið drottinn að ble&sa minningu
hans.”
Oss vantar Islenzka menn og konur
t'il a(5 læra rakara i8n. par eC hundr-
uð af þessa laads rökurum verða að
hætta þeirri vinnu og fara i herinn,
þeir verða herskyldaðir. Nú er bezti
tíminn fyrir þig aö læra góða iðn, og
komast I vel borgaða stöðu. Vér
borgum yður gott kaup á meðan þéi
eruð að læra. og útvegum yður beztu
stöðu eftir að þér eruð búnir, þetta
frá $18.00 tii $25.00 á viku. Eins
getum vér hjálpað yður til að byrja
fyrir sjálfan yður, með mánaðar af-
borgun; aðeins 8 vikur til náms. —
Hundruð Islendinga hafa lært rakara
iðn á skóla vorum og hafa nú gott
kaup, eða hafa sínar eigin rakara
stofur. Sparið járnbrautarfar með
því að ganga á næsta skóla við yðar
bygðarlag. Skrifið eða lcomið eftir
hár kvenna, I skóla vorum að 209
Saskatoon. — Vér kennum llka slm-
ddn -B.ioS ga So ‘U9j-ai§A[j.íajq ‘unjja
ókeypis bók.
Hemphilis Barber College
220 Pacific Ave., Winnipeg.
Pacific Ave., Winnipeg.
útibú I Regina, Moose Jaw, og
Orpheum.
Mr. Allan Brooks, hinn nafnkunni
höfundur aö leiknum “Dollars and
Sense”, kemur fram á Orpheum
leiksviöiö næstu vi'ku, ásamt mörg;um
ágætuni aöstoöarmönnum.
í>á verÖur einnig gleöileiikaflokk-
ur Kellar, Mack og Annie Earl meö
sín'a fágættí kýmisöngva, sem ætla aö
aprengja alla i hlátri. Sömuleiöis
koma fram á v’öllinn heimsfrægustu
skautamenn, sem ekki láta á sér
standa.
Miss Elsa Ruegger, leikur á “cello”
og hefir hún unniö sér nafnfrægÖ
um heim allan.
Þá má ekki gleyma því, aö á
Orpheum syngja þjóösöngva, hinir
óviöjafnanlegu Hauiians.
Þá veröa og sýndar myndir, sem
allir vilja sjá, frá Bretlandi á stríös
og friöartímum.
DominiM.
“Dómarahúsiö” eftir Stuart Black-
ton, veröur aöalmyndin, sem sýnd
verður á Dotninion næstu viku. Er
þar lýst með skörpum dráttum, mann-
legum ástriötwn, ást hugrekki, dreng-
lyndi, heiðri og fórnfýsi. Einnig gefst
mönnum kostur á aö sjá ákaflega til-
komu mikla mynd — útdrátt úr sögu
Gilberts Parkers,' frá gimsteina-ökr-
um Suöur-Afríku. Höfuöpersónan —
konan — i sögunni táknar eina stór-
þjóöina fyrir stríöiö, og örlög henn-
ar í framtíöinni. Þá er loks ein-
kennileg mynd, sem heitir ‘'Who is
Numher One”, og fjallar um dular-
full sjávarfvrirbrigöi.
Walker.
Mikið hefir verið mn dýröir á
Walker að undanförnu, og mikið
hefir fólkið haft gaman af aö heim-
sækja oss. En fátt hefir þo ef til
vill notið meiri vinsælda en leikur-
CANA0A1
FINESn
THEATfiÁ'
ALLA ÞESSA VIKU
Hinn vel þekti “Hawaiian” æfintýra
leikur “The Bird of Paradise”.
Með Hawaiian söngvurum og
spilurum
TIL AÐDRATTAR á JÓLUNUM
Hinn mikli gleðileikur þessarar aldar
“Thc Brat”
Rea Martin og félag hans koma meö
þennan leik
Þér getið trygt yður sæti nú þegar
FAR VEL MEÐ TENNURNAR'
AREIÐANLEGUR TANNLÆKNIR
ltotnar tennur eru mjög slæmar I sjálfu sér, en hitt er enn þá
verra að eyðlleg-ging tannanna orsakar meltingarleysi og maga-
sjúkdóma og þrantir nótt og dag.
Láttu Dr. Jeff-
rey laga á, þér
munninn og gera
hann eins og
hann var upp-
haflega.
Dr. Jeffrey get-
ur g e r t pað
p r a n t a laust.
Verk hans er
ódýrt, áreiðan-
legt og að öllu
leyti ábyrgst.
peir sjúklingar sem heima eiga utan bæjar fá fljóta og tafar-
lausa afgréiðslu, þeim er og boðið að nota starfsstofu vora til þess
að geyma töskur og mæta vinum.
Dr. C. C. JEFFREY,
Talsími; Garry 3030
Ilorni l.ogan og Main
Tnngangur á Logan.
Opið að kveldinu
□
inn “The Bird of Paradise”. Er þar
lýst meö óvanalega skýrum dráttum,
ást og- fórnfýsi kvenlegrar sálar.
Jólavikuna veröur Walker eins og
vant er, ódýrasti og bezti skemtistað-
urinn. Gefst mönnum þá kostur á
aö sjá “The Brat”, fágætan leik eft-
ir Maude Fulton, sem vakið hefir af-
armikla athygli í Bandaríkjunum og
v'íðar. Aðalhlutverkið leikur Mies
Rea Martin, og er nafn hennar nægi-
leg trygging fyrir góðri skemtun.
Fyrir Morgunverð
Vandlœtísmanns
Flesir inenn eru vandlátir meö kaffi. Þeir
ferðast meðal margra gististaða og drekka
kaffi búiö til af mismunandi matreiöslu-
mönnum.
En svo er fyrir að þakka aö Red Rose
kaffi er þannig gert að þaö .getur fyllilega
mætt vandlátum neytendum, er viulið ekki
malað.
Sumir menn sem vér vitum aö finna aö öllu
hafa látiö í ljósi gæöi þess og aö þaö sé eins
gott ef ekki betra en kaffi sem þeir hafi
nokkru sinni bragðað.
Ef þú ert einn af þeirn vandlátu láttu
konuna búa til bolla úr Red Rose og láttu okk-
ar vita.
i
Ver'ð sama orj var fyrir þrcm árnm.
674
Red Rose
Coffee
Húðir, UU
og
• •
LODSKINN
Ef þú óskar eftir fljótri afgreiSalu og haesta veiði fyrir ull og loiskii n.rkiiíið
Frank Massin, Brandon, Man.
SkrifiÖ eftir verði og áritanaspjöldurr.
» IðllEIX
á æfi þinni, að þú ihunt leita þér að öruggu hæli
en ekki finna. J?ú mun, mitt í straumi og stórsjó
lífsins, litast um eftir einhverjum bletti á jörð-
inni, þar sem sorg og gremja niðurbrýtur ekki
gleði þína; og svo má fara að þú hugsir að ekki
sé unt að finna frið og ró, fyr en í gröfinni. En
þá skaltu spyrja sjálfan þig: “Hvar er eyjan góða,
bezta landið í heiminum?” pú sérð hana nú að
vísu ekki uppdregna á neinu íandabréfi, og kemst
ekki út í hana á neinu skipi, en eigi að síður er
vegurinn þangað beinn og sléttur og auðfarinn.
Jafnvel þó að þó sért sjúkur, getur þú hæglega
komist út þangað, og færð þá aftur náð heilsu
þinni og glaðværð, því að loftið þar er svo heil-
næmt og vatnið í uppsprettunum svo styrkjandi.
Og jafnvel þó þú sért fátækur, þá hamlar það þér
ekki heldur frá að komast út í eyjuna, og þar get-
ur þú eignast óvenjuleg auðæfi í gulli og gimstein-
um. pví í þínu brjósti liggur þín eyja, í djúpi
þinna eigin hugsana. — Hjarta þitit og auðmýkt
heitir meykonungurinn, en dætur hennar Elska og
Von. Hugrekki heitir hersöhfðinginn, sem hver-
vetna varnar og ávalt sigrar sorg og mæðu, sem
eru fomir óvinir eyjarinnar.
Hingað skalt þú aftur koma, því þú áttir þar
heima á sæludögum æsku þinnar, og þú skalt m^ð
trygð og hollustu gerast að nýjum þegni drotn-
ingarinnar á eyjunni. pá munu dætur hennar
veita þér allar þær unaðssemdir, sem gerðu þig
sælan meðan þú varst ungur, en sem síðar hafa
hvarflað fyrir sálarsjón þína eins og í draumi.
Og hershöfðinginn mun með ósigrandi afli hrinda
frá þér öllu heimsböli sem sækja kann að þér.
----------------------
VERIÐ SÓLARGEISLAR Á HEIMILINU.
það er ekki æfinlega hlýtt og bjart veðrið úti.
Nú í skammdeginu er oft snjókoma og dimmviðri,
og við þurfum því að hafa eitthvað það inni í
húsunum, sem ber birtu, svo þar sé ánægjulegt og
notalegt að vera.
“Mildríður litla er reglulegur sólargeisli í
húsinu”, sagði góð gömul kona, einu sinni, þegar
hún mintist á litlu sonai’dóttur sína, og orð henn-
ar báru það með sér, að hvað það hús snerti, gerði
ekkert til hvort úti var sólskin eða ekki, þar inni
var jafnan bjart.
Ef að sólargeislarnir gætu talað. þá held eg
að þeir mundu segja okkur, að ekki hafi þeir eins
mikið yndi af nokkru og því, að skína á dimmum
stöðum og reka skuggana burtu.
Um það er eg líka sannfærður, að hver sá
drengur og stúlka, sem reynir að vera sólargeisli,
finnur að það er farsælasta lifið.
Ætlunarverk sólargeislanna er að skína. Og
það er líka ætlunaiverk hvers drengs og stúlku,
að bera birtu fyrir Jesú allan daginn.
Við gerum þetta fyrir Jesú þegar við elskum
hiann og reynum að breyta eftir honum. Stundum
veitist manni, ef til vill, örðugt að vera bjartur
og brosandi, en við skulum aldrei láta hugfallast.
Ef vér treystum Jesú, þá hjálpar hann okkur
alla tíð.
Reynum öll að vera sólargeislar á heimilunum
okkar. Einn lítill sólargeisli getur borið býsna
mikla birtu inn í dimt herbergi. pannig getur
jafnvel einn lítill drengur eða lítil tsúlka skapað
býsna mikla birtu á heimilinu.
Sólargeislamir koma og fara, en ef við för-
um nú að vera sólargeislar Jesú KHsts þá getum
við haldið áfram að bera hans birtu alla æfi, og
ljós okkar verður bjartara og bjartara, þangað til
við komumst seinast að guðs björtu borg á himn-
um, þar sem ekki þarf lengur að halda á sólunni
eða tunglinu eða stjörnunum, því Jesús sjálfur er
Ijós borgarinnar. pá skulum við líka fá að skilja
þetta fallega vers: “Gata réttlætisins er sem skín-
andi ljós sólarinnar, þess birta eykst alt til há-
degis”. —Kennarinn...
Sólskinssjóður.
Mortloch, Sask. 7. des. 1917.
Kæri ritstjóri Lögbergs.
Hér með legg eg 5 dali, sem er gjöf í Sól-
skinssjóðinn. $2 frá Miss Lauru Egilson og $3
frá Mrs. M. Egilson. J?ér gerið svo vel og leggið
þetta við sjóðinn. Með virðingu.
Mrs. M. Egilson.
Ingibjörg S. Bjarnason (á afmælisdegi hennarý,
309 Sinicoe St., Winnipeg'..................$ .25
Halldór J. Hofteig, Minnesota....................1.00
Frá Fairford P. O., Man.:
Margrét Freeman.................................$ .25
Sigrún Freeman....................................25
Skúli Freeman.....................................25
Halldór Freeman....................................25
María Freeman .. ............................... ,25
Afhent af Miss Theodoru Jónasson, Stonv Hill:
Jón Snorri Johnson..............................$ .50
Kristján Theodor Jónsson..........................50
Alls.........................$ 3.50
Áöur auglýst................. 821.85
Nú alls........................$825.35
Lítil Jólasaga.
pessi saga er búin að geymast í huga mínum,
líklega nokkumvegin orðrétt í mörg ár, og eflaust
mikið vegna þess að eg hefi nokkrum sinnum sagt
hana ýmsum ungum vinum mínum, bæði stúlkum
og drengjum. Peningamyntinni breytti eg í doll-
ara og cents, en eg man ekki hvar sagan gerist,
né hvað mörg ár em síðan eg hefi lesið hana.
Sagan gerist á porláksmessu. En þorláks-
messa heitir ávalt dagurinn næst á undan aðfanga-
deginum fyrir jól. Ef þá jámbrautarlest rennur
með okkur inn í stórborg eina og við komum þar
inn í fallegt, og heldur ríkmannlegt hús, sjáum við
þrjú bömin húsbóndans þar inni í stofunni. Tvær
stúlkur sitjandi við borð, og em þær að sauma
eitthvað. J7að em líklega jólagjafir, því þær hafa
borskúffuna eða draghólfið, sem við köllum á ís-
lenzku, opið til þess að smokka því niður í, sem
þær eru að sauma svo það ekki sjáist, ef einhver
kynni að koma inn. Eldri stúlkan heitir Elín og
er 14 ára, en sú yngri heitir Rósa og er 12 ára
gömul. Við endan á borðinu situr bróðir Jieirra,
sem Albert heitir 9 ára gamall. Hann er að leika
sér að bamagullum, sem hann er auðsjáanlega
orðin leiður á, þvi hann fleyir þeim sitt í hvora
áttina og segir: “Gaman, gaman! Á morgun
koma jólin, þá fáum við ný gull”.
“Já þá fáum við ný gull”, sagði Rósa litla um
leið og hún leit upp frá vinnu sinni, “og það falleg-
asta verður frá mömmu, hún er einatt svo góð”.
Svo fóru bömin að tala saman um hitt og
Jietta, hvað gaman yrði á jólunum, og hvað fallegt
þau mundu fá þá í jólagjöf, á afmæli Jesú Krists.
En rétt í því var hurðinni lokið upp og inn í stoí-
una kom móðir þeirra með sendibréf í hendinrii,
og segir:
“Jæja böm! Héma kemur bréf frá ömmu
ykkar, og þetta sendir hún ykkur; það eru 30 doB-
arar og eigið þið að eiga sína 10 dollarana hvert
ykkar. Amma ykkar treystir sér ekki að fara í
búðimar sjálf. Og nú megið þið fara strax, og
farið þið að búa ykkur og búið þið ykkur nú vel,
því það er kalt. J7ið megið kaupa hvað sem þið
viljið, en munið nú eftir að kaupa ekki neitt, sem
ömmu ykkar getur mislíkað”.
Nú var ekki lengi setið um kyrt. Börnin fóru
strax að búa sig út, og þess á milli töluðu þau um
hvað þau skyldu kaupa. Svona mikla peninga
höfðu þau aldrei átt, þvi lik dæmalaus ósköp! Og
Og mega nú sjálf kaupa og kaupa sér hvað sem
þau vildu! En það sem þeim þótti nú einna lakast
var það að þau máttu ekki fara ein, heldur átti
kenslukonan að fara með þeim. J7að var nú dá-
lítil töf að henni, þvi hún þurfti að koma við eii>-
hverstaðar í hús á leiðinni, og svo gekk hún ekki
eins hart og þau mundu ganga. En loksins var nt>
farið af stað, en þá voru fæturair orðnir svo léttir
að þeir vildu helzt ekki koma við jörðina til að
nota hennar aðstoð.
í húsinu, sem að kenslukonan þurfti að koma
við í bjó fátæk ekkja, sem að lifði af þvi að sauma
klæðnað handa fólki. Kennslukonan barði að dyr-
um og út kom stúlka sem Ásta hét, hún var dóttir
ekkjunnar, og á aldur við Elínu (14 ára).
“Viltu spyrja mömmu þína hvort hún sé búin
með kjólinn”.
Ásta litla fór inn, en kom brátt aftur og sagW