Lögberg - 13.12.1917, Page 6
il
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER 1917
PURITO FLOUR
n More Bread and Better Bread
'j 146____________________________________________
Frá Islandi.
28. sept. andaöist frú Sigríöur Blön-
dai kona Jóns læknis Blöndals í Staf-
noitsey, liöiega fertug aö aldri, fædd
7. nóv. 187f», dóttir Björns sál. Lúö-
víkssonar Biöndals sundkennara og
Guðrúnar Sigfúsdóttur, seni enn lifir
en systir Sigfúsar Blöndals bókavarö-
ar. Lau Jón læknir eiga 5 syni á lífi,
en eina dóttur Iiafa þau mist. Var
frú Sigríður gáfuð og góö kona. en
heilsuiasin hin síðari ár.
Þeir Ámi F.iríksson kaupm. og
Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri
hafa sagt sig úr Verölagsnefndinni,
en i hana bafa veriö skipaðir í þeirra
síaö Vigfús Guðmundsson frá Engey
og Ben. Sveinsson alþm.
Von kvað vera á skipi frá Dan-
niörku í haust með kartöflur o. f 1.,
sem landstjórnin hefir pantað. ‘ Hér
|>ykja kartöflur óþarflega dýrar nú,
og kemur þaö af þvi, að tveir rríenn
hér í bænuin höfðu kevpt a'llar kart-
öfiur Akurnesinga á 32 kr. tunnuna,
en vselja síðan hér á 45 kr., og meira
i smásölu.
Háskólinn á að starfa i vetur að
niildu leyti eins og áöur. Þó lte'fir
prófessor B. M. Olsen fengiö lausn
fá kenslu fyrri hluta skólaársins
v'egna laskika, og Jón Jónsson dócent
hefir fengiö styrk hjá atþingi til
dvaiar í Khöfn. í Mentaskólanum
byrjaði kensla í 4. og G. bekk 1. okt.,
en í gagnfræðadeildinni byrjaði hún
um miðjan október, í 5. bekk ekki
fyr en síðari hluta vetrar. Verzlun-
arskólinn, Iðnskólinn, Kvennaskólinn
og ■ Stýrimatinaskólinn munu starfa
likt og áður. en i Vélstjóraskólanum
tnun að eins veröa ketisla i efri deild-
inni. Kennaraskólinn starfar alls ekki.
Dýrtíðarnefnd, til aðstoðar land-
stjórninni við framkvæmd laganna
utn almenna dýrtiðarhjálp, er nú skip-
uð og í Itenni: Halldór Daníelsson
yfirdómari, Hannes Hafliðason forrn.
Fiskifél., Eggert Briem frá Viðey,
form Bsinaöarfél.. Geir Zoega lands-
verkfræöingur og Jör. Brynjólfsson
alþm. H. D. er form. nefndarinnar.
Uni sýslumannsembcettið í Sttöur-
Múlasýslu sækja: yfirdómslögmenn-
imir Páll Jónsson, Guðm. Hannesson
Og Bogi Brynjólfsson, sýslumennirn-
ir Sigttrj. Markússon bg Bjarni Þ.
fohnson, Sig. Lýðsson aðstm. í stjórn-
arráðinu og Magnús Gíslason cand.
iur. ^
Um 200 tonn kvað hafa verið tek-
in úr Stálfjallsnámunni í sumar, en
\mikið verk hefir farið þar í ýmiskon-
ar undirbúning. Auk yfirmanna
vinna í námunni 22 verkajmenn, 18
íslenzkir og 4 Svíar.
ísafjarðarprestakalli þjónar fram
til næstu fardaga fyrir séra Magnús
Jónsson dócent og á hans ábyrgð
Sigurgeir Sigurðsson cand. theol.
Umsóknarfrestur um prestakallið er
fram í nóvember og líklegt að kosning
geti farið fram fyrir jól, en það veit-
ist frá næstu fardögum.
Útbú frá I,andsbankanttm verður
sett á stofn á Austfjötðum í haust,
og verður Arni Jóhannsson banka-
ritari forstjóri þess. Það mun nú vera
ákveðið að útbúið verði á Eskifirði.
Fiskiveiðafélagið “Alliance” hefir
gefið stúlkum þeim, sem hjá því unnu
í sumar fyrir norðan, 30 kr. uppbót
hverri á suntarkaupinu.
Lögr. hefir heyrt að verð þeirra
10 botnvörpuskipa, sem seld eru, sé
nál. i]/2 niilj kr. % hluta af því fé
fær landstjórnin að láni, en um 130
kvað eiga að fara ti'I þarfa Rvíkur-
bæjar, eftir ráðstöfun landsstjórnar
og bæjarstjórnar. Seljcndurnir eru
skuldbundnir til að verja andvirðinu
til botnvörpungakaupa undir eins og
útlit breytist um útgerðina og skip
eru fáanleg. — Nú eru í smiðum er-
lendis, að sögn, 6 botnvörpungar ís-
lenzkir, eða samið um smíði á þeim.
Santþ. er nú af Khafnarháskóla, að
ísl. stúdentar, sem þangað ætluðu,
megi taika undirbúningspróf í heim-
speki við háskólann hér.
Hr. Gí'sli Guðmttndsson, forstöðu-
ntaður fnarannsóknarstofunnar hér,
rannsakaði í sttmar kolanámurnar á
Austfjörðum fyrir landstjórnina, og
hefir í Mrg.bl. skýrt frá ferð sinni á
þessa leið: “Skálanesbjarg er að
sunnanverðu við Seyðisfjarðarmvnni.
Aðstaðan er þar ill frá sjó nema í lá-
deyðu og aðstaða á landi vond —
einstigi. Kolalagið er neðarlega í
bjarginu og hengiflug fyrir ofan.
Fyrst í stað er það liðlega 20 cm. á
þykt og útflötur þess 3,5 metrar á
lengd. Þegar sprengt hafði verið inn
ttm rúmlega 4 metra, hvarf þetta lag
alveg. En nokkru innar komu 3 lög
önnur, mjög þunn. Þyiknuðu þau á
fyrstu metrunum, en þegar innar dró
þyntust þau aftur og tvö þeirra httrfu
alveg. Lagýð sem efttr v'ar var urn
12 cm. þykt og rúmlega 1 metri á
lengd. Hér og hvar t stálinu voru
ko'aeitlar, sem víðast hurfu þegar far-
ið var að grafa inn. Granit minkaði
þegar inn í bjargið kom og kolin urðu
óblandin og lita út eins ogbeztu stein-
kol. Þegar við skildttm þar við, ætl-
aði Stefán Th. Jónsson konsúll á
Seyðisfirði að láta sprengja iengra
inn og var skilið þar nokkuð eftir af
sprengiefni til þess.
Þaðan fór eg inn í Hánefstaðadal.
sem er innar í Seyðisf., til þess að
skoða brúnkolalög þar í dalnum. Lög-
in eru næfur þunn og lítið útlit fyrir
að mikið sé þar af kolum. Þaðan
hélt eg til Norðfjaröar og skoðaði
kolin í Norðíjaröarhorni, sem er utan-
vert við Barðsnes. Kolalögin þar eru
í þursabergi og þess vegna ilt að
sprengja göng til þess að vinna þau.
Aöallagið þar er 17 cm. þykt og út-
flötur þess er iy metri á lengd. Hér
og hvar eru kolaeitlar í bjarginu, lí'kt
og í Skálanesbjargi hjá Seyðisfiröi.
Kolin eru kolsvört og gljáandi og ó-
víða sáust trévíindi í þeim. Aðstaðan
frá sjó og landi mjög aðgengileg og
væri vert að athuga þetta kolakensli
nánar.
Nú hélt eg til Eskifjarðar, og
skoöaöi brúnkolanámu, sem er innar-
lega í Hólmatindi, uppundan Eski-
fjarðarseli. Kolin eru uppi í hátindi,
gljúfur fyrir ofan og skriöa fyrir
neöan. Þar er mjög ilt aðstöðu og ó-
hugsandi aö vinna námuna nema
bergið væi rutt og sprengd göng
inn undir. Kolin eru aö útliti mjög
svipuð Tjörneskolunum. Þaðan fór
eg til Reyöarfjaröar og skoöaði
brúnkolanámu, sem er t miðjutn
Reyöarfiröi sunnanverðum, í svoköll-
uöum Jökulbotnum. Kolalögin eru
þar báðurn megin í gili nokkru og voru
fyrst um 20 taisins. Nú hefir veriö
grafið inn um 9 metra. Lögin hafa
runnið saman og nú eru þau að eins
12. Efsta lagið er þykkast og er
þaö 34 cm. Þyktin frá efsta lagi til
neösta lags er um 2—2y metri, og
líkttr eru til þess að lögin rcnni sam-
an í eitt. Náma þessi er uppi í fjalli
um mí'Itt vegar frá sjó. Niöurttndan
er ágæt höfn og bryggja. Var þar
áðtir sildarstöð, en hefir nú lagst nið-
ur. Jón Arnesen, ikonsúll Svía á
Eskifirði ltefir fengið námttna til um-
ráða. Hefir hann látið vinna þar dá-
I’rtið seinni hluta sumars, mestmegnis
að þvt að ryðja frá námumynninu.
og leggja veg þaðan fram á hjalla,
þar sem kolunuin verður safnað sam-
an þangað til snjóar koma og hægt
verður að renna kolunum á sleðum
niður að höfninni. Nú er verið að
reisa þar hús handa 25—30 manns,
sem eiga að vinna í námunni í allan
vetur, ef nægilegt sprengiefni fæst.—
Efnarannsóknarstofan hefir rannsak-
að þessi kol. Eru þau fult eins góð
og Tjörneskolin og talsvert dekkri á
litinn. Þau flísa sig fremty vel frá
leirlögunum og þess vegna er auð-
velt að vinna þau. Ef nokkuð væri
unnið þarna að ráði, ættu næstu firðir
að vera birgir að kolum”. A
Fram til 6. okt. voru kuldar, en þá
gekk í austanveður og hlýnaði. í
síöastl. viku var ofsaveður á Norður-
landi. Á Ólafsfirði rak upp 4 vél-
báta og 2 í Dalvík. Tvö skip slitnuðu
upp á Siglufirði og rak upp t Leiru.
Bryggjur skemdust þar einnig. Víða
snjóaði norðan lands. — Nú í dag
(9. okt.) er aftur gott veður, stilt og
bjart.
5. okt. lagði vélbáturinn “Rán” frá
Vestmannaeyjum heitnleiðis frá
Stok'kseyri og hafði tekið þar far-
þega, mest kvennfólk, svo að á bátn-
utn voru alls milli 10 og 20 manns.
'BIRKS DEMANTAR
ABYRGSTIR
Hvaða tíma sem er, innan eins árs frá því
keypt hefir verið, fæst andvirði demants eða de-
manta skilað til baka, að undanskildum 10%.
Hvaða tíma sem er, fæst í skilum fyrir
Birks demanta stærri demant, án >ess nokkur
afsláttur sé tekinn af þeim sem skilað er.
Abyrgð fyrir hverjnm Birks de-
manti, frá þeiin minsta og óilýrasta
til hins stærsta.
BjTj'ar 15 þessa mánaðar.
Biiðin opin á kveldin til jóla.
Henry Birks & Son, Ltd.
JEWELLERS, WINNIPEG
PORTE og MARKLE,
ráðsmenn.
Á leiðinni skall á ofsaveður á austan.
Sáu Eyjarmenn til bátsins um miðjau
dag og sendit tvo báta út á móti hon-
um, en þeir fundu hann ekki og
komust ekki til hafnar fyr en á sunnu-
dag. Var svo botnvörpuskipið “Rán”
fengið til að leita bátsins, og fór út
héðan á sunnud. kvöld, en kom á
mánudaginn kl. 5 með hann hingað
inn á höfn og fólkið sem á honum var
alt óskemt. Hafði báturinn hleypt
undan veðrinu og komist vesttir fyrir
Rieykjanes, en þá var olían þrotin.
Þó komst hann inn undir Hafnar-
bjarg. og lá þar síðan, þangað til
“Rán” hitti hann þar, fullum tv’eim
sólahringum eftir að hann lagði út
frá Stokkseyri, og hafði bátsfólkið
ekki fengið mat allan þann tíma.
Heilsuhælisfélagsdeld Reykjavikur
hélt aðalfund 28. sept. Árið 1910
höfðtt tekjur orðið kr. 2231,82 en gjöld
kr. 250,85. Af árstekjunum fer )4
félagssjóð. Á síðastl. ári hafði verið
úthlutað stvrk til tveggja sjúklinga
frá deildinni, fékk annar 654 kr., e í
hinn 500 kr.
Hámarksverð hefir nú verið sett
á kartöflur 35 au. á lcílóið i smásölu
og 30 au. ef kejrpt ertt í einu 50 kiló
eða meira.
3. ökt. giítust hér i bænum Asgeir
Ásgeirsison cand. theol. og frk. Dóra
dóttir Þórhalls sáh biskups Bjarnar-
sonar í Laufási.
Niðurjöfnunarnefndin hefir lagt á
landssjóðsverzlunina 20 þús. kr. út-
svar við auka niðurjöfnun í haust.
5. okt. síðastl. vigði Jón bisktipj
Helgason Sigurgeir Sigurðsson guð-1
fr. cand., er nú tekur við þjónustti!
ísafjarðarprestakalls.
Dr. Björn Bjarnarson hefir fengið
lausn frá kennaraembætti við Kenn-
araskólann, en dr. ÓI. Dan. Daníels
son hefir verið skipaður þar 1. kenn-
ari og Sig. Gttðmundsson magister 2.
kennari.
Háskólinn var settur 8. okt. 22 nýir
stúdentar innskrifuðust. 8 fóru til
Khafnarháskóla með “Fálkanum”
síðast og ætla flestir þeirra að nema
verkfræði.
Samsæti hélt Courmont, franski
ræðismaðurinn, Stephani G. Stephár.s-
syni skáldi síðastl. laugardag.
Stjórnarráðið hefir birt i Lögb.bl.
frá 4. okt. svo hljóðandi reglugjörð
um sölu og útflutning saltkjöts: 1. gr.
Landstjórnin skipar kjötsölunefnd til
að annast um alla sölu saltkjöts til út-
landa, svo og innanlauds söht eftir því
sem reglugjörð þessi mælir fyrir.
Skal nefnd þessi hafa skrifstofti í
Reykjavík, sem allir þeir hafa aðgang
að, er nefndin hefir samband og við-
skifti við samkv'æmt stöðu sinni. —
2. gr.: Bannað er að selja saltkjöt
til útlanda á annan hátt en með milli-
göngu kjötsölunefndar. Skulu allir
kaupmenn og kaupfélög, er vilja selja
saltkjöt, svo fljótt sem auðið er, og
eigi siðar en 31. okt hafa tilkynt kjöt-
sölunefndinni hve mikið kjöt óskast
selt og tilgreina nákvæmlega kjöt-
flokka og tegundir. Þau sölutilboð,
sem kttnna að berast nefndinni eftir
þann tíma, verða eigi tekin til greina
— 3. gr.: Kjötsölunefndin semur við
kaupendur um útflutningsstaði og
gerir fyrirskipanir um kjötflutninga
með ströndum fram, sem nauðsynleg-
ir eru. Seljendur I»era sjálfir kostn-
\T ✓ • •• 1 • timbur, fialviður af öllum
Nyjar vorubirgðir tcgundum, geirettur og als-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co,
Limited
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
ADANAC GRAIN COMPANY, j
LIMITED
HVEITIKAUPMENN
Tals. Main 3981
1203 Union Trust.Building;
WINNIPEG
208 Drinkle Block,
Saskatoon, Sask.
27. september 1917.
Bóndi góður!
Ekki nema á þeim komtegundum, hveiti, höfrum og
flaxi, sem ekki ná fyrstu flokkun, er hægt að mæta verð-
samkepni. ]7að eina sem getur verið að ræða um er tegunda-
mismunurinn.
Adanac Grain Co., Ltd. hefir tekið upp þá aðferð í skoð-
un á hveiti, sem algerlega fyrirbyggir rangindi. Vér höfum
óháðan umsjónarmann, sem í mörg ár var aðal aðstoðar um-
sjónarmaður sambandsstjómarinnar. Hann lítur eftir öll-
um vagnhlössum sem oss era send og hans ummæli fylgja
því sem seljandi hefir fengið.
í sambandi við þær korntegundir sem samkepni er hægt
að koma að, er vort félag betur sett til að gefa góðan árang-
ur. Aðal ráðsmaður vor hefir haft þrjátíu ára reynslu í
þeirri grein — bæði hvað innkaup snertir úti um landið oy
eins á útflutningi til annara landa. Hans reynsla er peninga
virði í þinn vasa.
Sendið vagnhlass til reynslu og mun það tryggja fram-
hald verzlunar—því góður árangur eykur viðskifti.
Yðar þénustubúnir
ADANAC GRAIN COMPANY LIMITED
að við kjötflutning'a með ströndum
fram frá þeim höfnum, sem kaupend-
ur fást ekkt til að kaupa það á. — 4.
gr.: Ef bæja og sveitastjórnir óska
að fá keypt saltkjöt, geta þær snúið
sér til kjötnefndar nteð pantanir fyrir
31. okt. Skal hún afgreiða þær pant-
anir, þegar nægilegt kjötmagn er
íengið umfram það, er þarfnast ti!
að fullnægja væntanlegum sölusantn-
ingum við Norðurlönd. Það kjöt
sent nefndin kann að hafa óráðstafað,
selst Bretum. — 5. gr.: Að lokinni
söltt kjötsins skal nefndin gera jafn-
aðarverðreiknng yfir alt kjötið, þó
með hæfilegum verðtnun eftir flokk-
um og gæðum vörunnar. Skal senda
hverjunt seljanda sölureikning, svo
fljótt sem unt er, og æreiða honunt
reikningsupphæðina. — 6. gr.: Brot
á móti reglugerð þessari varða sekt-
um alt að 10,000 krónum og fer um
mál út af þeim sem um almenn lög-
r.cglumál. — 7. gr. í Reglugjerð þessi
öðlast þegar gildi.
1 kjötsölunefndina, sem hér er um
talað, hafa verið skipaðir þeir Hall-
grímttr Kristinsson framikvæmdastj.,
eftir till. samvinnufélaganna, og Ól-
afur Benjaminsson kaupm., eftir till.
Kupmannaráðsins. Hefir landsstjórn-
in fengið útflutningsleyfi hjá Bretuni
TAROLEMA lœknar ECZEMA
Gylliniæð, geitur, útbrot, hring-
orm. kláða ög aðra húðsjúkdóma
Læknar hösuðskóf og varnar hár-
fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum.
GLARK CHEMICAL CO.,
309 Somerset Block, Wlnnipeg
á 15 þús. tunnum af saltkjöti til Nor-
egs, og búast menn v'ið að fá þar
töluvert hærra verð, en ensku samn-
ingarnir ákveða. En með þeirri að-
ferð, sem hér er valin, á að sjá fyrir
því að framleiðendur fái allir jafn
mikið fyrir kjöt sitt, hvar sem það
verður selt, og svo á að setja ákveðið
verð á það kjöt, sem selt er til neytslu
innan lands, hið sama um alt land.
Miðast það verð bæði við enska og
norska verðið, þannig, að farinn verð-
ur millivegur þar á milli. En norska
verðið er óvíst; og ekki samið, eða
að minsta kosti ekki fullsamið enn um
sölu á því kjöti, sem ráðgert er að til
Noregs fari. Mun útflutningur kjöts-
ins verða bundinn við 3 hafnir:
Reykjavlk, A'kureyri og Seyðisfjörð
Lögrétta.—
*
I6LIKIN
S ö Ii S K I N
a
að mam/ma sín væri ekki búin, en hún ætlaði að
aenda kjólinn á morgun (aðfangadaginn), en gat
þess um leið að mamma sín væri ósköp lasin núna
í kuldunum og væri í rúminu í dag.
pegar kennslukonan heyrði að móðir Ástu
væri veik, fór hún inn til hennar, en skildi bömin
eftir úti; og töluðu þau á víð og dreif um hvað
gaman yrði á jólunum. Og sagði Rósa litla að Páll
bróðir sinn ætlaði að koma heim úr skólanum í frí-
inu. “Og ætlar ekki Friðrik bróðir þinn að koma
heim til ykkar á jólunum?” spurði hún Ástu.
“Nei, hann kemur ekki heim”, sagði Ásta með
raunasvip.
“Hvað er þetta?” sagði Rósa. “pá kalla eg
Friðrik ekki eins góðan dreng eins og Pál bróður
okkar, sem ætlar endilega að koma heim á jólur.-
um .
“pað er ekki af ræktarleysi”, sagði Ásta,
“heldur af því að hann á enga peninga til að borga
fyrir sig á lestinni, því þar sem hann vinnur fær
hanr, ekkert kaup, bara fæði; en fargjaldið heim
eru 8 dollarar”.
Við að heyra þetta hnykti Rósu litlu mjög, og
fór hún að hugsa um það með sjálfri sér, að ekki
væri nú rétt gert af sér, né systkinum sínum að
eyða öllum þessum peningum í kaupstaðnum, þeg-
ar þau væm nógu rík til þess að geta hjálpað
Friðrik litla til að komast heim til mömmu sinnar,
og fór hún að minnast á það við systkini sín, en
þau vom að mögla um það sín á milli hvað kenslu-
konan væri lengi inni, svo þau kæmust aldrei af
stað. Én loksins kom hún út, og þá var nú tekið
til fótanna og haldið beina leið þar til í sölubúða-
strætið kom. — Og strax í fyrstu búðinni eyddi
Albert litli öllum peningunum sínum. Elínu ent-
ust hennar dálítið betur. En Rósa litla keypti
ekki neitt nema fyrir fáein cent eitthvað ódýrt
glíngur.
“Hvað ósköp kaupir þú lítið Rósa mín”, sagði
kenslukonan, “kanske eg eigi að koma með þér í
bókabúð, ef þú vildir kaupa eitthvað þar?”
“Nei, nei”, stamaði Rósa litla út úr sér, um
leið og hún var að pukrast með að bögla 8 dollurum
innan í bréf, sem hún að því búnu stakk 1 vasa
sinn.
Á leiðinni heim komu bömin við hjá ekkjunni
því hún hafði lofað kenslukonunni að hafa þá kjól-
inn til, sem hún var að sauma handa henni. pú
oætti Rósa litla lagi, náði í Ástu, kallaði á hana
út fyrir húshliðina, og fékk henni þar 8 dollarana.
sem þurfti til að koma Friðrik bróðir hennar heim
fyrir jólin og sagði:
“Héma Ás£a mín eru peningar, sem þú átt að
eiga til þess að senda Friðrik bróður þínum, svo
hann geti komið heim, og þú og mamma hans haft
góð og gleðileg jól. Mamima hlakkar ósköp mikið
til þegar Páll bróðir minn kemur heim núna um
jólin”.
“Nei, góða Rósa! Eg vil ómögulega þiggja
þessa gjöf af þér. En máske mamma geti borgað
þér þessa peninga seinna”, sagði Ásta með tárin í
augunum.
“Nei, Ásta”, sagði Rósa og stappaði niður
fætinum, “eg vil ekki heyra nefnda neina borgun,
eg á peningana sjálf, amma gaf mér þá, og eg má
gera við þá hvað sem eg vil, og nú vil eg gefa
þér þá”.
“Jæja, Rósa mín”, sagði Ásta og lagði hend-
umar um hálsinn á Rósu og brennheitir tára-
straumar runnu í frostgrimdinni niður um háls-
ana á þeim báðum.
Áleiðinni heim var Rósa dálítið áhyggjufull
yfir því, hvort hún hefði nú gert rétt, að verja
svona peningunum, því þegar heim kæmi hlyti það
einhvemtíma að komast upp, en þá var um að gera
hvemig ömmu líkaði það.
þorláksmessan var liðin, aðfangadagurinn
kominn að kveldi, og hin mikla dýrð, jólanóttin
sjálf, í nánd. í hinu fallega húsi þar sem bömin
áttu heima var alt undirbúið jólagleðina, gólfin
öll sópuð og þvegin, allavega litir drenglar og bönd
vom hengd hingað og þangað um þilin og loftin
og jólatréð stóð á miðju gólfi með alla Ijósadýrð-
ina og fallegu hlutina, sem ómögulegt var að gizka
á hvers eign mundi verða innan lítils tíma. Elín
og Rósa stóðu prúðbúnar í fallegu kjólunum sínum
og Albert litli var allur saman uppstrokinn, svona
óttalega fínn.
Klukkan var orðin liðlega sjö. Faðir bam-
anna var ekki heima, hann hafði farið á jámbraut-
arstöðina til að mæta Páli syni sínum, sem var að
koma heim af skólanum. Brautarlestin átti að
koma kl. 7; en ekkert heyrðist úti, enginn kom.
Allir biðu með óþreyju og enginn kom enn.
“Hvemig stendur á þessu”, sagði móðir bam-
anna. “Ekki koma þeir enn”. Rétt í þessu heyrð-
ist marra úti í snjónum, og inn kom faðir þeirra
kaldur og fölur í andliti og Páll á eftir.
“Sæl verið þið böm”, sagði faðir þeirra, og
sæl verið þið öll”.
“Páll. Páll, kondu blessaður og sæll, Páll!
pví varstu svona óttalega lengi”, kölluðu öll bömin
svo að segja í einu.
Páll var eins og stirður af að sitja svona lengi
í lestinni og óvanalega fálátur þegar hann heilsaði
systkinum sínum'.
“Já, það var nú guðsmildi að ekki varð meira
slys”, sagði faðir Páls. “Rétt í því að lestin rann
inn á brautarstöðina, stökk Páll litli út úr einum
vagninum, til að stytta sér leið og geta sem fyrst
heilsa mér, en hann datt og lá þvers yfir braut-
arteinana, þegar önnur lest kom með hraðri ferð
eftir brautinni og hefði eflaust farið yfir Pál, hefði
ekki drengur, sem kom með sömu brautarlestinni
sýnt það snarræði að stökkva út og kippa Páli
burt”, sagði fáðir hans. “Og þessi góði drengur,
sem lagði líf sitt í hættu fyrir Pál okkar er enginn
annar, en hann Friðrik Magnússon”.
“Já”, sagði Páll, “og hún Rósa systir mín
kostaði hann alla leiðina, eða borgaði fyrir hann”.
Um leið og Páll sagði þetta tók hann Rósu í fang
sér, kysti hana og þakkaði henni innilega fyrir líf-
gjöfina.
“Rósa, Rósa, Rósa!” kölluðu nú allir. “Hvern-
ig fórstu að þessu ?”
Nú komst alt upp hvemig Rósa litla hefi var-
ið peningum sínum. En Rósa leit til ömmu sinnar,
sem nú var komin til að vera yfir jólin, — hvað
mundi hún segja. —
“ó, elsku barinð mitt, bezt allra bama í heim-
inum, kondu og lofaðu mér að faðma þig og kyssa”
sagði amma hennar, en meira gat hún ekki sagt
fyrir grátstaf í hálsinum, ekki gat hún heldur séð
Rósu fyrir tárunum, sem sátu föst og vömuðu
sjóninni, en þegar þau ultu eins og stórar og fall-
egar perlur niður kinnar gömlu konunnar, þá varð
aftur bjart. Og birta og gleði á hverju andliti
Ijómaði um alt húsið. Og ekkert síður var
bjart og gleði mikil í lághýsinu hjá saumakonunni
og bömum hennar Ástu og Friðriki, því þangað
hafði verið sent ýmislegt góðgæti fyrir mikið
meiri peninga en 8 dollarana, sem Rósa litla hafði
eytt í fargjald handa Friðrik. Og amraa Rósu
litlu fullkomnaði gleði sína með því að segja henni
að hún mætti aldrei gleyma því að guð hefði af
kærleik sínum veitt henni í náð hina góðu hugsun,
samfara einbeittum vilja að hjálpa fátækum og
sorgmæddum, eins og Friðriki, Ástu og móðir
þeirra.
J. Briem.
STÖKUR.
Blessuð sólin elskar alt,
i alt með kossi vekur;
haginn grænn og hjamið kalt
hennar ástum tekur.
Geislar hennar út um alt
eitt og sama skrifa,
á hagann grænan, hjamið kalt:
Himneskt er að lifa.
H. H.
LÍTIL SAGA.
Bezta landið í heiminum.
úti í regin hafi er eyja lítil, indæl og vel um
hana búið. Himininn er þar heiður og fagur árið
um kring. Dalir eru þar djúpifi og dældóttir,
grundir sléttar og grösugar, akrar fagrir og frjó-
samir: alt er þakið ágætustu aldinum og ilmandi
blómum. Fjöll eru þar hátignarleg og fela í skauti
sínu ógrynni gulls og gersema. Aldrei kemur þar
vetur, svo að eplatrén og vínviðurinn eru sífrjó.
Aldrei ríður þar þruma, er grandi eikiskógi eða
ávexti á akri. Hin blíða náttúra ríkir á eyjunni
með móðurlegri ástsemi, hvarvetna veitandi en
aldrei eyðandi, og fram býður hinum sælu eyjar-
búum í ríkulegri mæli alt, sem getur gjört þeim
lífið ánægjusamt; enda nýtur sérhver sá, sem á
heima á þessari eyju, ævarandi gleði og ánægju.
íbúar þessa sannnefnda Engla-Iands hafa svo mik-
ið frelsi, að ekkert land á hnettinum hefir nokkum
tíma þekt annað eins, og spillir því hvorki fyrir
þeim ofríki hinna voldugu né öfund hinna aumu.
Og þó ræður meykonungur einn yfir eyjunni, með
tveimur dætrum dáfríðum, og hafa þær allar ótak-
markað vald. J?ær eru svo voldugar að þær geta
þvert á móti vilja allra keisara og konunga, farið
tafarlaust og frjálst yfir öll lönd jarðarinnar og
unnið þau, ef þær væru ekki svo spakar og hóglát-
ar í lund að láta sér nægja þau gæði, sem þær hafa
hjá sjálfum sér, og mettu einkis alla fánýta veg-
semd og tign. Aldrei hefir neinn enn þá verið svo
vóldugur að hann hafi árætt eða megnað að raska
með hemaði friði eyjarinnar. pað vakir líka yfir
henni til verndar ósigrandi hershöfðingi, útbúinn
guðlegum hertýgjum. En hver sem elskar og leit-
ar friðar, honum er aldrei vamað að koma inn í
þetta land frelsis og fagnaðarins.
pað mun oft koma að þér, æskumaður, síðar