Lögberg - 27.12.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.12.1917, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir loegsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞÁ! TALSÍMI: Garry 2346 WINNIPEG Tala. Garry 1280 Stofnsett 1887 Steele & Co., Ltd. MYNDASMIÐIR Hornl Afain og Bannatyne. WINNIPEG Fyrstu dyr vestur af Main MAN. 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 27. DESEMBER 1917 NÚMER 51 Innflutningur áfengis bannaður í Canada, Forsætisráðherra Canada, Sir Robert Borden lýsti því yfir síðastliðinn laugardag að engin áfeng vín yrðu flutt inn til Can- ada eftir 24. þ. m., nema þau, sem keypt hefðu verið um eða fyrir 17. des. 1917, og þó yrði innflutningi á þeim vínbyrgðum að vera lokið fyrir 31. janúar 1918. Yfirlýsing forsætisráð- herrans er á þessa leið: Með atkvæðagreiðslu sinni 17. des hefir fólkið í Canada látið í Ijósi tvímælalaust vilja sinn með að halda áfram þátttöku sinni í stríðinu, og verja öllum efnum og kröftum, sem það á yfir að ráða til þess að vinna sigur á ó- vinum frelsis og friðar. pað er því lífsspursmál, fyrir oss, að allri óþarfa eyðslu sé hætt, en allir hlutir, sem til manneldis eru nýtandi séu sparaðir. Eitt af því sem óneitanlega hefir skað- ieg áhrif, og er til hindrunar á- foiTnum vorum í þessu efni, er nautn áfengis. Hermálanefnd stjórnarinnar hefir haft þetta atriði til íhugunar undanfarandi og komist að þessari niðurstöðu, en allar víntegundir, sem hafa meira af vínanda í sér en 2*4% skulu kallast áfengar. 2. Innflutningur á öllum á- fengum víntegundum, inn í Can- ada er bannaður eftir 24. des. 1917, nema ef að menn hafa ver- ið búnir að kaupa vínföng fyrir þenna tiltekna dag, þá skal vera íeyft að flytja það, sem svo hefir verið keypt til 31. janúar 1918, og ef ágreiningur verður út af innkaupum á víni í sambandi við þessa undanþágu, skal tollmála- ráðherra hafa fullkomið úrskurð- arvald. Undanskildar þessu á- kvæði sfculu þó vera þær vínteg- undir, sem nauðsynlegar eru til lækninga. til kirkjulegra og til efnafræðilegra þarfa. 3. f öllum þeim fylkjum í Canada, þar sem nú er vínsölu- bann verður innflutningur á- íengis bannaöur .eftir 1. apríl 1918. 4. Tilbúningur áfengis í Can- ada verður bannaður eins fijótt og sanngjamar kringumstæður leyfa. Eins og tekið er fram hér að framan er innflutningur áfengis til Ganada bannaður frá 24. des. Reglur til þess að framfylgja hinum öðrum ákvæðum, sem hér eru framsett, er nú verið að semja, og þegar því verki er lok- ið, og þær samþyktar, verður þeim framfylgt í sambandi við herlögin. Lög þessi verða í gildi á meðan stríðið stendur yfir, og í 6 mánuði eftir að því er lokið. f sambandi við þetta, er vert að geta þess að samskonar, eða Iík lög hafa nú verið samþykt í Bandaríkjunum, svo það lítur út fyrir að innan skamms verði al- gjört vínbann í Norður-Ameríku að minsta kosti á meðan stríðið stendur yfir. Rússland. Borgarstríð útbreiðist um Iandið með degi hverjum. Mótspyrna gegn Bolsheviki stjórninni eykst jafnt og þétt. Sagt að Nikulás stórhertogi hafi dregið saman ógrynni keisarasinna í Caucasus. Fréttir frá Rússlandi um þess- ar mundir, eru mjög tvíræðar og ósamhljóða. — Morgun-fregnim- ar allajafnan bomar til baka að kveldi. Hið eina, sem þó má áreiðan- legt teljast er það, að landið alt virðist loga í innbvrðis ófriði. Eins og áður hefir verið frá skýrt, hafa Kósakkar sagt sig úr lögum við Rússa, og er nú mælt að Nikúlás stórhertogi hafi gerst foringi þeirra og lið hans tekið á vald sitt Teheliabinsk, sem er tengistöð á Síberíu-brautinni, 125 milur vestur af landamærunum, en í gegn um stöð þessa verða að flytjast allar vörur að austan. í Odessa og svæðunum kring um Astrakan standa yfir blóðugir bardagar og má eigi í milli sjá, hvorir munu yfirsterkari verða. Rússar hafa nú gert vopnahlé við pjóðverja, er gilda skal fyrst um sinn til 7. jan. næstk. Og eru þeir þegar teknir að leitast fyrir um friðargrundvöll sín á milli; hafa Rússar skorað á sambands- þjóðirnar að taka tafarlaust þátt í friðartilraunum, ella hóta þeir að nema úr gildi samning sinn við þær í byrjun ágústmán. 1914. Ekki hafa sambandsþjóðimar gefið neitt ákveðið svar enn þá, en vitanlega mun það að eins verða á einn veg, með því full- kunnugt er orðið, að Rússar sjálf- ir rufu tvímælalaust samning sinn, með því að ráðast í að semja um vopnahlé, að sam- bandsþjóðum sínum fomspurð- um. Ástandið á Rússlandi er veru- lega sorglegt, hver höndin upp á móti annari — að eins barist um völd og þjóðmetnaðinum stungið svefnþorn um ófyrirsjáanlegan tima. Og alt útlit er nú fyrir að hið volduga keisaradæmi Péturs mikla, ætli með öllu að liðast sundur í mörg smærri ríki. Frá Rússlandi er fátt nýtt að frétta, sem ábyggilegt er. Inn- byrðis baráttan virðist fara vax- andi. Bolsheviki stjórnin held- ur völdunum enn þá, en útlit er \ fyrir, að áhrif og vald hennar Ifari samt þverrandi, enda er sjálfsagt ilt og erfitt verk að koma nokkri reglu á þar, eða ná haldi á traustum stjómartaum- | um, jat'nvel þótt staðfesta og reynsla væri meiri, en þeir menn sem nú halda völdunum eiga ráð á. General Kaldine foringi íhaldsmanna með Kósakka að baki sér virðist vera að ná meiri og meiri fótfestu og skyldi oss kki furða, þótt hann yrði Bolshe- viki stjórninni, og Bolsheviki hugsjónum hættulegur mót- stöðumaður áður en lýkur. Nú undanfarandi hafa nefnd- ir frá pjóðverjum og Rússum setið í Brest-Litovask til þess að undirbúa friðarsamninga á milli þeirra tveggja þjóða. En nú hefir Leon Trotzky utanríkis- ráðherra í Bolsheviki stjóminni kallað rússnesku nefndarmenn- ina heim og er ástæðan sú. að pjóðverjar þvemeita að ganga að þeim kjörum er Rússar fara fram á. f ræðu. sem Trotzky flutti ný- lega í Pétursborg hafði honum farist orð á þessa leið, í sambandi við þennan væntanlega friðar- samning: “Ef pýzkalands keisari býður þann frið, sem er vansæmd fyr- ir vora þjóð að þiggja, þá berj- umst vér á móti honum, og ef vegna ástands þjóðar vorrar, keisarinn neyðir oss til að taka slíkum samningum, þá væri það til þess, að vér með þýzkri al- þýðu risum upp á móti þýzku hervaldi”. pýzkaland. f blaðinu “Vorevaerts” sem gefið er út í Berlín á pýzkalandi stendur nýlega þetta: Forðabúr miljónaeigenda, og þeirra, sem offjár hafa grætt á þessu stríði eru full. peir baða í rósum og hafa allsnægtir. Mið- lungsfólkið, eyðir öllu sínu til matarkaupa, og dregur naum- lega fram lífið, en 40,000,000 manna svelta, sem eru ekki lík- legir til að verða hungurmorða án þess að láta til sín heyra. pað er ekki ómögulegt að vér innan mánaðar fáum áfall verra og til- finnanlegra helöur en hin rúss- neska þjóð varð fyrir, og gjöri þýzku þjóðinni ómögulegan sig- ur í þessu stríði. Krupp verksmiðjan brunnin. Sú frétt kemur frá Hollandi að Krupp byssu- og skotfæraverk- smiðjan mikla í Essen á Prúss- landi sé brunnin. Hún var eins og kunnugt er, stærsta liergagna verksmiðja pjóðverja. Sagt er að 90,000 manns hafi unnið þar dag og nótt. Snemma á. þessu ári gjörði vinnufólkið við verk- smiðju þessa verkfall, og var á- stæðan, eftir því sem sagt er, vistaskortur, fólkið var rekið með harðri hendi áfram við vinn- una, en viðurgjömingar af svo skornum skamti að það hélt ekki kröftum og neitaði að halda á- fram nema úr því yrði bætt. Svar stjómarinnar þýzku kvað hafa verið, að taka fjölda af verkamönnum, og senda þá nauð- uga á herstöðvarnar, en neyða hina til þess að halda áfram, eða sæta sömu kjömm. Fjöldi af kvennfólki kvað hafa unnið þar nu upp á síðkastið. Bandaríkin. Major-General Hugh L. Scott, er nýkominn til Waahington úr för sinni um England og Frakk- land. Mr. Scott skoðaði vand- lega herbúnað Bandaríkjanna á vesturstöðvunum og kvað alt vera í bezta lagi. Hann lcvað hervöld Breta og Frakka, hafa dáð mjög framsýni og foringja- hæfileika Mr. Pershing’s, og undir hans leiðsögn mundu her- æfingar Bandaríkjamanna aust- ur þar, ná fullkomnunar tak- mai’kinu á ótrúlega skömmum tíma. Almennan fögnuð kvað hann ríkja meðal sambandsþjóð- anna, yfir framgöngu Bandaríkj- anna og röggsemi Wilsons for- seta. Vargöld- Vargöld skæð of veröld stendur válegri en þektist fyr. Aldrei gátu friðarféndqr fólskulegri magnað styr. Opnum slegið Hels er hliðum, hafnað sátt og öllum griðum. Fjölga reynsludagar dimmir, drúpir hnípin sérhver þjóð, sveima um heiminn gammar grimmir, galdir í tryldum jötunmóð; alt þeir virðast ætla gleypa, öllum heimi’ í vanda steypa. Grúfir Helja hauðri yfir, Hildi jafnan nástæð er, æstar systur alt sem lifir ætla nú að helga sér. Dreirastrauma djúpa vaða, dauðum ná í köstu hlaða. Jafnt í lofti, grund sem græði grimmir féndur vegast á. pvílíkt voða ilsku æði enginn Iieyrði fyr né sá. Heitara virðist Heklubáli hjarta þeirra búið stáli. Rauðar dynja unda elfur ægileg við Mistarsköll, hamrar drynja, hauðrið skelfur, hræðast áJfar, blikna tröll. Landvættir með felmtri flýja, felast náðum himindýja. Húnar allra varga verstir vaða fram í djöfulmóð. Vonskunnar að magni mestir mælt er séu hverri þjóð. parf og engan á því stanza, “eftir höfði limir dansa”. peirra herra þúsundfaldur þykir að allri klækja gjörð. Hefir aldrei heims um aldur hans jafnoki fæðst á jörð. pann fyrir myrðir mannréttinda margur á um sárt að binda. Andi manns fær ekki skilið örlaganna djúpu ráð. Napurt virðist nornaspilið nú sem er í veröld háð, Illmenni því örfá valda, alþjóð saklaus verður gjalda. Nær mun hjaðna haturslogi heill sem allri bægir frá? Nær mun friðar bjartur bogi blika þjóðlífs himni á? Nær mun ríkja ró og friður, róstur allar falla niður? Pú sem ræður landi og lýði, ljóssins faðir himnum á, láttu öllu lokið stríði, láttu kærleik sigri ná, sundurlyndis illi andi ollað svo ei fái grandi. S. J. Jóhannesson. Hlutverk smærri þjóðanna. Eftir Friðþjóf Nansen. Vér Norðmenn, erum smáþjóð, þó höfum vér engu að síður full- kominn tilverurétt, alveg eins og hinar stærri þjóðir og rétt til þess að ráðstafa vorum eigin málum sjálfir. Vér höfum álitið þann kostinn vænstan, að standa hlutlausir í yfirstandandi veraldar ófriði og höfum sannfærst um að á þann hátt mundum vér helzt geta orð- ið mannúðarmálefnum samfé- lagsins að liði. Ekki getur það dulist nokkr- um heilskygnum manni, að hlut- leysi vort hefir verið marg brot- ið hvað ofan á annað. Og eg held það séu engar ýkjur, þótt eg segi að fullkominn þriðji hluti verzlunarflota vors hafi eyði- lagður verið af óvina völdum, með öðrum orðum að meira en miljón smálesta, hafi sökt verið af norskum skipum, og milli sjö og átta hundruð norskra sjófar- enda verið rændir lífi. Ef að þessi ófögnuður heldur áfram,' hættir þjóð vor innan skamms, að vera siglingar-þjóð — þjóðin, sem fyrir fáum árum var hin þriðja í röðinni, að því er stærð siglingaflotans snerti. Hugrekki hefir oss aldrei skort, og þjóðarmetnaðinum höfum vér hvergi glatað, en með fölskum metnaðarhugmyndum, er hægt að blekkja heila þjóð. En sú þjóð, sem rænd hefir ver- ið sínum beztu sonum, án þess að þeim gæfist kostur á sjálfs- vöm, lætur vitanlega aldrei blekkjast, og þarf heldur eigi að óttast, að sagan beri henni bleyði-orð á brýn. — Mig langar einnig til að minna yður á, að hlutleysi Ameríku var líka að vettugi virt þegar Lusi- tania sökk með þúsund Banda- ríkjaborgara, og þó fóru Banda- ríkin eigi í stríð, vegna þess að þjóð yðar er friðelskandi þjóð. — Vér höfum mótmælt harðíega hermdarverkum pjóðverja í sambandi við verzlunarflota vorn og siglingamenn, en vér get- um eigi fallist á þá skoðun, að þjóðarheiði;r vor krefjist þess, að vér segjum hinum seku stjóm ai*völdum stríð á hendur, því með slíkri ráðstöfum stuðluðum vér tvímælalust að eigin tortíming. Að eins tilvenileysið yrði vort hlutskipti. Eg hefi oft verið spurður að því, hvers vegna hinar fimm hlutlausu þjóðir færu eigi í stríð- ið, með sambandsþjóðunum, þar sem þær tii samans mundu geta sent til vígvallanra, að minsta: kosti hálf aðra rniljón velútbú- inna hermanna. En hafa þeir hinir sömu spyrj- endur gert sér það ljóst, að í raun réttri hafa þjóðir þessar | engan her. Tífaldar, margæfð- j ar óvinahersyeiti •, mundu á til- tölulega stuttum tíma. hafa j höggvið niður, sem hráviði liðs- i aHa þessara fimm-menninga. svo eRki stæði maður uppi. Hvemig ættum vér líka að j koma liði voru til orustuvallanna iDanmörk vrði étin til agna, löngu : áður en vér gætum sent nokkra jhjádp, og öll strandlengja Sví- þjóðar lægi opin fyrir sjóflota Pjóðverja, sem nú er á sveimi í Baltiska flóanum. Ástand Norðurlanda er svo flókin gáta, eins og sakir standa að mannlegt hyggjuvit getur með engu móti séð fyrir, hverj- ar afleiðingamar mundu verða, þótt jafnvel ekki nema ein þess- ara þjóða flæktist inn í ófriðinn ; en líkuraar yrðu auðvitað þær, að sömu örlög mundu bíða vor og Rúmeníuþjóðin varð að sæta. Eg fæ á engan hátt séð — ef til vill þótt um stundarhagnað kynni að vera að ræða — að sam- bandsþjóðunum gæti orðið nokk- ur verulegur styrkur að, þótt Norðurlanda þióðirnar lentu inn » ófriðarhringiðuna. Hin æðsta skylda og háleitasta köllun smá-ríkjanna, undir nú- verandi kringumstæðum, er að halda friði, að svo miklu leyti, sem í valdi þeirra stendur. — Sú kemur tíð, að smá-ríkin, verða kvödd til þess göfuga starfs, að tengja saman að nýju hina við- kvæmu strengi, andlegrar og _ hagfræðilegrar ir euningar, er nú ífáTa skornL' rei\ZJÍ svo vægðar- lausan hátt. Jafnvel eftir ófriðinn milli Prússa og Frakka 1870 neituðu helztu mentamenn þessara þjóða lengi vel allri samvinnu, og það þótt um sameiginleg velferðar- mál væri að ræða, og hvomg þessara þjóða vildi með nokkra móti viðurkenna nokkur nýtileg framfaraspor í fari hinnar. Og Belgíumenn, sem lásu þýzka tungu voru lítilsmetnir af Frökk- um. pó voru haturs-afleiðingar þess ófriðar að eins smámunir í samanburði við það, sem vænta má að yfirstandandi hildarleikur hafi í för með sér. pað er verkefni hlutlausu þjóð- anna, að vernda frá glötun perlu festi hins mannlega þroska. Eins og nú standa sakir, er svo að segja alt mannvit ófriðar- þjóðanna ýmist notað til eyði- leggingar, eða þá til þess að forðast eyðileggingu. — Jafnvel hér í Bandaríkjunum, hefir alla reiðu verið varið ógrynni f jár og framkvæmda til stríðsútbúnaðar og þúsundfalt meira veit eg þó að framlegt verður. Aldrei nokkru sinni hefir mér til hugar komið, að þessi volduga þjóð eftir að hún á annað borð reis upp — mundi skiljast við hild- arleik þenna, fyr en allsherjar- friði yrði komið á, en hitt er eg aftur á móti sannfærður um, að tiltölulega fáir af yður skilja enn til hlítar virkileik og víðáttu hess verkahrings, er fyrir yður liggur. — pví lengur, sem styrjöldin stendur vfir, þess víðtækari verð- ur truflunin, sem af henni leiðir í öllu þjóðlífi. Og vér megum Víggirðingar Þjóðverja er Canadamenn tóku við Paeschendale eIfPI Paeschendale í Flandern. Canada-hermennirnir hafa fyrir löngu unnið landi sínu og þjóð frægð, með hugrekki því og þolgæði, er þeir hafa h\Tarvetna sýnt, á orustuvöllum Norðurálfunnar í yfirstandandi veraldar- ófriði. pegar rituð vei'ður saga hins stærsta ófriðar, sem heimurinn hefir augum litið, verður bjart um nafn Canada-þjóðarinnar. Hermanna þessarar þjóðar verður lengi n:inst. Nöfn þeirra hafa hér og þar skapað í Norðurálfunni nýja sögustaði; einn sá staður er Paeschendale í Flandem, þar verður brotið við blað í sögunni. Canadisku hermennimir voru, það sem kallað er “í eldinum” 29.—30. dag októ’oermánaðar síðastl. Verkið, sem þeim var falið að inna af hendi var ekkert lítilræði, þeir voru í broddi fylk- ingar, og þeima hlutverk var að taka Paeschendale-hæðirnar, sem í raun og veru eru lykillinn að hervirkjastöðvum pjóðverja í Belgíu. Sem nærri má geta var við ofurefii að etja, en Canada- menn óðu eld og reyk, óhræddir við alt og alla og skömmu eftir miðaftan hinn 30. okt. höfðu þeir náð hæðunum á vald sitt. Sigurinn var mikill, honum var fagnað um alt hið brezka ríki. Margur sonur Sléttufylkjanna féll í val. Sigurinn varð dýrkeyptur mörgum íslenzkum fjöl- skyldum. En nafn þjóðarinnar óx, við það að synimir allir gerðu skyldu sína. — Tveim dögum fyrir áhlaup þetta hið mikla hafði veðrið verið ljómandi. Hægur laufvindur blés úr suðvestri, og þerraði bæði loft og land; fögnuðu menn blíðviðrisbrosinu innilega, jafnvel þótt heiðskír himininn sé hermanninum stundum alt annað en ákjósanlegur. En árla morguns, um það leyti er orustan hófst, gerði snögglega hvassviðri og ákaft regn. Vora þá samstundis gefin atgöngu-merki og fylgdi lögeggjan þeirra er fyrir frelsi berjast, skipan hverri, líkt og þegar ólafur lielgi Haraldsson, mælti hin ódauðlegu orð á Stiklastöðum: “Fram, fram Kristsmenn, kross- menn, konungsmenn”. Yfirforingjamir skýrðu vandlega fyrir Canadumöimuin áður en til orustu kom, tilgang at- lögunnar frá hemaðarlegu sjónarmiði, hve afarvíotæka þýðingu það hefði, að ganga sigrandi af hólmi, að loknum hildarleik. Enda var enginn hikandi, allir staðráðnir í að láta einskis ófreistað. Áhlaupið var hafið, — mjög var víða örðug framgangan, því um votlendis-flæmi varð fyrst að fara og þungfær aurleðja á alla vegu. En hér sannaðist sem oftar hið fomkveðna, að hugur ræð- ur hálfum sigri; torfærumar hurfu fyrir sigurvissunni.. Canada-hermennimir vissu að markið var aðeins eitt — það að sigra, og eftir því nær tveggja sólarhringa látlausa, orustu, blakti hinn brezki fáni sigurhrósandi yfir Paeschendale-hæðunum. — Canada-herinn hafði unnið afreksverk, sem lengi mun hugstætt verða. Sigurinn varð dýr, — fjölda mörgum efnilegustu sonum þessarar þjóðar, blæddi til ólífis. Fómin mikla var framborin af fúsum vilja; hún var talandi vottur sannrar ættjarðarástar. persónugerfingur. Frakkland er ef til vill eina stórþjóðin, sem í beztum samböndum stendur við hvem sinn einstakling, í þess- um skilningi. Á meðan að pýzkaland var samsett af eintómum smáríkj- um, lagði þjóðin sinn bezta skerf til heimsmenningarinnar. — Mörg ríki falla og líða undir lok vegna stærðar sinnar. Hið forna Rómaveldi hrandi að granni, sökum þess að éftirlit og kostnaður við ný- lendumar urðu ofurefli. ÖU stjómmálaþekking ríkisins, alt vit, útheimtist til þess að stjóma og starfrækja fjarliggjandi ný- lendur. Hver varð afleiðingin? Hún varð sú, að þjóðin, þótt voldug væri, eftirskildi komandi kynslóðum svo að segja engan varanlegan menningararf, að undanskildum grundvTallarregl- unum í lögvísi. f listum skaraði hún hvergi fram úr, nema ef vera skyldi helzt í húsagerð. En í frumskapandi listum, var þjóð- in að eins daufur skuggi af frægð Grikkja. Rússland er herfang sinnar vænta þess að sjá núverandi ó-1 eigin stærðar. — pegar eg ferð- friðarþjóðir, svo löngum tíma- aðist um Síberíu, gafst mér góð- bilum skifti, önnum kafnar við ur kostur á, að kvnnast með eig- að reyna að endurbæta það, sem, in augum ástandinu, eins og það úr lagi hefir gengið. i í raun og veru er. En þroska mannkynsins er alt Ekki má reisa skólahús í Sí- öðruvísi varið en stundaklukku. I beríu né gera vegarspotta, án sem setja má jafnharðan af stað. \ þess að fyrir liggi skipun um það þótt stanzað hafi, hann verður;frá Pétursborg. Jafnvel hvað að halda áfram; og einmitt þess vitur stjórn sem væri, mundi vegna er það, að menningin sjálf, heimtar að einhverjar þjóðir standi fyrir utan ógnir ófriðar- ins, eins og nokkurskonar blik- vitar. pað út af fyrir sig að Norður- landa þjóðimar eru smáar, úti- lokar þær á engan veg frá því að fullnægia sinni göfugu köllun. England var ekki miklu stærra en Noregur er nú. að minsta kosti ekki stærra en Svíþjóð, þeg- ar það eignaðist Shakespeare, og einnig stendur heimurinn í stórri þakkarskuld við Holland. Grísku borgimar og ftalíu. f ýmsu tilliti standa smærri þjóð- imar fult eins vel að vígi og þær stóru. Menning þeirra ber venju- lega gleggri heimalands-einkenni Hugsanir smærri þjóðanna eiga hægra með að ná til og verka á lífemi hvers einstaklings þióð- arinnar. Við það verður þjóðin samheldnari, svo að segja einn verða í vandræðum með að stjóma svo fjarliggjandi héruð- um, ekki síst þar sem samgöng- ur era í öðru eins dæmalausu ó- lagi og þar á sér stað. Og af- leiðingin er blátt áfram sú, að á tuttugustu öldinni er Síbería í miðju níðamyrkri vanþekkingar- nnar, og hinar margvíslegu auðs- uppsprettur landsins luktar eða iítt kunnar. — Ef vér aftur á móti hvörflum hugsjónum vor- um til smáþjóðanna, sjáum við fyrst Danmörku ræktaða frá strönd til strandar, og Noreg með eins fullkomna alþýðumenn- ing og þar sem bezt er ástatt í veröldinni. — Ekki skyldi það undra mig, þótt að úr skauti framtiðarinn- ar risu upp fleiri og fleiri smá- ríki, og að við lifðum það að sjá margar landamerkjalínur skift- ast á ný, sjá hin mörgu þjóða- brot sjálfstæð, er af manna völd- um hafa verið brædd saman á ó- eðlilegan hátt. pegar skaðsem- iskenning sú hverfur af jörðinni, að mátturinn sé réttur, eins og vitanlega kemur að fyr en síðar, þá verða stóruríkin eigi lengur nauðsynleg. Ekki er eg svo bjartsýnn, að halda að styrjöld þessi verði hin síðasta á hnetti vorum, en því trúi eg eindregið að sá tími muni koma, að allar styrjaldir hverfi úr sögunni — innbyrðis styrjaldir, og skærar á milli þjóða. Mannúðarhug- sjónin á þann þroska fyrir hönd- um, er finnur nýja vegu til þess að gera út um deilumál þjóða og ríkja, án blóðfórnar, og án þess að einni þjóð eftir aðra verðl sökt ofan í afgrunn eymdar og örvæntingar. pað er .köllun smærri þjóðanna að finna þær leiðir og halda þeim si-opnum, er til þess stefna að afstýra ó- friði. Eitthvað nýtt og nytsamt sprettur út af styrjöld þessari. Nýr skilningur mannúðar og bróðurkærleika, springur eins og gullin blómknappur út úr skelf- ingunum og hatrinu. Nú þegar eru að koma fram á sjónarsviðið merkismenn svo að segia í hverju landi, er helzt vilja gera allan heiminn að einni þjóð, með eina allsherjar tungu. — Gott eitt vrakir að sjálfsögðu fyrir þessum mönnum, en þeim skjátlast mjög,ef þeir halda að það sé ávinningur að þurka út íiin margvríslegu þjóðaeinkenni, en setja í þeirra stað nýja al- heims-menning. Jafnvel þótt unt væri að koma þannig löguðu skipulagi á, mundi það verða menningu einstaklingsins, og heimsmenningunni til stórkost- legs tjóns. Vér þörfnumst enn meiri ættjarðarástar, og miklu gleggri og traustari þjóðernis- einkenna, við það styrkjast og göfgast framtíðar hæfileikar hverrar þjóðar. Sérhver þjóð er kvödd til á- kveðinnar köllunar, og hjarta mínu blæðir í hvert sinn, er eg sé þjóð hverfa úr sögunni og af yfirborði jarðarinnar. öll menning er fyrst staðbund- in og heimlæg, en vex og útbreið- ist við blöndun og samgöngur hinna ýmsu þjóðflokka. Engin veruleg menning hefir risið upp, án einhverra utankom- andi áhrifa. pað er kunnugt að menning Kínverja skiælnaði um leið og Oaravanamir hættu að flytja menningar straumana að vestan. England, Frakkland og Pýzkaland, hafa lagt hvort öðra til drjúgan menningarskerf. Pýzkaland þó hvað minst, sök- um þess að þjóðin var örmagna um því nær tvö hundruð ára skeið, eftir þrjátíu ára stríðið, og hennar skerfur því hvergi nærri eins fullkominn og ella hefði mátt vænta — að undan- teknum sönglistarfræðunum. — pýzkir vísindamenn tóku ást- fóstri miklu við kenningar Dar- wins og Pasteur. — Hið mikla skáld pjóðverja, Goethe, varð fyrir afarmiklum áihrifum frá Englandi. En á hina hliðina telja pjóðverjar ritstefnu Shake- spear’s þýzka, og þykjast jafn- vel skilja hann betur en hans eigin samþjóðamienn. Einstaklings og þjóðemisein- kennin, eru óumflýjanlegir hom- steinar undir allri menningu. Ekki get eg hugsað mér alla ver- öldina mæla á sömu tungu. Eg get heldur eigi hugsað mér franskar bókmentir ritaðar á þýzku, eða Shakespeare á frönsku og allsendis ómögulegt væri að ímynda sér Heine annað en þýzkan. Vér, Norðurlanda þjóðirnar, skyldar en þó skiftar, höfum ó- neitanlega lagt töluverðan skerf til heimsmenningarinnar. Eg held það geti eigi skoðast sjálf- hælni, þótt eg segi að tillag vort hafi verið jafnvel í rífara lagi. Allar þessar þjóðir vorar hafa átt og eiga, hugsjónir og menn- ingu, sem hafa auðgað heiminn að nokkru. Vér vitum að leiðin til stjarnanna er löng, og liggur um hengiflug og þrönga dali. Nú erum við staddir í dýpsta daln- um, er vér höfum nokkru sinni fyrir oss fundið. og brautin upp til hæðanna veglegu, virðist hul- in sjónum voram, rökkur á alla vegu, og fyrirheitna landið virð- ist óraleið í burtu. — Vér þráum hinn nýja friðarmorgunn — ósk- um að iiann komi sem fyrst, en þó vér verðum að bíða, megum vér aldrei glejnna því, að á bak við þunglyndis og illveðra-biik- una, tindra þó ávalt skærar stjörnur á blárri festingunni. — Bandaríkin era þjóðin. sem vér lítum til, — þjóð hinna frjálsu manna og kvenna; þar sem hugs- andi menn. drenglyndir menn, starfandi menn, ganga í farar- broddi. —

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.