Lögberg - 09.05.1918, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.05.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. MAÍ 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. ANNAR KAFLI. James læknir að segja henni sannleikan um ásig- komulag manns hennar, og um leið brýna fyrir henni að vera varkár. J?að var táldrægnin, sem hún gat hvorki samþykt né fyrirgefið. Afleiðingin var uppsögn James læknis og kjarkleysi hjúkrunarstúlkunnar. petta kjarkleysi náði einnig til Jönu. Jafnvel þó varkárni lafði Oak- burn kvöldið áður, virstist engin veruleg áhrif hafa haft á hana, var hún þó ekki svo hraust orðin, að hún gæti verið án læknis. Lafði Oakburn virtist á- líta að hún gæti verið án læknis; hún þekti engan annan lækni persónulega í London, sagði hún við Jönu, og hún virtist ekki vilja fá sér ókunnan lækn- ir, sem hún hvorki þekti að lundarfari né dugnaði. J?að var í þessum vandræðum að Judith fann hús- fólkið þegar hún kom aftur. “Ó, lafði”, sagði hún af augnabliks innblæstri og sneri sér að lafði Jönu, “ef greifainnan vildi að eins senda boð eftir hr. Stephen Grey. Hann er svo duglegur og áreiðanlegur. Henni getur ekki annað en líkað hann”. Um leið og hún sagði þetta, sýndi hún nafn- seðil hans og sagði frá því að hún hefði mætt hon- um. Jana hlustaði á hana og færði svo greifainn- unni nafnspjaldið. “Látið þér mig gera honum boð, lafði Oak- burn”, sagði hún. “Eg álít það alveg nauðsynlegt að þér fáið læknishjálp, og eins og Judith segir, getur yður ekki annað en geðjast vel að dr. Grey”. Lafði Oakburn gaf samþykki sitt til þess. pektur af Judith og að nokkru leyti af lafði Jönu, mundi henni ekki finnast hann alveg ókunnugur, og svo voru send boð eftir Stephen Grey. petta var fyrsta skrefið til vináttunnar sem á eftir kom, milli Greys og lafði Oakburn, vinátta, sem varð til þess að draga mikla viðburði á eftir sér. pað voru mjög undarleg vopnaviðskifti milli kringumstæðanna, að greifaekkjan af Oakbum skyldi deyja daginn eftir að hann lézt. pannig vildi það nú til samt. Hún hafði verið veik í nokkr- ar vikur, en menn óttuðust enga augnarblikshættu en á sömu stundinni og hún frétti um dauða jarl- ins — sem henni var sagt um morguninn — varð hún alt í einu lakari og dó kl. þrjú síðdegis. Lafði Jana fór til heimilis hennar í Kensington, og kom nógu snemma til að sjá hana lifandi; en þá var hún búin að missa meðvitundina og gat ekki talað Eitt af bamabömum greifainnunnar sagði — það var óheiðarlega sagt — að þau hef ðu orðið að verða samferða til þess, að kvelja hvert annað á leiðinni,, eins og þau hefðu gert á meðan þau lifðu. pað var ákveðið að þessar tvær jarðarfarir skyldu fara fram á sömu stundu og stað, í einum af hinum stóru kirkjugörðum London borgar. grafreitur jarlsins af Oakburn var í Chesney Oaks; en hann, þessi gamli sjómaður, sem nýlega var dáinn, hafði skýlaust krafist þess, að ekkert skraut og engin útgjöld fram yfir það nauðsyn- lega, yrði eytt við útför sína. Að flytja hann til Chesney Oaks, kostaði alt of mikið; vesaíings ^amli likaminn hans mundi ekki hvílast betur fyrir það, hafði hann sagt; menn ættu að smokka honum ofan í jörðina jafn fyrirhafnarlítið og mögulegt væri, og í næsta grafreit. Umsjónar- menn fjármuna hinnar framliðnu greifaekkju, álitu það réttast að fylgja sömu sparsemisreglum, og það var ákveðið að jarða þau í sömu gröf. Jana og Laura voru í borginni þangað til jarð- arförin var afstaðin. pær vildu ekki yfirgefa hús- ið á meðan faðir þeirra lá þar örendur, og sökum nýju sættanna við ekkju hans, var engin nauðsyn tií þess að þær hröðuðu sér burt. Laura, sem var svo fljótfær í öllu, varð alveg hrifin af greifainn- unni, og sagði leynilega við Jönu að hún væri sú kona, sem stæði miklu ofar en hún hefði búist við, og að það vaeri viðeigandi hús að dvelja í, þegar sig langaði að heimsækja London. Jana lét enga slíka hvöt stjórna sér; en hún varð að viðurkenna með sjálfri sér, að greifainnan náði meiri virðingu hjá henni dag eftir dag. “Hún hefir rækt skyldu sína gagnvart Lucy”, sagði ungfrú Snow alúðlega við lafði Jönu. “Aldrei hefir nokkur nióðir borið betri umhyggju fyrir velferð barns síns, heldur en lafði Oakburn fyrir Velferð Lucy. Fyrst ásetti eg mér að fara, en þegar eg sá hve góð hún var, hvernig hún leitaðist við að láta okkur öllum líða sem bezt, áleit eg það heimsulegt að yfirgefa stöðu mína. Hún hefði þó ekki látið mig vera kyrra, ef jarlinn hefði ekki verið. Hún sagði mér, að hún ætlaði sjálf að taka að sér uppeldi bamsins í einu og öllu, en hann vildi ekki leyfa það. Nú vill hún líklega gera það”. pær áttu annríkt með að búa út sorgarbúning sinn. Jana fékk sinn laglegan og góðanh, vel við- eigandi fyrir lafði, en skrautlausan; Laura valdi eínn af þeim allra dýrustu handa sér. Jana vog- aði sér að aðvara hana viðvíkjandi kostnaðinum, en Laura kerti hnakkann til svars. “Pabbi hefir eflaust munað eftir mér”, sagði hún, “og hefði eflaust gefið mér leyfi til að nota það sem eg á”. Hún sneri sér jafnvel til greifainn- unnar með spurningu um hvort jarlinn mundi hafa arfleitt hana að nokkrum peningum. petta var undarleg spurning að bera fram, og benti máske á það, að Laura var ekki eins viss um arfinn eins og hún vildi vera. Lafði Oakbum gat nú samt ekki frætt hana um neitt þessu viðvíkj- andi. Hún vissi ekki hVemig jarlinn hefði gengið frá fjármunum sínum. Að hann hefði látið semja erfðaskrá ekki alls fyrir löngu, hélt hún að væri áreiðanlegt; því hann vissi að lítið bam var í vændum, hafði hann sagt við hana, að hann yrði að koma fjármálum sínum í reglubundið horf, með tilliti til hins nýja væntanlega erfingja, og hún kvaðst halda að hann hefði gert það, en hún vissi ekkert hvemig; því hann hafði aldr;ei minst á það við sig”. “ó, það hefir eflaust verið eins og það átti að vera”, sagði Laura með sínu vanalega fyrirhyggju- leysi, og hún keypti hvem kjólinn á fætur öðrum, sem henni leist vel á. “pér viljið eflaust vera guðmóðir litla barns- ins, Jana, þegar tíminn til að skíra hann er kom- inn?” bað greifainnan sjáanlega hikandi. “Hann skal tilheyra yður eins mikið og mér”. “Já, með ánægju”, svaraði lafði Jana. Hún hikaði ekki; þessi litli veikburða maður í vögg- unni fanst henni vera það eina tengsli við lífið. sem faðir hennar hefði skilið eftir. “Og — ef eg má láta ósk mína í ljósi — viljið þér þá kalla hann Francis ?” “Francis, já áreiðanlega, Francis. Nöfn Oakburns jarlartha hafa flest verið John; en eg veit ekki hvort það þarf að vera regla fyrir okkur. Við getum látið skíra hann Francis John; en það verður að kalla hann Francis”. Einn af dögunum, sem liðu á milli dauðans og jarðarfararinnar, fékk Jana lánaðan vagn greifa- innunnar — vagn, sem hún sjálf átti fyrir tæpu ári síðan — og ók til Gloucester Terrace. pó hún væri sannfærð um að frú West hefði látið hana vita um það, ef hún hefði fengið fregnir um Clar- ice, fanst þó hinni kvíðandi og samvizkusömu Jönu ekki alveg rétt að yfirgefa London, án þess að hafa sjálf rannsakað þetta. En þegar hún kom þangað varð hún fyrir vonbrigðum; frú West og böm hennar, var henni sagt, höfðu farið til sjá- varstrandarinnar. pegar Jana stóð hikandi og óákveðin í dyrun- um, eins og tilfellið er með flesta, þegar þeir mæta óvæntri hindran — stakk maður höfðinu út' úr einu af starfsheibergjunum, hann hefir máske furðað sig á hvaða gestur þetta gæti verið, og um hvað talað væri. Hann var maður með mjög við- feldinn svip, rautt andlit, fallegt hár, lítill vexti og feitur. “pað líða eflaust fullar sex vikur þangað til frúin kemur heim”, sagði stúlkan. “pað eru að eins tíu dagar síðan hún fór, og — þarna er hús- bóndinn”, sagði hún, þegar hinn áður nefndi mað- ur kom inn. “Hann getur máske sagt yður þetta með betri vissu en eg”. Hr. West gekk til lafði Jönu. Hann skýrði frá því að kona sín væri ekki í borginni. Gasti hann svarað nokkurri spumingu fyrir hana, eða skilað nokkrum boðum til hennar? Jana gekk inn í vinnustofuna. Hann mundi væntanlega vita eins mikið um þetta málefni og kona hans, var sú hugsun sem efst var í huga lafði Jönu. Hún sagði honum erindi sitt, og að hún hefði komið þar fyrir hér um bil fimtán mánuðum í sömu erindagjörðum. • • “ó, já”, sagði hr. West, “eg man að konan mín sagði mér frá þessu —lafði Jana Chesney að líkindum”, bætti hann við og hneigði sig. “Mér þykir leitt að verða að segja, að við höfum alls ekkert heyrt um ungfrú Beauchamp. Einmitt stuttu áður en kona mín fór til Ramsgate, mintist hún á ungfrú Beauchamp og sagði, að sér þætti gaman að vita hvort vinir hennar myndu hafa fundið hana”. Jana stundi þungan, þó hún hefði ekki búist við öðru en vonbrigðum. “Nei”, sagði hún lágt. “Við höfum enn ekki getað fundið hana”. “pað er mjög undarlegt”, sagði West. “pað er meira en það”, sagði Jana, “það er voðalegt. “pangað til rétt nýlega höfðum við von um, að hún hefði farið til útlanda með einhverri fjölskyldu, en hver mánuður sem líður, virðist meir og meir eyðileggja þá von. Eg er yður þakk- lát”, bætti hún við, um leið og hún rétti honum nafnspjald sitt. “petta er áritun mín úti á land- inu, þar sem eg á heima. Ef frú West skyldi ein- hverntíma fregna um hana — enda þó það sé efa- söm von — vill hún þá máske gera svo vel og senda mér skeyti um það þangað”. “pér megið reiða yður á, að hún gerir það”, svaraði West. “Og eg vildi að eg hefði verið fær um að gefa yður betri fregnir nú”, sagði hann innilega. Hann fylgdi henni út og stóð á steinstéttinni á meðan hún sté inn í vagninn og ók burt. Jana var einkennilega kjarklaus, þegar þess er gætt, að - hún bjóst ekki við neinu betra. Sannfæringin um það, að Clarice væri dáin, hafði þessa síðustu tíma fest rætur hjá henni, og hún gat ekki hugsað um hana á annan hátt. En það var þó dálítil nýung með tilliti til ung- frú Beauchamp, sem frú West hafði heyrt síðan hún sá Jönu seinast, og sem hún hefði eflaust sagt henni, ef hún hefði verið heima, en hún hefði ekki álitið að hún væri nógu merkileg til þess, að skrifa úm hana til lafði Jönu, og svo hefir hún máske forðast það til þess að vekja ekki óánægju. West vissi um þessa nýung, en hann hafði enga hug- mynd um að lafði Jana vissi ekki um hana. Raun- ar var það heldur ekki nein mjög markverð nýung, og hún hefði líka látið þetta málefni vera jafn dul- arfult og hingað til. XVII. KAPITULI óvænt heimsókn. Lafði Oakbum sat í hægindastól við ofninn í herbergi sínu. Hún var nú á fótum nokkrar stund- ir dag hvem, enda þótt hjúkrunarstúlkan, með sín- ar gamaldags skoðanir, héldi fram að það væri of snemt. pað voru ekki aðrir en Laura hjá henni, og hún hélt á barninu í kjöltu sinni. Einkennilegt merki um lítillæti hjá Lauru, sem ekki var vön að vilja snerta á slíkum fyrirhafnarmiklum verum eins og börnum í reifum. “Eg vildi óska að bamið mitt hefði lifað”, sagði hún við lafði Oakburn. “pað var sú indæl- asta lítil stúlka, sem maður gat hugsað sér. En eg hefði þó ekki sjálf viljað annast það; eg hefði ekki getað tekið að mér þá þvingun. Eg get ekki skilið hvers vegna þér getið tekið að yður þá fyrir- höfn. pér verðið aldrei færar um að geta farið út”. Lafði Oakburn brosti. Hún og Laura voru mjög ólíkar. “Hve lengi lifði bamið yðar?” spurði hún. “Að eins hálfan annan dag. Hr. Carlton sá strax, þegar það var fætt, að það mundi ekki geta lifað; en hann sagði mér það ekki, og eg furðaði mig mikið á því, að hann vildi láta skíra það strax. pegar hann spurði mig hvað það ætti að heita, og sagði, að hr. Lycett væri niðri og ætlaði að skíra það, spurði eg, hvers vegna hann vildi láta skíra það svona fljótt, og hann svaraði kæruleysislega, að það væri eins gott, þegar börn væru veikluleg. Eg hugsaði þá ekki meira um þetta svar; en hann sagði mér seinna frá ástæðunni”. “Hvað var það látið heita?” “Laura. Hr. Carlton vildi það, og eg kann vel við það nafn. Hvers vegna situr J*na þama eins og myndastytta?” Jana var nú komin aftur úr ferð sinni til heimilis hr. Wests, hún hafði þreytt og þjáð geng- ið upp stigann til herbergis greifainnunnar, og hnigið niður á stól, rétt við dyrnar. Vonbrigðin voru henni afarþung. pegar Laura sneri sér undr- andi að henni, stóð hún upp og gekk til þeirra. “Heimsókn mín var árangurslaus”, sagði hún. “Frú West, konan sem eg ætlaði að finni, var í Ramsgate; en eg talaði við manninn hennar. pau höfðu alls ekkert heyrt um Clarice. Eg er sann- færð um að hún finst aldrei”. “Eg skildi hafa endaskifti á heiminum til að finna hana”, sagði hin flasfengna Laura. “Hún getur ekki verið horfin. Slíkt skeður ekki á vorum dögum”. Jana hristi höfuðið þegjandi. öll þau pláss, sem henni og föður hennar gátu í hug dottið, höfðu verið nákvæmlega rannsökuð, en þau gátu samt ekki fundið Clarice. “Eg er viss um að þetta hefir ollað pabba mikillar sorgar að síðustu”, tautaði Jana. “Talaði hann mikið um hana?” spurði Jana og sneri sér að lafði Oakbum. Greifainnan svaraði næstum áköf. Að eitt- hvað dularfult var viðvíkjandi einni af dætmm jarlsins, það vissi hún, því á meðan hún var á heimilinu sem kennari, hafði hún af tilviljun heyrt minst á lafði Clarice stöku sinnum. En hún hafði ekki heyrt neitt nákvæmlega um hana. Eftir að þau giftust, spurði hún jarlinn eitt sinn um hana, en hann geklt fram sjá spurningunni, einS og hann vildi helzt ekki tala um það málefni. petta sagði hún nú lafði Jönu. “Er það meining yðar með þessu að segja, að pabbi hafi aldrei sagt yður neitt um þessar kring- umstæður?” spurði Jana undrandi. “pað gerði hann aldrei. Honum var eflaust á móti geði að tala um þetta efni”. “Mig furðar það”, sagði Jana. “Mig furðar það alls ekki”, sagði Laura. “Mér geðjast ekki að því, að tala um það. Getið þér trúað því, lafði Oakbum, að eg hefi aldrei minst á hana við manninn minn ? Hann hefir alls engan grun um, að við eigum eina systur enn þá”. “En hvers vegna segið þér honum það ekki?” sagði lafði Oakbum. “Eg veit það ekki sjálf”, svaraði Laura. “Eg get ekki fengið mig til að tala um Clarice við nokk- urn mann. pað er ekki viðfeldið að tala um það, að ein af systrum okkar fór að heiman, óhlýðin banni föður síns, og okkar, til þess að taka að sér barnakenslu, og kemur ekki heim aftur. Eg get ekki lýst þessari tilfinningu, en hún býr í mér og hún er mjög sterk. Pabbi hefir eflaust haft sams- konar tilfinningu; við vorum mjög lík, hann og eg. pað verður nógu snemt að segja manni sínum frá Clarice, þegar búið er að finna hana”. “Fór hún að heiman þrátt fyrir bann ykkar?” spurði lafði Oakbum. “Já”, svaraði Laura. “pað var í meira lagi þrákelknislegt af henni. Eg hika ekki við að tala um þetta við yður, lafði Oakbum, af því þér þekk- ið allmikið um þetta atvik, og við tölum um það hvort sem er. Um langan, langan tíma vildi pabbi ekki einu sinni leyfa, að nafn hennar væri nefnt á heimilinu. pað er satt, Jana”, bætti hún við, “veiztu að sú hugsun hefir oft dottið mér í hug — manst þú eftir pappírssneplinum, sem eg færði þér stuttu eftir að þú varst aftur komin til South Wennock ?” “Hvort eg man eftir honum ?” endurtók Jana. ‘ Eg skoða hann oft. Hann veldur mér meiri á- hyggju en eg vil kannast við”. “Nú, það sem mér hefir oft dottið í hug er, að pabbi hafi í reiði sinni opnað þetta bréf, þó það væri áritað til þín, og rifið það í sundur, undir eins og hann var búinn oð opna það”. “Nei, sagði Jana. “Svo algerlega ráðalaus var eg að komast að nokkurri niðurstöðu, að eg eins og þú, hélt það mögulegt að pabbi hefði opnað það, og eg skrifaði honum frá South Wennock og spurði hann um það”. “Og hann neitaði því ?” “Hann skrifaði mér með sömu póstferðinni, að hann hefði aldrei séð nokkurt slíkt bréf”. “Eg held að eg muni eftir þessu atviki — það er að segja, að hann tók á móti bréfinU yðar”, sagði greifainnan og leit á Jönu. “Hann las bréf frá yð- ur við morgunverðarborðið einn daginn, og þá varð hann dálítið æstur, hann sagði að sér þætti gamán að vita hvað Jana gæti átt við. Lucy spurði hvað það væri, og hann svaraði, að Jana hefði skrifað sér til að komast eftir, hvort hann hefði opnað eitt af bréfura Clarice, eins og sér hefði komið til hug- ar að opna nokkurt bréf frá henni um það leyti, bætti hann við; hann hefði ekki viljað snerta eitt einasta með priki sínu. Eg man mjög vel eftir orðum hans”, sagði lafði Oakbum. “Og eg veit, að eg þráði að spyrja um, hvers konar kvíða þau bæru með tilliti til lafði Clarice, en eg fékk mig ekki til þess”. Jana stundi. Mig grunar — mig er að byrja að gruna, að við finnum Clarice aldrei”. “petta er bara rugl”, svaraði Laura. “Hún finst áreiðanlega, annaðhvort dauð eða lifandi”. Dauð eða lifandi”, endurtók Jana með lágum i-óm. “Já, það getur verið, en hún mun naumast finnast lifandi”. Areiðanlegustu Eldspíturnar í Keimi og um Ieið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506’ »» AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að eldspítan slokknár strax og slökt er á henni. ÓDÝRAbTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspiturá markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR IOÐSKINN Bændur, Veiðimennn og Vcrslunarnienn LOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mestn skinnakaupmenn í Canafia) 21S PACIFIC AVENUE..............WINNIPEG, MAN. Hæsta verð borgað fyrir Gærur Húðir, Seneca rætur. SENÐID OSS SKINNAVÖRC YDAR. ========= LATID OSS SUTA SKINNIN YÐAR Skinnin eru vandlega sútuð og verkuð VÉR erum þaulvanir sútarar. ÁHÖLD vor skara fram úr allra annara. VERK vort er unniC af æfCum mönnum. VÉR höfum einn hinn bezta sútara I Canada. VÉR sútum húöir og skinn, meö hári og án hárs, gerum þau mjúk, slétt og lyktarlaus, og búum til úr þeim hvaö sem menn vilja. VÉR spörum yður pcnmga. VÉR sútum eigi leSur 1 aktýgi. VÉR borgum hæsta verð fyrir húðir, gærur, ull og mör. SKRIFIÐ OSS BEINA LEIÐ EFTIR VERÐSKRÁ. W. BOURKE & CO. 505 Pacific Ave., Brandon Meðmæli: liominion Bonk Takið eftir VÖRUMERKINU Mynda framköllun er annað af voru aðal-starfi. Æfðir menn og nýtízku áhöld gera það að verk- um að vér getum komist yfir að fram- kalla 1,200 myndir á dag. Myndaframköllunar deild vor hefir vaxið svona snögglega einungis fyrir það—AD VÉR HÖFUM GETAÐ SÝNT BETRA VERK. Látið oss framkalla fyrir yður myndirnar næst. pú kemst að raun um að lélegar myndir, eru að kenna lélegri finising. Nýjar Films á hverjum degi Mail Order deild fyrir utanbæjarmenn ©©©©©©©©© ifKAlki MÍÍÍfS ÓKEYPIS fyrir þá, pr þjást af ASTHMA. Mcðal sem læknar alla. án sársauka. og gerir það undir eins. Vér höfum nýja aðferð til þess að lækna ASTHMA (mæöi), alveg sama hvort þú hefir þjáðst lengur eða skemur—hvort það er kallað chronic eða ekki; þér ættuð að senda eftir vorum ókeypis læknisdómi. Sérstaklega er> oss ant um að þeir, sem þungt eru haidnir, komist i sam- band við oss, einkanlega þó þeir, er reynt hafa aðrar aðferðir til þess að gera öndunina auðveldari, svo sem “patent smokes" opium aðferðir o. s. frv. Vér viljum færa öllum heim sann- inn um að, læknisaðferð vor sé ó- brigðul, og læknar f eitt skifti fyrir öll. J>etta ókeypis tilboð er of þýðing- armikið til þess að það verði vanrækt einn einasta dag. Skrifið oss undir eins, og byrjið að nota aðferðina. Sendið enga peninga, heldur að eins seðilinn (coupon) í pósti. FREE ASTHMA OOUPON FRONTIER ASTHMA CO., Room 583 T Niagara and Hudson Sts., Buffalo, N. Y. Otsauma Sett, 5 gtykki á 20 ct». Fullkomið borðsett, fjólu- blá gerð, fyrir |borð. bakka og 3 litlir dúkar með sömu gerð. úr góðu efni, bæði þráður og léreft. Hálftyrds i ferhyrning fyrir 20 cents. Kjörkaupin kynna vöruna. PEOPIiE*S SPECIAI/TIKS OO. Dept. 18, P.O. lioi 1836, VVinnlpe* Tannlœkningar hjá Dr. Jeffrey lengja líf yðar, og byggja upp tauga kerfið, setja ánægjubros á andlitið, og veitir. yður tækifæri á að tyggja feeð- una, svo þér hafið hennar full not. Góð melting eðlilegur andardráttur og góð heilsa yfir höfuð, byggist á þvi að tennumar séu í réttu ásig- komulagi. Ef þú hefir tannpínu, skaJtu stra koma og finna mig. Sýktar tennur lækn- aðar, og nýjar seldar í stað þeirra sem ónýtar urðu. I)r. C. C. .lefírey, “hinn varfærni tannlæknir” Cor. Logan Ave. & Main St. Winnipeg - - Manitoba

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.