Lögberg - 23.05.1918, Síða 3

Lögberg - 23.05.1918, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MAí 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. ANNAR KAFLI. XVIII. KAPÍTULI. Andlitið aftur. J?að var daginn aem jarðsetja átti jarlinn af Oakburn. Ekkjan hans sat í búningsklefa sínum í sorgarbúningi; svarti kjóllinn og hvíta línhúfan sögðu frá hinni yfirgefnu, einmanalegu tilveru hennar. Rétt hjá henni sátu dætur jarlins, Jana, Laura og Lucy, sömuleiðis í sorgarbúningi. Lucy grét viðstöðulaust. Laura lét við og við í ljós æst- ar tilfinningar; Jana var róleg. Engan, að greifa- innunni undantekinni máske, grunaði hve þung sorg hennar var, að sumu leyti við missir hans, sem var horfin þeim fyrir fult og alt úr þessum heimi, og að öðru leyti við missír hennar, sem þau vissu ekkert um hvað orðið var af. Sorg Jönu Chesney var of stór og beisk til þess að sýna sig með ytri merkjum; hún lá dýpra en á yfirborðinu. Jarlinn af Oakbum og greifaekkjan voru lögð í tvær grafir, hlið við hlið, í hinum stóra kirkju- garði, og lögmaður Oakburns fjölskyldunnar kom inn með erfðaskrámar. pað átti að lesa afskrift af erfðaskrá greifaekkjunnar, af því menn vissu að hún hafði skilið eftir gjafir til sumra stúlknanna, sem hér voru staddar. Lögmaðurinn, hr. Mole, var ungur maður með hvítan hálsklút; hann lét tóbak í nef sér með leynd, bak við vasaklútinn, þriðju hverju mínútu. Hann huggaði sig með talsverðu af neftóbaki fyrir utan dyrnar, og gekk síðan inn með tvö skjöl í hendinni og hneigði sig. Lafði Oakbum var enn ekki nógu hraust til að fara ofan í herbergin niðri, og lögmanninum var veitt móttaka þarna eins og ákveðið hafði verið. Erfðaskrá jarlsins var það, skjal, sem hann ætlaði að lesa fyrst, hann settist og opnaði hana. pað hafði ekki verið á valdi lávarðar Oak- bums að gefa, stórgjafir. Ættaróðalinu var gert að skyldu að borga elztu dóttur hans fimm hundr- uð pund árlega, henni Jönu Chesney, meðan hún væri lifandi; annari dóttur sinni, Lauru Carlton, skildi hann eftir fyrirgefningu sína, og hinni þriðju og fjórðu dætra sinna, Clarice Beauchamp og Lucy Chesney gaf hann þrjú þúsund pund hverri. Ekkja hans, Elisa, greifainna af Oakbum, átti að sjá um uppeldi og allan kostnað viðvíkjandi Lucy; þegar Clarice fyndist, átti hún að hafa heimili sitt hjá greifainnunni, ef hún vildi það, en ef ekki, þá hjá Jönu dóttur hans, sem hann bað að annast hana. Ef þáð kæmi í ljós, að hún hefði orð- ið fyrir einhveju óhappi, og væri ekki lengur meðal hinna lifandi, þá skyldu þessi þrjú þúsund pund hennar verða eign Jönu. prjú þúsund pund- in hennar Lucy átti að láta á vöxtu, þangað til hún væri tuttugu og eins árs gömul. prjú hundr- uð pundum átti strax að skifta jaft á milli fjögra dætra hans, “svo að þær gætu fengið sér viðeig- andi sorgarbúning” ;þann hluta þessa fjár, sem Clarice tilheyrði, átti Jana að taka og geyma fyrir hana. pannig voru ákvarðanirnar í erfðaskránni að því er snerti dætur jarlsins; þann hluta hennar, sem snerti konu hans og son — hann var nú raun- ar ekki fæddur þegar hún var samin, en það voru samt gerðar ákvarðanir með tilliti til viðburðar- ins — þarf ekki að minnast á; hann kemur okkur ekki við. pegar búi8 var að lesa erfðaskrána lagði hr. Mole hana frá sér, en tók eftirritið af erfðaskrá greifaekkjunnar, og fór að lesa það næstum við- stöðulaust. Gamla konan, sem hafði all-mikið af peningum út af fyrir sig, hafði gefið hvorri uppá- halds gyðjunni sinni fimm þúsund pund, Jönu og Lucy Chesney. Fimm þúsund pundin hennar Jönu áttu að vera komin í hennar hendur innan árs. púsundin hennar Lucy átti að láta á vexti, og hvorki upphæðina né vextina mátti snerta, fyr en hún væri búin að ná lögaldri. Hvorki Laura eða Clarice voru nefndar í erfðaskrá hennar. Jafnvel á síðustu stundu hafði greifaekkjan ekki getað fyrirgefið henni þá tilraun, að reyna að vinna fyr- ir sér sjálf. Lauru gat hún heldur ekki fyrirgefið giftingu hennar. Að lýsa hinum særðu tilfinningum Lauru, reiðinni og iðraninni yfir því, að bæði faðir hennar og frænka tóku ekkert tillit til hennar, er enginn hægðarleikur. Hún var áköf og æst í skapi, eins og faðir hennar, og mjög hneigð til að láta æsing- una í Ijósi við ýms lítilfjörleg tækifæri, en hún gerði'það ekki nú. pað eru sumar móðganir, eða sem við álítum vera það,sem særa tilfinningarnar svo djúpum sárum, að menn líða þegjandi og með leynd. pannig var það nú. Laura Carlton sagði ekki eitt einasta orð, né gaf vonbrigði sín í skyn á neinn hátt. Einungis reiðieldingin, sem enginn nema lögmaðurinn sá, brá fyrir í augum hennar; engin önnur ytri merki sáust. Lögmaðurinn tók fjóra vöndla af bankaseðl- um úr vasa sínum, í hvorum þeirra voru 75 pund. Hann fékk Jönu tvo af þeim, hennar eigin skerf og Clarice, einn fékk hann greifainnunni, sem Lucy átti og einn lafði Lauru. Laura tók við seðlunum án þess að segja eitt orð. Fingur hennar skulfu af löngun til að fleygja J’eim aftur í andlit Moles; en hún gat ráðið við sig ‘ Hann hefði líklega getað munað betur eftir mér”, sagði hún við Jönu seinna um kveldið, og svo beit hún á vörina af því, aðhenni varð á að segja þetta. Jana átti líka sín vonbrigði; en hún var við þeim búin. pað voru ekki fjármálaleg vonbrigði; það var eins vel séð um hana og hún hafði búist við, og hún var föður sínum þakklát fyrir það og frænku sinni fyrir hina rausnarlegu gjöf. Von- þrigði henar vqfu út af Lucy. Að það bam, sem hún hafði elskað og borið svo innilega umhyggju fyrir, sem hún í huga sínum hélt sig færa um að ala upp svo, að hún yrði góð kristin, mönnuð og mentuð stúlka, að minsta kosti eins vel og greifa- innan, að hún væri svift uppeldi hennar og eftir- liti, og öðrum fengið það í hendur, var í sannleika þung reynsla. Jana talaði ekki um skapraun sína, fremur en Laura, en gagnstætt því sem Laura gerði reyndi hún að jrfirvinna hana. “pað er enn þá einn kross sem yfir mér hangir”, tautaði hún við sjálfa sig. “Eg verð að taka honum með auð- mýkt og biðja um hjálp til að bera hann”. “pér skylduð hafa fengið hana út af fyrir yð- ur, ef erfðaskráin hefði leyft það”, sagði greifa- innan við Jönu; því hana grunaði hver vonbrigði hennar væru, og tárin í augum hennar sýndu hve innilega hún meinti það sem hún sagði. “Hún er mér ósegjanlega kær; en eg hefði samt ekki getað verið svo eigingjörn, að svifta yður henni. Hún má heimsækja yður, eins oft og þér viljið, lafði Jana; hún heyrir yður til fremur en mér”. Jana notaði tækifærið. “Leyfið mér þá að taka hana heim með mér til umbreytingar. Hún finnur sárt til þess sem hún hefir mist, og um- skifti á verustað mundi gera henni gott. Hún get- ur verið eina eða tvær vikur hjá mér, þangað til þér eruð orðnar vel frískar aftur”. “Velkomið, velkomið”, svaraði hún. “Heimt- ið þér haha, nær sem þér viljið, á hvaða tíma sem er, og hún skal koma til yðar, nema því að eins — nema því að eins-------”, lafði Oakburn þagnaði skyndilega. “Nema því að eins, hvað?” spurði Jana. “Ó, eg finn, að eg þori naumast að minnast á það”, svaraði greifainnan. “Eg talaði næstum hugsunarlaust. Eg bið yður að fyrirgefa mér, lafði Jana. pað sem eg ætlaði að segja var — nema því að eins að þér vilduð koma aftur hingað, og gera þetta hús að heimili yðar”. Jana hrist höfuðið. “Nei”, sagði hún; “eg held eg megi til að hafa heimili út af fyrir mig. Eg er nú orðin því svo vön, eins og þér vitið. En eg ætla að koma við og við og heimsækja yður”. Lucy fór því með Jönu til South Wennock. pær fóru þangað daginn eftir jarðarförina. Laura var þögul á leiðinni, nokkuð stygg, meðan hún hugsaði með beiskju um þær nýjungar, sem hún varð að færa manni sínum. Einu sinni sneri hún sér fljótlega við í vagninum, og ávarpaði Jönu fremur hörkulega. “Hvers vegna hefir þú aldrei sagt mér frá því, að þú hefðir spurt pabba um sundurrifna bréfið frá Clarice? Enginn skeytir neitt um mig, að mér finst?” Jana stundi þreytulega. “Eg veit ekki hvers vegna eg gerði það ekki. Mér geðjast illa að, að tala um Clarice, og þetta réði heldur ekki gátuna”. pær komu heilu og höldnu til South Wennock. Laura hafði ekki gert manni sínum aðvart um komu sína, og þess vegna beið hennar enginn vagn; vonbrigðin, sem hún varð að færa honum, höfðu gert hana hrædda. Almenningsvagninn og ein- eykisvagn biðu við stöðina. Judith flýtti sér af stað til að ná í þann síðarnefnda, en kom of seint. Fallegur, ungur maður stökk inn í vagninn fyrir framan hana. pað var Friðrik Grey. “ó, hr. Grey!” sagði hún nokkuð dauf á svip. “pér viljið eflaust sleppa eineykisvagninum, viljið þér ekki gera það, hr. ?” “Jú, auðvitað, Judith!” svaraði ungi maður- inn hlæjandi. parna er almenningsvagninn handa mér”. “pað er ekki handa mér, hr. Friðrik; lafðimar , eru hérna”. Hann leit út, sá þær, og var á augabragði komin ofan úr vagninum með stóra öskju í hend- inni, sem hann bar yfir að almenningvagninum, og bauð Jönu eineykisvagninn. Hann stóð með hatt- inn í hendinni og alúðlegt bros á viðfeldna andlit- inu, meðan hann neyddi þær til að taka vagninn. “En það er ekki rétt að ræna honum frá yð- ur”, sagði Jana. “pér fenguð hann fyrst”. “Hvað þá? og láta yður taka almenningsvagn- inn, lafði Jana. Hvað mynduð þér hugsa um mig? Hristingurinn hans skemmir mig ekki; hann er fremur til gamans. Eg skyldi ganga ef ekki væri rigning”. “Komið þér frá London?” “Ó nei. Að eins frá Lichford”. Hann hjálpaði þeim upp í vagninn, og þær voru neyddar til að láta Judith sitja hjá sér; því rigningin var svo mikil, og Jana vildi ekki láta hana sitja úti; Lucy horfði á hann, þar sem hann stóð og lyfti hattinum sínum, um leið og þær óku af stað. “En hvað hann hefir góðlegt andlit”, sagði hún. “Mér geðjast svo vel að honum, Jana”. “Nú gleymdi eg að segja honum, að við hefð- um talað við föður hans”, sagði Jana. “Eg verð að gera honum boð, og biðja hann að heimsækja okkur”. Fyrst komu þær að húsi Carltons, og þar sté lafði Laura út úr vagninum, en svo var haldið áfram til Cedar Lodge. Hr. Carlton var heima og hann bauð konu sína velkomna með mörgum koss- um. pað var orðið framorðið og teið stóð á borð- 'inu. Herbergið, með logandi eld 1 ofninum, var mjög aðlaðandi eftir hina löngu ferð hennar. Hr. Carlton elskaði hana enn þá, og hann hafði saknað hennar mikið meðan hún var fjarverandi. “Að sjimu leyti í'Pembury og að sumu leyti í London, hefir þú verið í burtu í fjórtán daga, Laura. Og eg hefi þráð þig allan þenna tíma, og hélt hann mundi aldrei ætla að líða”. “pað er nú samt sem áður enginn staður jafn skemtilegur og heimilið”, sagði Laura. “Og, Lewis, það er enginn eins og þú. Við vorum þang- að til jarðarförin var afstaðin, eins og þú skilur, og — til — til að heyra erfðaskrána lesna”. “Og hvernig var svo innihald erfðaskrárinn- ar?” spurði Carlton. “pú ert væntanlega rík núna; við vesalings læknamir, þorum naumast að snerta við þér með langri stöng”. Laura hafði setið fyrir framan eldinn með fætumar á ofnskörinni, og hr. Carlton laut inni- lega niður að henni. Hún stökk skyndilega á fæt- ur, og um leið og hún sneri baki að honum, fór hún að eiga við einherja smámuni sem láu þar á litlu borði; hún hafði einhvern grun um að fregnir hennar myndu ekki vera horíum þægilegar. “Laura, eg segi, þú hefir eflaust erft tíu eða tuttugu þúsund pund? Greifaekkjan hefir skilið þér eftir tíu, tel eg víst”. “Eg hefi verið að hugsa um hvernig eg ætti að gera fregnina þolanlegar fyrir þig, en eg get það ekki. Eg skal segja þér það versta strax”, sagði hún, um leið og hún sneri sér við skyndilega og horfði í augu hans. “Eg hefi engan arf fengið, Lewis”. Hann svaraði ekki; starði að eins spyrjandi augum á hana. “Pabbi hefir ekki skilið eftir einn skilding handa mér, að undanskildu lítilsháttar fyrir sorg- arbúning; í erfðaskránni var sagt að hann léti mér í té fyrirgefningu sína. Frænka mín arfleiddi Jönu og Lucy að tíu þúsund pundum, en mér gaf hún ekkert”. Beiskt orð var næstum sloppið yfir varir Carl- tons; en honum hepnaðist að gleypa það áður en það var talað. “Ekkert skilið þér eftir?” endurtók hann. “Hvorugt þeirra”. “Sjötíu og fimm pund fyrir sorgarbúning og fyrirgefningin. ó, Lewis, það er skammarlegt, það eru voðaleg vonbrigði, svívirðilegt óréttlæti, og eg finn sárara til þess þín vegna heldur en mín vegna”. “Og Jana?” spurði hann eftir litla þögn. “Jana fær fimm hundruð pund árlega á meðan hún lrfir, og fimm þúsund auk þess að gjöf. Hvað eigum við að gera Lewis?” “Umbera þetta eins vel og við getum”, svar- aði Carlton'. “pað er gamalt orítæki, Laura, sem segir: “pað sem ekki er mögulegt að umbæta verður að eiga sig”, og þú og eg verðum að taka okkur þetta til fyrirmyndar”. Hún greip hattinn sinn í snatri og fór út úr herberginu, eins og hún vildi forðast að segja meira, svo hann varð einn eftir í herberginu. pá breyttist svipur hans snögglega, hann varð ná- fölur, annað hvort af reiði eða sárri tilfinningu. bjarminn frá eldinum sýndi skírt andlitsdrætti hans, þó ekkert annað ljós væri í herberginu. Tveir stórir gluggar voru á stofu þessari — eins og les- andinn máske man — annar á framgaflinum og hinn á hliðinni; gaflglugginn var lokaður með hlemm, en hinn ekki. Hann stóð gagnvart glugg- anum í djúpum hugsunum, um frásögn konu sinn- ar. Hann hafði vonað og treyst því að hún fengi arf, svo þau gætu losnað við skuldirnar er þau höfðu steypt sér í. pannig stóð hann í nokkar mínútur og leit svo upp. pá sá hann andlitið, sem hann aldrei gleymdi, rétt fyrir utan gluggann, horfandi inn í herbergið, sama andlitið og hann sá í stigaganginum kveldið sem frú Crane dó, og aftur í garðinum hjá k^ptein Chesney síðar. pessi sýn gerði hann hræddan, svo hann rak upp hljóð og reikaði að vegnum móti glugganum. Endir annars kafla. PRIÐJI KAFLI. I. KAPfTULI. Laugarnar. Að hugsa og horfa á sjö ókomin ár fram und- an sér, er langt tímabil; unga fólkinu sýnist það næstum óendanlegt. pað er erfitt að hugsa sér það, þegar vér teljum það í stundum, dögum, mán- uðum og árum. En hvað eru sjö ár, þegar við borfum aftur í tímann? — lítil vindbóla, að því er sýnist, í veraldarhafinu; örsmá punktur í sjón- deildarhring lífsins. Síðan að frásögnin í síðasta kapítula, í kaflanum næst á undan átti sér stað, eru liðin sjö ár af lífsferli persónanna er saga vor snýst um, og nú er lesendunum boðið að sjá og kynnast nokkrum þeirra aftur. Á sjávarströndinni hjá nýtízku og af eingöngu heldra fólki notuðum laugum, sat hópur ungra kvenna. Sumar saumuðu á meðan þær skröfuðu, sum- ar lásu, sumar neyttu hins hreina lofts þegjandi, sem streymdi inn yfir landið frá sjónum, sumar horfðu á börnin, sem hlupu hingað og þangað í dá- lítilli fjarlægð og léku sér með sandinn. Hópur ungra meyja hafði safnast saman; það var dálítið bil á milli þeirra, en stærra en svo, að þær gætu talað saman. pær áttu mjög annríkt með sín eig- in fyrirtæki, sín eigin áhugaefni, skraut, daður, bókmentir, hina nýtízku skemtigöngustaði, félags- lífið í sölunum á kveldin. Á þessu augnabliki virt- ust þær fremur hneigðar fyrir þrætur en kurteis- ar samræður. Afbrýði gerði einnig vart við sig hjá þeim. “pér getið sagt, hvað sem þér viljið, ungfrú I.ake”, sagði ung stúlka, “en eg held því fram, að af öllum ungum mönnum, sem í Seaford dvelja, sé hann göfugastur og markverðastur. Hefi eg rétt fyrir mér eða ekki ?” bætti hún við um leið og hún sneri sér við að hinum. Sú sem talaði var há og tíguleg stúlka með arnarnef, föla og fyrirmannlega andlitsdrætti. Hún var dóttir yfirhershöfðingja Vaughan og konu hans, og dvaldi nú ásamt þeim í Seaford. Sú ungfrú Lake, sem svar hennar var beint til, var lítilsigld en háðsk, og í stað svars bretti hún að eins varirnar. “Eg skeyti ekki um það, hvort hann er göf- ugur eða markverður”, sagði Fanny Darlington, lagleg stúlka. “Eg veit að hann er sá viðfeldn- asti maður, sem eg hefi nokkru sinni talað við. Og ef hann er þar á ofan markverður, þá gerir það hann ekki hið minsta óþægilegri. Eg hata ykkar markverðu menn; þeir eru vanalegast hégóma- gjarnir, dulir og óþýðir; þrír gallar, sem hann er laus við. Hann dansaði tvisvar við mig í gær- kvöldi”. “Og ekki í eitt einasta skifti við Augustu Lake, og það er þess vegna að hún ásakar hann í dag”. Lítið bros, sem þær kurteysisvegna vildu ekki láta sjást, lék á vörum flestra. Ungfrú Vaughan var sú eina sem talaði. Areiðanlegustu Eldspíturnar í Keimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRASTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspítur á markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvirka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR UOÐSKINN Bændur, Veiöimennn og Verslnnurnienn I/OÖSKIN N A. & E. PIERCE & CO. (Mestn skinnakaupmenn í Canaria) ais PACIFIC AVENUE..............WINNIPKC, MAN. Hæsta verð borgað fyrlr Gærur Húðir, Seneca rætur. SENDIÐ OSS SKINNAVÖRU YBAR. LÁTIÐ OSS SUTA SKINNIN YÐAR Skinnin eru vandlefa sútuð og verkuð VÉR erum þaulvanir sútarar. ÁHÖIjI) vor skara fram úr allra annara. VKKK vort er unnið af æfCum mönnum. VÉR höfum einn hinn bezta sútara t Canada. VÉR sútum húCir og skinn, meC hári og án hárs, gerum þau mjúk, slétt og lyktarlaus, og búum til úr þeim hvaC sem menn vilja. VÉR spörum yCur penmga. VÉR sútum eigi leCur I aktýgi. VÉR borgum hæsta verC fyrir húCir, gærur, ull og mör. SKRIFIÐ OSS BEINA I.KIÍ) KFTIR VKRDSKKÁ. W. BOURKE & CO. Meðmæli: Dominion Rauk 505 Pacific Ave., Brandon mmwm 'tiWiVn wtwtH KOMIÐ MEÐ RJOMANN YÐAR Vér borgum hæsta verð í peningum út í hönd fyrii allskonar rjóma, nýjan og súran Peningaávísanir sendai fljótt og skilvíslega. öllum tómum könnum tafarlaust skilað aftur. Um upplýsingar vísum vér til Union Bank of Canada. Manitoba Creamery jCo., Ltd., 509 William ftVE. ■iiiiBiiiaiuia! Húðir, UU °g LDOSKINN • • • • Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðslu og haesta verði fyrir ull og loðskirn.tkrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. ,, Athugasennd við kartöflur" Mikil áherzla er nú á tímum lögö á a$ yrkja landið með afurðir þess af öllu tagi — og yrkja það með at- orku. en samt með reglu og nákvæmni — sent tilheyrir öllji verklegu sem business-legu (systemj, ef takmarki skal ná — fyrir þá, sem umráð hafa vfir einhverjum landbletti. Einnig er garðrækt í þessu fólgin, sérstaklega kartöfluræktinv t»egar þeim er plantað, skal gæta þess að rugla ekki mismunandi kartöfluteg- undum. Hafa skal þær hvítu og þær rauðu hvorar í sinu lagi, til þess að koma fyrir mikinn afslátt, þegar kom- ið er með þær á markaðinn. Hvíta tegundin er frekar viðtekin á aðal- tnarkaðnum, þó fólk yfirleitt gjöri lítinn mismun. Þegar útsæði er v'alið, skal gæta þess að í því sé engin spilling og að kartöflurnar sé.u algjörlega lausar við hrúður. Samt kemur það fyrir, að sú sýki er til t jarðveginum, þar sem sáð ^r og smittar útsæðið. Ef svo er. er skynsamt að breyta til, og rækta þar einhvern annan ávöxt. Þegar sáð er, skal velja kartöflur með gruunum augum, meðallagi að stærð og svipaðar að lit. Og áður en þær eru teknar á markaðinn 'skal að- skilja þær, halda þeim smáu og sýktu. Með ofangreindri tilsögn ætti upp- skera þín að fara vaxandi og batn- andi og komast í gott verð og hátt gildi á heimsmarkaðinum. Norður Manitoba er orðlögð fyrir hragðgóðar kartöflur, hefir tekið verðlaun á iðnaðarsýningitm og unnið sér góða tiltrú á fjærliggjandi mörkuðum. Auðvelt að endurbæta t. d. hrúð- ur eða kartöflur með kláðasýki, sem víða hefir tíðkast, er nú þegar i mörgum plássum búið að koma í veg fyrir það, sem auðvitað hefir kostað ýmsar tilraunir og þolinmæði. Þá skal bita niður kartöflurnar til útsæðis, og skilja eftir tvö augu á hverjum bita, eftir Búnaðardeildar tilsögn, en eitt auga á bita hefir mér reynst bezt, með því að skera mitt á milli spíruholanna. En ef bitinn er lít- 11 eða vesalleg augun, er betra að hafa tv'ö á bita hverjum. Síðan skalt þú setja bitana í formaline lög, og láta þá vera þar í tvær stundir og láta fljóta yfir; er hæfileg ýý niörk í 30 gallon af vatni. Bezt er að taka útsæðið frá á haustin, þegar kartöflurnar eru tekn- ar upp, og geyma svo yfir veturinn, ekki í verulega hlýju plássi, og ekki heldur þar sem frost nær þeitn. Þar sent ekki hafa verið nógu góðir kjallarar til að geyrrra kartöflur í, hefir oft revnzt vel a'ð grafa þær í garðinum og búa vel um með strái og kartöflugrasi me'ð mold ofan á. Nú dregur að sáning óðum, og til að ráða fram úr öllum mögulegum örðugleikum nú á tímum, þá hafið þetta lnigfast, og einhver scm er landlaus, og óskar eftir að eignast blett til ræktunar í Winnipeg-lxrrg, gæti eg gpfið leiðbeiningar kostnaðar- laust. — Einnig mætti eg heyra frá bændum, sem hugsuðu sér að breyta til. Manitoha kartöflur og hvítfiskur úr Winnipegvatni á vel satnan. G. S. GuSmundson, Frámnes, Man.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.