Lögberg - 23.05.1918, Síða 6
6
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 23. MAí 1918
Sólskinsblettir.
Mörgum finst það ærið óviðfeldið, hversu æfi-»
kjörum manna er misskift hér á jörðu. pað virðist
svo sem sumum skíni sífelt sól meðlætis en skuggar
mótlætisins hvíli aftur stöðugt j’fir öðrum.
Sumir eru gæfumenn en aðrir ógæfumenn, en
af hverju stafar það? Hafa ekki allir sama rétt til
lífsins? Jú, vissulega er svo. En hvernig stendur
þá á þeirri miklu tviskiftingu, sem allstaðar á sér
stað í mannfélaginu. petta ættu menn að finna
skyldu sina í að íhuga, reyna að komast fyrir rætur
þess og fá ráðið bót á því og uppræta þannig skugg-
ana, sem hvíla yfir lífi einstaklinganna, samkvæmt
þvi kærleiksboðorði, að vér eigum að elska hver ann-
an eins og vér höfum verið elskaðir af höfundi kær-
leiksboðorðsins.
Stundum eru menn, og ef til vill ekki ósjaldan,
sjálfir valdir að skuggahliðum lífs sírts. — Benjamín
Franklin hefir eitt sinn gefið þetta heilræði: “Sá
sem vili verða gæfumaður, verður að temja sér reglu-
semi. Ef einhver þykist þekkja einhvem annan veg,
sem liggi til gæfunnar og farsældarinnar lands, þá
er sá táldragari”.
Sumir menn svíkja sjálfa sig, vekja vantraust
á sjálfum sér, með því þeir virða einskis orð sín og
eiða. peim notast ekki að góðum hæfileikum, sem
þeir kunna að hafa. En trúmenska og áreiðanleiki á
allar hliðar bætir upp marga ófullkomleika og lyftir
mönnunum á hærra menningar og siðgæðisstig.
Eitthvert hið stærsta gæfuspor gagnvart sjálf-
um oss og öðrum, hygg eg vera, að taka þá föstu- á-
kvörðun að lifa sem fegurstu og fullkomnustu lífi.
Og tii þess getum vér veitt hver öðrum öflugan
styrk, með því að sýna hver öðrum hluttekningar-
semi, ást og alúð, því
Alt af þrái eg yl og sól
og inndæla vorsins hljóma,
er segja frá ást er aldrei kól
og eilífum dýrðarljóma.
Vér eigum að finna'það skyldu vora að leitast af
alefli við að hlúa, sem bezt við getum, að öllu því
göfuga og góða, er vér verðum varir við í fari hvers
annars, en leitast aftur á móti við að uppræta alt hið
ómannúðiega, sem tálsnörur spillingar vilja flækja
oss í.
Eitt vingjarnlegt bros til þeirra, sem með oss
lifa, er meira virði en þúsund tár yfir gröfum fram-
liðinna.
Vér getum með góðum og föstum ásetningi
tendrað þá kærleikssól, sem vermi og lýsi upp líf
meðbræðra vorra. Sá, sem hefir kærleikann í sínu
hjarta og lifir auðsveipnu og miskunarríku lífi og
berst gegn hinu illa í þess mörgu myndum, hann lifir
í guði og guð í honum.
petta er samhygðarandinn, sem skín frá vin-
gjamlegum andlitum manna og hluttekningarríkum
hjörtum. Og það er ekkert til, sem veitir jafnmikla
birtu í hversdagslífinu.
pað eru sólmennimir, sem ávalt eru vingjamleg-
ir og hluttekningarsamir og sem öllum geðjast vel að.
peirra andi varpar ljósi inn í heiminn. Og vér get-
um tekið undir með skáldinu og sagt:
í sannleik, hvar sem sólin skín
er sjálfur guð að leita þín.
—Heimilisblaðið.
Sagan af Hlini kongssyni.
Það var einu sinni kongur og drotning í ríki
sínu. Hann hét Hringur, en ekki er þess getið,
hvað drotning lians hét; þau áttu einn son, sem
Hlini er nefndur. Snemma var hann efnilegur, og
þótti hinn mesti kappi. Sagan segir, að karl og
kerling voru í garðshorni; þau áttu eina dóttur,
er Signý hét.
Eitt sinn fór kongsson á dýraveiðar með hirð-
mönnum föður síns. Þegar þeir höfðu veitt nokk-
ur dýr og fugla, og ætluðu heim aftur, sló vfir svo
dimmri þoku, að þeir mistu sjónar á kongssyni.
Leituðu þeir hans þá lengi, en fundu ekki, og sneru
við það heimleiðis. Þegar þeir komu til kongs-
hallar, sögðu þeir, að þeir hefðu mist Hlini frá
sér, og hvergi getað fundið hann. Kongur varð
mjög hryggur við þessa fregn, og sendi margt
manna daginn eftir að leita að syni sínum. Þeir
leituðu allan dag til kvölds, en fundú ekki, og fór
svo í þrjá daga samfleytt, sem leitað var, að Hlini
fanst ekki. Við þetta varð konungur svo harm-
fullur, að hann lagðist í rekkju, sem veikur mað-
ur. Hann lét og lýsa því yfir, að hver, sem fyndi
son sinn og kæmi með liann heim aftur, skyldi
eignast hálft ríki sitt.
Signý karlsdóttir fréttir hvarf kongssonar,
og hverjum launum faðir hans hafi heitið, ef Hlini
fvndist; fer hún því til foreldra sinna og biður þá
um nesti og nýja skó, og heldur síðan á stað, að
leita kongssonar. En það er af fepðum Signýjar
að segja, að þegar hún hefir gengið meiri liluta
dagsins, kemur hún að áliðnu að helli einum,
liún gengur inn í hann og sér þar tvær rekkjur,
var silfurofin ábreiða yfir annari, en gullofin yfir
hinni. Litast hún þar betur um, og sér að kongs-
son liggur í ]>eirri rekkjunni, sem gullofna ábreið-
an var yfir; vill liún vekja hann, en getur ekki.
Hún tekur þá eftir því, að einliverjar rúnir voru
ritaðar á rekkjuna, sem hún skilur ekki. Eftir
}>að gengur hún fram að hellisdyrum og felur síg
á hurðarbaki. En þegar hún er komin í þetta
fylgsni, heyrir hún litlu síðar úti dunur miklar, og
sér, að tvær skessur stórskornar mjög koma inn
í liellinn. Segir þá önnur þeirra, þegar }*ær eru
inn komnar: “Fuss um fei; mannaþefur í helli
okkar’’. En hin segir, að það sé af honum Hlini
kongssyni. Síðan ganga þær inn að rekkju þeirri,
sem kongssonur svar í, og segja svo:
“Syngi, syngi svanir mínir,
svo hann Hlini vakni “.
Síðan syngja svanirnir, og Hlini vaknar.
Yngri skessan spyr hann þá að, hvort hann vilji
ekki borða. En liann neitar því. Þá spvr hún
hann, hvort hann vilji ekki eiga sig. Hann neitar
því þverlega. Þá kallar hún upp og segir:
‘ ‘ Syngi, syngi svanir mínir,
svo hann Hlini sofni”.
Svanirnir sungu, og hann sofnar. Eftir það
fara þær að sofa í rekkju þeirri, sem silfurofna
ábreiðan var yfir. Um morguninn þegar þær
vakna, vekja þær Hlini, og bjóða honum að borða;
en hann vildi ekki; því næst spyr hin yngri hann,
hvort hann vilji ekki eiga sig; en hann neitar því
sem áður. Þá svæfa þær hann á sama hátt og
fyrri, og fara síðan burtu úr hellinum.
Þegar þær eru farnar fyrir lífilli stundu, fer
Signý úr fylgsni sínu, og vekur kongsson, eiijs og
skessurnar höfðu að farið; síðan heilsar hún lion-
um, en hann tekur kveðju hennar vingjarnlega,
og spyr hana frétta. Hún segir honum alt af létta,
og um harm þann, sem faðir hans beri eftir hann.
Síðan spyr hún hann um hagi hans. En liann seg-
ir, að þegar hann hafi orðið viðskila við hirðmenn
föður síns, hafi hann hitt tvær skessur, og liafi
þær farið með sig þangað; önnur þeirra hafi ætlað
að neyða hann til að eiga sig, eins og hún hafi
lieyrt, en hann liafi ávalt aftekið það. “Nú skaltu”,
segir Signý, “þegar skessan spyr þig í kvöld,
livort þú yiljir ekki eiga sig, játasf henni með því
móti, að hún segi þér, livað ritað sé á rekkjurnar,
og livað þær séu að gera á daginn”. Þetta þykir
kongssyni óskaráð. Eftir það tók hann tafl, og
bauð henni að tefla við sig, og tefldu þau til
kvölds. En þegar rökkva tók, svæfði hún hann og
fór í fylgsni sitt. Litlu síðar heyrði hún, að
skessumar komu og ösla inn í hellinn með fugla-
kippu. Kveykja þær upp eld, og fer hin eldri að
matreiða, en sií yngri fer yfir að rekkjunni, og
vekur Hlini, og spyr hann, hvort hann vilji borða.
Hann þiggur það. Þegar hann er búinn að því,
spyr hún liann, hvort liann vilji ekki eiga sig.
Hann segist vilja það, ef hún segi sér, hvað rún-
irnar þýði, sem séu á rekkjunum. Hún segir, að
á þeim standi;
“Renni, renni rekkja mín
hvert sem maður vill”.
Hann lætur vel yfir því, en segir að hún verði
að vinna meira til, og segja sér, hvað þær hafist
að úti í skóginum á daginn. Hún segir, að þær séu
að veiða dýr og fugla; en þegar þeim verði á milli
með það, setjist þær undir eik eina, og liendi á
milli sín f jöregginu sínu. Hann spyr, hvort nokk-
uð sé vanfarið með það. Skessan segir, að það
megi ekki brotna; því að þá séu þær báðar dauðar.
Kongsson segir, að nú hafi liún vel gert, að segja
sér frá þessu, en hann vilji nú hvílast til morguns;
hún biður hann ráða því og svæfir hann síðan.
Um morguninn vekur hún hann til að borða, og
þiggur hann það. Þá spyr skessan hann, hvort
hann vilji ekki koma með þeim út í skóg í dag; en
hann segist heldur vilja vera heima. Síðan kveð-
ur skessan hann og svæfir, og fara þær að því
búnu báðar burtu.
En þegar þær voru farnar fyrir góðum tíma,
fer Signý og vekur kongsson, biður hann að fara
á fætur, “og skulum við”, segir hún, “fara út í
skóg, þangað sem skessurnar eru. Þú skalt hafa
spjót þitt með þér, og þegar þær fara að kasta
fjöregginu á milli sín, skaltu skjóta spjótinu í
eggið,; en líf þitt liggur við, ef þú hittir ekki”.
Kongssyni þótti þetta óskaráð, og stigu þau síðan
bæði upp í rekkjuna og mæla fyrir munni sér:
“Renni, renni rekkja mín út á skóg”. Fer þá
rekkjan á stað með þau bæði, og nemur ekki stað-
ar, fyr en úti í skógi við eik eina. Þar heyra þau
hlátur mikinn. Signý segir þá við kongsson, að
hann skuli fara upp í eikina, og gjörir hann svo.
Sér hann þá báðar skessurnar, undir eikinm, og
heldur önnur þeirra' á gulleggi, og snarar því að
hinni. 1 sama vetfangi skaut kongsson spjótinu,
og kom það á eggið á fluginu, svo það brotnaði.
Við það brá skessunum svo, að þær ultu út af með
froðufalli. Fer þá kongsson ofan úr eikinni, og
þau Signý heim í hellinn á sama hátt, og áður.
Tóku þau nú alt, sem fémætt.var í hellinum, og
fyltu með því rekkjumar báðar. Síðan stigu þau
sitt á hvora og þuldu rekkjurúnirnar. En þær
runnu heim í garðshorn með þau og allar gersem-
arnar. Karl og kerling fögnuðu þeim vel, og báðu
þau þar að vera um nóttina. Snemma morguns
daginn eftir fór Signý lieim í kongsríki, gengur
fyrir konung og kveður hann. Kongur spyr, hver
hún sé. Hún segist vera karlsdóttir úr garðs-
homi, og spyr, hverju hann vilji launa sér, ef hún
geti fært honum son hans heilan á húfi. Kongur
segir að það bíði engra svara, liún muni varla
finna hann, þar sem engum af sínum mönnum hafi
tekist það. Signý spyr, hvort hann vilji ekki
leyfa sér að taka sömu laun fyrir það, og hann
liafi heitið öðrum, ef hún gæti fundið son hans.
Hann segir, að svo skuli vera. Signý fer þá aftur
heim í garðshorn, og biður kongsson að fylgja sér
heim í kongshöll, og það gerir hann. leiðir liún
liann svo inn í höllina og fyrir kong. Kongur
fagnar vel syni sínum, og biður hann að setjast
sér til hægri handar, og segja, livað á dagana liaf i
drifið, frá því hann viltist frá mönnum sínum.
Kongsson sezt þá í hásæti hjá föður sínum, og bið-
ur Signýju að sitja á aðra hlið sér, og segir svo
frá sögunni, eins og hún hafi gengið, og að þessi
kvenmaður sé Iífgjafi sinn, sem liafi leyst sig úr
trölla liöndum. Síðan stendur Hlini upp, gengur
fyrir föður sinn, og biður hann að leyfa sér að
taka þessa stúlku sér fyrir konu. Kongur leyfir
það gjarna, og lætur þegar stofna til veizlu, og
býður til hennar öllum höfðingjúm ríkis síns.
Stóð brúðkaupið í viku, og að því enduðu fór hver
heim til sín, og lofuðu allir örlæti konungs, er
hafði leyst þá út með góðum gjöfum. En kongs-
son og Signý unnust vel og lengi. Þar með endar
þessi saga.
Óþekti riddarinn.
Við ána Rhine í Þýzkalandi, skamt frá bæn-
um Caub, stóð einu sinni kastali, sem Juttas
kastali liét. Þann kastala átti maður, sem Filip
hét. Hann átti sér systur, sem bjó í þessum kast-
ala, sem Jutta hét, var hún forkunnar fögur og
líka góð. Á sumrin, þegar víkingarnir þýzku
voru að leikjum, sem þá voru kallaðar burtreiðir,
komu allar fallegustu stúlkurnar og sátu og
liorfðu á, þegar víkingamir fveir og tveir í senn
komu ríðandi fram á leikvöllinn á hestum sínum.
Mennimir voru liertýgjaðir frá hvirfli til ylja,
með langar stengur í höndunum, sem kallaðar
voru burtreiðarstengur. Svo hleyptu þeir hest-
um sínum á harða sprett, og var um að gera að
geta felt livorn annan úr söðlinum, og sá sem alla
feldi, hann var sigurvegarinn.
1 þetta sinn var haldin burtreiðarleikur við
Cologne. Áhorfendapallarnir voru allir fullir,
og þar var Jietta og var hún drotningin í þessum
leik, og leizt öllum burtreiðarmönnunum og vík-
ingunum ósköp vel á hana, og þótti mikið til henn-
ar koma. En hún virtist ekkert gefa sig að hinu
hýra augnatilliti þeirra. Bróður hennar Filip,
sem vildi um fram alt að hún giftist þýzkum
manni, vonaðist eftir að í þessum leik myndi ein-
liver riddarinn sýna frækleik sinn svo að í augu
hennar gengi, því vígfimi og hrevsti gekk þá mjög
í augu kvenna.
Svo 'var blásið í horn, og leikurinn byrjaði.
Riddararnir keyrðu hesta sína sporum og mættust
á harða stökki. Sumir veltust úr söðlunum, en
aðrir sátu fast. Og þegar leikurinn, sem var hin
bezta skemtun, hafði staðið part af degi, reið fram
riddari einn tígulegur; hestur hans var fjarska
fallegur og iðaði í fjöri. Þessi riddari var, eins
'og allir hinir herklæddur og með hjálm á höfði og
skjöld við hlið, og á skildinum var skjaldarmerki
Englendinga. Þessi ókunni riddari var svo víg-
fimur, að enginn. maður gat staðið á móti honum,
og það leið ekki á löngu þar til hann hafði felt alla
þýzku riddarana af baki, og seinast beið hann einn
á leikvellinum, til þess að ganga úr skugga um
það, að enginn væri }>ar, sem þyrði að reyna við
sig. En enginn gaf sig fram. Svo reið hann hægt
meðfram áhorfenda pöllunum. Allir horfðu undr-
andi á hann, en hann virtist ekkert taka eftir þvT.
Hann aðeins hélt áfram, }>ar til hann kom þar að,
sem Jutta sat. Þá stöðvaði liann liest sinn, og
liorfði stundarkorn á liana þegjandi. Jutta leit
ekki upp, en hún fann augnaráð riddarans hvast
en })ó blítt, hvíla á sér, og hjartað fór að slá örar
í brjósti hennar. Þannig leið dálítil stund, þar til
Riddarinn tekur til máls og segir: “Eg elska
þig. Treystu mér og gef mér glófa þinn, og skal
eg vitja þín eftir þrjá mánuði”.
Jutta reis á fætur, rétti honum glófann og
mæltiumleið: “Megið þér ekki dvelja neittf”
“Nei, kæra stúlkan mín”, mælti óþekti ridd-
arinn, “eg kom til Þýzkalands í brýnum erindum
og þeiin verð cg að ljúka. Að svo búnu keyrði
hann liest sinn sporum og reið út í rökkrið, sem
var þá farið að færast yfir land og láð.
1 sex mánuði beið Jutta eftir riddaranum
sínum óþekta, en ekki kom hann og ekki frétti hún
neitt af honum. Hún frétti að enskur riddari liefði
lent í vígaferlum, út af kosningu Richards frá
Cornwall, til keisaradæmisins þýzka, og að hann
liefði verið drepinn.
Hún varð ósköp döpur út af þessu, því hún
hélt að það hefði verið riddarinn sinn. “Það
hlýtur að hafa verið liann”, sagði hún við sjálfa
sig aftur og aftur, og að síðustu yfirbugaði sorgin
hana svo mjög, að hún læzti sig inni í herberginu
sínu, og vildi við engan mann tala og engan sjá.
Svo var það einn dag eftir liádegi að bróðir
liennar Filip kom inn til hennar og sagði henni að
Þýzkalandskeisari væri kominn til þess að biðja
hennar. Jutta bað bróður sinn að skila til hans,
að liún hefði fastlega ráðið að gangá í klaustur,
og væri því þýðingarlaust fyrir nokkurn mann að
lcita ráðahags við sig.
Filip fór og skýrði keisaranum frá þessum
málalokum. En hann vildi ekki hlusta á neinar
mótbárur, en krafðist }»ess að fá að sjá Juttu. Að
s'íðustu lét liún til leiðast að sjá keisarann. Og
}>egar hún kom inn í salinn, þar sem hann beið,
stóð hann upp í móti henni og mælti: “Jutta,
ITér er glófinn þinn; varstu búinn að gleyma enska
riddaranum þínum”. Svo lyfti hann hjálminum,
og Jutta sá frammi fyrir sér riddarann sinn ó-
þekta, sem var Richard Cornwall, bróðir Hinriks
III. Englakonungs. Eftir mikla erfiðlcika var
hann nú kominn til valda á Þýzkalandi, og var nú
þarna kominn til þess.að sækja unnustuna, sem
hafði lieitið honum trygðum sem óþektum riddara,
og gjöra hana að drotningu.
Börnin í Kína.
það sem meiri áherzla er lögð á í Kína en alt
annað í sambandi við uppeldi barna, er það að inn-
ræta börnunum, ást og virðing til foreldra sinna.
Bækurnar sem börnin læra eru þrungnar af anda,
og sögumar sem þau lesa. Eftirfylgjandi er sýnis-
hom.
Maðurinn sem fann dýrsmjólkina.
Einu sinni var ungur maður, sem Yen hét.
Hann átti föður og móður, sem voru mjög hnigin að
aldi og nærri blind, og gátu þess vegna ekkert unnið.
Læknirinn sem sóttur var sagði Yen að eina ráðið til
þess að foreldrar hans yrðu ekki alveg blind, væri að
útvega þeim mjólk úr dýrum, en hún var svo dýr, að
þau gátu með engu móti keypt hana. pað virtist því
ekki vera nein von um hjálp. Yen, sem vann baki
brotnu alt sem hann gat og kom heim til foreldra
sinna með hvert einasta cent sem hann innvann sér.
var alt af að hugsa um það, hvernig hann ætti að fara
að því, að hjálpa pabba sínum og mömmu, en gat
ekkert ráð fundið. Yen átti boga og örvar og kunni
vel að skjóta með boga sínum. Einu sinni datt hon-
um í hug, að hann skyldi fara upp í fjöll, þar sem
viltu dýrin væru og vita hvort hann gæti ekki skotið
eitt þeirra með boga sínum. Næstu nótt á eftir fer
hann. pegar hann kom nokkuð upp í fjallshlíðina, sá
hann dýra hóp. Hann leggur ör á streng og skýtur
á dýrahópinn og náði einu dýrinu, fló af því belg og
fór svo í hann sjálfur, á þann hátt gat hann komist
að dýrunum án þess þau hræddust hann, og mjólkað
þau. pessu hélt hann áfram á hverri nóttu alt sum-
arið, og bjargaði þannig sjón foreldra sinna.
Drengurinn sem hjálpaði föður sínum.
pegar litli Hwang misti móður sína, ásetti hann
sér að vera betri við föður sinn heldur en hann hafði
áður verið, og hjálpa honum eins mikið og hann
mögulega gæti. pað var miðsumar og hitinn var ó-
skaplega mikill, og þegar faðir hans Hwang kom
heim úr vinnunni, þreyttur og vildi reyna að sofna,
gat hann það ekki vegna hitans. — Hann velti sér á
allar hliðar í rúminu og gat engrar hvíldar notið.
Hwang litli lá í sínu rúmi og var líka óskup heitt, en
hann var ekki að hugsa um það, heldur um það,
hvernig að ihann gæti gjört lífið léttara fyrir föður
sinn. Svo fór hann fram úr rúmi sínu, tók blævæng
sinn, gekk að rúmi föður síns og veifaði hónum þar
alla nóttina, svo að faðir hans gat sofið í næði. petta
gjörði hann alt sumarið. Svo kom veturinn með
frost og kulda, þá fór HVang alt af ofan í rúm föður
síns til þess að verma það áður en að hann fór að
hátta, svo að faðir hans gæti farið ofan í rúmið sitt
hlýtt.
Fiskur úr vatninu.
Einu sinni var drengur, sem Liang hét, þegar
hann var ungur dó móðir hans. Faðir hann giftist
aftur, en svo óheppilega vildi til, sem stundum vill
verða, að stjúpan var vond við Liang. Hún nefndi
hann ljótum nöfnum, var höst í orðum og enda
barði hún hann stundum. Ekki lét Liang þetta fá
mikið á sig, heldur var hann ávalt reiðubúinn að gjöra
alt sem hann gat stjúpu sinni til þægðar. Stjúpu
Liang þótti engin matur eins góður og fiskur, og
þegar hún gat ekki náð í hann, þá var hún æfinlega í
vondu skapi. — En á veturnar þegar allar ár, og öll
vötn eru frosin — þegar þykkur ís liggur yfir þeim,
þá er ekki auðvelt að ná í fiisk, — og nú var vetur.
Liang var alt af að hugsa um það hvemig að hann
ætti að geta náð í fiskinn handa stjúpu sinni. Hann
átti öngul og færi, en hann hafði ekkert til þess að
höggva gat á ísinn með. Eina nótt klæðir Liang sig
þegar að hitt fólkið svaf, gengur niður til vatnsins,
legst endilangur á ísinn og þýðir gat á hann með
anda sínum, það tók nokkuð langan tíma, en það
tókst, svo rendi ihann færi ^ínu og náði tveimur fisk-
um handa stjúpu sinni.
Um þetta tiltæki Liangs hefir eitt Kínversa
skáldið ort laglegt kvæði.
Gerðu skyldu þína og dálítið meira.
Andrew Camegie hélt einu sinni ræðu í New
York í tilefni af því að all-margir nemendur voru að
taka burtfararpróf frá skóla einum þar í bænum, og á
meðal annars sagði hann:
“pað er til mikið af ungum mönnum, með marg-
breytilegt upplag, og ólík lyndiseinkenni. pað eru til
drengir, sem aldrei gera öll skylduverk sín. Annar
flokkur drengja, sem þykist gjöra skyldu sína og það
er þriðji flokkur ungra manna til, sem er betri en
hinir báðir, í þeim flokki eru drengir, sem gjöra
skyldu sína og dálítið meira. Ekkert er ungum manni
til fyrirstöðu að ryðja sér braut í lífinu. pér drengir
hafið byrjað vel — haldið þið áfram, hugsið ekkert
um hina komandi tíð — gjörið skyldu yðar, og dálítið
meira, og þá er framtíð yðar borgið.