Lögberg - 07.11.1918, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. NóVEMBER 1918
i
pgberg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
umbia Pre*$, Ltd.,jCor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TAIjSIMI: GAKKY 416 og 417
am
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
Otanáskrift til blaðsins:
TI(E BOLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Mat).
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBEBC, Box 3172 Winnipeg, N|an.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
•^^»27
Þýzkaland einangrað.
Það er ekki lengi að breytast veðnr í lofti,
segir íslenzka máltækið gamla og góða.
Þótt heiðskýrt sé að kveldi, og inild roða-
skikkja um alt loft, eins langt og augað eygir,
þá getur næsti morgunn heilsað oss með hríðar-
byl sVo harðneskjulegum, að fáir vegir sýnist
færir. Og á hina hliðina getur einnig alveg það *
gagnstæða átt sér stað — að úr ihinum skuggaleg
asta illviðrisbakka, fæðist blíðviðrisdagur með
brosandi sólskin og gullbrydda hlýviðrisdregla
frá skauti til skauts.
í síðaistliðin fjögur ár, hefir vonahiminn
kynslóðanna verið hlaðinn þeim ömurlegustu
skýjaflókum, sem sögur fara af.
Ófriðurinn mikli, hefir farið báli og brandi
svo að segja um gjörvalla Norðurál'funa, og veitt
hvarvetna svöðusár í svo margvíslegum mynd-
um, að mannlegt hyggjuvit virðist hafa staðið
ráðþrota, séð lítt til vegar, og jafnvel örvænt um
málalokin. — Er slíkt sízt að undra, þar sem oft-
ar en einu sinni í stríði þesisu, sýndist framtíðar-
frelsi vort leilka á þræði.
Mikill meiri hluti fólksins í heild sinni, mun
}>ó hafa verið sannfærður um það, að hversu illa
sem ^.horfðist, þá mundi þó óviðursbakkinn
lækka smátt og smátt, ljósflaugarnar lýsa ver-
öldina, og hinn göfugi málstaður vor og sam-
herja vorra ganga sigrandi af hólmi, með fána
frelsisins blaktandi hæzt við hún.
Ef til vill hafa einhverjir hugsað á annan
veg, en sem betur fer hafa þeir sjálfsagt verið
fáir. —
Nú er málunum þannig skipað, að eykta-
mörk hins margþráða friðardags eru að verða
auðsæ alþjóð manna. Sigur vor í þessum ægi-
lega ófriði, er nú ekki lengur draumsýn ein,
heldur veruleg staðreynd. Atburðir allir, sem
verið hafa að gerast í ófriðarlöndunum nú upp
á síðkastið, geta eigi orkað tvímælis. — Keisara-
valdið, og herstjómar hrygðarmyndin þýzka, er
nú rétt um það að syngja sitt síðasta vers.
Núífa síðustu dagana með örlitlu millibili,
'liafa þau stórtíðindi gerst, að Tyrkir og Austur-
ríkismenn hafa gefist upp — samið skilyrðis-
lauist vopnahlé við sambandsþjóðirnar, og em
kostirnir birtir á öðrum stað hér í blaðinu.
“Það má vel heimfæra upp á Wilhjálm
Þýzkalands keisara máltækið fornkveðna:
“Smá saxast á limina bans Björns míns.7’ —
Nú hafa allar bandaþjóðir keisarans snúið við
honum bakinu, og ekkert er eftirskilið nema
Þýzkaland eitt, sem vitanlega er einnig þá og
þegar að þrotum komið og sjálfu sér sundurþykt
Draumar keisaranis um algert veraldarveldi, era
n ú að engu orðnir — ekkert annað en hégómi —
Samherjar eiga nú alls kosti við Þýzkarann. —
Yið það, að Austurríki og Tyrkland hafa gefist
upp, má svo að orði kveða að Þýzkaland sé al-
gerlega opið fyrir árásum að austanverðu, enda
hafa samherjar umráð yfir jámbrautum öllum
og öðrum samgöngutækjum er liggja í gegn um
Austurríki og inn á Þýzkaland, og mundi það
eigi taka þá mjög langan tíma að flytja á aust-
urstöðvarnar ógrynni liðs, bæði frá Saloniki og
ftalíu. Það er því ljóst að eigi getur það verið
nema tiltölulega lítið tímaspursmál þangað til
Þjóðverjar verða að gefast upp'að fullu og öllu.
Eins og kunnugt er, hafa Þjóðverjar sent
hverja málaleitanina á fætur annari til Wilsons
forseta og beðið um vopnahlé. Svar hans er les-
endum vorum kunnugt; en nú er sagt að síðast-
liðið mánudagskvöld muni yfirherráð samherja,
er setu hefir átt að undanförnu í Versölum á
h'rakklandi, bafa sent til stjómarinnar þýzku
skilyrði þau, er nauðsynleg hljóta að teljast
fyrir því, að Þjóðverjum sé gefið vopnahlé.
Sjálfsagt eru skilyrðin hörð, en ofhörð geta
þau aldrei verið í garð Þjóð\'erja, sem upptökin
áttu að þessum skelfilegustu blóðúthellingum,
er dunið hafa yfir mannkynið.
Nú geta Þjóðverjar fengið frið ef þeir vilja;
ef þeir að eins 'vilja viðurkenna ósigur sihn og
gefast upp skilyrðiislaust eins og Búlgarar,
Austurríkismenn og Tvrkir. — En kjósi þeir
frekar þann kostinn að halda áfram að berjast,
þá verður það einungis til þess að auka ósigur
þeirra og gera útreið þe^rra þeim mun verri, því
frá sainherjum þurfa þeir engrar vægðar að
vænta.
Þýzkaland, ræningjaþjóðin mesta, sem sag-
an hefir þekt, stendur nú uppi ein — alein— yfir
gefin af öllum þcim þjóðum, er höfðu látið blind-
as^ og fylgt henni illu heilli að málum.
Keisarinn hefir beðið ósigur Eigingirnin
og hrokinn hafa beðið ósigur, onyrkravöldin
sjálf hafa beðið ósigur.
Ré.ttlætið hefir sigrað. — Dagsbrún hiris
margþráða friðar er telýn að lýsa himininn, og
það er ekki nema tímaspursmál, þangað til að
orðið er albjart!
Að stríðinu loknu.
m. ,
Því er ekki að leyna a.|5 frá þessu sjónarmiði
höfum vér mest á móti skólafyrirkomulagi voru.
Höfum það á móti því, að líka vorir skólar eru
að gjöra fólk að köldum verkfærum á kostnað
viðkvæmninnar, séreinkenna einstaklingsins og
lífsfegurðarinnar.
Einu sinni áttum vér stutt samtal við menta-
málaráðherra þessa fylkis. Vér mintustum á að
oss sýndist, að lágmark aldurs í skólalögum vor-
um væri mikils til of lágt, að hinir ýmsu eigin-
leikar barnsins væru svo lítt þroskaðir, og að
það sérkennilega hjá þeim væri svo veikt á þeim
aldri, að það þyldi engar misfellur. Ef að ald-
• urstakmarkið yrði fært upp um 2—3 ár, yrði
minni hætta á því, og þroskun barnsins þá orðin
meiri að öllu leyti, og það móttækilegra fyrir
hinar fyrirsettu námsgreinar.
1 öðrulagi bentum vér á, að oss fyndist
skólaárið (og áttum vér þá við alþýðuskólana)
mikils til of langt.
Hann svaraði: “Má vera að þú hafir eitt-
hvað til þíns máls. En vér verðum að reyna að
koma einhverju lagi á þessi mál fyrst, og reyna
svo að laga brestina síðar. ’ ’
Oss dettur náttúrlega ekki í hug að loka
augunum fyrir erfiðleikum þeim, sem um er að
ræða í sambandi við þessi mál. Þeir eru miklir
og margvíslegir. En að koma í framkv^emd þeim
tveimur atriðum, sem hér að framan er minst á,
virðist ekki vera miklum erfiðléikum bundið. Og
að þau séu þýðingarmikil, um það blandast varla
nokkrum hugur, sem við barnauppfræðsl hefir
fengist.
Skólaárið hér hjá oss er 10 mánuðir, frá 1.
sept. til 1. júlí. Það er þrem mánuðum of langt,
ætti að vera frá 1. október til 1. maí.
Fyrst sökum þess, að oflangur námstími
þreytir nemendur, og þeir læra hvorki eins vel,
né heldur eins mikið, eins og þegar þeir era ó-
þreyttir og fúsir. Og ef til vill er það ein sterk-
asta ástæðan fyrir því að svo margt af okkar
unga fólki hættir öllu námi, og þa ðáður en al-
þýðuskólamentuninni er lokið, og hröklast ut í
lífið án þess að vera á nokkurn hátt undir það
búið, og sökkva þar í samkepnisþvögunni.
I annan stað eru unglingarnir umfram alt
• vorsins börn, og maímánuður öllum öðrum
mánuðum ársins fremur vormánuður — mánuð-
ur lífsins — lífsgleðinnar — œskunnar; og að
loka börnin inni í skólaherbergjum þá, það er
synd.
Það er ekki ósjaídan að vér höfum heyrt
foreldra, umsjónarmenn barna, og jafnvel blöð
þessa lands, segja að það væri köstur ekki all-
lítill, að börnin skyldu vera skylduð af því opin-
bera til þess að fara í skólana og vera þar frá kl.
9 á morgnana þar kl. 4 á daginn, fimm daga í
viku og tíu mánuði af árinu í átta áy. Fólk
vissi þói hvar þau væra á meðan þau væru í skól-
anum að þau færu sér ekki að voða, né heldur
lentu þau út á glapstigu meðan þau væru þar.
A móti skyldunámi dettur oss ekki í hug að
liafa neitt. Vér skiljum þá skylduræknistilfinn-
ingu ríkisins að láta enga af borgurum sínum
alast upp í svo miklu þekkingarleysi, að þeir séu
með engu móti færir til að taka að ,sér og gegna
skylduverkum þðim, sem ríkið leggur þeim á
herðar. v
Það er aðeins fyrirkomulag þessa skyldu-
náms, sem oss finst ábótavant, — sem oss finst
kalt, einstrengingslegt og líflaust. Og að þetta
sé ekki sagt út í bláinn finst oss ummælin, sem
tilfærð era hér að ofan og allir kannast við,
sanna.
f flestum tilfellum er fólk það, sem hér um
ræðir, “produkt” frá þessum skólum. Og að
hugsunarháttur sá, sem fram kemur í því, að
gleðjast yfir að geta losnað við börn sín, svo
að þá þurfti ekki að passa þau, og aðstand-
endurnir geti losnað við þau óþægindi, sem af
þeirri hugsun leiðir, að þau máske séu á óheil-
brigðum stöðum, eða að gera eitthvað sem
þau eigi ekki að gera. Er hann eitthvað boginn ?
Er ekki eins og kaldan norðangust leggi út frá
honum? Erhann ekki eins og haustdagur, þeg-
ar skýjin birgja sóluna og hrímkuldi legst að
manni frá öllum hliðum. Svoleiðis daga þekkj-
um vér allir, og vér þekkjum líka hin lamandi á-
hrif þeirra. Undan þessum kulda leita börnin,
— eitthvað í burtu frá honum, og þangað sem
þeim finst að hin sólríka bamavon — barnaþrá
geti notið sín. Út úr húsunum — foreldrahús-
unum, sökum þess að arineldurinn þar er slokn-
aður, lotningin og heimilisgleðin — hin saklausa
heimilisgleði — landflótta og kærleikurinn að
þrotum kominn, — og út í lífið til þess að leita
að því, sem barnssálin þráir en finnur ekki
heima í foreldrahúsunum — foreldrahjörtunum
— kærleika, kristilegan kærleika.'
Hús mannanna eru köld. Skólarnir eru
kaldir. Lífið er kalt. Og þessi kuldi er frá
mentunarfyrirkomulaginu hjá oss, og annars-
staðar í heiminum.
Hvað er það, semýólkinu er kent?
Lestur og skrift. Landafræði og saga.
.Reikningur og stærðfræði. Bókmentir og bók-
mentasaga. Heimspeki og vísindi. Og alt er
þetta gott, alt era þetta hjálparmeðöl til þrosk-
unar. En ekkert af því fullnavgir þrá manns-
ins. Alt eru þetta að meira eða minna leyti ó-
fullkomnar hugsanir mannanna, sem megna ekki
að friða hina leitandi mannssát, nema að því
ley£i, sem í þeim kunna að felast neistar frá
hjarta hins lifandi Guðs.
Eitt af skáldum þjóðar vorrar, Steingrímur
Thorsteinsson, segir:
^ *
Hjarta mitt stælist við stríð,
þó stenzt á hvað vinst og hvað tapast;
það, sem mitt þrek hefir grætt,
það hefir viðkvænmin mist.
Það er einmitt þetta, sem mentunarfyrir-
komulagið hefir gjört og er að gjöra, þroskar
framsóknarþrekið á kostnað viðkvæmninnar.
Jafnvægið hefir vantað í mentunina og vantar
enn. Við það sem gjörir manninn hæfan til þess
að komast áfram í lífinu, eins og menn komast
einatt að orði — að ná í góðar lífsstöður og afla
sér fjár — við það hefir verið lögð rækt. En við
það, sem gjörir manninn að betri manni, við-
kvæmari manni, kærleiksríkari manni, — við
það, sem lífsþreyttur maðurinn getur rólegur
hvílt huga sinn — við það, sem færir manninn
nær frelsara sínum og drotni — er ræktin minni.
Ög fyr en kristindómurinn er kendur í skólunum,
fæst það jafnvægi eigi. Kristindómskensla í al-
þýðuskólunum ætti að vera eins sjálfsögð hér
hjá oss, eins og enskukensla.
Uppfræðsla sú, sem kirkjan getur veitt í
þessum málum, er allsendis ónóg. Þroskun sú,
sem hún getuV veitt í andlega átt, með því að
halda guðsþjónustur einn dag í viku, og þótt
sunnudagaskólar séu líka haldnir eina klukku-
stun í viku hverri, — er nálega hverfandi í sam-
anburði við þá kenslu, og þá þroskun í verald-
legum málum, sem skólarnir veita, — að þar get-
ur ekki orðið neitt jafnvægi ó. Og verða því
skólarnir, ef vel á að fara, að hjálpa kirkjunni í
þessu efni.
Skáldsaga ein er nýkomin út eftir H. G.
Weds, rithöfundinn enska. Sagan heitir “ Jó-
hanna og Pétur ”, og gjörir Mr. Wells mentamál-
in að umtalsefni í henni. Bók þessi er fjörugt
skrifuð og skemtileg aflestrar. En hann fer ó-
mjúkum höndum um mentamálafyrirkomulagið
brezka. Segir að aðalhlutverk ríkisins sé að
ala upp heila og heilbrigða ríkisborgara; en sök-
um mentunarfyrirkomulagsins séu það aðeins
hálfir menn, sem upp séu aldir, — að efnis-
hyggjueiginlegleikar mannanna sé þroskaðir; en
sú hlið sálarlífs þeirra, sem að uppsprettu hins
góða og guðl’ega snýr, sé vanrækt. Pétur er ó-
farsæll og ómögulegur, þar til sál hans hvílir ró-
leg í skauti þess, sem hana gaf; þá fyrst getur
hann notið sín til fulls.
Skyldi ekki þetta stríð verða til þss að
koma meiru samræmi á í þessu efni, en verið hef-
ir? Vonandi að svo verði.
Hinn þegjandi her Frakka.
Sagnaritarinn franski og fræðimaðurinn
Gabriel Hanotaux kemst svo að orði um her-
menn Frakka:
Hermennirnir, lieiður sé þeim. Tala þeirra
er legionir. Allstaðar sér maður þá þögula,
með varirnar fast aftur, og það er ekki þægilegt
að segja hvað í huga þeirra býr. Það, sem
manni virðist að svipur þeirra béri með sér, er
köld og þögul ró, ásamt stál vilja. Einmitt það
gagnstæða við það, sem menn höfðu vonast eft-
ir hjá hinurn frönsku hermönnum.”
Þessi orð, tekin úr minnisbók, snerta frum-
tónana.
“Landið sjálft dnipir í hrygð sinni. Hinir
herteknu bæir og fátæku þorp. Trén fáu, sem
eftir eru. Hæðirnar berar og gróðurlausar,
ein eftir aðra með fallbyssur efst á brúnunum.
Allstaðar eru hermenn — ekkert nema hermenn.
Allstaðar auðn og eyðilegging, engin meðaumkv-
un né vorkunnsemi. Enginn hlær og enginn
grætur. Menn berjast og drepa miskunnar-
laust. Mannlífin eru eins og hverfandi hvel.”
Þessi mynd er sönn, í henni er engin upp-
gerð, franski herinn er alvöraþrunginn. Hann
er að gjöra skyldu sína, og er, eins og minnis-
bókin segir, að berjast. Aðal afltaug hans er
tornfærsla af frjálsum og fúsum vilja. Eins og
einn hermaður kemst að orði, þegar að hvert
einasta skot óvinanna er máske þér ætlað, “þá
er auðveldasti vegurinn að hugsa ekkert um þau
— vita ekki af þeim.” Einbeitni við skyldu-
verkið verður þannig aðal-hugsjón þeirra.
Þessir menn, synir hraustrar og heilbrigðrar
þjóðar færa móður sinni, Frakklandi, þegar þeir
koma heim aftur heilbrigði og hresyti, og annað
sem ætti ekki að skemma hana — frægð. Þessi
her er að færa út landamerkjalínur sálarfræð-
innar, sem á eftir að verða þekkingar uppspretta
og aðdáun sögunnar. ”
Kuldi.
Þótt verið hafi nú að undanförnu stakasta
biíðviðri dag eftir dag, þá finst manni eins og
kuldinn liggja í loftinu og veturinn muni þá og
þegar drepa á dyr. — Fólk vill ekki vera óvið-
búið, þegar “sá hvítklæddi” ríður í garð, heldur
keppist við sem mest það má að hlúa sem mest
og bezt að hýbýlum sínum, hvort um er að ræða
skrautlegar hallir stór-efnamanna, eða fáskrúð-
ug og rislág hreysi hinna snauðu. — Allir stefna
að sama markinu, að verja sig og sína fyrir
óvini gróðursins og lífsins — kuldanum........
En sjálfsagt mun þó aldrei nokkur vetur
liafa liðið svo á enda, að eigi hafi einhverjum
orðið 'kalt — eitthvert olnbogabarnið skolfið og
átt við þröngan kost að búa. — Mikið hefir þeirn
oftast verið hjálpað, sem bágast hafa átt, en þó
hefir það í mörgum tilfellum verið ófullnægjandi
og alt af hafa einhverjir orðið útundan. —En
það má enginn verða útundanj og enginn þola
kulda. Hugsjónir mannúðarinnar krefjast þess,
að olnbogabörnin séu varin gegn frostinu og
vetrinum, þau eiga heimtingu á samhug og yl
engú síður en hitt fólkið, er má sín meira.
Veram samtaka í því að verja vonablómin
gegn frosti; látum veturinn taka við þeim græn-
um, geyma þau lifandi og græn, og skila þeim
aftur í ^ertíðarlok grænum og gróandi.
liá.tum oss umhugað um að verja gegn kuld-
annm alt það, sem veikburða er og lítilmagna,
svo ckkert farist! Jjátum það sannast ávalt og
allstaðar að: “vér eigum sumar innra fyrir and-
ann, þótt ytra herði frost og kyngi smjó”.
VIÐBÚNAÐUR
Peningar S, banka meinar viSbúnaSur við áfallandi útgjöldum,
eða ef gefa skal I þjóðræknissjúði e'Ba ef kaupa skal strlösskuldabréf.
Vér mælum meS að hafa sparisjóðsreikning í banka vorum, þar sem
vextir bætast við höfuðstól tvisvar á ári meS 3% rentu árlega.
Notre Oaine Branch—W. M. IIAMII/TON, Jlanager.
Selkirk Brancli—F. J. MANNING, Manager.
THE ÐOMINION BANK
KaupiS VICTORY BOND
með því hjálpið þér
Canada
þetta pláss er gefið til styrktar málefnÍDU af
THE ROYAL BANK OF CANADA
Walters Ljósmyndastofa
eíkl
Vér skörum fram úr í því að stækka myndir
og gerum það ótrúlega ódýrt.
Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi.
Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið
þér $1.00 afslátt frá voru vanavérði.
Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave.
Talsími: Main 4725
NDRTH-WEST GRAIN GOMPANY
íslenzkir hveitikaupmean
Látið íslenzkan hveitikaupmann sitja fyrir
hveitikaupum.
H. J. LINDAL,
RáösmaSur.
245 Grain Exchange
WINNIPEG
Sunnudaga-hugvekjur
Eftir séra Björn B. Jónsson.
X
■ - ..II, I II I .1 . .1 ■ — — I ■' ■''■■■
—' ■■■■■! ..™ ' ...■ — ■ ■ I ■—II . ■ ■ —— . - ■
(Með því aö kirkj'um í Winnipeg' og viða annarssíaöar hiefir veriö IokafS
vegna landfarsóttar þeirrar, er nú gengur yfir álfuna, hefi eg þakksamlega
þegiö tilboö frá ritstjóra Lögh. um aö birta vikulega j blaðinu meöan fundar-
banniö stendur, stuttar hugleiðingar út af GuSs oröi, er ef til vi’ll mætti nota
viö heimidisguösþjónustur á helgum. Hefi eg sérstaklega í huga safnaðar-
fól'k mitt i Fyrsta lúteTiska söfnuöi í Winnipeg, en það væri mér einnig ánægja
ef hugvekjur þessar gætu orðið fleirum til blessunar. — B. B. J.)
I.
Á 24. sunnudag eftir trínitatis, 10. nóv. 1918.
Kollektan:
Almáttugi, eiMfi Guð! þú, sem fyrir son þinn Jesúm Krist hefir
iheitið oss fyrirgefningu syndanna og frelsun frá.eilífum dauða,
láttu traustið á náð þinni jafnan vera lifandi í hjörtum vorum og þá
von og vissu, að vér munum ekki deyja, heldur sofna og vakna aftur
til eilífs lífs og sælu. Fyrir þinn elskulegan son, Jesúm Krist,
vom Drottin, sem með þér lifir og ríkir í einingu heilags anda,
sanur Guð frá eilífð til eilífðar.
Guðsp jallið:
(Matt. IX., 18—26).
pegar hann var að tala þetta við þá, sjá, þá kom forstöðumað-
ur, nokkur, laut honum og mælti: Dóttir mín er nýWkilin við, en
kom þú og legg hönd þína yfir hana, þá mun hún lifna. Og Jesús
stóð upp og fór með honum, svo og lærisveinar hans. Og sjá,
kona nokkur, sem hafði haft blóðlát í tólf ár, kom að baki honum
og snart fald yfirhafnar hans; því hún sagði með sjálfri sér: Ef
eg að eins fæ snortið yfirhöfn hans, þá mun eg heil verða. En
Jesús sneri sér við, og er hann Ieit hana, sagði hann: Vertu hug-
hraust, dóttir, trú þín hefir gjört þig heila. Og konan varð heil
upp frá þeirri stundu. Og Jesús kom í hús forstöðumannsins og
sá þar píparana og mannf jöldann, sem var með þys, sagði hann:
Farið burt, því að litla stúlkan er ekki dáin, heldur sefur hún. Og
þeir hlógu að honum. En er búið var að reka fólkið út, gekk hann
inn, tók í hönd henni, og reis þá litla stúlkan upp. Og fregnin um
þetta barst út um alt það hérað. r
“Ó, þá náð að eiga Jesúm einkavin í hverri þraut!” ósjálfrátt
koma manni á hug þessi fögru upphafsorð ihins angurblíða trúar-
sálms, er maður fer í anda með frelsara sánum til sjúkra og syrgj-
andi mannanna, sem frá segir í guðspjallinu, og horfir á 'hann
lækna þá og líkna þeim. Annars vegar er sjúkleiki, hinis vegar
sörg. Bæði sjúkdómurinn og sorgin víkja fyrir frellsaranum. Kon-
an með sjúkdómsikrossinn þunga fær bót meina sinna fyrir það eitt
að útrétta hönd sána í trú og bæn til hjálpræðisins í Kristi Jesú.
Faðirinn fær huggun fyrir grátandi hjarta sitt fyrír það, að flýja
í raunum sínum til Drottinis Jesú. Húsið !ha»s er tjaldað svörtu,
því á Mkibörum liggurþar litla dóttirin, augasteinninn hans elskaði,
barnið hans, von hans og yndi. Dauðinn er kominn í húsið og með
honum sorgin og tárin, dauðinn isami sem þig hefir ef til vill sótt
heim einhvem táma, kristni vinur, dauðinn, sem stendur við dyrn-
ar hjá oss öllum. En hann var kominn láka, hann, sem sterkari er
en dauðinn, hann, isem er upprisan og Mfið, og þar sem 'hann er, þar
þrotnar dauðans vald og lífið sigrar.
Athugum vel þá guðlegu ást, sem frelsarinn bar í brjósti til
sjúkra og syrgjandi systikina sinna og hér kemur í ljós í guðspjall-
inu, eins og líka vi~ sérhvert fótmál annað, sem frelsarinn steig
hér á jörðu. Hversu undursamleg er nærgætni ihans við látilsiglda
* og umkomulausa konuna veiku. Hún áræddi ekki að segja orð, hún
dyrfðist ekki að snerta ihann sjálfan. Hún hugsaði sér ekki meirí
náð en þá, að fá að koma með fingurgóma sína við yfirhöfin hans.
En hann heyrði og hann sá, íhaiin miskunnaði sig yfir og blessaði
aumingjann. Veika sál hræðst þú ekki að nálgast Guð þinn; ótt-
astu ekki þótt þú sért aum og ómakleg; Drottinn er góður og mild-
ur; hann þráir það eitt að iþú þráir sig, svo að hann geti snúið að
þér ásjónu sinni og látið kraft blessurar sinnar koma yfir þig, Kom
því til hans, sjúka sál, hann er vinur þinn og frelsari og fús að
Mkna þér, ekki sáður en sjúklingnum h.iálparvana, sem snart yfir-
I
i