Lögberg - 05.12.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. DESEMBER 1918
3
Dœtur Oakburns
lávarðar.
Eftir MRS. HENRY WOOD.
pRIÐJI KAFLI.
J ana gat naumast dregið andann, grunandi
livað hann ætlaði að segja.
“Eger 'líttliæfur til að opinbera fólki slæm-
ar fregnir,” sagði hann. “En þegar ekki er
tekið tillit til hams, þá hiýtur fregn mín að vera
góð fyrir ýður og Lauru, hörð og grimm eins og
hún þó er, ]>egar eg segi hana: Herra Carlton
er dáinn.”
“Dáinn!” endurtók hún, ímyndandi sér or-
sökina.
“Eg finn enga ástæðu til að áiíta, að hann
hafi sjálfur stytt sér aldur,, eg held að hann hafi
dáið af hjartaslagi. Þér vitið, lafði Jana, að á-
köf geðsihræring getur orsakað hjartveiki, ein'k-
uim þar, sem hjartað er móttækilegt fyrir hana.”
“Já,” svaraði hýn ósjálfrátt, án þess að
heyra nokkuð né skilja, annað en þenna mikla
ótta.
“Vitið þér livórt hann á seinni tímum hefir
haft nokkurn grun um, að hann kynni að fá
hana?”
“Hverjaf” spurði hún, um leið og hún
reyndi að jafna sig.
“Hjartveiki?”
“Um það hefi eg aldrei heyrt neitt. Hafi
það verið tilfellið, býst eg við að Laura viti
það.”
Vesalings Laura, hvernig átti að opinbera
hemii ‘þessa fregn? flún var sú óstiltasta kona
^sem til var. Eitt augnablik var hún bálreið við
Carlton, annað augnablikið vorkendi hún hon-
um, talaði um liann ástríkum orðum, og ásakaði
sjáífa sig fyrir að hafa verið orsök til þessarar
ógæfu. Jana gekk imi til hennar. Laura var í
rúminu, hélt á bréfi Carltons í hendinni og grét
beiísklega. Jana settist hjá henni til að bíða eft-
i-r rólegu augnabliki. Sir Etephén vildi ekki
fara fyr en Laura hefði fengið fregnina.
Jana var aðgætin persóna og skyldurækin.
Hún hafði tileinkað ®ér ]>að mikla góða, að
treyéta Gnði.
Þenna sama dag var lík Carltons skoðað af
læknunum, en orsök dauðans gátu þeir ekki
fundið.
fbúar South Wennock voru gramir yfir því,
<:ð engin yfirlheyrsla liefði átt sér stað, sem þeir
höfðu hlakkað svo mikið til, og j’fir því að Carl-
ton dó svona skyndilega; fíað var svo margt í
|>esisari sögu, sem ]>eir fengi aldrei að vita sök-
um þoss.
Það var sérstaklega eitt, sem Jana Chesney
gat aldrei gjört gér ljóst, og það var, hvers
vegna Clariee lét ekki gifta sig undir sínu rétta
nafni. Að sönnu hafði hún svarið það, að aug-
lýsa aldrei ættarnafn sitt, en í slíkum tilfellum,
og giftingum, virðist islíkt missa gildi sitt.
“Þegar barnið frá Truppers húsi var jarð-
sett, fyígdi því mesti manngrúi. Veður var
indælt. Kistan var fx>rin fram hjá húsi Carl-
tðns, þar sem liann lá andvana, og til St. Markus
kirkjugarðsins, þar sem hún var látin í gröf sína
við hlið hinnar ógæfusömu móður, sem svo lengi
hafði legið í þessum þögula krók, og það var
jarðsett undir sínu rétta nafni: Lewis George
Carlton.
Sir Steplien Grey og sonur hans urðu sam-
ferða til London. Lafði Grey vissi ekkert um
hina nýafstöðnu viðburði, og henni var því sagt
frá þeim. Hún varð næstum agndofa af undrun.
“Hvað segir þú nú um mína barnalegu í-
myndun? mamma?” spurði Friðrik. “Gjörði
og Carlton rangt til?”
‘ ‘ Þey! ’ ’ sagði hún. ‘ ‘ Mér finst það tegund
þeirra andlegu hæfileika, sem eignaðir eru Skot-
tandi — spádóimsgáfan. Ó, Friðrik, hvernig
gat Carlton lifað með meðvitundina um, hvað
hann hafði gjört?”
• “Vesalings maðurinn,” sagði Friðrik jafn-
skyndilega og faðir hans hefði gjört. “Þú
mátt vera sannfærð um að hann hefir liðið mikið
fyrir þetta afbrot. Hann hefir altaf lilotið að
vera liræddur um að uppgötvun ætti sér stað;
Hann var ekki samvizkulaus. Og sú kvöl, sem
blóðrauði stafurinn “M” hefir hlotið að valda
bonum. ’ ’
XXVI. KAPÍTULI.
Hinar freýðandi bylgjur liafa sjatnað.
Tíminn leið. Nýtt ár var byrjað, og mán-
uðir þess liðu burt unz haustið kom. Þetta ár
\ ar ekki viðburðaríkt, og mjög rólegt. Storm-
inn hafði lægt og hinar freyðandi bylgjur lagt
sig.
Lafði Oakburn kom heim frá meginlandinu,
undireins og hún fékk að heyra þetta mótlæti
með Carlton, og Luey Chesney yfirgaf South
Wennock, og fór til síns rétta heimilis. öllum
kom samaii mn að gifting hennar, sem átti að
eiga sér stað um vorið, skyldi frestað til hausts-
ins.
Laura var kyr hjá Jönu. Lafði Oakburn
bauð henni að koma og vera lijá sér. Margir
vinir beiddu hana að heimsækja sig, og dvelja
eins lengi hjá sér og hún vildi, en hún kaus að
vera hjá Jönu. t fimm vikur var sorg hennar
mjög áköf, en svo sjatnaði hún smátt og smátt,
og Laura varð næstum því eins og hún var fyr
á tímum, og var nær því að gjöra út af við Ju-
• iith með dutlungum sínum.
Bjartan septembermorgun sat Jana og syst*
ir ihennar í sömu stofunni. Það lá illa á Lauru.
Litli fóturinn hennar, sem gægðist út undan kjól-
faldinum, sló mjög títt í gólfið; skrautleg ekkju-
línhúfa var fest aftan til á höfðinu, og hún var
nú orsök til óánægjunnar. Laura var farin að
hata þessa línhúfu meira en alt annað, og áleit
Jönu vera sér of andstæða, þar eð hún hélt því
fram, að Laura mætti ekki hætta að nota húfuna
fvr en ári eftir dauða Carltons.
Tilfellið var, að Laura vildi ekki vera til
staðar við giftingu Lucy, nema hún hefði ekki
húfuna, en Jana sagði henni að það væri ekki við
eigandi, að koma þangað án hennar.
“Þá vil eg ekki koma,” nöldraði Laura.
“Þegar eg má ekki láta fólk sjá mig öðru vísi en
sem skriðbittu, þá vil eg vera þar sem eg er.
Hvernig litist þér á að vera gjörð að gamalli
konu, Jana, ef þú værir eins ung og eg er? Því
brúkar þú ekki línhúfur, fyrst þér þykir svo
vænt um þær?”
“Eger ekki ekkja,” sagði Jana.
“Þá vildi eg að þú værir það. Þá gætir þú
fengið að vita hvernig línhúfur væru. Þær geta
ekki verið fundnar upp handa neinum á þessum
helming lmattarins. Og þær eru svo heitar að
þær geta ollað manni heilablóðfalls.”
“Aðeins þrjá mánuði ennþá, Laura,” sagði
Jana rólega, “og árið er liðið. Eg er viss um
að þú vilt ekki hætta við þær fyr.”
“Hvaða gagn er að þeim?” spurði Laura.
“Þær koma mér ekki til að syrgja mann minn.
Eg get syrgt hann eins mikið og eg vil, án húf-
unnar, og hún eyðileggur hárið! Allir segja að
það sé óholt að brúka höfuðföt.”
“En þú liylur ekki þitt hár,” sagði Jana, um
leið og hún leit á kniplingshúfuna í hnakka
Lauru.
“Nei, en þú vildir helzt að eg gjörði það.
Hvers vegna ættir þú að fá mig til að brúka
þetta viðbjóðslega höfuðfat? Eg held þú sért
afbrýðissöm. Það er ekki mér að kenna þó að
þú sért ekki falleg. ’ ’
Jana tók öllu með ró. Þegar Laura var í
slíku skapi, var bezt að láta hana segja það, sem
hún vildi. Og Jana hélt að hún talaði þannig til
að vera sér andstæð, því hún vissi að Laura var
nógu skynsöm til að geta talað á viðeigandi hátt,
og að hún vissi mjög vel að það yrði álitið
henyksli, ef hún legði af sér ekkjuhúfuna áður
’en árið væri liðið.
En afleiðingin var, að Laura fór ekki til
London til að vera viðstödd giftingu systur sinn-
ar. Hún liafði máske ekki ætlað sér það. Judith
hafði grun um það, og sagði húsmóður sinni ffá
því. Næsta ár átti Laura að vera hjá lafði Oak-
burn — skiljandi eftir þungu svörtu silkikjólana
og ekkjuhúfuna í South Wennock, og Judith var
sannfærð um að Laura hefði ekki viljað sýna sig
í höfuðborginni, fyr en hún var laus við þenna
leiða klæðnað.
Jana fór því einsömul þangað, og kom þar
daginn fyrir giftingardaginn. Eins og vant var
fylgdist Judith með henni, og þetta var nýtt mót-
læti fyrir Lauru, — að verða að vera án herberg-
isþernu. Þegar einhverjir illir dutlungar gripu
Lauru, hafði hún rekið sína eigin þernu, ungfrú
Stiffing, um það leyti sem Carlton dó, um leið
og liún sagði, að kunnug og ömul gandlit í kring
um sig yrðu til þess að minna sig á liðna tímann,
og eftir það hafði Judith þjónað henni.
Heimili Carltons var hætt að vera til. En
lafði Jana vildi ekki fara til London án Judith-*
ar, og lafði Laura varð að hjálpa sér sjálf, eins
vel og hún gat. Það er eins gott að geta þess,
að Jana hafði skift peningunum, sem jarlinn
hafði ætlað Clariee, jafnt á milli Lauru og Lucy,
og sem öll þessi ár höfðu aukist til muna. Sjálf
tók hún ekki einn skilding af þeim.
Giíf^ingardagurinn var 'skýlaus. Skýlaus
í öllum merkingum þes® orðs. Septemberhimin-
inn var blár og bjartur. . Gestirnir, sem boðnir
voru til að vera viðstaddir giftingarathöfnina,
voru gamlir, tryggir vinir. Portland Plaoe var
fult af kátum áborfendum; vagnarnir þutu af
stað, og lafði Jana sýndist vera vingluð og vand-
ræðaleg, þangað til hún sat róleg við morgun-
verðarborðið.
Það var alls ekkert mikilfenglegt við brúð-
kaupið, nema hafi það verið perlugrái kjóllinn
hennar Jönu, með skrjáfinu og skrautinu, ,og
maður með hörlitaða hárkollu, sem sat við híið
lafði Öakbui*ns við borðið. Hann var lávarður
þetta eða liitt — ættingi hins framliðna jarls í
tíunda lið, eða þar um bil, og hann hafði lítil-
lækkað sig til að koma út úr sínum helga steini,
þrátt fvrir gigtina, sem hann var kvalinn af —
veikin sýndist eiga heima í Oakburns-fjölskjdd-
unni — til að afhenda Lucy. John Grey og kona
hans voru þar, og liinn velæruverðugi Lycett, er
nú var prestur við St. Markus kirkjuna í South
Wennook, var kominn til að framkvæma vígsl-
una — þeir ’voru allir gestir Sir Stephens og
lafði Grey.
“Mér þykir svo vænt um að sjá að Frank er
að hressast,” sagði lafði Jana við Sir Stephen.
“Hann er miklu hraustlegri nú en áður fyr.”
“Ilraustlegri!” svaraði Sir Stephen, “hann
er eins sterkur og lítið ljón, og væri orðinn það
fvrir lönguVíðan, ef móðir hans og Lucy hefðu
ekki liaft svo mikið eftirlæti á honum.”
“Eg hefi ekki orðið fyrir of miklu eftir-
læti,” sagði Frank í sama augnablikinu. “Og
mamma segir að eg skuli bráðum fat-a til Eton.”
“Það er sábezti staður fyrir þig,” sagði Sir
Stephen. “Eg vona að það verði framkvæmt.”
“Ó, já, eg vona það,” sagði lafði Oakbum.
Hann er nú orðinn.nógu sterkur til slíkrar ferð-
ar, Sir Stephen, þrátt fyrir eftirlætið,” sagði
hún brosandi.
“Mér er það að þakka, lafði, af því eg hefi
lialdið því innan réttra takmarka. Juditli!
þetta eruð líklega ekki þér! ’ *
Judith h]ó, sneri sér við og lmeigði sig.
Ilvíta silkilykkjan í línhúfunni hennar var eins
stór og borðalykkjur ökumannsins. Judith
gekk um beina við sjókólaðiborðið, og hendur
bennar voru, máske í fyrsta sinn á æfinni, huld-
ar smágjörðum, hvítum skinnglófum.
“Hvers vegna getur Lucy ekki komið heim
aftur í kvöld?” spurði ungi jarlinn skyndilega,
snúandi sér að gestunum í heild sinni.
“ Af því nú á eg Lucy, og eg get ekki mist
bana,” hvíslaði Friðrik Grey, beygjandi sig bak
við Lucy til aðiegja honum þetta.
Hann þagði móðgaður. “Þú átt hana
ekki.”
“ Jú, eg á hana sannarlega.”
“Þú hefir ekki keypt halia!”
“ Jú, það hefi eg. Eg liefi beypt hana með
gullhringnum, sem hún ber á fingrinum.”
Lávarður Oakburn hafði séð hringinn lát-
inn á fingur henni, og óþægileg sannfæring sett-
ist að í huga hans. “Er hún fyllilega keypt?”
spurði hann.
“Algjörlega. Það er ekki mögulegt að
seljahana aftur.”
‘ ‘ En livers vegna þarf liún að fara ? Getur
þú ekki látið hana vera hér?”
‘ ‘ Það er eg hræddur um að eg geti ekki,
Frank. Eún skal brátt koma og heimsækja
þig.”
Svo fór hans hágöfgi að gráta og nuggaði
votu kinnarnar sínar, þangað til útlit hans varð
aumkvunarlegt. Pompey fylti eym lians með
huggandi orðum, og liendurnar með brúðarköku
og sælgæti.
Hér um bil tíu dögum síðar, var Friðrik
Grey og kona hans í South Wennock. Það var
ákveðið að þau skyldu heimsækja Jönu allra
snöggvast, áður en þau færu aftur til höfuðltað-
arins, til þess að setjast að í húsi s'ínu.
Lafði Jana og Laura sátu saman nú, eins og
þær höfðu gjört fyrir liér um bil fjórtán dögum
síðan. Þrátt fyrir línhúfuna og ekkjustöðuna,
var Laura orðin ljómandi falleg, næstum því
eins fögur og unga brúðurin,. sem hljóp inn til
þeirra frá vagninum, geislandi af ánægju.
Þau komu nægilega snemma til að neyta
dagverðar, og um kvöldið sagði Friðrik, að hann
ætlaði að hla^ipa augnablik til frænda síns. Mál-
tíðin var að vissu leyti leiðinleg; hvernig sem
ungu hjónin reyndu að losa sig við endurminn-
inguna um Carlton, var þeim það ekki mögulegt,
þegar þau litu á Lauru. Laura gekk snemma
tilherbergis síns, gröm í skapi.
“Jana, en hvað Laura lítur vel út,” voru
fyrstu orð Lucy. ‘ ‘ Hefir hún glevmt Carlton ? ’ ’
“Nægilega til að gifta sia aftur ” spgði
Jana óvarkár. Þessi orð skell:uðu Lucy.
“Ó, Jana, gifta sig aftur undireins.”
Jana leit upp og brosti að misskilningnum.
“Eg meiti það ökki þannig Lucy. En eg álít
það vera þann atburð, sem ekki er ólíklegt að
koma muni fyrir með tímanum. Hún sagði einn
* daginn, að hún vildi gefa mikið til að losna við
þetta svívirta nafp, Carlton. Hún er ennþá
nógu ung, lítur vel út og er af góðri ætt, og á
henni sjálfri hvílir engin vanvirða.”
“ Jana,” sagði Luey, eins og hún vaknaði af
draumi, “mig furðar að þú skulir aldrei hafa
gifst.”
Dálítill roði kom fram í kinnar Jönu, og hún
leit ekki upp.
“Eg held það liafi verið sjálfri þér að
kenna. ”
“Þú segir satt, Lucy,” sagði Jana glaðlega,
‘ ‘ eg var einu sinni komin svo nálægt því að gift-
ast, að briíðkaupsdagurinn var ákvoðinn. Eg
rauf sambandið. ’ ’
“En livers vegna?” sagði Lucy af skjmdi-
legri forvitni, þar eð henni datt í hug hve sorg-
legt slíkt hefði orðið fyrir sig, ef hennar eigið
brúðkaup hefði verið hindrað.
“Við vorum líka hlynt hvort öðru,” byrjaði
J ana eins og utan við sig, sem benti á að hugur
hennar reikaði til liðna tímans. “Hann var af
góðum ættum, eins góðum og okkar, en hann var
ekki ríkur, og hann vonaði að fá stöðu við stjórn-
arstörf. Við ætluðum samt að gifta okkur til
að lifa af þvá, sem hann átti, og giftingardagur-
' inn var ákveðinn. Svo veiktist mamma og dó,
sem varð auðvitað til þess, að giftingunni var
frestað. Seinna fékk hann stöðu, en það var á
Indlandi, og þá kom sú þunga reynsla að kjósa
hann eða pabba. Mainina sagði við mig, þegar
hún lá banaleguna: ‘ ‘ Vertu altaf hjá föður þín-
um Jana; án þín verður hann eyðilagður, þegar
eg er farinn.” 0g eg lofaði því. Hún vissi
ekki að William varð að fara til útlanda.”
“Og svo sleptir þú ihonum til að vera
heima.”
“Já, eg áleit það skyldu mína, og honum
þótti nærri því eins vænt um pabba og mér, á
annan hátt raunar. Auk þess var þar lítil per-
sóna, s«m þurfti umhyggju minnar — þú Lucy.”
“Ó, hvað mér þykir það leitt,” sagði bún
og greip höndur Jönu. “Þú hefðh* ekki átt að
skeyta neitt um mig.”
Jana brosti. “Eg sigraði sorg mína nokk-
uru seibna, og, Lucy, veiztu það ? eg held að það
sé bezt fyrir mig eins og það er. ’ ’
“Ilvar er hann nú, Jana? Hann getur má-
ske komið heim ennþá og gifst þér?” Jan hló
liátt. Lucy var svo áköf.
“Hann hefir átt konu í mörg, mörg ár, og eg
veit ekki hve mörg börn. Lucy, góða barn, mín
skáldsaga er löngu búin.”
‘ ‘ En það þlýtur að vera hræðilegt, að verða
að hætta við giftingu sína,” sagði Lucy hvísl-
andi. “Eg held að það hefði deytt mig, Jana.”
“Þér hlýtur að sýnast það voðalegt á þín-
um unga aldri,” sagði Jana. “En, mín góða,
fólk deyr ekki með svo hægu móti.”
Luey var orðin blóðrjóð; talaði Jana um
þetta efni hennar vegna? Hún fór að tala um
annað. t
“ Jana,” sagði hún lágt, “var ]>aÖ ekki und-«
arlegt að þú og paþbi — og eg sjálf sem lítil
stúlka — fengum svo undarlegan óþokka á Carl-
ton?”
“Það hefir verið eitthvert innra hugboð,
held eg. ’ ’
* “Meðan Laura — og eg býst við líka Clar-
ice — urðu svo hrifnar af honum. Mér finst
þetta vera mjög undarlegt. Og hve ógæfusamt.
atvik það var, að Clarice skyldi nokkru sinni
fara að heiman.”
“Alheimsins iðran bætir ekki úr þessu liéð-
an af; eg reyni að verjast því að hugsa um það.
Eg tala aldrei um liðna tímann, Lucy,” bætti
hún við, um leið og hún dróg systur sína til sín,
“Eg get séð að þú ert gæfusöm.”
R.S.Robinson
Kaapir 09 selur
r RAW FURS r
VER KAUPUM No. 1. stór rottoskisn $1.00
UNDIR EINS Afar-stór No. 1. Ulfaskinn $20.00
Smærri tequndir hlotfaflsle«a lægri.
FAID YDUR VERDSKRA VORA
SENDID BEINT TIL BF* HEAD
Stofnsett 1883
HöfitSstóll $250,000.00
trtibú:
Seattlo, Wash., U. S. A.
Edmonton. Alta.
Le Pas, Man.
Kenora, Ont.
B. LEVINSON & BROS.
281-3 Alexander Ave. - WINNIPEG
Hæsta verð greitt fyrir Loðskinn, Senecarabt-
ur, og Ull. Jafnt stórar sem vcrða keyptar. smáar sendingar
REYNIÐ OSS!
Fjörlegt bros en ennþá f jörlegri roði svar-
aði þessum orðum.
§ ‘ ‘ Leyndu mann þin engu, Lucy, og vertu hon
um aldrei óihlýðin. ’ ’
“Það er ekki nauðsynlegt að segja mér
þetta, Jana,” sagði iiucy liissa.
“Nei, það vona eg lfka að ekki þurfi, en við
getum ekki gleymt, góða mín, að dulleiki og A
hlýðni, sem fylgdi á eftir hinni sjálfráðu gift-
ingu þeirra, leiddi hið illa yfir Clarice og Lauru.
Hefði Olarice ekki komið til South Wennock, þá
hefði að líkindum ekki þessi sorglegi æfiendi
hennar átt sér stað, og hún kom blátt áfram af ó-
hlýðni við vilja manns síns og sikipun. Hefði
Laura ekki með leynd opnað hirzlu manns síns,
þá hefði máske ekki þessi voðalega uppgötvun
orðið opinber. Vertu skynsöm, Lucy, elskaðu,
virtu-og hlýddu manni þínum.
Glaðlegt bros lék um vgrir Lucv, og á sama
augnabliki kom Juditih inn. Lafði Lauru lang-
aði til að tala við Jönu syistur sína.
‘ ‘ Þetta herbergi er ekki eins og það var í
fyrri daga, Judith,” sagði Lucy, þegar systir
hennar var farin; “eg gat naumast ]ækt það
aftur.” y
Því þetta var mjög snotur samkomusalur,
og of mikið af liúsmunum í honum nú. Fallega
píanóið hennar Lauru tók ali'mikið pláss.
“Það er alveg satt, lafði,” svaraði Juditíi. >
‘ ‘ Þegar uppboð var haldið í húsi Carltons eftir
að hann dó, gejundi lafði Laura marga hluti, og
þá varð að geyma hér. ’ ’
“Hvar er Stiffing?” spurði Luey.
“Hún fékk vist litlu eftir að Lura sagði
henni upp, en hún var þar ekki lengi, og er nú
farin úr Soutli Wennock. Eitt kvöldið veitti
skríllinn henni árás,” sagði Judith lágt.
“Veitti skríllinn henni árás?” spurði Lucy
undrandi.
“Það orsakaðist á þ’ann hátt, lafði, að það
barst út að Stiffing liefði sótt aðal-lykilinn fyr-
ir lafði Lauru þetta dimma kvöld, og í vor réðust
nokkrir strákar á hana, jusu yfir haan ósæmandi
orðum og köstuðu mold á hana. ’ ’
“En þó að hún sækti lykilinn, þá var það
lafði, Laura, sem sendi hana eftir honum.”
‘ ‘ Ó, já, lafði, en þegar siðlausir menn og
drengir ráðist á einhvern, hugsa þeir aðeins um
að kvelja hann. Stiffing vildi ekki vera í South
Wennock eftir þetta, ogsagði upp vistinni.
“Þetta var skammarlega ranglátt,” sagði
Lucy.
Reiði hennar var naumast sloknuð, þegar
Firðrik Grey kom inn 0g Judith fór út.
“Hélzt þú að eg væri týndur, Lucy?”
“Nei, en mér fanst þú vera lengi í burtu;
þú hefir að likíndum átt bágt með að losna
þaðan?”
“Það er satt. Smælingjarnir hans Johns
fólu hattinn minn, og Charles Lysett og hans
kona voru gestir þar. Eg held að þau hafi sent
þér allar þær lukkuóskir, sem orð getu lýst,
Lucy,” sagði hann um leið og hann tók hana í
faðm sinn.
Lucy hló. I
“Hvers vegna ertu alein?” spurði liann.
“Hvar eru hinar?”
“Laura háttaði, og lét kalla á Jönu til sín
rétt nýlega, Friðrik. Jana hélt fvrirlestur yfir
mér. ’ ’
“Um hvað?”
‘ ‘ Hún bað mig alt af að elska og virða þig”,
bvíslaði hún, um leið og hún leit í augu hans.
“Eg sagði henni að slík áminning væri ekki
nauðsjTileg. Heldur þú að hún sé?-”
Hann þrýsti henni fastara að sér og kysti
hana mörgum kossum.
“Einu sinni — eg liefi aldrei sagt þér frá
því Friðrik *— dvaldi eg nokkrar leiðinelgar
stundir í þessari stofu. Það var kveld þess dags
sem Carlton var j’firheyrður; þá var alt svo
hörmulegt; en eg var svo hrædd um sjálfa inig,
hræðsla, sem aðrir fundu ekki til. Eg hélt að
vanvirðan væri svo mikil, að eg yrði að missa
þig.”
“Ó, þú grunnlwgna barn!! Luey, elskan
mín”, sagði hann, “þú gast ]>ó ekki í raun og
veru hræðst þetta. þó að vanvirðan hefði náð til
allra ættingja þinna í heiminum, þá liefði ]>að
verið þeim mun meiri gæfa fyrir mig, að vernda
þig, mín eígin kona; það veist þú.”
Hún leit á liann með jmdislegu brosi og enn
þá j'ndislegri roða, og svo slepti hann henni
skj'ndilega; því Jana kom inn.
Nú er ekki frá fleiru að segja. Eg er þakk-
látur lesendum mínum fyrir það, að hafa fvlgt
mér svo langt. Það er bezt. að hætta á meðan
himininn er skýlaus; betra að skilja eftir sólskin
en óveður í endurminningunni.
ENDIR.