Lögberg - 02.01.1919, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
2. JANÚAR 1919
/
xrg
Gefið út hvern Fimtudag af The Co!-
umbia Press, Ltd.,iCor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: GAKHY 416 og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
Utanáskríft til blaðsins:
THE SOIUMBI* PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipog, M»H-
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipog, M&n.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
27
Áramót.
Arið 1918 er “liðið í aldanna skaut” og
klukkur Tírna konungs liafa hringt inn annað
nýtt í staðinn.
Við sérhver áramót er ávalt margs að minn-
ast, margs að sakna, og þá einnig jafnframt
roargt að þakka.
Lengi vel framan af 'hinu nýliðna ári, sýnd-
ist útlitið í heiminum skuggalegra, framtíðar-
himininn þungbúnari, en nokkur maður jafnvel
vildi viðurkenna með sjálfum sér. -— Veraldar-
styrjöldin ægilega virtist aldrei tvísýnni en þá,
er Þjóðverjar hófu atlögu sína hina eftirminni-
legu þann 21. marz, og ruddust áfram með því
heljarafli, að vafi lék á hvort her sambandsþjóða
vorra fengi úönd við reist.
Dagana þá, sveimuðu hrímofnir harmskýja-
í'tókar um hugarhiminn allra frelsis-- og Ijós-
elskra manna. Þá var engu líkara en fyrir dyr-
um stæði úrslitabaráttan um það, hvort bróður-
kærleikinn og jafnréttið ættf í framtíð allri að
skipa öndvegi í isamfélagslífi þjóðanna, eða
hvort hervaldið, hnefarétturinn, kúgunareðlið
og roflaust rökkur takmarkalausrar síngirni,
mundi ná haldi á stýrisveifinni og troða undir
hæl friálsmannlega framsókn aldra og óborinna
kynslóða.
Var ekki eðlilegt þótt ýmsum væri órótt inn-
anbrjósts ?
Var ekki eðlilegt þótt ótti óvissunnar brynni
í huga og hjarta alls þess fólks sem elskaði
drenglvndi, réttlæti og frelsi?
Var ekki óvissan altaf sárust 1
En tímamótin í stríðinu komu fyr en flesta
varði. Alveldishyllingar þýzka hervaldsins
hrundu eins og spilaborgir. Jafnréttis- og lýð-
frelsisstefnan vann þann glæsilegasta sigur, sem
sögur fara af.
P’ramkvæmd mikilia mála, krefst ávalt mik-
illar sjálfsafneitunar — mikilla fórna. Og svo
fór auðvitað einnig í þetta sinn.
Sigurinn varð dýr; áður en hann var feng-
inn, hafði miljónum ungra og efnilegra sveina
blætt til ólífis.
Enginn fer þess dulinn að mörg svöðusárin
hefir þetta umliðna ár veitt—og að skorið hefir
verið á mörg viðkvæmustu fjölskylduböndin.
Enginn mannlegur máttur megnar að knýta
bönd þau að nýju, svo vel sé, og fær þó góðhug-
urinn og bróðurkærléikinn miklu til vegar komið.
Enginn nema sjálfur konungur konunganna,
er fær um að fylla með gleði hið syrgjandi móð-
ur- og eiginkonu-hjarta, sem sorgin út af ástvina
missinum hafði af lað að buga. —
En þrátt fvrir sorgirnar og svöðusárin, hef-
ir þó þetta liðna ár gefið sérstakt tilefni til óum-
ræðilegs fagnaðar.
Áður en síðustu vitar ársins brunnu út, sást
fyrir endann á hinum ;egilega ófriðir og samið
var um vopnahlé. Atburður sá út af fyrir sig,
er einn nægnr til þess, að rita nafn liðna ársins
með óafmáanlegu letri á.bókfell aldanna..
Gamla árið hefir lagt grundvöllinn að samn-
ingum þeim um alheimsfrið, er beztu og vitrustu
menn þjóðanna eiga að staðfesta við ljómandi
morgunbjarma ársins nýja. —
Um áramótin reikar hugurinn víða; hann
skygnist eftir rnætti inn í draumlönd framtíðar-
/iunar, þangað sem vonirnar fleygu sækja lífs-
þrótt sinn. — Nýja árið, er ár vonanna, og þess-
vegna leitar hugurinn þar landnáms. En í þetta
sinn leitar hann fyrst. augnablil^s hvíldar í liðna
tmianum og nemur þar staðar.
Vegna þvers?
' Hann staðnæmist við litlu, hvitu krossana í
Belgíu og á PYakklandi — við leiði vestur-ís-
lenzku hetjusveinanna, er fórnðu öllu fvrir hug-
sjónir kærleiþa og réttlætis. -
l Grátklökkur drúpir hugur vor á stöðvum
þeim, og vildi græða þar ódáinsblóm, væri hann
þess megnugur.
Hann staðmemist einnig um áramótin við
heimili syrgjendanna og býður ]>eim öllum gleði-
iegt ár!
Langar hafa andvökunæturnar orðið að-
standendum hermanna vorra, og sumum þeirra
ef til vill fvlgir enginn dagur, hérna megin djúps
ins mikla. En þó eru þokuflókamir að liðast
sundur, hvert sem litið er — fyrstu morgun-
bjannaeinkennin að koma í ljós út við sjóndeild-
arhringinn.
Pleljar-nótt haturs og hörmunga hefir beðið
ævarandi ósigur.
Dagsbrúnin er stöðugt að hækka:
“0g fyr en veiztu, röðull rís á ný
og roðinn lýsir yfir nýjum degi.”
Að stríðinu loknu.
x.
Fjármál.
Eins og vér höfum oft tekið fram, þá er það
margt, sem horfir alt öðruvísi við heldur en það
gjörði fyrir stríðið, og þar á meðal eru fjármál
vor, í stóru og smáu. Og fyrir þeirri breytingu
þurfa menn að gjöra sér grein sem allra fyrst,
ef vel á að fara. Gjöra sér grein fyrir því, að
nú verða Canadamenn að búa að sínu, en geta
ekki fengið nálega ótalonarkað lán hjá öðrum
þjóðum, til sinna þarfa.
Það var víst öllum fjármálamönnum ljóst,
að peningamenn í Evrópu og líka í Bandaríkjun-
um, sóttust eftir að lána út peninga hér í Canada.
Þeir álitu trygginguna hér betri en víðast ann-
arsstaðar — álitu framtíðar tækifærin hér og
framtíðar þroskun þjóðarinnar í efnalega átt ó-
takmarkanlega; og peningarnir streymdu inn í
land vort frá Bretlandi, frá Frakklandi,frá Hol-
landi og víðar að. En nú eru þær lindir þornað-
ar fyrst um sinn, og hver veit hvað lengi. Ekki
einasta eru þær þornaðar hvað oss snertir, held-
ur hafa kringumstæðurnar algerlega snúist við,
því öll þessi lönd, í staðinn fyrir að geta miðlað
öðrum í jæningasökum, þurfa nú að taka pen-
ingalán hvar sem peninga er að fá — eru nú öll
orðin keppinautar um peningalán á heimsmark-
* aðinum. Og afleiðingin af því hlýtur að verða
sú, að það veyði erfjtt að fá peninga, og að þeir
verða dýrir.
Hvað er þá til ráða?
Það, að Canada verður að búa að sínu á
komandi tíð, hvað peninga snertir — verður að
láta sér nægja þann peningaforða, sem til er í
landinu sjálfu; og fólk verður að læra að spara
svo, að framleiðsla sú, sem hver og einn á völ á,
nægi til þess að mæta útgjöldunum. Eða með
öðrum orðum þjóðarbúið, og bú hvers einstakl-
ings, verður að vera sjálfstætt — verður að kom-
ast svo áfram, að það þurfi ekki að lána peninga
að, því þeir verða ekki fáanlegir nú á meðan ver-
ið er að endurreisa löndin og landspildurnar, er
ófriðurinn hefir lagt í rústir. Það er því auð-
sætt að hér er hinn mesti vandi á ferðum. 0g
vandinn er ekki einungis sá, að fara vel með pen-
inga þá, sem fyrir hendi eru, að sjá um fyrst og
fremst að þeir fari ekki út úr landinu, og sjá um
að þeim fjárhagsle.gu efnum, sem landið á og
íæður j-firy erði varið á sem allra hagkvæmast-
an hátt, — heldur og líka at^ sjá um, að peninga-
stofnanir þær, Sem í landinu eru, beiti ekki afli
sínu svo að til vandræða horfi — noti sér ekki
þetta erfiða tímabil, sem framundan er í fjár-
málum,ti 1 þess að þjaka kosti landsins og gjöra
því framkvæmdir og framleiðslu erfiðari en þörf
gjörist. Og ef að ]>ær peningalindir, sein eru í
landinu, eru notaðar rétt — ef að menn í bróð-
erni vinna saman að því að fleyta þjóðinni í
gegnum hið erfiða fjárhagstímabil, sem fyrir
hendi er, — þá höfum vér lítið að óttast, þrátt
fyrir óumflýjanlega aukin útgjöld og hina miklu
þjóðskuld, sem vér höfum nú að mæta.
Eins og menn muna, var þjóðskuld Canada
fyrir stríðið $335,996,850. Síðan hefir hún vaxið*
^sökum.stríðsins upp í nálega $1,300,000,000 og
verður að öllum líkindum orðin talsvert meiri
um það að öllu erlokið. Svo að vextirnir af þeirri
upphæð, séu þeir reiknaðir 6%, sem að líkindum
er óhætt að gjöra með þeim kostnaði sem á fellur
verða árlega um $78,000,000, og er það nálega
lafnmikið og allar ríkistekjurnar voru 1906.
En svo hljóta þessi útgjöld að verða meiri, vaxta
upphæðin hærri, því í þessari upphæð er ekki
eftirlaun hermanna talin og ekkert tillit tekið til
herkostnaðar eftir áramót 1918. Og samt eru
vextirnir komnir upp í meira en $10 á hvert höf-
uð í landinu, og þjóðskuldin er orðin við þessi
áramót rúmlega $173 á hvert höfuð í landinu og
verða sjálfsagt $200 áður en lýkur. Og eru
þetta alt annað en glæsilegar fjárhagshorfur.
En það er eitt einkenni í lund Ameríku-
manna, og með Ameríku á eg við alla Norður-
Ameríku, og það er, að hræðast aldrei erfiðleik-
ana, og líta ávalt vonbjörtum augum fram á veg-
iun. En í þessari bjartsýni sinni gjöra þeir nú
eina kröfu til þeirra manna, sem fyrir málum
standa, og það er 'að vera inenn, ærlegir, hrein-
ir menn, sem meti meira heill lands og þjóðar,
en sinn eigin hag og staurblint flokksfylgi; að
þeir séu vinir og svaramenn alls fólksins, en
ekki þrælar sérstakra stétta; að þeir fari í öllu
trúlega með vald það, sem þeim er falið. Ef ]>að
íæst„þá er engin hætta á ferðum, því Canada er
gott land — anðngt land — auðsuppsprettur
'þess nálega óþr.jótandi, og ef þær eru ekki gefn-
ar í burtu til einstaklinga, «em svo maka krókinn
á kostnað almennings, heldur varið skynsamlega
lil ]>ess að borga skuldirnar og efla peningaforða
þjóðarinnar, — þá er öllu óhætt,' því laudið felur
í skauti sínu, og í ríkum mæli, (alt það, sém þarf
til lífsframfærslu mannanna. ög þarf til þess að
byggja upp volduga og vellanðuga ]>jóð. Land-
iými fevkilegt, 3,729,000 ferhyrningsmílur, eða
f ins og öll Evrópa, og minst af því bygt og fæst-
ar af auðsuppsprettunum til hálfs kannaðar, og
fjölda margar, sem mannshöndin liefir ekki
snert við.
Athugum þá auðleg^, sem landið framleið-
ir nú með aðeins 7,500,00Q íbúum:
Hveiti árlega um og yfir
Hafra — —
Bygg — —
Rúg — —
B&nnir ■—' —
Ertur — —
Ýmsar aðrar kom- og jurtategundi
Samtals
$356,816,900
210,957,500
• 35,024.000
3,196,000
4,919.000
2.228,000
r 39,210,000
$886,494,900
Og samt er eftir nóg af óunnu akuryrkju-
landi 'í Canada til þess að tífalda þessa fram-
leiðslugrein.
Fiskiafli Canadamranna árið 1916 var 35,-
860,708 dollara virði. Og þó er ekki farið að
snerta við hinum auðugustu fiskimiðum lands-
ins, né sumum af hinum fiskisælustu ám þess og
vötnum.
Náma-auður Canada má heita ósnertur og
að mestu leyti óþektur, sérstaklega í þeim hluta
landsins, sem liggur norður að Ishafi — í norð-
urhluta Canada, þar sem Indíánar og Eskimó-
ar einir búa. En þó nam framleiðslan úr nám-
um Canada árið 1916 $177,358,554. En sá
náma-auður, sem falinn er í jörðinni hér í Can-
ada, er með öllu ómælilegur, og auðsuppspretta
sú nálega óuppausanleg.
Enn er ótalin kvikfjárrækt lands búa árið
1916 voru í Canada:
Hestar................. 3,258,342
Mjólkurkýr ............ 2,833,433
Aðrir nautgripir....... 3,760,718
Sauðfé...............,.... 2,022,941
Svín................... 3,474,840
vV
Sem með þá verandi söluverði var $ 903,685,700
virði. En afurðirnar af mjólkurbúunum námu
$59,478,977. Verksmiðjuiðnaður í Canada árið
1916 nam $1,407,137,140. Trjáviðariðnaður lands
ins var það sama ár $172,830,000 og þar fyrir
utan er sagt að í Canada sé frá 5-600,000,000 ekr-
ur með ágætis sögunarvið á, frá 2—300,000,000
ekrur með við til eldneytis og nálega óþrjótandi
upplag af við, sem notaður er til pappírsgerðar.
Svona mætti halda áfram lengi lengi að telja
upp auðsuppsiprettur þessa lands, sem að eru
svo miklar og stórkostlegar að þessi skuld sem
þjóðin hefir .orðið að fara í til þess að verja
sóma sinn og frelsi er algerlega hverfandi í sam-
anburði við innstæðu vora, því segjum að eins
árs afurðir í iðnaðargreinum þeim, sem nú
hafa taldar verið væru heimilað til sktílda-
lúkningar, að frádregnum kostnaði, þá mundi
það gjöra meir en borga þjóðskuldina. En
svo er nú varla að búast við að menn gjöri
það, og þess gjöröist heldur ekki þörf. Það
sem nú ríður mest á er að menn skilji kring-
uumstæðurnar til fulls og sýni svo nógu mikinn
drengskap til þess að gjöra það sem rétt er, að
* hver einn og einasti maður, og hver ein og ein-
asta kona láti sig velferðarmál þessa lands nógu
miklu skifta til þess að sjá um að þeir menn sem
þeir fela umsjón mála sinna, hvort heldur er
heima í héraði, eða í alríkismálum fari vel og
drengilega með það umboð er þeir hafa þeim
gefið — séu ráðvandir og fari trúlega með það
sem þeim er trúað fyrir — séu frjálslyndir svo
þeir misbjóði ekki réttlátum frelsiskröfum
þeirra, sem þeim treysta, séu engum háðir nema
skyldum drengskaparins og hugsjón réttlætisins.
Hvar lendir?
Eins og menn sjálfsagt muna, þá samþykti
Lnion stjómin á stjórnarnefndarfundi 8. febr.
í fyrra að afnema toll af dráttarvélum (Trac-
tors), sem kostuðu fyrir neðan $1400. Þetta
var sérstaklega gjört til þess að hjálpa til að
auka komfrainleiðsluna í Vestur-Canada, og
notuðu bændur sér þessi hlunnindi um leið og
]>eir urðu drengilega við ]>eirri áskorun að auka
koraframleiðsluna, enda þótt það væri mörgum
cg miklum erfiðleikum bundið. En það var þjóð-
ræknisleg skylda. Og þeir keyptu um $8,000,000
virði af þessum vélun*, og hagurinn beini, sem
þeir, er keyptu vélarnar, nutu af þessu ákvæði,
nam um $2,000,000. En hve mikil hin aukna
framleiðsla var, sem átti rót sína að rekja til
þessara kaupa, vita menn ekki með neinni vissu.
En óhætt er að segja, að hún hefir verið afar-
mikil, svo þessar ráðstafanir stjórnarinnar virt-
ust ná tilgangi sínum og vera réttmætar. Og
þær hefðu átt að vera gleðiefni öllum mönnum,
sem velferð lands og þjóðar báru fyrir brjósti.
En það virðist ekki vera tilfellið, því þetta
hefir orðið til þess, að hryggja hóp manna hér í
Canada, þótt undarlegt sé. Því verksmiðjueig-
endur í Austur-Canada furðuðu sig mjög á þess-
ari bíræfni stjórnarinnar, og sendu nefnd til þess
að fá að vita hvernig á þessari óhæfu stæði, að
þetta skyldi vera gjört að þeim. forspurðum. Og
þegar að þeim var bent á að þetta snerti ekki
framleiðslu þeirra, þar sem slíkar dráttarvélar
væru ekkibúnar til í Canada. En nefndin benti
st jórninni aftur á, að einn af þessum verksmiðju
eigendum þar eystra hefði verið í undirbúningi
ineð að smíða vélar af þessari stærð, og væri
búinn að leggja allmikla peninga í það fyrirtæki,
og þótt þetta tiltæki setti hann eí' til vill ekki al-
veg á höfuðið, þá samt lilyti hann að líða skaða,
og h;etta við fyriraitlan sína.
í þetta sinn fóru þessir verksmiðjueigendur
af fnndi stjórnarinnar án þess að fá nokkuð vil-
yrði fvrir því, að þessi tollur yrði settur á aftur.
En þeir eru auðsjáanlega ekki hættir, því á fundi
sem deild verksmiðjueigenda í Toronto héldu
16. þ. m., var samþykt að skora á akuryrkjumála-
ráðherrann í Ottawa að sjá um að þessi tollur,
27/2%, verði tafarlaust settur á þessar dráttar- '
vélar aftur.
Það virðistekki, að hugsunarháttur þessara
■manna hafi breyzt mikið á.þessum stríðs- og
breytingatírnum; innrætið virðist vera alveg það
sama, sem verið hefir, og áformið það sama —
að fylla vasa sína með penirigum á kostnað Vest-
urlandsins. Þeim virðist liggja í léttu rúmi,
'hvort að framleiðslan í Vestur-fylkjunum, sem
era eins og allir vita kornforðabúr Canada, vex
eða niinikar — eru auðsjáanlega ánægðir með að
liún minki, ef þeir að eins geta búið nógu vel um
sig f hreiðrum rínum, og svo setið þar óáreittir;
og liugsa svo ekki um hirainn né jörð, heldur
halda sér fast í þessa dúsu, sem þeir hafa sogið
frá því fyrst að þeir urðu til. Vér vitum ekki
hvað Ottawastjórain kann að gjöra í þessu til-
felli. En vér vitum annað, að bændur og búalið
Vesturlandsins láta aldrei undan síga í þessu
máli fyr en að verksmiðjueigendur í Austur-
Canada standa á sínum eigin fótum og hætta að
heimta toll á öllu því, sem menn þurfa að nota,
og láta ofan í sig óg á.
Sparsemi mótar manngildið
Nafnkunnur vinnuveitandl sagtSi fyrir skömmu:
“Beztu mennirnir, er vinna fyrir oss I dag, eru þeir,
sem spara peninga reglulega.
Einbeitt stefnufesta, og heilbrigtSur metnatSur lýsir
sér I öllum störfum þeirra.
peir eru mennirnir, sem stöðugt hækka í tigninni, og
Þeir eiga sjaldnast á hættu aS missa vinnuna, þótt atvinnu-
deyfö komi meS köflum.”
Byrjið að leggja inn í sparisjóð hjá
Notre Oaine Rrancli—\V. M. ILAMll/rON, Manager.
Seikirlt Branch—F. J. MANNING, Manager.
THE DOMINION BANK
THE ROYAL BANK OF CANADA
HöfuSstöll löggiJtur $25.000,000 HöfuðstftU greiddur $14.008,060
VarasjóSur...........$15,500.000
Forseti.......................... Sir HLJBERT S. HOI/T
Vara-forscti .... E. Ii. PEASE
Aðal-ráðsmaður - - C. E NEIIili
Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum relknlnga vlB elnstaklinga
eSa félög og sanngjarnlr skilmálar veittir. Avlsanlr seldar til hvaSa
staBar sem er á fslandi. Sérstakur gaumur gefinn sparirjöSslnnlögum,
sem byrja má meS 1 dnllnr Rentur lagSar vlk A hverlum 6 mánuSum.
% WINNIPEG (West End) BRANCHES
Cor. WiIIiam & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager
Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager
Cor. Portage & Sherbrook K. h. Paterson, Manager
Nokkrar ausrnabliks”
myndir
frá Danmörku og Noregi.
Eftir Bjarna Ásgeirsson.
Ferð með Björgvinjarbrautlnnl.
Samgöngnbæturaar eru þær
framfarir Norðmanna, sem ef til
vill er einna.mest um vert allra.
það hefir lengst af verið svo í
Noregi, sem hér, að “f jörður hef-
ir skilið frændur og vík vini”.
Landinu er víða af náttúrunnar
hendi svo greinilega sundurskift.
agð hvert fylki hefir orðið að lifa
út af fyrir sig næstum eins og
sjálfstætt smáríki, en lítil mök
haft við aðra hluta landsins.
pjóðin hefir því verið í reyndinni
eins og meijra og minna sjálfstæð
smáfylki, eins og fyrir daga Har-
aldar hárfagra, þó að hann sam-
einaði þau stjómarfarslega, og
aðrir 'hafi haldið því starfi áfram
eftir hann. Má segja að þar hef-
ir náttúra landsins verið “nám-
inu ríkari”.
Af þessu ihefir að vísu sprottið
sjálfstæð og sérstök menning í
jhverju fylki fyrir sig, þar sem
fhvert þeirra hefir haft sína siðu,
sinn búning og sitt mál. petta
hefir að vísu auðgað þjóðmenn-
inguna í heild sinni. En það hef-
ir einangrað fólkið og valdið mikl
um ruglingi á ýmsum sviðum, t.
d. í málinu, sem nú er að verða
Norðmönnum vandræðamál. J?ar
skiftist þjóðin nú í tvo andstæða
flokka, þar sem aðallega eru
borgarbúar á aðra hlið með “rigs-
maalet”, en sveitarbúar á 'hina
með “landsmaalet”. Auk þess
eru ótal afbrigði innan hvors að-
almáls, svo að örðugt er að átta
hvað fylgi hvoru. Einnig þróað-
ist tortrygni og einrænipgshátt-
ur mæta vel í þessum afskektu
bygðum. Heyrði eg margar sög-
ur um það, að þegar haldnar voru
meiri háttar samkomur, sem
meira en ein bygð tók þátrt í, sem
stundum kom fyrir — þá hefði
ihver bygð ætíð haldið hópinn og
lítið gefið sig að öðrum. Svo
fóru menn smátt og smátt að
gefa hver öðrum hornauga, og
síðan að reyna kraftana, og að
lokum lentu allir karlmenn í einni
slagsmálaíþvögu, þar sem bygð
var á móti bygð.
petta sundurhlutaða land, eða
þesisi sérstöku smáríki, er hvorki
með báli né brandi né lagaboðum
urðu sameinuð nema til hálfs,
hafa nú samgöngumar bundið
saman traustum spöngum þvert
eg endilangt í órjúfandi heild.
Járnbraut og vegakerfi fram á
hvert annes og inn í hvern af-
dal. og skipaferðir inn á hvem
fjörð, eru eiras og æðakerfi' um
landið, sem blóð menningarinnar
fossar etfir fram og aftur í stór-
um straumum.
Merkust járnbrautanna, og ein
tilkomumesta brautin í ^lvrópu,
er sú, sem liggur á milli Kristj-
aníu - og B.íörgvinjar, og bindur
samap ausjur og vesturláglendi
Suður-Noregs. pví máli, að
leggja þessa braut, var fyrst
hreyft á stórþinginu norska 1870.
Fyrsti hluti hennar, eða brautin
frá Björgvin til Voss, var þó
ekki lagður fyr en 1883, og þó
með smærra spori en nú er, og
fullgjörð var ekki brautin fyr en
1909. pannig hefir það tekið 39
ár frá því málinu var fyrst !
hreyft á þinginu, og þangað til að
það var fullbúið, og má það heita
vel að verið með slíkt grettistak. ■
öll línan er 492 kílómetrar, enda
liggur hún í ótal hlykkjum, bæði
til hliðar og eins upp og ofan, því
að leiðin, sem hún liggur yfir, er |
í fylsta máta ill yfirferðar, £jöll
og firnindi. ár og vötn, og yfir-
leitt allar torfæríir, sem nöfnum
tjáir að nefna. Hæst liggur |
brautin 1031 meter yfir sjávar-1
mál, heitir staður sá Taugevand
og liggur í Löngufjöllum, sem
skera í sundur norður og austur
bygðina á því svæði.
Allur kostnaður við brautina,
með vögnum og öðru, var 67
miljónir króna. Eru þó vagn-
arnir eins fullkomnir og það, sem
bezt gerist nú. Fýlgja svefn-
vagnar næturlestinni og átvagn-
ar daglestinni, þar sem hægt er
að fá hin beztu matar- og drykkj-
arföng. Líka er hægt að fá
keypt brauð, mjólk, kaffi og öl á
öllum brautarstöðvunum á leið-
mm.
Ferðin frá Björgvin til Kristj-
aníu tók áður, eins og hún tekur
enn með hraðskreiðustu gufu-
skipum 54 Mst. eða 2(4 úr sólar-
hring, en með iestinni tekur hún
rúman i/2 sólarthring. Sá maður
er ekki höfuðveikur, sem ekki
sundlar í fyrsta sinn er hann fer
með þes'sari lest, einkum ef 'hann
j er óvanur járnbrautaferðum, svo
etórfengleg er sú sjón, sem þar
verður hvarvetna fyrir auganu.
Mætast þar náttúrunnar og
' mannanna f urðuverk, og er erfitt
'að gjöra sér grein fyrir hvort
meira er. það er líkast göldrum,
j að mannlegu verksviti og atorku
j skuli hafa tekist að leggja undir
|sig og þrælbinda jafn-stórkost-
lega og vilta náttúru, og þá sem
þar liggur hvarvetna fyrir fótum
iestarinnar, eins og ljón í fjötr-
um. Og það dylst engum, sem
nú sendist iþar með flughraða um
bygðir og óbygðir, að brautryðj-
endur hafa orðið að fara hægara.
V5ða hefir orðið að hlaða undir
j teina margra mannhæða hryggi
og stöpla og steypa brýr yfir
fljót og gil. Lengsta brúin ligg-
ur yfir á, sem Begna heitir, á
austurláglendinu. Hún er 215
metra löng, og bygð í 9 bogum.
En það sem mér fanst mest um
voru jarðgöngin. Víða á leið
brautarinnar voru svo þvergnýpt
ir ihamrar, eða svo iháir fjallsháls-
ar, að engin önnur leið var að
komast ferða sinna, en að mölva
sig í gegnum þá. JJannig eru á
aílri brautinni 179 Mettagöng.
Hið lengsta er 5311 metrar, hið
næsta er 2312 og hið þrið ja í röð-
inni er 1593 m. Á mörgum stöð-
um hefir einnig orðið að byggja.
yfir brautina og útbúa ýms snjó-
vamarvirki, þar sem fannkoman
er mest. En hún er víða mikil á
h'áf jallinu. Hafa þar sumstaðar
verið mældir 18 metra djúpir
skaflar.
Brautin er eins og menn sjá,
nokkurskonar þverskurður af
Noregi, og er að því leyti ekki ó-
fróðlegt að ferðast með henni,
því að sá, sem notar augun vel,
getur kynst þar lítilsháttar flest-
um fyrirbrigðum lands og þjóð-
ar. Eg efast um að það séu mörg
lönd jafn-sundurleit og marg-
breytileg að náttúrufari og Nor-
egur, og flestar þessar hliðar
hans snúa einhvemtíma að ferða-
raanninum á þessari leið. Aust-
urláglendið, fyrst af stað frá
Kristjaníu, er ekki eins stórhrika.
legt og þegar vestar dregur. J?ar
skiftast að staðaldri stórir bú-
garðar með miklum plóglendis-
fJákum, og skógabelti, ek'ki ósvip-
uðumþeim, sem við köllum ása,
nema margfalt stórvaxnari og
hrikalegri, og svo lækir og vötn.
Stórar hæðir eru þar ekki víða,
t n það ber töluvert á 'þeim sökum
skóganna, sem víðast byrgja út-
sýnið, og lykja augað inni í nán-
asta umhverfinu. Allar bygging-
amar á bændabýlunum eru úr
timbri, og flestar rauðmálaðar,
bæði íbúðar- og útihús. Er þar
víða staðarlegt heim að líta, því
að húisin standa hvert nálægt
öðru, og eru alÞháreist. Hlöð-
uranar standa venjulega nálægt
einhverri 'hæð eða þá að bygður
er akvegur frá jafnsléttu upp í
efri dyr þeirra, svo að hægt er að
aka heyi þar inn og inneftir hlöð-
unni eftir mjóu gólfþrepi, sem
liggur inn í gafl. Veggsvalir eru
á mörgum hinna stærri húsa og
fánasitöng við þau flest, því' að
Norðmenn eru fánakærir og láta
hann sjást við öll hátíðleg tæki-
færi. pá blaktir fáni á hverri
stöng.
Kringum jámbrautarstöðvarn-
ar er bygðin oft þéttari. Eru þar