Lögberg


Lögberg - 06.03.1919, Qupperneq 1

Lögberg - 06.03.1919, Qupperneq 1
! SPIERS-PARNELLBAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ‘ ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG öQlief ð. Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. Garry 1320 32. ARCANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 6. MARZ 1919 NUMER 10 Y. M. L. C. Hockey leikararnir sem fara til Regina Verðurhér nœstu viku * Vilhjálmur Stefánsson. 1. röð: Fred Ilutclitnson, Hon. Pres. Clirts. Frlðflnnsson, Exec. E. G. Stephenson Exec. Connie Neil, Tr.eas. Elswood B. Johnson, Sec. Wilf. Tiley, Trainer. 2. röð: Magnús Goodman. Bill. Friðfinnsson, Exec. John A. Vopni, Pres. tjenard Dalman, AUan Sinclair. röð: Al. Welsner. Allan Woodman. Wulfgang Friðfinnsson. Edwin Stephenson. Dave Patrick. Cutlibert Bucklngham. Hockey-leikararnir íslenzku. peirhafa sýnt afburða leik- fimishæfileika í hvert einasta skifti, sem þeir hafa þreytt leiki hér í vetur. Hver flokkurinn á fætur öðrum hefir þreytt við iþá, en allir hafa þedr orðið að lúta fyrir landanum, ‘og nú undir ver- tíðarlokin hér í bænum hafa þeir í sinn hluta 39 vinninga, þar sem að sá floklkur, sem næstur þeim kemst og á móti þeim hefir leik- ið, hefir aðeins 15. Og í sam- bandi við síðasta leik fslending- anna hér í bænum farast blað- inu Free Press orð á þessa leið: pessir lútersku cmenn (flokk- urinn heitir félag lútersku ung- mennanna) eru þeir lang frækn- ustur Junior Hockeyleikarar, er Winnipegbær hefir séð. Dreng- irnir eru alHr innan 20 ára að aldri Á skautum eru þeir eins fljótir og fuglinn fljúgandi, en svo eru iþeir æfðir í list sinni, og svo fara þeir vel með hana, að yndi er á að horfa. Nú fara iþessir menn til Regina, til þess að keppa um Aibottbikarinn og að þeir munu koma fram þar Winni- pegborg til sóma, um það efast enginn maður, sem séð hefir þá leika í vetur — og meira, vér höfuon fylstu ástæðu til þess að vonast eftir að fslendingarnir muni koma með bikarinn með sér, þegar þeir koma heim aftur. Jafnvægið í flokk íslending- anna er hið bezta, og á meðal þeirra eru þrír, sem á er vert að minnast sérstaklega. pað er Allan SincJair (“goál keeper”). Honum tekur enginn fram í Winnipeg í því að varna mót- stöðunfönnum símum að ná mark inu setta. Amnar er Magmús Goodmann, skautakappi Mani- tobafylkis, sem leikur “rover”, er bezti skautamaður flokksins, fljótur eins og fuglinn fljúgandi fer hann stundum frá einum enda leikvallarins til annars, með ‘puok’-ina á undan sér, eða að hanm sikýzt á milli manna, og í veginn fyrir mótstöðumanninn, sem er að reyna að komast á- fraon. priðji er Edvin Stephen- son. Hans pláss er í vimstra fylk- ingararmi (left wing), og ber hann langt af öllum þeim, sem það hlutverk hafa á hendi í Jui(- ior Hoekeyleikjum, að því er vér bezt vitum bæði hér og annar- staðar. Hanm hefir náð fleiri “goals’’ en nokkur annar Junior Hoekeyleikari, Ihefir 20 vinninga i 9 leikjum. Hann er fljótur ■sem ör, leikur af iist, er snarpur í hreyfimgum, og skotum hans er við brugðið. Frá friðarþinginu. Foch marskálkur leggur fyrir friðarþingið tillögur sínar í sambandi við hermálin; legg ur hann til að J7jóðverjum sé Ie.vft að hafa 20 herfylkingar —Divisions—10 þús. manns í hverri. Krefst þess að kaf- bátahernaður sé bannaður, og strangar skorður reistar við hergagnab tinaði. TiHögur Fochs marskálks í sambandi við hermálin evu vafa- 'laust merkasta atriðið, sem fram hefir farið á friðarþinginu, síðan að Wilson Bandarikjaforseti hélt heimleiðis. Uppástungur þessar lagði hershöfðinginn frægi fyrir friðarþingið síðastliðinn mánu- dag, og er búist við að þær verði teknar til meðferar seinni hluta þessarar viku. Tekið er fram í tillögunum, að eigi megi pjóðverjar meiri her hafa en tuttugu fylkingar, 15 fótgöngúliðs og 5 af riddaraliði- Reistar eru strangar skorður við tilbúningi vopna, og farið fram á mikla takmöhkun á notkun loftflota *í sambandi við hernað og vöruflutninga, Sömuleiðis skulu aldir kafbátar þjóðverja upptækir gjörðir, og öilum þjóð- um jafnframt bannaður kafbáta- hernaður í framtíð állri. í tillögum þessum er gjört ráð fyrir því, að ónýta skuli víggirð- ingar pjóðverja, bæði við Kiel- skurðinn og Helgoland, en einn af fulltrúum Bandaríkjanma, Benson aðmíráll, hefir krafist sérstakra upplýsinga í þessu samlbandi, og ef verið sé að skapa fordæmi með þessu ákvæði, þá skuli það skýrt fram tekið, að það hafi engin áhrif á virkja- stöðvar Bandaríkjanna, hafnar- staði eða skipaskurði, eins og t. d. Cape Cod skurðinn o. s. frv. Flotamálafræðingar Breta og Bandaríkjanna, þeir er sæti eiga á friðarþinginu, virðast hafa að- hylzt þá tillögu, að ónýta skuli öll hin 'stærstu herskip pjóðverja en Frakkar hafa enn eigi viljað fallast á þær ráðstafanir. Friðarþingið hefir samþykt að senda nefnd manna til þess að rannsaka ástandið við austur- strendur Adríahafsins. Orsök slikrar ráðsföfunar kvað vera sú, að fjödi verzlumarskipa hafi leg- ið þar vikum saman, hlaðin vist- um til bjargar hungruðum lýð, víðsvegar á strandlengjunni og uppi í landinu. En emtoættis- menn þeir, er annast áttu um af- ferming skipanna á stöðum þess- um, telja dráttinn stafa af ófull- nægjandi vinnukrafti. Friðar- þingið hefir falið sendinefndinni að grípa til slkjótna úrræða, með því að alment er áltið, að hung- ur og önnur eymd stuðli mjög að útbreiðslu Bolshevismans, og að siíkt ástand hafi beinlímis legið til grundvallar fyrjr ó- ánægju þeirri hinni miklu, er 1 átt hefir sér stað upp á síðkastið rnilli ítalíumanna og Jugo-Slava, og því nær hafði friðslitum vald- ið. — Síðustu blöð skýra frá því, að sambandsmenn ihafi á friðarþing inu komið fram með skaðabóta- kröfu á hendur óvinaþjóðunum, er nemi hundrað og tuttugu bilj- | ónurn dala. — Frá íslandi. Seðlaútgáfurétturinn. Alþingi 1917 samþvktL þingsályktun frá fjárhagsnefnd n. d., þar sem [ skorað á landsstjórnina, að ] “leita samninga við Islands- ; banka um að hann láti af hendi [ seðlaútgáfurétt sinn allan, gegn i ákeðnu gjaldi, eða, ef það næst j eigi, þá að hann láti af hendi með ákveðnum skilyrðum, rétt j sinn til að hindra seðlaútgáfu íram yfir py2 miljón, auk seðla Landsbankans. Samningar um þetta skyldu vera bornir undir Alþingi til samþyktar. — Sam- kvæmt þessari þingsályktun hef ir nú stjórnin skipað þrjá menn í nefnd, þá Magnús Guðmunds- son fjármálaskrifstofustjóra. er á að vera formaður, porst- por- steinsson hagstofustjóra og Pét- ur ólafsson konsúl, til þess að rannsaka þetta mál og láta uppi álit sitt um það. Eiga þeir að grenslast eftir, ihvort Islands- banki sé fáanlegur til þess, sem fram á er farið í þingsályktunar- tillögunni, og íhuga, hvort þau kjör, sem náðst gætu, ef hann reyndist fáanlegur til að láta af hendi seðlaútgáfurétt sinn að öllu eða einhverju leyti megi telj ast viðunandi. En reynist bank- inn ekkki fáanlegur til þessa, þá eiga þeir að láta uppi álit sitt um það, hvemig og með hvaða kjörum koma megi fyrir til nokkurrar frambúðar seðlaút- gáfuréttinum, þannig að hæfi- ieg seðlamergð geti jafnan verið til hér á landi, eftir því sem við- skiftaþörfin krefur. Nefndin á að hafa komið fram með tliögur sínar fyrir lok næstkomandi marz mánaðar. Eins og kunnugt er, afsöluðu Englendingar sér kauprétti á nokkrum hluta af íslenzka fisk- inum frá síðastl'iðnu ári, tóku aðeins það, sem áskilið var í enska samningnum að seljast skyldi með lægra verðinu. Fisk- eigendur kusu þá þriggja manna nefnd, þá Garðar Gíslason stór- kaupmann, Pétur ólafsson kon- súl og porstein Jónsson kaup- rnann og útgjörðarmann, til að ráðstafa öllú því, sem eftir var af fiskinum, í samráði við út- flutningsnefnd. Nú er alt það, sem þurt er af þeim fiski, selt Geo. Copland kaupmanni á 272 kr. skippundið, og sumir segja að það sé sama sem 280 kr. sam- anborið við verð það, sem fékst eftir enska samningnum, því krafist hafi verið af eigendum þess fiskjar, sem enska stjómin keypti, aukakostnaður við út- flutning, sem þessu nemi. pað er mikið, sem selt er nú af fiski með þessu verði og Ihlýtur það að bæta að stórum mun hag útgerð- armanna á síðastliðnu ári. Tekjuskattsskm Rvikur fyrir 1918 er nú kornin fram, miðuð við tekjur á árinu 1917. Hæst- ar eru tekjurnar hiá þessum: G. Copland 300 0- kr.. H. P. Duus 100,000, Eimskipafélag íslands 171,000, Garðar Gíslason 250,000, Andr. Guðmundsson 200,00, C- Hobbs 100,000, Thor. Jensen 300,000, ól Johnson 150,- 000, L. E. Kaaber 150,000 og Nathan og OLsen 100,000 kr. ' 10. þ. m. andaðist hér á heim- ili sonar síns, Péturs kaupm. Thorsteinssonar, frú Halla Guð- mundsdóttir, og fór jarðarför hennar fram 20. þ. m. — Nýlega er dáin Ihér í bænum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar frú prúður Thorarensen, móðir frú Halldóru konu Magnúsar B. Blöndal verzlunarstjóra. Jarð- arförin fór fram 18. þ. m. — 10. þ. m. andaðist á Iheilsuhælinu á Vífilsstöðum, eftir langvarandi vanheilsu, EgiJl V- Sandholt gestgjafi. — 13. þ. m. andaðist á sama stað frú pórunn dóttir síra Páls Stephensen í Holti í önund- arfirði, en kona ólafs Ottesens leikara. Sálarrannsóknarfélagið, sem stofnað var hér í vetur, hélt 2. fund sinn, hinn næsta eftir stofnfundinn, fimtudagskvöldið 16. þ. m. Einar H. Kvaran flutti þar fyrirlestur um sannanir, en umræður voru á eftir. Tilkynt var að félagsmenn væru þegar orðnir 357. Um síðastliðin áramót hættu 3 blöð hér í Reykjavík að koma út: “Landið”, “pjóðólfur” og dagblaðið “Fréttir”. — Á fsa- firði er Vestri hættur að koma út, að minsta kosti í bili, og hefir hann seit prentsmiðju hingað til Rvíkur, en kaupandi er Árni óla blaðamaður (hjá Morgunbl.) og einhverjir fleiri í félagi með honum. pað er iþó sagt, að Vestri muni koma á flákk aftur, enda væri það skaði, ef hann félli niður, og óliklegt að Vestfirðing- ar uni því vel. í Árnessýslu er nú settur sýslumaður Magnús Gíslason cand. jur frá Fáskrúðsfirði, að- stoðarmaður í þriðju skrifstofu stjórnarráðsiins. * Jörundur Brynjólfsson alþm. fer héðan úr bænum í vor kom- andi og byrjar búskap í Múia í /Biskupstungum. Fossafélagið “Titan” hefir nú keypt mikinn hluta af Skildinga- nesslandi hér við Skerjafjörð- inn. Félagsbókbandið er nú selt porleifi Gunnarssyni bóktoindara en það hefir áður verið hlutafé- iag og var Ingvar porsteinsson, sem andaðist í vetur, forstjóri þess- “ógurieg er andans leið upp á sigurhæðir.” Svo kveður skáidjöfurinn Matt ías Jochumsson og er það víst hverju orði sannara og sjálfsagt hefir enginn maður átt því láni að fagna að komast andlega talað upp á sigur-'toæðina”. En marg- ir hafa komist upp í hlíðina, sum ir lengra og sumir skemra, og einn þeirra manna af vorum þjóð flokki er landkönnunarmaðurinn Viíhjálmur Stefánsson, sem fyr ir sitt áræði, manndóm og mann- vit er nú orðinn heimsfrægur maður. Hann fer núT sigurför yfir þetta mikla meginland. Vís- indaféiögunum í hans grein þyk- ir sómi að geta sýnt honum virð- ingu, og hafa 4 þeirra í Banda- ríkjunum sæmt hann æðsta heið- ursmerki, sem var í þeirra valdi að veita, medalíur úr gulli. Við þessum heiðri hefir Viihjálmur náttúriega tekið, en hann hefir farið fram á að í staðinn fyrir að þessi heiðursmerki séu gjörð úr gu'ili, þá séu þau gjörð úr kopar, en mismunurinn á verði þessara heiðursmerkja sé gefin ekkju Henri Butíhat sem v,ar etnn af íþeim sem norður fór með Stefáns son, en dó þar. Mme. Butíhat á heima í París, og er sagt að upphæð sú sem hún fær á þennan hátt fyrir nær- gætni og drengskap Vilhjálms nemi um $500.00. Eins og auglýst er á öðrum stað í tolaðinu þá flytur Mr Vil- hjálmur Stefánsson fyrirlestur hér í toænum um norðurför sína 13. þ. m. Fréttir. Alþjóða Sósíaiistaiþingið í Bem hefir fordæmt Bolshevism- ann með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Nefnd sú, sem stjórnin í Belgíu setti til þess að meta skaða þann, sem pjóðverjar gjörðu í héruðum þeim í Belgíu, er þeir ertóku og héldu um tíma, hefir nú birt skýrslu sína, og segir þar, að þeir hafi eyðilagt með öllu 690 mílur af af jám- brautum, ónýtt 200 mílur og eyðilagt 2416 gufuvagna, og tek- ið 89,620 flutningavagna. Skaði sá er metinn á meira en biljón doLlara. James Russell Lowell. Upp á hundrað ára afmæli skáldsins og rithöfundains Jam- es Russell LoweLl var haldið í Bandaríkjunum 22. febrúar, og samkomur haldnar bæði við Harward háskólann, þar sem skáldið var tungumálakennari, og eins af listamannafélaéi Bandaríkjanna í New York, og; minningarræður fluttar. Mr.1 Elihu Root sagði við þetta tæki- færi, að James Russell Lowell hefði gjört meira til iþess að flýta fyrir afnámi þrælahaldsins í Bandaríkjunum heldur en nokk- ur annar maður að Abráham Lin coln undanskrldum. Sir Henry Brittain á Englandi mintist þessara tímamóta með því að senda þessi orð Lowells til eins merkasta dagblaðsins í Bandaríkjunum: “Hann þekti skyldu sína og gjörði ihana,” og bætti við: “Látum þessi orð Lo- wells vera kjörorð vor á yfir- standandi tíð.” Þrjú kvæði Eftir Guttorm J. Guttormsson. Sál hússins. Sál Ihússins er eldur á arni og eldur á lampakveik. Ef farið er rangt með þann fjársjóð, iþá fyllist húsið af reyk, Og gluggarnir sortna af sóti og syrtir að um rúm; þó úti álfröðull skíni er inni nótt og húm. Ef út frá arni og lampa fer afvega hússins sál og verður ei heft né hamin, þá hleypur alt í bál; að sál það alt ihefir orðið, sem æðir gönuskeið; 1 blindni hún brennir til ösku sinn bústað og deyr um leið. Sál húissins er eldur á arni og eldur á lampakveik. Hún hnígur með sínu húsi og hverfur loks í reyk. Hvort er hennar ódauðleiki þá aðeins fólginn í því, að altaf logar eldur, devr út og kviknar á ný? Maurildi. Nóttin þrokar í skóginum, þykkum og liám Undir þungum regnskýjabninuim. Ekki lýsir af neinum lifandi trjám, Heldur löngu dauðum og fúmim. Ekki lýsir af grænum greinum, Heldur hvíturn — blásnum beinuim. Þessi rotnunar — fúa- og fauskaljós Valda fetlmtri og liryllingi’ í taugum, Eins og fallnir vitar við feigðarós, Eða fölski í .sloiknuðum augum. Þessar blágulu breinnisteins glætur Lifa dauðar við runna-i*ætur. Það mér birta þær, svo mig bagar vo, Að hinn blómfagri, angandi lundur Hnigi fölur til jarðar og feyskist svo, Verði fúinn og ieystur sundur Og nm niðdimma nótt beri lampa Á sér fúnum — fúaglampa. Norðurljós. Himinn er orðinn eins og lýsrfc Yfirborð á vogum. Fram um storð í sikyndi skýzt Skínra af norðuriogum. Verður úr glætum geislaflos, Gljáir nætur dimma, — Stíga lætur Gevsis gos Guð, að sætiíhimna. Sjón mín tefst við silfrin drif. Svðst og efst það kvíslast, dansar, hefst með sveiflu’ á svif, Saman vefst og hríslast. Dimmur, kaldur iheimur hátt Hvátum faldi tíkautar, Áfram halda’ í himinátt Hvelin aldahrautar. Miss Jóna Jónasson. pessi unga og efnilega stúlka er ein af þeim mörgu, sem hefir orðið fslendingum til sóma og sýntað vor þjóð þölir samanburð við hérlent fólk. Miss Jónasson var ein af tíu, er sóttu um embætti sem aðstoð- arskrifari og féhirðir Selkirk- bæjar. Voru þar á meðal há- mentaðir og vel kyntir menn, bæði frá Selkirk og Winnipeg, því staðan er bæði vandasöm og ábyrgðarmikil. Kom bæjarráð- inu saman um að hún væri bezt vaxin starfinu. Var eini skoð- anamunurinn hvort það mætti veita stúlku það emibætti, sem hálærður og merkur karlmaður hafði haft í síðustu tólf ár. En svo eru Selkirkmenn langt komn ir í jafnrétti log kvenfrelsi, að þeir veittu Miss Jónasson stöð- una. Er hún fyrsti íslendingur- inn, sem hefir unnið á skrifstofu Selkirkbæjar. Eftir áður þekt- um hæfileikum og framkomu hennar við opinber störf, meg- um vér treysta því, að hún teysi þetta vandasaima starf vei af hendi. Jóna Jónasson er skarpgáfuð, stór vexti og hraust, stilt, góð- leg og djarfmannleg. Hiin læt- ur ekki þó meiri menn eigi í hlut, víkja sér frá því rétta. Hefir hún því áunnið sér traust og vel- vild þeirra, er hún hefir kynst. Miss Jónasson er dóttir Bjama Jónassonar frá Ási í Vatnsdal í Húnavatnssýslu og konu hans pórunnar Magnúsdóttur frá Steiná í Svartárdal í Húnavatns- sýslu, systur séra Jóns Magnús- sonar, sem er faðir séra Magnús- ar Jónssonar docents í Reykja- vík. Miss Jónasson er fædd og uppalin við Hallson N. D. Naut hún góðrar alþýðumentunar þar. Síðar gekk hún urrr tíma á Uni- versity í Grand Forks l4 D., og seinna á Business College í sama bæ. Hlaut hún á þeim skólum ágætan vitnisburð. J. B. S.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.