Lögberg - 01.05.1919, Page 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MAí 1919
| Gefið út hvern Fimtudag af Th« Col- §
umbia Pre*», Ltd.,|Cor. William Ave. & |
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TAliSIMI: GARKY 416 og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
Utanáskrift til blaðsina:
| THE 80LUIHBIA PRES8, Itd., Box 3172. Wlnnipeg, *lar).
Utanáekrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipag, W|an.
| -----------------------------------------------------------------------------
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
—B
gaimBiiiiaatHiiiiiiiBiiiaiiMttiumnBBiHiBuiiiiiuuuHinniiiiiiuiMiiimiiminiiuwiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiUHHiiuuiwiiiiimiuiiiiiiiii
Stefnurnar tvær.
i.
ÞaS var altaf að búast við því að þeim
mundi lenda saman á friðarþinginu í París,
enda varð það á iniðvikudaginn var.
Stefnur þessar — hin nýja og hin gamla —
eru nú að líkindum að heýja sitt síðasta stríð.
Stríð um það, hvort að hin nýja stefna, í sam-
bandi við þjóðar samninga, seim sett er fram í
grundvallar atriðum þeim hinum fjórtán, sem
Wilson forseti .færði í letur og lögð hafa verið
til grundvallar fyrir varanlegum friði—umþað
að 1 eynisamningar á milli þjóða skuli aldrei
framar eiga sér stað—eigi að ráða. Hvort að
þjóðirnar—fólkið sjálft, sem á að búa undir
þessum samningum, megi liafa nokkra hönd í
bagga inieð hvernig þeir séu gjörðir eða ekki —
hvort það megi vita um innihakl þeirra eða ekki.
Eða hvort að hin gamla leynisamninga-aðferð,
sem svo mörgu illu hefir komið til leiðar í heim-
inum, eigi að ráða lögum og lofum.
II.
Aðal málsvarar þessara stefna eru þeir
Wilson forseti Randaríkjannm og Orlando for-
sætisráðherra Italíu.
Eins og oftar en einu sinni hefir verið bent
á hér í blaðinu, hefir borið á megnri óánægju á
friðarþingínu út af kröfum ítala í sambandi við
Dalmatíu ströndina, og sérstaklega í sambandi
við hafnarborgina Fiume. En menn hafa alt-
af vonast eftir, að þeir erfiðleikar mundu á ein-
hvern hátt lagast. Því miður hefir það þó ekki
getað orðið, heldur er nú auðséð, að þessar tvær
stefnur hafa frá upphafi verið ósveigjanlegar.
Og þegar búið var að reyna alt mögulegt til
samkomulags, sem sóma þótti að bjóða, frá
hendi friðarþingsins, ' og sendiherrar ítalíu
höfnuðu öllum þeim boðura. Vildu alls engu
sinna, nerna því einu að fá sínum kröfum full-
nægt, án nokkurs tillits til sanngirni eða hags-
muna annara, þá er það að Wilson forseti
tekur málið í sínar hendur og leggur með það
á tæpasta vaðið. Vér segjum tæpasta vaðið,
þ\u honum hefir hlotið að vcra það full ljóst,
hve óumræðilega var hér mikið í húfi, bæði fyr-
ir nútíð og framtíð, ef að þetta mishepnaðist.
En liann hefir auðsjáanlega b.jargfast traust á
réttmæti málstaðar síns og því, að hér sé um
að ræða sannleiks atriði, sem eigi að verða að
ráðandi afli í lífi þjóðanna, og því beri sér að
bera það fram til sigurs eða falla með því að
öðruín kosti. Því beygja þjóðirnar sig nú í
þögullí lotningu fvrir þeirri hugprýði og festu,
sem forsetinn hefir sýnt, því menn hafa frá
alda öðli borið virðingu fyrir þeim mönnum
sem berjast með snild, hreysti og hreinleika
þegar á hólminn er komið.
En persónulegir verðleikar forsetans, er
ekki aðalatriðið í þessu máli; aðalatriðið er að
hann hefir í fyrsta sinn í sögu heimsins, sem
kjörinn svaramaður heillrar þjóðar, snúið sér
frá kjörnum sendiherrum og samningsaðilum
annarar þjóðar og stefnt þeim sjálfum og þjóð
þeirra fram fvrir alþjóðadóm, til þess þar að
réttlæta kröfur sínar og málstað, sem hann tel-
ur óréttlætanlegar.
Um árangurinn af þessu tiltæki er ekki enn
hægt að segja, þó flest eða nálega öll blöð, sem
til sín hafa látið heyra og frést hefir um í Ev-
ropu og í Ameríku, fylgi forsetanum að málum.
En hitt er auðsætt, að hér er um að ræða leið-
toga, sem stendur eins og klettur úr hafinu, á
hverju sm gengur, og er sómi þjóðar sinnar.
III.
Forsætisráðherra Orlendo, hefir svarað
stefnum Wilsons til alþjóðadóms. Ber hann þar
fram gögn þau, er Jtalir segjast hafa til krafa
sinna, og sem prentuð eru á öðrum stað hér í
blaðinu, ásamt óvarpi Wilsons. En allmikið
veður gerir hann út af því, að Wilson skuli hafa
brotið allar vanalegar samningsreglur, með því
að snúa sér til þjóðarinnar ítölsku, sem hann og
aðrir félagar sínir á friðarþinginu séu málsvar-
ar fyrir, að iþeim forspurðum, og þar með leit-
ast við að koma þeim í ónáð íhjó þjóð sinni; og
í þessu svari sínu gefur hann til kymna, að um
frekari samnngatilraunir frá þeirra hendi, eða
tilslökun, geti ekki verið að ræða, og því verði
þáttaka þeirra í friðarþinginu að vera lokið að
svo komnu, að minsta kosti þar til að hann fái
ákveðinn vilja þings og þjóðar í málinu.
Að því er menn vita, eru Jtetta síðustu við-
skifti Orlando við friðarþingið, því um kvöldið
hélt hann heim til sín, og er sagt að honum hafi
verið tekið með fögnuði og gleðilátum miklum,
þegar hann kom í sitt heimaland.
Búist er við að forsætisráðherra Orlando,
muni tafarlaust segja af sér, þegar að hann nær
tali af konungi sínum, og það er líka tálið víst
að könungur muni neita að taka afsögn hans til
greina. Ef svo fer, kallar Orlando þingið saman
tafarlaust, og er mikið undir því komið hvemig
það fer með málið, en búast má þó við, að það
samþykki allar gjörðir hans. Ef að það skildi
verða, er tvent sem beinast liggur fyrir Itölum
að gera, að krefjast þess af friðarþinginu, að
það viðurkenni kröfur þeirra allar tafarlaust,
eða að senda her og taka og halda öll þau héruð
sem um er að ræða, með valdi og halda þeim.
cða hvotveggja þetta í senn.
IV.
Aðalsundurlyndið sem á sér stað á milli
ítala og friðabþingsins, er út úr hafnarstaðnum
Fiume; bær sá stendur við Adriahafið og taldi
fyrir stríðið um 38000 íbúa. pað er verzlunar
og iðnaðarbær mikill. Landið sem um er að
ræða í þessu sambandi, er um 8 ferhyrnings m.
að stærð, svo í fljótu bragði virðist ekki vera
hér um nein ósköp að ræða frá fjárhagslegu
sjónarmiði, og ekki er heldur um að ræða að
ítalíu beri nein nauðsyn til þess að sækja þetta
svona fast sökum þess, að hún þurfi á höfninni
að halda, því að hún hefir ótal hafnir við aust-
ur og vestur strandir Adria hafsins. Og enga
sterka ástæðu hafa svaramenn hennar fært fram
fyrir því að þeim beri nauðsyn til þess að fá
þennan bæ, frá þjóðþrifalegu sjónarmiði, held-
ur að eins að þeim finnist að 'þeir ættu nú að
hafa liann og vilja fá liann.
Á hinn bóginn hefir Wilson forseti Banda-
ríkjanna sýnt fram á með skýrum rökum að
það sé eini liafnarstaðurinn, sem héruðin er
íiggja norðaustur frá bænum, .og sem bygð eru
af Jugo-Slövum, Bohemíumönnum og Rumaníu-
mönnum, geti óhindrað náð til sjávar með af-
urðir sínar.
Fundurinn í Versölum.
I dag eiga sendiherrar Þjóðverja að mæta
sendiherrum friðarþingsins í Versölutn, og er
ekki að undra, þó menn bíði óþreyjufullir eftir
jiví, ihvernig að viðskiftin þar muni ráðast.
Litlum vafa virðist það bundið að Þjóð-
verjar þrái frið, og það sem allra fyrst, og
meira að segja — eftir því sem sannast hefir
frézt, þá er lífsspursmál fyrir þá að friður
komist á sem allra fvrst, svo að þeir geti notið
styrktar þess, sem trygt samband þeirra við
nágranna þjóðirnar getur veitt þeim.
Fréttir hafa borist frá Þýzkalandi þess
efnis, að beldur en að sasta afarkoistum af hendi
sambandsmanna, Í>á muni þeir ljúka upp öllum
hliðum fyrir Bolshevismanum. Slíkt er næsta
ólíklegt, því hvað svo sem sagt verður um Þjóð-
verja, þá verður því aldrei haldið fram með
réttu að þeir séu flón, né heldur hafa þeir gefið
ástæðu til þess að ætla, að þeir séu landi feðra
sinna óvinveittir. Þeir eru nógu framsýnir til
þess að sjá að lausung og skortur á framleiðslu
og atvinnubrestur, sem þeirri hreyfingu er lík-
legt að fylgja, mundi verða ofraun fyrir land
þeirra og þjóð.
Og svo eru þeir að líkindum búnir að sjá
svo mikið af framikv'æmdum Lininie og Trotzky
;í Rússlandi, að þeir myndu ekki kæm sig um
annað eins eða verra heim í land feðra sinna.
Eitt af því, sem valdið hefir umtali all-
miklu heima á Þýzkalandi og allmikilli óánægju
er krafa Frakka til Saar dalsins. En dalur sá
liggur í norðaustur frá Lothringen og er eitt af
auðugustu kolanámuhéruðum í Evrópu.
Eins og kunnugt er nú orðið, þá fellur
Lothringen fvlkið aftur til Frakklands, og með
því þá líka hinar miklu járnnámur, sem í því
héraði eru. En Frakkar segjast ekki vera
ánægðir með það, heldur sé þeim lífsspursmál
að fá með þessum járnnámum kolaítok Þjóð-
verja í Saar-dalnum, og þessa kröfu sína
byggja þeir á tvennu. Fyrst að Þjóðverjar
hafi eyðilagt á herferð sinni yfir Frakkland
svo kolanámur Frakka, sem einkum lágu í norð-
ur liéruðum landsins, að um kolatekju geti ekki
verið að ra-ða að neinum mun á þeitn stöðvum
í fleiri ár. Annað að Þjóðverjar hafi notað
þessar kolanámur í meir en fjögur ár, og að
áður en stríðið skall á, hafi þær gefið af sér um
17,000,000 tonn á ári.
Alla þessa framleiðslu hafi Þjóðverjar
haft á istríðstímunum, og þegar þeir hafi farið,
hafi þeir í öllum tilfellum eyðilagt vinnuvélar
allar, sumpart tekið þær með sér eða þá steipt
, þeim niður í náínurnar og fylt þær svo allar
með vatni.
Þeir benda og á, að járnnámurnar séu sér
lítils virði, ef þeir hafi engin kol til þess að
vinna málminn úr námunum. En til þe3S að
bæta úr þeirri koláþurð, og til þess að bæta upp
skaðann, sem þeir hafa beðið í sambandi við
kolanámur sínar, vilja þeir fá bolanámur Þjóð-
ver.ja í Saar-dalnum, sem allar era í góðu lagi
og gefa árlega af sér það sama og hinar skemdu
námur Frakka gerðu, eða unj 17 miljónir tonn
á ári. Og benda Frakkar á að öll sanngirni
mæli með því, að þeir fái að hafa umráð yfir
í þessum námum Þjóðverja, að minsta kosti þar
til að búið sé að koma námum Frakka í samt
lag aftur.
Ekki er ólíklegt að þetta verði einn örðug-
asti þröskuldurinn til þess að yfirstíga, í sam-
bandi-við samninginn á milli Þjóðverja og sam-
bandsmanna, því að ýmsir íeiðandi menn í
stjórninni'á Þýzkalandi hafa líitið það opinber-
lega í Ijósi, að þeir ætli sér aldrei að ganga að
samningum, sem skerði að nokkru rétt þeirra
til námanna í Saar-dalnum.
Hafnarborgin Fiume.
Rit eitt, gefið út af ameríska landfræðafé-
laginu, flutti nýlega greinarkorn þetta, er hér
fer á eftir, um hafnarborgina Fiume, sem valdið
hefir upp á síðkastið ágreiningnum á friðar-
þinginu.
í upphafi greinarinnar er komist þannig
að orði: “Hafi Trieste verið nokkurskonar
Bremen fyrir Austurríki, þá mundi mega segja
með sama rétti, að Fiume væri Hamborg Ung-
verjalands.
Þetta er þriðja ritgjörðin, sem landfræða-
félagið birtir, í sambandi við ýmsa mertka staði,
er til skamms tíma liitu Austurríki og Ung-
verjalandi, en sem nú hljóta annað'hvort að
lenda undir yfirráðum Italíumanna eða hins
nýja ríkis Jugo-Slava.
Hafnarborgin Fiume, er annar staðurinn
við austanvert Adriahaf, sem ítalir hafa lagt
mikið kapp á að ná yfir fullum umráðum, þrátt
fyrir það, þótt áhrif Slava hafi stöðugt farið
vaxandi í borginni sjálfri og héruðum þeim öll-
um, er að henni liggja. Og ber borgin enda
þann dag í dag, allmiklar minjar frá forn-
ítalskri menning. —: 1 hinni pólitísku 'hringiðu,
sem alla jafna hefir átt sér stað á Balkanskag-
anum, hafði Fiurne stórkostlega þýðingu fyrir
Slava, en þó gætti áhrifa Ungverjalands í sinni
tíð mikið,'í saimbandi við hina sávaxandi verzl-
un og aukið iðnaðarlíf borgarinnar.
Árið 1870 var Fiume innlimuð í Ungverja-
land, þrátt fyrir snörpustu mótmæli af hálfu
Croatíumanna, er öll höfðu umráð yfir borginni
síðan eftir byltinguna miklu 1848—1849. —
Sökum gildis þess hins mikla, er borgin hafði
fyrir verzlun og siglingar, fremur en af um-
hyggju fyrir velferð íbúanna, varð því til leið-
ar komið, að borgin varð með konungsúrskurði,
gerð að frjálsum hafnstað. Við það tapaði
Croatfa sem svaraði átta málna sneið af landi
sínu.
Þrátt fyrir áhrif Ungverja í borginni, þá
voru þó níutíu af hverju hundraði íbúanna,
ýmist ítalir eða Slavar. — Þeir fyrtöldu ef til
vill fleiri. En af tíunda hlutanum, sem eftir
var, mnnu Ungverjar tæpast hafa átt nema
helminginn. Til Slava flokksins töldust Croatíu-
menn, Serbar og Slovenar.
Fiume liggur við norðvestur strönd Quar-
nero flóans, hér um bil sjötíu mílur suðaustur
af viðskiftaképpinaut sínum, hafnarborginni
Trieste. Við flóa þann liggur einnig hinn
nafnkunni sumarbústaður Abbazia, þar sem vex
sígrænn lárviður og töfrarósimar seiddu til sín
forvitna ferðamenn víðsvegar að.
Hið eldra hverfi Fiume-borgarinnar, ger-
samlega í ítölskum stýl, stendur á hæðuin upp
frá flóanum. En hinn nýrri hluti liggur fram
með ströndinni. Til borgarinnar teljast þrjár
skipakvíar, og rúmar sú stærsta 150 hafskip.
Lengsti hafnargarðurinn nemur fullri mílu, og
aðal-hafskipabryggjan er tveggja raílna löng.
Áður en ófriðurinn hófst, var verksmiðju-
iðnaður í borginni afarmikill. Stjórnin rak þar
tóbaksverksmiðjur miklar, og þar var einnig
hin nafnfræga Whiteheads tmidurkúlna verk-
smiðja, ásamt verksmiðjum í sambandi við
hreinsun steinolíu, pappírsgeyðar og sögunar-
verksmiðjum o. s. frv. Fiskiverzlun var þar og
allmikil. En af útfluttum vörum má helzt til
r.efna sykur, hveiti, hesta og við til húsagerðar.
Æðsti stjórnandi í Fiume, nokkurskonar
fylkisstjóri, átti ,sæti í efri málsto'fu Ungverja-
þingsins, og ennfremur skipuðu tveir fulltrúar
frá borgarinnar hálfu sæti í neðri deildinni, og
enn aðrir tveir fulltrúar sátu í samkúndum
Croatíumanna og Slovena.
Borgin stofnsptt af Rómverjum.
Rómverjar voru mennirnir, er hornstein-
ana lögðu að Fiume og bygðu hana fyrst, en
árið 799 fyrir Krists fæðing var hún jöfnuð við
jörðu af Charlemagne—Karli mikla. Síðar inn-
limaði Frederick III. borg þessa í Austurríki,
eins og kunnugt er. Faðir Fredericks keisara
Iiét Emest, og var hann harðstjóri hinn mesti,
eigi ósvipaður járnkanzlaranum Bizmarck að
lyndiseinkunnum. Móðirin var af pólskum ætt-
um, og er mælt að til hennar hafi Habsborgar-
ættin sótt andlitslýti þann, sem hefir einkent
hana síðan — undarlega framslútandi neðri
vör.
Frederick keisari var ofláti mikill og tal-
inn lítt framsýnn. Þótti vegur Austurríkis
smátt vaxið hafa undir stjóm hans. Hann var
hjátrúarfullur mjög, og kunni metnaði sínum
hvergi hóf. Á grafhvelfing sína lét hann
höggva eftirgreinda upphafsstafi: “A. E. I.
O. U. ”, er tákna átti nokkurskonar sjálfsskuld-
arábvrgð um glæsilega framtíð Austurríkis.
Málfræðinga og rúnameistara greindi all
mjög á um það, hvað stafir þessir táknuðu, en
sá skilningur var þó almennastur, að þeir væru
upphafsstafirnir 1 þessari setningu á latínu:
“Austriae Est Imperari Orbi Universo”—
“Allur heimurinn skal Austurríki undirgefinn”
Charles VI. gerði Fiume að frjálsum hafn-
arstað.
Maria Theresia sameinaði borgina fyrst við
Ungverjaland.
Bretar og Frakkar höfðu umráð yfir
Fiume um nokkurt skeið. Síðan lenti hún undir
Austurrfki og þaðan aftur undir Ungverjaland,
og loks var hún fengið Croatíumönnum í bendur.
Nýjar biblíusögur.
Lengi hafa menn fundið til þess, einkum þeir,
er kenslu hafa með höndum í sunnudagsskólum,
að brýn þörf væri á kenslulbók fyrir þær deildir
sunnudagsskólanna, sem taka við bömunum, eftir
að þau hafa sinn ákveðna tíma notið fræðslu af
myndaspjöldunum, sem nefnast “Ljósgeislar”, og
áður en þau eru því vaxin, að byrja nám í þeim
deildum, sem kenna á undan fermingu hinar yfir-
gripsmeiri biblíusögur Klaveness eða Tanks. Á
síðasta kirkjuiþingi var séra Friðrik Hallgrímssjmi,
skrifara kirkjufélagsins, faflið það vandaverk, að
semja biblíusögur handa yngri deildum sunnu-
dagaskólanna- þessu verki hefir nú séra Friðrik
lokið, og eru biblíusögumar komnar út, á kostnað
kirkjufélagsins, og eru til sölu hjá ráðsmanni út-
gáfunefndarinnar, hr. Jóni J. Vopna í Winnipeg.
pær kosta 40 cents.
Sparsemi mótar manngildið
Nafnkunnur vlnnuveitandl sagði fyrir skömmu:
“Beztu mennirnir, er vinna fyrir oss 1 dag, eru þeir,
sem spara peninga reglulega.
Einbeitt stefnufesta, og heilbrigöur metna8ur lýsir
sér i öllum störfum þeirra.
þeir eru mennirnir, sem stö8ugt hœkka i tigninni, og
þeir eiga sjaldnast á hættu aS missa vinnuna, þótt atvinnu-
deyf8 komi me8 köflum.”
THE BOMINION BANK
Notre Dame Uranch—W. II. HAMILTON, Manager.
Selkirk Braneh—F. J. MANNING, Manager.
I
«
I
j
IPiiiHiin
mnBiniHH
THE R0YAL BANK 0F CANADA
HöfuSstóll löggiltur $25.000,000
VarasjóSur. . $15,500.000
Forsetl ...
Vara-forsetl
Aðal-ráðsmaður
HöfuSstðll greiddur $14.000,000
Total Assets over.. $427,000,000
Slr HHBERT S. HOI/T
E. L. PEASE
- C. E NEHjIj
Allskonar bankastörf afgTeidd. Vér byrjum relknlnga vl8 elnstaklinga
e8a félög og sanngjarnlr sklimálar velttir. Ávlsanlr seldar til hvmBs
staSar sem er á Islandl. Sérstakur gaumur geflnn sparirjóSsinnlögum.
sem byrja má me8 1 dollar. Rentur lagSar vi8 á hverjum 6 mánutum.
WINNIPEG (West End) BRANCHES
Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager
Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager
Cor. Portage & Sherbrook R. Ij. Paterson, Manager
il!HIII!HIIIIHil1IIHIIIIBUIIBIIIi:HIIIIHIIH!IIIHIIIIHinHll1H!l!IHIIIIHJIi;Hill!!H!IIIHIIIIHIIIIHIIIIHIIimilHIIIIMIIIII
Italía og friðarþingið.
pað var ljóst að alt gekk ekki
með feldu á friðarþinginu. Að
ýms samningsatriði voru mjög
erfið viðureignar. En fæstum.
kom þó til hugar að upp úr
mundi sjóða þar eins fljótt og
raun varð á.
Eins og vér höfum bent á í
Lögbergi, þá hefir friðarþingið
ekki viljað ganga inn á kröfur
ítala í sambandi við Dalmatíu-
ströndina, en sérstaklega þó í
sambandi við hafnarborgina
Fiume- En ftalir hafa setið
fastir við sinn keip. En á mið-
vikudaginn var, þegar umboðs-
menn ftalíu voru komnir heim
tii sín af fundi, sem þetta mál
var til umræðu á, og voru að
ræða sín á milli um það, hvort
nokkur von væri til samkomu-
lags, voru dagblöðin borin inn til
þeirra, og í þeim stóð þetta á-
varp frá forseta Bandaríkjanna:
“Sökum hinna mjög svo þýð-
ingarmiklu spursmála, sem um
er að ræða, og til þess að sem
ljósast megi verða, hversu miklu
það varðar hvernig að þeim er
ráðið til lykta, vonast eg til að
eftirfylgjandi skýringar verði til
þess að skýra hugsun manna í
sambandi við þau og hjálpa til
að leysa úr þeim á heppilegan
hátt.
pegar ftalía fór í stríðið, þá
gjörði hún það með vissum skil-
yrðum, er Frakkland og Bret-
land gengu inn á, og sem nefn-
ist Lundúna sáttmálinn.
Síðan að þetta var gjört hafa
kringumstæðurnar breyzt mjög.
Margar þjóðir, stórar og smáar
hafa tekið þátt í stríðinu, sem
ekkert vissu uto þenna leyni-
smning.
norðaustur af höfninni, sem er
Ungverjaland, Böhmen, Rúm-
enía og Jugo-Slavnesku löndin.
Að gefa ftalíu Fiume, væri að
gefa ástæðu til að hugsa að vér
af ásettu ráði hefðum gefið hafn
arstað, sem öll þau lönd sem áð-
ur eru nefnd og aðallega reiða
sig á sem útgöngudyr til Mið-
jarðarhafsins, í vald og undir
umsjón ríkis, sem að hún væri
ekki partur af; og fólk það, er
þar byggi hlyti að finna til þess
að það væri undir útlendu valdi,
og samband hafnstaðarins við
héruð þau, sem sérstaklega ættu
aðgang að honum með afurðir
sínar, óeðlilegt. Og það er óef-
að fyrir þær ástæður, að Fiume
var undanskilin í Lundúnasamn-
ingnum. En þar er skýrt tek-
ið fram að borgin skuli tilheyra
Croatiu eða Jugo-Slövum. Qg
ástæðan fyrir því að Lundúna-
sáttmálinn fer algjörlega fram
hjá ýmsum eyjum, sem liggja
við austurst. Adríahafsins, og
pörtum af Dalmatia ströndinni
er ekki sú, að hér og þar á þessu
svæði séu hópar af ítölskum ætt-
stofni, sem væri verið að sam-
eina, helur hitt að samningsað-
iljarnir hafa viljað gefa ítölum
fótfestu við austurströnd Adría-
hafsins, til þess að vemda sitt
eigið land, ftalíu, frá hættu, sem
þeim stafaði af flota Austurrík-
is og Ungverjalands.
En AustuiTíki og Ungverja-
land eru nú ekki lengur til sem
ríkisheild, og víggirðingar þær,
sem þeir áttu á þeim stöðvum,
verða jafnaðar við jörðu.
Engin hætta á yfirgangi á kom-
andi tíð-
pað er og eitt af skilyrðum
bins nýja fyrirkomulags (al-
sambandsins) að þjóðir þær hin-
ar nýju, sem myndast á þeim
stöðvum, skuli takmarka herút-
búnað sinn, sem fyrirbyggir á-
gang eða áhlaup frá þeirra hendi.
ósanngirni -gegn ftölum á því
sam- svæði Sretur ekki komið til mála.
Hættan, sem stafar af Aust-
urríki og Ungverjalandi.
Austurríki og Ungverjaland,
sem þá voru fjandsamleg Evrópu
og sem áttu að líða við þenna
Lundúnasamning, ef að sam-
bandsmenn bæru sigur íir být- j PV1 tub vernd verður veitt undir
um, eru nú fallin í mola og ekki|^essu 'alþjóðasambandi öllum
lengur til sem ríki. Og úr þeirri: brotu™ at sérstökum þjóðstofni.
ríkisheild hafa ítalir, jafnt sem eða þjóðarbrotum.
aðrir eriijdrekar friðarþingsins, í stuttu máli, það ber að skoða
komið sér saman um að mynda °H spursmál í sambandi við þessa
sjálfstæð ríki, sem stæðu í al- friðarsamninga í nýju Ijósi —
þjóðasambandi, ekki við þá, er j í ljósi sigursins og réttlætisins,
fyrir stuttu síðan voru fjand- sem ítalir útheltu blóði sínu til
menn vorir, heldur við ftalíu
sjálfa og þjóðir þær, sem börð-
ust með henni í hinu mikla frels-
isstríði.
Vér eigum að sjá þeirra frelsi
þess að vinna, og sem þeir ásamt
4 hinum stórveldanna hafa orðið
ábyrgðarfullir fyrir að fengi að
verða ráðandi aflið í hinu nýja
fyrirkomulagi og frelsishugsjón.
borgið jafnt sem voru. peir eiga j um, sem þeir sjálfir áttu svo
eftirlgiðis að vera í tölu smáþjóð mikinn og heiðarlegan þátt í að
anna, og eiga heimtingu á að; hefja til vegs.
hagsmuna þeirra sé gætt í öllu j Að norðan og norðaustan hafa
engu síður en hagsmuna hinna 1 landamerkjalínur ftalíu verið
stæm og voldugri þjóða. > færðar út til brúna hinna tign-
pess er og að geta, að pjóð- arlegu Alpafjalla, sem eru hinir
verjum var boðið vopnahlé og náttúrlegu varnarmúrar hennar.
friður, sem hvíldi á vissum Og að norðaustan til suðvesturs
glögt fram teknum grundvallar- alt að enda Istríu skagans, sem
reglum, sem stefndi í nýja átt, innibindur borgina Trieste og hin
að því er réttlæti og rétt snerti. fögru héruð, sem brosa við skag-
Og á þedm grundvel'li hafa anum þar sem latneski kynflokk-
menn skilið að friðurinn við urinn hefir lifað sínu söguríka
pjóðverja ætti að hvíla, og á þeim
grundvelli verður hann saminn
og undirskrifaður.
Vér getum ekki beðið þjóðirn-
ar að fara fram á og fullgera frið
við Austurríki, en setja nýja skil
mála fyrir sjálfstæði og rétti í
löndum þeim, sem áður tilheyrðu
Austurríki og Ungverjalandi, og
enn önnur skilyrði á Balkanskag-
anium.
Vér verðum að fylgja sömu
fríðarreglum í viðskiftum vor-
um við þann hluta Evrópu, eins
og vér fylgjum í friðarsamning-
um vorum við pjóðverja.
í trausti til þessarar megin-
reglu voru sverðin slíðruð, og á
henni verður friðurinn að grund-
vallast.
Ef vér eigum að halda oss að
þeim meginreglum, þá verðum
vér að gjöra oss skiljanlegt, að
Fiume verður að vera opið hlið
fyrir afurðir og vaming, ekki
lífi síðan að Rómaborg var bygð.
Hin forna eining endumýjuð.
Hin forna einingarheild ítalíu
hefir nú verið sameinuð, landa-
merkjalínur hennar hafa verið
færðar út til hinna himingnæf-
andi fjallabrúna — vamarmúra
þeirra, sem af náttúrunni hafa
verið reistir landinu til skjóls og
vamar.
pað er á hennar valdi að vera
umkringd af vinum — að sýna
fólkinu hinum megin við Adría-
hafið, sem nýlega Ihefir verið
leyst úr ófrelsis- og harðstjóm-
arhöftum, hin fegurstu merki
sanns mikilleika, vegliyndis og
bætandi bróðurhug — að rétt-
lætistilfinningin verði eiginhags-
munatilfinningunni yfirsterkari.
pjóðim'ar, sem hafa verið í
samvinnu með ftalíu, og ekkert
vissu um Lundúnasamninginn,
né heldur neinn annan samning
ítalíu, iheldur landsins norður ogeða skilning, sem átti sér stað í