Lögberg


Lögberg - 01.05.1919, Qupperneq 6

Lögberg - 01.05.1919, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MAí 1919 Hiawatha. Það var einu sinni Indíána kona, sem bjó á bökkum vatns eins í Ameríku ásamt dóttursyni sínum, ungum, er Iliawatha hét. Kona þessi hafði verið forkuunarfögur, en var hnígin að aldri er saga þessi gjörðist. Móðir drengsins var dáin, svo það voru að eins hendur ömmunnar sem rugguðu vöggu drengs ins, og að eins augu hennar, sem hvíldu á honum. Og’ það var hún, sem söng við hann uin stjörn- urnar, blómin og trén, og benti iionum á eldflög- urnar, blómin og trén, og benti lionum á eldflug- að skyggja og hún kendi honum líka barnslega kvæðið um þær, sem byrjar svona. * Wah — wah taysee litla eldfluga litla kvika eldlega skorkvikindi, litla dansandi glóandi skepna, lýstu mér með litla ljósinú þínu þegar að eg fer að hátta Pegar svefnhöfgi sígur á augu mín. Kveld eitt sátu þau HiawAtha og amma hans á strönd vatnsins, þegar að tunglið var að koma. upj>, og birta þess hrein og silfurtær glitraði á vatnsfletinum, en yfir honum og á milli tunglsins og Iliawatha liðu grá ský í loftinu. Sveininum varð starsýnt á þetta, hann hall- aði sér að ömmu sinni, benti með litla fingrinum á tunglið og mælti: “ Hvað er þetta?” Nokomis, svo hét amma hans, svaraði: “Einu sinni var riddari, sem reiddist við ömmu sína svo hann tók hana og henti henni upp í loftið rétt á móti tunglinu og það er myndin af henni, sem þú sérð ]>arna í því.” Og þegar að Hiawatha sá regnbogann í fyrsta sinni hvíslaði hann að ömmu sinni: “Nokomis, hvað er þetta ?” Og Nokomis svaraði: “Þetta er himnaríki blómanna, öll blómin som að dej'ja fara þangað, lifa ]>ar og blómgast að nýju.” Og 'þegar Hiawatha óx upp lærði hann mál fuglanna, og alt um þá, og hann kallaði þá kjúkl- ingana hans Hiawatha. Og hann lærði mál og liætti íkornanna, hreindýranna, bifuranna og hér- anna, og hann kallaði þau bræður sína og talaði við þau þegar að hann mætti þeim. í þorpinu þar sem Hiawatha ólst upp var gamaJl maður, jem liét Iagoo, hann kunni frá mörg um sögum að segja og hann gekk hús úr húsi og skemti nágrönnum sínum með því að segja þeim sögur. ]>ei r urðu brátt miklir mátar Hiawatha og Iagoo, og Iagoo smíðaði boga úr brenni, og öfvar úr eik með járni í broddinn, en fjaðrir hða fjöður í endanum og gaf Hiawatha. f “Hérna drengur minn, þú átt að eiga bogann og örfarnar, og farðu nú út í skóg og skjóttu dýr handa okkur,” mælti Iagoo. • Hiawatha lét ekki segja sér það tvisvar, tók bogann og örvamælinn og hélt einsamall út í skóg. Og þegar að þangað kom söfnuðust fuglam- ir í kringum hann og sögðu: ‘ ‘ Skjóttu okkur ekki, Hiawatha. ’ ’ Slíkt 'hið sama gjörðu íkomarnir og hérarnir allir sögðu þeir: Skjóttu okkur ekki Hiawatha. En ungi veiðimaðurinn heyrði ekki til þeirra. Hann var að hugsa um rauðleita dýrið, sem faldi sig í stóra skóginum með fram ánni og þangað fór liann, og liann beið í skóginum á bökkum árinnar eftir því að dýrin kæmu úr skóginum að fá sér að drekka. Loksins kom dýrið. Það gekk í hægðum sínum niður að ánni og fór að drekka. Þá kom veiðiskjálfti í Hiawatha, höndin \^r óstyrk, og lijartað barðist um í brjósti hans, samt lagði hann Ör á streng, miðaði vandlega á dýrið, hleypti af boganum, og örin stóð í hjarta dýrsins. Hiawatha flutti dýrið heim mjög hróðugur og Iagoo og No- komis Íofuðu hreysti hans og skotfimi mjög og gáfu honum viðurnefnið “litli stóriiuginn.” Nokomis tók kjöt dýrsins og bjó til veizlu og bauð öllum nágrönnunum, en iir húðinni bjó hún til kápu handa Hiawatha. Svo komst Iliawatha til fullorðins aldurs og bar liann þá af öllum sínum samtíðarmönnum að hugrekki og frækleik. Svo var hann fljótur að hlaupa, að þegar að hann skaut ör af boga sínum, gat hann verið kom- inn á undan henni að markinu. Og svo var hann fimur og fljótur að skjóta af boga sínum, að hann gat skotið tíu örfum upp 5 loftið hverri á eftir annari áður en sú fyrsta kom til jafðar. Ilann átti og töfra glófa, og þegar að hann hafði þá á höndum sér gat þann slitið upp jarð- föst björgin. Og hann átti töfra skó, og þegar að hann liafði þá á fótunum, þá gat hann tekið mílu vegar í einu spori. Oft spurði Hiawatha Nokomis um föður sinn, en amma hans varðist þar allra frétta, þar til hann var orðinn fulltíða maður, þá sagði hún honum að faðir hans væri vestanvindurinn, hinn mikli Mud- jekeewis hefði komið og felt ástarhug til móður hans, og hvernig hún hefði gefið honum ást sína, svo hefði hann svikið hana í trygðum og horfið í bnrtu, en móðir hans hefði sprungið af harmi. Hiawatha hlustaði þögull á sögu þessa, en þegar að henni var lokið, stóð hann hvatlega á fætur, og mælti við Nokomis: “Eg ætla að fara og finna Mudjekeewis.” Og hús vissi að honum var hefnd í hug. Hann bjó sig tafarlaust á stað, setti upp töfra skó sína og dróg glófana á Ihöndur sér. Hann ferðaðist lengi, lengi í vestur átt, þar til að liann kom vestur að Klettafjöllum, en á brún þeirra sat vestanvindurinn. Mudjekeewis gladdist mjög þegar að hann sá iþenna unga, hvatlega, fríða og vel vaxna mann koma, því hann vissi að það var sonur sinn. “Yertu velkominn, Hiawatha,” mælti vestan- vindurinn. ‘ ‘ Settu þig niður hjá mér og látum oss talast við.” í marga daga sat Hiawatha hjá föður sínum og hlustaði á hreystisögur hans frá fornu og nýju um afreksverkin sem hann hafði unnið. Að síð- ustu fór hann að tala um móður Hiawatha. En ]>að þoldi Hiawatlia ekki, heldur spratt hann á fætur og maáti: “Það varst þú sem drapst hana móður mína,” og réðst á föður sinn, og þeir tók- ust á með svo miklu afli að himnamir léku á reiði skjálfti, og Hiawatha hrakti föður sinn áftur á bak í þrjá daga, en iþá voru þeir komnir að hliði sól- setursins. Þá mælti Mudj ekeewis: ‘ ‘ Farðu þér ekki svona geyst frændi, þér tekst aldrei að ráða mig af dögum því eg er ódauðlegur. Eg hefi að eins tekið þátt í þessari viðureign til þess að reyna liugrekki þitt. Farðu nú til baka til fólks þíns og meðtak verðlaun hugprýðinnar. Berstu á móti því ljóta og illa í heiminum og þjónaðu fólki þínu í trúnaði og með dvgð, en þegar að kvelda tekur og æfin endar, komdu þá til mín aftur og ]>ú skalt gjörast þátttakandi í ríki mínu — þú skalt verða norð-vestan-vindurinn.” Þannig- endaði þessi viðureign, og Hiawatha sneri heimleiðis í áttíma til Nokomis og í hjarta hans bjó ró og friður. A leiðinni heim kom Hiawatha í bygðir Indi- ána flokks eins, sem Dakotahs nefndist. Þar bjó maður einn sem kunni öðrum fremur að búa til örvar, og sagðist Hiawatha þurfa að kaupa nokkr- ar af honum. En örvasmiðurinn átti líka dóttur forkunnar fríðá og allra kvenna vænsta sem Minneháha hét — það þýðir hin lífsglaða. En Hiawatha sagði nú reyndar engum frá því, að það væri til að sjá hana að hann heimsækti örva- smiðinn. En Hiawatha dvaldi ekki lengi í löndum Dakotahsmanna, hann liélt heim til síns fólks og lét byggja sér bænahús á bökkum vatnsins, þar sem hann hafði alist upp, og þegar því verki var lokið fór hann inn í það og fastaði og baðst fyrir í sjö daga og sjö nætur—bað samt ekki fyrir sjálf- um sér, lieldur fyrir öðrum—fyrir fólki sínu. Svo gekk hann út í skóg og sá skógarfuglana og dúf- urnar og gæsirnar í korninu og hann mælti: “Herra lífsins, verður líf vort að vera háð slíku?” Daginn eftir var Hiawatha á gangi í gras- lendinu meðfram ánni og sá hann þar hvar villi- grjón og ber uxu. Þriðja daginn sat hann á vatns- bakkanum og horfði á fiskana, þá spurði hann aftur: “Herra lífsins, verður líf vort mannanna að vera háð slíku?” Þegar Hiawatha hafði fastað nálega fjóra daga og lá í bænahúsi sínu, sem mnnig var heimili * hans eða Wigwam, aðfram kominn, þá birtist hon- úm drengur. Hann var búinn í gul og græn klæði með grænan blómknapp í liárinu. Unglingurinn ávarpaði Hiawatha í þýðum róm á þessta leið: “Allar bænir þínar hafa verið heyrðar í himnin- um, Hiawatha, því þú biður ekki fyrir sjálfum þér. Herra lífsins hefir sent mig — Mondiamin — vin inanannna, til þess að sýna þér hvemig þú, með iðjusemi og sjálfsafneitun getur öðlast það, sem þú biður um. Rístu á fætur, Hiawatha, og glímdu við mig.” Hiawatbia reis á fætur, þótt honum findist að hann gæti varla staðið, og unglingurinn og hann tóku að glíma. En eftir því sem hann glímdi lengur þá óx honum styrkur, og þegar sól var sest og skuggar næturinnar fóru að færast yfir jörðina, mælti unglingurinn og brosti: “Hiawatha, þetta er nóg. Um sólarlag á morgun kem eg aftur. ’ ’ • 1 tvö kveld kom Mondamin, og Hiawatha glímdi við hiann. En síðara kveldið rnælti ókunni unglingurinn á þessa leið: “A morgun er síðasti dagurinn sem þú fastar, Hiawatha, og líka síðasti dagurinn sem þú glímir við mig, því þá yfirvinn- ur þú mig og deyðir mig. Eg bið þig því: Yel mér mjúkan hvílustað og klæddu mig og legg mig þar niður er sól og regn ná til mín. Sjáðu um að hvorki illgresi né ormar grandi líkama mínum, og kom þú sjálfur og gæt legstaðar míns, þar til eg aftur lifna og nýt sólarinnar.” Kveldið eftir kom það alt fram sem Mondam- in hafði sagt. Þeir glímdu sem fyr, og Hiawatha fanst alt hringsnúast í kring um sig og honum fanst að hann sæi ótal sólir. En þá féll Mondamin og lá hreyfingarlaus við fætur Hiawatiha. Hann laut niður að honum, en heyrði hann ekki anda; liann lagði hönd sína á brjóst hans, en hjartað var hætt að slá—hann var dáinn. Og Hiawatha tók líkamann og lagði hann nið- ur, eins og um hafði verið talað og hann mokaði mjúkri moldinni utan að líkinu, jafn hátt og það •var sjálft, en lét hana ekki ofan á það. Á hverjum degi kom Hiawatha og gætti hvílu- staðar Mondamins, svo ránfuglar eða dýr ekki grönduðu líkamanuim, og þessu hélt hann áfram, þar til hann sá græna f jöður spretta upp lír mold- inni, og áður en sumarið var liðið óx þar Maíze í allri sinni fegurð—ný fæðutegund handa þjóðun- um—og mennirnir voru glaðir. Framli. Gamla Jörp. Margir munu kannast við hin heimsfrægu veðhlaup, sem háð eru á Englandi, t. d. við Epsom og á Askatsléttunni... En þar í landi eru og árlega háð smærri veðhlaup, svo að segja í hverri sveit, og taka þá eigi þátt í þeim aðrir en innsveitis- menn. Þessir veðhlaupadagar eru iniklir hátíðis- dagar fyrir sveitina; fyrir marga eru þeir eini dagurinn á árinh, er menn koma saman til að skemta sér. Allir verða gagntéknir af veðhlau})- unum, en þaj- að auki er ýmislegt haft sér til skemtunar, svo sem söngur og hljóðfærasláttur; þar eru trúðar og loddarar og “línudansarar”, og tjöld reist þar sem áhorfendurnir geta fengið sér hressingu. En jafnvel þeir, sem þykir gott að fá sér í staupinu, gæta þó hófs þennan dag, því að emibættismenn og höfðingjar sveitarinnar fylla hópinn, og fyrir þeirra augum, sem sjálfir eru hófsfmenn, vilja hinir ekki láta sjá sig ölvaða. Það var á slíkum hátíðisdegi að presturinn í einhverri sveitinni kom akandi til veðhlaupanna í vagni sínum,( er hann beitti einum hesti fyrir. Allir tóku kurteislega og vingjarnlega móti prest- inum, því að hann var ungur og fjörugur, og tók ]>átt í gleði sóknarbarna sinna. Þar var bóndi einm, hierðibreiður og höfuð- stór, sólbrendur í andliti, lirokkinhærður og rauð- leitur á hár; hann gekk að prestinum og bauð liann í heyranda hljóði velkominn. Það var auð- séð af því, hvernig presturinn tók í hendina á hon- um, að maðurinn var ríkur og vel látinn. “En með leyfi að segja, prestur ininn”, sagði bóndi, “hvaða dróg er að tarna, sem þér hafið fyrir vagninum yðar.” “Já”, svaraði presttfrinn, og brosti við blíð- leo-a, “hún lítur ekki vel út, en sá brúni minn hafði hœsta, svo eg varð að beita gamla tetrinu fyrir í þetta sinn. Eg hef annars fengið þetta hross hjá bróður mínum, til þess að það geti átt góða daga í ellinni, en brúka það aðeins lítillsháttar og í við- lögum”. Þetta var hryssa, og óneitanlega var hún mið- ur ásjáleg. Eiriliverntíma hafði Ihún verið jörp, en með aldrinum var liturinri orðinn slikju-grár. Si'o var hún mögur og beinaber, að líkast var því að húðin lægi á berri beinagrindinni. Undir eins og hún nam staðar, hengdi hún niður höfuðið og stóð í keng. Svipurinn var svo þunglyndislegur, rétt eins og hún hefði meðvitund um, að hún væri orðin gömul og farlama; ems og hún myndi æsk- una, hefði endunninninguna, en enga von um fleiri góða daga. En það var ekki tími til að tala meira um hross prestsins, því að nú var hringt, og fyrsta hlaupið skyldi byrja, og allir höfðu nóg að gera að horfa á það. Þegar hestarnir þutu af stað, lirifust allir ósjálfrátt af eftirvæntingu og ákafa og horfðu í titrandi spenningi á, að einn hesturinn varð fremstur; en það stóð aðeins eitt augnablik; annar sótti harðar fram, náði honum og komst fram úr honum. Áhorfendurnir þóttust glögglega sjá framan í helstunum siguriirósið, eða sorgina, eftir því brvort þeim lánaðist að vera fremstir, með því að neyta ítrustu krafta, eða þeir drógust aftur úr. En jiar var líka unnið og tapað. Fyrir utan verðlaunin, er vinna skyldi til, var fjöldi veðmála; allir veðjuðu, allir æptu, allir ihöfðu ein- hvern hestinn að sérstöku uppáhaldi, eða þá ein- hvern reiðmanninn; allir kendu gleði eða sárs- auka, þegar veifan var dregin niður. Presturinn hafði horft á leikinn frá vagni sínum. Bóndinn herðiibreiði og hrokkinhærði hafði bæði unnið, og drukkið til muiía; ekki var hann drukkinn, en hatin var glaður og hávær, er hann kom til' prestsins og Isagði: “Heyrið þér, prestur minn, okkur hefir dottið í hug að gera okkur nokkuð til gamans, pg nú ættuð þér að gera okkur þá ánægju að taka þátt í leikn- um.” “Hvað múndi nú vera á seyði”? sagði }irestu. “Ekki annað en það”, svaraði bóndinn, “að við ætlum að láta vagniliestana reyna sig; og þér ættuð endilega að láta yðar lilaupa með hinum; en veðja 20 móti 1.” Meiningin var auðvitað sú, að yrði prests- hesturinn aftur rir, átti prestur að borga 10 krón- ur, en*yrði Ihann á undan, átti pröstur að fá sér greiddar 200 krónur. Presturinn svaraði: “Eg liefi ekkert á móti því að hætta tíu krónunum mínum, ef það getur orðið til ánægju; en eg verð þó að geta þess, að hesturinn minn er enginn venjulegur vagnhestur. ” “Nei, það veit liamingjan, að liann er enginn almennur vagnhestur”, sagði bóndinn, og leit hlægjandi á hina ellihrumu skepnu, sem stóð svo aapurleg og niðurlút; “nei hamingjan veit, að þetta er ekki almennur vagnhestur”, — og bónd- inn hló svo dátt, að hann ætlaði varla að ná and- anurii. Presturinn liefði getað bætt því við, að bróðir hans hefði unnið margan isigur með ]>essum hesti í veðhlaupum, víða um lönd; en hann gerði það ekki, því að bóndinn hló svo dátt. “Ætlið þér þá að vera íneð?” sagði bóndinn. “Ef yður er það áhugamál”, svaraði prestur. Bóndinn flýtti sér nú að gleðja menn með þessum tíðindum og undirbúa lilaupið. Framh. Á Fyrsta sumardag 1870 i. Ljóssins faðir, herra ihár, heyrir þú mig kveina; mínar særðu sjá nú brár sumar-ljós þitt hreina, en mig grætir alla tíð endurminning þung og stríð lífsins mörgu meina. Feginn vildi’ eg bera böl bræðra minna’, ef gæti, feginn lækna lífsins kvöl, lífga alt með kæti; — y ég? mín skepnan, breysk og blind, böli kúguð, veik af sjuid, sjáilf á feigum fæti? Stormar kveina, kalin jörð köldu grætur vatni, óttast eg að horuð hjörð linígi fyr en batni; liversu grátleg inæða má meinlaust dýrið kvelja’ og þjá áður sorgin sjatni! Reyndar veit eg bætir böl iblessuð sumar-stundin; frelsast þá úr frosti’ og kvöl frækorn l'ífsins bundin; ’brátt mun heimsins hjarta’ og sál heyra, guð, þitt náðar-mál iífga skógar-lundin. En mig, grætir alla tíð ánauð heimsins stranga; eins og strá í stormi’ og hríð stynur æfi langa, alt eins titrar öndin mín; upp í ljósið, guð, ti'l þín girnist eg að ganga. II. Guði sé lof, því að gæzkan ei dvín, guði sé lof, því að smnarið skín: skepnan öll kveður nú skaparans prís, skeiðið er hlaupið og sigurinn vís. Skeiðið er hlaupið; á bamanna borð skiftist nú aftur við sumarið bjart; skeiðið er hlaupið, hinn dimmasta dal drottinn nú gjörir að ljóanandi sal. Lítið á veggtjöldin leiftrandi græn; lítið á gullblómin fögur og væn; Jitið á silfrið, hin ljómandi bönd: lítið á blessaða kærleikans hönd. Seiðið er ldaupið; á barnanna borð breiðir nú kraftarins lifandi orð: ó, hversu drjúgt er, ó, drottinn, þitt brauð, dáist mín sál að þeim grunnlausa auð! Áður var vetur, og alt var sem dautt, alt sýndist bjargarlaust, dapurt og snautt; nú er alt lifnað, og nú er alt nóg, náttúran uppyngd um loft, jörð og sjó. Og ég skvldi’ ei þreifa’ á þér, lúmneska hönd! hjarta mitt elska þig, máttur og önd; ég skyldi ei dást að iþér, lifandi ljós! lifnaðu, hjarta míns titrandi rós! Lifnaðu, hjarta míns lífsanda rós, Líttu’ upp og kystu Guðs blessaða ljós, ligg ekki hálfdauð með hálflopinn munn, himnanna teigaðu sólfagra unn! Hvar sean að skuggarnir skyggja þinn fald, skríður inn naðra og byggir sér tjald; en þar sem ylgeislinn vermandi ver, voðalegt illyrmið grandar ei þér. Lít þú upp, sál mín, og lestu þér nú letrið á mörkinni’ um kærieik og trú, letrið á mörkinni, lærðu nú hress lífið að skilja og sannleika þess. Lífið að skilja. Æ, spekin þín spök spottar, ó maður, hin guðlegu rök; auðmjúka liljan, sem lifir og devr ljósinu samgróin, kennir oss meir. Iliminsins dóttir, þú heilaga rós, hjarta þitt gagntekur kærleikans Ijós, þú gjörir ekkert, en alt gjörir það — ó, að ég væri þitt fínasta bla^! Matthías Jochumsson.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.