Lögberg


Lögberg - 10.07.1919, Qupperneq 1

Lögberg - 10.07.1919, Qupperneq 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast ySur fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSlMI: Garry 2346 - WINNIPEG JKtJÍ Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Maln St. Garry 1320 32. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 10. JÚLl 1919 NUMER 28 CANADA Síðastliðinn mánudag var Ottawa þinginu slitið, kl. 3 e. h., eftir nálega fimm mánaða starf. petta þing hefir haft mörg stór- mál til meðferðar, en hvort það hefir leyst þau öll af hendi á sem heppilegastan hátt, um það verða náttúrlega deildar meiningar. Eitt af þeim málum, sem útkljáð voru af þinginu rétt í þinglok er í sambandi við kosningarlög landsins eða réttara sagt breyt- ingar í sambandi við kosningarétt kvenna. Eins og menn muna, var sam- þykt að veita konum pólitiskt jafnrétti við karlmenn. Og af því að stjórnin býst við að nokkrar aukakosningar fari fram í haust, gjörði hún ákvæði til þess að kon- ur verði skrásettar. En hún gjörði meira—hún tók aftur atkvæðisrétt allra kvenna, sem innflut.tar eru, og ekki hafa sjálfar lagt af hollustueið í Canada. Samkvæmt þessu ákvæði geta engar konur sem fæddar eru utan brezka ríkisins og sem ekki hafa sjálfar tekið hér borgarabréf átt atkvæðisrétt í sambandskosn- ingum. Ekki er gott að sjá af hvaða ástæðum þetta er gjört, en líklega er það þó til þess að sýna enn einu sinni hvað Ottawastjórnin er út- lendingunum vinveitt. Breyting þessi fékk allmikla mótstöðu þegar að hún var borin fram af Sir Robert Borden í þing- inu, svo að stjórnin breytti af- stöðu sinni þannig að ef dómurum sýndist, þá hefðu þeir leyfi til að veita konum, sem fæddar eru ann- arsstaðar en í brezka ríkinu og ekki hafa sjálfar gjörst brezkir þegnar borgarabréf. Senatið í Canada hefir felt sam- þyktina sem þingið gjörði út af neitun efri málstofUnnar um að samþykkja það ákvæði þingsins, að algjört vínbann skuli haldast í Canada í tólf mánuði eftir að friðarsamningarnir séu undirrit- aðir, og lýtur nú ekki út fyrir ann- að heldur en að vilji efri málstof- unnar verði að ráða í þessu máli, ef að landstjórinn veitir honum fulltingi sitt. Loftfar Breta R-34, sem lenti í Mineola, N. Y., eftir að vera búið að fara 3600 mílur vegar frá Bretlandi og til New York á 108 klukkustundum og 12 mínútum. í fyrstu gekk ferðin vel, en þegar vestur undir Newfoundland kom lenti það í þoku og svo í ofsaroki við austurströnd Canada. Loftfar þetta, sem er á 7. hundrað fet á lengd, var bygt til þess að taka þátt í stríðinu og er sá ægilegasti loftbryndreki sem nokkurntíma hefir verið búinn til. Átti hann með öðru loftfari, R-33 að vinna sama verk í lofti eins og bryndrekarnir brezku hafa gjört á sjónum. En vopnahlé var sam- ið áður en þeir komust til víg- stöðvanna. Bifreiðarslys varð hér í bænum í vikunni sem leið. Eimlest rakst á bifreið sem í var einn karlmað- ur, tveir kvenmenn og barn. Mað- urinn sem keyrði bifreiðina slas- aðist svo að h?/nn dó eftir stuttan tíma, önnur konan dó svo að segja strax, en hin konan og barnið meiddust bæði, en eru á batavegi. Bifreiðin brotnaði í spón. eftir að hann fellur úr gildi 26. október næstkomandi. Ríkisstjórar í 26 ríkjum Banda- ríkjanna hafa lofast til þess að kalla aukaþing til þess að sam- þykkja grundvallarlagabreyting- una í sambandi við pólitíska rétt- arbót kvenna í Bandaríkjunum. Allsherjarsamband verkamanna sem haldið hefir þing sitt að und- anförnu í Atlantic City, greiddi atkvæði á móti því að verkamenn Bandaríkjanna mynduðu sjálf- stæðan stjórnmálaflokk, og enn- fremur mæltu þeir mjög sterk- lega með því að innflutningur fólks væri mjög svo takmarkaður á meðan þjóðin væri að ná jafn- vægi sínu eftir stríðið. Og í einu hljóði lýsti þingið yfir því, að það væri samþykt fyrirkomulaginu um alþjóðasambandið. Bæði Senat og Congress Banda- ríkjanna hafa komið sér saman um að nema úr gildi lög þau, sem veittu forsetanum leyfi til þess að taka tal- og ritsíma í þjónustu rík- isins, og er tekið fram í lögum þeim sem um það mál fjalla að símarnir skuli aftur afhentir hin- um fyrri eigendum síðasta daginn í þeim mánuði, sem forsetinn skrifí undir lögin. Fyrsta júní s. 1. voru Bandarík- in búin að borga út til stríðsþarfa $14,544,610,213. Henry Morgenthau, fyrverandi sendiherra Bandaríkjanna til Tyrklands, hefir af Wilson for- seta verið skipaður formaður nefndar þeirrar sem rannsaka á hvort sögur þær, sem borist hafa frá Póllandi um ofsóknir Gyðinga, sem þar eiga að hafa átt sér stað séu á rökum bygðar. BANDARIKIN Samþykt var í Senati Banda- ríkjanna með 55 atkvæðum á móti 11 að borðleggja uppástungu Senators Phelans frá California um að sala á öli og hinum óáfeng- ari víntegundum skyldi verða leyfð frá 1. júlí til 1. janúar n. k. Nefnd sú, er fjallar um utan- ríkismál Bandaríkjanna í Senat- inu hefir til yfirvegunar nýjan samning við Columbia ríkið í Suður Ameríku, þar sem farið er fram á að Bandaríkin borgi því $25,000,000 fyrir að fá að grafa Panama skurðinn, en hann, eins og kunnugt er liggur í gegnum Panama eiðið, sem er partur af Columbia. Ef að af þessum samn- ingi verður, bindur hann enda á (þrætu, sem staðið hefir á milli Bandaríkjanna og Columbia í 16 ár út af þessu Panama-skurðmáli. Congress og Senat Bandaríkj- anna hafa komið sér saman um, að fljóti tíminn sem leiddur var í lög á þessu ári í Bandaríkjunum, skuli ekki vera tekinn upp aftur Yfirlýíing. Á kirkjuþinginu nýafstaðna, sem haldið var að Árborg, var eftirfylgjandi yfirlýsing samþykt, um afstöðu kirkjunnar gagnvart vandamálum mannfélagsins: “par sem tvö vandamál eru nú efst í hugum manna um heim all- an, og velferð mannkynsins er að mjög miklu leyti undir því komin, hvernig með þau mál er farið í ná- lægri framtíð, og þar sem kirkjan á að láta eftir fremsta megni gott af sér leiða á öllum sviðum mann- lífsins, þá er það álit þessa þings: 1. Að kirkjan eigi að berjast fyrir því, að kristnar hugsanir fái skipað öndvegi í öllum málum og alstaðar, og ekki síður í stjórnmál- um en siðferðismálum einstak- linga: 2. Að kirkjan eigi að veita öflugt lið allri viðleitni, sem mið- ar í þá átt, að efla sátt og ein- drægni meðal þjóða og mannfé- lagsstétta; 3. Að í öllum ágreiningsmálum mannfélagsins beri kirkjunni, samkvæmt dæmi meistara síns, að veita hinum fátæku og undirok- uðu samhygð og stuðning, þegar þeir eru að leitast við að bæta kjör sín á friðsaman og kristilegan hátt. 4. Að kirkjunni beri öllum stundum að brýna þann sannleika fyrir ríkum og fátækum, að allir menn eigi að skoða eigur sínar sem verkfæri, er Guð hafi trúað þeim fyrir, til þess að láta gott af sér leiða, og minna menn sífelt á þá miklu ábyrgð, sem á þeim hvílir í þessu efni.” Kirkjuþingið 1919. Framh. pað leyndi sér ekki á þessu þingi, að þeir sem þar voru, gjörðu sér miklar vonir um framtíð skól- ans og glöddust yfir vexti hans og viðgangi. Allir voru sammála um það, að þakka bæri skólastjóra starf hans, unnið af stakri trú- mensku og samvizkusemi. pað er alkunnugt, að hann vill í engu vamm sitt vita. Hitt greinir menn á um, hve vel hann sé til þess fallinn að vera skólastjóri, og stjórna skólanum með allri þeirri röggseini og festu sem þörf er á, og gæta þess, að hin utan að komandi illu öfl aldrei nái yfir- tökum, en réttlæti og góðvild fái æfinlega að njóta sín. pað er ekki öllu síður lof en last, sem Páll postuli sagði um sjálfan sig: “pað góða, sem eg vil, það gjöri eg ekki”. pað er sagt að báðir meðkennarar hans, séu nú farnir frá skólanum, og því ekki ástæða til að minnast á þá. Ýmsir virðast halda að skólinn sé ekki nærri nógu íslenzkur, aðr- ir að hann sé alt of íslenzkur. Eg held að óhætt sé að segja, að þeir sem vandlegast ahfa hugsað mál þetta, hafi aldrei látið sér detta í hug, að einangra hina ungu ís- lendinga í þessu landi, heldur hitt, að trú og tunga feðra vorra, þjóð- erni og bókmentir, væru nauðsyn- legt skilyrði fyrir andlegum þroska hinnar ungu kynslóðar. Með því að færa sér í nyt fjársjóðu þessa, gætu þeir orðið sannari, betri og nytari borgarar þess þjóðfélags, sem þeir nú tilheyra, en ella mundi. Hinar göfugu hugsjónir, sem skólinn byggist á mega aldrei gleymast. íslendingum ber að sjá um að þær kafni ekki í sundur- lyndi, fjárskorti eða skorti á hæf- um kennurum og skólaráði. Ekkert er nógu gott handa böm- um vorum nema það, sem bezt er hægt að fá, hvað viðvíkur andlegu uppeldi þeirra. pess vegna verð- ur Jóns Bjamasonar skóli að minsta kosti að standa jafnfætis, í einu og öllu, hinum beztu menta- stofnunum í þessu landi, af sama tagi. Ekkert minna dugar. Hér hefir nú slæðst með eitt- hvað, sem naumast getur heitið fréttir af kirkjuþinginu, heldur nokkurs konar innlegg þess er skrifar. En lesendum Lögbergs er engin vorkun að vinsa það úr og fara með eftir geðþótta. Sú breyting var gjörð á þessu þingi, að allar þessar nefndir með löngu nöfnunum: Heimatrú- boðsnefnd, heiðingjatrúboðsnefnd, sunnudagsskólanefnd og útgáfu- nefnd, voru skornar niður, en í stað þeirra var sett ein fram- kvæmdarnefnd, sem er skipuð sjö mönnum. Er forseti kirkjufélags- ins sjálfkjörinn formaður hennar, en hinir sex kosnir af kirkjuþingi. Ekki man eg um alla sem kosningu hlutu í nefnd þessa. En hitt man eg, að eg var ánægður með þá alla og fanst nefndin vel skipuð. par á móti heldur skólanefndin og .Betelnefndin áfram eins og verið hefir. The National Lutheran Council, er nýtt mál, samband hinna ýmsu kirkjudeilda lútersku kirkjunnar í Ameríku á sameiginlegum trúar- grundvelli. Má lesa um þetta mál fróðlega grein í Sameiningunni eftir séra Guttorm Guttormsson. Var mál þetta vel og vandlega rætt á þinginu, en að lokum vísað til presta kirkjufélagsins til um- sagnar og úrslita. Tólfta málið á dagskrá: “Til- raunir til samkomulags út af trú- mála ágreiningi”, virtist öðrum málum viðkvæmara og gekk heilt kvöld, til að ræða það. Umræðurn- ar snerust sérstaklega um kirkju- þingssamþyktir frá 1909 — þegar nokkrir söfnuðir gengu úr félag- inu—og 1910 og svo samning þann er þrír af prestunum gjörðu við Tjaldbúðarsöfnuð í fyrra sumar, þegar sá söfnuður var eitthvað að hugsa um að ganga inn í kirkju- félagið. Umræðurnar urðu all- fjörugar og skemtilegar og mælska prestanna naut sín ágætlega, því ekki tóku aðrir þátt í þeim, nema S. S. Einarsson, sem er ágætlega máli farinn og liggur ekki á liði sínu. Málinu lauk svo á þessu þingi, að séra H. J. Leó bar fram tillögu þessa fyrir hönd þingnefndar, sem samþykt var með öllum greiddum atkvæðum: “Eftir rækilegar umræður, ræð- ur nefndin til þess eins, að söfn- uðum þeim sem gengu úr kirkju- félaginu út af ágreiningu við oss 1909 sé boðið að koma aftur inn í kirkjufélagið og sameinast oss á trúargrundvelli þeim, sem fram er tekinn í grundvallarlögum kirkjufélagsins”. Var svo ekki meira um það mál talað, en allir virtust sáttir, að kalla. “Afstaða kirkjunnar gagnvart vandamálum mannfélagsins” var eitt málið á dagskrá og var sam- þykt í því tillaga er birtast skyldi í blöðunum í Winnipeg, svo ekki þarf að geta frekar um hana. 1 fundarbyrjun á föstudags- kvöldið skýrði forseti frá því, að friðarsamningarnir væru undir- skrifaðir og hin ógurlega styrjöld þar með til lykta leidd. Tóku allir undir þær gleðifréttir með því að syngja þjóðsöngva brezka ríkisins og Bandaríkjamanna og sálma- (versið: “Nú gjaldi Guði þökk” o. s. frv. Á sunnudaginn kl. 11 prédikaði séra H. Sigmar á ensku í kirkjunni í Árborg, samkvæmt ósk nokkurra bæjarbúa. En seinni part dagsins prédikaði þar séra Jónas A. Sig- söfnuðunum í prestakallinu þann ^unnudag. Að kvöldi sunnudagsins kl. 8 flutti séra N. S. Thorláksson fyr- irlestur, sem hann nefndi: “Líf eða dauði”. Á mánudaginn kl. 4 var störf- um kirkjuþingsins lokið og því slitið á vanalegan hátt. Var þá strax lagt af stað til að þiggja heimboð hjá Breiðuvíkur-söfnuði að Hnausum og annað hjá Bræðra- söfnuði við íslendingafljót. En meðan setið var að veitingum í hinu afarstóra og myndarlega íbúðarhúsi að Kirkjubæ, kom helli- rigning svo mikil, að vatnið flóði víða yfir veginn svo hann var lík- ari smátjörnum en venjulegri ak- braut. Eg hefi aldrei fyr séð menn reyna að fara á bifreið eftir slíkum vegi eða vegleysu. pó gekk alt furðanlega vel. En stundum urðu menn samt að fara út úr “bílunum” og lyfta þeim upp úr forinni. Sýndu þar margir hreysti mikla og frækilega frammistöðu. En sérstaklega þeir prestarnir Guttormur og Halldór. Einstaka “bilar” lögðust svo djúpt að hvorki dugðu prestar né aðrir kirkjuþingsmenn til að draga þá upp, og varð því að fá til þess hesta eða naut. Gekk því ferða- lagið nokkuð seint og erfiðlega, en í Riverton nutu menn hins bezta fagnaðar hjá Bræðra-söfn- uði og þar fluttu prestarnir sínar síðustu snjöllu ræður í Nýja Is- landi, í þetta sinn. Sjálfsagt má gjöra ráð fyrir að ekki séu allir jafn ánægðir með kirkjuþing þetta og störf þes. En öllum sem það sátu kemur sjálf- sagt saman um eitt: Að fólkið í Árborg (safnaðarfólk og ekki safnaðarfólk) og annarsstaðar í prestakalli séra Jóhanns Bjarna- sonar, hafi sýnt oss framúrskar- andi gestrisni, rausn og góðvild, sem oss öllum beri að þakka og muna. pessir prestar og erindrekar voru mættir á þinginu: Prestar og embættismenn. Séra N. S. Th irláksson, séra Björn B. Jónsson séra 'R. Mar- teinsson, séra Fi Hallgrímsson, séra K. K. ólafssón, séra Jóhann Bjarnason, séra Hi J. Leó, séra G. Guttormsson, sérá S. S. Christo- pherson, séra H. Sigmar, séra Halldór Johnson, séra Adam por- grímsson. Jón J. Vopni, féhirðir. Erindrekar. Frá St. Páls s.: Vigfús Ander- son og A. R. Johnson; frá Lincoln s.: P. V. Peterson, frá Pembina £.: G. V. Leifur, frá Vídalíns s.: J. J. Erlendsson og A. M. Ásgríms- son, frá Hallson s.: Daníel Jóns- son, frá Péturs s.: A. J. Sturlaugs- son, frá Víkur s.: P. J. Skjöld, frá Lúters s.: Stefán Eyjólfsson, frá Fjalla s.: ólafur Einarsson, frá Melankton s.: S. S. Einarsson og W. G. Hillman, frá Fyrsta lút. s.: C. J. Vopnfjörð, Finnur John- son, Jónas Jóhannesson og Mrs. H. Olson, frá Selkirk s.: pórður Bjarnason, Jón Ingjaldsson og J. Peterson, frá Víðines s.: Magnús Hjörleifsson, frá Gimli s.: S. Björnsson og Mrs. A. G. Polson, frá Breiðuvíkur s.: Gestur Guð- mundsson, frá Geysi s.: Gunnlaug- ur Oddson og E. S. Bardarson, frá Árdals s.: A. F. Reykdal og P. St. Guðmundsson, frá Bræðra s.: Mrs. Guðrún Briem, frá Víðir s.: Magn- ús Jónasson, frá Mikleyjar s.: Helgi Ásbjörnsson, frá Fríkirkju s.: Jón P. Frederickson, frá Frels- is s. (Baldur): Hernit Christo- pherson, frá Immanúels s.: Josep Daníelsson, frá Lundar s.: séra Jón Jónsson, frá Grunnavatns s.: Lárus E. Thorleifsson, frá Betel s.: ólafur Thorlacius, frá Herðu- breið s.: Davíð Valdimarsson, frá Swan River s.: J. A. Vopni, frá Konkordía s.: Jón Gíslason, frá I/ögbergs s.: Gísli Egilsson, frá Kristnes s.: Grímur Laxdal, frá Síon s.: Kristján G. Johnson, frá Elfros s.: Jón Törgdal, frá Imma- núels s. að Wynyard: F. Halldórs- son, frá Ágústínus s.: S. S. Hall- grímsson, frá Hallgríms s.: séra Jónas A. Sigurðsson. F. J. Frálslandi. Látinn er í Reykjavík Olafur Björnsson ritstjóri, sonur Björns heit. Jónssonar ráðherra, maður efnilegur og á unga aldri. Hann hafði verið lasinn undanfarandi, fór til Danmerkur til þess að lelta sér lækninga, og kom heim aftur að mun hressari, að því er virtist. En dó úr nýrnaveiki, skömmu eft- ir að hann kom heim. ólafur var urðsson. Hinir prestarnir skiftu drengur hinn bezti, og er þv) því með sér, að prédika hjá öllumharmdauði öllum sem þektu hann. r Hjörtur porsteinsson, fyrv. bæjarverkfræðingur Reykjavíkur er nú aftur farinn “alfarinn”, og ætlar að setjast að og starfa í Esbjerg í Danmörku, en vonandi er ekki mjög langt að bíða aður en hann flytur aftur búferlum sinum hingað og þá tollir hér bet- ur en raun hefir verið á til þessa. L. M. Blok, sem verið hefir að- stoðarverkfræðingur við vega- málastjórnina þangað til 1. apríl hefir verið ráðinn til þess að gegna starfinu áfram sumarlangt. Guðm. J. Hlíðdal, hefir verið raðinn til þess að gegna stöðunni sem aðstoðarverkfræðingur vita- málanna til bráðabirgða. Guðjón Samúelsson, bygginga- jmeistari, sem tók burtfararpróf frá listháskólanum (Kunstaka- demiet) í Kaupmannahöfn síðastl. haust, er nú fluttur hingað og hefir tekið til starfa hér, enda munu nóg verkefni liggja fyrir. Er Guðjón sá fyrsti íslendingar, sem hefir tekið próf sem bygginga- meistari (Arkitekt). Af nýjum símálínum munu væntanlega koma línan Akureyri — Svalbarðseyri — Grenivík með sæsíma yfir Eyjafjörð, og línan Egilsstaðir—Unaós—Borgarfjörð- ur eystra. — Ennfremur mun verða byrjað að leggja nýja beina línu frá Reykjavík til Borðeyrar, og innan Reykjavíkurbæjar munu verða lagðir 3 km. af jarðsíma fyrir talsímann. Á komandi sumri stendur til að reisa vita á Straumnesi við Aðal- vík og Selvogstanga. Báðir þess- ir vitar hafa verið í undirbúningi í nokkur ár, en mun nú væntan- lega verða lokið í sumar. Verða þeir gerðir úr járni, en ljóstækin af hinni venjulegu gerð, með acetongasi. Til hinnar fyrirhuguðu raf- magnsstöðvar Reykjavíkur mun loforð vera fengið um nægileg lán, nl. frá Handelsbanken í Kaup- mannahöfn 1 miljón kr„ National- banken 300,000 kr. og Laane og Diskontobanken 300,000 kr. og hjá hérlendu bönkunum 200,000 kr. hjá hvorum, samtals 2 milj. kr. (5V2%, kúrs 95). Er nú unnið að því að rannsaka hvort tiltækilegt sé, að gera jarðgöng þau, sem nauðsynleg eru fyrir aflstöð við Grafarvog, og hvað stöðín þar muni kosta. Enn mun ekki vera ráðið til fulls hvernig stjórn verksins verður hagað, en telja má víst, að verkfræðingarnir Kirk og Hlíðdal verði við það riðnir. — Rafmagnsnefndinni hefir verið falið að sjá um framkvæmd verks- ins, en í henni eru borgarstjóri, Jón porláksson, Sveinn Björnsson, þorvarður porvarðsson og Jörund- ur Brynjólfsson. Húsabyggingar munu verða töluverðar í Reykjavík í sumar. Eimskipafélag íslands ætlar sér að reisa stórt hús, ætlað fyrir skrifstofur, í Hafnarstræti við steinbryggjuna. Samvinnufélögin eru að undirbúa hús 20x11,5 m., tvilyft með kjallara, á Arnarhóls- túni; er það ætlað fyrir vöruhús og skrifstofur. Jónatan porsteins- son kaupmaður hefir í hyggju að reisa þrílyft hús með kjallara, 25,5x9 m„ við Vatnsstíg, fyrir bif- reiðarviðgerðarverkstæði o. fl. Hið íslenzka steinolíufélag hef- ir í hyggju á komandi sumri að setja upp olíugeymi í Viðey. Verð- ur hann úr járni og honum er ætl- að að geyma 20,000 tunnur af olíu. pvermál geymisins verður 21 m„ hæðin 10,7. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir heitið verðlaunum fyrir 3 beztu áætlanir um lögun Austurvallar og gatnanna þar í kring, sem henni eru sendar fyrir 15. maí. 250, 150 og 100 kr. — í dómnefnd eru borgarstjóri, Matthías pórðar- son þjóðmenjavörður og Einar Helgason garðyrkjumaður. Nefnd sú, sem stjórnarráðið skipaði 22. marz 1918 til þess að semja reglur um eftirlit með öryggi skipa og báta, hefir nú sent stjórnarráðinu frumvörp til slíkra reglna. pó má telja víst, að frum- vörpin verði ekki staðfest óbreytt, eins og þau liggja fyrir, þar sem þau varla verða talin að öllu full- nægjandi, allra síst hvað málið snertir. Fossanefndin mun yera tölu- vert langt komin í starfi sínu, en því miður mun hún hafa klofnað a. m. k. í þrent. Eitthvað af fifum- vörpum og álitum er komið til stjórnarráðsins, en alt er leynilegt enn, verður varla opinberað fyr en fram undir þing. Hlutafélagið “Titan” hefir ný- lega sent stjórnarráðinu beiðni um heimild til þess að hagnýta sér vatnsaflið í pjórsá samkvæmt á- ætlun G. Sætersmoen. —Tímarit V. F.í. 1919. betur fer er nú á góðum batavegi. pau hjón búast við að dvelja um tíma á búgarði foreldra prófess- orsins, Mr. og Mrs. Jónasar Hall að Garðar, N. D. \ 0r bœnum. Séra Jónas A. Sigurðsson, prest- ur islenzku safnaðanna í pingvalla nýlendunni, kom sunnan frá Pembina, N. D. í vikunni sem leið. Hann véitir einnig prestþjónustu um tíma söfnuðunum í Winnipeg- osis og Swan River, verður heim kominn og flytur guðsþjónustur í sínu eigin prestakalli, Konkordia- söfn. þann 20. þ. m. Hinn 24. júní, voru þau ólafur Magnússon og Margrét Halldórs- son, bæði frá Hayland, Man„ gef- in saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni að 493 Lipton St. í símskeyti frá Árna Eggerts- syni, sem barst hingað vestur á fðstudaginn var, segir að þeir nafnarnir Árni Eggertsspn og Árni Sveinsson hafi náð á Eim- skipafélagsfundinn, sem haldinn var í Reykjavík 28. júní s. 1. — Um fréttir af fundinum er ekki getið í skeytinu, aðrar en að Árni Eggertsson og Jón J. Bíldfell hafi verið kosnir í Eimskipafélags- stjórnina fyrir hönd Vestur-ls- lendinga og að ársarður, sem borgast eigi til hluthafa hafi ver- ið ákveðinn 10 af hundraði. — Um það er og getið í símskeytinu I að Gullfoss leggi af stað frá ís- j landi til New York um 10. ágúst | og fari þaðan aftur heimleiðis um | mánaðamótin ágúst og september. j peir sem eru að hugsa um heim- ferð og fara vilja með þeirri ferð, ættu að taka sig í vakt í tíma. Mr. og Mrs. Halldór Anderson frá Cypress hafa verið hér í bæn- um undanfarandi daga. Mr. Anderson segir að fremur vel líti út með uppskeru þar vestra. — Sunnudaginn þann 29. f. m. varð Mr. Lárus Guðmundsson fyr- ir því mótlæti að detta óg meiða sig allmikið. Hann rasaði um þröskuld á húsi sínu og féll, en verkfærakista varð undir hægri síðu hans. Jóhannes kaupmaður Einarsson j frá Lögberg P. 0„ Sask. kom til bæjarins í vikunni. Hann sagði haglstorm hafa gengið yfir Lög- bergs bygðina 1. júlí og hefði hann gjört allmiklar skemdir á eignum manna. Á almennum fundi s. 1. þriðju- dagskveld voru þessir kosnir em- bættismenn í Winnipeg déild pjóðræknisfélagsins: Forseti: Arngrímur Johnson. Skrifari: Guðm. Sigurjónsson. Gjaldkeri: G. J. Goodmannsson. Varaforseti var koslnn séra Rúnólfur Marteinsson og meðráð- andi ólafur Bjarnason. Laugardaginn, 5. júlí, voru þau Kristján Guðjónsson Goodman og Sigurbjörg Louise Hannesson, j bæði til heimilis í Winnipeg, gef- j in saman í hjónaband af séra j Rúnólfi Marteinssyni að 493 Lipton St. Brúðhjónin lögðu af stað samdægurs í skemtiferð til Kandahar, Sask., þar sem systir brúðarinnar á heima. Heimili þeirra verður að 523 Sherbrooke St. hér í bænum. Laugardaginn 28. júní lézt að heimili sínu í pingvalla bygð í Saskatchewan bóndinn Björn por- leifsson, eftir þunga legu. Björn sálugi var fæddur 24. des. 1851 í Veðlavík í Reiðarfirði í Suður- Múlasýslu á íslandi. Hann flutti til Ameríku árið 1891 og hefir bú- ið í þingvalla bygð ávalt síðan. Hann er nú syrgður af eftirlif- andi ekkju og fimm dætrum. — Björn sál. var góður maður og vel látinn í bygðinni. Hann var jarð- sunginn 30. júní af séra Carl J. Olson í fjarveru heimaprestsins, séra Jónasar A. Sigurðssonar. — Fjöldi fólks fylgdi hinum látna til grafar. 1 prívat bréfi frá Islandi er sagt frá því að ekkja Björns Jóns- sonar sé látin. Teljum vér lík- legt að þar sé átt við Elízabet, ekkju Björns heit. Jónssonar ráð- herra. — í sama bréfi stendur og að látin sé Kristín Blöndal, ekkja Lárusar sýslumanns Blöndals, fyrrum sýslumanns Húnvetninga. Hún var hálfsystir Guðrúnar konu Finns Johnson í Winnipeg. Fyrsta júlí lézt Mrs. Emma Goodman, kona Matthíasar Good- man. Hún var aðeins 28 ára að aldri. Mrs. Goodman lézt norður við Winnipeg Beach, en líkið var flutt til Winnipeg og fór jarðar- förin fram frá Fyrstu lút. kirkju 3. júlí. Séra B. B. Jónsson jarð- söng. Mr. og Mrs. Árni Josephson frá Minneota, tveir synir þelrra og dóttir og Mr. og Mrs. Indriði Johnson frá Minneota, Minn. komu til bæjarins á mánudags- kveldið var, og komu alla leið l bifreið. Mr. Josephson hefir 1 hyggju að ferðast hér um norður frá—fara til Nýja íslands og Argyle. v Mr. Josephson er stðr- eignamaður og búhöldur hinn inesti. )tú3L: Annan þ. m. gaf séra Björn B. Jónsson saman í hjónaband í Fyrstu lút. kirkju þau Harry H. Eager og Jóhönnu Finnsson. Að lokinni hjónavígslu var setin veg- leg veizla að heimili foreldra brúð- arinnar, Mr. og Mrs. Finnur Stefánsson, Olivia St. Lögberg óskar til lukku. Mrs. Einar P. Jónsson, að 920 Lipton St„ Winnipeg, fór suður til Gardar P. 0„ N. D. á fimtudag- inn var og dvelur þar nokkrar vikur. “Minneota Mascot” skýrir frá því að Capt. J. B. Skaptason frá Winnipeg hafi verið þar suðurfrá undanfarandi og að hann muni gjörast starfsmaður fyrir Glob Land félagið alþekta, og að starf- svið hans muni verða hér í Canada. Glob Land félagið hefir fengið í þjónustu sína góðan dreng þar sem Capt. Skaptason er. Mrs. S. K. Hall fór i síðustu viku suður til tengdaforeldra sinna í Norður Dakota til þess að mæta manni sínum, prófessor Steingrími Hall, sem að undanförnu hefir verið sér til heilsubótar á heilsu- hæli í St. Paul, Minn. En sem Að varna glœpum og bjarga glæpamönnum. Undanfarandi hefir umboðs- maður lögregluliðsins I New York Arthur Woods, verið að skrifa um þetta tímabæra og alvarlega efni. Hann hefir skift glæpamönnum í tvo flokka, æfða glæpamenn og viðvaninga. Af viðvaningum þeim, sem lögreglan hefir veitt jftirtekt og komist hafa undir hennar hendur, hafa margir orðið leiknir glæpa- r enn sö' u". þess að þeir \.ru -kkt róltilega höndlaSir. pað er þess veg ía me'al vif- vaninga á glæpamanna brautinni, sem ætti að bera niður og gjöra ítrastar tilraunir. Fyrst að varna mönnum frá því að ganga þann veg og í öðru lagi að lækna þá, sem út á hann eru komr.ir. peim sem hættast er við að falla í þessu efni eru þeir, sem eru and- lega vanaðir. Peir, sem kringum- stæður lífsins hafa hrundið út á veg ógæfunnar og börnum, sem yfirgefin af foreldrum sínum eru látin alast upp við spilling lífsins. Andlega vanað fólk er það, seni hefir fullkomlega þroskaðan lík- ama, en illa þroskaða sál og er þeim skift niður eftir aldri, segir höfundurinn. pað er að segja, að aldur þeirra er bundinn við það tímabil er hinn andlegi þroski þeirra hætti. peir sem standa fyrir hinni sál- arfræðilegu rannsóknarstofu lög- reglunnar í New York, segja að tuttugu og fimm andlega vanaðir menn séu þar teknir fastir á dag fyrir brot á lögum, og spursmálið er hvemig fara skuli með þá. Mr. Wood segir: Framh. á 5. bls.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.