Lögberg - 10.07.1919, Side 3

Lögberg - 10.07.1919, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚLt 1919 Bls. 8 Vane »s Nina EFTIE Charles Garvice “Eg ,hefi aldrei .heyrt um hann getið”, sagði Vane. “Eg er hi;æddur um að það olli honum mikilla vonbrigða að eg er lifandi”, sagði hann svipþungur. “Án alls efa”. “Hvers konar maður er hann?” Tressider hikaði. Þetta var spurning, sem gamall og varkár lögmaður var ekki fús til að svara. “Hann er ungur maður, hér um bil tuttugu og fimm ára held ég. Óvanalega fríður maður sýnum—hann er alls ekki líkur Manneringun- nm, en dökkur, mjög dökkur. Móðir hans var spönsk. Framkoma hans er lipur — óvanalega lipur og nærgætinn með tilliti til kröfu sinnar eftir nafnbótinni og eignunum. “Er hann fátækur eða ríkur?” “Ó, hánn er alls ekki ríkur. Hann hefir dálitlar árlegar tekjur eftir föður sinn, ög eg ímynda mér að hann græði dálítið á ýmsu gróðabralli; en um það er eg ekki alveg viss. Eg þekti auðvitað föður hans, en Júlían hefi eg ekki séð, síðan hann var lítill drengur, fyr en núna nýlega”. “Er hann giftur?” spurði Vane. “ Nei, — eg spurði hann um það. Mig lang- ar nú til að spyrja yður um hið sama, lávarður Lesborough. Eg ímyncla mér að þér séuð ógiftur?” “Eg á enga konu”, sagði Vane alvarlegur. Tressider kinkaði kolli glaðlegur á svip. Af því Vane hikaði áður en hann svaraði, var hann hræddur um að ungi jarlinn hefði gift sig kvenmanni, sem stóð fvrir neðan hann. Já, þér hafið nógan tíma enn þá,” tautaði hann. “En eg vona, að það líði ekki alt of langur tími þangað til eg fæ' að sjá greifainn- una af Lesborough.” Vane stóð upp, en Tressider tafði hann. “Góði, farið þér ekki enn þá lávarður", sagði hann. “Það er svo margt, sem mig iang- ar til «ð tala við vður um. Fyrst og fremst verðum við að tala um—peninga. Afsakið mig, skortir vður ekki dálítið af þeim?” Vane brosti. “Eg hefi fáeina skildinga”, sagði hann. Tressider kinkaði kolli. t “Eg gat hugsað mér það. Eg skal sjá um að þér getið fengið eins mikið borgað á morgun og þér viljið. En þangað til verðið þér að leyfa raér að vera bankari yðar”. Hann gekk að peningaskápnum, tók út úr honum vöndul af pappírspeningum, og lagði þá á borðið fyrir framan Vane. Hér eru hundrað og tuttugu pund. Það var heppilegt að eg fékk þessa upphæð í morg- un. Ff þetta er ekki nóg, þá get eg seht skrif- arann minn til bankans — —” Vane brosti alvarlegur. “Eg mun naumast þurfa svona marga penin^a í dag,” sagði hann. Meðan hann sagði þetta opnuðust dyrnar og skrifarinn kom inn með nafnspjald. Tressidér varð hálf vandræðalegur. “Undarleg tilviljun”, sagði hann. “Það er hr. Jrilían Shore. Gerið þér svo vel að biðja hr. Shore að bíða ofurlitla stund. ” Vane leit fljótlega upp. “iNei, nei; látið þér hann koma hingað inn. Mig langar til að sjá hann.” Hr. Tressider hnei^ði sig samþykkjandi. Skrifarinn gekk út og kom aftur með háan, grannvaxinn mann, óvanalega fríðan og kurteis- an í framkomu. Hann var dökkur eins og Spánverji, með hrafnsvört augu undir síðum, dökkum augnahárum. Þegar hann kom inn, leit hann frá gamla rnanninum, sem enn var all-vandræðalegur, á Vane. Svo varð honum litið á bankaseðlana, og á sama augnabliki kom undarlegur, rannsak- andi svipur í augun hans í Ijós, en hvarf jafn fljótt aftur. “Afsakið, h’r. Tressider,” sagði hann með viðfeldinni rödd. “Eg vissi ekki að þér áttuð annríkt —” “Gerið þér svo vel að fá yður sæti, hr. Shore”, sagði Tressider. “Þér komið heppi- lega — —” Honum fanst þetta orð ekki eiga vel við, — hann þagnaði og leitaði að öðru bet- ur viðeigandi, en fann það ekki, svo hann hætti alveg við að búa Shore undir erfðavonbrigðin með varkárum orðum. “Eg verð að leyfa mér að kynna ykkur hvoi-n öðrum. Hr' Shore — hetta er hr. Man- jiering — nei, eg á auðvitað við lávarð Les- borough. ’ ’ Vane leit með mikilli meðaumkun á þann mann, hvers vonir hann hafði eyðilagt, og hann sá hvernig spyrjandi svipurinn breyttist í undr- nn og hræðslu. En það stóð ekki lengi yfir; augnalokin byrgðu dökku augun að hálfu leyti, eins og hann vildi dylja svip þeýra. “Lávarður—Lesborough”, spgði hann með náfölum vörum. “Lávarður Les'borough. Ein- :nitt það—einmitt það —- —” “Já, það er hann,” svaraði Tressider, og blíða, lága röddin fór að leita eftir orðum. “Hr. Mannering druknaði ekki þegar Alpina fórst. Honum varð bjargað, og nú er hann einmitt kominn til London. Hann hefir að eins verið hér fáar míniítur. Auðvitað hefði eg gert yður aðvart------” Þetta var erfitt augnablik fyrir ungu mennina. Vane fanst að hann væri sekur, af því liann druknaði ekki, og rjóður í andliti rétti hann hinum manninum hendi sína. “Mér þykir það leitt,” byrjaði hann g hætti svo skyndilega. Hvað átti hann að segja? En Júlían Shore var búinn að átta sig; hann tók í hendi Vane með bros á vörum og sagði alúðlega: “Svo þér eruð þessi ungi jarl?” Hann dró andann erfiðlega og ypti öxlum. “Við getum ekki báðir fengið nafnbótina, og eg fullvissa yð- ur um það, að eg gleðst yfir því að þér eruð lifandi, lávarður Lesborough/’ Engin orð gátu átt betur við, og Vane, sem enn faxm til þeirrar sektar sinnar, að hann vav iifandi, þrýsti innilega hendi þessa unga manns, sem fyrir vonbrigðunum hafði orðið. “Þökk fyrir,” sagði hann. “Innilega þökk. Mér þykir leitt að eg.sökk ekki með skip- inu. Þér munduð eflaust hafa orðið betri jarl en eg, hr. Shore. ” “Síður en svo,” svaraði Shore hlæjaudi. “Segið þér ekki neitt slíkt. Við erum náfrænd- ur, er það ekki? Eg vona að þér viljið kalla mig Júlían?” XI. KAPITULI. Hvort hann vildi kalla hann Júlían? Vane var auðvitað glaður yfir slíkri velvild frá þeim manni, sem hann hafði valdið vonbrigðum. “Auðvitað, Júlían,” sagði hann svo glað- lega að það vakti undran hjá Tressider. “Og þú verður að kalla mig Vane, því yið erum bræðrasynir, eins og þú veizt, þó við höfum ekki fundist fyr. Eg vona að við verðum góðir vinir. Eg fékk ekki að vita um þessa brevtingu á kjörum mínum fyr en í gærkvöldi, svo eg ér ennþá eins og hálfringlaður. Það er bráðum kominn tími til að neyta hádegisverðar, hr. Tressider. Þér verðið að leyfa mér að fara eina stund eða tvær. Mig langar til að fara út og neyta matar með Júlían.” Gamli lögmaðurinn brosti. “ Já, eg má ekki neita yður um það, fyrst þér viljið það,” sagði hann. “Eg skal skrifa Holland, og láta hann vita að þér komið til Lesborough nær sem helzt, og eg vona að sjá yður hér bráðlega. Það er allmargt sem eg held að þurfi að tala um og koma reglu á. ” “Jæja,” svaraði Vane alvarlegur. “Eg fel yður það alt á liendur, því þá veit eg að það verður vel gert, hr. Tressider.” Hanri lét banka- seðlana í vasa sinn, meðan Júlían horfði á hann með hálflokuð augu. IJngu mennirnir gengu út og ofan tröpp- urnar. “Hvert eigum við að fara?” spurði Vane. "Eg var eitt sinn þátt-takandi í gildisfélagi (khíbb), en eg hafði ekki efni á að borga tillag- ið. Eigum við að fara inn í fæðissöluhús?” Júlían hló, hlátur hans var ísmevgilegur og fagur eins og röddin. , “Það er undarlegt að heyra jarlinn af Les- borough tala þannig,” sagði hann. “Já, — en þá var eg mjög fátækur,” sagði Vane. Júlían hægði göngu sína snöggvast. “Eg var búinn að úsetja mér að neyta há- degisverðar lieima,” sagði hann hikandi. “Er þér á móti geði að koma með mér? Það er stutt þangað, og þá getum við talað ótruflaðir.” “Mér er það ánægja,” sagði Vane. Júlían kallaði á vagn/og sagði ökumanni hvert halda skyldi, sem Vane áttaði sig ekki á. Þeir óku þvers yfir strand og fram hjá þing- húsinu að röð gamalla húsa, sem sneru að ánni. Vane leit forvitnislega í kring um sig, þeg- ar hann sté ofan úr vagninum. Þetta var part- ur af gömlu London, sem stóð glevmdur mitt. á milli nýtízku bygginganna. “Þetta ér undarlegt pláss,” sagði hann. “Hér hefi eg aldrei koraið fyr. ” “Einmitt það. Eg bý hér, af því hér er svo kyrlátt og eg á húsið. Faðir minn átti það. Eg hefi fallega útsjón hér, einkum á nóttínni, þegar ljósin spegla sig í vatninu. Húsið er af- argamalt og þarf nauðsynlega viðgerðar—þeg- ar efni mín leyfa það. ” Ilann tók í gamlan bjöllustreng, og dyrnar voru brátt opnaðar með varkárni af gamalli konu, með svo undarlegum svip á andliti sínu, að Vane gat ekki varist því að stara á hana. 1 stað þess að tala, gaf Júlían Shore henni merki með bendingamáli daufdumbra. Gamla konan leit eitt augnablik á Vane, svo* kinkaði hún kolli, lokaði útidyrunum og hvarf í gegnum aðrar dyr aftantil í forstofunni. “Komdu með mér upp á loft, þar dvel eg oftast sökum útsjónarinnar,” sagði Júlían. Hann fylgdi honum inn í dagstofu, sem var af jafn gömlu sniði og húsið. Veggþiljurnar voru úr eik, sem var orðin nærri svört af elli; þar var afarstórt eldstæði, sem var eins svart og þiljurnar, og húsmunirnir voru í fullu sam- ræmi við herbergið. t einu horninu stóð hljóð- færi. Herbergi þetta líkist ekki hinum vana- legu, og Vane fanst það ekki gera nein þægileg áhrif. Hann gekk að glugganum og leit út. “Þú hefir ágæta útsýn yfir ána,” sagði hann, “og þetta er gott, gamalt herbergi.” Meðan hann talaði varð hann var við ein- kennilega og sterka lykt. Hún kom í gegnum dvr, sem stóðu hálfopnar. Júlían gekk að dyr- r.num og lokaði þeim með liægð. Gamla konan kom aftur inn með bjóð, og lét mat og vín af honum á dúki klætt borð. Fauðvínið var í venetíanskri flösku, og við hlið hennar stóð lítil flaska með Chartreuxe. Eftir að hafa litið til húsbónda síns, fór gamla konan aftur út; Júlían flutti stól að borðinu. og bað Vane að setjast. “Það lítur út fyrir að þú hafir búið hér notalega um þig,” sagði Vane. “Gamla konan er daufdumb, er það ekki.” “Já,” svaraði Júlían. “Hún vann hjá föð- ur mínum í mörg ár. Eg veit næstum ekki hve gömul hún er. Tíún er trygg og aðgætin, og annast mig ágætlega.” “En er það ekki leiðinlegt að hafa dauf- dumba þjónustustúlku?” sagði Vane og fór að neyta matar. Júlían brosti. “Nei,” svaraði hann. “Það er líklega af því, að eg er orðinn henni svo vanur. Hún er mjög skynsöm og þykir ósegjanlega vænt um mig.” “Hún lítur út fyrir að vera það,” sagði Vane. “Þetta er ágætt rauðvín.” “Eg erfði það eftir föður minn. Eg held það hafi upprunalega komið frá Lesborough höllinni.” “Þá vona eg að þar sé eitthvað til af því cnnþá,” sagði Vane. “Ert. þú kunnugur þar?” “Nei, eg hefi aldrei komið þar. Faðir minn og gamli jarlinn voru svarnir óvinir, og þeir urðu aldrei sáttir. En þú hefir líklega oft kom- ið þar?” Vane kinkaði kolli. Hann leit í kringum sig í herberginu; — það var eitthvað svo und- arlegt, að hann skyldi sitja þarna og eiga svo þægilega'sambúð hjá þessum nýfundna frænda. “Þegar eg var ungur, kom eg þangað oft,” sagði hann. “En þegar eg varð fullþroska, varð eg einnig ósáttur við gamla jarlinn. Hann krafðist svo mikils af mér.” “Á hvern hátt?” spurði Júlían og fylti glösin aftur. “Hann vildi segja fyrir um alt, sem eg átti að gera, en eg neitaði að vera honum háður að nokkru leyti. Svo skildum við — og eg fór út í heiminn” — rödd hans varð magnþrota —. “Og svo lentir þú í skipbroti?” spurði Júlían. Það var sem Vane yrði meðvitundarlaus. “Já,” svaraði hann utan við sig. “En við skulum tala um eitthvað annað — við skulum tala um þig. “Eg varð næstum hryggur vfir því að eg var lifandi, þegar þú komst <nn í “skrifstofu hr. Tressiders.” Eitt augnablik döknaði föla andlitið hans Júlían og hann hálflokaði augunum. En svo leit hann aftur upp, brosti og ypti öxlum á þann l’átt, sem minti Vane á að spanskt blóð rann um æðar hans. ' “Það er vingjarnlegt og eðallynt af þér, Vane,” sagði hann með stuttri þögn á undan nafninu. “Auðvitað vildi eg hafa orðið jarl af Lesborough,—en eg er máske eins gæfuríkur að vera sá, sem eg er.” “Máske,” sagði Vane blátt áfram, eins og hann var vanur. “Eg held í raun og veru að eg verði ekki gæfuríkari, þó eg varði jarl,” sagði hann og stundi. Júlían leit forvitnislega á hann. “Eg get fullvissað mig um það, að þú verður reglulegur enskur aðalsmaður,” sagði hann. “Þú ert að minni skoðun skapaður fyrir stöðuna. En eg á ekki eins vel við hana. Eg er að eins að hálfu leyti Englendingur, móðir mín var spönsk, eins og þú máske veizt, og er í einu og öllu líkur henni. Þú ferð bráðum að gifta þig — máske þú sért nú þegar giftur?” Hann leit á Vane með uppgerðar sakleysi og hugsunarleysi í svip sínum. Vane drakk úr glasinu sínu og svaraði hon- um, eins og hann hafði svarað Tressider. “Eg á enga konu.” “Þú- eignast bráðum eina,” sagði Júlían brosandi. “Þú verðnr eftirsóknarverður ráða- hagur. I>ú veizt eflaust að auður þinn er ótæm- andi.” “Mig hefir grunað það,” sagði Vane róleg- n r. “En eg gifti mig aldrei.” “Aldrei er langur tími,” sagði Júlian brosandi. “Viltu ekki reyna þennan Chart- reuxe? (kryddlögur). Eg held að hann sé líka úr kjallaranum í Lesborough.” “Eg Ibýst við því,” svaraði Vane seinlega. Svo sagði hann rösklega: Heyrðu nú, Júlían. Það hlýtur að hafa valdið þér vonbrigða, að eg kom í ljós svo óvænt. Eg—eg er fús til að bæta úr því á einn eða annan hátt; — en eg veit ekki vel hvernig eg á að gera það. Er þér óljúft að segja þér nokkuð um sjálfan þig—um stöðu þína yfir höfuð?” Hann stamaði og leit í kring um sig í stóra, dökka herberginu. “Það er ekki af forvitni, eins og þú skilur, en —” Júlían hló að feimni frænda síns. ‘ ‘ Það er auðvelt að lesa hugsanir þínar, minn góði Vane,” sagði hann, “eg veit nákvæm- iega hvað þú ætlar að gera. Þú ætlar a,ð bjóða mér endurgjald fyrir vonbrig^in, er eg hefi orð- ið fyrir, er það ekki?” “Þú hefir getið hér um bil rétt til,” viður- kendi Vane. “Mig grunaði það,” sagði Júlían með sínu ísmeygilega brosi. “Þú vilt sjá um að eg hafi fastar árstekjur hér eftir”-------- “Því ætti eg ekki að gera það,” greip Vane fram í fyrir lionum. Eg er afarríkur, og ef eg liefði ekki komið til sögunnar, þá værir þú nú jarl af Lesborough.” Þegar hann nefndi nafnbótina, hálflokaði Júlían aftur augunum, en brosið lá kyrt á vör- um hans. “Eins og nú er ástatt,” sagði Vane, “ert þú næsti erfinginn. Eg gifti mig aldrei, — þú hristir höfuðið, en eg veit hvað eg segi. ISvo þú erfir þetta alt saman síðar. Því ættir þú ekki að þiggja árstekjur af mér? Ef þú værir bróð- ir minn eða sonur, þá hefðir þú gert það.” Júlían hristi höfuðið aftur. “En eg er hvorki bróðir þinn eða sonur, eg er að eins frændi þinn. Og —við tölum af einlægni, er það ekki? Mér geðjast heldur ekki að því, að vera háður nokkrum manni. Eg vil ekkert þiggja af þér.” “Þá ert þú mikið flón,” sagði Vane blátt áfram. “Getur vel verið. En eg hefi dálitlar tekj- ur, sem nægja þörfum mínum, — en þær eru nógu stórar fyrir einstæðing, og eg kann að meta frelsi mitt. Nei, — eg afþakka peninga þína — en ef þú býður mér vináttu þína, trygð þína —-------” “Látum þetta málefni bíða fyrst um sinn,” sagði hann alvarlegur. “Blóð er þykkra en vatn. A morgun skulum við fara til Ijesborough. Eg sem jarl og húsbóndi, þú sem hásætiserfing- inn — við skulum verða vinir, Júlían. Af hverju er þessi einkennilega lykt hérna?” spurði liar.n skjmdilega. R. S. ROBINSON Stofoadt 1883 MöfotHtóll $250,000.00 t* M: Soattla, Wa»h., 8. $. A. EdmootoB, Alta. L* Pas, Haa. Keoora. Iit Kaupir og selur Húðir, Ull og Seneca Rót HRAAR HÚÐIR OG SKINN No. 1 Salta6ar gripahúSir .................24—.3® No. 1 Saltatiar Kip húSir .................28—.32 No. 1. SaltaSar kálfahúSir ................45— 50 No. 1 Beztu Seneca rætur ................... 1.00 ----------- —1 No. 1 Ull ............................40—.45 Sendið beint Hestahúðir, hver .............. $6.00—$.10.00 til Hsezta verð fyrir kindagacrnr. HEAD OFFICE: 157 RUPERT ST., WINNIPEG Einnig 150-152 Pacific Ave. East TIL, ATHCGIINAR 500 menn vantar undir eins til þess aC lœra aB stjórna btfreiBum og gasvélum — Tractors á Hemphills Motorskúianum 1 Winnipeg, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbrtdge, Vancouver, B. C. og Port- land Oregon. Nú. er herskylda 1 Canada og fjttlda margir Canadamenn, sem stJórnuBu bifrelBum og gas-tractors, hafa þegar orBiB aB fara I herþjón- ustu eBa eru þ& & förum. Nú er tlmi ti) þess fyrlr yBur aB lœra góBa iBn og taka etna af þeim stöBum, sem þarf aB fylia og f& 1 iaun frft f 8«—260 um m&nuSinn. — J>aB tekur ekki nema f&einar vtkur fyrlr yBur. aB læra þessar atvinnugreinar og stöBumar biBa yBar, sem vél« fræSingar, bifreiBastjórar, og vélmeistarar & sklpum. N&miB stendur yfir 1 « vikur. Verkfærl fri. Og atvinnuskrlf- stofa vor annast um aB tryggja yBur stöBumar aB enduBu n&ml. Sl&lB ekki & frest heldur byrJiB undlr eins. VerBskr& send ókeypls. KomiB til skólaútibús þess, sem næst yBur er. Hemphilla Motor Schools. 220 Pacific Ave, Winnlpeg. Ctibú 1 Begina, Saskatoon, Edmonton, Lethbrtdge, Calgary, Vancouver, B. C. og Portland Oregon. ** L* 5S* timbur, fjalviður af öllum j ar vorubtrgöir tegundum, geirettur og al$- ! konar aðrír strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. — ...............■— Limitad-----------— ■ —- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG vf/i 'AfA'.vg/Ly*/- ’j*/: .vy/i .y+/ ,v»/ xti; .wa .wi awj .wa1 .vy ^ lv»/. • The Campell Studio Nafnkunnir ljósmyndasmiðir Scott Block, Main Street South Simi M. 1127 gagnvart Iðnaðarhöllinni Stœrsta og elzta ljósmyndastofan í Winnipeg og f- ein af þeim stærstn og bcztu í Canada. | - Areiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð við allra hœfi. Bráðum fer ekran upp í $100.00 þrj&tlu og fimm til fjörutíu mllur austur af Winnipeg og skamt fr&Beausejour, liggur óbygt land, meB síbatnandi járnbrautum, nýjum akvegum og skólum, sem nemur meira en tuttugu og fimm þúsund ekrum, ógp-ýtt slétt og eitt ÞaB bezta, sem til er I RauSar&rdalnum, vel þurkaB I kringum Brokenhead héraBIB og útrúiB fyrir plóg bóndans. Viltu ekki ná I land þarna, &8ur en verBlB margfaldast? Núna má f& þaB meB l&gu verSi, meB ákaflega vægum borgunarskllm&lum. Betra aB hitta oss fljótt, þvl löndin fljúga út. petta er sIBasta afbragfis spildan I fylkinu. LeitiB upplýsinga hj& The Standard Trust Company 346 MAIN STREET WINNIPEG, MAN. c VIÐSKIFTABÆKUR (COUNTEB BOOKS Hérna er tækifœri sem borgar sig að athuga! Samkvæmt verzlunar-löggjöf landsins, þurfa kaupmenn að nota viðskiftabækur, (Counter Books) Vér höfum nú tekið að oss EINKAUMBOÐSSÖLU á VIÐSKIFTABÓKUM fyrir alla Vestur-Canada. Og er þetta einmitt sú tegúndin sem yður vanhagar um. Það er beinn peninga sparnaður fyrir íslenzka Mat- vöru- og Álnavöru-kaupmenn að panta viðskifta- bækur aínar hjá oss. , SITJIÐ VIÐ ÞANN ELDINN, SEM BEZT BRENNUR. SENDIÐ PONTUN YÐAR STRAX! TIL je ColumlJta $reöö LIMITED Cor. Sherbrooke & William, Winnipeé Tals. Garry 416—417 ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA 1 VESTURHEiMl P.O. Box 923, Winnipeg, Manitoba. I stjórnarnefnd féiagsins eru: séra Rögnvaldur Pétursson, forseiti, 650 Maryland str., Winnipeg; Jón J. Bíldfell, vara-forseti, 2106 Portage ave., Wpg.; Sig. Júl. Jóhannesson, skrifari, 957 Ingersoll str„ Wpg.; Asg. I. Blöndahl, vara-skrifari, Wynyard, Sask.; S. I>. B. Stepbanson, fj&rmála-ritari, 729 Sherbrooke str., Wpg.; Stefán Einarsson, vara- fj&rmálaritari, Arborg, Man.; Asm. P. Jóhannsson, gjaldkeri, 796 Victor str., Wpig.; Séra Albert Kristj&nsson, vara-gjaldkeri., Lundar, Man.; og Sigurbjörn Sigurjónsson, skJalavörBur, 724 Beverley str„ Winnipeg. I'astafundi hefir nefndin fjórða föstndag bvers mánaðar. - J

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.