Lögberg


Lögberg - 10.07.1919, Qupperneq 4

Lögberg - 10.07.1919, Qupperneq 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚLÍ 1919 Sögbei's Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Lltanáskrift til blaðsins: THE COLUHBI^ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipsg. M|an. Utanáskrift ritstjórans: E0IT0R 10CBERC, Box 3172 Winnipog, IRan. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um ári8. *3Í Gefið út hvem Fimtudag af The Col- | umbia Press, Ltd.,(Cor. William Ave. & § Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAIiSIMI: GARKY 416 og 417 Gaf hún enn, blessuð. Framh. Eftirfylgjandi tafla sýnir flutningstaxtann á korni frá ýmsum stöðvum úr vesturfylkjun- um, til Port Arthur og Fort William fyrir hvert hundrað pund af hveiti: Frá Nr. 1 Nr. 2 Nr. 3 Nr. 4 Winnipeg............ 14 lí> 12 14 Brandon ............ 10 13 15 17^ Virden ............. 18 15 17 191/, Qu ’Appelle ........ 19 17 19 23 ' Moose .íaw ......... 20 18, 20 24 Swift Current ...... 22 20 22 26 Medicine Hat ....... 24 22 24 28 Calgarv. ........... 25 24 26 30' Skýrsla þessi, sem tekin er úr “Pree Press”, sýnir kostnaðinn við að flytja hundrað pund af hveiti frá bæjum þeim, sem nefndir eru og austur til Port Arthur eða Fort William. Töluliður nr. 1 sýnir hvað það kostaði und- ir hinum svokölluðu Crows Nest samningum frá 1898 og 1899. Ennfremur er tekið fram í þeim samningi að Canada Kvrrahafsbrautarfé- lagið væri skvldugt til að setja niður burðar- gjald á öllum sínum brautum vestan stórvatn- anna, eins og hér segir. A nýjum ávöxtum 33%%, steinolíu 20,% á unnum hampi 10%, á landbúnaðarverkfærum, hvort heldur saman- settum eða f pörtum 10%, á járnteinum, járn- þynnum, nöglum, járnpípum, hestajárnum og þykkum gluggarúðum og öllum tegundum af vír 10%. A Byggingarpappa 10%, öllum teg- undum af málningarefnum 10%. Lifandi fénaði 10%, á verkfærum úr tré og tréílátum öllum 10%, á húsgagnavarningi 10%. Bessi samningur gekk í gildi 1. janúar 1898, en sá partur þessa Crow’s Nest samnings, sem ákvað að félagið skyldi setja niður burðargjald undir korn sem nam 3 centum á hver hundrað pund, gekk í gildi 1. september 1899. Töluliður nr. 2 sýnir burðargjald undir korn frá þessum sömu bæjum, samkvræmt samn- ingi þeim, sem Manitobastjórnin gjörði við Canadian Northern járnbrautarfélagið 1903. Töluliður nr. 3 sýnir burðargjaldið, eins og það var eftir að járnbrautarnefnd ríkisins liækkaði það í marz 1918. Töluliður nr. 4 sýnir hvað það var eftir að stjórnin staðfesti um 10% hækkun á burðar- gjaldi með járnbrautum í Canada í ágúst 1918 sökum stríðsins. Var mönnum þá sagt að þetta væri nauðsynlegt til þess að járnbrautafélögin gætu haldið áfram að starfa og mætt kostnaði við starfræksluna á meðan að stríðið stæði yfir. Og menn hafa borgað þessar álögur þegjandi, hugsað að alt “sem verður að vera, viljugur skal hver bera”. En að stríðinu loknu vonuðust menn eftir réttarbót, ef ekki alt í einu, þá smátt og smátt. En hvað skeðurl Stjórnin, sem var búin að ganga svo langt að fótumtroða samning ríkisins við Canadian Northern fýlagið frá 1903 og 1908, sem gjörður var í sambandi við peningalán, sem stjórnin í Ottawa sem þá vár veitti félaginu, til þess að byggja braut sína til Edmonton og sem tók fram að þingið í Canada skyldi setja hámark á burð- argjald með brautum félagsins og að enginn hefði rétt til þess að breyta því ákvæði nema þingið sjálft. Einnig virti hún að vettugi samning þann, sem Manitobastjórnin gjörði við Canadian Nor- thern járnbrautarfélagið 1902, þrátt fyrir það, þótt fvlkið hefði að fullu uppfylt skylduákvæði þau, sem sá samningur bygðist á, og þrátt fyrir það þótt stjórnin í Ottawa sé ekki né hafi verið málsaðili í þeim samningum, þá samt sópar hún honum í buctu, þrátt fyrir hin sterkustu mót- mæli og hina öflugustu mótspyrnu frá Norris- stjórninni í Manitoba. En einn samninginn gátu þeir ekki ráðið við í fyrra og það var Crow’s Nest samningurinn. Járnbrautarnefnd ríkisins kvað sig að vísu fúsa til þess að kasta þeim samningi Hka, en fann sig ekki hafa vald til þess. Og til þess að bæta úr því, þá hefir stjórnin í Ottawa búið til þessi lög, sem gefa járnbrautarnefndinni vald til þess að setja til síðu alla samninga, sem standa í vegi fvrir því að hægt sé að hækka, lækka eða jafna niður burðargjaldi á járnbrautum ríkisins. Með öðrum orðum, í staðinn fyrir að létta byrðamar, sem ó mönnum hafa legið í þessu sambandi nú undanfarandi, þá tekur stjórnin úr vegi allar liömlur sem fvrir því standa að burð- argjaldið geti orðið hækkað, og afhendir svo járnbrautarnefndinni alt saman og segir: Yðar er valdið, gjörið nú sem yður sýnist. Og áður er nefndin búin að segja hvað henni sýnist. Yar búin að lýsa yfir því, að það væri ekki af vilja- leysi fyrir sér að hún ekki tæki í burtu hlunnindi þau, sem Crow’s Nest samningurinn hefði veitt fólki, heldur blátt áfram af getuleysi. Þannig hefir þá þessi Unionstjórn í Ottawa svo að segja á svipstundu skafið í burtu öll þau hlunnindi, sem íbúar vesturfylkjanna hafa get- að dregið úr greipum járnbrautafélaganna á síðastliðnum 20 árum. Um tapið sem vesturfylkin bíða við þessa ráðstöfun stjórnarinnar og hinar væntanlegu ráðstafanir járnbrautanefndarinnar, sem nú er orðin einvöld í járnbrautamálunum, þótt að hún sé ábyrgðarlaus fyrir almenningi, er ekki með tölum hægt að reikna að svo stöddu. Það verð- ur, eftir því sem nú lítur út óskaplegt. Tap, sögðum vér. Ef til vill væri réttara að kalla þetta toll, sem lagður er á vesturfylk;in og sem ranglátastur er allra tolla. Og veit þo sá sem alt veit, að sumir þeirra eiga ekki mik- inn rétt á sér. En þessi síðasti og versti tollur, sem lagð- nr hefir verið á vesturfylkin, hann bítur höfuð- ið af skömminni. Skýrslur járnbrautafélaganna sýna að járnbrautakerfi þeirra í vesturfylkjun- um borga ekki einasta starfsræksluna vel, með þeim vöruflutningstaxta sem í gildi var fyrir •tríðið, heldur sýna þær stórgróða. Því þá þessi ólög? Því þó þenna skatt? Sökum þess að jármbrautir þessara félaga liggja í gegnuin lítt bygð og hrjóstrug héruð í austurfylkjunum. A löngum svæðum á þeim stöðvum er lítið um flutninga að ræða, og því tap í sambandi við starfsræksluna. Og til þess að jafna upp þær misfellur, gengur svo mikið at hagnaði þeim, sem félögin hafa á starfsrækslu sinni í vesturfylkjuniím að hagnaður þeirra á heildinni verður ekki viðunanlegur, og í sumum tilfellum minni en ekki neitt—tap. En til þess að bæta þetta upp — til þess að borga fyrir starfsrækslu og gróða járnbrautarfélaganna í vesturfylkjunum og svo til þess að borga fyrir þá parta af járnbrautarkerfi landsins, hvar helzt sem þeir eru, sem eru handbendi og aldrei borga sig, er þessi skattur lagður. En járnbrautafélögin hafa sagt við stjórn- ina: Við þurfum þessa með. Og stjórnin, sem kvað vera góð í sér, ekki síst við járnbrautafé- Icg, sagði: Já. Og þingmennirnir, hátollamenn- irnir og látollamennirnir — þingmennirnir frá Austur Canada og Þingmennirnir frá Vestur Canada sögðu: Amen. Og svo var það búið. Að vísu hefir Hon. Thos. H. .Tohnson dóms- málaróðherra í Manitoba mótmælt harðlega enn á ný fyrir hönd Manitobafylkis þessum aðferð- um, en hætt er við að þau mótmæli falli ekki í frjóan jarðveg þar austur í Ottawa. Þeir litu yfir alt sem gert hafði verið og sjá það var harla gott. Nefnd sú, sem hefir verið að athuga dýr- tíðaróstandið í Canada hefir nú lagt skýrslu sína fram í Ottawa þinginu, og er það mikið mál, sem búast var við, því verksvið hennar var víðóttumikið og verkefnið þýðingarmikið og stórt. Eftir þessu nefndaráliti hafa menn beðið með óþreyju, bæði vegna þess að dýrtíðin krepp- ír nú að mörgum manninum og menn héldu að einhver vegur kynni að finnast til þess að létta þanit þunga, sem menn alment stynja undir í þeim efnum. Og svo lék mönnum forvitni á að sjá hvaða stefnu að nefnd þessi og svo stjórn landsins mundi taka, eftir upplýsingar þær, sem fram komu opimberlega við yfirheyrsluna f sam- bandi við gróða sumra auðfélaganna á síðustu tímum. Og svo kemur nefndarálitið og sópar í burtu vonum manna um verðlækkun á lífsnauð- synjum, en heldur líknarfullri verndarhendi yf- ir gróðafélögunum. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að eftir niðurfærslu verðs á nauðsynjavöru manna sé ekki að vænta, nema því aðeins að framleiðslan sé aukin og framleiíSslukostnaðurinn sé færður niður. Hún segist ekki vilja bera á móti því, að í einstökum tilfellum sé ágóðinn of mikill og bendir á að stjórnin ætti að taka þau tilfelli til yfirvegunar. En í langflestum tilfellum segir nefndin að hagur framleiðendanna sé sann- gjarn, svo sem eins og mylnueigendanna og slátrunar og niðursuðufélaganna. Að vísu kannast nefndin við að félög þessi hafi grætt fé, cn hún segir að það sé ekki af því að hagnaður þeirra hafi verið of mikill, heldur af því að um- setningin hafi verið svo mikil og vinnutæki og \ innufyrirkomulag þessara félaga hafi verið svo fullkomið. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að hið háa hveitiverð sem átt hefir sér stað að undan- förnu, eigi mestan þátt í hinu háa verði á lífs- nauðsynjum manna. Segir hún að framleiðslu- kostnaður við nauta, svína og fjárrækt og mjólk- urbús afurðir hafi hækkað um frá 100—115%. Við slíkt segir nefndin að ekki sé þægilegt að ráða. Hún segir að vísu mætti lækka ofur- lítið verð á þessum vörutegundum, með því að setja á þær fastákveðið verð eða þá að banna út- flutning á þeim. En frá þeim hugsunum báðum hverfur nefndin sökum þess að það fyrirkomu- leg óhjákvæmilega dragi úr framleiðslu þeirra vörutegunda, og mundi því verða til þess að spilla, en ekki til þess að bæta ástandið. Að síðustu bendir nefndin á að dálítið mætti laga með samvinnu og samtökum. Með því að fólk sameini sig um innkaup á lífsnauðsynjuro sínum og eins þegar er að ræða um sölu á af- urðum þess. Sem er það sama og segja að fólk ætti að opna augun fyrir því, hversu mikinn þátt að milliliðirnir eiga í því, að hækka verð á lífsnauðsynjum manna. Sitt úr h\erri áttinni. Á öllum sviðum bókmenta og lista, hefir Svíþjóð alið hvern iaanninn öðrum ágætari. Alheimsfrægð fyrir stórvirki í bókmentum hafa unnið meðal annara ágætra höfunda, skáldin August Strindberg, Gustav Fröding og Selma Lagerlöf. öll eru skáld þessi Islendingum að nokkru kunn, og þótt íslenzkað hafi því miður iátt verið af ritum þeirra Strindbergs og Frödings, þá hafa að sjálfsögðu allmargir Is- lendingar þeirra, er að heiman komu fullorðnir, lesið höfunda þessa ýmist á frummálinu, eða þá í dðnskum þýðingum. En hin yngri kynslóð vor, sem borin er og barnfædd í Vesturheimi, hefir væntanlega kynst ritverkum snillinga þessara á hinni ensku tungu. Aftur á móti hafa íslenzkaðar verið margar allra beztu bækurnar eftir Selmu Lagerlöf, svo sem ‘‘.T.erúsalem”, íslenzkuð af Björgu Þ. Blöndal í Kaupmannahöfn, ‘‘Föðurást”, ís- lenzkuð af Dr. Birni heitnum Bjarnasyni frá Viðfirði, ‘‘Herragarðssaga”, íslenzkuð af Guð- mundi Kamban, ‘‘Mýrakotstelpan”, í íslenzkri meistaraþýðingu eftir Björn Jónsson ráðherra, síðasta ritverkið er hann vann. Auðvelt að spara ÞaS er ósköp auðvelt a® venja sig á a6 spara rrieíS því aS leggja til síöu vissa upphætS á Banka reglulega. 1 spari- sjóösdeild vorri er borgaS 3% rentur, sem er bætt vit5 höfuðstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK Xotre lJaine lirancb—W. H. HAMILTON, Manuger. Selklrk Branch—F. J. MANNING. M»n»x«r, iiiimiimin li'IIHIIIIBRUI BIBIIII—IHl i!iiifli!imniHniwimmiMimar ■ The Royal Bank of Canada ” _ HöfuBstölI löggiltur »25.000,000 HöfuCstóll grelddur S14.000.00C Varasjööur. .J15.500.000 Total Assets over. . J427.000,000 Forseti.........................Slr HEUBERT S. HOLT | | Vura-forsetl - - - - E. L. PEASE || jj ASal-ráðsmaður - - O. E NEIIjL Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byTjum relknlnga vlB elnstakltng* ■ S «Ba félög og sanngjarnlr akilm&.lar volttlr. Avisanlr seldar tll hv»8» || ■ staBar sem er á. ÍBlandl. Sérstakur gaumur gefinn sparirlóBslnnlögum, g — >em byrja má meB 1 dollar. Rentur lagfar vlB S hverlum « mAnuBum. g WINNIPEG (West End) BRANCHES ■ ■ Cor. William & Sherlirook T. E. Thorstelnson, Manager g |j Cor. Sargent & Beverley F. Thortlarson. Manager Cor. Portage & Slierbrook R. L. Paterson, Manager *MimWHIfllllMIIIIMIIWIIIMIilMIIWIIIWIlWIIIWIIIWIII»IIIIHy imilWlffl—llliW^ Selma Lagerlöf er tvímælalaust beztur rit- höfundur núlifandi á Norðurlöndum, annar en Knut Hamsun, hinn norski. íslenzkir bóka og þjóðernisvinir vestan hafs ættu að kaupa og lesa bækur hennar. Það andar mamiúð og rétt- lætistilfinningu út frá hverri línu, auk þesg sem formfegurðm á tæpast sinn líka. — Þá hafa Svíar eigi síður átt ágæta menn á sviði hljómlistarinnar, og munu margir þeirra tslendingum vel kunnir. Og líkleg- ast hefir þjóðflokkur vor sungið fleira af Iögum eftir sænska sönglagahöfunda, en samskonar höfunda nokkurrar annarar þjóð- ar. Lög þeirra Otto Linblad’s og Adolfs bróður hans hafa sungin verið upp í efstu afdöl- um Islands og í bjálkakofum frumbyggjanna íslenzku, á canadisku sléttunum miklu. Af sænskum sönglagahöfundum mun þó einna mest hafa kveðið að Steinhammer, enda er hann tal- inn að vera einn af veigaraestu söngfræðingum Norðurálfunnar, síðan Grieg leið. — T málaralistinni hefir Svíþjóð einnig eign- ast allmarga menn, sem fram úr hafa skarað, og grunar mig að þjóðarbrot vort hér viti á þeim lítil deili. Einn slíkra manna er nú fyrir skömmu í val hniginn og hét sá Carl Larsson, ef til vill einna frumlegastur allra sænskra listamanna á síðustu tímum. Carl Larson var fæddur í Stokkhólmi, þann 28. dag maímánaðar árið 1853, og var af fátæku foreldri kominn. Þrettán ára tók hann að nema Ijósmyndagerð og vann við þann starfa í nokkur ár. En þegar hann var orðinn nítján ára, réðst hann í þjónustu félags eins, er hafði með hönd- um útgáfu ýmsra skoptímarita með mvndum, dró hann flestar myndirnar og vöktu þær all- mikla athygli. En jafnframt því vann hann af kappi að hinum hœrri tegundum listarinnar og hiaut fáum árum síðar konungleg verðlaun fyrir málverk sögulegs efnis. A árunum 1876—78, stundaði Larsson listanám í Parísarborg og hvarf þaðan heim til ættjarðar sinnar sem sjálfstæður, fullfleygur Iistamaður. Málaði hann þá feiknin öll af vatnslitamvndum, sem þóttu hvorttveggja í senn, hæði frumlegar og fagurdregnar. — Tweimur árum seinna fór hann enn til Frakk- lands, ásamt konu sinni, sænskri, sem einnig var nafnkunnur málari, og hlaut í það sinn þrenn verðlaun á listasýningunni í Parísarborg. Þegar Larsson kom heim til Svíþjóðar úr för þeirri, var honum veitt forstöðumanns- embættið við listaskólann í Gautaborg, og gegndi hann því all-lengi. Ein langfegursta og frægasta vatnslita- myndin, sem eftir hann liggur, táknar f jöl- skyldu sjálfs hans og Dalecarlian heimilið. — Það sem einkennir bezt öll málverk Larsson, er hið dásamlega Ijtasamræmi, skýrleikinn í drátt- um og línum, og sannsögugildið, sem birtist svo greinilega í beildarsvip myndanna yfirleitt. Náttúran sjálf var fegursta fyrirmyndin sem hann þekti, enda vildi hann enga aðra fyr- irmynd viðurkenna. Hvort náttúran birtist honum hrjúf og hrjóstrug, eða í skrúðgrænum skógkyrtli skifti engu máli, hún var allstaðar og ávalt fögur, eina uppsprettan sem altaf gat svalað leitandans sál. Þess vegna var í hans augum það llstaverkið fegurst og fullkomnast, seni glegst bar móðurmerki náttúrunnar sjálfrar. 1 ávarpi til hinnar sænsku þjóðar farast Larsson þannig orð, og má af þeim marka lífs- skoðun hans á listinni: “Þú sænska kynslóð, bjargaðu sjálfri þér áður en það er of seint! Vertu á ný þrungin af sannleika; vertu heldur stirðleg og óframfærin, en smámunalega sund- urgerðarsöm; sveipaðu þig í hreinfeldum og ullarflókum; styrktu og stæltu líkama þinn, láttu hann vera hverjum húsgögnum betri og sjálfum sér nógan. Vertu ekki feimin við sterk- ustu litina—málaðu með þeim alt, sem þig lang- ar til. Mótsetningarnar eru stundum lífsnauð- syn, og þótt þú kunnir að mála með skarpari litum en þeim, sem einkenna furuskóginn og fannbunguna í nágrenninu, þá sakar það ekki minstu vitund, málverk þitt getur haft eins iriik- ið sannleiksgildi fyrir því. — Ilinum megin fiallsins birtast í einu og öllu sömu litirnir, er þú valdir þér. Láttu hönd þína höggva, móta og mála hugsanir þær allar, er þú telur verðar langlífis. — Láttu kalda formfestuna, hvorki hefta hug þinn né hönd. Þá verðurðu hamingjusöm í meðvitundinni um það, að vera altaf þú sjálf. Og réttur þinn til forystu verður viðurkendur um margar ókomnar aldir.” E. P. J. Siáurjón Paulsson pað var komið fram á vor og veturinn í óða önn að skila af sér blómunum, sem honum hafði ver- ið trúað fyrir. Sum komu græn undan klakanum, en önnur visin og bleik. — í tölu hinna síðarnefndu var ís- lenzkur hermaður kornungur, augasteinn foreldra sinna. Hans hafði verið von heim með vorinu, en um það leyti, sem hópar hinna drengjanna voru daglega að búast til heimferðar, stefndi sveinn þessi í aðra átt. — För hans var heitið tafarlaust inn á landi* h e 1 g a, þangað sem allir eitt sinn hverfa, en engir aftur koma. — Dauðinn gerir eigi ávalt boð á undan sér og svo fór einnig að þessu sinni — Islenzki her- maðurinn hafði sloppið heill á húfi gegn um eldraunir ófrið- arins, vopnahlé var komið á fyr- ir löngu og frið- urinn svo að segja u n d i r- skrifaður. Foreldrin höfðu beðið óþreyjufull þess dýrðlega dags, er drengurinn þeirra kæmi heim; hann hafði skrifað þeim hvert bréfið á fætur öðru og skýrt þeim frá að innan skamms mundi hann fá fararleyfi. En svo,— þegar hann ritar móður sinni síðasta bréfið, er hann orðinn veikur, óg liggur á sjúkrahúsi á Englandi.— Næsta fregnin, sem foreldrun- um berst af einkasyninum, kem- ur frá hermálastjórninni cana- disku, þar sem þeim er tilkynt að hann sé látinn. — Sveinn þessi var Sigurjón Paul- son, sonur Mr. og Mrs. Sigfúsar Paulsonar, að 488 Toronto St., Winnipeg. Sigurjón heitinn var fæddur í Winnipeg þann 18. maí 1891, og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Var hann þeirra einkayndi, enda sérlega vel gefinn og hvers manns hugljúfi. Snemma var hann hnegður til bókar og lagði út á mentabrautina með hugann full- an af framtíðarvonum. Hann rækti námið af hinni mestu alúð og naut mikils yndis við lesturinn. Að loknu algengu undirbúningsnámi tók hann að leggja stund á lögvísi árið 1913, hjá lögmannafélaginu Finkelstein, Levinson & Cameron .hér í borg- inni. — pann 22. febrúar 1916 innritað- ist Sigurjón í 197. herdeildina og lagði af stað með henni til Eng- lands 18. janúar 1917, dvaldi hann tvo mánuði á Englandi, áður en lagt var af stað til vígstöðvanna. í skotgröfunum var hann svo jafnan síðan, þar til vopnahlé komst á, en til Englands kom hann ekki aftur fyr en 25. dag febrúarmánaðar 1919. pann 27. apríl s. 1. veiktist Sig- urjón skyndi- lega og var fluttur á sjúkra hús. Skrifaði hann m ó ð u r sinniþaðan ástúðlegt bréf, k v a ð s t hafa fulla von um að verða albata hið bráðasta og geta h a 1 d i ð heim á lelð- — Heimfararinn- ar þurfti hann eigi lengi að bíða, þótt hún yrði að vísu með öðrum atburðum en flestir höfðu búist við.-----pann 24. maí var hann liðið lík, fjarri fósturlandi sínu, foreldrum og vinum. — Með Sigurjóni er í val fall- inn góður drengur. Foreldrum sínum auðsýndi hann ástúð og umhyggju í öllum gþein- um. Hann var viðkvæmur í lund, prúður í framkomu og einlægur við alt og alla. — Aldrei hafði hann Island augum litið, en þó var honum það svo kært, að hann mintist þess ávalt með djúpri lotningu. Hann las ógrynni af íslenzkum bókum og skrifaði íslenzku svo rétt og skipu- lega, að með afbrigðum var. Sigurjóns sakna margir, en sár- astur verður söknuðurinn þó vit- anlega foreldrunum, þau hafa mest mist. Yfir heímili þeirra grúfir hrímköld harmskýjablika. En sorgina mýkir þó meðvitund- in um það, að sonurinn framliðni, helgaði hinni góðu baráttu krafta sína alla—hugsaði, starfaði og dó, sem góður drengur. E. P. J. Sendinefnd póstþjón- anna. Nefnd sú, sem nýlega fór aust- ur til Ottawa í sambandi við þátt- töku póstþjóna í Winnipeg, Cal- gary og Saskatoon í verkfallinu nýafstaðna er nýkomin aftur til bæjarins og varð henni ekkert ágengt. Vér áttum tal við for- mann þessarar nefndar Mr. Christie Siverz, forseta hinna sameinuðu póstþjónafélaga í Vestur Canada. Og gaf hann oss leyfi til þess að birta eftirfarandi tréf, sem skýra málið vel. Fyrra bréfið er frá sendinefndinni til þingmanna í Ottawa þinginu, og er .nákvæmlega það sama að inni- haldi og það, sem nefndin fór munnlega fram á, eða Mr. Siverz fyrir hönd nefndarinnar við stjórnina. Ottawa, 28. júní 1919. Til háttvirtra þingm. í Ottawa! Um sex hundrað póstþjónar, sem eru í þjónustu ríkisstjórnar- innar hafa tapað atvinnu sinni fyrir þátttöku í verkföllum, sem nýlega voru gjörð í Winnipeg, Calgary og Saskatoon. Nefnd manna er komin hingað til borgarinnar til þess að reyna að fá tilslökun hjá stjórninni á stefnu þeirri, sem hún hefir tekið í sambandi við verkföllin. Og leyfir nefndin sér því að benda á eftirfylgjandi kringumstæður sem áttu sinn þátt í því að þjónar stjórnarinnar tóku þátt i þessu verkfalli. 1. Félag það, sem póstþjónarn- ir tilheyra, bæði menn og konur, er viðurkent af stjórninni og það er tekið fram í grundvallarlögum félags þeirra, að verkfall megi gjöra undir svipuðum kringum- stæðum og nú áttí sér stað. Og hefir stjórnin aldrei haft á móti því ákvæði í lögum þeirra. Nú eru félagsmenn og félags- konur þær, sem hér er um að ræða búin til þess að fella ákvæðið samúðarverkföll burt úr lögum sínum. 2. ókyrð sú, sem á sér stað ekki einasta í Vestur Canada, heldur og í heimi öllum, hefir að sjálfsögðu haft áhrif á þessa póstþjóna eins og á mannfélags- heildina, sem aftur hefir leitt til

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.