Lögberg - 10.07.1919, Page 6

Lögberg - 10.07.1919, Page 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚLÍ 1919 Mána Tárin. Eftir Laurence Altna Tadema. I. Einu sinni var góðhjartaður fjárhirðir, esm bjó með konu sinni í litlu húsi á ha?ð nokkurri. Hann kendi aldrei leiðinda, en kona hans hafði engan sér til skemtsnar, því langt var til næsta bæjar og hjónin áttu engin börn. Um sauðburð- inn vildi það oft til að vesalings kind dó frá lambi sínu, þá tók hjarðmaðurinn móðurlausu lömbin og færði konu sinoi til umönnunar, Kvöld eitt í inarzmánuði, rétt þegar húsfreyja var að setja upp kvöldmatinn, leit hún vonaraugum í kringum sig og tautaði fyrir munni sér: “Bara að hér væri drengur og stúlka í horninu á eldbúsinu mínu, þá skvldi eg vera ánægð.” — Tæplega hafði hún slept orðinu þegar barið var gríðarlega að dvrum: “Opnaðu kona—opnaðu!” var kallað. Það var húsbómlinn, sem sagðist koma með tvö lömb handa henni að hjúkra. Hún lyfti hurðarlokunni og kaldur stormurinn strokaði fram hjá hjarð- manninum og inn í húsið. En húsbóndi brosti, eins og hann vissi ekkert um kuldann, nema hvað hann þrýsti treyjunni, sem lömbin voru vafin í ennþá þéttara að brjóstinu . “Réttu mér þau”, sagði 'húsfreyja og bar þau að hlóðunum og byrj- aði að taka utan af þeim. En í bögglinum voru tvö falleg börn, sem teygðu köldu fingurna í átt- ina til eldsins. Konan varð orðlaus af fögnuði. Hjarðmaðurinn hafði fundið þau sofandi í mosa- laut á milli tveggja trjáa. Þau höfðu ljósa,.hring- aða lokka og voru í grænum fötum. Konan strauk a þeim kollana og kysti 'þau. Síðan gaf hún þeim brmið og mjólk að kveldverði, og bjó um þau í gömlu eikarkistunni í mjúkum rúmfötum, settist svo hjá þeim og horfði á þau sofna með bros á vörum. Um all-langan tíma óttuðust hjónin að einhver kæmi og gerði kröfur til barnanna, en engirm kom, og um næsta sauðburðartíma höfðu þau næstum því gleymt því að börnin væru fósturbörn. Börnin skildu aldrei. Drengurinn hét Bud en stúlkan Sis. Hjarðmaðurinn og kona hans unnu þeim af alhug og þau hugsuðu að börnin væru ánægð. Einn da^ sagði Bud við systur sína : “Eg er viss um að það eru stór|Og mikil konungsríki fyrir handan engjarnar hérna.” “Nei Bud, það eru skógar hinum megin við engjarnar,” svaraði syst- ir hans. “Okkur líður ósköp illa,” sagði Bud. “Kettirnir geta farið hvert sem þeir vilja, en við megum áldrei fara úr augsýn frá kofanum þeim arna. Samt veit eg að það er fleira til í heimin- um en fjárhirðar, fé og grænar grundir.” Um kvöldið þegar hjarðmaðurinn og kona hans voru sofnuð, læddist Bud úr rúmi sínu. Hann hjálpaði svstur siuni upp úr eikarkistunni, svo settust þau á náttklæðunum hjá hlóðunum og horfðu á deyjandi glóðina, sem kastaði rauðum glampa á herbergið. Kisa steinsvaf rétt hjá hlýrri öskunni, augun voru þétt lokuð og lappirn- ar snoturlega lagðar innundir hana. “Ef eg bara væri köttur”, hvíslaði Bud, “þá veit eg hvað eg skyldi gera!” Rétt í þessu datt í sundur spíta í eldinum og ofurlítill logi skauzt upp úr sárinu. Eldtungan teygði sig upp og í henni kom fram mannsmynd. “Gott kvöld, börnin góð,” sagði logabúi. “Hvar er litli drengurinn sem vill verða köttur?” “Eg er hann,” sagði Bud glaðlega. “ó, mig langar svo til að verða að ketti!” “Þá verð eg að fá að verða að ketti líka, því við erum systkini”, sagði Sis. Andinn sté út úr eldinum og dró á eftir sér langa festi af bláum, gegnsæum perlum. “Einu sinni á þúsund árum,” sagði hann, “grætur mán- inn yfir heiminum. Eg safna saman tárunum. Eitt þeirra, kastað á eld eða vatn, getur breytt þér í annarlega mynd, ef þú þvlur þþssar setn- ingar: “Mánatár, mánatár, mændu enn í þúsund ár. Vatnið drekkir, glóðin gýs. Gaf mér það sem hjartað kýs. . Mánatár, mánatár, mændu enn í þúsund ár.” Sis teygði sig eftir, perlunum og börnin höfðu varla þakkað andanum gjöfina þegar hann var stiginn í eldinn og horfinn þeim. “Eg ætla að láta þig vera með perlurnar, Sis”, sagði Bud. “Drengir bera aldrei slíka muni.” En fyrst tók hann eina perluna og hélt í hönd litiu systur sinnar á meðan hann þuldi hið ofangreinda stef. Svo kastaði hanú bláu perlunni í logandi eldinn. “Að hugsa sér, nú verðum við kettir”, sagði strákur og tókst á loft af gleði yfir tilvonandi breytingu. Tár tunglsins brast og snarkaði í eldinum og börnin fundu sig minka við hvern neista sem gaus út. “Ó, Bud, líttu bara á hendurnar á þér, þær eru að verða svartar og loðnar!” sagði Sis. “En Sis, ef þú sæir í þér augun, þau eru að verða kringlótt og græn!” “ Það eru komnar á þig burstir, eins og reglulegan kött, Bud.” “Hringaðu stýrið til hinnar hliðar, Sis.” 4 Hjarðmannskonunni mundi ekki hafa getist að sjóninni við hlóðirnar. 1 stað tveggja fallegra barna stóðu þar tveir ókunnir kettir og möluðu. Bud teygði sig letilega: “Eg er soltinn, Sis”, sagði hann. Svo stökk hann í vetfangi inn í búr og upp á hyllu og lapti mjólk, sem hann fann þar. “E'kki þetta—ekki, Bud”, máelti Sis ámátlega. “Þetta á að nota með morgunmatnum.” En Bud kærði sig kollóttan um allan mat nema sinn og fylti sig vel, áður en hann stökk ofan af hyllunni. Svo þvoði hann sér í framan og sleikti út urn, alt á katta vísu, áður en þau lögðu af stað út, Þau fundu gamla rottuholu og smeygðu sér út um hana. Það var tunglsljós og stjörnnrnar blikuðu. Frost var og þurt um. Börnin í kattalíki tóku sprett, niður engjarnar. Þau stungu sér kollhnýs- ur, eltu stýrið hvort á öðru og léku sér alveg eins og tveir ketlingar. ‘ ‘ En hvað eg er glaður að vera köttur. Eg skal alt af vera köttur,” sagði Bud. Svo hljóp hann inn í skóginn með stýrið beint upp í loftið og systir hans elti. Frosin blöðin heyrð- ust greinilega bresta í sundur undir mjúkum katt- arlöppunum. ----/ » “A enginn heima í skóginum?” spurði Sis. Eg hugsaði að náttgalinn væri hér þó.” “Ertu virkilega hrædd ?” spurði Bud. “Auðvitað er eg ekkert hrædd—í myrkri. En á virkilega enginn heima í skóginum!” Þau þögnuðu bæði og störðu af öllum mætti inn í skóginn. Fótatak—sem eg lifi—öðru vísi en þeirra! Litlu kettirnir fóru að *skjálfa. Á meðal frostskjálfandi blaðanna var stór skepna að skríða í áttina til þeirra. Augun litu út eins og tvö ljósker samhliða, þar sem birt- an varð að djúpum, grænum hræðilegum glampa, þess nær sem dýrið kom. Það var gríðarstór gul- grár úlfur. — Gúlp—Gúlp. Kettir orguðu há- stöfum, um leið og þeir forðuðu sér frá skoltinum með sultarhljóðinu. En svo nærri var höggvið að "Bud misti ofurlítið af skottinu. Börnin vðru svb hrædd að þau þorðu ekki að tala, lengi vel, og miklu síður að hreyfa sig. — Loksins réðist þó Sis í að rjúfa þögnina: “Hvar ertu, Bud?” mjálmaði hún.N “Hvar ertu, Sis?” svaraði Bud. — “Eigum við ekki að fara heim?” spurði Sis. “Ó, mér er svo sem sama,” svaraði Bud. Svo sneyptust þau heim. Sis hafði perlu- festina um hálsinn. Svo tóku þau eina perluna, létu hana ofan í brunninn og þuldu: “Mánatár, mánatár, nlendu enn í þúsund ár. Vatnið drekkir, glóðin gýs. Gef mér það sem hjartað kýs. Mánatár, mánatár, mændu enn í þúsund ár.” é Á meðan Bud Jas þuluna fundu þau loðnu kápuna falla af sér og líkamann stækka. “Flýtum okkur nú, Bud, því við verðum of stór til að komast í gegnum holuna á urðinni.” En þau voru þá þeg- ar of stór, og urðu að hýma skjálfandi það sem eftir lifði nætur úti í frostinu. Þegar hjarðmaðurinn fann þau þarna næsta morgun, sótti hann birkiviðartág og ætlaði að hýða þau fyrir að reyna að strjúka, því hann hugsaði að þau hefðu verið að reyna til þess. En kona hans bað hami að gjöra ekki slíkt, því þau ættu ekki börnin. Þeim hefðu verið lánuð þau fyrir tíma. “Og hvernig vitum við hverjar kröfur þeirra virkilega eru. Máske við höfum ekki elsk- að þau nógu vel.” Svo fyrirgaf hún þeim sorg- ina, sem þau höfðu bakað henni, hlýjaði þeim og gaf þeim að borða og bjó um þau í rúminu þeirra. En áður en Bud sofnaði bætti hún skringilega rifu, sem komið hafði á náttkjólinn hans að aftan, rétt neðan við mitfið. Framh. Drengurinn sem ekki lét ginnast. t fyrri daga var það títt að konungar og lá- varðar ættu stórar veiðilendur, oftast skógi vaxn- ar, þar sem dýr og fuglar voru óáreitt, nema þeg- ar eigandinn fór sjálfur á dýraveiðar. Þeir veiðitímar voru hinir skemtilegustu, því það var ekki að eins eigandinn einn sem á veiðar fór, heldur bauð hann vanalega til sín kunningjum sínum og vinum, bæði konum og körlum. Beztu hestarnir voru teknir og fallegustu reiðverin lögð á þá. Mennirnir voru í skrautlegum veiðimanna búningi og þegar hópurinn var tilbúinn og kominn á hestbak, þá var þeyttur lúður. Öllum veiðihund- unum var slept lausum og veiðifólkshópurinn hleypti úr hlaði á harða stökki. Það var einu sinni á Englandi að einn slíkur veiðimannahópur var á ferðinni og fór geyst yfir. Þeir fóru yfir engi og akra, því þegar verið var að elta dýrin var ák&finn svo mikill að menn gáðu ekki að því að sneiða fram hjá engi og ökrum. Það var því einn dag á Englandi, eins og áður er sagt, að bóndi einn stóð úti fyrir húsdyrum sín- um og sá hóp veiðimanna koma og stefna á akur- blett, sem húsbóndi átti. Akurinn var girtur og því óhægt fyrir veiðimennina að komast yfir girð- inguna, en á girðingunni var hlið og hafði gleymst að láta það aftur. Var auðséð að veiðimennirnir höfðu komið auga á hliðið og stefndu þangað. Drengur einn stálpaður var að vinna að plægingum þar ekki langt frá, svo bóndi kallaði til hans og bað hann að láta aftur hliðið, áður en veiðimannahópurinn næði að komast inn um það, ,því þeir mundu þá eyðileggja akurinn. Drengurinn brá við og hljóp'af stað og hafði aðeins tíma til þess að loka hliðinu þegar veiði- mennirnir komu að því. MOpnaðu hliðið undir eins, drengur minn, svo við getum komist í gegn,” madti einn veiðimann- anna. “Það gjöri eg ekki,” mælti drengurinn. “Húsbóndi minn skipaði mér að sjá um að enginn færi yfir akurinn og eg get hvorki opnað hliðið sjálfur né heldur leyft neinum vðar að gjöra það.” Þegar hér var komið sögunni, hafði allur veiðimannahópurinn komið að hliðinu og var mjög sár við drenginn fyrir það að tefja ferðir þeirra. Sumir í hópnum bóðu hann með góðu að opna hliðið, en aðrir hótuðu að berja hann með svipum sínum ef hann ekki gjörði það. En drengurinn þverneitaði og sagðist hafa skipun frá húsbónda sínum um að varna fólkinu að ríða í gegnum ak- urinn og henfti sagðist hann hlýða skilyrðislaust. Einn veiðimannanna dró pund sterling upp úr vasa sínum og sagðist skyldi gefa honum pen- inginn ef hann vildi opna hliðið. Rétt í svip virtust renna tvær grímiur á drenginn—aldrei á æfi sinni hafði hann átt svo mikla peninga í einu. En hann áttaði sig brátt og neitaði boðinu. Þá reið fram maður úr hópi veiðimannanna, sem áður hafði ekki tekið neinn þátt í þessum samræðum. Maður þessi var mikilúðlegur, en þó stiltur og bauð af sér góðan þokka. Hann tók til máls og sagði: “Drengur minn, þú þekkir mig víst ekki. Eg er greifinn af Wellington og eg er ekki vanur því að boðum mínum sé ekki hlýtt. Eg skipa þér að opna hliðið, svo að eg og þessir vinir mínir getum haldið áfram.” Drengurinn leit stórum augum á herforingj- ann nafnfræga. Hann hafði heyrt margar sögur um hann og sigra hans í orustum og þótti heldur en ekki heiður í því að fá að tala við slíkan mann. Hann tók ofan höfuðfatið, hneigði sig djúpt og mælti: “Eg er viss um að greifinn frá Wellingtón mundi ekki vilja koma mér til þess að óhlýðnast skipunum yfirboðara minna. Og hurðina get eg ekki opnað og engum hleypt í gegnum hliðið nema með leyfi húsbónda míns.” Greifanum þótti vænt urn svar drengsins, tók ofan hattinn og mælti: “Eg virði drengi, sem hvorki er hægt að kaupa til óhlýðni, né hræða til þess að breyta út af boðum yfirmanha sinna. Með her, sem í væru slíkir menn, gæti eg yfirunnið heiminn.” ý Veiðimennirnir reyndu ekki frekar til þess að fá drenginn til þess að opna hliðið, heldur sneru hestum sínum í aðra átt og héldu í burtu. En drengurinn hljóp í áttina til húsúbónda síns og hrópaði eins nátt og liann gat: “Húrra fyrir greifanum af Wellington.” Bóndinn, sem hafði horft á viðureign drengs- ins og.veiðimannanna,' varð hálfsmeykur þegar hann víssi hvaða maður það var, sem hann hafði bannað yfirreið yfir akur sinn. En hann fann til þess að hann hafði í þjónustu sinni dreng, sem hann gat treyst. óskemtileg hvítasunnunótt. Það var aðfangadagskveld eitt fyrir hvíta- sunnu, að prestur nokkur kom út úr kirkju sinni með 10 börnum, sem hann hafði verið að búa und- ir fermingu daginn eftir, og gekk með þeim inn f bæ. Hann býður þeim góðar nætur í bæjardyrun- um, og segir: “Farið nú að hátta, börn mín góð! En biðjið Guð að koma til yðar, og gefa yður náð til að hugfesta það, isem eg hefi talað fyrir yður”. fííðan gekk prestur til stofu, en börnin fóru að hátta. Það var þegar komið langt af sólarlagi, og allir voru komnir í svefn á prestssetrinu, nema gamall maður einn. Hann stóð aðfangadagskveld þetta úti í bæjardyrum, og horfði döprum augum ýmist upp í himininn, sem var hreinn og heiðskír, og ýmist niður á jörðina, sem var íklædd indælum búningi vorsins; hann var aleinn á ferli á bænum, hugsjúkur og angurvær, og gat ekki sofið. Mað- urinn var mjög hrumur, og þegar kominn að fót- um fram. Hafði hann ekki yfir annað að líta yfir æfi sína, en synd og sjúkleika; því að nú stóð hann uppi með tærðum líkama og tómlátri sál, særðu hjarta og svívirtri elli. Hin fögru æskuár hans stóðu honum fyrir hugskotssjónum, eins og aftur- göngur, og vöktu honum minni um hinn blíða dag, þá er faðir hans leiddi hann í fyrsta sinni út að gatnamótum lífsins, þar sem sæluvegur dygðar- innar tekuf við til hægri handar, og liggur inn í land friðarins, sem fult er af aldinum og englum; og þar sem ófærur lastanna taka við til vinstri handar, og liggja inn í dimman helli, sem fullur er af drjúpandi eitri og ófrýnilegu illyrmi. Þar sem hann stóð þarna, þá var eins og illyrmið biti hann í brjóstið, og eiturdroparnir límdust utan um tungu hans, svo hann vissi gjörla livar hann var að kominn. Maðurinn gleymdi þá sjálfum sér, og hrópaði með sárri hjartans angist: “Æ, faðir minn, leiddu mig aftur fram að gatnamótunum, svo að eg geti aftur valið um að nýju, og valið betur!” En íbœði var faðir hans og æska fyrir löngu undir lok liðin. Hann sá eldingu bregða fyrir úti í kirkjugarðinum, og hverfa milli leið- anna. Þá sagði hann: “Þetta eru æfidagar mínir, sem eg hefi alla lifað í fásinnu!” Hann sá eins og stjörnuhrap í lofti, liversu stjarnan blikaði í því hún hrapaði, og leið í hvarf. “Þarna sé eg sjálfan mig!” sagði hann þá með særðu hjarta; og illyrmið beit hann því fastara og sárara í brjóstið. Af hugarburðinum, sem hann gjörði sér út af þessu, fór hann nú að sjá ofsjónir. Honum sýndust einlægar vofur flögra til og frá um kirkjugarðinn, og sumar enda slæðast lieim á hlað- ið. En í þeim svifum heyrir hann eins og söng, og virðist honum tekið til messu; sér lianu börnin ganga prúðbúin í kirkju. Það glaðnaði þá nokkuð vfir honum, hann leit út í bláinn, og hugsaði til æskuvina sinna, sem áttu nú við sælli kjör að búa, en sjálfur hann, og gátu fagnað degi þessum með gleði og ánægju. “Æ', eg hefði líka getað sofið þessa nótt”, sagði hann við sjálfan sig, “án ang- istar og trega, ef eg hefði sjálfur viljað; eg liefði getað verið lánsmaður, og glaður í anda, eins og börnin þessi, ef eg hefði gefið gaum að óminning- um yðar og aðvörunum, ástkæru foreldrar!” Með- an að hann þannig rifjaði uþp fyrir sér æsku sína, eins og utan við sjálfan sig, virtist honum ekki betur, en ein vofan bregða sér í myncl hans og líkingu, og verða þegar að lifandi ungmenni. Og myndin kom storkandi framan að lionum, og sýndi honum sjálfan hann, eins og hann var á bezta aldri. Hann gat ekki horft á þessa sjón, bvrgði fyrir augu sér, og út helti brennandi tár- um. Ilann andvarpaði í örvæntingu og sinnuleysi: “Já, komdu aftur! æ, kom þú aftur, æska mín!” Og maðurinn hitti óskastundina; æska lians kom aftur; því að nótt þessa hafði hann dreymt svona hryllilega. Hann var enn í æskublóma lífs- ins; því að þetta var einn af drengjunum, sem áttu að fermast, en kviklátur mjög og gjálífur, svo yfirsjónir hans höfðu í rauninni ekki verið neinar draumsjónir. Þegar hann vaknaði var hann allur í einu kófi, fór þegar á fætur, og gekk út til að kæla sig. Varð honum reikað út í kirkjugarð að lciði móður sinnar; þar kraup hann niður, og þakkaði Guði með heitum tárum fyrir þá vísbend- ingu, sem hann hafði gefið honum í svo tækan tima, til þess að snúa aftur á rétta leið. íln snú þú líka aftur, æskumaður! ef eins stendur á fyrir þér og honum; því að, ef þú eldist í hinu illa, þá skal þig hitta í vökunni það, sem hann hrelldi í svefni; og þó að þú þá kallir: “Kom þú aftur, fögur æska!” þá bíður það, aþ hún komi. VEIÐIMAÐURINN OG HUNDAR IIANS. Veiðimaður einn hafði lagt mikið kapp á að ná ránfugli einum sem Auqua nefnist. Það er mjög stór fugl og fjarska var um sig. Veiðimað- urinn hafði búið sig út hið bezta, keypt sér ágæta veiðihunda og allan útbúnað. En svo vildi það til að einn veiðihundurinn beit son veiðimannsins, það hljóp eitur í sárið og drengurinn dó. Eftir dauða drengsins kom veiðimaðurinn að máli við vinnumann sinn og sagði: “Hundarnir hafa orðið drengnum mínum að 'bana, við skulum drepa þá alla.” “Að hugsa sér að við allir skulum þurfa að láta lífið fyrir misgjörðir eins okkar,” sagði einn þessara ólánssömu hunda. Það þarf eleki nema einn spillvirkja til þess að eyðileggja heil héruð. - Gestgjafinn og ungu mennirnir tveir. Tveir ungir menn fóru einu sinni inn í gest- gjafahús til þess að fá sér hressingu. Gestgjafinn tók vel á móti þeim og fór undir eins að bera fram það sem þeir báðu um. En á meðan hann var að því, greip annar Iþessara manna kjötbita, sem lá á diski rétt hjá þeim og smeygði í vasa félaga síns. Að vörmu spori kom þjónn og fór að líta eftir kjötstykkinu, og þegar hann sá það ekki, vék hann sér að ungu mönnunum og spurði þá hvort þeir hefðu séð það. En mennimir sóru og sárt við lögðu að þeir hefðu ekki séð það. T því kom gestgjafinn, sem grunaði hvernig í þessu lægi og mælti: “Þótt eg viti ekki hver tekið hefir þenna kjöitbita frá mér, þá er eg þess full- viss að Guð, við hvers nafn þið sóruð áðan, muni vita það.” Það er hægt að fela gjörðir sínar fyrir mönn- um, en ekki fyrir Guði. /

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.