Lögberg - 21.08.1919, Page 1

Lögberg - 21.08.1919, Page 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNJÐ ÞAÐ! TALSfMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 32. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 21. ÁGÚST 1919 NUMER 34 Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada Canada Nitro Product félagið í 'Toronto, með 5,000,000 höfuðstól varð gjaldþrota. Professor W. F. Jackman í skýrslu sinni um niðursuðufélög- in í Canada, segir að The Canadian Canners, Ltd. félagið ráði verði á niðursoðnum vörum í Canada, að það gefi mönnum sérstakan afslátt til þess að verzla ekki við félög, sem séu utan við samband þeirra, <og bendir á að þar muni verða verkefni fyrir iðnaðarnefndina nýju. Skóverkstæði í Canada . hafa gjört fólki aðvart um að búast megi við að skór hækki í verði um $4.00 parið. Segjast þall þurfa að horga niðursuðukonungum í Chi- cago $65.00 fyrir hverjja kýrhúð •og $17 fyrir hverja hrosshúð. Síðan 1914 að stríðið byrjaði hefir stjórnin í Canada lánað Bretum vörur upp á $1,100,000,000. Aftur hafa Bretar lánað Canada- mönnum vörur upp á 750,000,000. Biga því Canadamenn inni hjá Bretum $350,00,000. Útflutningur á ógörfuðum húð- um hefir verið bannaður frá Can- ada, sökum hins gífurlega verðs sem komið er á leður til skógerða og annara þarfa þjóðarinnar. Verkamenn Canada Locomotive félagsins í Kingston, Ont. hafa tekið til vinnu aftur, eftir 82 daga verkfall. Samningur á milli þeirra og félagsins eru, að verka- mennirnir skuli vinna 45 stundir á viku og fá 50 klukkustunda kaup. Formaður nefndar þeirrar, sem sér um úthlutun á eftirlaunum til hermanna, er Colonel John Thomp- son skipaður. W. F. Nickle, sambandsþing- maður frá Kingston, Ont., hefir sagt af sér þingmensku fyrir þá sök að hann segist hafa verið kos- inn stuðningsmaður samsteypu- stjórnarinnar aðeins á meðan stríðið stæði yfir, og þar sem að >ví sé nú lokið, væri verki því, sem honum og samsteypustjórninni hefði verið falið af kjósendum að koma í framkvæmd, líka lokið. Auk útgjalda þeirra sem standa í beinu sambandi við stríðið, hefir Canada lánað til hinna ýmsu Fvrópulanda $425,000,000 dollara virði af vörum. Harðkol hafa haékkað í verði í Toronto úr $11.50 upp í $12.25 og $12.50 tonnið. Bretland pað hefir gengið fremur seint fyrir stjórninni á Bretlandi að fá 'hæfan mann til þess að gegna sendiherra embættinu í Washing- "ton, og er því kent um að staðan sé svo illa launuð að enginn vilji taka hana að sér — aðeins £10,000 ó ári. Hefir stjórnin nú komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að hækka launin svo að þau geti kallast sæmileg. Viscount Gray, fyrverandi utanríkisritari Breta, hefir tekið að sér að gegna þessu embætti um tíma, þrátt fyrir það, að hann er nú orðinn nærri, blind- ur. En hann gjörir það til þess að hjálpa áfram friðarsamning- unum. Nefnd sú sem hefir umsjón með eftirlaunum hermanna á Bretlandi hefir lagt til, samkvæmt tilmælum yfirherforingja Haig, að þau séu hækkuð sem nemi £18,000,000 á ári. Brennivínssinnar á Bretlandi hafa kosið sér talsmann innan >inghússins brezka. Fyrir heiðr- inum varð Capt. D. D. Sheehan, verkamannaleiðtogi fyrir Lim- house kjördæmið. Dr. Ince Dean, prestur í St. Bauls kirkjunni í Lundúnum, sagði nýlega að hann væri ekki mótfall- Inn verkamanna félagsskap. En í staðinn fyrir það að vinna að sín- um málum þá væru það orðin s£ór- kostleg samtök, sem beittu kroft- um sínum og fé til þess að ræna meðbræður sína í stórum stíl. Bonnar Law, talsmaður brezku stjórnarinnar, lýsti yfir því í brezka þinginu að þingforsetinn yrði forsetinn í nefnd þeirri, sem skipa á til þess að athuga fram- tíðarsamband brezka ríkisins, og gat hann þess að nöfn hinna nefndarmannanna yrðu bráðum birt. Lord Milner sagði í ræðu sem hann hélt í lávarða málstofunni, að iðnaðarástandið á Bretlandi væri mjög svo óálitlegt. En þó ekki svo að þjóðin þyrfti að óttast, ef hún gleymdi ekki heiðarlegri framsókn og löghlýðni. Sinn Feiners réðust á vöruhús I Greenmoore, þar sem geymt var mikið af vopnum og skotfærum, nýkomnum frá Englandi og tóku á vald sitt. Skotfæri og vopna- forði þessi átti að fara til yfir- manns stórskotaliðsins. Reynt var í þinginu á Bretlandi að koma í gegn lögum um þa'b, að auka laun fimm ráðherranna brezku. petta mætti svo mikilli mótspyrnu í þinginu að stjórnin varð frá að hverfa og fresta mál- inu til hausts. Nýr stjórnmálaflokkur — sam- steypuflokkur hefir verið mynd- aður í brezka þinginu, undir leið- sögn Major Guests. Sagt er að loftflotaráðherra Breta hafi samið um sölu á 700 loftförum, sem seljast eiga til Canada og Bandaríkjanna. Heiðursmerki fyrir þátttakend- ur í stríðinu ætla Bretar að veita 8,000,000 þátttakendum, mönnum og konum. Er það peningur, eða medalía, og við hana er festur borði. parf sá borði að vera 250 mílur á lengd, til þess að hver geti fengið sinn ákvarðaða skerf. Matarseðlar hafa aftur verið viðteknir í Lundúnum sökum vistaskorts. Nýr verzlunarsamningur á milli Breta og Bandaríkjanna er full- gerður. Nýlega lýsti Lloyd George yfir því, að hann sæi enga möguleika á því að verð á vörum færi niður neitt til muna á næstu tveimur ár- um, sökum þurðar á óunnum vör- um og þurðar á vistum. Húsekla mikil er í Glasgow, 10,000 ný hús er sagt að þurfi, til þess að geta húst borgarbúa sæmilega. Bandaríkin Bandaríkjastjórnin hefir selt $125,000,000 virði af vörum, sem hún hafði á hendi frá stríðstím- unum á lægra verð heldur en kaup- menn hafa boðið vörur sínar til þess að reyna að lækka verðið. Póstþjónar og póstmeistarar hafa afhent vörurnar. Með samþykt allsherjarfélags verkamanna í Bandaríkjunum hafa fjórar aðaldeildir járnbrautaþjóna í Bandarikjunum ákveðið að safna stórri fjárupphæð, sem notast eigi til þess að koma þjóðinni til þess að sjá að það sé henni fyrir beztu að þjóðin eigi allar járnbrautir. Heimili Mr. Lawler í Los Angelos, var sprengt í loft upp. Eftir sprenginguna kviknaði í því sem eftir stóð af húsinu, og brunnu þau Mr. og Mrs. Lawler til skemda. — Mr. Lawler er fyrverandi dóms- málastjóri Bandaríkjanna. Senator Gionna frá Norður Dakota, sagði í ræðu í Senati Bandaríkjanna. “í stað þess að hafa 1,250,000,000 mæla hveitis, eins og akuryrkjumáladeildin var búin að auglýsa, þá fer hveitiupp- skera Bandaríkjanna ekki fram úr 850,000,000 mælum.” Tveir loðskinna kaupmenn voru á gangi í skemtistaðnum Coney Island í New York um hábjartan dag, hét annar þeirra Joseph Cohen en hinn Harry Korman og áttu báðir heima í borginni New York og höfðu verzlanir sínar í sömu götu. Ekki voru þeir samt saman, en þegar þeir nálguðust hvor annan, svo að þeir máttu mæla, var auðheyrt að verzlunar- samkepnin hafði haft alt annað en heilsusamleg áhrif á þá. Endalok- in urðu þau að Cohen lá steindauð- Ur og Korman helsærður á göt- unni. Verksmiðja Wadsworth félags- ins í Detroit, Mich. brann til kaldra kola. Skaðinn metinn á $1,000,000. Flugmaður að nafni Roland Rohlf flaug í vikunni sem leið 30,700 fet í loft upp. pegar hann var kominn 30,000 fet, þótti hon- um ekki vistlegt, því þar var 25 stiga kuldi fyrir neðan frostpunkt eg var vindhraðinn þar 100 mílur á klukkutímanum. Dómsmáladeild Bandarikjanna hefir fengið skipun um að leita uppi alla þá, sem liggja með byrgð- ar af vörum og halda þeim fyrir hærra verð, og beita lögum strang- lega við alla þá, sem svo haga sér, eða þá sem selja vörur sínar með ósanngjarnlega háu verði. Frumvarp til laga hefir her- málaritari Bandaríkjanna Baker lagt fyrir Congressinn, er þar far- ið fram á að standandi landher Bandaríkjanna sé ákveðinn 1,250,- 000 menn. • Gangverð canadisks silfurdoll- ars í Bandaríkjunum er 92 cent; á 10 centum 9 cent, á 25, 23, og á 50 centum 46 cent. pess hefir verið farið á leit að leyfi fengist hjá stjórninni á Frakklandi til þess að flytja lík þeirra Bandaríkjamanna, sem féllu á Frakklandi heim til Bandaríkj- anna, og er skýrt frá að stjórn Frakka vilji ekki leyfa það fyr en eftir 1. janúar 1922. Bretar borguðu Bandaríkja- mönnum $35,176,128. Er það fulln- aðarborgun á öllum skotfærum sem Bretar fengu frá Bandaríkj- unum á meðan á stríðinu stóð. Dagverðarhúseiganda einum í New York varð það á að selja manni eitt staup af víni. pað kostaði hann $1,000 og sex mánaða fangelsisvist. Frá öðrum löndum. Lög sem ákveða skatt á öllum stór^ignum hafa verið lögð fyrir þingið á ítalíu. Vonast þeir til að auka tekjur landsins á þann hátt svo að nemi frá 20—25 miljón- um franka. ítalskur flugmaður Localelli að nafni, sem nú er staddur í Argen- tina, hefir flogið frá Buenos Aires og til Valpariso, og er það í fyrsta skiftið að flogið hefir verið yfir þvera Suður Ameríku, frá Atlanz- hafi til Kyrrahafs. Dómsmálaráðherra Frakka hef- ir mælt með því að mál fyrverandi forsætisráðherra Frakka, Joseph Caillaux væri rannsakað af hinum æðri dómstólum landsins. Bænarskrá frá 114,000 borgur- um Svisslands, sem eru mótfalln- ir Bolshevismanum, hefir stjórn- inni í Svisslandi borist og er þar farið fram á, að það skuli varða við lög að prédika Bolsheviki kenn- ingar þar í landi, og að hver sem gjöri sig sekan í því skuli tekinn og dæmdur. Chili senatið hefir í einu hljóði samþykt lög alþjóðasambandsins. Kirkjumálaráðherra Pólverja hefir lagt fram fyrir páfann kröf- ur um að samband Póllands við páfastólinn sé aftur endurnýjað, eftir 127 ár. Litla ríkið Luxemberg hefir áformað að gefa 1,000,000 franka til Verdun, og 200,000 franka til Belgíu, sem þakklætisvott um vernd á stríðstímum. Á allsherjar þingi Bolsheviki leiðtoganna eða Sovietanna á Rússlandi, sem haldið var í Niznhi, Novgorod, var ákveðið að loka skyldi öllum klaustrum, og að senda skyldi alla munkana til þess að vinna á vígstöðvunum. Listamanninn rússneska og nafnkunna Vasnetsor, tóku Bols- heviki menn í Moskow og drápu. Hann var 78 ára gamall. Tveir menn voru teknir fastir nálægt heimili Clemenceau for- sætisráðherra Frakka. Menn þess- ir, sem búnir voru að hanga þarna í kring nokkra daga, vöktu athygli lögreglunnar, og þegar þeir voru teknir fastir, fanst hlaðin marg- hleypa í vasa annars, en hinn hafði falinn á sér stóran og beitt- an hníf. Borgarstjóri hefir frú Schuc- hardt verið kosin í Steinburg á pýzkalandi. Sú fyrsta kona sem heiðruð hefir verið með því em- bætti í því landi. Fréttir frá Japan segja, að ut- anríkisráðherrann í Japan hafi ,lýst yfir því, að það sé ekki og hafi ekki verið áform stjórnarinnar í Japan að krefjast neinna þeirra réttinda í Shantung, sem breyttu afstöðu Kína frá ríkisréttarlegu sjónarmiði gagnvart því fylki. Jóns Bjarnasonar skóli. Verðlaun. í ársskýrslu minni, sem nú hef- ir birzt í kirkjuþingstíðindunum og Lögbergi, benti eg á nauðsyn verðlaunanna í skólanum. Frá byrjun hefi eg séð nauðsyn þeirra og nokkrum sinnum bent á hana áður, en árangurslítið fram að ssðasta kirkjuþingi. Um eina mjög heiðarlega undantekningu verður þó að geta, til að segja satt frá. Á næst síðasta skólaári gaf Dr. B. J. Brandson tvo verð- launapeninga úr silfri þeim, sem sköruðu fram úr í kappræðu sam- kepninni það ár. petta var ágætt, en ekki man eg eftir öðrum verð- launum í skólanum. Nú er ánægjulegt að mega segja frá breytingu í þessu efni. peg- ar á kirkjuþingi bauð séra Hall- dór Johnson í Leslie, Sask.. að gangast fyrir samskotum til verð- launa í íslenzku. Birt verður síð- ar nákvæmar um tilhögun á þeim. pess skal nú að eins getið, að verðlaun fyrir íslenzkukunnáttu verða veitt í öllum bekkjum þetta næsta skólaár. öllum nemendum skólans gefst með þessu tækifæri til að reyna sig og sýna það allra bezta, sem þeir geta í meðferð “ástkæra ylhýra málsins”. Engu minni ánægja er mér að geta þess, að sérá Hjörtur J. Leo hefir boðið að gefa $50 til verð- launa, nefnilega $30 til fyrstu verðlauna og $20 til annara verð- launa þeim tveim nemendum úr 11. bekk, sem standa sig bezt við próf mentamáladeildarinnar og háskólans næsta vor, gegn því skil- yrði að samskonar verðlaun fáist fyrir 9. og 10. bekkinn. Fullvís þykist eg þess, að góðir vinir skólans láti ekki þetta góða tæki- færi renna úr greipum sér. Ekk- ert á betur við í neinu máli en frjálst framboð. Taki nú allir góðir drengir sam- an höndum til að láta næsta skóla- ár verða í öllum skilningi hið langbezta sem skólinn enn hefir lifað. Búist við meiri fréttum í næsta blaði. Rúnólfur Marteinsson. Sjálfstæði Ira. Mikið hefir verið sagt og ritað um sjálfstæði Ira. Og þegar vér úr fjarlægðinni heyrum óminn af sjálfstæðiskröfum þeirra, frá liðn- um árum og ekki sízt nú, þegar öll- um þjóðum á að gefast kostur á að ákveða um hag sinn og samband sitt við aðrar þjóðir og fá að lifa sínu þjóðernislega lífi, þá er ekki úr vegi að athuga afstöðu íranna lítið eitt, og er þá fyrst að líta á sögu þeirra. pað sem fyrst verður fyrir manni og sem er eftirtektaverkt er það, að innbyrðis einingu hefir Irana altaf skort. Landinu sjálfu var í byrjun skift niður í fjögur smá konungsríki, og hétu þau Ulster, Munster, Leinster og Connaught. Konungar þeir sem þessum rikjum réðu höfðu ekkert samband sín á meðal og sóttu oft hver ann&n heim með vopnum. Einum manni tókst þó að sam- eina Irana alla. pað var á elleftu öldinni, þegar Danir herjuðu á land þeirra, og þeir bjuggust allir til varnar undir stjórn Brian Boru og biðu Danir ósigur fyrir honum við Clontarf 1014, eins og kunnugt er. En Brian féll sjálfur í þeirri orustu, og sótti þá alt í sama horf- ið og verið hafði, áður en að hann gjörðist leiðtogi þeirra. Svo kemur það fyrir að einn af þessum konungum — konungurinn af Leinster — stelur konu annars höfðingja. Sá sem fyrir konu- missinum varð sker upp herör og rekur Leister úr landi. Leister leitar á náðir Englands, til þess að rétta hluta sinn og fær áheym. Afleiðingin varð Norðmanna leið- angurinn og að fjöldi af leiðtog- um íra sóru sigurvegaranum holl- ustu eið. Á dögum Hinriks VIII. urðu siðaskiftin til þess að kveikja nýj- an eld á Irlandi, sem hafði ofsókn- ir og pyntingar í för með sér. Á dögum Elizabetar drotningar kom fram maður, sem gjörði kröfu til konungstignar f Ulster. Hann gjörði sér ferð á fund drotningar- innar, og þegar að hann kom þangað sagðist hann vera leiðtogi sjálfstæðismanna og gjörði samn- inga við drotninguna fyrir hönd íra, sem hann þegar heim kom sagðist hafa hrætt hana til að skrifa undir. Sagðist hann vera afkomandi Ulster konunganna og að sér og sínum bæri það konunyjs- ríki. Illa gekk honum þó að fá Ulsterbúa til þess að trúa sér, svo hann leitaði styrktar hjá Frökkum en fékk ekki, og var síðan drepinn af Ulsterbúum. pessi maður hét O’Neil. Nokkru síðar fóru nokkrir aðr- ir leiðtogar sjálfstæðisflokksins, eða menn sem gengu undir því nafni, þess á leit við Spánverja að þeir hjálpuðu sér til þess að brjót- ast undan Englandi. Spánverjar gengust inn á að hjálpa, en úr upp- reistinni varð þó lítið eða ekkert, því Englendingar bældu hana niður. Á dögum Oliver Cromwell’s var útflutningur all mikill frá Eng- landi og Skotlandi til Ulster, og vildu þeir menn allir vera áhang- andi Englendingum, og voru mjög mótfallnir sjálfstæðishugsjónum íra. Og þegar Irar gengu í lið með James II., þá tóku Ulster- menn sig alveg út úr og vildu eng- an þátt eiga í þeirri viðureign, enda urðu Irar undir, eins og kunnugt er. pannig hefir þá altaf gengið hjá írum, að þegar að stríð hefir ekki verið út á við, þá hefir það alt af iverið inn á við á meðal þeirra sjálfra, og aldrei frá byrjun hefir þjóð sú verið einhuga um sjálf- stæði eða neitt annað. pað fyrirkomulag sem þeim hef- ir reynst happasælast er hin svo kallaða sameiginlega löggjöf eða sambandslög frá 1801, sem að gjörir afstöðu írlands gagnvart Englandi, eins og hinna ýmsu ríkja í Bandaríkjunum gagnvart heildinnl. írar fengu jafna þátt- töku í löggjafarþingi brezku þjóð- arinnar að tiltölu við hina parta ríkisins. Haft það, sem lagt hafði verið á verzlun íra var afnumið. Kjör manna sem á löndum unnu og lönd vildu eignast voru stórum bætt, og nú síðast 1903 voru lög samþykt í brezka þinginu og stað- fest af konungi, sem skipuðu fyrir um nefnd manna, sem kaupa ætti með ákvæðisverði stórar land- eignir á írlandi og skifta þeim upp á milli smábænda, en þingið lánaði peningana til landákaup- anna þangað til bændurnir gætu borgað þá, en þá eiga þeir líka bújarðirnar. I þessu sambandi hafa Irar staðið nú í 118 ár, og hefir þeim víst aldrei liðið eins vel og síðan að þeir gengu í það, né heldur hafa framfarir hjá írum verið nokkurn- tíma eins miklar, hvað þá heldur meiri, heldur en síðan að þeir gengu i það, hvorki á sviði menn- ingarinnar né heldur á þvl verk- lega. Að vísu hefir slezt dálítið upp í á milli íra og Englendiriga, en það hafa verið smá breyskleikar sem hafa horfið og hjaðnað. Og alt það, sem áður stóð í vegi og var til ásteitingar á milli íra og Eng- lendinga var úr vegi rutt, nema sjálfstjórnarkrafa íra, og úr þvl átti að bæta með Home Rule Bill (heimastjórnarlögum íra), sem í gildi áttu að ganga 1914. En þá stóð það í vegi að Ulstermenn vildu með engu móti ganga í lög með frum, heldur halda fast við hið fyrra fyrirkomulag. Og svo kom stríðið, og Ulstermenn tóku þátt í því með lífi og sál, en sum- ir af leiðtogum þeim, sem beittu sér fyrir sjálfstæði fra leituðu að- stoðar pjóðverja og fengu frá þeim bæði peninga og vopn og gjörðu tilraun til uppreistar, sem þó mistókst. Um sjálfstæði írlands að með- töldu Ulster fylkinu getur því ekki verið að ræða, því þó Bretar gæfu það eftir að sá partur þjóðarinn- ar, sem hæst talar um að slíta sambandið við Englendinga, fengi vilja sínum framgengt, sem vér getum ekki séð að mundi verða þeim sjálfum til mikils góðs, eins og sakir standa og ástandið hefir verið og er, þá er með öllu óhugs- anlegt að Englendingar mundu láta það nokkurn tíma á sig spyrj- ast að sleppa hendi sinni af Ulster á móti vilja Ulsterbúa, og ekki sízt nú, eftir það sem þeir hafa lagt á sig í sambandi við þetta nýafstaðna stríð. Úrlausnin í þessu írska spurs- máli er því ekki sú, að veita yí pörtum þjóðarinnar, eða hvaða partur af þjóðinni sem það svo er, sem biður um skilnað frá Eng- landi og sjálfstjórn, vilja sinn, en láta Ulster eða yí hluta hennar fvlgjast þar með nauðugan eða halda áfram að vera tilheyrandi Englandi. Vér getum satt að segja ekki séð hvernig að England getur sín vegna eða íra sjálfra ■ Bernskan og vorið. Vort æskulíf er eins og verið heiða, sem engin él né kaldir stormar þjá, en dögg og geislar blóm á veginn breiða, svo brosir alt af fjöri, von og þrá. f samróm skærar feginsraddir falla, hvert fræ úr moldu rís við sólar bál, þá horfir bernskan yfir vegi alla með ódauðleikans kraft í hreinni sál. En æskan fölnar fljótt sem vorið blíða 1 ®g frost og élin skyggja tímans braut, en það sem oss þá styrkir bezt að striða og stafar ljósum hverja sorg og þraut er vonin björt, sem blómatíðin færði með blíða huggun, andans frið og ró. Sú helga rós var afl sem endurnærði á ævileið þá köldu húmi sló. Hver vorsins rós mót sól er döggin svalar er saklaus, hrein og ljúf sem æskan blíð. Hver lækur sem að liður fram og hjalar er ljúflings mál frá vorri bernsku tíð. Hver blær sem flýgur frjáls of skreytta haga á fögrum morgni, þegar blómið grær, er bergmál okkar björtu unaðsdaga, sem bæn og tár ei afturkallað fær. pá haustið kalda hinstu skugga breiðir og heimsins skeið er stigið fram að gröf, og síðsta slagið svefn á augun leMSir og sálin mænir yfir tímans höf. Hvert vorsins blóm frá blíðum æskudögum þá brosir nýtt, og gefur helgan frið, og bendir okkur heim að sælli högum, þar himins dýrð og eilífð tekur við. M. Markússon. vegna orðið við þessari sjálfstæð- iskröfu þeirra, og vér erum sam- dóma Edmund Burke þar sem hann segir: “pað er mitt álit, að náið og em- lægt samband á milli Englands og írlands sé aðal skilyrðið fyrir vel- meigum, og mér liggur við að segja tilveru og þroskunar mögu- leikum beggja ríkjanna. pegar eg þess vegna segi að öll utanríkismál og aðalmál þeirra, að því er þau snerta aðrar þjóðir. eiga að hafa lögheimili sitt hér á Englandi, og að Irland, sem á að vera sjálfstætt í sínum heimamál- um, á að vera undir vernd Bret- lands á tímum friðar jafnt sem ófriðar. í einu orði að vera óað- skiljanlegur hluti af brezka rík- inu í blíðu og stríðu. pví þegar þessi mál eru brotin til mergjar, þá eiga írar ekki á öðru völ—eg meina, engu öðru sem vit er í. pað eru víst fáir á meðal íra sem gjöra sér grein fyrir því, hvað mikið af vellíðan sinni að þeir hafa átt og eiga að þakka hinu nána sambandi sínu við Breta.” Frá Islandi. Siglufirði, 8. júlí. Á sjötta tímanum í gær kom upp eldur í húsum H. Söbstads og brunnu til kaldra kola tunnu- verksmiðja hans og íbúðarhús, á svo sem klukkutíma. Brann þar inni mikið af veiðarfærum, meðal annars alveg ný herpinót. Enn fremur talsvert af lýsi, kolum og fleiru. Alt var óvátrygt, nema íbúðar- húsið, sem var vátrygt fyrir eitt- hvað 50 þús. þr. Söbstad hefir því beðið feykilega mikið tjón. Hefir það eigi verið metið enn þá, en nemur sjálfsagt hundruðum þúsunda. Úr íbúðarhúsinu björg- uðust þó flestir innanstokksmunir. Um upptök eldsins vita menn eigi. Vindstaða var svo heppileg sem framast gat orðið og brunnu því eigi fleiri hús. —ísafold. Reykjavík 22. júlí 1919. Kveðjusamsæti var haldið í Iðnaðarmannahúisnu í gærkveldi í virðingarskyni við próf. Sv. Svein- björnsson. Indriði skáld Einars- son mælti fyrir minni heiðurs- gestsins, sem svaraði og mintist sérstaklega Páls fsólfssonar. Jón Laxdal mælti fyrir minni frú Sveinbjörnsson og barna þeirra hjóna, Jón Jakobsson fyrir minni íslands og Halldór Jónasson fyrir minni íslenzkra listamanna. — Mörg kvæði voru sungin, bæði yf- ir borðum og eftir á. Samsætið stóð fram yfir miðnætti og fylgdu gestirnir þá heiðursgestinum heim. — Veizlan var hin skemti- legasta. Pétur Jónsson söng fyrir Seyð- firðinga kl. 9 í gærkveldi og voru þeir mjög hrifnir. peir, sem höfðu heyrt hann áður, þóttust heyra, að hann hefði enn tekið framförum í sönglistinni. Ef tími vinst til, mun hann halda söngskemtun á Akureyri. Faber flugmaður gat ekki fengið rúm undir flugvél sína á íslandi. í gær fóru Seyðfirðingar með honum um fjörðinn til að athuga þar lendingarstöðvar flugvéla. — Hann skýrði frá því, að nýfundin væri mjög hentug flugvélagerð, sem ætti jafnhægt með að lenda á sjó og landi, og kvaðst hann hafa reynt eina þeirra, og taldi þær mundu eiga mikla framtíð fyrir sér. Fastlega er vonað, að flugvél Fabers komi á Gullfossi. Reykjavík 21. júlí 1919. Kirkjuhljómleikar próf. Sv. Sveinbjörnssonar verða endur- teknir í kveld í síðasta sinn, því að prófessorinn fer héðan alfar- inn á morgun. -Vísir, , Norskir selveiðimenn hafa verið að koma hingað við og við í vor, til að leita viðgerðar eftir meiri og minni áföll, sem þeir hafa fengið í ísnum. Vísir átti tal við skipstjóra á einu þessu skipi og sagði hann, að um 160 skip mundu stunda sel- veiðar frá Noregi. Sumt eru gufu- skip, sumt mótorskip, misstór, öll rambyggileg og oftast járnvarin um stefnin. Á skipi hverju eru 10 til 15 manns, og þykir meðal- veiði, ef fást 6 til 8 hundruð á minni skipin, en stærstu skipin hafa veitt 4 til 6 þúsund seli, jafnvel 7 þúsund. “Vertíð” þeirra stendur um 4 mánuði og er lokið um miðjan ágúst eða heldur fyr. Selirnir eru skotnir með kúlu- byssum, er þeir liggja uppi á ísn- um. Sum skipin hafa og hvala- byssur til að skjóta smá hveli. Eins og nærri má geta eyðist selurinn með ári hverju. En af því að af miklu er að taka, þá veiðist vel enn. Munurinn er að eins sá, að þar sem vel veiddist fyrir 10 árum, sést nú varla selur, svo að nú verður að sækja lengra inn í ísinn, og verður veiðin þá torsóttari og hættulegri, enda hafa margir menn látið lífið á þessum selveiðiferðum. pað fer nokkuð eftir veiðinni, hvernig með fenginn er farið. pegar lítið veiðist er selkjötið hirt, annars er því að mestu fleygt. Aðalverðmætið er í spikinu og skinnunum, sem hvorttveggja er nú í afarverði. —Vísir. $25.00 gjöf til Betel frá Miss Guðrúnu Gísladóttur í Winnipeg, til minningar um móð- ur hennar, Guðrúnu Ketilsdóttur, sem lézt að Unnarholtskoti í Ár- nessýslu á íslandi, 24. júní s. 1. í síðustu viku komu til bæjarins frá Mountain, N. D. þau Jón Myers, Joseph sonur hans, kona hans og tvær dætur og Miss pórð- arson. Mr. Myers fór í kynnisför vestur til Wynyard, Sask., en hitt fólkið hélt heimleiðis, eftir að hafa heilsað upp á kunningja sína og vini hér í bæ.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.