Lögberg


Lögberg - 21.08.1919, Qupperneq 2

Lögberg - 21.08.1919, Qupperneq 2
Bls. 2 LÖGBERG, FiiáTUDAGINN 21. ÁGÚST 1919 Minni íslands. Svipfagra ey, með silungsvötnin bláu, sólroðin fjöll og hraunin beru, gráu — Sældanna land, með blóm á hverjum bala, blikandi ár og túnin upp til dala. Engjar og móa, holt og græna hóla — himni þar brosa sóley, smári’ og fjóla. Svanhvíta ey, með firði bjarta, breiða brekkur og gil og jökla skæra, heiða. — Dynjandi fossinn lofar þig, 1 ljóði; — ljúflega syngur hamra-búinn góði — Miðnætur sólin, gyllir tinda, tanga tignroða slær á blómgan hlíðar vanga. II. Pannig móðir aldir, ár ýmist gegnum bros og tár Ertu söm og eins og forðum fögur þegar undu’ í sinni sveit sælir menn á hverjum reit — Allra, fyrst er íslands hófust sögur Einnig þegar örlög köld, ógnuðu þér þúsund föld; Varstu ástrík móðir mitt í harmi. Jafnvel þegar sárust sveið sorgin þér á dapri leið, hjúfrað gaztu börn þín ljúft að barmi. Árin liðu — skuggar, ský — Skín þér sólin enn á ný. Framtíð brosir, björtum lofar degi — “Frjálst er enn í fjalla sal” frelsi býr í hverjum dal — íslenzk þjóð á endurreisnarvegi. III. Tárin öll sem á tímans braut, titrandi féllu þér í skaut. Geta með guðskrafti sínum, kveðið þér nýjan náðardóm, ný og lífgandi frelsis blóm framleitt í fótsporum þínum. ísland, þú, kæra ætt land-mitt, ástar eg naut við brjóstið þitt. — Ljúft var í heiðdalnum heima. Blessa þú faðir blettinn þann blessa þú hvern er meta kann. Alt sem þar ástvættir geyma. Jón G. Hjaltalín. (Prentað upp úr skemtiskrá Islendingadagsins.) COPENHAGEN Munntóbak Búið tilúr hin- um beztu. elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega breint Hjá öllum tóbakssölum Þetta er tóbaks-askjan sem Hefir að inniHalda Heimsin bezta munntóbpk. Hringhendu- samkepnin. Stríðsloka vísur. Nú er standið herjans hætt. Hlýrra land vér könnum. Slitið band er þúsundþætt, þökk sé Bandamönnum. Merkis hnossin hrakfarans hlaðin blossa vánar, Nú eru kossar keisarans komnir í fossinn smánar. Eftir búið blóðugt spil báls af komið nöðrum, hefir flúið Hollands til happa rúinn fjöðrum. Drambs af hryndur hrókum stól himnesk lindin gæða, veitir yndi og sigursól sveit er bindur mæða. Hljóð í þagna pórseldum þjóðar gagn eg meina, móðir fagna friðinum fróðar sagnir greina. Blökku þrotna Skollvalds ský skökk á rotnum grunni, klökkir Drotni þyljum því þökk með lotningunni. 30. nóv. 1918. S. S. örlög tólffótungs. Tólffótungur skelti á skeið, skolt og tungu þandi, í bustalunginn beina leið að blóma ungum standi. Tólffótungur Tobbu blóm tugði hungurmorða, liljan ung var fríð og fróm feigðar stungin korða. Banaði þrjótur blómsturjurt, bruddi rótarstallinn, síðan snót í bræði burt bar tólffóta jarlinn. Fleygði’ á bungu báls á stig, bræði þung er kveikti, elds þá tungan teygði sig og tólffótunginn sleikti. Hreldur stynur hrapandi hels í sína dóma, elds þá gynið gapandi gleypti óvin blóma. Seinna róm þann heyrði hér hlýrri dóm berandi: Hans til sóma askan er öðrum blóma standi. 15. marz 1919. S. S. Til skýringar.—Mrs. J. S. Thor- wald í Stillwater, Minn. færði porbjörgu frænku minni, Mrs. Up- still, tengdasystur sinni Ijómandi fallega blóm-lilju, til að setja í blómstand, og þótti henni vænt um gjöfina. Nokkru síðar kom Mrs. J. S. Thorwald að heimsækja tengdasystur sína, þá var blóm- liljan dáin: “pví léstu liljuna deyja?” spurði Mrs. J. Th. Mrs. Upstill. pað hafði komist stórefl- is tólffótungur í blómakönnuna og drap liljuna. Svo þannig er efni vísnanna og vísurnar til orðnar. —Höf. Útsýn á “Fróni”. Upp um tinda, hól og háls, hreyfast myndir skugga. Blikar lind í brekku frjáls blóm í vindi rugga. I þrumuveðri. pungar skella skruggur á, skúrir hellast niður. Blakkur fellibylur þá, björk að velli ryður. S. O. Eiríksson. Oak View, Man. Fyrri alda fékk þess gáð, fróðleik taldi vísir. Orjóns tjaldið stjörnum stráð, stóru valdi lýsir. Jónatan Jónson. Nes, Man. Náttúrunnar nálgast Guð nauðsyn öllum væri. Auk því kærleik, efldu dug elsku Jesús kæri. Jón Loptson. Beckville, Man. Sólin gyllir grund og sæ — gleymist villa er skeði — þegar hylli hennar næ hjartað fyllist gleði. Flylan. Glaður kalla eg gæfu að mér, geislar hallast blíðir, mín því fjallafrúin er frjáls um allar tíðir. Sumarlanga, sæla frón sveini og spanga línum, dafna og anga ástarblóm undir vanga þínum. John Th. ThorkelsonT Gloucester, Mass. Tækifærisvísur. Norðurljósin. Fagurt mjög um himin há í heiði blika ljósin. Dagur þegar austri er á eyðist kvika rósin. Aftur á bak svona: Rósin kvika eyðist á austri er þegar dagur. Ljósin blika í heiði há, himinn mjög er fagur. Trúlofun. Roði hvíta farfann fól fastnast konu á vegi, bjarta lýtur baugasól brún af vonardegi. Bátur á sigling. Hrönn að síðum hrynur sæs hafs á víðum sporði, fall und hlíðum fjörugt blæs fallega skríður Norðri. J. G. Pálmason. Mountain, N. Dak. Fossinn bragar birtir mál, blómið haga lifir. kossinn seiðir sál að sál, sólskin breiðir yfir. Huldu8teimn. Morgunstund. Kyrlát báran kyssir sand; krystalls tárin glitra. Sefur Kári, um sæ og land, sólar hárin titra. pagnarlandið. Ljóssins glóðir lífs við ál ljóma þjóðum yfir. 1 dýrðar móðu draumsins, sál Dumbs á slóðum lifir. Áhrif geisla. Unaðs falla öldu kvik út til hallar kífsins. Hvar sem mjallar brosa blik, birtast gallar lífsins. J. J. Frímann. Wynyard, Sask. Vor við hafið. Fagrir ómar allstaðar Yngja róm við hafið. Elfur ljóma, lind og mar, land er blómum vafið. E. S. Guðmundsson. Tacoma, Wash. Mansöngur til vinar míns práin Kongson. Ef eg vanda listug ljóð laus frá standi kífsins, vektu andans roða rós rjóða í bandi lífsins. Hringhent óðar heyrist lag heims um slóðir varma, það skal bjóða þér í dag þú með rjóða hvarma. Eyddu kala, kyntu ljós, komdu í dali fjalla. Bjarta skal þér búa rós við blómasali alla. Græddu bróðir, brotinn við, bættu móð og trega. Hringhent ljóðin heilla mig helzt ef fljóðin kveða. Eg vil lýsa því við þig, práin vísi borni, að viljug prísa vill nú mig vorsins dís að morgni. Blóm um hjalla hefja leik hylja stalla brúna, rósin hallast upp að eik undurfalleg núna. Vorsins fjólan fögur er fögnuð ól mér stöðin, eg til jóla ætla mér að eiga sólar blöðin. pá mín skartar lífsins lind ljósið bjart án trega, verður aftur engla mynd unað hjartanlega. Á velli stóð eg vígbúinn, varðist glóðum Húna, en svanur óðar særður minn syngur í hljóði núna. M. M. M. National City, Cal. Haustvísur. Veðrin örðug vondu spá, vetrj hörðum nærri; fölna börð og frjósa á fósturjörðu kærri. Bleik og nakin blómin smá blunda á akurlöndum. Endurvakin vori á verða úr klakaböndum. Vorvísa. Vetrar-kyngi vorið rauf, vermir lyng og fræin. Foldin yngist, fjölga lauf, fuglar syngja á daginn. S. 0. Eiríksson. Oak View, Man. Sumars glóey glatt nú skín gyllir sjó og tanga. Syngur lóa ljóðin sín, laufin skógar anga. Grænum kjól á gengur jörð götu pólfestingar, lyfta fjólu fríðri úr svörð fingur sólgyðjunnar. Minni ljóða hringla eg hringlu og heiti á skáldguðinn. Hér með sendi eg Kringlu kringlu að koma á markaðinn. Ýmsar getur út í bláinn eru Ieiddar nú. Skyldi Voröld vera dáin vondri’ úr "Spanish flú?” Árni. Fjögra ára eftir stríð Gránuðu hárin, grimm var tíð gjörðu tárin flóa, fjögra ára eftir stríð illa sárin gróa. Djöfulóða aðferðin afl þess góða meiddi, mentaþjóða morðvopnin menn og fljóðin deyddi. Löngum hart þó lami geð lífsins svarti skóli, fyllir hjartað fögnuð með friðar bjarta sólin. Vor-vísur. Fagur bláa faðmar haf friðar hái ljóminn, vetrar dái vekur af vorið smáu blómin. Fagran vígir vorið lund vonir nýjar glæðir, sólar hlýja sælustund * svörtu skýin bræðir. Breytt í sléttubönd: Sólin vígir laufgar lund, ljósið hlýja glæðir. Kjólinn nýja gefur grund, guðvefs tígum klæðir. J. J. M. Seattle, Wash. Vor. Ljós skínandi vaknar við vorsins andi þýður, yfir land og öldusvið alt hressandi líður. Fingrum mjúkum frævar svörð, fullum lúkum sáir, blómadúk á breiðir jörð, brot af strjúka náir. píðan akur frjófgar fljótt, fold úr klaka leysir. Án mistaka alt með þrótt endurvakinn reisir. Alt vill sjá sem eigi það, engu smáu gleymir. Hélustráum hlúir að, hvert eitt dáið geymir. Vekur sóley, blíð er brá, brekkuskjólin strýkur, vermir fjólu og fífla smá, faðmi um hólinn lýkur. Vorsól þá á völlum skín, við að sjá þá prýði, hugsa ávalt eg til þín, eyjan háa í víði. Hugurinn sér hraðar þá hlíða þinna bólin til að finna; eg þar á æsku minnar hólinn. Alt þá fallegt er hjá þér, ásar, hjallar, rindar glansa og fjallagnýpa hver, glóa allir tindar. par á saga helgan heim heimsins daga alla. paðan Braga hörpuhreim heyrum fagurt gjalla. Taka undir hörpu hans hamra, lundar, tindar, elfur, sund og fossafans, fellin, grund og vindar. Foldin áa, okkur kær, út í lá við pólinn, skíni á þig altaf skær auðnu háa sólin. Sumartíð þér syngi inn sæld með blíðuhljómum, brekku, hlíð og hólinn minn helgum skrýði blómum. Hér þó ná minn hylji mold, heimi frá þá set eg, um leið að sjá þig, fjallafold, fer eg þá, ef get eg. Laus um hólinn líð eg þá létt og blómin rósa, kyssi fjólu og baldursbrá blæ með sólarljósa. paðan frá, þó stutt sé stund, staðinn sjá eg eigi, glaður á þinn fer eg fund, faðir dásamlegi. Lof guðs hljómur tinda tér, tign hans óma hólar. Orð hans blóma blað hvert er, bros hans ljómi sólar. Jónas J. Daníelsson. Winnipeg, Minni tslands. Eftir Gunnar B. Björnsson. Allir íslendingar, hvar sem þeir eru búsettir, eru ávalt að mæla fyrir minni íslands. íslands hefir verið fagurlega minst, bæði í ræðum og kvæðum — en fegurst hafa þó verið minnin, sem komið hafa fram í verkinu, í .veruleikanum — í lífi og starfi þeirra manna, sem hafa verið þjóðflokknum frá “landinu kalda” til-sóma og stuðnings. Að við Vestur-fslendingar elsk- um fsland, er svo oft búið að segja, já, og jafnvel stundum að sanna, að það væri vissulega að bera í bakkafullan lækinn að bæta miklu þar við. pó að mér væri gefið að leika á alla strengi mælskunnar, þó að skáldgyðjan hefði gefið mér sínar beztu gjafir, þá væri mér samt ómögulegt að lýsa til fulls þeirri brennandi ást, þeirri hjartans þrá, til gamla landsins, sem eg hefi orðið svo þrásinnis var við. pað eru víst fáir íslendingar í þessu landi, sem fæddir eru úti á íslandi, sem ekki eru reiðubúnir að viðurkenna að fósturjörðin sé sífelt í þeirra hugum hið “fríða og kæra” land, “sem feðra hlúir beinum”, og allir munu þeir af fúsum huga taka undir með skáld- inu og segja: “Ó, blessuð vertu, fagra fold og fjöldinn þinna barna, á meðan gróa grös í mold og glóir nokkur stjarna.” Já, það væri sannarlega illa gjört að bera Vestur-íslendingum á brýn, að þeir elskuðu ekki ís- land. Eg held auk heldur að með sanni megi segja, að fjöldi af þeim íslendingum sem hingað til lands hafa komið frá íslandi, og reist sér hér bygðir og bú, hafi þó altaf lifað á íslandi, í óeiginlegri merk- ingu. ísland hefir verið þeim alt í öllu — andlega talað. Árnar, fossarnir, fjöllin, dalirnir, alt hef- ir þetta staðið sem lifandi mynd fyrir hugskotssjónum íslenzka landnemans, á meðan hann ruddi land og reisti bú hérna megin hafsins. En íslenzki landneminn er óð- um að kveðja. Á hverjum íslend- i.ngadegi drekkur einhver gamli landnámsmaðurinn skál Islands í síðasta sinn. Bráðum verður eng- inn eftir til að lyfta horninu og bergja skál hinnar fornu Fjall- konu, — enginn af sonunum sem fluttust vestur um haf til að leita gæfunnar í landinu nýja. Og hvað verður þá um “minni íslands?” Hvað lengi verður ís- lands minst eftir að gamla fólkið er fallið frá — eftir að þeir sem fæddir hafa verið heima eru dottnir úr sögunni? Um þetta eru skiftar skoðanir. En samt held eg, ef vér leggjum ekki of þröngan skilning í orðið “minning”, að okkur geti komið saman um að minning Islands muni breytast, en alls ekki hverfa, meðal þeirra, sem af íslenzku bergi eru brotnir, í Ameríku. Elskan til íslands, sem sprottin er af því að maður er þar fæddur og hefir að mestu eða öllu leyti eytt þar æskuárum sínum, hún deyr út hér, af þeirri eðlilegu ástæðu að það verður bráðum eng- inn eftir — svona yfirleitt talað— sem fæddur er heima. Vér megum til með að játa það að þetta er heitasta ástin, kærasta minningin, og að þegar að gamla fólkið, sem að heiman kom, leggur árar í bát fyrir fult og alt, þá deyr þessi ást. pessi föðurlandsást, sem hér er um að ræða er sú, sem skáldin túlka í hinum fögru kvæðum sín- um — og það má með sanni segja að hún á margan túlkinn meðal ís- lendinga beggja megin hafsins. pað eru gömlu mennirnir og gömlu konurnar, sem eytt hafa æskuárunum á íslandi, hn borið hita og þunga dagsins í Ameríku, sem bezt geta skilið kveðjuorð skáldsins til fósturjarðarinnar: “Sittu heil með háan fald við heiðan boga, vor og ljós um völl og haga, vatnahljóð og langa daga.” Og ástin er æfinlega skáld, og það þótt hún yrki ekki, þess vegna mun mörgum finnast að þeirra eigin tilfinningar séu leiddar fram í dagsljósið í þessum erind- um: “pó hann megi í hörðum höndum hneptur bíða, á hann móðurmálið góða: máttar-strauminn sinna ljóða. Bezt hann trúir bylgjum þeim að bera og geyma óminn vona, óminn drauma, óminn sinna hjartastrauma. pað veit hann, þó höfin lemji heiftar-vindur: þegar rísa þínar strendur þar eru jafnan móðurhendur.” peir íslendingar, sem komið hafa að heiman og sezt hafa hér að, hafa mjög fáir gleymt íslandi. 1 meðvitund, hugskoti, hjarta og sál þessa fólks hefir Island æfinlega verið föðurlandið. pað er í eðli allra ærlegra manna af öllum þjóðum að elska það land sem þeir eru komnir frá, og þá þjóð, sem þeir eru sprottnir af. Og eg held að það sé alment við- urkent að þess minni sem þjóð- flokkurinn er og þess minna sem iandið er, og þess örðugri sem verið hafa kjörin á fósturjörðinni, þess meiri sé elskan til lands og þjóðar. Saga fárra þjóðflokka mun sanna þetta betur en saga íslend- inga. Við fátækt og örðugleika hafa börn Fjallkonunnar strítt. Fjall- konan sjálf, með sína fegurð og tign, sitt eldheita hjarta og sín brennandi tár, er samt “faldin jökli ár og síð”, og hún á það til að brosa köldu brosi, eins og börn hennar munu öll kannast við. En í meðlæti og mótlæti, í sorg og gleði, í blíðu og stríðu í gegn- um bros og tár, hafa börn Fjall- konunnar unnað henni, og hvar sem þau kunna að hafa verið bú- sett, hvort heldur heima eða er- lendis, þá hafa þau hvarflað í huga að móðurknjánum til þess að biðja hana, “sem í skauti sínu geymir, sögu vora og frægð,” um að blessa starf sitt og vonir. pað er til, svo hundruðum skift- ir af íslenzkum kvæðum, sem lýsa ættjarðarást, þau eru öll, yfirleitt, hvert öðru fallegra. En það er eitt kvæði þessarar tegundar, sem er svo þrungið af tilfinning, og svo alþýðlegt, að manni finst að það ekki aðeins túlka mál alþýðu- mannsins, heldur líka að í því bær- ist hjarta fólksins. Kvæði þetta er eftir Indriða porkelsson og heitir “Sveitin mín” og munu margir kannast við það, en samt ætla en að leyfa mér að fara með það, og biðja þá, sem hafa heyrt það og jafnvel kunna það, að minnast gamla íslenzka málsháttarins, að “aldrei er góð vísa of oft kveðin”. Kvæðið er þá svona: “Með raunir og baráttu, rústir og flög, með rangsnúin afguðs og menning- ar lög, með handvísar nætur og svipula sól, þú sveit ert mér kær eins og barn- inu jól. Á grundum, í þvermó, í grjótinu hér eg gengið hef bernskunnar ylskó af mér, og hérna í fyrstu þá ljósdís eg leit, Er lagði minn anda á brjóstin sér heit. Og alt sem að mest hefir glatt mig og grætt, og grafið mig, hafið mig, skemt mig og bætt, eg naut þess, eg þoldi það, þáði það hér, og þess vegna er sveitin svo hjart- fólgin mér. Með hrjóstruga brekku og hress- andi lind, með hvimleiðar dygðir og geð- þekka synd, með æðandi frostbyl og ylríka sól, með ellinnar grafir og bernskunn- ar jól. Og þegar að Laxáin, gulláin glæst, í glitskrúði sumars og ísfjötrum læst, með söngvum og gráti til fjarðar- ins fer, eg finn hve sá hljómur er nátengd- ur mér. / pví héraðsins runninn er rótunum frá mörg ríkasta straumperla’, er á ber að sjá; fsvo styrkur og veikleiki eðlis míns er í öndverðu sprottinn úr jarðvegi hér. pað fjallið, sú jörðin, er mig hefir mætt, sú moldin er hefir mig alið og fætt, mér finst þeim sé skyldast að hvíla mitt hold og holdinu vildast að frjófga þá mold. Með raunir og baráttu, rústir og flög, með rangsnúin afguðs og menn- ingar lög, með handvísar nætur og svipula sól, þú sveit mér ert kær eins og barn- inu jól.” Svo kvað þetta skáld um sveit- ina sína og svona kveður hjarta Vestur-íslendings, þegar hann hugsar um átthagana gömlu á landinu, sem aldrei gleymist. En eins og eg sagði áður, erum við að sjá fyrir endann á þessari föðurlandsást til Islands á meðal Vestur-fslendinga. ísland verður ekki mikið lengur föðurland Vest- ur-íslendings. í okkar íslenzka félagslífi er nú farið að láta til sín taka fólk af íslenzku bergi brotið, sem ekki er að eins innfætt hér, heldur eru for- eldrar þess einnig hér fæddir. Af þessu fólki væri óeðlilegt að búast við “föðurlands” ást til fs- lands. Vér höfum engan rétt til þess að heimta það að börnin okkar láti sér þykja eins vænt um ísland eins og okkur þykir, sem erum þar fædd. Ef hinar komandi kynslóðir Vestur-íslendinga geyma hjá sér minningu íslands, þá verður það sökum þess að tekist hefir að innræta virðingu fyrir íslenzku þjóðerni og íslenzkum bókmentum. En föðurlandsást afkomenda vorra í þessu landi er og verður og á að vera ást á þessu landi og þessari þjóð. Og svo bezt mælum vér og syngjum minni íslands, að vér leggjum af drengskap og dáð vortj lag I þann þjóðernis-grunnmúr, sem enn er verið að byggja í þessu “nýja landi”. Minni íslands, minni allra gömlu landanna fyrir handan höf- in, verða svo bezt kveðin, að úr sögunni hverfi hvert “Nýja England”, “Nýja Skotland”, “Nýja Frakkland” og “Nýja fsland”. — pegar sá tími kemur að þetta verður að veruleika, þá myndast hér þjóð með einni tungu og ein- um anda — ósigrandi þjóð, því að í hennar eðli verður saman runn- ið alt það bezta úr öllum þjóðum. Eg segi það bezta úr öllum þjóð- um, af því að eg trúi því að við öll leikslok verði ætíð það bezta ofan á. En þetta á nú samt alllangt í land. Ennþá eru bræðraböndin milli ættingjanna heima og frænd- anna hér, óslitin. Enn er íslenzk- an móðurmál á mörgu heimili í nýlendunum “Vestanhafs”. Enn nýtur flest af okkar eldra fólki bezt þeirrar andlegu fæðu, sem framborin er eftir reglum og sið- venju feðranna — enn er hjartanu kærast það málið sem tungunni er tamast. Og á meðan svo er, deyr hvorki á vörum né í hjarta minning fs- lands. petta er hinn fyrsti “íslendinga- dagur”, sem haldinn er hér síðan ísland varð sjálfstjórnar land, og það er víst enginn sem ekki gleðst af því að sá stóri sigur er unninn. Og við sendum gamla landinu heilla og hamingjuóskir — og mig langar til að bæta við þeirri ósk að þess verði ekki langt að bíða, þangað til að ísland verði lýðveldi óháð öllum öðrum löndum. Og það er mín trú að sá tími komi að ísland verði að öllu leyti frjálst og óháð. íslenzka þjóðin er tilfinninga og hugsjóna þjóð. Frá þeim tíma að “gullaldar” sólin rann til við- ar, hefir fsland barist við “ánauð og böl”. Að það skuli ekki hafa tekist fyrir mörgum öldum síðan að drepa allan kjark og alt þor íslenzku þjóðarinnar er eitt, að mér liggur við að segja, af því merkilega í sögunni. Að þessi fámenni þjóðflokkur skuli hafa lifað í gegn um allar þær eldraunir sem hann hefir mátt þola, bæði af hendi náttúr- unnar og útlendra kúgara, sýnir bæði og sannar að hann geymir í sér þau öfl, sem eru ódauðleg. Öflin sem hafa haldið undirokuðu þjóðunum við í gegn um allar raun irnar, eru ættjarðarástin, frelsis- þráin og hin stöðuga von um við- reisn. petta er það, sem hefir haldið íslenzku þjóðinni lifandi — þetta er það, sem knýr hana jafnvel nú til ennþá stærri framfara. Og eg vil undirstryka hvötina, vonina og traustið sem lýsa sér í einu fallega kvæðinu eftir eitt ís- lenzka stórskáldið, ort til ung- menna íslands ekki alls fyrir löngu: “Frjáls og djarfur stattu’ í stafni, stýrðu beint og sveigðu’ ei af, svo þeir kenni’, að konga jafni knerri þínum sigli’ á haf! Láttu aldrei fánann falla! Fram til heiðurs stigið er. Hver sem vill má hrópa og kalla hæðnis-orð að baki þér. Seinna’ á þínum herðum hvíla heill og forráð þessa lands, þegar grónar grafir skýla gráum hærum nútímans.” Já, “heill og forráð” íslands hvíla sannarlega á herðum hins unga íslands. pað er langt síðan að sól gullaldarinnar hneig í haf- ið. Nóttin hefir verið dimm og stjörnurnar fáar. En nú er kom- inn dagur. Bjartur dagur. Is- land er framtíðarinnar land. Hin sanna gullöld íslands er í fram- tíðinni. Hin blóði roðna gamla gullöld missir sinn töfraglampa, þegar þessi nýja gullöld, gullöld starfs og menningar, kemur fram á leiksviðið. ísland á fagra framtið! Frjáls stjórn, frjáls verzlun, nýir kraft- ar, ný fyrirtæki, nýir starfsmenn, nýar hugsjónir — þetta alt skipar nú öndvegi á gamla sögulandinu. íslenzka þjóðin hefir æfinlega geymt göfugar hugsjónir. Hún hefir ætíð átt fagra drauma — drauma um viðreisn, drauma um sjálfstæði, drauma um það að hin- ir bundnu kraftar landsins leys- ist úr dróma og að Grettistök menningar og framfara ryðjí braut að hinum hærri og stærrí takmörkum. Og nú eru þessar hugsjónir að verða að veruleika og draumarnir að rætast. pað er okkur Vestur-íslending- um sannarlegt gleðiefni að sjá og vita alla þá framför og alla þá hagsæld, sem ættjörðin kæra er nú að njóta. Vér samgleðjumst þjóðinni íslenzku, og okkur langar til að geta orðið að einhverjum notum — að geta sýnt að hinir Framh. á 7. bls.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.