Lögberg - 21.08.1919, Side 3

Lögberg - 21.08.1919, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. ÁGÚST 1919 Bls. S Vane «g Nina EFTIE Gharles Garyice Hún fór inn til ungfrú Tracey — til þess að tala við hana — og lét handritiS detta á gólfið rétt við dyrnar. Þar fann ungfní Tracey það, leit á það undrandi, smokkaði því bak við spegilinn og gleymdi því. Þema hennar fann það þar og lagði það ofan á prjónakoddann. Ungfrú Tracey tók það og fékk leikhúss-stjór- anum það, þegar hann kom inn litlu síðar. “Þér ættuð ekki að láta leikritin yðar flækj- ast hingað og þangað, hr. Harcourt,” sagði hún gremjulega. “Þetta leikrit er ekki mín eign,” sagði hann kæruleysislega. “Hvernig hefir það þá borist liingað?” “Það hefi eg ekki hugmynd um. Eg vildi mega tala við yður um fyrsta leikinn, sem eg held að almenningur geti ekki þolað til lengdar.” “Það furðar mig alls ekki, því hann er mjög lélegur. Hvað ætlið þér að brúka í stað hans ? ’ ’ Harcourt nefndi gamlan, alkunnan leik. “Ó, — hann er ekki hentugur fyrir mig,” sagði ungfrú Tracey. • “Það er næstum ómögulegt að gera yður til geðs,” tautaði hann og fór út. Fyrst lagði ungfrú Tracey leikritið til hlið- ar, svo tók hún það aftur og fór að lesa. Það leið ekki langur tími þangað til gremja hennar hvarf, og í stað hennar vaknaði í huganum á- nægjulegur áhugi, og von bráðar þaut hún á fætur og kallaði óþolinmóð á þernu sína. ‘ ‘ Jenny — hvernig hefir þetta leikrit kom- ið hingað? Hver hefir verið inni í mínu her- bergi? Það hefir líklega borist hingað í gær. Eeynið þér nú í þetta eina skifti að vera fljótar uð hugsa yður um.” Jenny fullvissaði hana um, að þar hefði <enginn komið nema ungfrú Bainford. “Kallaðu þá á hana.” Jenny þurfti ekki að fara langt, þvi Polly var að ráfa aftur og fram um ganginn. “ Ó, er það hér, sem eg hefi gleymt því, ung- frú Tracey,” hrópaði hún. “Mér þykir svo xindur vænt um að eg hefi fundið það aftur. Eg hélt jafnvel að eg hefði mist það úti á göt- unni. Þúsund þakkir.” Hún rétti hendina eftir leikritinu með sakleysissvip. Ungfrú Tracey brá hendinni, sem hélt á leikritinu, aftur fyrir bakið. “Hver hefir samið það, það er ekki mjög afleitt,” sagði hún. Engin leikpersóna viðurkennir að leikur sé góður, fyr en hún hefir sjúlf fengið aðalhlut- verkið. Leikhúss-stjórar viðurkenna aldrei að neitt leikrit sé verulega gott. Sú skoðun, að kvenmaÖur geti ekki samið góðan leik, ríkir enn þá — þótt að menn hafi oröið sannfærðir um hið gagnstæða —, og Polly, eem vissi þetta mjög vel, sagði með sama sak- lausa svipnum: “Ó, það er bróðir ungfrú Wood, vinstúlku minnar. Hann er bæklaður maður og heitir Herbert. Hann lánaði mér það til að lesa, en eg hefi enn ekki haft tíma til þess. Hefði eg ekki fundið það aftur, held eg það hefði gert mig brjálaða.” Ungfrú Tracey hélt enn þá handritinu kyrru fyrir aftan sig. “Það er, eins og eg sagði, ekki mjög lé- legt,” sagði hún með varkárni. “Og í því er hlutverk, sem mér geðjast vel að. Ef þér viljið leyfa það, þá langar mig til að tala við hr. Harcourt um þetta leikrit.” Polly fór heim í allmikilli geðshreyfingu, sem vonin hafði vakið, en reyndi af öllu megni að dylja hana með því, að láta sem hún væri þreytt af öllu. . “Eeynið þér aldrei að vinna í leikhúsum, Decima,” sagði hún. “Það er slæmt og van- þakklátt verk,” og um leiö og hún talaði þetta, upti hún öxlum. ‘ ‘ Það er ekki líklegt að eg geri það nokkurn tima,” sagði Nína brosandi, en stundi mjög lágt um leið. Tveimur dögum síðar sendi hr. Harcourt boð til Polly og bað hana að finna sig. Polly var orðin hálft í hvoru utan við sig af því, að verða að 'bíða jafn lengi. Þó hún hefði sjálf samið leikritið, þá hefði hún ekki verið meira kvíðandi yfir forlögum þess, en hún var nú. “Ungfrú Bainford,” sagði hann með afar kæruleysislegum svip. “Ungfrú Tracey hefir sýnt mér litla leikritið. Það er auðvitað alls ekki fullkomið, en við gætum máske haft dálítil not af því. Ungfrú Tracey segir að aðalhlut- verkið eigi vel við sig. Mér þætti vænt um að mega reyna það. Vinur yðar, hr.—hr.—” “Wood”, sagði Polly. “ Já, Wood — býst auðvitað ekki við að fá neitt fyrir það.” “ Jú, það gerir hann, ’ ’ sagði Polly. ‘ ‘ Hann er raunar ekki mjög fátækur, því faðir hans skildi nóg eftir handa honum tii að lifa af —” Haroourt tók fáein bréf af borðinu, og rendi augunum yfir þau, en var svo lengi að því, að sá, sem hefði verið honum ókunnugri en Polly, þefði ímvndað sér að hann væri alveg búinn að gleyma leiknum, en Polly beið þolin- móð, hún vissi að fiskurinn hafði gleypt beituna og fest sig á önglinum, og nú var um að gera að koma honum upp á þurt land. “Núf ” sagði hann að lokum og lét eins og hann myndi nú fyrst eftir henni. “Já, það er satt — það var þessi leikur. Nú, jæja — hin vanategu skilyrði þá. Það er réttast að hann komi hingað og tali við mig.” “Það getur hann ekki, vesalings maðurinn; hann er bæklaður. Eg skal segja honum það, sem þér hafið sagt, og fá hann til að skrifa und- ir skilmálann.” Harcourt horfði fast á hana. “Þér eruð naumast fæddar í gær,” sagði hann brosandi. “Nei, og ekki í fyrradag heldur,” sagði Polly siðprúð. ‘ ‘ Nei, eg get ímyndað mér að þér hafiÖ ekki fæðst seinna en í síðastliÖinni viku,” sagði hann. “Hr. Thompson, viljið þér gera svo vel að skrifa samning um þenna leikf” Polly fékk sér vagn og ók heim; þegar hún kom inn til Nínu, studdi hún hendinni á hjarta sitt. “Hafið þér alt af setið við að lesa, góða?” spurði hún. Nína lagði frá sér bókina. “Nei, kvöldmaturimi er tilbúinn. Komið þér með nokkrar nýjungarf” Því þó að Polly væri leikmey, gat hún ekki alveg dulið geðs- breyfingu sína. “ó—nei. Jú, það er satt; — þér eigið að endurbæta leikrit í einum þætti.” Nína laut niður að skaftpottinum, sem stóð yfir eldinum. “Það kemur mátulega,” sagði hún róleg. “Hvað heitir það? Og hver hefir samið það?” “Það heitir------” Polly gekk til hennar, tók skaftpottinn og setti hann á iborðið, án þess að skeyta um dúkinn — “það heitir “Heitbund- in” og er samiÖ af nýjum höfundi, liann heitir Herbert Wood,” sagði hún og faÖmaði Nínu að sér. XV. KAPITULI. Eins fljótt og þær gátu, fóru þær að æfa leikinn, en eins og vant er, byrjuðu strax ein- hver leiðindi. Eitt hlutverki, sem Haroourt hafði ætlað einni af liprustu leikþernum sínum, likaði henni ekki; henni fanst það ekki nógu áhrifamikið. “Má eg bjóða yður það,” hrópaði Polly háðslega til Nínu. “Það er sannarlega nógu áhrifamikið — en það er það á nýjan og óvana- legan hátt. Henni líkar bezt það hlutverk, þeg- ar hún má æða aftur og fram um leiksviÖið og slá hattana af höfði karlmannanna, og þess vegna á þetta auðvitað ekki við hana. Ekki nógu áhrifamikið. Hlustið þér nú á mig.” Hún las upp nokkur andmæli úr leikritinu og augu Nínu gljáðu af ánægju; samt sagði hún ekkert, hún gat verið jafn dularfull og Polly; en næsta kvöldið fékk hún Polly bréf til hr. Har- court, undirskirfað “Herbert Wood”, Hann las það, hvesti augun á Polly, hnykl- aði brýrnar og sagði svo bæði hnugginn og gremjulegur: ‘‘ Nú, jæja — þér getið reynt það — en mun- ið að eins það. Svo getum við séð hvernig þér leysið það af hendi í næsta skifti. Ilvers vegna lítið þér svo undrandi út?” ‘ ‘ Eg veit ekki við hvað þér eigið ? ’ ’ svaraði Polly. “Þér vitið það ekki? Nú, vinur yðar, hr. Wood, vill að þér takið að yður hlutverk Sally Browns.” Polly æpti af gleði og tár komu út í augum hennar. “Ó, hr. Harcourt,” sagði hún flumósa. En II arcourt hraðaÖi sér í burt; hann hefir máske ekki vanist þakklæti, svo það hefir gert hann feiminn. Þegar Polly kom heim um kvöldið, gekk hún beina leið til Nínu og kysti liana. “Þér vitið það ofur vel, að þér hafið nú gefið mér það tækifæri, sem eg hefi svo lengi innilega þráð, góða?” sagði hiin. “En ef eg verð nú klaufaleg og eyðilegg leikinn?” “Þér eruð enginn klaufi,” sagði Nína al- úðlega. “Eg er viss um að þér leysið það hlut- verk af hendi ágætlega.” “Ef þér viljið hjálpa mér, skal eg gera alt sem eg get,” stamaði Polly. Þær byrjuðu undir eins að æfa leikinn, og hættu ekki fyr en dagrenningin kom þeim á óvart, þessum ungu, áköfu stúlkum. Á næstu æfingu í leikhúsinu var Polly óviðjafnanlega lipur. Leikhússkennarinn veifaði ekki höndun- um af ánægja og mikillæti — slíkt er að eins gert í skáldsögum — en hann mumlaði og kink- aði kolli til hennar, svo Polly var yfirburða glöð. Nínu leiddist á meðan æfingin stóð yfir, af l>ví hún gat ekki verið þar til staðar. En leik- kennarinn var sérlega duglegur maður. Polly kom heim á hverjum degi með nákvæma lýs- ingu á því, hvernig alt gengi, og Nína gaf henni ýmsar gagnlegar bendingar, sem Polly á einn eða annan hátt tilkynti hinum leikendunum. Nokkru síðar kom Polly með auglýsingu um leikinn, og þegar Nína var orðin ein, las hún hana með undarlegum, samanblönduöum til- finningum sorgar og gleÖi, og jafnvel sýning þessarar fyrstu leiksamnings tilraunar hennar, gat ekki gert hana algerlega ánægða. En við aðalæfinguna gat Polly fengið leyfi lianda “systur hr. Woods” að vera til staðar, og Nína horfði á leikinn ýmist föl eða rjóð, og stundum var hún við það að örvilnast, því aðal- a'fingar eru sjaldnast skemtilegar. “Eg hélt í raun réttri ekki, að það væri jafn heimskulegt,” sagði hún. “Vesalings áhorfendurnir geta naumast fengið sig til að liorfa á það. Ó, Polly, eg er svo leið yfir allri þeirri fyrirhöfn, sem eg liefi orsakað yður og öllum hinum. Haldið þér að hr. Harcourt vilji láta mig fá það aftur?” “Það veit eg ekki, en ef þér viljið, þá skal eg spyrja hann um það. Ó, hve lélegur dómari þér eruð. Leikurinn er ágætur, og það vita þeir mjög vel þarna yfirfrá. Ungfrú Tracey var þreytt, og eg ætla ekki að sýna mig í allri minni dýrð fyr en á hinu mikla kvöldi. Þér sannfærist um það, að það verður yfirburða fagurt og skemtilegt; og á eftir, Decima, skul- um við neyta hátíðlegs kveldverðar og stórrar kampavínsflösku. ’ ’ “Mikla kvöldið” kom, og Polly vildi að Decima tæki sér stúku, en Nína sagðist.heldur vilja gamla sætið sitt á efsta bekknum. “Þar tekur enginn eftir mér, og ef það verÖur sér til minkunar — sem eg er nokkurn veginn viss um — þá get eg læðst út og drekt mér, ón þess að vekja eftirtekt.” “Það er betra að þér hengiÖ yður — um hálsinn á mér,” sagði Polly. Nína settist á gamla sætið sitt. Það voru seztir fáeinir áhorfendur, sem horfðu forvitnis- lega á hina yndislegu, ungu stúlku, með föla andlitiÖ og kvíðandi augnasvip. F5rrsta kvöldið, þegar nýr leikur er sýndur er þrekraun, bæði fyrir leikhúss-stjórann og leikendurna — án þess aÖ minnast á áhorfend- urna — en hún er erfuÖust fyrir höfundinn, sem er neyddur til að horfa á leikinn og líða k%úSa- þjáningar, vesalings manneskjan. Nínu fanst biÖin óþolandi, og að fortjaldinu yrði aldrei lvft upp, en loksins var það þó gert. Fyrst fanst Nínu alt snúast fyrir augum sínum, og að hún hvorki sæi leikendurna né heyrÖi hvað þeir sögðu. En brátt fékk hún sjón og heyrn aftur, og þó ótrúlegt sé, gleymdi hiín þ.ví næstum að hún hafði samið þetta leikrit. Hafði liún skrifað þessar heppilegu setningar; hafði hún hugsað og skrifað þessi viðkvæmu orð, sem ungfrú Tracey bar fram á þann hátt, að þau komu tárum út í augum Nínu? Var það hún, sem hafði hugsað þetta skemtilega hlut- verk, sem veitti Polly mögulegt að koma öllum áhorfendum til að skellihlæja? ó, hve aðdáan- lega þessi hlátur ómaði í eyrum Nínu; kinnar hennar roðnuðu og augun gljáðu. Átti þetta litla leikrit hennar að verða vinsælt — veralega happasælt, og vekja gleði og ónægju almenn- ings? Hún fór að líta í kring um sig í leikhúsinu við og við — að eins við og við, því hún átti erfitt með að snúa augunum frá leiksviðinu. Hvað myndu hinir óhlífnu ritdómendur segja um það? Hún sá mann, sem hún áleit að væri einn úr þessum voðalega hóp, hlæja og kinka kolli til þess, sem hjá honum sat. Var hann í raun og veru ánægður með leikinn? Áhorfendurnir hlóu glaðlegaf leikurinn gekk prýðisvel og hafði mikil áhrif. Iljarta hennar sló svo hart að henni sárnaði; hún var alls ekki óhult enn þá, því hún var mjög kvíð- andi og skorti sjálfstraust. Ungfrú Tracey lék ágætlega; og Polly, ó, þú lipra, blíða, fórnfúsa Polljr, þú komst fólki til að hlæja, þegar þú opn- aðir munninn. ó, hve lipur og skemtileg hún var. Hún leit yfir stúkuraðirnar, sem enn voru ekki allar fullar af fólki. Alt í einu gle>rmdi hún kvíðanum, leikeBdunum og sjálfum leikn- um líka, andlit hennar fölnaði og hún starði töfraseidd á stúkuna, sem næst var leiksviðinu. Kvenmaður og karlmaður voru komin inn i hana. Ýndisleg, ung stúlka með dökkjarpt hár og aðdáanlega himinblá augu. Andlitið bar fíla- beins lit og munnurinn var svo fagur, að hann gat gert menn hálfbrjálaða með aðlaðan sinni. Maðurinn, sem með henni var, sýndist vera á óákveðnum aldri, skrautlega klæddur og með brönugras í hnappagati frakkans; um hinar tállituðu varir hans lék meiningarlaust bros. En Nína leit ekki á hann; hún þekti ungu stúlk- una undir eins og hún sá hana. Það var stúlkan, sem myndin var af, er hún fann í treyjuvasa Vane Mannerings; það var stúlkan sem hann elskaði, stúlkan, sem hann nefndi með nafni, þegar Nína laut niður að hon- um um nóttina í sjómanna kofanum. Það var Judith. Þegar Judith settist á stólinn, lét hún leik- húskápuna síga niður af hvítu öxlunum sínum og leit í kring um sig í stóra salnum, þá fanst Nínu að hxin horfði á sig, og varð svo bilt við að henni ló við yfirliði. Hún átti erfitt með að draga andann og reyndi að snúa eftirtekt sinni að leiksviðinu aftur, en augu hennar litu aftur og aftur ósjálfrátt á hið fagra andlit, eins og það hefði segulmagnað aðdráttarafl. Nú gekk maðurinn út úr stúkunni, en augna bliki síðar kom ungur maður inn til hennar; hann var fölur og hörundsdökkur, með kolsVört, geislandi augu og þunnar varir. Hann laut niður að stólnum sem Judith sat á, og Nína ímyndaði sér að hún sæi hendur hans skjálfa, þegar þær snertu stólbakið. “ó, eruð þér hérna?” sagði Judith og lyfti augabrúnunum lítið eitt. “Já”, svaraði Júlían lágt með skjálfandi róm af takmárkalausri ástríðu; slfk ástríða brennir eins og eldur, og af henni getur leitt eyðileggingu og dauða á einu augnabliki. “Þér sögðust ætla hingað í kvöld — og hér er eg”. Hún brosti með kvenlegu umburðarlyndi að þeirri ást, sem hún skeytti alls ekkert um. “Þér megið vera hér ef þér viljið,” sagði hún. “Faðir minn lítur máske inn allr snöggv- ast, áður en þessum leik er lokið. Eruð þér ein- samall? Er—” hún bikaði ofurlítið — “er lá- varður Les'borough hér?” Spurningin var flutt með kærulausri rödd, en skugga brá yfir hið föla mannsandlit og hann lcit niður. “Vane er hér, eða hann kemur að minsta kosti bráðum, held eg,” sagði hann. “Eg kom snemma; mig langaði til að sjá nýja leikinn.” “Einmitt það. Það er mjög góður leikur, ev það ekki? Áhorfendurnir hlæja svo inni- lega.” “En ekki að eins teikinn,” hvíslaði hann að henni. “Þér munið að þér sögðuð, að þér ætl- uðuð að koma hingað snemma.” “Því hafði eg gleymt,” svaraði hún bros- andi. “En ekki eg.” Kómur hans var næstum hás og varirnar skulfu. ‘ ‘ Eg sleppi aldrei neinu tækifæri til að vera í návist yðar.” “Þey,” hvíslaði hún með blíða rómnum sínum. “Þér verðið að hlusta á leikinn og leyfa mér að gera það líka.” R. S. ROBINSON ttofnMtt 18U NðfitMttll 9130,000.00 Kaupir og selur eoMi WtttU. WaL, EWawtm. ANl U Pu, Iil KWMfm. M I.S.*. Húðir, Ull og Seneca Rót HRAAR HÚÐIR OG SKINN Salta?$ar nauta- OQ_ QO hÚölr ___ mármóá .35-.40 55-.6Ö SaltaCar Kip hútSir __ SaltaBar hálfa- húBir Hæita ver® fyrir klndagærnr. WINNIPEG SendiS beint U1 HEAD OFFICE: 157 RUPERT ST Einnig 150-152 Pacific Ave. East $7-$12 .43-46 Prime Seneca $1-$1 10 Rœtur____ 1 h' 1 ■ 1 ^ HrosahúTSir, hver á Ull --------- TIL. ATHUGUNAR 500 menn vantar undir eina tll þeas aB læra a5 atjðrna bifreiBum •g gasvélum — Tractors & Hemphllls Motorskðlanum 1 Winnlpeg, Saskatoon. Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. o* Psrt- land Oregron. Nd er herskylda t Canada og fjölda margrir Canadamenn, sem stJörnuCu blfreiðum og gas-tractors, hata þegar orBlC aB fara I herþjén- ustu eCa eru þð. & förum. Nú er ttml til þess fyrir yCur aC tæra gftCa lCn og taka eina af þeim stöCum, sem þarf aC fylla og fá t laun frA $ 10—200 um mánuCinn. — >aB tekur ekkl nema f&elnar vtkur fyrtr yBur, aC læra þessar atvinnugreinar og stöCumar bI8a yCar, sem vél- fræClnrar, bifrelBastJörar, or vélmeistarar & sklpum. NámiB stendur yflr 1 6 vikur. Verkfærl frt. Or atvlnnuskrlf- stofa vor annast um aC tryrgja yCur stöBurnar aC snduCu némt. SltlB ekki & frest heldur byrJlC undir slns. VerCskrá send ökeypts. KomlC tll sköladtlbús þess, sem næst yCur er. Ilemphilla Motor Sctiools, 220 Padfie Ave, Wlnnipec. Útlbö t Begrina, Saskatoon, Edmonton, Lethbrldre, Calgrary, Vancouver, B. C. or Portland Oreron. ✓ • .. I • tnnbur, fjalviður af öllum Ny]ar VOrilDir^Oir tegundum, geirettur og al»- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limlt.d HENRY AVE. EAST WINNIPEG EUW2! 9j, \f^:\9j:'\9/.\9j•\9s'.y9J;s9/:i\9/:\9\.\m/;\9j:\9\\9j,\9J:\9J:\9J:\9j\\9/.:\9/.l'9'.\m SKMUajQ The Campbell Studio 3 Nafnkunnir ljósmyndasmiðir Scott Block, Main Street South Simi M. 1 1 27 gagarart Iðnaðarhöllinni Stœrsta og clzta ljósmyndastofan í Winnipeg og ein af þeim stærsta og beztu í Canada. Áreiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð yið allra hœfi. • i‘' fré\‘ 'ÁéV/ teéV ýéNi.VéV rréV r?éV r?évr?éVVéVrý'éÁ>/rÁiiirrÁévr?éVrféVVéS'-rféVr?évrréVVéS/rfév Bráðum fer ekran upp í $100.00 l>rja.tlu og flmm til fjöruttu mtlur austur af Winnipeg or skamt frlBeausejour, liggur öbygt land, meB stbatnandi Já.rnbrautum, nýjum akvegum og skólum, eem nemur meira en tuttugu og fimm þúsund ekrum, ðgrýtt slétt og eitt þaC bezta, sem til er t RauCar&rdalnum, vel þurkaC t kringrum Brokenhead héraCiC og útrúiC fyrlr plftg bftndan.. Viltu ekkl nfi. t land þarna, &Cur en verCiC margfaldaetT Núna mfi. ffi. þaC meC lfi.ru verCi, meC ákaflega vægum borgunar.kUmfi.lum. Betra aC hltta oss fljfttt, þvt löndln fljúra út. þetta er sfSaeta afbrarCs eplldan 1 fylkinu. LeltlC upplýslnga hjfi The Standard Trust Company 346 MAIN STTtEET WINNIPKG, MAN. C VIÐSKIFTABÆKUR (COUNTKH BOOKS Héma er tækifœri sem borgar sig að athuga! Samkvæmt verzlunar-löggjöf landsint, þurfa kaupmenn að nota viðskiftabækur, (Counter Books) Vér Köfum nú tekið að oss EINKAUMBOÐSSÖLU á VIÐSKIFTABÓKUM fyrir alla Vestur-Canada. Og er þetta einmitt sú tegundin sem yður vanhagar um. Það er beinn peninga sparnaður fyrir íslenzka Mat- vöru- og Álnavöru-kaupmenn að panta viðskifta- bækur aínar hjá oss. SITJIÐ VIÐ ÞANN ELDINN, SEM BEZT BRENNUR. SENDID PONTUN YÐAR STRAX! TIL Ct)E Columbía $5reðö LIMITED Cor. Sherbrooke & William, Winnipeé Tals. Garry 416—417 ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA I VESTURHEIMI P.O. Box 923, Winnipeg, Manitoba. f stjórnamefnd félagslns eru: eéra Rögnvaldui- Pétursson, for*ett, C50 Maryland str., Winnipeg; J6n J. Bíldfell, vara-fonseti, 2106 Por-Lftge »ve., Wpg.; Sig. Júl. Jóhftnnesson, skrifari, 957 Ingersoll etr., Wpg.; Asg. I. Blöndahl, vara-skrlfari, Wynyard, Sask.; S. D. B. Steph&nson, fj&rmfila-ritari, 729 Sherbrooke str., Wpg.; Stefán Einarsson, vara- fjfirmfilarttari, Arborg, Man.; Asm. P. Jóhannsson, gjaldkerl, 796 Victor str., Wpg. ; Sérfi Albert Krlstjánsson. vam-gjaldkerl., L/undar, Man.; og Sigurbjörn Slgurjónsson, skjalavörBur, 724 Beverley str„ Winnipeg. Fastafundl heflr nefndln fjóröa föstudfte hvers mánabar.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.