Lögberg - 21.08.1919, Side 4

Lögberg - 21.08.1919, Side 4
£ls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. ÁGÚST 1919 Mannfélags-þjónusta. Þetta skal gert meS heimsóknum, með sam- komum, og með því að fá hverjum einasta borg- ara verkefni í hendur, sem honum er geðþekt, og sem hann á að leysa af hendi ásamt öðrum samverkamönnum sínum. Hugmyndin er sú að glæða þá tilfinningu hjá hverjum einasta manni og hverri ein- ustu konu, að hún eða hann, feer ábyrgð á því, hvort líf borgarafélags þess sem þau til- heyra er fagurt eða ljótt, í sameiningu með hin- um öðrum borgurum þess—bera ábyrgð á því, hvort að einlægni, friður og bróðurhugur ríkir í þeim bæ, eða þeirri sveit, sem hann eða hún er búsett í. Og það er líka markmið stefnu þessarar að koma því inn í skilning allra, að til þess að lífið geti veriÖ fagurt, þá þurfi einnig að ríkja, ekki á meðal nokkurra manna, heldur á meðal allra, að láta menn skilja að þróttur borgaralegs lífs og fegurÖ, sé undir því kominn að allir séu eitt. Ekki að eins að nafninu, heldur í raun og sann- leika. Hreyfing þessi nefnist á ensku máli “Com- munity Service” (mannfélagsþjónusta). III. I. Þegar um atvinnugreinar er að ræða, þá er aðaláherzlan lögð á það, að ná sem fullkomn- ustu takmarki. > Verzlunarmaðurinn kostar kapps um reglu- semi og að láta verzlun sína vera sem aðgengi- legasta fyrir viðskiftavini sína og þá, sem lík- legir eru til þess að gjörast viÖskiftavinir. Læknirinn heldur huga sínum sívakandi fyrir því, sem er að gjörast á sviði vísindanna í hans sérstöku grein, svo að hann geti því bet- ur rækt köllun sína í lífinu—þá að lina sjúk- dómsþrautir mannanna. Bóndinn lætur sér ekki nægja að yrkja smá bletti af landi sínu á einhvern hátt. Hann yrkir alt landið sitt á þann hátt að það framleiði sem mestan og beztan forða, sjálfum honum til arðs og uppbyggingar. Reitir þeir sem þessir menn dvelja á í líf- inu eru ræktaðir — hylli viðskiftavinanna, hlý- hugur sjúklinganna og garður bóndans. En þetta eru alt einstaklings reitir, sem einstakling- urinn sem í hlut á hefir persónulegan hag af að rækta. En það eru til reitir, sem ekki eru einstak- bngs eign, heldur eign margra—eign heils bæj- arfélags, eða sveitarfélags, svo sem kirkjur, skólar, kirkjugarðar o. s. frv. Og það eru ein- mitt þeir reitirnir, sem eru eign almennings, sem betur lýsa hinu andiega og félagslega ástandi bæjanna eða sveitafélaganna, heldur en nokkuð annað. — Ef vér sjáum þá reiti sem almenningur á yfir að ráða ræktaða og prýdda, þá er hið andlega líf þess borgarafélags sem að þeim stendur í blóma. II. En það er fleira að rækta en kornakra, fleira að græða en sár líkamans. Það þarf líka að rækta hinn andlega akur vorn, svo að í honum geti vaxið ávextir drengskapar og kærleika. Og það er einmitt heppilegt, nú á þessum alvarlegu tímamótum, að gjöra upp reikninga í þeim sökum — nú þegar að þjónustu og fórn- færsluandinn hefir vaknað í hjörtum manna og kvenna. Það er tímabært segjum vér, að athuga hvórt að fórnfærsluandinn, sem stríðið hefir vakið í hjörtum kvenna jafnt sem karla, á að deyja að stríðinu loknu, eða hvort hann á að lifa og verða að ráðandi afli í borgarafélagi voru, sem flytur yl inn að hjartarótum manna, eykur góðvilja og glaðlyndi og tengir hönd við hönd. Ef vér fylgjumst vel með því, sem er að gjörast og þeim hugsjónum, sem fram koma umhverfis oss, þá sjáum vér að víðsvegar eru meðborgarar vorir vaknaðir til þeirrar meðvit- undar, að dygðir þær hinar fögru og göfugu, sem fram komu skýrar og fegurri nú við stríÖið heldur en áður átti sér stað alment, skuli ekki f. lla niður, heldur skuli andi fórnfærslunnar og þjónustuseminnar lifa—lifa til þess að hreinsa og rækta reit hins borgaralaga félagslífs mann- anna, og mun fáum blandast hugur um að þar sé verkefni óumræðilega mikið fyrir hendi — verkefni sem krefst bæði fórnfærslu og þjón- ustusemi. > Öll fegurð hefir upplyftandi og betrandi áhrif á mennina. Fagurlega bygð og vel ræktuð héruð eru óendanlega mikið tilkomumeiri en þau, sem illa eru setin. Auk þess sem þau gefa mönnum tvö- falt meiri arð og ánægjusamara iíf. — Það er svo í verklegum efnum og það er svo á sviðum þeim, sem andi mannsins ræður yfir. Og þegar vér lítum yfir þá andans reiti—félagsmál mann- antia—þá blandast víst engum manni hugur um, að þeir sem taka að sér að hreinsa og rækta þá reiti, eigi mikið og vandasamt verkefni fyrir hendi. En stríðið var mikið verkefni. Samt er það búið og unnið. Og því þá að örvænta um að geta hreinsað hina ýmsu félagsreiti heima fyrir svo að þeir verði líf-gefandi, í stað þess að vera seigdrepandi. Til þess virðist ekki hin minsta ástæða. Ef að menn og konur vilja í því mikla starfi sýna þá sömu fórnfýsi og þá sömu þjónustu, sem þeir sýndu í stríðinu. Hugmynd þeirra manna og þeirra kvenna, sem fyrir þessari hreyfingu standa er ekki ein- asta sú, að vekja menn og konur til þess að leysa trúlega af hendi hinar borgaralegu skyldur sín- t)r, heldur öllu fremur, til þess að auka þekkingu og samúð borgaranna hvers á öðrum og hvers til annars, kynna þá, ekki að eins fáeina, heldur alla, þann valdugasta og hinn lítilmótlegasta, þann ríkasta og hinn fátækasta, þann mentað- asta og hinn ófróðasta—sjá um að engin oln- bogabörn þurfi að sitja úti í horni, heldur að jrIur mannlegrar sálar vermi hvert hjarta. Þá er að minnast á Vestur-lslendinga í þessu sambandi. Enn sem komiÖ er hefir oss vitanlega ekki ein einasta rödd heyrst í þessa átt frá þeirra hálfu. Hvernig stendur á þvíf Er það af því að þeir álíti sig í því sambandi part af Canada- þjóðinni og beri því að leggja krafta sína fram í sameining við hana að því er þetta snertir. Það getur varla verið, því enn sem komiÖ er eru flest félagsmál Vestur-Islendinga sérmál- Eða máske að'þau séu í svo góðu lagi, að þau þurfi ekki endurbóta við? Máske að akurreitir liíns vestur-íslenzka félagslífs séu svo vel rækt- aðir að að þeim sé ekki þörf að hlúa. Ekki mun nokkur sá er til þekkir láta sér aetta í hug að halda því fram. Heldur mun það vera á vitorði allri manna, sem til þeirra mála þekkja og um þau hugsa, að aldrei í sögu Vest- ur-lslendinga hafi verið meiri þörf á að rækta ug hreinsa þann akur, en einmitt nú — sundur- lvndið, tortrygnin, óeinlægnin, ljótleikinn og heimskan, hefir víst sjaldan, eða aldrei átt eins víðtækt ítak í félagslífi Vestur-lslendinga eins og einmitt nú. Með öðrum orÖum, reitir hins vestur-ís- lenzka félagslífs eru víða að falla í órækt—lífs- magn þess er að þverra, ylur þess er að kulna svo að hann ornar ekki mannanna börnum nógu mikiÖ til þess að halda sig að honum. Vestur- íslenzki arineldurinn brennur ekki nógu glatt, til þess að menn geti vermt sig við hann. Ekki er það samt af því að eigi sé nægilega mikið til á meðal vor af eldsneyti—af andlegu afli, til þess að líf og fjör geti verið í félags- skap vorum, og heilbrigður og hressandi svali, heldur er það miklu fremur fyrir vantök sjálfra vor — sökum dreifingarinnar á kröftum vorum fyrir innbyrðis ósamlyndi. Þar er líka um að kenna gamalli erfðasynd frá ættlandinu — gömlum vana sem erfitt er að losast við og 'sem á rót sína að rekja til hinna strjálbygÖu sveita íslands—samgöngutækjanna erfiðu, og þar af leiðandi lítilfjörlegs félagslífs, sem gjörði menn einræna og oft óþjála til félags- legrar samvinnu. Þar er og um að kenna áhugaleysi fólksins sjálfs, stærri eða smærri hluta fólksins sjálfs, og skilningsleysi á því, að ef að hinir félagslegu reitir vor á meðal eru ekki hreinir og í góðri rækt, þá verða þeir bæði ljótir og framleiða ekk- ert annað en illgresi. 0g svo er líka annað, sem spillir samvinnu ivorri, og það er að þegar að menn finna til þess að þeir sem meiri eru fyrir sér en aðrir, eru að nota þá lítilsigldari, til þess að fleyta sér áfram að einhverju marki í Kfinu, sem þeir sjálfir vilja ná, en láta sig að öðru leyti ekkert varða um þá. Það verður víst hverjum manni 'ljóst, sem um það hugsar, að vankantarnir á félagslífi Vor Vestur-lslendinga eru stórir, margir og ljótir, og Kka það að þeir þurfa að lagast. Hverjir eru það nú vor á meÖal, sem vilja takast það verk á hendurf Hverjir eða hverjar eru það, sem vilja gangast fyrir hinni nýju hreyfingu á meÖal vor Vestur-ísiendinga, og gjörast félags þjónar? Hverjir eru þeir, sem vilja gangast fyrir að breinsa og rækta hina félagslegu reiti vor Vest- ur-íslendinga? Hverjir eru þeir, sem vilja gangast fyrir því vor á meðal, að engum Vestur-íslendingi þurfi að leiðast eða þurfi að vera kalt sökum þess að þeir eigi ekki kost á að verma sig við hinn fé- lagslega arineld vorn ogjséu þar ekki velkomnir ? Hverjir vilja leita uppi hina mörgu vor á meðal, sem aldrei hafa tekið í höndina á félags- bróður eða félagssystur. Sem enginn hefir hirt um, í félagslegum skilningi til neins, nema máske til þess að greiða atkvæði, þegar um kosn- ingar var að ræða, og rétta þeirn hlýja hönd og láta þá finna til þess, að þeir séu velkomnir í fé- lagsskap vorn, og að þeir eiga þar heima? Hverjir eða hverjar vilja verða til þess að innleiÖa hina nýju hreyfingu mannfélagsþjón- ustunnar til vor Vestur-lslendinga? “19. Júní“ * Svo er nafnið á blaði einu, gefnu út í Reykjavík, undir stjórn ungfrú Ingu L. Lárus- dóttur, prests Benediktssonar frá Selárdal. Ekki efast eg um að sumum kunni að þykja þetta skrítilegt nafn á blaði, að minsta kosti í svipinn, meðan mönnum er eigi ljóst hvað að baki nafnsins felst. En að fengnum nægilegum upplýsingum mun það mega teljast nokkurn veginn víst, að almenningur sætti sig eigi ein- ungis við nafnið, heldur einnig viðurkenni það þeinlínis óhjákvæmilegt. — Þann 19. júní 1917 öðlaðist konungsstað- festingu hin nýja stjórnarskrá Islendinga, sú, er ásamt ýmsum öðrum mikilvægum réttarbót- um, veitti íslenzkum konum fult jafnrótti við 'karlmenn. Islenzkar konur höfðu um langt áraskeið barist allsnarplega fyrir réttindum sínum, og auðvitað sætt nokkurri mótspyrnu, eins og víð- ar hefir viljað brenna við. En þær áttu altaf í sín- um eigin hópi bjartsýna leiðtoga, með óbilandi viljaþrek og sigurtraust, og þess vegna var það, að þótt hálfgert dauðamók sýndist oft og einatt hvíla yfir ýmsum hinum svokölluðu stærri mál- um þjóÖarinnar, þá var kvenréttindamálið sí- felt glaðvakandi, enda engu Kkara en forvígis- konurnar skorti aldrei byr, líkt og haft er í minnum um Hrafnistumenn. 1 hópi hinna eldri frömuða kvenréttinda- málsins má benda á Þorbjörgu Sveinsdóttir, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Theodoru Thoroddsen og Ólafíu Jóhannsdóttir. Þessar konur allar háðu langa, sameiginlega baráttu, fyrir einu og sama máli, þótt Þorbjörg væri vitanlega þeirra miklu elzt. Frú Bríet stofnaði Kvenna- blaðið og gaf það út í alilmörg ár, og munu fáir vita til hlítar hve harða baráttu hún háði, þó eigi ólíklegt að þeim sé að nokkru ljóst, er ögn þekkja til blaðaútgáfu á Islandi, og vita hverj- um annmörkum hún er bundin. Á meðal hinna yngri kvenna heima á Fróni, er staÖið hafa mjög framarla í kvenréttinda- fylkingunni hljóta að teljast þær Ingibjörg H. Bjarnason, forstöðukona kvennaskólans í Rvík, Laufey Yilhjálmsdóttir, kona Guðmundar Finn- bogasonar og Ingá L. Lárusdóttir, ritstjóri kvennablaðsins “19. júní”. Eg hefi lesiÖ nokkur númer af “19..júní” og sannfærst um að þar er á ferðinni stórnýti- legt blað, með hollum og heilbrigSum skoðunum, sem allan almenning varða, og þó vitanlega eigi sízt kvenþjóðina, eins og gefur að skilja, þar sem blaðið er stófnað velferðarmálum hennar til stuðnings. 1 ávarpi til kaupendanna, sem birtist í 1. lölublaði II. árgangs, er erindi blaðsins til al- mennings svo greinilega lýst, að mér virðist vel viðeigandi að prenta upp úr því þenna stutta kafla: “Allar vonum við að erfiÖleikar þessara ára verði ekki ævarandi. 0g sem aðstandandi þessa litla blaðs, vona eg að það geti vaxið með aldrinum, náð meiri fesfcu og þroska, notið sam- vinnu við konur og orðið boðberi meðal íslenzkra kvenna vestan hafs og ausfan, er flytji fregnir og fræðslu um öll þau mál, er konur varða. [ blaðinu er orðið frjálst öllum þeim, sem vilja ræða þar áhugamál sín, stuttort og gagnort, og með þakklæti er þar tekiÖ á móti allri þeirri. fræðslu, er að gagni má verða nú á þessum erf- iðu tímum. Ýmsar konur hafa á þessu ári styrkt blaÖið að efni til. Er eg þeim mjög þakklát fyrir. — Vildi eg mega eiga víst að þeim fjölgaði en fækkaði ekki á þessu ári. 'Stefna blaðsins er engin önnur en sú, að vera svo langt sem kraft- amir leyfa, taug, er tengi oss saman, dragi úr fjarlægðunum, en auki góð kynni vor á meðal, sem svo getur, ef góður vilji er með, orðið til einhverra framkvæmda.” Blaðið hefir á stefnuskrá sinni hvert mann- úðarmálið öðru fegurra. Eitt þeirra er land- spítalamálið, mun það hvergi eiga betri tals- menn, en á meÖal kvenþjóðarinnar íslenzku. Þó munu fáar konur hafa tekið við það meira ástfóstri, en einmitt þær, er að útgáfu “19. júní” standa. — Sem eitt dæmi þess, hve fjölbreytt blaÖ þetta er að efni, má telja eftirgreindar fer- skeytlur, sem í því hafa verið að birtast að und- anförnu. Sumar þeirra hafa á sér auðsæ fingra- för Andrésar heitins Bjömssonar, eins þess hæfnasta ferskeytlumeistara, sem Islanr hefir eignast á seinni árum, Theororu Thoroddsen o. fl.: Vorum ljóðum veittu skil vífin góð til þrifa. Hjálpaði óðar elskan til okkar þjóð að lifa. Þeir, sem elska hörpuhljóm og hreina þekkja tóna, á auÖninni finna einatt blóm og yl við kalda stóna. Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur, seinna er hún oft í höndum hans hvöss sem byssustingur. Nokkrir æpa og hafa hátt og hampa djúpum sárum. En þá eg vissi er þuldu fátt og þurrum grétu támm. Það á svo margur maður bágt mig hefir furðað tíðum hvað þeir gátu grátið lágt í gaddi og krapahríðum. Geiglaus lífs um grýttan stig gleypti eg skvettu marga. En þegar svefninn svíkur mig sé eg fátt til bjarga. Það er ei ávalt gull sem gljár, eða gimsteinar sem ljóma. Svo er það oft, að sorg og tár sitja milli blóma. Eg hefi ávalt verið þeirrar skoðunar, að við val bóka þeirra og blaða, er menn lesa á annaÖ borð, verði aldrei ofmikillar vandvirkni gætt. Bækur og blöð setja ávalt að einhverju leyti innsigli sitt á sálarKf lesandans, og þess vegna ríður lífið á að lesa eihungis það, sem heilbrigð- ast er, sannast og fegurst. — Hér í Vesturvegi rignir yfir oss daglega hinu og þessu dóti í bæklingsformi, sem vægast talað, er hvorki vont HERMENN! Ávísanir og víxlar, er gildi borgun og uppbót til hermanna í “Sterling Exchange”, verða teknir gildir í þessum banka fyrir $4.86 2-3. fyrir sterlingpundið. Vér sendum peninga fyrir hermenn hvert sem er í Canada, þar sem vér höfum útibú, endurgjalds- laust. Notro Dame Hruncb—W. H. HAMIIVTON, Manajicr. Selklrk Branch—F. J. MANNING, Manager. Í«HHI ihiibii! nHi'iiKimmimimmiMiinnnMmii The Royal Bank of Canada HöfuCstðll lögglJtur $25.000,000 VarasjóSur.. $16,400,000 Forsetl ... Vara-forsetl Aðal-ráðsmaður HöfuSstóll greiddur $16,100,000 Total Assets over. . $460,000,000 Sir HERBERT S. HOIjT E. L/. PEASE - c. E NEHjIj Allskonar bankastörf afg^-eidd. Vér byrjum reikninga vlB elnstakllnga •8a félög og sanngjarnir akilmálar velttir. Avfsanir seldar tll hvaSa I~ staBar sem er á Islandl. Sérstakur gaumur gefinn sparirjóBslnnlögum, _ sem byrja má meB 1 dollar. Rentur lagBar viC á hverjum 6 m&nuSum. WINNIPEG (West End) BRANCHES Cor. WEIIiam & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson. Manager Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager. .Iii«lll!BIIIIHIiailllHIII!MIII!B!U!H!l!IHIIIIH«!!BI!l!HIBIII!aillHllliaill!HI!!!HI!ÍIHIII!BIIIIHI1IIHIIIIBII!Hlliaillll né gott, og á því að minsta kosti lítið erindi til fólksins. Það er því sýnt, að eigi viðleitni vor í sam- bandi við íslenzkt þjóðræknisviðhald hérna meg- inhafsins, að verða annað og meira en vindhögg, eða fyrirhyggjulaust fálm, þá megum vér til með að halda óslitnum andlegu samböndunum við ísland, og það gerum vér með því eina móti að kaupa það sem bezt er, heilbrigðast og hrein- ast í bókmentum heimaþjóðarinnar. Það ér lífsskilyrðið fyrir viðhaldi voriíir göfugu tungu. Eg get fullvissað menn um að það kaupir enginn köttinn í sekknum, er les Kvennaiblaðið “19. júní”. — Stefna blaÖsins er frjálsmannleg, kenningarnar allar heilbrigðar, og þar að auki gengur enginn þess dulinn, að blaðið er skrifað á islenzku! E .P. J. Minni Canada. Flutt af Ástu Austmann, B.A. að Wynyard, 2. ágúst 1919. Háttvirtu tilheyrendur! Mér er það sérstakt ánægjuefni að mæla fyrir minni Canada. Fyrst vegna þess að mér þykir vænt um landið. Og þó að gamla fólkið segi mér að himininn sé blárri, grasið grænna, vötnin tær- ari og árnar yndislegri “heima”, ímynda eg mér samt, að ef unga íólkið hér flyttist búferlum til gamla landsins og eftir margra ára strit færi að minnast æsku- stöðvanna, gæti svo farið að end- urminningar ungdómsáranna köst- uðu líka bjarma sínum yfir heima- landið. Og í öðru lagi hefir það gefið mér tækifæri að sjá hina frjósömu og fögru Vatnabygð ís- lendinga í Canada. Eitt aðal spursmálið sem liggur fyrir Canada nú, sem liggur fyrir öllum þjóðum heimsins á þessum tíma er hvernig eigi að koma á samvinnu með verkalýð og pen- ingamönnum. Og verkalýðurinn er eins og vindurinn, hann hefir aflið—og við það er erfitt að ráða. En nú er ekki lengur hægt að skjóta skolleyrunum við kröfum verkalýðsins. Á hinum síðustu fimtíu árum hefir kaup hækkað, vinnutími verið styttur og kjör verkamannsins í mörgu bætt. það er hugmynd sumra mikilhæfra manna að lengra en þetta verði ekki komist, nema með því móti að einhverju nýju skipulagi verði komið á samvinnu verkalýðs og peningamanna. En mikið vill meira. Verkamaðurinn biður alt af um meira og meira kaup, styttri og styttri vinnutíma. En peningamaðurinn stendur fastur fyrir og keppist alt af við að græða fé — að græða fé. En ekki er með öllu loku fyrir það skotið að hægt sé að leiða báð- um hlutaðeigendum það fyrir sjón- ir, hversu skaðleg þessi stefna sé fyrir báða, og það án þess að for- dæma alveg eignarrétt einstak- lingsins, eftir dæmi hinna öfga- mestu sócíaíista. par sem tvær gjörólíkar stefn- ur vilja reiða hvor annari bana- högg, hlýtur æskilegur millivegur að vera til. pað er ekki néma sanngjarnt að hverjum skuli vera launað eftir verðmæti verksins sem hann vinnur. Segjum svo að þetta sé gjört við stórt fyrirtæki, þar sem óhjákvæmilegt er að nota mikinn jeningahöfuðstól, og að samt sé mikill ágóði. Er nokkurt réttlæti I því að heimta allan ágóðann fyrir eiganda höfuðstóls- ins? Er og heldur nokkurt rétt- læti í því að búast við að miljóna- mæringurinn sé viljugur til þess að láta nota fé sitt án nokkurs endurgjalds ? En þarna er auð- sætt áð til er millívegur. pessi millivegur, að skifta ágóða milli eigenda eftir höfuðstóls upphæð, milli ráðsmanna eftir hæfileikum og ráðsmensku, og milli verka- manna eftir ötulleik og trúmensku. pessi millivegur er þó ein mögu- leg ráðning vandamáls. Rússlandi má að mörgu leyti líkja við Canada, að landslagi, tíð- arfari og fleiru. pað er gömul munnmælasaga að hinir gömlu Slavnesku höfðingjar hafi eitt sinn sent Norðmönnum orð á þessa leið: “Land vort er mikið og frjó- samt, en í því er stjórnleysi og óregla, komið þér og ríkið yfir oss.” Nú er aftur komin óstjórn og óregla á Rússlandi. Að hve miklu leyti hefir hin mikla Bolsheviki hreyfing snert oss? Hvers kyns er hún? Sumir tetla að þessi hreyfing sé uppruna- iega sprottin frá pýzkalandi, eigi ekkert skylt við frjálsa stjórn og leiði aðeins til þess—á Rúss- landi — ef Samherjar sitji af- skiftalausir að koma á einveldis herstjórn. En annar flokkur virð- ist álíta þessa Bolsheviki hreyfing sama eðlis og uppreisn Frakka 1789. Á móti hinu fyrnefnda stendur Canada sem einn maður. Hin síðar nefnda hugsun getur breytt afstöðu vorri gagnvart Rússlandi, en getur ekki komið til neinna mála hér heima fyrir, ef vel er að gætt, vegna þess að til að réttlæta og gera slíka uppreist mögulega, verður alþýða landsins að vera kúguð og ómentuð. Af- leiðing kúgunar er uppreist, og stjórnleysi kemur af þekkingar- leysi. “Tveim skjöldum lék ek aldrei”, sagði Eyvindur skáldáspillir, höf- uðskáld Norðmanna á 10. öld. Stefna þeirra gömlu manna var mjög ákveðin og þeir áttu margir hægt með að segja þetta. Nú, í Canada sem annarsstaðar er lífið orðið svo margbrotið og flókið að fjöldinn gengur “brautina fram eftir veg”, meira og minna blind- andi. Er þá þessi gamli og góði málsháttur fornmanna að verða úreltur? Enska skáldið Keats, sem hafði hina gömlu Grikkja ást og trú á fegurðinni sagði: “Falleg hug- sjón er ævarandi, hún getur aldrei að engu orðið”. Ef þetta er svo, þá hlítur hin gamla hugsjón í málshættinum að vara enn. Höf- um orð gamla Eyvindar í huga. Ef til vill verður það einhver ‘ Norðmaðurinn” sem kemur fram með stórkostlegar stjórnmálagáf- ur og situr við stýrið hér. Hver veit? Hvar stöndum vér gagnvart einu öðru aðalspursmáli dagsins— hinni núverandi sambandsstjórn? Eigum vér í því máli fremur öðr- um að “leika tveim skjöldum”? pað geta verið misjafnar skoðanir um einlægni eða þá um afreksverk stjórnarinnar. pað er víst óhjá- kvæmilegt að svo sé. En þeirri hugmynd fylgir enginn hugsunar- réttur að varanlegt samband geti átt sér stað með mönnum, sem hafa gjörólíkar hugmyndir um lífsspursmál framtíðarinnar, að- eins vegna þess að fyrir tveim ár- um var stefna þeirra sú hin sama gagnvart spursmáli, sem nú er út- kljáð, og hefir því ekki Iengur ann- að en sögulega merking. pess vegna tel eg það ekki nema rétt og sjálfsagt að stjórnarbreyting verði i Canada von bráðar. En þetta er ekki nema eðlileg afleið- /

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.