Lögberg - 21.08.1919, Page 5

Lögberg - 21.08.1919, Page 5
LÖGBERG.- FIMTUDAGINN 21. ÁGIÍST 1919 Bls. 5 Sjóðið matinn á Rafmagns vél Og SPARID peninga, ^tíma og vinnu ; City Light & Power j : 54 King Street ; SBIIIIBII!aillHlllinilHI!nnitlBiBlHH!!liaWiaDIIBI0IV!HI!l1Bll!IBlK»BIIIHIHIIIia;iilBÍS Music, og hlutið eftirfarandi einkunnir: Intermediate Pianoforte: Vera J. Ferguson, fyrstu einkunn. Primary Pianoforte: Erlendur Anderson, ágætiseinkunn; Eliza- b'eth Jones og Alexandra Jones, fyrstu einkunn. Elementary Pianoforte: Alla Anderson, ágætiseinkunn; Pearl Anderson, Emma Christianson og Commie Davies, fyrstu einkunn. priðju einkunn hlutu: Sylvia Ingimundarson, Hazel Burton og Ella Sveinbjörnsson. Introductory Pianoforte: Jan McDonald, ágætiseinkunn; Sigrún M. Benson og Hilda Jack, fyrstu einkunn. Flugferðir á Islandi . ing þess að stríðið er búið, og því þurfa ekki að fylgja neinar æs- ingar. Ó, þér ungu menn Canadalands, hvílíkt tækifæri til stjórnmála eigið þér hér nú! pér megið ekki segja: “Eg er bóndi, eg er kaup- maður, lögmaður, læknir, hvað koma mér stjórnmál við?” Koma þér við! pað er heilög skylda sem landið leggur yður á herðar, og hver og einn sem undan færist styður þar með harðstjórn og ein- veldi. Bretland var fyrsta stór- þjóð heimsins til þess að standa á móti hinni þýzku hugsun að nóg sé að gjöra eitt verk, sé það gjört vel. Og mótbáran er fólgin í því að maðurinn er ekki eins og vél — hann getur jafnvel ekki gjört þetta eina verk vel, nema honum sé frjálst að sjá út yfir landamæri þess. Og þér afturkomnu hermenn, þökk fyrir vel unnið verk. Eg hefi heyrt (ekki hér) fólk and- mæla yður, og eg veit að það get- ur stundum verið erfiðari barátta heima en skildi. En mikil er fram- tíðin, og hún liggur að mjög miklu leyti í yðar höndum. Verið her- menn réttar og framkvæmda, þessa unga lands. Mótspyrnan máske hnekkir smámenninu, en stórmennin vaxa aðeins við hana. pað er eitt sem eg vildi benda yður sérstaklega á og það er, að viðurkenna aldrei að þér séuð að verða undir í baráttunni fyrir góð- um málstað. “19. Júní” Mánaðarblað, útgefið í Reykja- vík. Ritstjóri Inga L. Lárusdóttir. Verð $1.00 árg. I. og II. árg. og fylgirit, fæst nú á $1.50—alt nema fyrsta tölubl., sem er þrotið. “19. júní” er boðberi meðal íslenzkra kvenna, vestan hafs og austan, og flytur fregnir og fræðslu um öli þau mál, er konur varða. Útsölumaður: FINNUR JOHNSON. Loftskeyti frá London, 10. júlí. Sú fregn hefir borist hingað frá Kaupmannahöfn, að á fslandi sé stofnað félag, sem ætli að koma á rcglubundnum flugferðum milli ýmsra kaupstaða innanlands, og eins flugferðum milli íslands og útlanda. Capt. Cecil Faber er á leið til fslands með flugvélar og með hon- um er vélfræðingur {mekaniker). Aðalstöð loftsiglinganna verður í Reykjavík. 698 Sargent Ave., Winnipeg. Talsímar: Sh. 1407 og G. 2541. Messuboð. Guðsþjónustur verða haldnar: I J. Bjarnasonar söfnuði 24. ágúst (í Siglunes skóla kl. 11.30 f. h. Hayland Hall kl. 2Y2 e. h.) í Betaníu söfn. kl. 2 e.h. 31. ágúst. f Betel söfn. 7. sept. (í R. Connor skóla kl. IIY2 f-h. Silver Bay skóla kl. 2 Y2 e.h. Ashern kl. 7 , e. h.) í Skálholts söfn. kl. 2 e. h., 14. sept. í Hóla söfn. kl. 2 e.h., 21. sept. í J. Bjarnasonar söfn. (Hayland) kl. 2 e.h., 28. sept. Hayland, 12. ágúst 1919. Adam porgrímsson. !> Hljómlista próf. pessir nemendur Miss Lillie Sölvason, Selkirk, hafa tekið próf við Toronto Conservatory of Ritstjórinn hefir átt tal um 'etta við einn af stjórnendum Flugfélagsins hérna og spurt hann hvað hæft væri í þessari fregn. Hann kvað það fjarri sanni, að hugsað væri til flugferða milli fs- lands og útlanda að svo komnu og eigi mundi heldur teknar upp reglubundnar ferðir milli kaup- staða innanlands. Flugmaðurinn sem hingað kom í vor, Rolf Zimsen liðsforingi, hef- ir ekkert getað aðhafst sökum þess að vélin sem félagið hafði fest kaup á var þýzk og fékst eigi flutt hingað til lands fyrir Bretum. Varð þá flugfélagið að leita fyrir sér á ný um útvegun á vél hingað og varð það úr að það sneri sér til “Dansk Luftfarsselskab”, sem er félag nýstofnað í Danmörku, með því markmiði að koma á flugferð- um þar í landi og útvegaði það bæði vél og mann, sem væntanlega leggur af stfeð frá Khöfn með s-s “ísland” í dag. Maður sá, seni Vér tölum nú mþkið um frið, En hér í þessu landi er enginn friður. Hér er hafið nýtt stríð og hér er barist með nýjum vopnum. Vér óskum innilega að því stríði linhi ekki fyr en rétturinn hefir sigrað. En þetta er erfitt stríð, og þó vopnin séu ekki úr stáli, er lík- legt að margur eigi eftir að falla hér í valinn. Hvernig er með þessi canadisku réttindi vor út í frá. Nýlega virð- ist hafa verið gjörð tilraun til þess &ð vér töpúðum atkvæðisrétti vor- um á hinu nýja alheimsþingi. Canadiskur borgari hefir í raun og veru öll sömu réttindi og brezk- ur borgari hvar í heimi sem er; en vér verðum að sjá til að þetta sé skýrt tekið fram, sérstaklega til mentunar og fræðslu fyrir þá, sem enn álíta að þeir eigi hinar brezku nýlendur. “öllum er sama um hina jörpu mína, af því eg á hana”, sagði karl nokkur. Vita- skuld — hann átti að gæta jarpar sinnar. Og við hér verðum að gæta að því að ekki sé traðkað á réttindum eða heiðri Canada. Mjög margir landeigendur á Bretlandi eru sem stendur að selja eignir sínar. Peningar þeir sem inn koma eru oft notaðir til þess að kaupa stórar landspildur í ný- lendunum. Sagt er að brezkur hertogi hafi keypt stóra land- spildu í Canada, og nú um daginn lávarður einn aðra. Af þessu get- ur leitt að í Canada vaxi upp bændaaðall af stofni, og ef til vill með nafnbótum hins brezka bænda aðals. Persónulega er eg eindreg- ið með því að Canada eignist bændaaðal, því fyrr því betur. En sá aðall má ekki vera með brezk- um eða jafnvel canadiskum nafn- bótum. Til þess að verða landinu til heilla verður hann að eiga eðli- legan uppvöxt í landinu sjálfu. pér sjáið því, þó ekki væri nema af þessu dæmi, hversu afar áríð- andi það er fyrir núverandi kyn- slóð að gera sér glögga grein fyr- ir hvert þeir vilja stefna. Nú nægir engin ringulreið, engar stefnulausar æsingar, því þó al- drei fyr hafi verið þörf á stefnu- festu, þá er það nú. Vér höfum lært að leggja þurfi stundum lífið í sölurnar fyrir landið. pað sem vér þurfum æ betur og betur að læra er að lifa fyrir landið. pér Islendingar í Canada hafið fengið sérstakt lof fyrir að vera góðir borgarar. Gleymið ekki binum æðri þegnskyldum yðar, takið líka þátt 1 ráðningu hinna stóru spursmála þessarar ungu þjóðar, því að eg er sannfærð um að af því muni gott leiða, vegna þess að það er á móti öllu Norð- manna eðli að “leika tveim skjöld- um”. V estur-í slendingar, í forfeðra kjölfar um sollinn sæ þið siglduð í Ijósvon um betri hag, þið feður og afar! Úr bjálkum bæ þið bygðuð — og eygðuð þar nýrri dag. pið vissuð hvað skort hafði feðra Frón, að frelsið, sem þráðuð, hér ríkti nóg þar björguleg sveitin við brosti sjón með blómskrýddar grundir og vötn og skóg. / Og kynstofninn íslenzki sigursæll við sérhverja framsókn þá orðstír hlaut, er kúgunar lengur ei kramdi hæll og kraftanna loksins að fullu naut. Og meðan að sann-íslenzk blossa bál sá bilar ei þróttur unz sigri nær — Á meðan ei fyrnist vort feðra mál er framtíðin heillandi björt og skær! pið bi^æður og systur! Ef verndið vel alt verðmætt og dýrmætt í þjóðararf svo fái ei grandað því feigðar él, á fósturströnd nýrri alt blessast starf, því þátíðin opnar þær dýrðar-dyr við drauma og vonir þar þroskun gefgt — og samtíðin verður þá fegri’ en fyr, og framtíðin bjart inn í ljósið vefst. Ó. T. Johnson. (Prentað upp úr skemtiskrá Islendingadagsins.) Mig langar. pá blómknappar brosa á vorin 'og breiða sinn ilm yfir heim, og fuglarnir fagnandi syngja með frelsis og gleðinnar hreim. pá huga mig langar að lyfta og ljóða sem fuglinn á grein og sólu mót brosa sem blómin svo bjartleit og fögur og hrein. Pó söngraddir heyri eg hljóma það hugdrauma dýrasta mál, þá langar mig strengina að stilla sem stríða í vonfullri sál. Já, strengina ste^ku er óma sem straumkast um hugarins djúp. Mig langar þá kveða í kvæði og klæða í orðanna hjúp. J Mig langar að skrifa, já, skrifa og skrá það á tímanna spjöld er lifi um ókomnar aldir og ofsóknir þoli og völd. Mig langar að hræra í huga, þær hugsjónir framtíðar lands, og raddir sem helgastar hljóma í hjarta hvers einasta manns. Mig langar um ljósheima svífa í lífgandi vonanna blæ, og flytjast með glitrandi geislum er glampa á víðáttu sæ. Mig langar að óskirnar allar og alt sem að eg hefi þráð . Já, alt það um æfina rætist og endist þó ei verði skráð. Bergþór Emil Johnson. Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greinarkafli eftir Starfsmann Alþýðumáladeildarinnar. J. H. EIJjIS. Rxperimentalist, INNVORTIS MAGNLEYSI “Fr'uit-a-tives” Læknaði Fljótt J?enna Skæða Sjúkdóm. 589 C’a,sKrain Street, Montreal. A8 mfnum dóm! er ekkert meSal jafn ðyggjandi gegn uppþembu og meltingarleysi eins og ‘Fruit-a- tives’. Eg hafSl þjá8st í fimm ár, og hreyfingarleysið, sem fylgdi Music atvinnu mipnl, orsakaCi Innvortis máttleysi, með höfu8verk, þyngsl- um, gasþembu eftir máltlSir, og bakþrautum. Mér var ráSIagt ‘Fruit-a-tives’, og sfSustu sex mánuSina hefi eg veriS j alheill.” A. ROSENBURG. 50c hylkið, 6 á. $2.50, reynslu- skerfur 25c. Fæst 1 öllum verzlun- um, etSa sent gegn eftirkröfu frá. Fruit-a-tives Limited, Ottawa. kemur, er Cecil Faber, sonur Har- ald Fabers ríkisráðunauts Dana í London. Hann er þaulæfður flug- maður og kafteinn í flugher Breta og hefir verið í stríðinu síðan 1915. Hefir hann skotið niður margar þýzkar flugvélar. Maður þessi er nú genginn í þjónustu danska félagsins, sem áður var nefnt, og hefir dvalið í Danmörku nú undanfarandi til að undirbúa starfsvið félagsins og á- ætlanir. Og nú kemur hann hing-! að í sömu eríndagerðum fyrir flugfélagið' íslenzka. Er oss happ að því að fá hingað þaulreyndan mann, vanan beztu flugtækjunum, sem til eru í heiminum. Vélin, sem hann kemur með, er ensk og vel vönduð en lítil. Mun Faber ætla að nota ferð sína í sumar til að kynnast staðháttum svo, að hann geti lagt ráðin á um hverjar tegundir véla muni reynast hent- ugastar hér á landi, og hver til- högun skuli höfð á flugferðum yfirleitt.—ísafold. Smávegis. Tutéugu ára gamall sjóbyrtingur. Sagt hefir verið frá því í blöð- unum að nýlega sé dauður á Skot- landi sjóbyrtingur, sem hafi ver- ið búinn að lifa í vatnsþró í tuttugu ár. Fiskurinn veiddist í ánni Evan, sem er lítið vatnsfall og rennur í Annan ána nálægt Moffat. Ekki vissu menn hvað hann var þá gamall, hann hefir að sjálfsögðu hlotið að vera ungur. Sá sem veiddi fiskinn slepti honum í brunn eða vatnsþró, sem er rétt hjá Beatlock, meðfram Colidonia járnbrautinni. Járnbrautarþjónun- um þótti gaman að fiskinum og létu sér hugarhaldið um hann, færðu honum fæðu þegar tími og tækifæri leyfði, og þurftu menn þá ekki annað en rétta fram lóf- ann, kom þá byrtingurinn og át fæðu sína úr honum, s'vo var hann orðinn spakur. Vinnugefin stúlka. Stúlka ein tólf ára gömul í Cleveland, hefir unnið sér inn nógu mikla peninga til’ þess að kaupa sér nokkur Liberty Bonds, og mikið af stríðsfrímerkjifm. Um daginn fór hún og innvann sér $14.00, næsta dag $10.00, dag- inn þar á eftir $12.00. Peninga þessa fékk hún fyrir blóm, sem hún ræktaði í ofurlitl- um garði, sem hún hafði sjálf stungið upp, sáð í og séð um. “pegar eg er búin að selja Baunagrasið mitt,” segir hún, “þá fer efc að selja aðrar tegundir af haustblómum, sem eg á í garðin- um mínum og hefi sjálf ræktað.” pessi stúlka kom ásamt foreldr- um sínum og ungum bróður frá Svisslandi fyrir fjórum árum síð- an. Hún seldi dagblöð, áður en hún gat talað málið. pegar hún byrjaði á því átti hún þrjú cent og keypti eitt blað, næsta dag voru centin orðin fimm að tölu, og þannig uxu þau þar til þau urðu að dollurum. Svo fór hún að gjöra ýms smá viðvik fyrir ná- grannana, hjálpa til þess að gæta barnanna fyrir nágrannakonurnar á daginn og hlaupa í búðirnar fyrir þær. “En bezt á blómarækt- in við mig”, segir hún. “Blómin eru svo falleg.” Hún kaupir sín eigin föt, skóla- bækur sínar og annað, sem hún þarf á að halda. “En mest af peningum mínum geymi eg til þess að borga fyrir háskólanám mitt”, segir hún, “því eg hefi ráðið við mig að ganga mentaveg- inn.” Fáfræði á háu stigi. Dr. Simon Flexner, sem er við Rockefeller stofnunina í New York, sem Frakkar hafa nýlega sæmt heiðursmerki, segir eftir- farandi sögu. “Vanþekking sumra manna í sambandi við sjúkdóma og lækn- ingar er alveg afskapleg. Eg þekki X-geisla sérfræðing, sem fékk bréf frá bónda einum í Vest- urfylkjunum núna um daginn, og í því stóð þetta: ‘Kæri herra! Eg hefi haft nagla fyrir brjóstinu í 17 ár, en hefi svo mikið að gjöra að eg hefi engan tíma til þess að taka mér ferð á hendur til New York. pess vegna vildi eg óska að þú vildir koma hingað til Paris Comers og hafa geislana með þér, og skal eg sjá um að þú fáir ferðina borgaða. Ef þú skyldir ekki hafa tíma til þess að koma sjálfur, þá sendu mér svo sem tólf af þessum köss- um, sem geislarnir eru geymdir í, ásamt fyrirsögn um hvernig að með skuli fara, svo skal eg reyna að gjöra hitt sjálfur.’ X-geisla sérfræðingurinn svar- aði á þessa leið: ‘Kæri vin. Mér þykir fyrir að geta ekki komið til Paris Comers, og þar ofan í kaupið hefi eg enga geisla við þendina. Ef þú getur ekki komið sjálfur til New York, þá sendu mér brjóstið úr þér með pósti. Skal eg þá reyna að sjá hvað hægt er að gera’.” Hár aldur. Kentuckey gjörir kröfu til þess að eiga eldri son en nokkurt ann- að ríki. Maður nokkur heitir John Shell og býr í Greasy Creek, Leslie County, og segja þeir að hann sé sá elzti á meðal núlifandi manna. Hann er sagður að vera fæddur 3. sept. 1801, og er því 118 ára, ef hann lifir til 3. sept. n.k. Er þá ákveðinn fagnaður mikill með- al kunningja hans og nágranna. Hann er enn svo ern að hann les hvaða letur sem er, fer á veið- ar og er ein hin bezta skytta. “Æfi mín hefir verið eins og op- in bók,” segir hann. “Eg hefi lif- að sem næst hjarta náttúrunnar, eg hefi borðað hreinan mat og drukkið hreint vatn, haft nóga hreyfingu og drukkið dálítið af hreinu víni og tuggið tóbak hóf- lega. Eg er útí altaf þegar eg get, helst uppi á fjöllum og teiga að mér fjallaloftið tært og frískandi. Eg hefi aldrei verið veíkur ag al- drei brúkað meðöl, og eg tel mig sælan á maðan eg þarf ekki að komast í hendurnar á þessum nú- tíðar læknum.” Uncle Johnnie, eins og hann er kallaður af nágrönnum sínum, er þrígiftur, og hefir átt ellefu börn, og fleiri barnabörn heldur en hann sjálfur man eftir. Sonur Charles Dickens. Skáldið og rithöfundurinn Charles Dickens var um eitt skeið skrifari á lögfræðingaskrifstofu í Lundúnum, og kom honum það vel á seinni árum, þegar hann var að lýsa réttahaldinu og dómsmál- unum I sögum sínum, sem enn eru víðlesnari en sögur nokkurra af nútíðar skáldsagnahöfundum. Son- ur Charles Dickens, Henry F. Dickens les lögfræði, og gjörði málafærslu að lífsstarfi sínu, og hefir hann verið lögfræðingur um langt skeið í Lundúnaborg og hef- ir verið konunglegur málafærslu- maður þar í 27 ár, og er hann fyr- ir ættingjum sínum í flestu. Nú rétt nýlega varð það vitan- legt að Mr. Dickens hefði handrit, sem faðir hans hafði látið eftir sig og aldrei hefir verið prentað. Fóru því bókaútgefendurnir und- ir eins á stúfana, til þess að reyna að ná í það. Einn þeirra kom með ávísan, sem ráðsmaður einn af bezt þektu útgefendafélögunum í Lundúnum hafði skrifað undir, en að öðru leyti var ávísanin óútfylt, rétti hana að Mr. Dickens og sagði að hann skyldi rita á ávísunina þá upphæð, sem hann vildi fá fyrir handritið, eða réttara sagt einka- leyfi til þess að birta það á prenti. En Mr. Dickens neitaði að taka við ávísaninni og sagði að handrit- ið sem um væri að ræða væri æfi- saga Jesú Krists, sem hann hefði ritað handa börnum sínum og sem hann hefði óskað eftir að ekki yrði prentuð, og Mr. Dickens sagði að börn skáldsins og aðstandendur, hefuð komið sér saman um að fyr- irmælum hans í því efni skyldi verða hlýtt. Ekki ólíklegt að handrit þetta hið dýrmæta verði á sínum tíma gefið þjóðsafni Breta. Manitoba Agrrioultural Collcge. Vetrarrflgur í Manitobafylki er nokkuð þolinn og stenst því oft allvel frostin og kuldana, en þó fer svo eigi sjaldan a8 hann veslast upp og deyr. Orsakirnar eru I mörgum tilfellum þessar: 1. —Of veikbygSur grófiur á haustin, sem orsakast af ofmiklu plöntufóSri. þetta á sér oft stað, þegar vetrarrúgi er sá8 á sumarplægt land. Gró8urinn fær eigi tima til þess a8 har8na &8ur en frostln korfia og þess vegna verS- ur hann þeim a8 brá8. — Til þess a8 koma í veg fyrir a8 vetrarrúgur deyi, þarf a8 sá honum mjög þétt. Tilraun- ir vi8 landbúna8arháskólann I Mani- toba hafa leitt I ljós, a8 þar sem sán- ingin var vel þétt, dó miklu minna. 2. —Jar8vegurinn of Iaus I sér. —• þaS hefir einnig sannast vi8 tilraunir landbúna8arháskólans, a8 vetrarrúg- ur deyr helzt þar, sem jarSvegurinn er mjög laus I sér. þess vegna er bráS- nauSsynlegt, a8 neytt sé allra bragSa, þar sem vetrarrúgi er sá8, a8 hafa landiS eins fast í sér og framast er hugsanlegt. Mjög góSur árangur hef- ir fengist af þvi við landibúnaSarhá- skólann I Manitoba, a8 sá vetrarrúgi á milli Cornra8a. Fyrsti gró8urinn, sem gerir vart vlS sig, nýtur skjóls af Corn-blö8unum, og fær v18 þaS betri þroskaskilyr8i, auk þess sem hann drekkur 1 sig nægilegan raka, er gerir ÞaS a8 verkum, aS jurtin I heild sinni þolir langt um betur vetrarhörkurnar. 3. —Sein sáning. — MikiS má þvi um kenna, ef vetrarrúgur hefir mis- hepnast, aS of seint hefir veriS sá8. Tilraunir vi8 landbúnaSarháskól- ann hafa sýnt þaS og sannaB, aS sein sáning orsakar oft brá8an bana vetr- arrúgs. Einnlg hefir þaS sannast, a8 þar sem tegund þessari er sá8 nægilega snemma, verSur uppskeran ávalt langt um meiri. Vetrarrúgur, sá8 30. ágúst, 71 bus., 24 pd. Vetrarrúgur, sáS 15. sept. 5S bus., 16 pd. Vetrarrúgur, sá8 30. sept. 45 bus., 40 pd. Hagkvæmast mun þa8 alment, a8 vetrarrúgi sé sáS milli 15. ágúst og 5. september, ef um hrjúft land er aS ræSa. En sé aftur. á móti a8 ræ8a um surnarplægingu má sá 1. ágúst, e8a næsta dag á eftir. Gott er a8 beita á slík lönd, þvi jarSvegurinn þéttist viS traSk af mörgum skepnum. 4. —Of lítil verndun af snjó. — þar sem landiS líggur hátt og stormar feykja burt nýfallna snjónum, er gott aS herfa dálitlu afstrái ofan 1 jarS- FicUl Hu8ban«Jry Dcpartmcnt, veginn, þvl vi8 þa8 gengur honum betur a8 halda I sér snjónum, og þar af leiSandi verSur mlnna um dauSa vetrarrúgsins. 5. —Skortur á raka til þess mJS frjófgun a8 haustinu geti átt sér staS. — pvl hefir alment veriS haldiS fram a8 rúgur væri þannig gerSur, aö hano gæti eiginlega þrifist undir hva8a kringumstæBum, sem um er a8 ræSa, en svo er þö eigi. Hann getur vitan- lega ekki þrifist I úttaugu8um jarC- vegi, eSa þar sem ekki er fremrrr um raka aS ræ8a, en glóandi gull. ^atS er. Þvl eltt frumskilyr8i8 fyrir rúg- rækt, aS gætt sé allrar hugsanlegrar varú8ar, er til þess getur leltt, aS vlB- halda jarSveginum rökum, þvf f raka- lausri mold getur rúgur me8 engu móit noti8 sln og ná8 eSUIegum þroska. 6. —Ef vatn liggur á landinu aS vor- inu. —i Ein af ástæöunum fyrir dauSa vetrarrúgs er sú, a8 stundum liggur vatn á landinu langt fra.m á vor. Sllkt er I alla sta8i skáSIegt og bein- llnis kæfir rúgfræið. Allar þær land- spildur, sem þannig eru settar. aC vatn geti legi8 á þeim, þarf aí5 rtes*. fram e8a þurka. Oft og tlSum tekur sú framræsla ekkl ne.mæ ttltöTutegui fárra stunda vinnu, ef menn aS eiies eru nógu hugsunarsamir og vfljk & anna8 borS verja til þess nokkrum tlma. En þaB melra en borgar sig. þvi me8 fárra klukkustunda vinnu t þessa átt, má oft koma 1 veg fyrir stórkostlegt tap, sem «ft hlýzt af dauSa vetrarrúgs. 7. —Vetrarrúgur 1 staS haustrúgs:--- Vér höfum fengiS svo aS segja dág- lega fyrirspurnir um þaö, hvort atý vor og haustrúgur væri ekki X raun og veru eitt og hiS sama. Err þa8 er langt frá þvi a8 svo sC. Vorrögur þolir ekki vetrarfrostin*, og sé honum ! sáö a8 haustlaginu, kemur ekki eitt einasta frækorn lifandi undan snjón- um. Vetrarrúgur þarf tvær árstí8ír tir þess a8 ná fullkomnum þroska. — Sí- honum sá8 a8 vorlagl, nær hanr» aBi eins a8 þekja jarSveginn meS mjiíg lágum gróBri. Og þá sömu ársttK springur ekki melra út, en sem svar- ar 10-—15%, hitt alt þarf aS liggja yfir veturinn, á8ur en Þa8 getur fram- leitt gróBur. pessar tvær tegundír, vetrar ag vorrúgs, eru nær -óaSgreinanlegar I fljótu bragöi, og þess vegna er um á8 gera aö kaupa ekki fræiB nema af sérfræ8ingum, sem taka á þvl fulla ábyrgö. — MJÓLKUR ÁSTANDIÐ Rað cr einlæg löngun félags vors, að starfrækja þannig mjólkurverzlunina, að íbúum Winnipegborgar, verði trygður nægur forði mjólkur, allan ársins hring, á kegsta verði, sem hugsanlegt er. — Til þess að þetta geti hepnast, þurfum vér að greiða mjólkur- framleiðendum það hátt verð, að þeir einnig geti orðið ánægð- ir og hlotið sanngjarnan ágóða iðju sinnar. Vinnulaun eru nú miklu hærri en nokkru sinni áður siðan að stríðið hófst, og fóður er einnig í afskaplegu verði. Á síðastliðnu hausti og eins nokkurn hluta vetrarins, beið mjólkurframleiðslan tilfinnanlegt tjón, sökum ýmsra hafta, sem á hana voru lögð af fulltrúum vistamálanefndarinnar f Canada, og gekk það svo langt, að yfir október, nóvember og desember mánuði, varð fólk beinlínis að þola margskonar vandræði af völdum þess. N Vér höfum nú neyðst til þess að hækka mjólkurverð til neyt- anda þannig, að frá 15. þ. m. er flaskan seld einu centi meira, og líklegast verður óumflýjanlegt að önnur hækkun eigi sér stað innan sex vikna. Vér höfum ástæðu til að ætla, samkvæmt þeim upplýsingum, sem vér höfum aflað oss úr ýmsum áttum, að þrátt fyrir alt og alt verði mjólkurverð í Winnipeg á komandi árstíð, þó nokkru lægra en í flestum öðrum borgum í Ameríku. Crescent Creamery Company LIMITED !IIIUIIIUIIIII!!I!II!I!I s ____ ______________________________ _ ______ _ _ _ _ Gigt, Liðagigt, Blóðóhreinindi læknast svo að segja á svipstundu, með þvi að nota Sal Manitou, heilsusaltið fræga, sem unnið er úr Little Lake Manitou vatninu, sem fæst í tveimur tegundum Plain og Effervescent, þér getið fengið hvora tegundina sem vera vill, báðar eru blandaðar með þrúgna eða ávaxta salti, sérlega aðlaðandi á bragðið. Hin fyrri er sterkari og dýrari, en sú síðarnefnda ljúffengari. Hin óviðjafnanlegu gœði Sal Manitou. eru viðurkend af efnafræðingum, læknum og öllum neytendum. pað er vísindunum að þakka, að hvert heimili getur orðið þessara meðala að- njótandi. Indíánar fyr á tímum og hinir hvítu menn þann dag í dag, hafa læknast á einni eða tveimur vikum, með því að teyga töfraveigar þessa merkilega vatns, og nú getið þér orðið hins sama aðnjótandi í heimahúsum. — Fæst í öllum lyfja og matvörubúðum. f f x x x t t x t t i Standard Remedies Limited, Winnipeéí Man. v 0

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.