Lögberg - 21.08.1919, Síða 6

Lögberg - 21.08.1919, Síða 6
íiis. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. ÁGÚST 1919 Mána Tárin. á kinnina, heldur sjálfan sig í fingurinn! — Eins fer fyrir oss, ef viÖ erum ekki mjög varfærnir.” VIII. NitSurl. Eftir viku ferðalag komu systkinin loks að kvöldi dags að skóginum, handan við heimaengj- arnar, þar sem þau fyrst höfðu leikið sér í katta hamnum. Engar svölur hafa þreytt erfiðara flug en þau höfðu gjört. Enginn orðið fegnari að sjó- ferðinni var lokið. “Eg heyri lækjarnið Bud,” sagði Sis. “Lattu mig þá hafa festina,” sagði Bud. Og hjá læknum, þar sem hjarðmaðurinn fann þau fyrst, urðu þau börn aftur. “Nú skulum við altaf vera börn,” sagði Sis. Bud hélt á festinni í hendinni. Þjár perlur voru eftir. . “Það er bezt að eg geymi þær,” sagði hann, “skeð getur að okkur langi til að brúka þær seinna.” Og þrátt fyrir ítrekaðar bænir systur sinnar um að eyðileggja perlurnar, stakk hann þeim í vasa sinn. Svo rétti hann henni hendina og leiddi hana í gegn um skóginn, áleiðis heim. Sólin var sígin til viðar, en síðasta ljósrák deyjandi dags vísaði þeim veginn. Hjarðmaðurinn og kona hans sáfcu að kvöld- verði, þegar börnin komu heim. þau klifruðu upp á saghestinn og horfðu inn um gluggann. “Mamma hefir verið að gráta,” hvíslaði Sis. “Það er brauð og mjólk til kvöldmatar,” sagði Bud. Þau guðuðu ekki en gengu í hæinn og leiddust. “Er nokkuð eftir af eplakökunum, mamma?” spurði Bud, og lét sem ekkert hefði í skorist, frá því er kallað var á þau inn til dagverðar forðum tíð. Hver fagnaði >bezt og grét mest er ómögulegt að segja, en alveg gleymdi nú fjárhirðinn að sækja birkitágina. — Um nóttina vaknaði Sis við það, að hún heyrði Bud vera að brölta fram úr rúmi sínu og fara út. Hún varð hálf hrædd. Hvað skyldi hann nú ætla? Að vörmu spori kom hann til baka. “Hvað varstu að gera út?” spurði systir hans. “Fleygja Mánatárunum í vatnsfötuna,” svaraði Bud. R. K. G. S. þýddi. Dœmisögur Lincolns. Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti (myrtur 1865) hafði jafnan á hraðbergi mikið af skrítlum og dæmisögum, er hann vildi sannfæra þá, sem hann átti tal við eða á hann hlýddu, um eitthvert mikilsvert atriði. Mátti segja um hann, að hann kendi í dæmisögum. Þær hrifu oft betur en lang- ar ræður og snjallar. — Einu sinni átti hann tal við nokkura mikils háttar landsmálagarpa, sem voru að leggja honum hin og þessi heilræði um, hvernig haga ætti stjórn Bandaríkjanna. Það var meðan hæst stóð þræla- haldsstyrjöldin mikla (1861—65), og forseti og ráðgjafar hans áttu dag hvern úr vöndu að ráða. Hann hlýddi þolinmóður á tal þeirra félaga. En er þeir höfðu lokið máli sínu, segir hann: “Ger- um ráð fyrir, herrar mínir, að þér hefðuð varið öllum eigum vðar í gull og að hann Blondin ætti að bera það á streng yfir Niagarafoss. Ætli þér munduð þá fara að kippa í strenginn, eða hrópa í Blondin, svo mælandi: Réttu betur úr þér, Blondin! — gaktu heldur hægra, Blondin! — nú er þér óhætt að greikka sporið, Blondin! — hallaðu þér nú dálítið út í vinstri hliðina, Blon- din! — nú meir út í hægri hliðina, Blondin! — Nei; þér munduð halda niðri í yður andanum og mæla eigi orð frá vörum þangað til hann væri kominn yfir um. Stjórnin ber feiknabyrði á herð- um sér. Hún á ógrynni gersema að varðveita. Hún gerir eins og hún getur bezt. Lofið henni að vera í friði, meðan hún er að komast yfir um.” Þrælahaldið (í suðurríkjunum) var að eins óbeinlínis orsök ófriðarins. Beint tilefni hans var það, að suðurríkin sögðu sig úr lögum við norð- urríkin, til þess meðal annars að geta ráðið því, hvort þrælahald væri liaft í lögum eða ekki. En Lincoln og ráðaneyti hans vildi ekki láta ríkið, Bandaríkin, sundrast. Það var ekki fyr en liðið var nokkuð fram á þann ófrið, er þrælum var lausn gefin um öll Bandaríkin. Þeim var veitt lausn frá 1. janúar 1863. En mikið hafði verið um þetta rætt áður, sem nærri má geta, og margir verið þess fýsandi, að það væri gert miklu fyr. Meðal annara átti mikils háttar herforingi einn tal um það við forsetann einhvern tíma. “Eg skal segja yður” mælti Lincoln, “að við verðum að fara mjög gætilega í það, að hreyfa við þræla- lausninni. Ella fer fyrir oss eins og rakaranum í Illinois, sem átti að raka mann, sem var mjög þunnur á vangann og kinnfiskasoginn, eins og eg” (Lincoln forseti var ákaflega hár og grannur, stórbeinóttur í andliti og krangalegjur). “Rakar- inn stakk fingrinum inn í munninn á manninum og þandi út kinnina, til þess að eiga hægra að komast að því, að ná af honum skegginu. En þeg- ar hann fór að raka, skar hann eigi einungis gat Annað skifti var það, að einhver fann að því, að þingið væri alt af að ræða þrælahaldsmálið; kvaðst hafa búist við, að það sneri huga sínum og máli að einhverju nýju, úr því það væri búið að tjá sig þrælalausninni samþykt. “Það var einu sinni maður norður í Maine” sagði forseti “sem rak einhverja verzlun og margir komu til, til að fá sér toddý. Hann lét þá hafa Ný-Englands-romm og þeir drukku það ótæpt. En er frá leið, fór þeim að leiðast það, og vildu fá eitthvað annað, eitthvað nýtt. Eitt kvöld, er gestirnir komu, tekur maðurinn fram glösin og segir: Nú-nú, piltar, nú hefi eg fengið nýtt handa ykkur að drekka. Segirðu nú satt? spyrja þeir. Já, víst segi eg satt, anzar hann; það er nýtt, það er A?/-Englands-romm. — Eg held, segir Lincoln að ykkur svipi til gestanna, og að þinginu svipi til veitingamannsins. ” Frægt er það, sem Lincoln svaraði þeim, sem voru að vandlæta um, að Grant drykki, og vildu láta einhvern annan taka við yfirstjórn hersins, þann er meiri væri reglumaður, en Grant var sig- ursælastur allra hershöfðingja í liði norðanmanna. “Getið þið ekki sagt mér”, anzaði hann, “hvar hann Grant kaupir konjakið sitt? Eg ætla þá að láta kaupa nokkrar flöskur af því og senda hinum hershöfðingjunum. ’ ’ Það þótti vera og er þeim mun meira varið í þetta svar fyrir það, að Lincoln var sjálfur bind- indismað-ur. Einhvern tíma á ófriðarárunum kemur bóndi fyrir forseta og kærir heytöku frá sér, er hermenn voru valdir að, og bað forseta að skerast í það mál. “Þér minnið mig á drenginn, sem misti eplið fyrir borð” sagði forseti. “Hann Jack Chase var fyrir 25 árum hverjum manni fræknari að fleyta timbri niður eftir Ohio-elfi. En svo kom gufubát- ur á ána og Jack var gerður að yfirmanni á hon- um. Hann var jafnan vanur að taka sjálfur við stýrishjólinu, þegar kom að svöðunum. — Einu sinni, þegar báturinn var í hörðustum fossandan- um og Jack þurfti að hafa sig allan við, að bátin- um fleygði ekki flötum við straumiðunni, kallar smásveinn meðal farþeganna alt í einu upp: “Kapteinn, kapteinn; stöðvið þér bátinn snöggv- ast; eplið mitt datt í ána”!” Einu sinni kemur símskeyti til Washington, höfuðborgarinnar, um að skothríð heyrist þar og þar, sem til var tekið, nærri Knoxville, — töluverð fallbyssuskothríð. “Það er gott, mér þykir vænt um það,” segir forseti. Einhver viðstaddur sagð- ist ekki skilja í því, að forseta þætti vænt um það, með því að áður hefði það frézt síðast, að herinn norðmanna væri nauðulega staddur. “ Jú”, anzar Lincoln; “mér datt í hug kona í Springfield” (þar átti Lincoln heima áður en hann varð forseti); “hún átti margt barna, og lét þau að jafnaði eiga sig á daginn. Heyrði hún grát til einhvers þeirra einhversstaðar úti, sagði hún: Guði sé lof, þá veit eg þó að þessi krakkinn er ekki dauður.” Lincoln kunni mikið af skrítlum (sem ekki voru dæmisögur) og sagði þær manna bezt. Það var oftast eitthvað, sem fyrir hann hafði sjálfan borið. Einhvern fagran morgun stendur hann út við glugga í forsetahöllinni og nokkrir gestir hans hjá honum. Þá gengur sunnudagsskólabarnahópur fram hjá og hrópar í ákefð húrra fyrir forseta. Honum var ánægja að horfa á börnin kát og fjör- ug, og segir, þegar þau eru komin í hvarf: “Nú skal eg segja ykkur sögu af honum Daniel Webster, þegar hann var í skóla. (Daniel Webster er eitt mikilmennið'í sögu Vesturheims- manna, þingskörungur frábærlega mælskur, og stjórnskörungur). “Honum hafði orðið eitthvað á og átti að ganga fram jyrir kennarann og að taka við spansreyrsráðningu í lófann, að þeirrar tíðar sið. En hann var býsna-óhreinn um hend- urnar, spýtir í snatri í hægri lófann, sem lemja átti, og þurkar í buxumar sínar. Réttir svo fram höndina þá, svona hálf-makaða, en heldur hinni fyrir aftan sig. Kennarinn horfir á höndina dá- lítið, þessa sem hann sá, og segir: Heyrðu Daniel, ef þú finnur hér í ibekknum einhverja hönd ó- hreinni en þessa, þá skal eg sleppa þér í þetta sinn. Daniel var ekki seinn á sér að rétta fram vinstri hendina og segir hróðugur: “Hérna er hún, Sir!” Einhver gestur forseta segir einu sinni við hann: “Hr. forseti! Eg hitti í sumar gamlan kunningja yðar, Campbell að nafni, er kunni margt af yður að segja frá því er þér voruð í Springf ield. ’ ’ “Jú, eg man vel eftir honum,” segir forseti. “Hann var smáskrítinn þá. Hann var um tíma ráðherra í Illinois. Einhvern dag kemur maður til hans á skrifstofu hans með hvítt um hálsinn og biður hann að lána sér fundarsal neðri deildar í þinghúsinu, kvaðst ætla að halda þar nokkra fyrirlestra í Springfield.” “Mætti eg spyrja,” segir Campbeli, “hvert er efnið, sem þér ætlið að tala um?” “Vissulega er yður það heimilt,” segir hinn og setur upp mjög hátíðlegan svip. ‘ ‘ Það sem eg hefi hugsað mér að tala um, er afturkoma Drott- 'ins vors og frelsara.” “Það er ekki til neins,” segir Campbell; “ef þér viljið fara að mínum ráðum, þá skuluð þér ekki vera að eyða tírna yðar til þess. Eg skal trúa yð- ur fyrir þeirri sannfæring minni, að hafi Drottinn komið til Springfield einu sinni, þá vari liann sig á að koma þangað aftur.” —Sunnanfari. Kolskör. Dúfurnar kinkuðu kolli og fóru að tína; upp, upp! upp! upp! Þá tóku líka hinir fuglarnir til óspiltra málanna: upp, upp! upp, upp! og tíndu allar heilu erturnar í skálina. Að einni stundu liðinni var verkinu lokið. Fuglarnir flugu þá aftur út um gluggann, en Kolskör flýtti sér með skálina til stjúpu sinnar og var nú heldur hýr í bragði, því að henni kom ekki annað til hugar, en að hún fengi nú að fara. En önnur varð þó raunin á. Stjúpa hennar bað hana ekki gjörast svo djarfa, að ámálga það framar; hún ætti engin föt að fara í. “Ligg þú heima í öskustónni,” sagði hún; “þar er þinn staður, garmurinn!” Nú fór vesalings Kolskör að hágráta og bað enn þá inni- legar. “Jæja, hættu þá þessum hrinum”, sagði kerling. “Þú mátt fara ef þú tínir mér fyrst tvær skálar af ertum úr öskunni og hefir lokið því innan einnar stundar.” Kerling stráði nú ert- unum í öskuna, en Kolskör hljóp út í eldhúsdyrn- ar og kallaði enn sem fyr: * ‘ Tamdar dúfur, turtil- dúfur, allir fuglar loftsins! Komið og hjálpið Kols'kör!” Samstundis komu tvær hvítar dúfur fljúgandi inn um eldhúsgluggann, því næst turtil- dúfur og loks svifu þar að allir fuglar loftsins og hópuðust um öskustóna. Kolskör kvað: “Tínið mér þær sem heilar eru; etið þær sem veilar eru!” Dúfurnar kinkuðu kolli og fóru að tína upp, upp! upp, upp! Þá tóku líka hinir fuglarnir til óspiltra málanna; upp, upp! upp, upp! Og áður en hálf stund væri liðin, höfðu fuglarnir lokið verkinu og flugu burt. Kolskör skundaði með skálina til stjúpu sinnar og hlakkaði nú mjög til að mega fara. En kerling svaraði sem fyr; henni væri ekki til neins að nefna það; þær gerðu sér ekki þá hneisu að hafa slíkan stelpugarm með sér í veizluna kongsins. Og svo héldu þær mæðgur á stað. Kolskör var nú ein eftir heima; liún fór þá út í kirkjugarð, kraup á leiði móður sinnar og sagði við heslitréð: “Hristu þig, hristu þig, heslitréð góða! Stráðu á mig gimsteinum og gullinu rauða!” 1 sama bili fleygði fuglinn niður til hennar glitsaumuðum skrúða, gullfjölluðum silkiskóm og dýrindis meni. Bjóst hún nú í skyndi og hélt á stað til veizlunnar. Stjúpa hennar og stjúpsystur þektu hana ekki; héldu þær að þetta væri einhver erlend kongsdóttir, er sótt hefði mótið til þess að krækja í kongssoninn; svo tignarleg var hún sýn- um í skrúðanum nýja. Að það væri Kolskör, kom þeim sízt til hugar; liún lá auðvitað heima í ösku- stónni. Kolskör var ekki óðar komin inn í salinn en kongssonurinn kom á móti henni, tók hana við hönd sér og bað hana um dans. Og upp frá því vildi hann við enga aðra dansa; hann vék ekki frá henni, og 'kæmi einhver að bjóða henni upp, sagði hann að hún væri sín dama. Kolskör dansaði nú með lífi og sál langt fram á kvöld. Þá sagði hún að nú væri mál komið fyrir sig að fara að halda heimleiðis. Kongsson kvað það ekki úrhættis enn; en er hann lét engan bilbug á sér finna, sagðist hann mundu sjálfur fylgja henni heim. Hann vildi sem sé fyrir hvern mun verða þess vísari, hverra manna hún væri. En honum varð nú ekki kápan úr því klæðinu að sinni. Kolskör hljóp frá honum á leiðinni og stökk inn í dúfnakofann. Kongsson beið því, þar til bóndi kom heim, og sagði honum að ókunna mærin fagra að hún hefði stokkið upp í perutréð. “Það skyldi þó aldrei hafa verið hún Kolskör dóttir mín?” hugsaði bóndi með sér. Lét hann þegar færa sér öxi, og hjó upp kofann; en þar var enginn inni. Og er þau komu í bæinn, lá Kolskör í tötrum sín- um í öskustónni, og logaði hjá henni á lítilli kolu. Hún hafði hlaupið gegnum dúfnakofann út að heslitrénu, farið þar úr skrúðanum og lagt hann á leiðið; hafði þá fuglinn komið og tekið hann, en Kolskör rölt heim í tötrum sínum og lagst í stóna eins og ekkert hefði ískorist. Daginn eftir, er foreldrar hennar og stjúp- systur voru aftur farin til veizlunnar, fór Kolskör enn út að heslitrénu og sagði: “Hristu þig, hristu þig, heslitréð góða! Stráðu á mig gimsteinum og gullinu rauða!” Samstundis fleygði fuglinn til hennar kven- skrúða, og var sá enn skrautlegri en sá fyrri. Þegar hún kom í honum upp í kongsríki störðu all- ir undrandi á fegurð hennar; kongsson hafði ekki getað á heilum sér tekið fyrir óþreyju; flýtti hann sér nú til móts við hana, tók hana við hönd sér og dansaði við hana eina alt til -kvölds; yrði einhverj- um öðrum á að bjóða henni upp, sagði hann byrst- ur í bragði, að þetta væri sín dama. Þegar Kol- skör fóy heim úr veizlunni um kvöldið, fylgir kongsson henni sem fyr og einsetur sér nú að kom- ast fyrir, hvar hún eigi heima. En Kolskör skauzt frá honum inn í garðinn að húsábaki; þar stóð perutré, alsett Ijúffengustu ávöxtum. Kolskör klifraði fimlega upp í tréð, og vissi kongsson ekki, hvað af henni varð. Hann beið nú, þar til er bóndi kom heim, og sagði honum að ókunna stúlk- an hefði skotizt frá sér og væri sér næst að halda að hún hefði stokki ðupp í perutréð. “Það skyldi þó aldrei vera Kolskör dóttir mín?” hugsaði bóndi. Hann bað um öxi sína, og feldi þegar tréð; en þar var enginn. Gengu þau hjón þá í bæinn og sáu, hvar Kolskör lá í öskustónni eins og vandi bennar var. Hafði hún hlaupið aftur niður úr trénu í hvarfi við kongsson, skilað fuglinum skrúðanum og farið í tötra sína. Þriðja daginn, er fólkið var farið til veizl- unnar, gekk Kolskör enn út að heslitrénu og sagði: “Hristu þig, hristu þig, heslitréð góða! Stráðu á mig gimsteinum og gullinu rauða!” Jafnskjótt fleygði fuglinn niður til hennar skrúða, er bar langt af hinum; voru skórnir úr skíru gulli. Þegar hún kom upp í kongsríki, rak alla í ragastanz; þóttust menn aldrei slíka fegurð séð hafa. Kongsson þoldi ekki að neinn fengi að dansa við hana nema hann einn; byði einhver ann- ar henni upp, var hann skjótur til svars og kvað þetta sína dömu. Seint um kvöldið bjóst Kolskör til heimfarar. Kongsson lézt mundu fylgja henni. Hún kvað þess enga þörf, tók til fótanna og var horfin honum á svipstundu. En annan skóinn misti hún af sér í stiganum; hafði kongsson látið bera bik á rim- amar, og sat skórinn þar fastur. Hann var allur úr skíru gulli, og dáðist kongsson mjög að, hvað hann var lítill og liðlegur. Daginn eftir fer kongsson að finna bónda og sýnir honum gullskóinn; kveðst hann hafa strengt þess heit að eiga þá stúlku, er skórinn sé mátu- legur, eða enga ella. Stjúpsystur Kolskarar hugsa nú hvor um sig gott til glóðarinnar að krækja í. kongssoninn, því að báðar voru einkar fótnettar. Hin eldri tók við skónum, fór með hann inn í svefnherbergi sitt og ætlaði svo sem ekki að vera lengi að bregða honum á sig. En til allrar óham- ingju reyndist hann of lítill; stóra táin komst þar ekki fyrir. Móðir hennar, er var viðstödd, þreif þá hníf og rétti dóttur sinni: “ Stýfðu tána, dóttir góð!” sagði hún; “hlífa máttu fótunum þegar þú ert orðin drotning!” Stúlkan lét ekki segja sér það tvisvar; hún nam af tána og setti upp skóinn, þótt sárt væri; gekk síðan fyrir kongsson og sýndi honum, hve vel hann færi sér. Kongsson hóf þá upp bónorð sitt til hennar, og má nærri geta að þar var ekkert til fyrirstöðu. Síðan setti hann hana á bak fyrir framan sig og reið á stað. En er þau koma á móts við kirkjugarðinn, setja tvær dúfur á helsitrénu og kvaka ákaft. Kongsson skildi fuglamál; staldrar hann því við og hlýðir til, hvað þær segja. Dúfurnar kváðu: “Heyri kongsson, heyr ikvak fugla: Drýpur dreyri í skó. Tá lét skoma hin tálvísa, áður í gullskó gengi. ’ ’ Kongsson leit á fót meyjarinnar og sá að blóð vall upp á ristina. Snýr hann þá við hesti sínum og ríður heim aftur með meyna. “Svikið hafið þið mig nú!” segir hann við kerlingu; “látið hina systurina reyna skóinn.” Yngri systirin tekur þá við skónum, fer inn í svefnherbergi sitt og klæðir sig í hvíta silkisokka, næfurþunna; ber svo á sig skóinn; í tána var hann mátulegur, en hællinn sat fyrir, hvemig sem hún spertist við. Móðir henn- ar rétti þá að henni sax og segir: “Högg þú hæl- inn, dóttir góð! Hlífa mátt þú fótunum þegar þú ert orðin drotning!” Mærin gjörir sem henni var ráð til kent, nemur af hælinn og kemst þannig í skóinn; gengur síðan fyrir kongsson. Hann kýs þá meyna sér að brúði og ríður á stað með hana. En er þau koma á móts við heslitréð, kvaka dúf- urnar sem fyr: “Heyri kongsson, heyri kvak fugla: Drýpur dreyri í skó. Hæl lét numinn hrekkvís brúður, áður í gullskó gengi.” Framh. SKRÝTLA. Stúlka sem vann fyrir hundrað dölum á mán- uði, fékk boðsbréf á leikhús frá pilti, sem hafði 40 dali um mánuðinn. “Ætlarðu að fara?” spurði vinkona hennar. “Fara! með honum, líklega. Hugsarðu kannske að eg fari að eyða ljómandi góðum 100 dölum fyrir 40 dala mann?”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.