Lögberg - 21.08.1919, Síða 7

Lögberg - 21.08.1919, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. ÁGÚST 1919 7 Kru miklu betrl en gnmí flugnapapp- írlnn. Hreinni ( Meðferð. Fæst hjá lyfsöium og matvörusölum. Minni Islands. Framh. frá 2. bls. fjarlægu synir og dætur hafi ekki gleymt hinni tignu Fjallkonu. Og nú, þegar svo mikið er talað um að þjóðirnar eigi að bindast bræðraböndum og að menn um allan heim eigi að taka saman höndum, hver öðrum til hjálpar og stuðnings, þá er það víst engin “goðgá” að örfa Vestur-lslendinga til að leggja fram sitt ítrasta, ef tækifæri gefst, til þess að styðja framfaramál gamla fósturlands- ins. Eg veit ekki hvort vér getum mikið gert — býst hreint ekki við að svo sé — en ef vér höfum vilja á að verða að liði, þá er ekki ólík- legt að tíminn leiði fram tækifær- ið. Wilson forseti sagði á þriðjudag- inn var, að “árin sem liggja beint framundan okkur, eru þrungin af óútreiknanlegum framfaraskilyrð- um.” Pað dylst víst engum að þetta er satt. Framtíðin geymir í skauti sér miklar og stórar breyt- ingar á kjörum þjóða og einstak- linga. Hin nálæga fortíð hefir verið tímabil auðsins. Auðurinn hefir verið dýrkaður og hefir auð- vitað drotnað. Að það verði breyt- ing á þessu, er eitt af tækifærum framtíðarinnar. Minni Canada. Flutt á Gimli 2. ágúst 1919. Lag: Norður við heimskaut í svalköklum sævi. Heill sé þér vestræna víðlenda drotning! með viljan og orkuna í stórlátum barm. Þú æskunnar frummynd, þér auðsýnir lotning aldanna saga í gleði og harm’. Þú útlagans síðasta athvarf í nauðum einasta vonin, þá brást honum alt. l'relsi og skjól gafstu fráviltum sauðum og fagnaðarherópið: “Áfram þú skalt!” Fegurð og stórmerki állra átta örfa þinn metnað og lyfta þér hátt. Þér veitt er tign Ishafsins vorbjörtu nátta í vestrinu Miklahaf dýrðlegt þú átt. í austri þér Atlanzhafs öldurnar syngja um afrek og listir hins gamla heimg. 1 suðrinu hljómmiklar klukkur klyngja um kröfur hins ómælda framfarageims. Að vöggugjöf auðinn og allsnægtir fékstu afl þeirra hluta sem framkvæma þarf. 1 öndvegi dirfsku og dugnaðar gekstu, dygðinni helgaðir hvert unnið starf. Ijoga því blys yfir landnema gröfum í Ijóma þeim stöndum við öll hér í dag. Þeir bjuggu’ undir flest sem við höfðum og höf- Hyllir þá minning í sögu og brag. (um. Heill sé þér drotning í æsku «>g yndi! árdagsins djarfasta menningar land. öll veraldar þjóðabrot blómsveig þér bíndi svo banvænar nornir þér vinni’ ekki grand — því harmsök er sár það á síðari árum sem saklaus þú þoldir — og enginn fær grætt; en aðeins með samvizku eldheitum tárum aiþjóðir geta þér skaða þann bætt. Þú undraland tímans! í öllum myndum aiþjóðastraumarnir brotna þér á. Á björtustu tindum — í svörtustu syndum Samverja og höftíðprest líta hér má. Því ótal kynkvísla örlagaþræði alfaðir lagði í hendur á þér. Lyðimörk fávizku og andlega fræði í ójöfnum hlutföllum sjáum við hér. pað er veðurbreyting í loftinu. Hinn ógurlegi fellibylur, sem eyðilagt hefir lönd og lýð í Evrópu er nú afstaðinn. Guð hef- ir sett boga sinn í skýin — merki sáttmálans er ritað á himinhvolfið. Morgunstund hins nýja tíma er að renna upp. Vér trúum því loforði, sem framtíðin færir oss, að það góða og göfuga eigi að ríkja á hinum komandi tímum í enn fullkomnari merking en nokkru sinni áður. Og öll þessi breyting og öll þessi framför fer ekki framhjá gömlu fósturjörðinni. En hvað getum vér—íslending- ar I Ameríku — gjört til þess að hjálpa íslandi til þess að ná enn hærra takmarki? Eg held lítið, og kannske ekkert. En eitt dettur mér í hug, og það er, að okkar mentuðu menn gætu lagt meiri rækt við að kynna heim- inum auðlegð íslenzkra bókmenta. Einn af hinum mörgu og sönnu íslandsvinum í Winnipeg sagði mér í gær, að hann hefði talað ekki alls fyrir löngu við heims- frægan rithöfund og blaðamann frá annari heimsálfu, og að talið hefði snúist um bókmentir. pessl maður vissi lítið um íslenzkar bók- mentir. En honum var sagt og sýnt sumt af því fagra og göfuga, sem íslenzkan geymir. pegar þessi útlendingur var bú- inn að lýsa aðdáun sinni yfir því, sem hann hafði heyrt, þá segir hann: “Why don’t you tell the world about it?” (pví segið þér ekki heiminum frá því?) Eg ætla ekki að fara að tala um gildi íslenzkra bókmenta — það ber víst öllum saman um það. En þessi spurning — því segið þér ekki heiminum frá því? — er eft- irtektaverð. Gætu íslendingar hér megin hafsins, gjört nokkuð, sem betur héldi við minning Is- lands, sem betur mælti fyrir minni íslands, en einmitt það, að flytja það fagra í íslenzkum bókmentum á “heimsmarkaðinn”? — ef eg má svo að orði komast. pví ekki að láta hið góða í ís- lenzkum bókmentum færa það bezta í íslenzku þjóðerni inn í þjóð- lífið ameríska? pað hefir einn Wiriijipeg- íslendingur, sem nú er við há- skóla suður í Bandaríkjum, gjört þó ekki svo lítið í þessa átt, með því að þýða á ensku sum af okkar fögru kvæðum. petta hefir feng- ið viðurkenning meðal menta- manna hér, eins og við mátti bú- ast. Mikið í þessa átt hefir verið gert á Englandi. Meira þarf að gera. Vér verðum að sameinast þjóð- lífinu hér — það á fyrir okkur að liggja að sameinast þessari þjóð — getum við þá gjört nokkuð betra, en að færa þjóðinni okkar hérna— hinni enskumælandi þjóð þessa lands—hugsjónirnar íslenzku, bók- mentirnar íslenzku í þeim búningi og á þeirri tungu sem hún skilur. Ef vér getum gjört þetta, þá höldum vér við hinu íslenzka þjóð- erni í Ameríku og mælum fyrir minni íslands á varanlegan hátt. Og svo vil eg þá að endingu taka undir með skáldinn og segja: llátt er þitt tabmark á ókomnum árum ólíka þjóðflokka að sameina í eitt. — Og bugga þá alla sem útbella tárum til enda svo fái þeir skeiðhlaupið þreytt. Jafnt Negra og Kína sem hvítum manni við kærleikans ornaðu heilaga bál. Lyginni eyddu — en leystu úr banni l.jóssins og, sannleikans heiðbjörtu sál. Jónas Stefáánsson frá Kaldbak. “pið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla, og svana hljóminn, silungsá og sælu blómin valla og björtum fossi, björtum sjá og breiðum jökulskalla — drjúpi hana blessun drottins á um daga heimsins alla!” Frá Gimli. pað var ekki alls fyrir löngu að eg var á gangi hér norður 1 bæn- um. pað var dynjandi rigning og talsvert mikið hvassviðri— þá þykir mér vanalega leiðinlegt inni í húsi, en skemtilegast að vera úti, þegar eg hefi nægar verjur á móti regni, — og kulda, þegar kalt er. Með öðrum orðum: þegar veðrið er ekki ofvaxið kröftum mínum. 1 þetta skifti mætti mér, gamall vinur minn nokkuð langt að kom- inn, og af því að honum fanst að við hefðum margt um að skrafa gengum við afsíðis skjólmegin á bak við hús, sem ekki var íbúðar- hús, settumst þar niður á bekk- ræfil og töluðum saman fyrst um sinn, sem eftir fylgir: Árni (eg ætla að kalla hann Árna) : “Ein- lægt ert þú eins, — og einlægt ertu glaður og kátur, — hvernig ferðu að því að vera það?” — “Eg veit ekki”, sagði eg, “helzta orsök- in til þess er líklega sú að fólkið er orðið svo gott, — eg held það fari einlægt batnandi.” — “Á. — Jú, — það er nú helzt að segja,— eða hitt heldur! “pú ert þó lík- lega ekki búinn að gleyma stríð- inu stóra, sem hefir kostað marg- ar miljónir manna lífið. Og svo verkföllunum nú um allan heim?” — “Ekki er eg búinn að gleyma því,” sagði eg, “en stríðið er eng- in sönnun fyrir því að mannkyn- ið eða fólkið sé ekki gott fólk, — heldur miklu fremur sannar það (stríðið), að fólkið er ráðvant, gott og löghlýðið. — Mannfélags- skipulagið er þannig að þjóðirnar hafa gengist undir að hlýða stjórn- endum sínum og yfirboðurum og eru því knúðar áfram af afli, er þær ekki geta spyrnt á móti, jafn- vel þó þeim finnist það ranglátt. Hinir, sem fyrir rangindunum verða, vilja leggja alt í sölurnar: öll sín lífsþægindi og jafnvel líf- •jð sjálft, til þess að frelsa konu og börn og alla sína elskendur, — og vernda föðurlandið, og þannig hag og hagsæld allra sinna lands- manna. Og gildir þetta eins um kvenfólk eins og karlmenn, unga og gamla. — Allir vilja leggja sinn skerf fram eftir kröftum. — hvað verkföllin snertir, þá er það eitt, af hinum mörgu tilraunum verkamanna, til að bæta kjör sín og elskenda sinna, er kærleiki þeirra og sómatilfinning skipar þeim að annast vel og sómasam- lega. — Sama gildir um verk- veitendur. peir eru að hugsa um vellíðan sína og þeirra, sem þeim er skylt að annast, og sjá um að líði vel. — Fyrir hvorugum part- inum liggur ekki neitt ljótt til grundvallar. — páð er ekki hið vonda, eða vöntun gæða, sem um er að ræða, — heldur heimska, — eða vöntun á vizku, og haganlegu fyrirkomulagi. .— pað vantar að slaka til á báðar hliðar og reyna að miðla málum.” Á meðan eg lét dæluna ganga eða talaði þannig, sat vinur minn Árni steinþegjandi og kubbaði í sundur á milli hand- anna hvert puntstráið eftir ann- að. Svo rétti hann úr sér eins og hann vaknaði af draumi og sagði: “Og þú ert svona glaður yfir því hvað mannkynið er gott,— hvað það sé að batna, eða betra en það hefir verið.” — “Já, — en það var nú ekki beinlínis stríðið og fenginn friður, sem eg var að hugsa um núna þegar við mætt- umst. Eg var *að fara í búðina til að kaupa tóbak fyrir einn gamla manninn.” — “Dýrt er það, herra trúr”, sagði hann. “En þessi heimska að vera að brúka þetta tóbak og kaupa það. Fyrst heima á íslandi reykti eg og tók upp í mig, svo einsetti eg mér að hætta því, — og brúkaði ekkert tóbak í þrjá mánuði”, sagði hann. “En einn góðan veðurdag kom freist- arinn til mín og minti mig á, að út frá heimajörðinni lægi hjáleig- an,” — hann meinti nefið, — "svo eg flutti á hjáleiguna og fór að taka í nefið. En sá búskapur hef- ir verið mér fult svo kostnaðar- samur eins og hinn.” — Svona spaugaði gamli maðurinn þegar eg fór af stað. En það var nú ekki þetta, sem eg var að hugsa um þegar þú mættir mér núna og fórst að tala um gleðisvipinn á mér. Eg var að hugsa um okkur Betel-búa, og blessuð börnin víðs- vegar um bygðir og bæi, sem ein- Wgt eru svo góð og gjafmild að senda okkur gjafir eða peninga af sínu litla pundi. — Og hjá þeim glóa þá, eins og demantar, tvær stórar dygðir: kærleiki og sjálfs- afneitun. — petta alt sýnir mér á parti, hvað mannkynið eða fólkið er að batna. — Svo allar hinir miklu og mörgu mannúðar og líkn- arstofnanir víðsvegar um heiminn. En einna mest hrífur mann hin I litlu hjörtu og litlu hendur, og petta kalla eg gott fólk. — En'hugurinn viðkvæmi, sem flýgur á Lærð hjúkrunarkona þyngist um 22 pund. “Tanlac er óviðjafnanlegt meðal”, segir Mrs. Josephine Freeman. Mrs. Josephine Freeman að 647 Towne Avenue, Los Angelos, Cal., lærð hjúkrunarkona, sem gefið hefir sig við hjúkrunarstörfum i sautján ár, hefir nýlega gefið út eftirfarandi yfirlýsingu í sam- bandi við heilsuleysi sitt og hina dásamlegu lækningu, sem hún .hlaut með því að nota Tanlac, og að hún þyngdist um tuttugu og tvö pund á skömmum tíma. pegar hún var spurð að því hvort hún vildi leyfa að birta vitnisburð sinn, kvað hún sér vera það hið mesta fagnaðarefni. “Eg get ekki gefið neinum holl- ari ráðleggingu en þá, að nota Tanlac, ef um er að ræða illkynj- aða magasjúkdóma. Eg var sama sem búinn að missa matarlystina, og þjáðist af hjartveiki og svefn- leysi. Taugarnar voru orðnar svo óstyrkar, að eg stundum skalf eins og hrísla og neyddist til að gefa upp hjúkrunarstarfsemi mína. — öll hugsanleg meðöl hafði eg reynt, og leitað fjölda lækna, en alt kom fyrir ekki. pó mér fyndist eg verða ögn skárri, þá var aldrei nema um stundar sakir að ræða. — “En svo bar til einn góðan veð- urdag um þessar mundir, að vinur mannsins míns sagði mér frá Tanlac, og hvatti mig til þess að reyna það, og eftir að hafa tæmt fyrstu flöskuna var eg undir eins orðin önnur manneskja. Eg fór að fá allra beztu matarlyst, blóð- rásin örvaðist, taugarnar styrkt- ust og hjartveikin hvarf með öllu. Nú sef eg vært og draumlaust ó hverri einustu nóttu, og vakna endurhrest á morgnana, með hug- ann þrunginn af starfslöngun. — “pegar eg byrjaði að nota Tan- lac vigtaði eg að eins hundrað og ?rjátíu pund, en nú vigta eg hundrað fimtiu og tvö, og hefi því pyngst um tuttugu og tvö pund, en notað að eins þrjár flöskur af Tanlac. “Mér hefir aldrei nokkru sinni liðið eins vel á æfinni, hvað þá heldur betur. Og aldrei hefi eg verið hepnari en þegar mér var ráðlagt að nota Tanlac; slikt fæ eg aldrei fullþakkað. öllum sem jjáðst af svipuðum sjúkdómum og eg, vil eg að heilum hug ráðleggja að nota þetta óviðjafnanlega með- al.” Tanlac er selt í flöskum, og fæst í Ligget’s Drug Store, Winnipeg, og hjá lyfsölum út um land. En hafi þeir það ekki við hendina, geta þeir útvegað það undir eins. —Adv. hvítum vængjum yfir hið mikla og torsótta djúp, á milli æsku og elli. — Ef að þú nú góði minn kemur til Langruth P.O. og Cayer P.O., hvorttveggja hér í Manitoba, hvort sem þess verður langt eða skamt að bíða, þá biðjum við öll gamal- mennin hér á Betel kærlega að heilsa öllum börnunum eða ung- mennunum þar, — því þaðan er enn þá óþakkað opinberlega fyrir myndarlega gjöf eða sendingu úr samskotum frá börnunum sam- einuðu. Aðstoðarmenn barnanna við samskotin og sendingu pen- inganna voru þeir herra Ivar Jónasson, Langruth P.O. og Einar Johnson, Lonly Lake P.O., Man. Og þökkum vér einnig þeim, og foreldrum og vinum barnanna, sem vér þykjumst vita að ekki hafi latt þau, heldur miklu fremur hvatt þau til alls hins fagra og góða í hvaða atriði sem er.” — pegar hér var komið samtali okkar Árna var regnið hætt, sólin skein úr skýjum svo undur mild og fögur, og heiðríkjan á milli hvítu skýjanna var svo dýrðleg og blá. — pýður og hlýr blær strauk um vangana á okkur og kom vini mínum til þess að kalla upp: “Er ekki þetta elskulegt!” Eg notaði tækifærið og sagðist nú skyldi svara spurningum hans, sem eg hafði ekki sint áður, — og sagði við hann: 1. “Eg álít að hið góða í heiminum sé langt um meira og sterkara en hið vonda. — 2. Eg álít að það góða hjá manninum, hverjum einstökum, sé meira en hið vonda. — 3. Eg álít að góðu mennirnir séu tiltölulega fleiri en þeir vondu. — 4. Og að góðu dag- arnir, sem við lifum hvor um sig, séu miklu fleiri en þeir vondu og leiðu.” — “Já, — gleymdu ekki að heilsa börnunum. — Og vertu blessaður og sæll!” pér einlægur. J. Briem. KENNARA VANTAR við Odda skóla No. 1830 í 7 mán- uði, n. 1. frá 15. sept. til 15. des. 1919; og frá 1. marz til 30 júní 1920. Umsækjendur tiltaki menta- stig, æfing og kaup, er þeir óska að fá. Einnig þekkingu sína í tón- fræði og orgelspili. — Tilboðum veitt móttaka til 1. sept. 1919. Thor. Stephanson, Sec-Treas. Winnipegosis, Maiv Business and Professional Cards HVAÐ sem þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hœgt að semja við okkur, hvort heldur fyrir PENINGA UT I HÖND eða að LÁNI. Vér höfum ALT sem til húsbúnaðar jparf. Komið og skoðið OVER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St.f horni Alexander Ave. GOFINE & C0. Tals. M. 3208. — 322-332 Kllice Ave. Horninu & Hargrave. Verzla meC og virCa brúkaCa húa- munt. eldstór og ofna. — Vér kaup- um, seljum og skiftum & öllu sem er nokkura vlrCL Oss vantar menn og konur tll Þess aG læra rakaraiðn. Canadiekir rak- ara hafa oröiC aC ta.ru. svo hundruCum skiftir i herþjónustu. þess vegna er nú tækifæri fyrir yCur aö læra pægl- lega atvinnugrein oy komast 1 góCar stööur. Vér borgum yCur gðC vmnu- laun & meCan þér eruG aC læra, og út- vígum yCur stöCu aC loknu naml, sem gefur frá $18—26 um vikuna, eOa viC hjáipum yCur tli þess aC koma á fót “Buslness” gegn mánaCarlegri borgun — Monthly Payment Pian. — NámiC tekur aCeins 8 vlkur. — Mörg hundruO manna eru aC læra rakaratCn 4 skólum vorum og draga há laun. SparlG Járnbrautarfar meC þvl aö læra á næsta Barber College. Hempliill’s Barber College, 229 Paciflc Ave, Winnipeg. — Útibú: Re- gina, Saskatoon, Edmonton, Calgary. Vér kennum einnig Telegraphy, Moving Picture Operating á Trades skóla vorum aC 209 Pacific Ave Winnl- peg. Ttie Ideal Plumbing Co. Horqi Notre Dame og Maryland St .Tals. Garry 1317 Gera alskonar Plumb- ing, Gasfitting, Gufu og Vatns-hitun. Allar við- gfcrðir gerðar bæði fljótt og vel. Reynið oss. J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húium. Annaat lán og eldaábyrgðir o. fl. 808 Paris Building Phone Main 2596—7 G.&H. TIRE SUPPLY CO. Sargent Ave. & McGee St. Phone Sher. 3631 - Winnipeg Gert við bifreiðar Tires; Vulcanizing og retreading sér- stakur gaumur gefinn. pað er ekkert til í sambandi við Tires, sem vér getum eigi gjört. Vér seljum brúkaða Tires og kaupum gamla. Utanbæjarpantanir eru af- greiddar fljótt og vel. Islenzk vinnustofa ACgerC bifreiCa, mótorhjðla og annara reiChjóla afgreidd fljótt og vel Einnig nýjlr bifreiCapartar ávalt viC hendina. SömuleiCls gert vlC flestar aCrar tegundir algengra véla S. EYMHNDSSON, Vinnustofur 647—649 Sargent Ave. Bústaður 635 Alverstone St. Reiðhjól, Mótor-hjól og Bifreiðar. Aðgerðir afgreiddar fljótt og vel. Seijum einnig ný Perfect reiðhjól- Skautar smíðaðir, skerptir og endurbættir. * . E. C. Williams 641 Notre Dame Ave. Phones G. 1154 and G. 4773 Halldór Sigurðsson General Contractor 804 McDermot Ave., Winnipeg A. G. CARTFR úrsmiður Gull og silfurvöru 4 aupmaður. Selur gleraugu vlJi tllra hæfi þrjátlu ára reyns^ i I öllu sem aC úr hringjum , g öCru gull- stássi lýtur. — O- rir viC úr og klukkur á styttr tima en fólk hefir vanist. 206 NOTRE f VAMK AVK. Sími M. 4529 - iVinnipeg, Man. Dr. R. L. HURST, > >mber of Roj 1 Coll. of Surgeons, K..útskrlfaöt t af Royal Coliege oi PWslclans, Lc don. SérfræClngur I brjóst- tauga og kven-sjúkdómum —Skrtfst sor Kennedy Bldg, Portage Ave. . V mót( Eaton's). Tal». M. 814. Helmb M. 36X. Timl til riCtals: kl. 2—r ig 7—8 e.h. Dr. B. J. BRANDSON 701 Lindsay Building TKLnraiONZ OARKV 320 Offich-Tímar: a—3 Hnlmili: 77« Victor St. Tklkphonk oarry »21 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu á aC selja meCöl eftir forskriftura lækua. Hm beztu Iyf, sem hægt er aC fá, eru notuC eingöngu. pegar þér koinlC meC forskriftlna til vor, rneglC þér vera viss um aC fá rétt Þafi nem læknirinn tekur tll. COKCIiEHGK « CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke 8t. Phones Garry 2690 og 2691 Glftlngaleyfisbréf seld. Dagtals. St. J. 474. Næturt St. J. 8«t Kalli sint á nótt og degl. D i t. B. G E R Z A B E K, M.R.C.S. frá Englandi, L.R C.P. frá London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. Fyrverandl afistofiarlæknir viC hospítal í Vinarborg, Prag, og Berlín og íleiri hospitöl. Skrifstofa á eigin hospítall, 415—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutími frá 9—12 f. h.; 3—• og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks elgið hospital 415—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- Unga, sem þjást af brjóstvetki, hjart- veiki, magasjúkdómum, innýflavelkl, kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um,tauga veiklun. Dr. O. BJORN8ON 701 Lindsay Building (Ui.Braor<siaARRT 33« Office-tímar: a—3 HHIMILI: 7 64 Víctor at.eet ULKPHONEl GARRY T88 Winnipeg, Man. Dr- J. Stefánsson 401 Beyd Building COR. PORT^CE ATE. & EOMOflTGfi 8T. Stundar eingöngu augna, eyina. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 i. h. og 2-5 e.h — Talsimi: Main 3088. Heimiii Í05 OliviaSt. Talsími: Garry 2315. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Buiidlng Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýki og aCra lungnasjúkdóma. Er aC finna á skrifstofunnl kl. 11— 12 tm. og kl. 2—4 c.m. Skrtf- stofu tals. M. 3088. Helmtli: 48 Alloway Ave. Talsimi: Sher- brook 3158 DR. O. STEPHENSEN Telephone Garry 798 Til viðtals frá kl. 1—3 e. h. heimili: 615 Banatyne Ave., Winnipeg J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somer*et Ðlock Cor. Porlage Ave. eg Donald Street Tals. main 5302. BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear og Domlnlon Tlres ®tiC 4 reiCum höndum: Getum út- vegaC hvaCa tegund sem þér þarfnist Aðgerðum og “Vulcani/Jng” sér- stakur gaunrar geflnn. Battery aCgerCir og bifreiCar tll- búnar til reynslu, geymdar og þvegnar. AtJTO TTHE VCLCANIZING CO. 309 Cnmberland Ave. Tals. Garry 2767. Oplð dag og nótt. Verkstofu Tals.: Garry 2154 Heim. Tals.: Garry 294* G. L. Stephenson PLUMBER Aliskonar rafmagnsúhöld, zvo sem straujárn víra, allar tegundir af giösiira og aflvaka (batteris). VERKSTOFA: 676 HOME STREET THOS. H. J0HNS0N og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir lógfræðiagar. Skrifstcfa:— Kooru 811 McArthur Buildioe;, Portage Avenue Áritun: P. o. Box 1058, Telefóoar: 4503 og 4304. Winnipeg Hannesson, McTavish&Freemin Kgfræðingar 215 Curry Building, Winnipeg Talsími M. 450 peir félagar hafa og tekið að Bér lögfræðistarf B. S. Ben- sons heit. í Selkirk. Tal*. M. 3142 G. A. AXF0RD, MálafœrsIumaSur 503 PARIS BUILDING Winnipeg Joseph T. Thorson^ ísleozkur Lögfræðingur Helmili: 16 Alloway Court,, Alloway Ave. MESSRS. PHILLIPS & SCARTH Barristers, Etc. 201 Montreal Trust Bldg., Winnipeg Phonc Muin 512 Gísli Goodman TINSMIÐUR VBRKSTŒÐI: Horni Toronto og Notre Dame Phoo* :—! HeJtnllt. Garry 7988 OarfJ 899 A. S. Bardal 84S Sherbrooke St. Selur lfkkistur og annaat um útfarir. Allur útbúnaður aá bezti. En.frem- ur aelur hann alakonar minniavarCa og legateina. Heimlti. T.l* - Q»rry2161 SkrifatO'fu Tala. - Qarry 300, 376 Giftinga og . ,, Jarðarfara- plom meÖ litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST JOHN 2 RING 3 J. H. M CARS0N Byr ti! Allskonar liml fyrir fatlaða menn, elnnig kviðalitaumbúðir o. fl. Talsími: Sh. 2948. 338 COLONY 8T. — WINNIPKG. JOSEPH TAYLOR LÖGTAKSMAÐUR Heimilis-Tals.: St. John 1844 Kkrifstofu-Tal*.: Main 7978 Tekur lögtakl bæðl húsalelguskuldlr, voCskuldir, vixlaakuldir. AfgreiCir alt >am aC lögum lýtur. Skrifstofa, 255 Maln BUeet Alþjóðasamband. í raun og veru hefir alþjóða- samband verið stofnað fyrir löngu, af þeim þjóðum, sem notað hafa Triner’s American Elixir of Bittei- Wine. — pakkarávörp hafa streymt inn á skrifstofu voru á 27 tungu- málum, English, Bohemian, Slo- vak, Polish, Croatian, Sloveninan, Serbian, Lithuanian, French, Italian, Spanish, Russian, Ukran- ian o. s. frv. Og sýnir þetta betur en nokkuð, samhug þann og bróð- urþel, þegar um er að ræða Trin- er’s American Elixir of Bitter Wine. Enda veit nú allur heim- urinn af því, hve óyggjandi Trin- er’s meðölin eru, í sambandi við magasjúkdóma, taugaóstyrk o. s. frv. Fæst í öllum lyfjabúðum. Triner’s Liniment, Triner’s Cough Sedative og Triner’s Anti- putrin (til þess að skola með háls- inn og hreinsa sár) fæst einnig hjá öllum lyfsölum, og eru af- bragð. — Joseph Triner Company, 1333-43 S. Ashland Ave., Chicago, 111.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.