Lögberg - 11.12.1919, Síða 3

Lögberg - 11.12.1919, Síða 3
LöGBERG, FIMTUDAGINN 11. EDSEMBER 1919. BIb. 3 Vane o g Nina EFTLR Charles Garvice “Morðingi—já, það viðurkenni eg að vera, en lygari, það er aumingjalegt og heim- skulegt að ljúga. En Júdith —ó, jú, hún vissi um þetta. Eg las það á svip hennar þetta kveld, og heyrði það í hljóði hennar. Og Júdith hún verður að gera svo vel og efna loforð sitt. Júdith er mín— mín fyrir það, sem eg hefi framkvæmt fyrir hana. Ekki þín!” Hann gekk hótandi til Vane. “Þú mundir ekki hafa viljað syndga eins og eg hefi gert, til þess að fá hana.” Hann þagði um stund og svo hló hann. “Fyrirgefðu mér — þú samþykkir eflaust heimild mína til hennar. Nú fer eg; þú sérð mig ekki aftur. Þegar einhver maður hefir tapað eins og eg hefi tapað — eftir slíka ba.r- áttu — þá er það ekki nema sanngjarnt að hann hverfi. Þú skalt ekki sjá mig aftur eða heyra neitt um mig. ” Hann gekk að borðinu með einkennilega föstum skrefum. “Viltu leyfa mér að nota símritamiða 1 ” Kæra þökk. ” ” Vane dró sig í hlé og horfði þegjandi og óttasleginn á hann. Júlían tók auðan miða, hugsaði sig um nokkrar mínútur og skrifaði svo fáeinar línur. Pegar hann var búinn, horfði hann lengi á Vane, með köldu og rannsakandi augnaráði, og sagði: “Þökk fyrir Vane! Vertu sæll!” Vane horfði á eftir honum þegar hann gekk út úr herberginu, hné svo niður á stól — ekki þann, sem Júlían hafði setið á — og fól andlitið í höndum sínum. Hann vissi ekki live lengi hann sat þannig en* svo þaut hann á faúur alt í einu, og flýtti sér fram í ganginn. Hann hljóp næstum í faðminn á Prance, sem rak upp hátt hljóð af hræðslu og undrun og hrópaði: “Lávarður Lesborough!” “Hvar er Júlían?” sagði Vane. “Hr. Júlían? lávarður Leshorough. Hans hátign gekk út fyrir lítilli stundu síðan. En— ó, góði — hver eruð þér? Eruð það þér í raun og veru?” Alt fólkið' í húsinu var lostið af skelfingu og undran. Og köll og gleðitár og þakkarorð hindruðu Vane frá að ná í Júlían, eins og hann ha0i ætlað sér. En loksins gat liann þó náð í vagn og ók til járnbrautar stöðvarinnar, og þar frétti hann að Júlían hefði farið með lestinni, sem var lögð á stað fyrir nokkrum mínútum síðan. 28. Kapítuli. “Decíma” hrópaði Polly, þegar Nína stóð alt í einu á gólfi gömlu dagstfunnar þeirra í Percy Street; — í því herbergi, þar sem henni var veitt svo ástrík viðtaka er hún þarfnaðist hennar mest, og þar sem hún hafði skreytt hatta og skrifað leikrit! “Desíma!” Og Polly faðmaði að sér þessa góðu vinstúlku sína með tár í augum, yfirburða glöð yfir því, að hún var komin aftur til hennar. “En hve vel þér lítið út, og hve-Decíma, yður hefur eitthvað viljað til, þér eruð svo ósegjanlega mikið breyttar. Þér hafið aldrei verið eins ánægjulegar, eða haft slíkan gleðigeisla í augum yðar, jafnvel ekki það kveld, sem leikritið yðar var leikið í fyrsta sinn. Setjist þér iður, farið þér úr yfirhöfninni. Gefið þér mér einn koss enn þá, indæla góða stúlka. Og segið mér frá ferðalaginu og öllu því, sem fyrir yður hefir komið. Funduð þér þessa dularfullu eyju, sem þér mintust einu sinni á við mig — hvers vegna fékk eg ekki að vita meira um hana? Funduð þér hana, og það er þessvegn að þér eruð svo yfirburða ánægðar?” “ Já, eg fann hana, Polly,” svaraði Nína, ‘ ‘ en það var líka nokkuð annað sem eg fann þar og gerir mig ánægða. Yður er ómögulegt að geta þess. Komið þér nær, þá skal eg hvísla því að yður. ” Polly hnéféll við hlið hennar, og Nína, sem roðnaði eins og skólastúlka, hvíslaði einhverju sem kom Polly til að æpa af undrun. “Nei, er það mögulegt? Mann? Decíma Hver er hann — segið mér það strax?” 0g þegar Nína hafði sagt henni þetta og ýmislegt fleira — um skipreikann og undarlegu giftinguna — starði Polly á hana af undrun, ánægju, og hræðslu, þar sem hún sat á gólfinu. “Gift— gift allan þennan tíma; og það jarli. Og þér eruð greifinna; — lafði Lesbor- ough! Ó, vesalings lávarður Sutcombc!” Mna lagði hendina á varir Polly. “Að hugsa sér að eg hef i hegðað mér við yður, eins og þér væruð af sama mannfélagsflokki og eg, og samt hefir mig grunað þefta—.” “Að eg væri dulklædd prinsessa! Ó, þér flónska, góða Polly! Eins og það geri nokkurn mismun hver eg er. Og eg held að yður lítist vel á manninn minn!” ‘ ‘ Ltist á hann — eg verð hrædd, eins og þér skiljið. Það er jarl, reglulegur enskur jarl, Decí—nei, eg ætlaði að segja lafði Iiesborough. ’ ’ “Reynið þér nú ekki að koma með neina nafnbót til mín! Ó, nei, þér verðið naumast hræddar við hann. Þér eruð ekkert hræddar við lávarð Sutcombe?” “Nei, en hann er nú ekki jafn ofarlega í metorðastiganum, ” sagði Polly. “Hvernig lítur hann út, Decíma?” Nína hló, og augu hennar tóku á sig blíðan og dreymandi svip. “Hann er hár vexti og er altaf beinvaxinn í framkomu sinni, hann er sterkur og fallegur og mjög sólbrendur, hann hefir augu eins og — “hún greip fram í fyrir sjálfri sér með glað- legum hlátri. “Hann líkist grískum guði, Polly, og hann er eins góður og hann er fallegur Og hin stærsta dygð lians er eflaust sú, að hann niðurlægir sig til að elska mig, vesalings ómerkilega stúlku.” Polly leit á hið geislandi, unga andlit, rykti höfðinu afturábak og sagði hlæjandi: “Eins og liann gæti varist því. Mér þætti gaman að sjá þann mann, sem gæti það! Gift!” Hún stundi. “Þér skrifið þá líklega ekki fleiri leikrit, Decíma. Það er synd, því þessi síðasti leikur er sá bezti, sem við höfum nokkru sinni haft. ” “Það getur vel verið að eg reyni það við tækifæri,” sagði Nína. “Hversvegna ætti eg ekki að gera það, — enginn veit að lafði Lesbor- ough og Herbert Wood er ein og sama persóna, og það skaðar heldur engann, þó aðrir viti það. En þér getið talað um þetta við manninn minn í kveld, þegar þér finnið hann.” “l’ kvöld?” “Já,” svaraði Nína — og hló að hræðslu- lega svipnum hennar. “Hér er heimboð frá lafði Vivíennu. Hun ætlar að taka okkur með sér í leikhúsið í kvöld, og á eftir eigum við Öll að neyta þar dagverðar. Eg hlakka svo mikið til þessa. ” Leikurin gekk ágætlega þetta kvöld, og Nína, sem sat hulin bak við fortjaldið í stúk- unni, var ofsaglöð og hreykin yfir þessu starfi sínu. Það var svo ánægjulegt að sjá Vane klappa lofi í lófa, og líta til hinna ánægðu áhorf- enda með gleðigeislandi augum, eins og hann vildi segja: “Klappið þið, góða fólk — það er konan mín, sem hefir samið leikinn.” Svo gengu þau heim til Eversleigh Court, þar sem Sutcombe bauð þeim að neyta reglu- legrar hátíðarveizlu. Og feimnin hennar I’olly hvarf undir eins, sökum vingjamlega tillitsins og bláu augnanna hans Vane. “Mig grunaði ekki, ungfrú Bainsford, er eg sá yður leika og dáðist að yður, að þér væruð bezta vinstúlkan konu minnar,” sagði liann og þrýsti hendi hennar hlýlega. Eg get ekki sagt yður hve oft við höfum minst á yður, eða hve mjög mig hefir langað til að sjá yður og þakka vður. Eg vona að eg megi líka vera vinur yðar — má eg?” Pað var mjög ánægt fólk sem þama var saman komið, þó við og við brigði skugga yfir andlit Vane. Hann gat ekki gleymt hvíta, afskræmda andlitinu hans Júlíans, með svörtu ógeðslegu augun. “Hvað haldið þið að verði af honum?” liafði hann spurt Letchford og Sutcombe fyr um kvöldið. “Hann fer úr Englandi, og er máske farinn nú,” sagði Sutcombe. ‘ ‘ Hann drekkur sig til dauða, eða verður drepinn í áflogum í einhverri drýkkjuholu erlendis,” sagði Letchford. “Eg verð að finna hann og sjá um hann,” sagði Vane rólegur. “Tressider sér um það,” sagði Sutcombe. “Hann er vanur að annast um þess konar.” Vane reyndi að liætta að hugsa um þemmn ógæfusama frænda sinn, og honum hafði því nær tekist það, þegar þjónn Sutcombe kom inn í veislulokinn og talaði eitthvað lágt við hús- bónda sinn. Sutcombe bað afsökunar, stóð upp og gekk út, en kom strax aftur og benti Vane að koma. Hann fór strax til hans, Sutcombe lokaði dyninum og fór með Vane inn í bókaherbergið. “Eg er hræddur um, að eitthvað sé að, Lesborough,” sagði hann. “Vsalings Chand- es Orme er hér og vill finna yður. Hann hafði fengið að vita að þér væruð hér.” Þeir gengu inn. Sir Chandes stóð við borðið og var búinn að tæma staupið, sem Sutcombe hafði gefið honum. “Gúðan daginn, Vane,” stamaði hann. Hvað þýðir alt þetta? Eg skil það ekki.” “Alt hvað, Sir Chandes?” spurði Vane. “Er nokkuð að?” “Nokkuð að? Þeirri spurningu ættuð þér að geta svarað. Sutcombe, gefið þér mér ögn meira að drekka, eg er svo taugaveill, að eg veit naumast hvað eg segi eða geri. Þökk fvrir, dálítið meira, nei, ekkert vatn núna!” þeir horfðu á hann meðan hann drakk konjakið; — hann minti Vane á Júlían. Hann helti dálitlu ofan á skyrtubrjóstið sitt; svo sneri hann sér að Vane og talaði skýrara. “Hvað gengur að?” endurtók hann. “Eg verð að segja að það er fremur undarleg saga, og göðugmenni haga sér ekki þannig — sízt vinur, sem við höfum treyst.” “Segið mér undireins hvað það er, sem þér eigið við, Sir Chandes,” sagði Vane. “Eg tala um Júdith, eins og þér vitið,” svaraði Sir Chandes. “Um Júdith.” Það lifnaði illur grunur hjá Vane. “Hvað er að henni?” “Hvar er hún? Hvað hafið þér gert af henni?” spurði karlinn gremjulega. “Eg?” Vane hrökk við. “Eg veit ekkert um hana. Eg hefi ekki séð Júdith síðan — fvrir mörgum mánuðum.” “ó, þetta er að eins rugl,” sagði Sir Chan- des gramur. “Pað dugar ekki. Þér gerðuð boð eftir henni.” “Eg?” sagði Vane. “Nei, yður skjátlar algerlega.” “Nei, mér skjátlar ekki,” hvæsti karlinn út úr sér, sem nú var orðinn æstur. Yður gagnar ekki að ljúga að mér, sönnunin liggur í vasa mínum. Þér senduð boð eftir henni og þér vitið hvar hún er. Það er ómannlegt af vður að breyta þannig við mig, sem ætti að vera tengdafaðir yarð — tengdasonur--------. ” Hann leit vandræðalega í kring um sig og fór að þaufa eftir tóma glasinu. Vane greip í handlegg hans. “I guðs bænum, reynið þér að skýra fyrir- okkur hvað þér eigið við,” sagði hann alvarleg- ur. “Þér segið að Júdith sé farin. Nær og hvernig fór hún ? ’ ’ “Hættið þér nú, Lesborough. Pér hafið náð í stúlkuna, og sé það heiðarleg ætlan yðar, að vilja giftast henni, segið þá frá því, — 'hvers vegna komið þér ekki fram sem heiðarlegur maður? Er meira konjak í flöskunni, Sut- combe ? ’ ’ Vane hélt enn í handlegg hans. “Bíðið þér dálítið,” sagði hann órólegur. “Sir Chandes, eg legg drengskap minn við, að eg veit ekki hvar dóttir yðar er.” Sir Chandes teygði úr sér með sínu gamla mikillæti. “Það erlýgi,” sagði hann, “og hérna er sönnunin. ’ ’ Um leið og hann talaði, dróg hann símrit upp úr vasa sínum, og rétti Vane það með skjálfandi hendi, Vane tók símritið og las það hátt: “Eg er lifandi, heilbrigður og ómeiddur. Gleymdu og fyrirgefðu það sem skeð hefir, eg þrái að sjá þig aftur. Komdu til mín kl. fimm eftir hádegi, 24 Ponson Street, Chelsea. Vane.” Hann starði stund þegandi á þessi orð, án þess a. ðskilja þau, svo hljóðaði hann, dró Sutcombe út úr herberginu og lokaði dyrunum á eftir sér. “Hamingan góða,” hvíslaði hann. “Eg hefi ekki sent þetta símrit. Skiljið þér ekki hver hefir gert það? Hann bað um símrits eyðublað og skrifaði þetta; svo hefir hann sent það frá stöðinni. Við verðum að fara strax. Látið þér Letchford fara inn til vesalings gamla mannsins, og sjá um að hann sé rólegur, þangað til við komum aftur. Komið þér með mér. — Við megum eki missa eitt augnablik. kl. fimm það eru margar stundir síðan. Það getur margt hafa skeð á þeim tíma. Hið allra versta. ’ ’ A ótrúlega stuttum tíma náðu þeir í vagn og óku af stað. Þeir komu að húsinu, sem sýndist að vera mannlaust. Þunga hurðin, þar sem þeir börðu að dyrum, var ekki opnuð. Vane gat náð í lögregluþjón. ‘?Það er ekki um annað aðgera,” sagði hann, og lýsti því með fáum orðum hvað hann væri hræddur um að hefði átt sér stað, lögregluþjónninn klifraði upp að glugga á loftinu og komst þar inn. Hann opnaði dyrnar fyrir Vane og Suteombe, og við birtu ljósberans hans, þutu þeir upp stigann. Undarleg lykt af einhverri efnablöndun lagði á móti þeim. Vane stimdi. Hann þekti hana. “Þetta er all-undarleg lykt,” sagði lög- regluþjónninn, hún er alveg kæfandi. Það lítur út fyrir að hún komi frá þessu herbergi. Dyrnar eru lokaðar.” “Brjótið þær upp,” sagði Vane hörkulega. Við sameinaðar tilraunir þeirra lét skráin undan, svo þeir næstum því duttu inn í herberg- ið. Birta ljósberans breiddist út um herbergið þar sem Vane hafði neytt, sinnar fvrstu mál- tiðar með Júlían Shore. Herbergið var nú svo fult af þessari gufu, að þeir gátu fyrst um sinn ekkert séð, en þegar að nokkuð af gufunni var farið út um opnu dyrnar, sáu þeir tvær persónur. Önnur þeirra vár kvennmaður, sem lá í gömlum hægindastól. Andlitið var eins hvítt og snjór og augunstörðu framundan sér. Við fætur hennar lá maður; andlit hans var eins livíttog hennar, og augun störðu á stúlkuna, sem hann hafði elskað og — drepið. Þessir þrír menn lutu niður að persónum þessum þegandi og skelkaðir, svo hristi lög- regluþjónninn höfuðið. “Stúlkan er dáin, herrar mínir,” hvíslaði hann. Maðurinn við fætur hennar var líka dáinn; fingur hans .héldu fast í kjól hennar. Vane reikaði að dyrum efnarannsóknar herbergisins. Enn þá logaði ofurlítið undir skaftpottinum, og eiturgufan sté upp úr honum. Veikur og hálfkæfður — eins og hann var kvöldið minnisstæða í galdraklefanum — tók hann skaftpottinn af ofninum og braut nokkrar rúður, hljóp svo aftur inn til hinna hreyfing- arlausu í þeirri von, að lögregluþjóninum hefði missézt. En hann vildi ekki láta liann snerta við þeim. “Gagnar ekki herra,” sagði hann og hristi höfuðið, “Þau eru eins dauð og þau geta verið. Voðalegur dauði er það líka. Pað er að líkindum óhappa tilviljun.” “ Já, já,” sagði Vane hás. “Eg þekki þau bæði. Þetta hefur líklega átt sér stað á meðan rannsókn efnanna í skaftpottinum stóð yfir.” Lögregluþjónninn kinkaði kolli, gekk að glugganum og blés í pípuna sína. ‘ ‘ Eg þarf að fá hjálp, herrar mínir. Gerið svo vcl að vera kyrrir þangað til að félagar mínir koma:” Vinir lafði Lesboroughs — og þeir eru margir — þreytast aldrei á því að tala um lífsferil hennar, Og samt sem áður þekkir engin af þeim nema Letchford og Sutcombe þessir tryggu og kæru vinir, með lokaðar varir — lífsferil herinar til hlítar. Það eru til dæmis mjög fáir sem vita, að lávarður og lafði Lesbor- ough létu gifta sig á ný ílítilli sveitakirkju, áður en þau settust að í höllinni, — fáir vita um glæp Júlían Shores og sorgarviðburðinn í dimma húsinu íShelsea. Og þó að menn viti að Lesboroughs og Sutcombe hafi afarmiklar tekjur af gullnámunni á eyjunni, vita þeir ekki hina réttu ástæðu til þess, að jarlin og greif- innan dvelja þar nokkrar vikur næstum því á hverju ári, og að þessar vikur eru máske þær gæfuríkustu fvrir þau. Ef það er gott að búa í gömlu höllinni, umkringdur af tryggum og velviljuðum þjónum þá er það líka gott að búa í London, þar sem Niðurlag & 7. bls. R. S. ROBINSON ÍŒ'én "Yíso.ooo.eo Kaupir og selur EG KAUPI TAFAKLAU8T mikiS af MU8KRAT og ÚLFASKINNUM ok l>orga eflirfylejandi verfi fyir fá ©íSa mörg: VETRAR ROTTU SKINN ... ... $3.50 tU $1.35 HAUST ROTTU SKINN ......... $2.35 tU .75 Skotin, Stungin etia Skemd ..75 til .40 KITTS .. ............. ......26 tU .15 ULFSSKINN, ítn, í kössum, No. 1.$30.00 til $10.00 ULFSSKINN, fín, 1 kössuxn No. 2.$30 til 7.00 ULFSSKINN No. 3.... _.. .._ .._ .._ .._ .... 3.00 tU 1.50 ULFSSKINN No. 4 .... ..............50 Einnig allar aörar tegundir af skinnum á markaftsverOl Nautahúðir 38c til 24c. Kálfsskínn 55c. til 45c ...Kips 40c. tU SOc.HrossahúBir $10. tii $6.00 etlMt tuttls. WliS.. EtmsRtss, Atta. Lt Pa, Has. flNra. ht • LA Sendlð belnt tU HEAD OFFICE: 157-63 RUPERT AVE., WINNIPEG Einnig 150-156 Pacific Ave. East Hugsið yður annað eins! Vér greiðum mönnum og konum hátt kaup, meðan verið er að læra hjá oss Rakaraiðn. Tekur að eins fáar vikur að verða fullnuma; góðar stöður bíða yðar, með $25 til $50 um vikuna, að loknu námi, og auk þess getum vér hjálpað yður a stofna og starfrækja atvinnuveg fyrir eigin reikning. — Mörg hundr- uð íslenzkra karla og kvenHa hafa lært Rakaraiðn á skóla vorum og stjórna nú upp á eigin ábyrgð Rakarastofum og Pool Rooms. — Slítið yður eigi út á þrældómsstriti alla æfina. Lærið Rakaraiðn hjá oss og myndið yður sjálfstæða atvinnu. Skrifið eftir vorri ókeypis verðskrá. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED Aðalskrifst.: 626 Main Str„ Winnipeg (hjá Starland leikhúsi) Barber College, 220 Pacific Avenue, Winnipeg. Útibú:— Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary. $(/• .. | • \i» timbur, fjalviður af ölhim t WyjSF Vorubirgðir tegundum, geirettur og als- ! konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir | að sýna þó ekkert sé keypt. j The Empire Sash & Door Co. Limitad HENRY AVE. EAST WINNIPEG y/j yfy; Af/J .Vf/. AtG j+a: '.vftCAy/l'A+A a+/. AS£ >9jj, AS£ • *. A.+/. A* L : A+A1 The Campbell Studio Nafnkunnir ljósmyndasmiðir Scott B'ock, Main Street South Simi M. 1127 gagnvart Iðoaðarhöllinni Stœrsta og elzta ljósmyndastofan í Winnipeg og ein af þeim stærsta og beztu í Canada. Áreiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð við allra hœfi. Allar teéundir af Allar teéuudir af KOLUM EMPIRE COAL COMPANY Ltd Tals. Garry 238 o£ 239 i^ið ^oliri Undireins pér sparið með því að kaupa undir eins. AMERISK HARDKOL: EGG, PEA, NUT, PEA stærðir Vandlega hreinsaðar REGAL LINKOL LUMP and STOVE stærðir Ábyrgst Hrein — Sótlans, Loga Alla Nóttina D. D. WOOD & SONS, Ltd. TELEPHONE: GARRY 262Ö Office and Yards: Cor. Ross and Arlington Sts. Nú er rétti tíminn til þess að láta taka JÓLAMYNDIRNAR Vér getum ábyrgst yður jafn-góðar myndir, þótt teknar séu að kvöldinu við ljós, eins og við beztu dagsbirtu. Semjið við oss strax I dag. H. J. METCALFE ASal eigandi. Lafayette Studio, 489 Portage Ave. KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.