Lögberg - 11.12.1919, Page 4

Lögberg - 11.12.1919, Page 4
Bk. 4 LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 11. EDSEMBER 1919. 3L‘ögb£iq Gefið út hvem Fimtudag af Th« Col- umbia Prest, Ltd.,iCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, M*n. TAI.HIMI: GARTtY 41« oe 117 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Lltanáakrift til blaðsins: THE S01UMBI4 PRE3S, Ltd., Box 3172, Winnipag, M»l- Utanáakrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipag, M«n. VERÐ BLAÐSINS: 42.00 um áriB. -788^27 MHiiim:^!ii!iiiiiimwiiimHiu)iiiiiiitiHiHiaiig»oHi«iim) Agóði og ásælni. Um það málefni, sem nú er svo mjög uppi á baugi, hefir maður einn að nafni F. Britten Austin, ritað eftirtektaverða ritgerð og þjóð- lcga. Hann segir, að “hin ógurlegu uppþot í Evrópu og hvalablástur Bolshevikimanna í Bandaríkjunum hafi komið hugsandi mönnum til þess að athuga ástandið mjög alvarlega, og að þeir leiti til sögunnar eftir vopnum til þess að verjast æsingapostulunum. Þetta sífelda stag á ásælni (profiteering) er hið sterkasta meðal til að æsa lýðinn til upp- hlaups og er sama og að hella olíu í eld. Vér getum að eins komist fram úr ervið- lcikunum með því að hugsa málin í ró og næði. Dýrtíðin stafar frá stríðinu, en ekki frá á- sælni kaupmanna. Ásælnu kaupmennimir hafa að eins verið að hagnýta sér ástandið, sem hefði átt sér stað þó að þeir hefðu hvergi komið nærri, og eru þess vegna ekki orsök til hinnar miklu dýrtíðar. Eyðilegging á eignum og efni, ásamt aukn- um bréfpeningum og þurð.á framleiðslu, eru or- sakirnar að dýrtíðinni. * C)g æðisgengi æsingamanna er að eins til þess, að auka eyðilegginguna og gjöra aðstöðu alla verri.” Höfundurinn segir oss, að vér verðum að haga oss í þessum vandamálum eins og gætinn hershöfðingi færi að undirbúa orustu, er hann ætlaði að heyja. Hann segir oss að taka söguna og lesa hana eins nákvæmlega og hershöfðinginn mundi gjöra. Látum oss þá athuga tímabilið í sögu Eng- iendinga, þegar svarti dauðinn geysaði þar. Þá féllu í valinn tvær miljónir af fjórum, er þá voru í landinu, og viðskifti öll komust á meiri ringulreið heldur en þau hafa komist í þessu stríði. Það getur sýnst, að langt sé seilst til sam- anburðar, þegar maður fer frá árinu 1919 og alt aftur til ársins 1350. En þessi tímabil bæði hafa það sameiginlegt, að prísar og kaupgjald risu í báðum tilfellum himinhátt. Og það var 1350, að enskir verkamenn í fyrsta sinni í sögu þessa lands risu upp á móti ásælninni (profiteering). En einkennilegt var, að það var ekki á móti stórverzlunum eða stór- gróðafélögum, sem þeir risu, heldur á móti landeigendum. Viðureign sú varð all-beisk á báðar hliðar, en svo lauk, að verkamannalög voru samin, sem tóku það fram, að: Hver einn einasti maður t ða kona, hvort heldur hún var háð eða óháð, er var líkamlega hraust, og ekki eldri en 60 ára, sem að ekki ynni á sjálfs sín eign eða fyrir aðra, væri skyldug til þess að vinna fyrir fólk það, sem þyrfti á þeim að halda, og skyldi ekki setja meira fyrir þá vinnu sína en vanalegt væri að gjöra í því héraði, sem hann eða hún hefði unn- ið í síðustu tvö árin á undan drepsóttinni. Menn héldu að slfk lög, sem fyrirskipuðu ákveðna prísa eins og hér er bent til, mundu greiða fram úr vandanum. En það tók nærri heilan mannsaldur að bæla niður anarkista-ölduna, sem þau hrintu á stað, eða þangað til að landeigendumir, sem þátt áttu í því að lög þessi vom samin, vom dauðir. Og þeir, sem við tóku af þeim, áttu mjög erfitt uppdráttar í þessu sambandi, gátu ekki fengið menn til að vinna fyrir sig upp á kaup, urðu því að leigja út landeignir sínar í smá- spildum og lána leiguliðunnm fé til starfrækslu. Ixigin, sem ákveða áttu fast verð á vinnu verka- manna, urðu dauður bókstafur, en smábænd- urnir urðu kjarni ensku þjóðarinnar og eins og sagnritarinn kemst að orði hundrað ámm síðar, var kaupgjáld verkamanna á Englandi helm- ingi hærra, heldur en það var á ríkisárum Ját- varðar III. Næstu umbrotin komu á fyrri hluta sextándu aldar. Þegar innflutningur á gulli og silfri til landsins og fyrir þá skuld afföll á peningum, komu til leiðar sömu erviðleikunum, sem við höfum við að stríða nú, sem eru í fyrsta lagi, að seðlafúlgan er miklu meiri en gullforðinn hjá öllum stríðsþjóðunum; í öðru lagi, að pen- mgarair hafa aukist miklu meira heldur en framleiðslan. Þá var meira af gulli en vörum, og pening- arnir, sem féllu, stóðu þó í sama sambandi við gullforðann eins og vorir bréfpeningar standa við gullforðann nú. Hveiti, sem náði ekki doll- nrs prís 1495, fór upp í tvo dollara 1533. Og vikukaup manna, sem þá var einn dollar, var fært upp um tólf cent! Afleiðingin varð að alt fór í vitleysu og lngaðist ekki fyr en eftir tuttugu og fimm ár, er hægt var að auka framleiðsluna svo að jafn- vægi náðist. Árið 1772 voru lög á móti gróðabralls- mönnum og millimönnum, sem álitin voru ó- nýt, numin úr gildi, til þess að vera aftur leidd í lög árið 1880, þegar kornverðið hækkaði gífurlega. Frakkar voru í stríði heima fyrir og við aðrar þjóðir, og var flest af vinnufærum mönn- um tekið frá heimavinnu. Verzlun þeirra við útlendar þjóðir hætti og ríkisfjárhirzlan varð full af bréfseðlum. Afleiðing þessa varð dýrtíð og óánægja, sem að nærri gjörði út af við stjórnarbvlting- una. Girondistarnir gáfu verðlaun fyrir brauð, sem námu $10,000 á dag eftir ákvæðisverði vorra peninga. En samt sultu Parísarbúar, er þá voru tiltölulega fáir við það, sem þeir nú em. f maí 1793 settu Jakobítarnir hátt verð á kornvöm og var verðið dálítið sett niður með hjálp Guillotínunnar. En kornið kom "ek’ýi á markaðinn að fremur, nema þegar hermennirn- ir neyddu bændurna til þess að láta það af hendi, sem ekki dugði heldur til lengdar, því bændurnir og fólk í smábæjum tók sig saman og varði vömr sínar með vopnum, eins og gert er nú í dag á Rússlandi. f júlí 1794 féll Ropespierre og með honum grimdin og grimdarverkin, og kom þá aftur- kippur, sem að síðustu varð til þess, að ákvæð- isverð á korni var numið úr gildi eftir að menn voru búnir að líða í marga mánuði, þrátt fyrir ágætis uppskem. Á ríkisárum Napóleons var vantraust það, sem menn höfðu fengið hver til annars, að mestu upprætt. Kaupmenn og bændur höfðu fríar hendur og voru óhræddir. Þjóðskuldin minkaði, ákvæðisverð peninga var fastákveðið og ábyggilegt. Og þrátt fyrir stríðin, fann fólkið að það stjórnarfyrirkomu- iag veitti því meiri þægindi og betri framtíðar- \ronir heldur en hið falska þiísundára-rfki þá- tíðar Bolsheviki manna gat gefið þeim. Svo heldur Mr. Austin áfram: “Á undan stríðinu var Lundúnaborg al- heims gnllmarkaður, og til þess að framleiða eitt pund af gulli gekk nálega alt andvirði þess. Eða með öðrum orðum, það kostaði rétt að segja eitt pund sterling að framleiða eitt pund. Pað var kostnaðurinn við að grafa það úr jörðu fæði, klæði og kaup fólksins, sem að því vann. Baðmullardúkur, sem var seldur á mark aðnum fvrir eitt pund sterling, kostaði það nærri því, þegar reiknaður er allur framleiðslu- kostnaður þess. Og dæmið af baðmullardúkn- nm getur dugað 'í sambandi við allar aðrar vörur. Það kostar að eins örlítinn part úr ensku pundi að prenta punds-pappírs nótu. Og alt gengur svo vel; punds seðlarnir eru undur þægilegir og gagnlegir á meðan að jafn-mörg pnnd í gulli eru til í fjárhirzlu ríkisins, og bréf- nóturnar, sem gefnar hafa verið út til þess að standa á bak við bréfpeningana. Eða þá einhver önnur vara, sem er jafn- mikils virði og gullið og hægt er að snúa í pen- inga, þegar þörf gerist. Því þá er bréfið að eins ímynd hins verulega miðils, sem á bak við það stendur. En undir eins og til eru tveir bréfpeningar í veltunni á móti einu dollars virði af vörum, sem kostaði dollar að framleiða, þá falla þessir bréfpeningar um helming. En af 'því verðið á þessu dollars virði af vöm, sem um er að ræða, er enn bundið við pen- mga, þá er sagt að það kosti tvo dollara. Það er að eins ein úrlausn, og það er meiri tramleiðsla. Þvi með einum dollar í veltunni og tveggja dollara virði af vöram eftir mæli- kvarða þeim á verði sem áður var, þá verður prísinn að falla vegna þess, að það er að eins um einn dollar að ræða og kaupmaðurinn verð- ur að selja hvort sem honum líkar betur eða ver. Hann getur ekki skaðað sig með því að goyma vörur sínar sem minjar. Hann verður að losna við þær fyrir eitthvert verð — jafnvel þó að hann tapi á þeim, því hann hefir borgun- nm að mæta, sem hann getur ekki hjá komist og sem hann getur ekki mætt á neinn annan hátt en 'þann, að koma vöram sínum í peninga. Það sem vér þurfum því að njöra, er að framleiða nófju mikið af vörum til þess að mæta hinum aukna peningaforða. Framleiða minna af gauragangi, en meira af korni.” Söngsamkoma PrófesRor* Sveinbjörnssonar. 2. þessa mánaðar. Ekki man eg eftir að hafa hlakkað jafn- mikið til neins, sem skeð hefir meðal Ísíend- inga, sem þessarar samkomu. Enda vart verið sporadrýgri til kirkju að öðra sinni. Eg varð líka ekki fyrir neinum vonbrigð- um, átti von á góðu og fékk það refjalaust. Það eina, sem skygði á fullkomna gleði, var, hve lélega samkoman var sótt, sem auðvit- f;ð slær engum skugga á Sveinbjömsson og hans sönglið, heldur eingöngu á þá, sem heima sátu. Brjóstumkennanleg er hver sú sál, sem hvergi varð snortin af lögunum: Ó, blessuð vertu sumarsól og Minni Ingólfs og einnig I' alagilsá, sem öll eru eftir Sveinbjömsson og hvert öðru betra, og sem að allar íslenzkar sálir mega íil að heyra og iþað oft. Eg held nærri því, þó eg verði steindauður, þegar þessi sam- koma verður endurtekin, muni eg reyna með cinhverjum brögðum að komast þangað. Söngmennimir leystu hlutverk sín ágætlega af hendi, enda allir góðir söngmenn, þó auð- vitað sköruðu þeir fram úr Gísli Jónsson og Páll Bardal. Gísli er eins og löngu er orðið kunnugt af- burða raddmaður, sem orðið hefði frægur söng- maður, hefði hann lært og lagt það fyrir sig, því hann hefir bæði rödd og gáfur í ríkum mæli. Páll Bardal hefir bæði fagra og fulla rödd og vel æfða, enda engum heiglum hent að skipa sæti hans í laginu: Ó guð vors lands, í karl- manna raddsetningu. En drengilega bar hann hitt ok og svignaði hvergi. Tilgangur minn var annars alls ekki, að skrifa neinn sundurliðaðan ritdóm um hvert einstakt atriði á skemtiskránni, iþví til þess skortir mig bæði vilja og vit, þar sem þetta var í fyrsta sinni, sem eg hafði heyrt flest, ef ekki alt, sem sungið var. En hins vegar langar mig að draga athygli fól’ks að því, hvað mikið það misti, sem heima sat, og hve hróplega ranglátt það er frá öllu sjónarmiði að heilsa ekki ynni- legar slíkum heiðursgestum, sem Sveinbjöras- sons fjölskyldan er. Eigum við Vestur-fslendingar að gera okk- ur þann ósóma, að láta Sveinbjörnsson verða hér fyrir vonbrigðum? Enginn mun vilja neita því, að hann sé sá eini verulegi kompónisti, sem iþjóð vor á, eða hefir átt.' Sann-nefndur Beethoven íslenzku þjóðarinnar. Ætti þá ekki hverju mannsbami f.ð vera hin mesta ánægja í að láta þessum manni Kða sem bezt? Láta hann finna til þess, að við kunnum að meta hæfileika hans og kunn- áttu? Fá hann til að hafa sem flestar samkomur, þar sem við hefðum tækifæri að heýra sem mest af verkum hans, undir hans eigin stjórn. Væri ekki þarna verkefni fyrir Þjóðræknisfélagið, að hlutast til um og styðja að því að Sveinbjöms- son hefði að að minsta kosti samkomur mánað- arlega til skemtunar og fróðleiks fyrir fólkið? Allir geta verið vissir um að fá fult verð sinna peninga á samkomum hans. Eftir eitt ár mundu íslenzkir áheyrenudur orðnir svo mentaðir í sönglistinni, að ekkert héldi þeim heima, þegar Sveinbjömsson léti syngja lagið: Ó, blessuð vertu sumarsól, er sveipar gulli dal og hól, og gvllir fjöllin himinhá, og heiðarvötnin hlá. Vísan og lagið tárhrein list, og að sjá og heyra silfurhærða öldunginn okkar, er hið bezta 50 centa virði, sem eg hefi enn hlotið. Skyldi okkur vera meiri sómi, kæm landar, að fylgja þeim sem meta að engu sína mestu menn, unz þeir eru liðin lík, en gráta svo á grafir þeirra? Eg held tæpast að margir geti þannig hugsað, jafnvel þó þetta hafi skeð alt of oft bæði hjá okkur og öðrum þjóðum. Svo eg snúi mér aftur að málinu, þá ættum við að hafa ómetanlegt gagn af komu Svein- björassonar hingað, og verði 'það ekki, er skuld- in ekki hjá honum, heldur okkur sjálfum. A hvern hátt við getum haft sem bezt gagn af komu hans, skal mér ljúft að skýra, ef þess er óskað. Jónas Pcilsson. KVÆÐI Til Jóhannesar á Árnakoti. Fjölda iþekti eg Mýramanna: Mektarbændur og sveina fjöld, konur góðar og svása svanna. Svífa í huga mér í kvöld minningar frá mörgum dögum. mér svo kærar og hjartfólgnar. Eins og stuifd undir ljúfum lögum leið hver dagur, er smali eg var. Bláhvít fjöllin og fjarðarálar — fögur var gjörðin um þá sveit — engar fegurri maður málar myndir en þær, er þar eg leit. En fegurri er ein og falin í huga fastar og dýpra með hverri stund: Gufá! Eg lít þig bjarta buga; bjarkirnar gömlu, holt og sund. Myndina þá eg man og geymi mér í huga og gleymi ei. Ef að eg eitthvað indælt dreymi, er það um þig í sumar þey. Og þar var maður, er mest eg unni, mér óskyldur — sem faðir var. Mörg og fögur hann kvæði kunni. hvergi var betra og sælla en þar. Jóhannes, vinur, fóstri fróður, firða marga eg þekt hefi’ nú. Margur rejmdist mér garpur góður, en, Guð veit, enginn var betri en þú 1 Árnakoti var alt af gaman, einn á vakki eða með þér. Er Grána og Lýsingur léku saman, létt var alt af í skapi mér. En nú mun Lýsingur löngu hevgður. lág^ fallin húsin, er reisti eg bam, þú áf ellinnar bugðum beygður. Búið er sumar. fs er og hjarn. fs er og hjarn, en víst með vori vaknar að nýju bjarkaher. Enn muntu garpur gæddnr þori, sem Gæfa sjálf brosi viður þér. Er brugðust vonir, þú brostir löngum, —brotgjarat er sjaldan aldið tré — og enn mun þykja gaman í göngum gangnakóngi, þó aldinn sé. Þú varst fæddur á stöðvum sterkra storma og unnir ha'fsins gný. Eg tel þig í hópi manna merkra, iþví mannsins aðal er starfi í. Starf þitt var gott. f fátækt fékstu í fagurt túnlendi holti breytt, fram af þér alt af, góði gekstu og gigtinni aldrei skeyttir neitt. Fátækt er stef. En stundir strangar stika eg í anda gamla braut. Daga’ og nætur mig löngum langar að líta alt þetta gamla skraut í Ámakoti — og eins að vakka einn með þér út við Rauðutjöm. í anda með þér eg fús þar flakka: Nú, forláttu braginn, gamli öm. A. Th. 29. nv. M9, í Cleveland, Ohio. The Royal Bank of Canada Hefir til leigu með sanngjörnum kjörum ÖRYGGIS HÓLF — SAFETY DEPOSIT BOXES Til Tryggingar fyrir Áríðandi Skjöl, Gullstáss, Lífsábyrgðar skírteini o. fl. Hafið Victory Bonds Yðar á Óhultum Stað WINNTPEG (West End) BRANCHES Cor. William & Sherbrook T. E. Thorstelnson, Manager Cor. Sarqent & Beverley F. Thoróarson, Manager Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager. 5% VEXTIR OG JAFNFRAMT 'O ÖRUGGASTA TRYGGING Leggið sparipeninga yðar í 5% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð- miða — Coupon Bonds — I Manitoba Farm Loans Association. — Höf- uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin út fyrir eins til tíu ára tímabil, f upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupenda. Vextir greiddir viO lok hverra sex mánaða. Skrifið eftir upplýsingum. Lán handa bændum Penlngar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágri rentu. Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja. The Manitoba Farm Loans Association WINNIPEG, - - MANITOBA VEIDIMENN Raw Furs til Sendið Y ðar HOERNER, WILLIAMSON & CO. 241 Princess St., Winnipeg VEL BORGAD fyrir RAW FURS Sanngjörn flokkun Peningar sendir um hæl Sendið eftir brúnu merkiseðlunum Skrifið eftir Verðlista vorum SENDID UNDIREINS! þ Vér borgum ý Express kostnað VERDID ER FYRIRTAK! Hugleiðingar við ára- mótin. Eg hefi nú nokkra stund verið að ráðgera, að senda Lögbergi fáar línur, en ekki haft tíma né tæki- færi fyr en nú, og betra er seint en aldrei. Nú fer að líða að ára- mótum, og á þá vel við að gera yfirlit yfir það helsta og mark- verðasta, sem við hefir borið á Iiðna tímanum, og þessvegna ræðst eg í að senda þér hugleið- ingar mínar, yfir þetta ár sem nú er bráðum á enda. Fréttir verða ekiki miklar né margbrotnar. Á þessum tímum er fremur viðburða lítið, veturinn er nú fyrir löngu genginn í garð með óblíðu náttúrunnar, sem oft vill vera hans förunautur, í þessum hluta landsins. Hann byrjaði hér fyrir alvöru 23. október með hríð- um og frosti; hafa síðan staðið hér harðindi, stundum með ofvið- rum. Október var allur slæmur, gerði snjó um þann 10, sem lá á nálægt viku, sumarið eitt hið állra erfiðasta í sögu þessarar bygðar, sífeldir þurkar og hita- vindar. Afleiðingarnar algjörleg- ur uppskerubrestur og gróðurleysi á harðvelli. Verður vetur þessi tilfinnanlega langur þeim, sem lítil eða engin heyföng hafa fyrir skepnur sínar, sem fjölda margir eru hér umhverfis. Ekki ná þau vandræði til landa, er flestir þeirra eiga meiri og minni ítök í hinu mikla og góða engi, sem liggur meðfram Mouse River og sem lá undir vatni alllangan tíma síðastliðið vor. Heilsufar manna hér í sveit hefir mátt heita gott þetta ár, og mikið fagnaðar og gleðiefni var það öllum þeim foreldrum og bygð- arfólki í heild sinni að sjá nálega alla drengina, sem í herinn gengu koma heim á þessu hausti glaða og heilbrigða. Af 16 piltum, sem fóru héðan úr sveitinni í herþjón- ustu, komu allir til baka nema einn, Gunnar Einarsson, 24 ára gamall. Andaðist hann úr lúngna- bólgu á Frakklandi 6 marz s. 1. Var foreldrum hans harmur mikill að fráfalli hans, og bygð- inni mikill söknuður, því betri og vandaðri dreng að allri hegðan hefir þessi sveit ekki alið.v Hinn 20 apríl andaðist hér aldraður maður sem Björn hét og var Benediktsson, ættaður frá Dalhúsum í Eiðaþinghá. Fleiri man eg ekki eftir, að hafi dáið, sem ekki h'efir verið getið um áður. Á síðastliðnu hausti fluttu héðan úr sveitinni ung hjón, Garfield Sames og Margrét Waldi- marsdóttir, Sverrissonar bónda hér í bygð. Færðu þau bústað sinn vestur til California, keyptu þar landiblett og una vel hag sínum í veðurblíðunni þar vestra. í fyrra fluttu Ihéðan tveir feðgar, Magnús ólafsson og Hallur sonur hans, til Wisconsin. Komu þeirt il baka aftur í haust, hafði búfærslan ekki reynst þeim eins vel og þeir gerðu sér vonir um, og framtíðar- horfur þar ekki eins bjartar. prátt fyrir alla erfiðleikana sem þetta síðasta sumar hafði í skauti sínu, og fleijp undanfarin sumur, lifa menn við vonir um betri tíma,. Samlyndi eining og góður félagsskapur, seim frá fyrstu tímum hefur einkent þessa bygð, er en í besta lagi. pað er ef til vill þar sem um nokkuð stórar bygðir er að ræða fá dæmi að hvert einasta heimili tilheyri sama safnaðarfélaginu og það með ágætu samkomulagi. Af þessu dæmi er það ljóst, að umbrot í trúarefnum hafa litla þýðingu og óheppilegar afleið- ingar. pað er nú á dagskrá, að íslenzk þjóðrækni sé í afturför, og ísl. þjóðarsiðir sé að leggjast niður með okkur hér vestra. Einn af þsesum skemilegustu þióðsiður forfeðra vorra, voru veizlurnar, og voru á þeim tíma mörg tilefni til mannfagnaðar, stundum efndu ungir menn til brúðkaups síns og gengu að eiga festarmeyjar sínar eftir margra ára veru í öðrum löndum. Hér hjá okkur endurtók sagan sig nýlega. í þessu tilfelli eins og hún gerir oft. Fyrir þremur árum síðan gekk einn af ungu mönnunum okkar sem sjálfboði í her Bandaríkjanna Kom hann aftur í haust með 'frægð fyrir að hafa komist í mannraunir miklar og bætt lífi sínu fyrir handan hafið. pegar heim kom gekk þessi ungi maður að eiga festarmey sína, sem um allmörg ár var búinn að sitja í festum. Hafði hann boð inniog bauð til öllu fólki bygðarinnar til brúð- kaups síns, ungum og gömlum. Af þessu dæmi er auðsætt að ekki er en aldauða með yngri kynslóð- inni þjóðsiðir vorir og rausnin íslenzka, sem frá fornöld hefir einkent vora þjóð. pessi migi maður var óskar pórðarson sonur pórðar pórðar- sonar fyrrum hreppstjóára og alþingism. á Rauðakollsstöðum, sem um 40 vetur var mestur atkvæðamaður samtíðar sinnar við Breiðafjörð, og seinni konu hans, PáMnu Hansdóttir Hjalta- líns frá Jörfa, Jósefssonar frá Valshamri, Jónssonar prests á Breiðabólstað á Skógarströnd sem ættfaðir var hinnar fjölmennu Hjaltalíns ættar þar vestra. Brúðurin var Karolína Good- mann, Jósteinsdóttir og Helgu Goodmann, hinnar elztu og lang- fyrstu landnámskonu þessarar bygðar sem, enn er á lífi og situr innaní hvirfing barna sinna og afkomanda þeirra með þeim heiðri að vera kynsælasta kona iþessarar sveitar. Séra Kristinn Ólafsson sem fermt hafði brúúðgumann, gaf brúðhjóninn saman, þann 7 nov. Var þar fjöldi manns samankom- inn og skemtun hin bezta. Annar mannfagnaður átti sér stað 2 dögum síðar, þann 10. nov.. í tilefni af því, að þann dag átti

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.