Lögberg - 11.12.1919, Side 5

Lögberg - 11.12.1919, Side 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. EDSEMBER 1919. Bls. G uÖSON'S ^ cqmpanv Lang frœgasta TÓBAK í CANADA allra afkom».;-la Stefán Einarason, atkvaeðamesti bóndi þessarar bygðar, og kona hans, 25 ára giftingarafmœli. Hafði söfnuðurinn gengist fyrir því, að gera þeim hjónum daginn sem skemtilegastan og minni- stæðastann. Hafði bygðin þá ánægju að hafa viðstadda tvo af prestum okkar, séra Friðrik Hallgrímsson, hinn núverandi prest okkar, og séra Kristinn Ólafsson, sem áður þjónaði' þessum söfnuði um margra ára skeið. Daginn áður, sem var sunnudagnr ■messaði séra Friðrik á amkomu- húsinu og aðstoðaði séra Kristínn hann við guðsþjónustuna, fólik fjölmenti mjög að vanda, því þessar afskektu bygðir eiga ekki að venjast því að hafa tvo presta sama daginn. Eru slíkt hátíða- brigði.. Silfurbrúðkaupið byrjaði ná- lægt kl. 11 fyrip hád. Veður var hið versta, norðanrok með frosti og fjúki. Samt sótti samkomuna meiri hluti bygðarmanna. Samkomunni stýrði séra Kristínn ólafsson með sínum alkunna skörungsskap og fyrinmannlegu persónu, sem þann mann prýðír. Athöfnin byrjaði með því að séra Friðrik flutti stutta bæn, að þv(í búnu afhenti forseti dagsins, séra Kristinn silfurbrúðhjónunum borðsett úr silfri að gjöf frá sveitungum þeirra. pví næst voru bomar fram ágætar veítingar, sem konur kvennfélagsins til- reiddu, en hinar ungu yngismey- jar bygðarinnar báru fram. Að því búnu fóru fram ræðuhöld tóku allmargir til máls, auk prestanna, sem töluðu hvað eftir annað af fjöri miklu og mælsku eins og þeím báðum er lagið. Silfurbrúðguminn flutti langa tölu og þakkaði með snjöllum orðum fyrir allan hlý- iðleikann sem lá á bak við. Sam- sætið fór ljómandi vel fram og allir skemtu sér hið bezta, og lifa lengi í góðum endurminningum um þann dag, sem um langann tíma hefur verið einn hinn allra skemtilegasti í sögu þessarar bygðar. Var það og að makleg- leikum. Stefán Einarsson er búinn að vera hér í sveit nálega allan þennan tíma, eða 24 ár og verið alla tíma foringi allra mála sem bygðina hefir vantað, lagt fram óskift fylgi sitt að öllum félagsskap bygðarbúa, og gengið á undan að styrkja öll nytsöm fyrirtæki, sem bygðin hefir varðað í heild sinni. í samkvæm- islífinu má segja að hann hafi verið lífið og sálin á öllum skemtisamkomum bygðarbúa og verið hrókur allls fagnaðar. En nú eru þessi brandajól liðin, og allar skemtanirnar og koma ekki aftur nú fyrst umsinn. Allir eru nú seztir að, haust- önnum lokið og áhyggjur sumar- sins lagðar til síðu. Nú er ekkert útá landsbygðinni til skemtunar, hinar löngu kvöldvökur, nema ef eitthvað væri til að auðga andann með, nýtt eða garnalt. Eg er nú búinn, ritstjóri góður, að þreyta þig býsna mikið á þessari laungu ræðu. Samt ætla eg að lokum að geta þess að nú er eg bráðum búinn að innheimta fyrir Lögberg, og gekk það vel að vanda. En fyrirhöfn útheimtir það að fara inn á hvert einasta heimili í víðlendri sveit. öllum líkar vel við blaðið undir þinni stjórn, og lesa það með ánægju og finna jafn- framt skildu sína í að borga það skilvíslega, og þannig á það að vera að sá, sem vill lesa blöðin, á að borga þau. pað er margra aðal- skemtun útá landsbygðinni að fá íslenzku blöðin í hverri viku og margir, er aldrei eiga svo annríkt, að þeir fari ekki á pósthúsið á föstudagskvöldum, einungis vegna íslenzku blaðanna, unglingarnir keppa um þau þegar heim kemur, allir vilja sjá þau sem fyrst. peir eldri byrja vanalega á íslenzku fréttunum og fréttabréfunum. pað helsta sem mörgum þykir að blöð- unum eru deilurnar sem stundum eru svo miklar, að manni ofbýýður ■og óska margir að þeir dálkar sem það tékur upp í blöðunum, hefðu •eitthvað betra að bjóða, sem væri meir til uppbyggingar og geðfeld- ara lesendunum. pað er nú víst nóg komið í þetta sinn. Með bestu óskum til Lögbergs og allra lesendanna. S. Jónsson. Columbus Kínverja* Hér um bil þúsund árum áður en Kristofer Columbus kom til West- India, lenti kínverskur Búdhatrúar munkur skipi sínu við strendur þess hluta heims, er síðar hlaut nafnið Ameríka. Alveg gagnstætt aðferð Columbusar, gaf kínverji þessi eins nákvæma lýsing af hinu nýfundna landi, og frekast var auðið. Hann nefndi landið Fu-Sang, og samkvæmt athugunum hans á hnattstöðu þess, mun mega nokkurn veginn víflt téljast, að þar sé um Mexico að ræða. Eftirfarandi lýsing af landi og staðháttum lét munkur- inn í té yfirboðara sínum, er Ehen nefndist. Land þetta er afarauðugt af Fu-Sang trjám og dregur vafa- laust af þeím nafn sitt. Blöð Fu- Sang trjánna líkjast mjög laufum á tré því, er kínverjar kalla Tong. Ávextirnir eru mjög svipaðir perum í útlíti og neyta innbyggj- endur jafnt stönguls sem aldins. Úr berkinum eða næfrum hans, spinna þeir garn það alt, er nota skal til vefnaðar, einkum í alla hina skrautlegri dúka. Hvorki eru nokkrar víggirðingar í landinu, né múrar umhverfis borgir.. par er heldur engin vopnagerð, því fólkið lifir í sátt og samlyndi. og grípur aldrei til vopna. Megin- þorri ínnbyggjenda erskrifandi og vinnur pappír úr berkí hinna síblómguðu Fu-Sang trjáa. Samkvæmt stjórnaiskipulögum landsins, skulu tvær vera ríkis myrkvastofur, önnur í syðri, en liin í norðurhluta ríkisins. peim, er smærri yfirsjónir drýgja, skal varpað í stofuna hina syðri, en allir sakaðir um stór lögbrot, skulu þola hegningarvist í hinni nyrðri, og eiga þeir þá engr^r vægðar vægðar von, þar sem á hinn bógin suðurbúum voru oft gefnar upp sakir. Föngum í norð- ur myrkrastofunni er leyft að giftast en börn þeirra verða þrælar og ambáttir. pegar einhver úr hærri rimum mannvirðingastigans hefir verið sakaður um glæp og fundinn sek- ur, þá er honum varpað í djúpa gryfju og dómurinn kveðinn upp um leið, safnast þá ávalt saman múgur og margmenni dansandi í kringum gryfjuopið. Kveðja allir viðstaddir fangann, með þeim háttbrigðum, er gefa til kynna, að um síðustu samfundi sé að ræða. pegar kveðinn er upp dauðadómur þá er steypt yfir höfuð sakbom- ings ógrynni af ösku. — Sé um fyrsta brot að ræða, sætir aðeins sá, er brotið framdi, refsingu. En við annað brot, nær refsinginn jafnframt til barna og barna barna hins sakfelda. Sé aftur á móti að ræða um þrjú eða fleiri brot sömu tegundar, skal svipa laganna ná til ættarinnar. Konungur ríkisins er jafnframt nefndur fursti. Aðalsmenn af fyrsta flokki eru nefndir Tui Lu, af öðrum flokki Tui Lu hinir óæðri, en þriðji flokkurinn nefnist Nato-oha. í hvert sinn og konung- urinn gengur úr höll sinni, fer lúðrasveit bæði á undan og eftir. Konungur notar mismunandi lit föt, eftir því hvernig stendur á tölu ríkisstjórnaráranna, fyrstu tvö árin gengur hann á bláum klæðum þriðja og fjórða árið í rauðum kirtli, fimta og sjötta í gulum fötúm, sjöunda og áttunda í hvítum, en níunda og tiunda í hrafnsvartri skykkju. Uxarnir á Fu-Sang landi eru feykilega stórhyrndir og sterkir, svo með afbrigðum má teljast.— Fólkið safnar auðæfum sinum í uxahorn, og keppist hver um annan að fylla þau sem fyrst. Til áburðar og dráttar nota menn þar til skiftis uxa„ hesta, og hreindýr. Töluvert er um ostagerð í landinu Járn finst ekki neinstaðar á þeim stöðum, en aftur á móti er þar ógrynni kopars. Gull og silfur er ekki talið til verðmætis, og á sölu- torginu er ekki fast verð á neinu Bónorðsferðir í landinu eru með mjög einkennilegum hætti. Biðill inn reisir dálítinn kofa andspænis dyrum húss þess, er stúl'kan á heima i, og þvær ihann framstafn kofans kvélds og morgna í heilt ár án þess, að mæla meyna máli. Sinni hún atferli hans engu, skilur hann það sem hryggbrot og flytur kofa sinn þangað, sem ein- hver önnur stúlka á heima, og gangi saman með þeim. er brúð- kaupið látið fara fram tafarlaust, og er vígsluathöfnin harla svipuð því, sem við gengst A Kína.---- pegar faðir, móðir, eiginkona, eða sonur deyr, fasta allir æt+ing- arnir í sjö sólarhringa. Mynd hinnar framliðnu persónu er síðan fest upp á litla súlu, í kring- um hana þyrpast ættingarnir og biðja krjúpandi árla morguns og síðla kvelds. Sorgarbúningar eru þar óþektir með öllu. pegar nýr konungur tók við völdum þá varð hann ófrávíkjan- lega að fylgja þeirri reglu, að skifta sér ekki minstu vitund af stjórnmálum fyrstu þrjú árin, eftir ríkistökuna. Framan af tímum voru konungar þessir lítt mentaðir, og vissu jafnvel eigi deili á trúarbragðakerfi Búddha. En síðar meir fluttust nokkrir kínverjar inn í landið, og kendu þeir almenningi siðalögmál meist- ara síns og trúfræðireglur. peir fræddu fólkið einnig úm helgisiði klausturlífsins, og höfðu kenn- ingar þeirra í heild sinni ómetan- leg áhrif til blessunar á lýðinn. Sagnir þessar hafa fundist í kínverzkum annálum frá 499 fyrir krists fæðing. Skömmu síðar, eða á tímabilinu frá 502—506 F. K. fundu kínver- jar önnur þrjú lönd eða lands- hluta. í einu af þeim löndum er sagt að fólkið hafi haft hunds- höfuð, og mál þess verið langt um líkara hundgá eða spangóli en inensku máli. Fólk þetta lifði ein- vörðungu af smábauum, og báru föt þess öll á sér baðmullarblæ. I Húsin voru gerð af þurkuðum leir en dyrnar I líkingu við grenis- munna. Annað landið, sem kínverjar fundu um þær mundir, er talið að hafa verið Atlantisku eyjarnar. Mælt er að hinir innbornu þar, hafi haft mislitar rendur um allan skrokkinn líkt og sum villu-. dýr. Væri rendur þessar beinar,1 átti það að tákna göfugt ætterni, en hinar hringmynduðu þóttu bera vitni um lægri stétt. Aldrei þurftu ferðamenn að flytja með sér nesti, vistir voru jafn heimilar öllum. Menn gátu sezt upp hvar sem þeim sýndist og tekið sér hvíld eftir vild. par þektust engin föstuhöld. Konungshallirnar voru skraut- legar mjög, prýddar gulli og silfri priðja landið, er sagt að muni hafa verið British Columbia, og lifnaðarháttum þar þannig lýst: Vopnaburður er þar óþektur með öllu, þeir sem sekir hafa fundist um smávægileg brot, eru hýddir. En sé um að ræða alvarlegan sakaráburð og sakfellingar dómur kveðinn upp, þá ér hinum dæmda fleygt fyrir fætur hungraðs villi- dýrs að kveldi, á afgirtum stað. Hafi óargadýrið ekkert mein gert bandingjanum í næstu dagrenning1 er það talinn ljós vottur þess, að hann hafi saklaus verið, er hann þá tafarlaust látinn laus, og honum veitt sitt fulla frelsi. þangað streymir fólkið enn í dag í febrúar og marz á pílagríms- göngu sinni svo tugum og jafn- vel hundruðum þúsunda skiftir. pað er sagt að á þeim tveimur mánuðum þá fari oft 10,000 pílagrímar á dag upp á fjall þetta. Við rætur fjallsins bíða menn með burðarstóla til þess að bera þá upp á fjallið sem borgað geta burðargjaldið. Stólar þessir eru ólíkir öllum öðrum burðarstólum i Kína, þeir eru sérstaklega búnir til með helgi fjallsins, og verkefnið í huga. Fjórir menn eru með hverjum stól og bera tveir hann í einu á þann hátt að ól er spent yfir aðra öxlina og undir hendina, og er svo stólnum krækt í þá ól. Menn þeir sem stólana bera eins og menn yfirleitt í Shantung fylkinu eru meiri vexti og sterkari heldur en menn frá suður hluta landsins. peir fara vanalega eina ferð á dag, fara á stað með byrði sína tímanlega að morgni, en dagur er að kveldi kominn þegar þeir koma með hana til baka aftur Einn þessara manna segir ferðamaður sá er frá segir “var sex fet og fimm þumlunga á hæð og þótt að hann kynni mjög lítið i ensku var hann undur fljótur að skilja það sem • þurfti, og var kurteis og fljótur til greiða. Eitt er einkennilegt við menn þá sem þessa atvinnu stunda, að þeir eru ekki sömu trúar og fólk það sem til guða dýrkunar kemur á fjallinu heldur Mahamuts trúar. Fjallið er bratt og upp á það eru frá rótum fjallsins sex þús- und tröppur. Hver trappa er um fimtíu fet á lengd og er fyrir- komulag þeirra, og verk alt á þeim framkvæmt af forn kínverjum og er meistaraverk. Tröppurar vindast upp fjalls- hlíðina, meðfram djúpum giljum fossum og fossandi lækjum. í gegnum græna sedrusskóga sem gerir útsýnið á þessari fjallgöngu eða fjallaferð dásamlegt. 1 gegnum þrjú hlið fara menn. Hið fyrsta sem er kallað hlið hins gamla musteris. Annað hliðið er kallað hlið himnanna, og þegar maður kemur í gegn um það finst manni að maður sé komin í eihvern skýja- sal. Og manni finst að nú sé maður kominn upp á hæðsta tindinn. Svo er þó ekki því undir- eins og pílagrímurinn er kominn í gegnum það sér hann enn eina hæð og liggur stígurinn í bugðum upp hæðina og þá verða þeir að klifa til þess að komast upp á hæðsta tindinn. En þegar þangað er komið mætir auganu hið feg- ursta útsýni sem til er í Kína. (Meira.) “Að hugsa til íslands um jólin.” Grein herra Árna Eggertssonar um það efni er nú þegar farin að bera árangur, eins og eftirfylgj- andi bréf sýnir: “Mozart, Sask., 4. des. 1919. Herra Árni Eggertsson, Winnipeg, Man. Kæri vinur— Eg var rétt að enda við að lesa grein þína í Lögbergi, “Að hugsa til íslands um jólin”. Eg þakka þér kærlega fyrir þá grein. Spít alamálið er að mínu áliti eitthvert mesta nauðsynjamál sem ísland hefir nú með höndum, og eg álit að það sé tæplega vansalaust fyrir okkur íslendinga, beggja megin hafsins, að ljá því máli ekki nægi legt fylgi til þess að koma þvi bráðlega í fraimkvæmd. pú hefir sannarlega gert þarft verk með þessari uppástungu, því eg er sannfærður um að það er svo mik ið eftir af “íslendingnum” i mörg- um okkar, til þess að láta þenna litla skerf af hendi rakna, þegar okikur er bent á hvað það er þægi- legt og vel viðeigandi undir kring- umstæðunum, þótt við hefðum ekk- ert hugsað út í það án þess. Eg sendi þór hér með Arðmiða minn fyrir No. 2151, sem gjöf í spítalasjóðinn. Vona að þú fáir marga þeirra bæði fljótt og vel. Með kærri kveðju og, beztu ósk- um, þinn einl. J. F. Finnsson. Auðvelt að spara ÞaS er ósköp auðvelt að venja sig á að spara með því að leggja til síðu vissa upphæð á Banka reglulega. 1 spari- sjóðsdeild vorri er borgað 3% rentur, sem er bætt við böfuðstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK ISotre Jlame llrancb—W. H. HAMII/TON, Mauager. Selklrk Branch—F. J. MANMNG. Manager. Faðmlagið ástljúfa—- sem fylgir jólagjöfinni frá The CITY I.IGHT & P0WER Veljið “henni” bæði skynsam- lega og hagkvæma jólagjöf— Gjöfin hlýtur tvöfalt gildi, ef hún er frá The City Light and Power Vér stingum upp á Strau- járni, Toaster, Kaffikönnu, Perculator, Rafeldavél, Washer, Vacuum Cleaner. Triner’s Wall Calendar — Vegg- almanak fyrir árið 1920, skarar langt fram úr því, sem menn höfðu gert sér nokkra hugmynd um. — Veggalmanök Triner’s eru ávalt fögur, en þetta nýja fyrir árið 1920 skarar langt fram úr öllum fyrirrennurum s’ínum. rísa upp úr rústum gereyðingar- innar, og innan um hinar ótelj- andi litbreytingar munuð þér í bæklingi þessu.m finna þjóðliti landsins, sem ól yður sjálfa eða foreldra yðar. Fimtán fallegar smámyndir sýna yður einnig greinilega framleiðslu Triner’s American Elixir of Bitter Wine og hinna annara ágætu Triner’s Inni- meðala, sem búin eru til úr fræg- ! ustu læknisjurtum, bæði til heima nota og útflutnings. Pantið alma- hald almanaksins er i fám drátt- um þetta: Menningin og heil-lnakið, sendið að eins 10 c. í burð- rigðisfræðin bjóða alþjóða sam-j ^g^LigJj®^ Adhland A™.', bandið velkomið, bjartari tímar Chicago, 111. Pílagríms för kínverja til fjall- sins helga. Fjallið helga í Kina er þrjátíu og fim mílur vegar frá Tasinanfu sem er höfuðborgin í Shantung- fylkinu, það er að líkindum hið elsta fjall sem menn hafa haft helgi á í víðri veröld. Á þvi færðu men fórnir sínar og lutu guðum sínum 2,000 árum fyrir fæðing Jesú Krists, og SUGGESTIONS FROM EATON’S FALL",dWINTER CATALOGUE HÉR ERU NEFNDAR NOKKRAR AF hinum MÖRGU TEGUNDUM GJAFA, SEM pESSI BÓK SEGIR FRA OG SÝNIR MYNDIR AF SPJALDANNA A MILLl. Furs Swcaters Hose Boudoir Sllppers Handkerchiefs Gioves Hand Bags Watchcs Rings FYRIR KONUR Pendants Silver Tableware Bracelets Manicnre Sets Candie^ Kltchen Cabinets Sewing Machines Washing Machines Dishes Sleds Dolls Toys Books Cameras Skates Snow Shoes FYRIR BÖRNIN Skis FYRIR KARLMENN Hocky Sticks Musleal Instruments Bicycle Accessories Jack Knives Bisycles EATON CS-™ WINNIPEG CANADA Dresing Gowns Sweaters Hose Bath Robes Ties Mnfflers House Slippers Gloves Cameras Fountain Pens. Jack Knives Mllitary Brusli Sets Skates Cigar Stands Scarf Pins Cnff Dinks Flash IJghts Bracw

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.