Lögberg - 11.12.1919, Page 6

Lögberg - 11.12.1919, Page 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. EDSEMBER 1919. Æska er æfl skðU, Alt, gem lærist þá. Að líta til baka. Lavdnám Svía. Það var víðar en á Englandi, sem menn gjörð- ust óróir undir kirkjuvaldinu. Það var líka í Svíþjóð, því þangað höfðu hin trúarlegu umbrat 17. aldarinnar náð eins og til annara Evrópu- landa. Menn þráðu frelsi, þráðu að mega lifa sínu eigin lífi frjálsir, mega trúa á skapara liim- ins og jarðar og tilbiðja hann eftir eigin vild, en ekki eftir neinu valdboði kirkjulegra stórhöfð- ingja. Svo það var eins og hjarta þjóðarinnar sænsku væri kramið, og skuggamir voru alt af að rísa hver öðrum svartari á trúarhimni þjóðar- innar. Svo þegar William Usselinx, sem þó var Hol- lendingur að ætt, kom til Gustaf Adolfs árið 1624 . og benti honum á möguleikana, sem byðust fyrir vestan haf í Ameríku, þá var sem leiftri brygði fyrir í huga þess ágæta og mikla manns, því hann sá þar veg til þess að létta byrðar þegna sinna, sem kvíðafullir biðu komandi tíðar. Hann tók þessum boðskap tveim höndum og gekk inn á að myndað yrði félag, sem heima ætti í Svíþjóð, en sem setti sig í verzlunar og fólks- flutninga samband við Asíu, Afríku og Ameríku. Verksviðið var nálega óþrjótandi og tækifær- ið til útbreiðslu eins. En það var ekki verzlunin, sem svo mjög heill- aði hug hins ága*ta konungs. Heldur voru það góðverkin, — sérstaklega útbreiðsla kristindóms- ins á meðal hinna heiðnu þjóða. Hann var sannfærður um, að fyrirtækið mundi blessast og bera sig, og þó að það yrði ekki í fyrstu, þá benti hann á hversu ómetanleg bless- un að þetta gæti orðið hinum stríðandi mótmæl- endum gegn páfavaldinu, og líka að það gæti orð- ið ríkinu til blessunar frá stjórnmálalegu sjónar- miði. í stofnskrá þeirri, sem konungur veitti Willi- am Usselinx, stendur meðal annars: “Hér með kunngjörist, að með bænarskrá sinni hefir hinn gætni og heiðarlegi William Us- selinx sýnt fram á með hógværð og sannað fyrir oss, hvernig að verzlunarfélag hér í Svíþjóð, sem ræki verzlun í Asíu, Afríku, Ameríku og í Magel- lan geti orðið sett á stofn..... Uppástunga hans var slík, að vér tókum hana til nákvæmrar yfirvegunar, og getum ekki mótmælt henni. Oss skilst, að slíkt fyrirtæki, ef guð blessar það, gæti orðið hans nafni tii dýrðar og ríki voru til bless- unar og til framfara og uppbyggingar fyrir þegna vora. “Vér höfum því með ánægju veitt bænar- skránni móttöku og náðarsamlegast veitt það sem hún fer fram á og gefið vort samþykki til þess, að félag þetta sé myndað. “Afgreitt og undirskrifað í hinni konunglegu höll vorri í Stokkhólmi, 21. desember 1624.” Gustafus Adolfus.” Félag þetta var myndað í Stokkhólmi 21. maí 1627, metS einkaleyfi til útflutninga og verzlunar við lönd þau, sem nefnd hafa verið, í tólf ár, frá 1625—1637. Þeir sem gengust fyrir fétagsmynduninni og gengu í félagið, var Kristfxr móðir Adolfs kon- ungs, er var þessa fyrirtækis mjög fýsandi, John Cassimir prins, og hið heldra fólk í borginni. Undirbúningur allur gekk greiðlega og það mátti heita, að alt væri til reiðu, því konungur sjálfur studdi fyrirtækið af alefii. En áður en farið var á stað, varð breyting mikil. Gustaf Adolf var kallaður til hins mikla Iífsstarfs síns, þess, að verja á vígvellinum and- legt frelsi Mótmælenda í Evrópu. Og þótt sigurvinningar og heiður hlæðust að honum, gleymdi hann samt ekki þessu áhugamáli sínu, sem hann áleit að tafist hefði að eins um tíma. En honum auðnaðist ekki að sjá þessa ésk sína rætast hér í lífi, því að hatin féll í orustunni við Lutzen. En áður en hann dó, fól hann féhirði sínum, sem Oxenstierne hét, kærum samverka- manni, aðmanni, að sjá um það, sem hann nefndi “gimstein kórónu sinnar”, sem sé áframhald fé- lagsmyndunarinnar. Eftir fall Gustafs Adolfs tók Kristín dóttir hans við ríkisforráðum að nafninu til; en af því hún var að eins sextán ára, þegar hún misti föður sinn, var henni'settur ráðunautur þar til hún yrði átján vetra, og var það Oxenstieme, sem þá neytti allrar orku,/til þess að koma fyrirtækinu í fram- kvæmd. Að síðustu vom tvö skip ferðbúin 9. ágúst 1637. Var annað herskip, en hitt seglskip. Bæði voru skipin fermd vörum og fólki, skipshöfnunum og um fimtíu útflytjendum. Fólk þetta hraktist sex mánuði í hafi, en tók að síðustu land og reisti nýlendu, sem þeir kölluðu Svíþjóð hina nýju, á bökkum á Delaware árinnar, og er það hin fyrsta bygð Svía í Ameríku. En það leið ekki á löngu, áður en þessi litla bygð komst í ónáð hjá Hollendingum, sem þóttust eiga tilkall til þessa landsvæðis; og með því að Svíamir vora fá- ir og gátu litla vöra sér veitt, urðu þeir að ganga á hönd landstjóranum í New Amsterdam. En það varð horfum skammgóður vermir, því hann komst í ónáð hjá Indíánum með því að drepa einn af höfðingjum þeirra. Og af því að Indíánar voru fjölmennir, þoldu þeir það eigi, heldur ráku Hol- lendinga af höndum sér og eyddu bygð þeirra. Skömmu eftir að þetta skeði, kom hinn annar innflytjendahópur frá Svíþjóð undir umsjón hol- lenzks mnns, sem Menew hét. Hann hafði áður verið landstjóri yfir landi Hollendinga, en komst í erjur við félagið, sem nýlenduna átti, og var vik- ið frá. Þessi maður keypti land af Indíánum í þeim hluta landnánts Svía, er Hollendingar höfðu flúið úr undan Indíánum; lét hann mæla landið og setja niður skýrar merkjalínur. Afsalsbréf fvrir því landi, var skrifað á hol- lenzku, því enginn af Svíum kunni Indíánamál, og var það undirskrifað af umboðsmanrý sænska fé- lagsins og fimm Indíána höfðingjum. Bréf það var sent til Svíþjóðar og brann þar með konungs- höllinni árið 1697. Þegar hér var komið sögu, var aftur farið að bera á ósamlyndi milli Hollendinga og Svía í Ameríku. Landstjóri Hollendinga, Kieft að nafni, reit landstjóranum yfir landnámi Svía bréf, þar sem hann ólöghelgar landnám Svíanna og seg- ir lendur þær, sem þeir helgi sér, séu eign Hollend- inga: Til þess var og ástæða, því Hollendingum var orðið ljóst, að það var fárið að koma í ljós, hversu mikils virði áin var Svíum, sérstaklega höfnin eða ármynnið. Árið 1644, eða fjórtán ár- um eftir að Svíar komu til landsins, sendu þeir tvö skip fullfermd heim til Sívþjóðar. Á meðal annars höfðu skipsfarmarnir meðferðis tuttugu og eitt hundrað og tuttugu bagga af bifurskinnum og f jögur hundruð og sextíu bagga af tóbaki. En Menew, lndstjóri Svía, lét sig engu skifta umkvartanir Hollendinga, og liðu svo fram nokkr- ar stundir. Nú rak hver útflytjendahópurinn frá Svíþjóð annan til nýlendu þeirra í Ameríku. ’Um einn er getið árið 1641. Ern taldir upp margir heldri menn, sem með þeim hópi hafi verið, þar á meðal skólastjóri Jóhann Olafsson. Nafn það virðist vera al-slenzkt, þótt vér minnumst ekki að hafa séð neitt um það, að hann hafi verið frá Islandi kominn. Þessi nýlenda Svía óx og blómgaðist í seytján ár, en þá magnaðist sundurlyndið við Hollend- inga að nýju, og urðu Svíar aftur að lúta í lægra haldi fyrir Hollendingum. Sagan af Monte Cristo. XV. KAPITULI. Gestgjafahúsið. Miðja vega á milli bæjanna Beauoair og Belle- grade stóð gestgjafahúsið. Gestgjafinn stóð í dyrunum og studdi sig við annan dyrustafinn; hann horfði sem dreymandi út yfir akra og engi. Hann var í þungum þönkum, því tímarair voru nú mjög breyttir frá því sem þeir áður voru, þegar svo að segja óslitinn straumur ferðafólks fór um veginn. En síðan vatnsskuríirnir voru grafnir og flutningur og ferðafólk fór með bát- um, sem eftir þeim gengu, hafði atvinna gestgjaf- ans svo að segja eyðilagst. Og þarna stóð hann nú og var að hugsa um liðna tíð, þegar peningarnir flóðu yfir veitinga- borðið og þegar gnægð glaðra gesta var þar á staðnum frá morgni til kvölds. Maður þessi var hár vexti, þrekinn og krafta- legur; hann var útitekinn í andliti, og hafði hann orðið það við að standa þama í dyrunum frá morgni til kvölds í nálega átta ár. Maður þessi var Gasper Caderousse. Gasper þessi var kvong- aður og var kona hans, sem Magdalena hét, eina manneskjan auk hans, sem heima átti í gestgjafa- húsinu. Hún var ein af þessum kvenpersónum, sem eru sí-nöldrandi og óánægðar með hlutskifti sitt, meta aldrei eitt, sem fyrir þær er gjört og finst hlutskifti sitt vera næstum óbærilegt. Oftast var kona þessi í rúmi sínu, þó að hún væri heilbrigð. Henni fanst endilega, að hún yrði að vera þar, og var þá enda ánægðust með lífið. Og nú var það Magdalena, sem rauf þögn- ina, með hinum vanalegu kveinstöfum sínum, og svaraði Caderousse þeim á þessa leið: “Hættu þessum örvæntingarlestri, kona; það er guðs vilji, að þetta skuli vera svona; og hvort sem þér lfkar það betur eða ver, þá verður þú að þola það. ” Og Caderousse var í þann veginn að ganga burtu, þegar hann kom auga á ríðandi ferðamann, sem kom eftir veginum. Mann þennan bar fljótt að og sá Caderousse á klæðum hans, að hann var andlegrar stéttar maður. Þegar maðurinn kom að gestgjafahúsinu sté hann af baki og kastaði kveðju á húsbóndann. Caderousse tók ferðamanninum mjög vel og bauð honum til stofu. Þegar þar kom, virti prest- urinn húsráðanda nákvæmlega fyrir sér og spurði hann að nafni, hvort hann héti Gasper Cader- ousse, sem fyrir mörgum árum hefði átt heima í Meillan götunni í Marseilles, á þriðja lofti, og stundað ídæðskurð. Caderousse kvað svo vera, sagðist hafa stund- að þá iðn þar til hann hefði ekki getað haft viður- væri sitt upp úr henn lengur; svo hefði hann bú- ið í stað þeim, sem Busoni ábóti nefndi, unz hann hefði flutt á stað þenna, sem hann væri nú á. “Erum við hér einir?” spurði ábótinn. ' “ Algjörlega, að undantekinni konu minni, sem er veik og getur ekki hjálpað mér minstu vit- und,” svaraði Caderousse. . “Svo þú ert þá giftur,” mælti ábótinn um leið og hann leit í kring um sig í fátæklega herberginu, þar sem þeir sátu. “Já, faðir,” sagði Caderousse, dró andann þungt og bætti við: ‘ ‘ Pað þýðir ekki minstu vit- und, að reyna til þess að vera frómur eða vandað- ur í þessari spiltu veröld. Menn komast ekkert betur áfram fyrir það.” Abótinn hvesti á hann augun. “Eg get sannarlega borið um þetta, að því er mig snertir,” hélt veitingamaðurinn áfram. “Eg get stært mig af því, að vera heiðarlegur maður, og það með réttu, og það er meira en sagt verður ur um alla nú á dögum.” “Það er sjálfum þér fyrir beztu, að það, sem þú segir, er satt,” mælti ábótinn, “því eg er sann- færður um, að fyr eða síðar taka hinir réttlátu út sína umbun, en hinir ranglátu sína hegningu.” “Þetta segja nú allir prestar,” mælti Cader- ousse, “en þeir geta ekki fengið fólkið til að trúa sér.” “Það er rangt af yður að tala svona,” mælti ábótinn. “Máske mér takist að færa yður heim sanninn um þetta.” “Hvað meinið þér?” spurði Caderousse. ” “Fyrst, að mér ríður á því, að þér séuð mað- urinn, sem þér segist vera og maðurinn, sem eg er að leita að.” “Hvaða sannanir þurfið þér?” spurði Cader- ousse. “Þektuð þér á árunum 1814 og 1815 sjómann, sem Dantes hét?” “Þekti eg hann! Eg skyldi nú halda það. Vesalings, kæri Edmond! Eg skal segja yður það, að Edmond og eg vorum beztu vinir, ” svaraði Caderousse. “Þér minnið mig á, að það var sagt að skírn- arnafn hans hafi verið Edmond,” sagði ábótinn. “Sagt að hann héti Edmond, ” át Caderousse upp eftir ábótanum. “Hann hét það eins sannar- lega og eg heiti Gasper Caderousse. En, herra ábóti, gjörið það fyrir mig að segja mér, hvað orð- ið hefir af vesalings Edmond. Þektuð þér hann? Er hann lifandi, og frjáls? Er hann í góðum efn- um og ánægður?” “Hann dó hugsjúkari og ófarsælli band- ingi heldur en nokkur sá, sem hengdur er á gálg- anum í Toulon,” svaraði ábótinn. Við þessa frétt varð Caderousse fölur sem nár í framan. Hann stóð upp úr sæti sínu og fór að ganga um gólfið og ábótinn sá hann bera rauð- flekkótta vasaklútinn upp að andliti sér, til þess að þerra tárin. “Vesalings maðurinn! vesalings maðurinn!” stundi Caderousse upp. “Jæja, herra ábóti,” hélt hann svo áfram. “Hér er ein sönnunin enn fyrir því, að góðir menn fá aldrei umbun fyrir verk sín hér á jörðu, og að engir nema klækja- mennirnir komast hér áfram. Já, heimurinn' fer vissulega versnandi,” bætti gestgjafinn við. “Hví lætur guð annars ekki rigna eldi og brennisteini yfir þessa vondu menn, ef hann hatar hið vonda, og sópar þeim burtu af jörðinni?” “Þér talið eins og yður hafi þótt vænt um þennan Dante,” mælti ábótinn, án þess að látast sjá geðshræring þá, sem Caderousse var í. “Já, víst þótti mér vænt um hann,” svaraði Caderousse, “þó að eg verði að viðurkenna, að eg öfundaði hann einu sinni af velgengni hans. En eg get gefið yður, herra ábóti, drengskapar orð mitt upp á það, að eg hefi síðan iðrast út af óför- um hans.” “Þér þektuð Edmond, herra ábóti,” hélt Cad- erousse áfram. “Nei, eg var að eins kallaður til hans á dán- ardægri hans, til þess að gefa honum kost á að búa sig kristilega undir dauðann,” svaraði ábótinn. “Úr hverju eru ungir og hraustir menn vanir að deyja í fangelsum? Edmond Dantes dó í fang- elsinu af sorg. ” “En það einkennilega var, að áður en Ed- mond dó, þá sór hann við nafn síns krossfesta og upprisna lausnara, að hann vissi ekkert um sakir þær, sem hann var sendur í fangelsið fyrir.” “Og það var hann,” sagði Caderousse í lág- um málrómi. “Hvernig hefði það átt öðru vísi að vera? Veslings maðurinn sagði alt satt.” “0g það er þess vegna, að hann beiddi mig að kanna leyndarmál það, sem hann sjálfur hafði aldrei skilið hið minsta í, og að hreinsa nafn sitt af öllum aðdróttunum eða kærum, sem á móti því kynnu að vera. Og til þess að koma því í fram- kvæmd afhenti Edmond mér demantstein einn mikinn og fagran, sem enskur aðalsmaður, er í þetta sama fangelsi hafði lent, hafði gefið honum fyrir að annast um sig í sóttveiki, er leiddi hann til bana.” Svo dró ábótinn demantinn upp úr vasa sín- um og hélt honum á lofti svo að Caderousse gæti vel séð hann og sagði honum, að steinninn sjálfur auk umbúúðanna, er væru mikils virði, væri 50,000 franka virði. “En hvernig stendur á því, að þér hafið þenn- an demant? Arfleiddi Edmond yður að honum?” spurði gef tgjafinn. Sáðlönd. Það eru margslags akrar til, fallegir akrar og ljótir akrar. Stórir akrar og litlir akrar. Fallegir eru þeir, þegar þeir eru vel unnir og hreinir — þegar kornið stendur þétt og heilbrigt á þeim. En ljótir eru þeir, þegar þeir eru löðr- andi í illgresi — þegar að vexti komsins er háð sökum þess, að illgresið hefir náð svo miklu haldi. Og það er ekki einasta, að þeir séu ljótir, held- að eins upp ním í akrinum, heldur dregur það í sig svo mikið af gróðrarkrafti jarðarinnar, og vökva, sem kominu er svo nauðsynlegur, að það nær ekki þeim þroska, sem það gæti náð, ef að ill- gresið væri þar ekki — ef að akurinn vaeri hreinn. Og þegar vér lítum svoleiðis akur—akur full- an með illgresi, þá sjáum við að hann er ljótur— vitum, að hann er ónýtur. Og við vitum líka, að maðurinn, sem um hann sér, er trassi, hvort held- ur það er nú eigandinn sjálfur eða 'það er leigu- liði. Vel unninn akur er því bæði fallegur og arð- samur. En illa unninn akur, er hæði Ijótur og ónýtur. Mannlfið er akur, sem alt af er verið að rækta. Mannlífsakurinn er hinum sömu lögum og skil- yrðum háður, og hinir vanalegu akrar. Hann get- ur. verið bæði hreinn og óhreinn, fallegur og ljót- ur. Hann er hreinn, þegar fólkið sjálft er hreint, og lífið fallegt, þegar )>að er gott. Við kornræktina er það undir akuryrkju- manninum komið, hvort akurinn hans er hreinn eða óhreinn, faílegur eða ljótur. Svo er það líka í mannlífsakrinum. Par er það komið undir hverjum einstakling — hverjum karli og konu. Ef að fólk er glatt og ánægt, þá er það af því, að frækorni því, er þau blóm spretta upp af, hefir verið sáð í hjörtu þeirra.. Ef að það er sannort og vandað, bæði til orða og verka, þá er það af því, að illgresi það, sem þann gróður kæfir í sálum mannanna, hefir aldrei náð að vaxa þar. Ef að það er kærleiksríkt, og umburðarlynt, þá er það af því, að sól kærleikans hefir vermt jiað. Og þá er mannlífsakurinn fagur — getur ekki verið Ijótur. Sáðland og sáðtími. Sáðlandið eru hjörtu mannanna, hvert eitt út af fyrir sig. Það er að vísu ekki stór akur, en það er vandfarið með hann og vandi að halda hon- um hreinum. Hann er að því leyti ólíkur öðrum ökrum, þeim sem korn vex á, að hann er tilbúinn til sáðs, frá skaparans hendi. Það er því að eins um tvent að ræða, eða það er tvent, sem þarf að gæta að, og það er sáðtíminn og fræið. Sáðtíminn er æskan eða ungdómsárin. Börn mín góð, hugsið þið nokkurn tíma um það, að á æskuárunum er grundvöllurinn lagður að öllu lífi ykkar? að 'þá er þeim frækomum sáð í sál ykkar, sem bera þar ávöxt til gleði og gæfu í gegn um alt ykkar líf? eða þá til sorgar og ógæfu, bæði ykkur sjálfum og aðstandendum ykkar? Ekki af ykkur sjálfum í fyrstu, heldur af þeim, sem trúað hefir verið fyrir ykkur — af pabba ykkar og mömmu, eða af þeim, sem fyrstir verða til þess að vekja eftirtekt ykkar á því, sem er fallegt eða gott — fyrstir til þess að þrýsta myndum á hinar ungu sálir. Fræið. Það skiftir miklu hvað það er, sem að -grær í ökrum manna. En það er undir því komið, hvaða f ræi að sáð er; því á eitt má reiða sig, og það er, að “það sem maðurinn sáir, það mun hann og uppskera.” En svo miklu sem það skiftir, að vanda til fræs í akra vora, þá skiftir það þó ósegjanlega miklu meira, að vanda til fræs þess, sem sáð er í sálir hinna ungu. Því eins og sá gróður er, sem þar sprettur, svo verður líf þeirra. Ef að sáð er ljótum hugsunum, þá verða hugs- anir þeirra ljótar. Ef að sáð er tilfinningarleysi og hörku, þá verða hjörtu þeirra hörð sem steinn. Ef að sáð er ósannsögli, þá kunna þau ekki að meta ágæti sannleikans. Ef að sáð er í hjörtu barnanna illgresi mann- lífsins, þá verða þar aldrei blóm friðar, kærleika og róttlætis. Kappkostið því, börnin góð„ að halda akri hjartna ykkar hreinum, svo að þar fái að vaxa blóm sannleikans, fegurðarinnar og kærleikans — blóm allra dygða, sem varpa ánægju og gleði yfir alt líf ykkar og gefur ykkur frið við aðkomu dauð- ans. Látið þrá ykkar og bæn vera: Ó, faðir, gjör mig lítið ljós, um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hafa vilzt af leið. I

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.