Lögberg - 18.12.1919, Síða 3
LÖGBERG FIMTUADGINN 18. DESEMBER, 1919
Bls. 3
Komið til mín.
ÞaÖ stóð til, að Krists-mynd Einars Jónsson-
ar yrði prentuð í Sólskini í þetta sinn. En því
miður gat 'það ekki orðið sökum þess, að tílni
vanst ekki til þess að prenta liana í öllum þeim
litum, sem þurfti til Iþess að myndin gæti notið
sín. Manni auðnast það máske síðar. Um
Krists-myndina er gvltur 'kross, með hvítum
bakgrunni. En undir fótum fretsarans er lmött-
urinn, en upp við bjróst hans. hvtílir syndum
hlaðinn og þreyttur vegfarandi.
En undir myndinni standa tþessi tkærleiks-
ríku hugguna r orð frelsarans sjálfs, sem tekin
eru úr 11. kapítula Matteusar guðspjalls: “Kom-
ið til mín, allir þér, tsern erviðið og þunga eruð
hlaðnir, eg vil gefa yður hvíld.”
Þessi rödd, sem hljómað hefir þreyttum og
sorgmæddum vegfarendum í nátján hundruð ár,
hve yndisleg er liún ekki? Hve yndislegt er það
ekki, að mega halla höfði s'ínu, þegar maður er
þreyttur, þegar manni er kalt og þegar manni
finst nrnður ætla að hniga undir erfiðleikunum,
að geta þá hallað sér að hjarta frelsara síns og
drottins.
Kom þú til mín, þú barn, sem broshýrt horf-
ir fram á morgun æfi þinnar. Með vonir þínar,
með bros þitt, með tár þín, með líf þitt alt.
Kom þú til mín, þn unglingur, sem finnur lífs-
aflið svella í taugum þér, og þróttinn vaxa í
köglnm þér, með drauma þína, með raunir þínar,
með hinar glóbjörtu framtíðar lífsvonir.
Komið til mín ukn hádegisbil lífs yðar, þú
maður og þú kona, þegar uppfylling helgustu
vona ykkar er að rætast. Kom með elskhuga
þinn eða ástrney. Tvomið og vígið líf ykkar við
hjarta mér; komið með vonir ykkar, ríkar og hlýj-
ar, eins og sólargeislann. Komið með kvíða. ykk-
ar, et einhver er; komið með ykkar framtíðar-
líf og njótið þess, og njótist við hjarta mér.
Komið til mlín, þér miðaldra menn ogkonur,
sem erviði lífsins er farið að beygja og áhyggj-
ur lífsins að lama. Komið með byrðar yðar,
komið með sorgir yðar, kmnið með vonirnar, sem
ekki rættust og urðu tál. Komið með ánægju-
stundimar, sem lýsa eins og leiftur um nótt. Kom-
ið iskilyrðislaust með alt, sem þið eigið, alt sem
]>ið þráið og alt, sem þið saknið, og alt, sem þið
óttist.
Komið til mín, þér öldungar og aldurhnignu
konur, sean södd eruð orðin lífdaganna, þér, settn
finnið lífsaflið vera að Iþverra, og lífsgleðina, og
itífsánægjuna vera að minka; þér, sem eruð orðin
marg-reynd í skóla lífsins, þér, sem sjáið sólina
vera að síga — vera að nálgast sjóndeildarhring-
inu í vesturátt. Komið til mín með alla yðar
erviðleika, með allar yðar s>mdir, með alla yðar
sorg og einstæðngsskap — með alla yðar eilífð-
arvon.
Móðirin.
Eftir H. C. Andersen.
Móðir sat hjá barni sínu kornungu; hún var
svo hrygg, svo hrædd um að það mundi deyja.
Það var nábleikt í framan, augun litlu höfðu lok-
ast aftur; það dró svo hægt andann og var öðru
hverju eins og það andvarpaði; því sorgbitnari
horfði móðirin á aumingjann litla.
Pá var barið á dyr og kom inn fátækur maður
gainall og hafði sveipað um sig einhverju, sem var
áþekt stórri hross-verju, sér til hita, enda var hon-
um ekki vanþörf á; úti var alt þakið ís og fönnum
og vindurinn næddi svo napurt, að tók á andlitið.
Af því nú gamahnennið nötraði af kulda og
barnunginn blundaði ofurlítið, þá stóð móðirin
upp og setti mjólk í dálítilli pönnu inn í ofninn og
ætlaði að hita hana lianda honum; gamli maður-
inn sat og ruggaði og móðirin settist rétt hjá hon-
um og horfði á barnið sitt sjúka; það dró svo
þungt andann og liélt upp hendinni litlu.
“Heldurðu ekki, að það verði kyrt hjá mér,
barnið mitt?” sagði hún, “guð fer ekki að taka
það frá mér. ”
Gamli maðurinn, sem var dauðinn sjálfur,
kinkaði kollinum svo undarlega; það gat bæði þýtt
já og nei.
Móðirin horfði í gaupnir sér og tárin hrundu
niður eftir kjnfnum hennar; hún var yfirkomin af
höfuðþyngslum, því henni hafði ekki komið dúr á
auga í þrjá sólarhringa, og sofnaði hún nú, en það
var að eins í svip; hún hrökk upp skjálfandi af
kulda. “Hvað er þetta?” sagði hún og leit á alla
vegu frá sér, er gamli maðurinn var farinn og
barnið hennar litla var horfið; hann hafði haft
það burt með sér. tJti í stofuhominu marraði í
stundaklukkunni gömlu og blýlóðið rann alt niður
á gólf, og þá stóð klukkan.
Pln vesalings móðirinn hljóp út úr húsinu og
kallaði á barnið sitt.
Ij ti í miðri fönninni sat kona síðkhedd og
svartklædd og mælti: “Dauðinn var inni í stof-
unni hjá þér, eg sá hvar hann skaust með baraið
þitt litla; hann er fljótari á sér en vindurinn;
hann skilar aldrei aftur því, sem hann tekur.”
“Segið mér bara, hverja leið hann fór,”
mælti móðirinn, “segðu mér leiðina, þá skal eg
finna hann.”
“Veit eg vegin,” sagði srartklædda konan;
“en áður en ég segi þér hann, verðurðu nð sragja
fyrir mig allar vísurnar, sem þú hefir sungið
fyrir barnið þitt; mér er yndi að þeim; eg er
nóttin, eg sá hversu þú tárfeldir meðan þú söngst
þær. ”
“Eg skal syngja þær allar,” sagði móðirin,
“en tefðu mig ekki, svo eg geti náð honum og
fundið barnið mitt.”
En nóttin sat þögul og grafkýr; þá sló móðir-
in höndum sínuin, söng og táraðist; maigar voru
vísurnar; þó vóru tárin fleiri; eftir það sagði
nóttin: Farðu hægra megin, inn í greniskóginn
dimma; þangað sá eg dauðan fara með barnið þitt
litla.”
Langt inn í skóginum lágu vegirnir á víxl og
vissi hún ekki, hvern fara skyldi; þá sá hún hvar
stóð þyrnirunnur blaðlaus og blómlaus; þetta var
líka um hávetur og var ísing á greinunum.
> “Hefurðu ekki séð dauðann ganga fyrir með
barnið initt?” —“Jú!” svaraði þyrnirunnurinn
“en fyr segi eg þér ekki, hverja leið hann fór, en
þú vermir mig við hjarta þitt; ég frýs í hel ég verð
að tómum fs. ”
Hún þrýsti þymirunninum að brjósti sínu
svo fast, að honum gat vel ylnað, og gengu þvrara-
ir inn í holdið, svo að blóðið dreyrði í stórum
dropum, en þvrairunnurinn skant út nýum og
grænum blöðum og blómgaðist um nóttina í vetrar
nístingnum, svo var hlýtt. við hjarta hinnar
mótlættu móður; og þyrnirunnurinn sagði henni
veginn, sem hún átti að fara.
Þá kom hún að miklu hafi, en þar vóru hvorki
skip né bátar. Sjóinn hafði ekki lagt svo vel, að
ísinn héldi og ekki var hann svo grunnur, að hún
gæti vaðið, en yfir hann varð hún að komast, úr
því hún vildi finna barnið sitt; hún lagðist niðnr
til að drekka upp sjóinn og var það ógjörningur,
en móðirinn hélt í hörmum sínum að kraftaverk
kynni að verða.
“Nei, þetta tekst aldrei,” sagði sjórinn, “við
skulum hqldur koma okkur saman; mér þykir
gaman að safna perlum, og augun þfn eru skær-
ustu perlurnar, sem eg hef séð; viljirþú gráta
þeim til mín, þá skal eg bera þig til stóra gróðrar-
luissins, þar sem dauðinn býr og gætir blóma og
trjáa; hvert þeirra um sig er mannslíf.”
“Æ, alt vil ég vinna til að komast þangað
sem baraið mitt er,” sagði móðirin grátmædda
og grét en sárar,og augu hennar hnigu niður á
hafsbotn og urðu að tveimur dýrindis perlum, en
sjórinn reið undir hana, og kastaðist hún í einni
sveiflu yfir á ströndina fyrir handan. Þar stóð
undarlegt hús mílubreitt og var ekki að vita,
hvort það væri skóg vaxið fjall með hellisskútum,
eða það væri timbrað upp; aumingja móðirin
gat. ekki séð það hún hafði grátið úr sér augun.
“Hvar get eg hitt dauðann, sem fór með barti-
ið mitt litla?” sagði hún. \
“Ekki hefir hann komið hingað enn þá,”
sagði grafarakonan gamla, sem gæta átti gróðrar-
húss dauðans. — “Hvemig komstu á veginn
hingað og hver hefir hjálpað þér?”
“Guð hefir hjálpað mér ,” svaraði hún, hann
er miskunsamur það munt þú vera líka. Hvar
get eg fundið baraið mitt litla?”
“Eg þekki það ekki,” mælti konan, “og þú ert
sjónlaus. Fjöldi blóma og trjáa hefir fölnað í
nótt, dauðinn kemur bráðum og gróðursetur þau
f nýjum reit. Pú veizt víst, að hver maður á sitt
lífstré eða sitt blóm, eftir því sem hverjum kann
að vera háttað; þau eru eins á að sjá og hver
önnur jurt eða tré, en hjartsláttur er í þeim öllum.
Baraahjörtun bærast líka. Eftir þessu skaltu
fara ; ekki er að vita, nema þú þekkir hjartslátt
barnsins þíns, en hvað gefurðu mér til þess, að eg
segi þér, hvað þú áttað gera frekara?”
“Egá ekkert að gefa,” ansaði móðirin sorg-
bitna, “en eg skal ganga á heimsenda fyrir þig?”
“Þangað á eg ekkert að sækja,” sagði konan,
“en þú getur látið mig fá svarta hárið þitt síða;
þú \reist sjálf að það er fallegt, og það á nú við
mig; eg skal láta þig fá livíta hárið mitt; það er
betra en ekki neitt. ’ ’
“Þú mælist þá ekki til meira!” sagði móðiriu
“ það er þér velkomið. ” Og hún gaf göndu kon-
uuni fallega hárið sitt, og fékk hárið hennar snjó-
hvíta í staðinn.
Nú gengu þær inn í hið mikla gróðrarhiís
dauðans. Þar óx f jöldi trjáa og blóma undarlega
hvað innan um annað; þar stóðu fagrir hýasintar
undir glerhjálmum, þar stóðu gildvaxnir píónar;
þar uxu sæjurtir og vóru sumar þeirra mjög svo
blómlegar, en aftur var kyrkingur í sumum;
vatnssníglarnir hringuðu sig utanum þær og
svartir krabbar læstu sig uin stofnana. Þar
stóðu fagrir pálmar, eikur, lilynir, péturseljur og
blómgað blóðberg; hvert tré og hvert blóm átti sér
nafn, hvert einstakt merkti mannslíf og vóru
mennirnir á lífi, sumir á Kínlandi, sumir á Græn-
landi og hvarvetna í heiminum. Þar stóðu stór
tré í litlum gróðrarkerum, svo að þau máttu ekki
þrífast og lá við að þau sprengdu kerin; hingað og
]>angað stóðu líka lítil og leiðinleg blóm í frjóvum
jarðvegi; ]iau voru varin mosa alt í kring, og
dekurlega liirt og stunduð. En móðirinn harm-
þrungna laut ofan að öllum litlu nýgræðingunum
og eyrði mannshjörtun bærast í þeim öllum og
innan um þúsundir þúsunda þekti hún hjartslátt-
inn barnsins síns.
“Parna er það!” kallaði hún og seildist með
hendina út yfir dálítin bláan kókus, sem hallaðist
út á aðra hliðina og var næsta sjúklegur.
“Snertu ekki blómið,” sagði gamla konan,
“en stattu héraa þegar dauðinn kemur, — en
lians er nú von á hverri stundu, — þá láttu
láttu hann ekki kippa jurtinni upp og hótaðu hon-
um, að þú skulir fara eins með hin blómin; þá
verður hann hræddur, því hann á að standa drottn
skil á þeim og má ekkert upp slíta fvr en honum
þóknast.”
í sama bili blós nákaldur þytur eftir endilöng-
um salnum og fann móðirin blinda á sér, að það
var dauðinn, sem kom.
“Hvernig gazt >þú ratað hingað?” spurði
dauðinn, “hvernig gazt þú orðið fljótari en eg?”
““tjg er móðir,” svaraði hún:
Og dauðinn seildist með sinni löngu liendi
eftr blóminu litla og veika, en hún hélt höndunum
rígspertum utan um það, og var Jm3 hrædd um að
hún kynni að koma við blöðin. Þá blés dauðinn á
hendur hennar og fann hún að það var kaldara
en vetrarnepjan; féllust henni þá hendur.
“Þú mátt ekkert við mér,” sagði dauðinn.
“En guð má við þér,” sagði hún.
“Eg geri ekki annað en það, sem er hans
vilji,” mælti dauðinn, “ég er hans urtagarðsmað-
ur; ég tek öll blóm hans og tré og gróðurset þau
í stóra paradösargarðinum á ókunna landinu, en
ekki þori eg að segja þér, hveraig þau gróa þar
og hveraig þar hagar til. ”
“Gefðu mér barnið mitt aftur,” grátbændi
móðirin hann. T sama bili tók hún útan um tvö
fögur blóm, sem stóðu þar rétt hjá, sitt með hvorri
hendi, og kallaði til dauðans: ‘ ‘ Eg slít upp öll
blómin þín, því eg er sturluð af örvæntingu.”
“Snertu ekki á þeim ,” sagði dauðinn: “Þú
þykist sjálf vera svo ólánssöm, en nú ætlarðu að
að gera aðra móðir jafn ólánsama.”
“Aðra móður?” sagði hún og slepti undir
eins blómunum.
“Hérna ern augun þín, ” sagði dauðinn, “ég
hef slætt þau upp úr sjónurn; það stóð svo mikil
birta af þeim;ég vissi ekki að það vóru augun þín;
taktu við þeim aftur, þau eru skærari núna ei;
þau vóru áður; líttu svo niður í djúpa branninn
rétt hjá þér, og skal eg segja þér nöfnin á baðum
blómunum, sem þú ætlaðir að slíta upp; þú sérð
þá ókomna æfi þeirra, >alt, sem þú ætlaðir að eyða
og ónýta. ’ ’
Og hún leit niður í brunninn og var það
fagnaðar sjón að sjá, hversu æfi annars barnsns
varð blessunarrík fyrir heiminn, hversu það jók
auðnu og yndi allstaðar nærri sér. Og hún sá
]>að, sem fyrir hinn barninu lá og það var ekki
annað en böl og bágindi, skelfing og volæði.
“Hvortveggja er vilji guðs,” sagði dauðinn.
“Hvort þeirra er blóm ógæfunnar og hvort
er blóm blessunarinnar?” spurði hún.
“Það segi cg þér ekki,” ansaði dauðinn, “en
hitt skaltu vita, að annað þeirra var blómið
barnsins þíns; það vóru forlög þess sem þú súst,
■— hin ókoma æfi þess. ”
Þá hljóðaði móðirinn upp yfir sig af ótta.
“Hvort þeirra var barnið mitt? segðu mér það;
frelsaðu saklevsingjann, frelsaðu barnið mitt
frá öllu þessu volæði; taktu það heldur burt, og
flvttu það inn í guðsríki; gleymdu tárum mínum,
gleymdu bænum míuni, gleymdu öllu sem eg hef
sagt eða gert.
“Eg skil þig ekki,” mælti dauðinn. “Viltu
fá barnið þitt aftur, eða á eg að fara með það
þangað sem þú ekki veist?”
Þá sló móðirinn höndum sínum og féll á kné
og bað til guðs: “Bænheyr mig ekki, ef eg bið
gagnstætt þínum vilja, sem öllum «r fyrir bestu,
bænheyr mig ekki.”
Og hiin drap höfði niður í skaut sér.
Og dauðinn fór með barnið hennar inn í hið
ókunna landið.
Síðasta perlan.
Eftir H. C. Andersen.
Það var á einu ríkisheimili, farsældarheimili;
allir þar inni vóru glaðir og bátir, liúsbændurnir.
hjúin og vinirnir, því á þessum degi var sonur og
erfingi í heiminn borinn; móðurinni og barninu
leið vel.
Lampinn í svefnherberginu var hjúpaður til
liálfs; þar var nötalegt inni og héngu þykk tjöld
úr dýrindis silki fyrir gluggum og vóru dregin
þétt saman. Gólfábreiðan var þykk og rajúk sem
mosi; alt var ems og í haginn búið til að blunda,
sofa og njóta þægilegrar hvíldar; það gerði vöku-
konan líka; hún svaf og það mátti hún . Pví hér
var alt svo blessunarríkt. og ánægjulegt.
Verndarandi hússins stóð við höfðalagið;
yfir barnið, við brjóst móðurinnar breiddist eins
og net lír blikandi stjörnum; hver þeirra um sig
var heillaperla. Allar lífsins góðu dísir höfðu
fæit hina nýfædda barni gáfur sínar; heilbrigði,
auðlegð, ást og hamingja lýstu liér í ljóma, í
stuttu máli alt, sem framast verður óskað hér á
jörðu.
“Alt hefir hingað verið fært og gefið,” sagði
verndarandinn.
“Nei!” heyrðist sagt rétt hjá; það var hinn
góði engill barnsins. “Ein dís er ókomin enn
með gáfu sína, en hiín kemur, hún kemur einhvern
tíma m«ð hana, þó það kunni að dragast árum
saman. Svðustu perluna vantar.”
“Vantar? hér má ekkert vanta, en sé svo, þá
leitum hana uppi, ]>essa voldugu dís; förum að
finna hana. ’ ’
“Hún kemur, hún kemur einhveratíma;
hennar perlu verður að hafa til þess að kerf ið geti
orðið bundið saman.”
“Hvar býr hún? hvar á hún heima? s«g mér
það; eg fer og sæki perluna.”
“Nú, þú vilt það,” sagði hinn góði engill
barnsins; eg skal leiða þig á hennar fund, hvar
svo sem hennar verður að leita; liún hefur engan
varanlegan samaistað; hún keniur í höll keisarans
og kofa kotungsins; hún fer ekki svo fram hjá
nokkrum manni, að ekki verði eitthvað til menja
og öllum færir hún einhverja gjöf, hvort sem það
nú er heill heimur eða eitthvert leikfang. Það fer
ekki heldur hjá því að hún muni líka hitta þetta
barii. Þér mun þykja, að ekki sé ráð nema í tíma
sé tokið; og er þá bezt við förum að sækja perl-
una, seinustu perluna í allri þessari auðlegð.”
Og nú svifu þeir hönd í hönd til þ«ss staðar
sem dísin dvaldi á um þennan tíma.
Það var stórhýsi með dimmum göngum og
tómum stofum, og var þar einhver undarleg kyrð
á öllu; vóru þar opnir gluggar í röð, svo að
hráslagaloft-ið að utan lagði inn í húsið, en fyrir
gluggunum héngu hvít tjöld, löng og síð og
blöktu fyrir vindsúgnum.
Á miðju gólfinu stóð opin líkkista og í henni
lá lík konu einnar, sem dáin var í blóma aldurs
síns; hún var alþakin yndislegum, glænýum rósum
svo að ekki sást annað en hendurnar fögru lagðar
í kross og andlitið svipgöfga, sem dýrðl«gt var
orðið í dauðanum með hinum háleita blæ alvör-
unnar og helgunarinnar í guði.
Við kistuna stóð maður hennar og börn; það
var hedl hópur; hið minsta hafði hann á handlegg
sér; þau kvöddu hana í síðasta sinn, og maðurinn
kysti á hönd hennar, höndina, sem nú var eins.og
visið laufblað, en tafði áður veitt þeim hjúkrun og
þægindi með krafti sínum og kærleika. B«isk og
liöfug tár lirundu í stórum dropum niður á gólfið;
en ekki var þar talað nokkurt orð. í ]>eirri þögn
bjó heill sorgar heimur. Og þau gengu burt með
grátekka, hægt. og stilt.
Ljós logaði þar inni, blaktandi í vindinum og
tcygði upp rautt skarið. ókunnugir menn komu
inn, lögðu lokið vfir hina framliðnu og slógu hart
á naglana ;hamarshöggin buldu svo að undir tók
i herbergjum og göngum hússins; þau ómuðu til
hjartna þeirra; sem áttu um sárt að binda.
“Hv«rt ertu að fara með mig?” sagði
verndarandinn; “ekki býr hér nein dís, sem á þá
perlu, er teljast megi með bestu gjöfum lífsins.”
“A þessum stað býr hún, héraa á þessari
helgu stund,” sagði verndarengillinn og benti út í
horn, og þar sem móðirinn hafði setið í lifanda
lífi innan um blóm og myndir, þar sem hún eins og
heilladís hússins hafði horft kærleiksríkum
augum til bónda síns, barna og vina, þar sem hún
hafði lýst eins og sólargeisli á heimilinu og verið
sameiningarband og hjarta alls og allra, s«m þar
vóru, — þar sat nú ókunn kona í síðum klæðum;
það var Sorgiv, sem nú var orðin húsfrvja og
móðir í stað hinnar framliðnu. Brennandi tár
hrundi niður í skaut hennar, og varð að perlu;
hún glitraði með öllum regnbogans litum og
engillinn greip hana og stóð af henni birta eins og
af stjörnu með sjölitum Ijóma.
“ Sorgarperluna, síðustu perluna má ekki
yanta; af lienni eykst hinum öðram perlurn ljómi
og máttur. Hér máttu sjá litaskraut friðarbogans,
—friðarbogans, sem tengir jörðina við himininn.
í hvert smn, er einhver ástvinur deyr frá oss, þá
eignumst vér á himnum einum vininum fleira,
sem vér þráum. Vér horfum úr náttmyrkri
jarðarinnar upp td stjaraanna, upp til fullkom-
nunarinnar. Virtu fyrir þér sorgarperluna; í
henni eru fólgnir Psykke-vængirnir, s«m bera oss
burtu héðan.”