Lögberg - 18.12.1919, Blaðsíða 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18.* DESEMBER, 1919
Kafli úr sögunni “Karl litli,”
Eftir J. Magnús Bjarnason.
Einiiverju sinni voru þau Karl litli og fóstra
hans úti í aldingsyðinum framan við höllina
fögru.
“Segðu mér nú sögu, fóstra mín góð,” sagði
Karl; “æ, segðu mér sögu um huldufólk, eða um
fugla, sem tala, eða um eitthvað og eitthvað, sem
er skrítið og skemtilegt og fer vel á endanum.”
“Eg skal sýna þér sögu,” sagði fóstran.
“Sýna mér sögu? Eg hélt að sögur væru
sagðar, en ekki sýndar.”
“Eg segi aldrei sögur,” sagði fóstran. “Eg
bara sýni sögur.”
“Á!”sagði Karl og horfði undrandi á
fóstru sína.
“Komdu með mér,” sagði hún og tók í hönd
hans; “komdu með mér út í skóginn hérna fyrir
vestan og vittu, hvað þú sérð.”
Svo gengu þau út úr aldingarðinum og inn í
fagurgræna skóginn fyrir vestan. Og þau
gengu nokkra stund um skóginn.
^‘Eg sé ekkert nema tré,” sagði Karl; “eg
sé ekkert nema tré — tré — tré!”
“Sérðu ekki fuglana á greinum trjánna?
Sérðu ekki dýrin og fiðrildin^og ormana og blóm-
inoglaufin?” /
“ Jú,” sagði Karl; “en það er ekki saga.”
“Komdu þii með mér lengra,” sagði fóstr-
an.
Og þau gengu lengi, lengi og leiddust. Þau
gengu þangað til að þau voru komin vestur úr
skóginum. Þá sló fóstran dálitlum sprota, sem
hún hélt á, í stein og maiti:
“Tel eg eitt, þrjú, tVö!
Sjáðu fjöllin sjö.”
Um leið sá Karl Utli heilmikinn fjallgarð
fram undan. Voru hlíðamar ávalar og grasi
v'axnar, en f jarlægustu og hæstu hnjúkarnir blá-
ir, og hilti þar undir sólroðna skýbólstrana, sem
voru að sjá eins og gríðar-stórir, hvítleitir ullar-
bvngir.
“Eg sé ekkert nema eintóm fjöll,” sagði
Karl.
“Sérðu ekki grænar hlíðar og fífilbrekkur
og berjalautir? Sérðu ekki bunulækinn, þama
yfir frá, og fossinn og bakkafögru ána í hvamm-
inum. sem skáldið góða kvað um? Og sérðu
ekki fjallatindana tignarlegu og skýbólstrana
og fagurbláan himininn?”
“,Tú, eg sé þetta alt. hin það er ekki saga.”
“Komdn þá með mér yfir fjöllin og vittu,
hvað þú sérð,” sagði fóstran.
Hún tók á ný í höndina á Karli litla og
leddi hann. Og þau gengu lengi, lengi yfir fjöll
og dali, þangað til þau voru búin að fara yfir
sjö há fjöll og sjö d júpa dali. Þá komu þau að
iitlu gei'ði í daiverpi nokkru, sem var vaxið þétÞ
um en lágum kjarr-akógi. i gerðinu stóð dálít-
ið hús, og var það grænt á lit með bláum vind-
skeiðum, bláum gluggakistuin og bláum dyx*a-
umbúnigi, og með hui \ sem var eikar-máluð.
Sást vel upp í fjallsbliðSna frá húsinu.
Þau Karl og fóstra hans gengu inn í gerðið,
og námu þar staðar skamí f. á litlum glugga,
sem var á austurhlið hússins. Þá mælti fóstr-
an:
“Tel eg einn, tvo, þrjá!
Hvað sérðu þá?
Karl sá strax, að lítil stúlka á hans reki sat
fyrir innan gluggann og hélt á brúðu. Stúlkan
var forkunnar-fríð í sjón að sjá og björt eins
og mjöll; en kinnar hennar voru eins og fagur-
rauðar rósir, og hárið eins svart og ibenholt, og
féll það í lausum lokkum um herðar henni. Hún
var í heiðbláum silkikjól og hafði perlufesti um
hálsinn. Brúðan, sem hún hélt á, var ljóshærð
og bláeygð, með rjóðar kinnar og rauðar varir,
og ún var klædd í kjól af tvílituðum guðvef.
“Má eg tala við þessa fallegu, litlu stúlku,
fóstra mín?” sagði Karl.
Pá brosti fóstra og mælti:
“Tel eg eitt, tvö, þrjú!
Já, talaðu nú.”
“Gekk þá Karl að gluganum, lyfti hattin-
um og sagði:
“Sæl vertu, litla stúlka!”
Stúlkan opnaði undir eins gluggann og le»t
út.
“Komdu blessaður og sæll, litli drengur!”
sagði hún. “Má eg spyrja, hvaðan þú kemur?”
“Eg kern frá höllinni fögru hérna fyrir
austan fjöllin,” svaraði Karl; “eg og fóstra
mín erum á skemti-göngu og vildum ekki fara
fram hjá, án þess að gjöra vart við okkur.”
“ f*að var fallega gjört af ykkur, að koma
hingað inn í gerðið til mín,” sagði stúlkan, “og
eg þakka vkkur af hjarta fvrir það. Og ekkert
væri mér kærara, en að mega bjóða ykkur inn
í húsið. En nú er því svo varið, að eg má ekki
bjóða vkkur hingað inn til mín, því að húsbænd-
urnir eru ekki heima, ogþeir koma ekki heim fyr
en í kvöld um sólarlag; og þeir hafa harðbann-
að mér að ljúka upp hurðinni fyrir nokkrum
lifandi manni, nema þeim. ” '
“Við kærum okkur ekkert um að fara inn
í húsið til þín, litla stúlka, fyrst þér er bannað
að taka á móti gestum. En ertu alein heima á
hverjum degi ?”
“Eg er alein heima alla daga, nema sunnu-
daga.”
“Leiðist þér ekki ósköpin öll að vera alein
heixna allan liðlangan daginn?”
“Nei, mér leiðist ekki. Eg hefi ávalt nóg
að gjöra. Eg þarf að búa upp sjö rúm; eg þarf
að þvo sjö diska, sjö skálar, og sjö bollajiör, og •
eg þarf að fægja upp sjö borðhnífa, sjö gaffla,
og sjö skeiðar; því að húsbændurnir eru sjö; og
þetta gjöri eg sjö sinnum í hverri viku. Og
þegar eg er ekki að vinna, þá skemti eg mér við
brúðumar mínar.” >
“Attu margar brúður?”
“Bara sjö.”
“Hvaða ógnar kynstur áttu af brúðum,
Jitla stúlka.”
“Eg á líka sjö kjóla, sjö hatta, sjö háls-
festar og sjö hárgreiður; því, ef einn af hús-
bændum mínum gefur mér einhvern hlut, þá
gefa allir hinir mér líka sinn hlutinn hver af
sömu tegund.”
“Undur eru þeir góðir við þig.”
“Já, þeir eru dsköp góðir og saklausir,
blessaðir dvergarnir mínir. ”
“Dvergarnir þínirV’
“Já, dvergamir mínir sjö. — Húsbændur
mínir eru sjö dálitlir dvergar, sem fara í býti
á hverjum morgni inn á fjöllin héma, til þess
að grafa gull og silfur; og enginn þeirra er svo
hár, að hann nái þér í hnakkagróf. ”
“Þetta minnnir mig á söguna af henni
Mjallhvít,” sagði Karl.
“Og það þykir mér ekkert undarlegt, því
að eg er hún Mjallhvít litla, sem fór yfir fjöllin
þau sjö, og fæðist nú upp með þeim dvergunum
sjö.”
,..“Nú er eg alveg hissa!” sagði Karl. “Og
áttu ekki ósköp og skelfing slæma stjúpu,
Mjallhvít litla?”
“Eg á stjúpu,” sagði Mjallhvít. “Og sum-
ar stjúpur eru slæmar og sumar góðar. En það
er ekki mitt að dæma um það, hvort mín stjúpa
er slæm eða ekki slæm. ’ ’
“Gaf hún þér ekki einu sinni óholt epli?”
“Það var ekki hún.”
“Kom hún þá ekki sjálf með það til þín?”
“Nei; suipt í sögunni er orðum auldð,”
sagði Mjallhvít. “Hún stjúpa mín hefði aldrei
lagt það erfiði á sig, að fara fótgangandi yfir
sjö f jöll til þess að finna mig; hún, sem er drotn-
ing og værugjarnari en flestar aðrar konur. sem
baða í rósum. Hún hefði heldur aldrei getað
tekið á sig það dulargervi, að eg hefið ekki þekt
liana. Eg þekki augun hennar, hvar og hve nær
sem eg sé þau.”
“Nú, hver var það þá, sem gaf þér óholla
eplið ? ’ ’
“Æ, eg veit ekki hver það var,” sagði
Mjallhvít og varpaði mæðilega öndinni. “Eg vil
sem allra minst um það tala. Þeir harmar eru
til, sem maður vill aldrei rifja upp, af því það
hefir svo undur mikinn sársauka í för með sér,
r.ð rifja þá upp. — En hvað heitirðu, litli, ljós-
hærði drengur?”
“Eg heiti Karl, og er íslendingur. — En
segðu mér eitt, Mjallhvít litla: Á hún stjúpa
þín enn þá töfra-spegilinn?”
“Nei, hún á hann ekki lengur. Hann er
brotinn fyrir löngu. Allir töfra-speglar brotna
á endanum.”
“Veit stjúpa þín þá ekki lengur, hvar þú
ert?”
“ Jú, hún veit, að eg er alt af hjá þeim dverg
unum sjö. Og hún veit, að eg vil ekki fara héð-
an. af því að mér líður hér svo vel. Hér eru eng-
in óholl epli, engir töfra-speglar, og enginn, sem
öfundar mig: — hér eru bara sjö litlir, sak-
lausir, iðjusamir dvergar.”
“Og hvað ætlarðu að vera hér lengi,
Mjallhvft litlö ?’?
“Það skal eg segja þér, Karl litli. Eg
verð hér þangað til að hann Aðalráður kóngs-
son kemur. Eg er alt af stöðugt að ða eftir
honum Aðalráði kóngssyni. Og eg veit, að hann
kemur bráðum. Það er hann, sem á að flytja
rnig yfir fjöllin þau sjö. Það er hann, sem á að
flytja mig yfir þau höfin sjö. Það er hann, sem
á að fara með mig til borgarinnar með þeim
tumunum sjö, þar sem eg á að verða drotning
yfir þeim löndunum sjö. — Já, eg þrái hann Að-
alráð kóngsson.”
Karl litli ætlaði nú endilega að fara að
spyrja um ýmislegt viðvíkjandi Aðalráði kóngs-
syni, en þá gætti hann alt í einu að því, að sjö
litlir dvergar komu á harða hlaupum ofan f jalls-
hlíðina. Og á eftir þeim stikaði ógurlega stór
risi, og hélt hann á stórri körfu á vinstri hand-
leggnum.
“Eru þetta dvergarnir þínir, Mjallhvít
litla?” spurði Karl og benti í áttina til dverg-
anna g risans.
Mjallhvít horfði upp í hlíðina.
“Já,” sagði hún, “það eru dvergamir
mínir. — En hvað er þetta? Er það sem mér
sýnist? Er það mögulegt, að risinn hann stóri
Sóti sé með þeim? Ef svo er, þá er úti um
mig!”
Og Mjallhvít lagði brúðuna í gluggakist-
una og fórnaði höndum.
“Hver er þessi Sóti?” spurði Karl. “Og
af hverju ertu svona hrædd við hann?”
“Pað er von að eg sé hrædd við þenna óg-
urlega risa,” sagði Mjallhvít og varð náföl í
framan, “því að hann er hálfbróðir hennar
stjúpu minnar, og er kominn hingað til þess að
sækja mig. Hann ætlar að bera mig heim í
körfunni, sem hann hefir á handleggnum. —
Vei! Vei! ó, auminginn eg!”
“Vertu hughraust, Mjallhvít litla. Það
rætast vel úr fyrir þér á endanum, vona eg. Og
ekki skal eg trúa því, að risinn, þó hann sé stór,
taki þig úr höndunum á okkur svona mörgum.—
— Sjö dvergar og einn drengur ættu að geta
ráðið við einn risa.”
“Ó, litli drengur!” sagði Mjallhvít mjög
angui*vær og kvíðafull. “Eg get sagt þér það,
að þessi risi er svo sterkur, að við öll til sam-
ans ráða ekki einu sinni við litlafingurinn á
vinstri hönd hans, hvað þá meira. — ó, aum-
inginn eg! ó, auminginn eg!”
“Við skulum samt ekki láta hugfallast,”
sagði Karl. Og hann gekk þagað sem fóstra
hans sat á steini við hliðið á gerðinu.
Þá mælti fóstran:
“Tel eg eitt, tvö, þrjú!
Hvað viltu nú?”
“Eg vil endilega hjálpa þessari elskulegu,
litlu stúlhu,” sagði Karl; hún er nauðulega
stödd, þv að risinn, sem kemur þama, ætlar að
taka hana í burtu frá dvergunum. Þetta er hún
Mjallhvít. Má eg ekki reyna til að hjálpa
henní? En hvað segir þú um það, fóstra mín?”
• Þá svaraði fóstran:
“Tel eg enn, tvo, þrjá!
Hjálpaðu henni þá.”
1 sama vetfangi komu dvergarir inn í gerð-
ið, og vora að fram komnir af mæði. Og um
leið steig risinn yfir girðinguna, gekk að húsinu
og studdi olnboganum á burstina á framgafl-
inum. Hann var ekki minstu vitund móður,
því að hann hafði gengið ofan fjallshlíðina í
hægðum sínum. En hann glotti við tönn og
liorfði á dvergana.
“Æ, æ!” sagði stærsti dvergurin og tók
ofan húfuna, “vertu svo góður, herra risi, að
lofa henni Mjallhvít litlu að vera hér hjá okk-
ur. Við deyjum af harmi, ef hún verður tekin
frá okkur.”
“Mig varðar ekkert um það, hvort þið dey-
ið, eða deyið ekki, ’ ’ sagði risinn og gretti sig á-
mátlega. “Það er eins gott að deyja af harmi
og nokkru öðru.—Alt, sem eg hugsa um, er bara
það, aðrt’lytja þessa óþekku telpu, sem hér er
hjá ykkur, heim til hennar stjúpu sinnar, og sjá
um, að hún strjúki ekki aftur.”
“Æ, æ!” sagði minsti dvergurinn; “æ,
ekki vænti eg, að það mætti bjóða herra risan-
um alt gullið og silfrið, sem við höfum héma í
húsinu ? ’ ’
“Eg læt ekki múta mér til þess, að óhlýðn-
ast skipunum hennar systur minnar,” sagði
risinn nokkuð hranalega. ‘ ‘ Eg kæri mig ekkert
um ykkar gull og silfur, því að mig munar ekk-
ert um það. En eg tek óþektar-telpuna og ber
hana heim í tágar-körfunni minni.”
“Æ, herra risi!” sagði stærsti dvergur-
inn, “er ekkert til, sem hrært getur hjarta þitt
til meðaumkunar og snúið þér frá þessu áformi
þínu?”
“Ef þið hafið hug til að berjast við mig,”
sagði risinn, “já, ef þið hafið hug til berjast
við mig, og getið yfirbugað mig, þá skal eg
hietta við að taka telpu-óþektar-angann frá
ylckur. ’ ’
“Æ, herra risi!” sögðu allir dvergamir
einum rómi, “þú ert svo ósköp sterkur, að við
ráðum ekkert við þig. ”
“Þið megið ráðast á mig allir í einu, ef
þið viljið,” sagði risinn.
“Æ, nei, góði herra risi!” sögðu dvergarn-
ir hálf-kjökrandi; “þú veizt það vel, að við höf-
mn ekkert að gjöra í hendumar á þér ”
“Þið erað huglausir aumingjar!” sagði
risinn og gretti sig ákaflega.
“Eg skal hjálpa ykkur,” sagði Karl litli
og gekk þangað, sem dvergarnir stóðu allir
si.man í þéttum hóp.
“Æ, hvaðan kemur þú?” sagði stærsti
dvergurinn.
“Já, hvaða snáði er þetta?” sagði risinn.
“Eg kom yfir fjöllin rétt áðan, o? hún
féslra mín með mér,” sagði Karl: “og eg er
þess albúinn, að veita henni Mjallhvít litlu og
v num hennar alt það Wð, sem eg get. ’ ’
“Æ, þökk sé þér!” sögðu dvergamir.
v “En að heyra gorgeirinn f þessum svein-
staula,” sagði risinn. “Hvað ætli þessa hug-
lausu og kraftalausu aumingja muni um hans
liðveizlu á móti mér? — þér er bezt að snauta
h«im, viudbelgur litli!'”
“Þú mátt kalla mig vindbelg, og hvað þú
vilt,” sagði Karl; “eg hræðist ekki neitt slíkt.
Eg er þess albúinn, að reyna við þig aleinn.”
Æ, þökk sé þér!” sögðu dvergarnir. “En
þi ert svo lítill og hann svo stór!”
“Ha — ha — ha!” sagði risinn og veltist
um af ofsa-hlátri. “Pú hugsar kannske, að þú
ftrir með mig eins og hann Davíð fór með hann
Golíat. En þú ert nú ekki hann Davíð og eg er
ekki hann Golíat. Eg get stungið þér, greyið
mitt, í vestisvasa minn, ef eg vil; og eg get hol-
ao öllum dvergunum niður í báða úlpu-vasana.
En hana fóstru þína og telpuna ber eg í tágar-
kÖrfunni, og held á henni í annari hendinni.
Stilurðu nú?”
“Vertu nú hægur!” sagði Karl. “Og bíddu
við þangað til eg er búinn að segja það, sem eg
ætla að segja. — E^ veit það vel, að þú hefir
meira líkamlegt afl en eg; en hvort þú hefir
meira vit en eg, er alveg óvíst. Við skulum nú
vita, hvor okkar er snjallari að ráða gátur. Þú
skalt leggja þrjár gátur fyrir mig, og eg aðrar
þrjár gátur fvrir þig. Ef þú ræður allar mínar
gátur, en eg ekkj allar þínar, þá hefir þú unnið,
og rnátt fara með okur öll í vasanum til hennar
svstur þinnar, ef þú vilt. En fari nú svo, að eg
ráði allar ’þínar gátur, en þú ráðir ekki allar
mínar, þá hefi e g unnið. 0g þá verður þú að
labba heim til systur þinnar með tóma körfuna.
Hvernig lízt þér á það?”
“Þetta er ekki svo vitlaust,” sagði risinn.
“Eg er fús á að láta það eftir þér, að reyna
þenna leik. Samt er hætt við því, að eg uni því
illa, ef eg bíð ósigur fyrir þér.. Og ilt mun mér
þykja, að koma heim til systur rninnar með tóma
tágar-körfuna. ’ ’
“Allir risar standa jafnan við orð sín,”
sagði Karl. “Að minsta kosti hafa engir af
þeim risum, sem eg hefi lesið um og heyrt getið
um, nokkurn tíma svikið loforð sín, hvort sem
þeir hafa unnið eða tapað.”
“Risar eru nú misjafnir, alveg eins og
menskir menn,” sagði risinn í dálítið viðfeldn-
ari róm en áður. “Risar geta rofið orð og eiða,
ef þeim býður svo við að horfa.” \
“Enginn sannur risi mun rjúfa loforð
sitt,” sagði Karl; “því að allir sannir risar eru
höfðingjar í lund og drenglyndir. Og ef þú
ert ekki sannur risi, þá vil eg ekkert við þig'
eiga.”
“Hlannur risi vil eg ávalt vera,“ sagði ris-
inn \ þýðari róm en áður. “En samt væri
betra fyrir þig að hafa einhverja tryggingu fyr-
ir því, að eg rjúfi ekki sætt og samninga við
þig.”
“Það væri að tortryggja heiðvirðan risa,”
sagði Karl. “Eða hvaða tryggingu ætti eg að
heimta?”
“Þú gætir heimtað það, að eg leyfði þér og
dvergunum að binda hendur mínar á bak aftur,
áður en leikurinn byrjar.”
Sparisjóðs Bók er langz-bezta
J LAGJAFA-BÓKIN
Sérstaklega fyrir Börnin.
Byrjið nýárið með Sparisjóðs-reikningi fyrir hvert þeirra.
The Royal Bank of Canada
....Uppborgaður höfuðstóll og viðlagasjóður . $34,300.000....
Allar Tekjur yfir............ $505,000,000 0
WINNIPEG (West End) BRANCHES
Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager ,
Cor. Sargent & Beverley F. Thoriiarson, Manager
Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager
, Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager.
5%
VEXTIR 0G JAFNFRAMT
O ÖRUGGASTA TRYGGING
LeggiíS sparipeninga yðar i 5% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð-
miða — Coupon Bonds — I Manitoba Farm Loans Association. — Höf-
uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin út
fyrir eins til tíu ára timabil, I upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupenda.
Vextir greiddir viO lok hverra sex mdnaOa.
Skrifið eftir upplýsingum.
Lán handa bændum
Peningar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágri rentu.
Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja.
The Manitoba Farm Loans Association
WINNIPEG, - MANIT0BA
VEIDIMENN
Raw Furs
Sendið
Yðar
H0ERNER, WILLIAMS0N & CO.
241 Princess St., Winnipeg
VEL BORGAD tyrir RAW FURS
Sanngjörn flokkun
Peningar sendir um hæl
Sendið eftir brúnu merkiseðlunum
Skrifið eftir
Verðlista vorum
SENDID UNDIREINS!
^ Vér borgum
ý Express kostnað
VERDID ER FYRIRTAKf
“Það væri meira en að tor-
tryggja þig,” sagði Karl;
“það væri að sýna þér og allri
risa-ættinni óbeyrilega og ófyr-
irgefanlega vansæmd. Nei,
alt, sem eg vil, er það, að þú
lofir því, að fara heim til syst-
ur þinnar með tóma körfana,
ef þú tapar í þessum leik. Og
eg er alveg viss um að loforð
þitt mun standa eins og staf-
ur á bók.” ^
“Það er þá bezt að eg lofi
því,” sagði risinn og leit nið-
nr fvrir sig. “Og komdu
strax með þínar gátur.”
Dvergamir, sem til
lxöfðu staðið álengjdar, komu
nú ögn nær, studdu hönd und-
ir kinn og störðu undrandi á
Karl litla og risann.
Karl kugsaði sig fáein
augnablik um og sagði svo:
“Fyi’sta gátan mín er svona:
“Hvað er það, sem fer fvrir
bjorg og brotnar ekki,
fer í sjó og sekkur elcki,
fer í eld og bi’ennur ekki?”
“Láttu mig nú sjá, laxi!”
sagði risinn og dró langan
seim. “Tága-karfan mín
brotnar ekki, þó hún detti fyr-
ir björg, og ekki er hætt við,
að hún sökkvi í sjónum. Og
þess vegna hlýtur svarið að
vera: tága-karfa. Já, það skal
vera tága-karfa.”
Dvergarnir stóðu á öndinni.
Peir vissu ekki enn, hvort þetta
s,var var rétt eða rangt.
“Svar þitt er rangt,” sagði
Karl; “því þó tága-karfan sé
ekki brothætt og sökkvi ekki í
sjó, þá brennur hún samt, ef
hán fer í eld. — Rétta svarið
er: sólargeisli, því að hann
brotnar ekki, þó hann fari fyr-
ir björg , sekkur ekki, og
brennur elíki. ”
“Æ, vel fór að taraa,”
sögðu dvergarnir.
“Jæja!” sagði risinn og
gretti sig ofurlítið. “Komdu
með aðra gátu. ”
Þá sagði Karl:
“Hvað er það, sem liggur
í göngum
með löngum spöngum,
gullinu fegra,
en grípa má þó enginn.”
‘ ‘ Þetta er býsna flókin gáta ’ ’,
sagði risinn, tók annari hendi
um ennið og deplaði augunum.
“Það getur verið harla margt,
sem liggur í göngurn með löng-
um spöngum. Já, með spöng-
nm — og löngum spöngum —
löngum spöngum! Það er ein-
mitt í þessum gríþar - löngu
spöngum, gern galdurinn ligg-
nr! Það er ekki öllum gefin
sú gáfa, að geta upp á slíku.
Þó grunar mig, að það sé
brynja. — Jú, það skal vera
spanga-bryna!”
“ Nei, það er ekki rétt,” sagði
Karl, “því JmS brynja geti verið
með löngum spöngum — og
það gullspöngum — þá má þó
grípa brynjuna upp og fara
með liana út ur göngunum. —
Kétta svarið er: sólarqeisli.”
“Æ, vel gengur að taraa!”
sögðu dvergamir og brostu.
“Þetta mátti mig dauðlega
svíkja,” sagði risinn og klór-
aði sér á bak við eyrað. ‘ * En
eg skal ráða næstu gátu.
Komdu með hana fljótt!”
Karl litli hugsaði sig nú
nokk ra stund um og sagði svo:
Þriðja gátan er þetta:
“Hvað i;ét hundur karls
sem í ÍU .(»luTu ;»jó'
Nefni eg b»un ' fyrsta orð»
“Þú getur lians aldrex þé. ”
‘ Þ tta er auðráðin gáta,”
sagði ri-sínn og þóttist mikill,
“iþví að það liggur í augum
uppi, að hundur karls hefir
heitið: Sólargeisli. ’ ’
“Nei, þetfa svar er langt frá
því, að vera rétt, ’ ’ sagði Karl;
“því að fyrsta orðið í gátunni
er Hvað, en ekki sólargeisli.
Hundur karlsins, sem í afdöl-
um bjó, 'hefir því heitið: Hvað.
Og það er rétta svarið.”
“Æ, fallega fór að taraa!”
Sögðu dvergarair og gleðin
ljómaði úr augum þeirra.
‘ ‘ Þetta eru aumu gáturnar, ’ ’
sagði risinn og hristi höfuðið.
“Hvenær skyldi það hafa
heyrst, að hundur héti Hvað?
Gæti nokkrum lifandi risa, eða
manni, eða dverg, dottið slík
vitleysa í hug, að hundur nokk-
urs lifandi karls héti svo af-
káralegn og ómögulegu nafni?
— En taktu nú á öllu þínu viti,
drengur minn,. því að fyrsta
gátan mín er svona:
“Hvað er það hið mikla og
mæta,
sem eg ber
í munni mér?
Gettu nú,
og gættu að þér. ’ ’
Dvergamir einblíndu nú á
Karl litla. Og það var eins og
Jxeir álitu það kraftaverki næst,
ef honum tækist að ráða þessa
gátu. Svo flókin fanst þeim
hán vera.
“Þetta er góð gáta,” sagði
Karl og talaði hægt; “og henni
skal eg svara undir eins. —
Því að iþað, sem , iþú nefir í
munninu, eru: tennur og
tunga.”
“Rétt er þetta,” sagði ris-
inn.
“Æ, hvaða blessun var að
taraa!” sögðu dvergarair.
“Hér er önnur gáta,” sagði
risinn, “og hún er á þessa leið:
“Hvað er það, sem hef eg
á hverri tá?
Gættu a)ð þér,
og getu þá. ’ ’
“Þetta er líka góð gáta,”
sagði Karl. “En svarið er
þetta: — þú hefir nögl á hverri
tá.”
“Þetta er satt og rétt,” sagði
risinn.
“Æ, hvílít undra - vit!”
sögðu dvergarnir.
“Mín þriðja gáta er nokkuð
þyngri,” sagði risinn; “og hún
hlóðar þannig:
“Hvað mörg eru hárin